Ísafold - 10.11.1906, Blaðsíða 3

Ísafold - 10.