Ísafold - 10.11.1906, Síða 2
294
ÍSALFOD
Æskulýðsfélög.
Hinn þarfasti framfarafélagsskapur.
|>að er hún eflaust, sú hin nýja
félagsmenskuhreyfing hér á landi,
hingað flutt frá Norvegi, frá nánustu
frændþjóð vorri og kærustu, hinni sömu
sem hingað flutti bindindishreyfinguna
nýju fyrir rúmum 20 árum, þessa sem
orðið hefir margfalt öflugn og afkasta-
meiri en aðrar slíkar áður.
Vér viljum vona að líkt verði um
hreyfing þá, er hér um ræðir.
Hér hefir verið að því vikið nýlega,
í þessu blaði, að hyggilegra mundi að
afla sér ungviðis austan um haf en
sunnan til skógræktar hér. Mundi
ekki vera líku máli að gegna um and-
legan gróður, að líklegri verði hann til að
festa hér rætur úr norskum jarðvegi
en dönskum?
Sennilegt er það, fremur en hitt, að
því skyldari sem jarðvegurinn er, þess
betur takist gróðursetniugin.
Annars er 6kki trútt um, að nóg
þyki orðið um félagsstofnana-sýsl hér
á landi; þeir tala sumir um félag3-
stofnana-fargan, eða jafnvel félags-
menskulandfarsótt. Qn varla á sú
aðflnsla við nema í kaupstöðunum, og
veitist ekki beiut að því, þótt félög
séu stofnuð til allra skapaðra hluta,
heldur almennu hviklyndi og þolleysi
við þau eftir að þau eru komin á lagg-
ir að nafni til.
En hvað sem því líður, þá er þessi
félagsskapur áreiðanlega þarfur og vel
til fundinn.
Tilgangi hans er þann veg lýst:
Að reyna af alefli að vekja löngun
hjá æskulýð landsins til þess að starfa
fyrir sjálfa sig, land sitt og þjóð.
Að temja sér að beita starfskröftum
sínum í félagi og utan félags.
Að reyna af fremsta megni að styðja,
viðhalda og efla alt það, sem er ramm-
íslenzkt og þjóðlegt og miðar til heilla
og heiðurs fyrir íslenzku þjóðina.
Tilgangi sínum hugsar félagið sér að
með því, að halda fundi einu sinni í
viku, þar sem fluttir séu fyrirlestrar,
ýmist af félagsmönnum sjálfum, eða
þar til fengnum fræðimönnum utan
félags, svo og umræður, upplestrar,
íþróttir og annað það, er örvað getur
andlega og líkamlega atgervi.
Félagsmenn geta þeir einir orðið,
sem treysta handleiðslu og almætti
guðlegs afls, vilja með lífi og sál æfa
krafta sína til starfs fyrir fósturjörðina,
Og eru bindindismenn. Skal framlögð
fyrir hvern umsækjanda skuldbinding-
arskrá, þar sem hann skuldbindur sig
við drengskap sinn að vinna sam-
kvæmt anda og lögum félagsins.
Svo mörg eru lögmálsins orð um
tilganginn. Hann er bæði mikilvægur
og fjölbreytilegur.
Félagsskapurinn er kominn í fram-
kvæmd í tveim stöðum: á Akureyri í
fyrra og hér í Reykjavík nú í haust.
Og eru her til fengnir einhverir vel
færir fyrirlestramenn og leikfimiskennari
(Matthías Einarsson læknir).
Allar hérvillu-firrur verður svona
félag að varast, og eins að láta sér
ekki verða að hafa sjálft um sig há-
tíðlegri hugmyndir en efni eru til.
Heilsusamlega glaðværð þarf það að
kostgæfa. |>ví æskan er gleðinnar
lífsskeið, og lífsgleði er lífsmegin. Að
syngja og leika sér er unglingum alveg
eins þarft eins og mörg bókfræðslan,
sem að þeim er haldið. Leika sér
frjálst og frjálsmannlega, en breka-
laust. Og vitaskuld eins hitt, að temja
sér hollar, reglubundnar líkamsíþróttir.
Slíkur félagsskapur sem þessi getur
haft, ef vel er á haldið, stórmikil nyt-
semdaráhrif á hina uppvaxandi kynslóð,
gert hana fráhverfa skaðsemdarósiðum
og margs konar ómensku, en áhuga-
mikla um það, er verða má til þjóð-
þrifa, til frama og gengis félagsmönn-
um sjálfum og öðrum, — tilgerðarlaust
og viðhafnarlaust, drýgra á borði
en í orði, ljúft sem í leik og þrautlítið,
frásneitt hégóma og hræsni.
Mikilsverður greiði.
Eitthvað um 30 manns, er beðið
höfðu viku í haust á ísafirði eftir s/s
Ceres hingað í leið, til ónýtis, voru svo
hepuir að komast suður á vöruflutninga-
gufuskipi og á ekki nema 24 stund-
um. Skipið hét eða heitir Urania og
er í förum fyrir Edinborgarverzlun
(Ásg. Sigurðsson). Einn farþeginn
hefir beðið Isafold að geta þessa, skip-
stjóra þeim til maklegs lofs bæði fyr-
ir þann mikla greiða í sjálfu sér, og
eigi síður fyrir þá einstaklega alúðar-
miklu umönnun, er hann bar fyrir farþeg-
um á leiðinni, ólíkum mun meiri en
s t u n d u m gerist að minsta kosti á
hinum landsjóðtstyrktu gufuskipum.
Skipstjóri barmaði sér um rúmleysi,
sem von var, segir farþeginn, því skip-
ið er vöruskip, en ekki til mannflutn-
inga. Samt lét hann tilleiðast að taka
okkur, ef við gætum gert okkur að
góðu að vera í lestinni, og tókum við
því feginsamlega. Svo komum við,
29 að tölu, karlar og konur, og sú
umhyggja og alúð, er vér nutum af
skip8tjóra sjálfum og þjónum hans,
var í alla staði aðdáanleg. Hann lét
búa um kvenfólkið á mjög góðum stað
í skipinu. en um karlmennina í lest-
inni, og lét þar lifa tvö ljós hjá okkur
alla nóttina. Var honum og mönnum
hans mjög ant um, að sem bezt færi
um okkur í alla staði. Minnumst vér
og með virðingu, að hann hafði hatur
og andstygð á, að áfengi væri haft
um hönd.
það er eitthvað annað en á Samein,-
félags skipunum — svívirðingin, sem
þar við gengst í þeim efnum og það í
eintómu lagaleysi.
f>ví lík forsmán.
Frá Akureyrarbrunanvim
segir ítarlega í nýkomnu Norður-
landsblaði, frá 20. f. mán., og ekki til
muna fréttnæmt um fram það er rit-
BÍrainn flutti samtímis.
Bæjarmenn höfðu gengið mikið vel
fram og vasklega að slökkva. Líkleg-
ast þó, að öll hefði Oddeyrin brunnið,
ef ekki hefði breyzt vindstaða, úr
landsuðri í hásuður.
Húsin öll 7, sem brunnu, voru orð-
in að rústum og ösku á 2 klukku-
stundum.
Auk þeirra brann vélarbátur, er stóð
upp við eitt húsið, sem brann, timb-
urgeymsluhús Sigurðar Bjarnasonar.
Eldbálið hafði verið geysimikið.
Jafnvel í innbænum var svo mikil af
því birtan, að því var líkast, sem
komin væri skyndilega raflýsing í
scrætin, og sterkum, rauðleitum bjarma
sló á fönnina á Vaðlaheiði.
f>að mun leika á 30—50 þús. kr.,
er brunnið hefir óvátrygt eða ónýttist
af hnjaski, er það varð fyrir, þegar
verið var að bjarga. Vinnukonur og
húskonur mistu bótalaust mikið af
því, sem þær áttu cil.
Töluverðir örðugleikar á að koma
því fyrir vetrsrlangt, fólkinu sem varð
húsnæðislaust, 100 að tölu.
Maður druknaði.
á þriðjudaginn (6. þ. m.) norður á
Skagafirði. Var við annan mann á
bát, sem hvolfdi við Hegranestá.
Annar maðurinn náðist af kili, Sá
hét Kristinn Sigurgeirsson, sem drukn-
aði, hálfþrítugur efnismaður frá Sauð-
árkrók. — Frétt þessa hermir talskeyti
frá Sauðárkrók.
SjáYarútvegurinn eftirleiðis.
Stórbylting er í aðsigi í sjávarútvegi
vorum, og þó byrjuð raunar.
Ferillinn er þessi, fyrir fram sýnileg-
ur : opnir róðrarbátar til fiskiveiða hverfa
að mestu úr sögunni, utan smákænur vít í
þarann. Þeir e r u alveg að hverfa og
smá-vélarbátar að koma í þeirra stað,
samhliða þilskipum með seglum. En
þeirr^ blómaöld er einnig á þrotum.
Viðkoman er að havtta. Þeim verður
slitið upp, sem til eru, á 10—20 árum,
hinum stærri. En í minni þilskipin
verða látnar gangvélar og þau notuð
til veiða þar, sem botnvörpum verður
ekki komið við. En þær, botnvörp-
urnar, verða aðalveiðarfærin eftirleiðis,
eins vor íslendinga, sem annarra
þjóða. Þar er ekkert undanfæri. Og
það er lang-arðvænlegast. Eftir 10 ár
höfum vér eignast eins fengmikinn
botnvörpuveiðaflota eins og nú eigum
vér seglskipaflota við fiskiveiðar, —
færri skipin, en margfalt d/rari og eigu-
legri, og miklu óliðfrekari.
Það eru ógrynni fjár, sem varið hefir
verið hér allra síðustu missirin til vélar-
bátakaupa. En því miður heldur bráðráð-
ið sumstaðar, að skynbærra manna dómi.
Ekki umskiftin sjálf frá róðrarbátunum í
vélarbáta, heldur hitt, að þeir hefði
átt að vera stærri yfirleitt, vel haffærir,
eins og seglskipin. Því að þau eiga
þeir einnig að leysa af hólmi að nokkuru
leyti.
Til marks um, hve umskiftin eru
gagngerð, má geta þess dæmis frá Vest-
manneyjum, að þar gengu síðustu
vetrarvertið 2 vélarbátar, en stendur til
að 15 verði þeir næstu vertíð. Það er
mælt, að þeir muni hafa kostað 80—90
þús. — Þetta eignast á einu ári sveit,
sem þurfti að fá hallærislán fyrir eigi
allmörgum árum. En nú fyrir fám
árum höfðu þeir varið allmiklu fé til
að koma sér upp færeyskum róðrarbát-
um í stað íslenzkra, er þeir þóttust
þreifa á, að þeir væri sér hentugri og
fiskisælli. Þ a ð er framtakssemi; euda
ávöxturinn synn. Svo vel hefir þeim
sjórinn blessast með þessu lagi, að nú
hafa þeir efni á hinu, sem þeir hafa
gert í sumar : að fá sér 13 vélarbáta, og
að leggja þar að auki einar 20—.30 þús.
í botnvörpuskip.
Þessi vélarbáta-öld gengur yfir land
alt, þar sem sjór er stundaður.
Botnvörpuöldin íslenzka er rétt að
eins að byrja.
Einn botnvörpungur, heldur smár,
hefir gengið hór tvö sumur og farnast
mætavel. Hólt vel við í fyrra, þrátt
fyrir margföld óhöpp. En hefir stór-
grætt í sumar. Það er Coot þeirra
Hafnfirðinga.
Annar er í smíðum á Englandi, fyrir
félag hór í Reykjavík, þá Thor Jensen
kaupmann, Magnús Magnússon kennara,
Kolbein og Halldór Þorsteinssyni o. fl.
Hinn þriðja ætlar nýstofnað hlutafélag
hór í bæ að eignast f vetur, kaupa
hann á Englandi. Stofnfóð er 80 þús.
og ætlast til það að hækki upp í 100
þús. Þegar fengin milli 80—90 þús.
Framkvæmdarstjóri þess er Jes Zimsen
konsúll, en meðstjórnendur þeir Þorsteinn
í /Bakkabúð, skipstjóri (og kaupm.) og
Gunnsteinn Einarsson skipstjóri, hinir
ýtustu menn allir. Auk þeirra eiga
hlut í fólaginu ýmsir nafnkendir fiski-
skipstjórar og útgerðarmenn. Vestmann-
eyingar hafa og lagt í það 20 þús. kr.
Hjalti Jónsson skipstjóri leggur á stað
mjög bráðlega til Englands að útvega
skipið. Hann á að verða fyrir því.
Hann hefir farið áður þrívegis í skip-
kaupaerindum og lánast það mætavel
(Swift, Seagull, Sæbjörg). Hann er
meðal vorra allrafærustu skipstjóra, svo
sem kunnugt er.
Fóskorturinn er og verður örðugur
þröskuldur um hríð. En ókleifur naum-
ast.
Það hefði þótt fyrirsögn fyrir nokkr-
um árum, að landsmenn gætu eignast á
2—3 missirum vélarbáta fyrir hátt upp
í 1 miljón króna.
Er þá meira að komast yfir dálítinn
botnvörpungaflota á 5—10 árum ?
Gróðinn er geysimikill í aðra hönd,.
ef ekki vilja til óhöpp, og e f ekki
skortir ráðdeild og fyrirhyggju, einkum
í mannnavali til stjórnar og framkvæmda.
Þvf er langmest undir komið.
Dæmi veit kunnugur maður þess,
að vélarbátur hefir tvíborgað verðið sitt
á nýliðnu vori og sumri, og gefið þó for-
manni og hásetum sæmileg embættis-
árslaun á 5 mánuðum.
Þessu lík g e t a uppgripin verið.
Landskjálftar nyröra.
Ritsímafrétt.
Akureyri 10. nóv. kl. 8'/2 érd.
Aðfarauótt föstudags (9.) fundust
landskjálftar hér, níu kippir, — tveir
allsnarpir.
Geysisvegurinn.
Honum er verið að byrja á um þessar
mundir, í góðviðrinu, frá þingvöllum,
og hugsað um fyrst um sinn kaflann
austur yfir Hrafnagjá, sem búist er
við að kosta muni um 20,000 kr. þá
er fenginn dágóður vegur alla leið til
Geysis, með smáruðning hingað og.
þangað, handa konungi að sumri.
Vegagerð þeirri stýrir Árni Zakaríasson..
Mannalát.
Dáinn segir talskeyti að norðan 3. þ-
P é t u r bónda JKristófersson á
Stóruborg. Hann var sonur Kristófers
Finnbogasonar, er lengi hjó á Stóra-
fjalli, bróður Teits Finnbogasonar dýra-
læknis, síra Jakobs Finnbogasonar o. fl.
Pétur var seinni maður Ingunnar
Jónsdóttur frá Melum, ekkju R. Magn-
úsar Olsen á þingeyrum. þeim var&
ekki barna auðið. Síðan átti hann
þrúði Elísabet Guðmundsdóttur próf.
Vigfússonar á Melstað. þau áttu 4
börn á lífi. Pétur var vaskur maður
og vel að sér ger. Mun hafa verið-
um sextugt, er hann lézt.
Skrifað er frá Vestmanneyjum lát
Jórunnar Jónsdóttur, yngsta
barns Jóns prests Jónssonar Aust-
manns í VestmanDeyjum (f 1858).
Hún andaðist 27. f. m. um hálfnírætt.
Hún var tvígift. Átti fyret Jón verzl-
unarstjóra Salómonsen og síðan verzl-
unarmann Engilbert Engilbertsson frá
Syðstu-Mörk. Hún var nú búin að vera
ekkja mörg ár. Henni varð ekki barna
auðið, en gekk nokkrum börnum i
móðurstað. Hún var ráðdeildarsöm
myndarkona og valkvendi.
Gullbrúðkaupsveizlu héldu sveit-
tmgar Arna hreppstjóra og dbrm. Jónssonar
á Þverá i Hallárdal þeim hjónum nm gangna-
leytið i haust á Skagaströnd, og nokkrir
heldri menn aðrir, fengu þeim að gjöf
vandaðan bikar, er kostað hafði 50 kr., og í
honum peningagjöf, 200 kr., er þau skyldu
ráðstafa eftir vild.
Meðal barna þeirra háöldruðu hjóna er
Olafur kaupmaður á StokkBeyri.
Lifandi-iuynda-sýning i gærkveldi
i Bárubúð, hin íslenzka, var mjög vel sótt..
Þykir alt af bezta skemtun, einkum börn-
um og unglingum.
fe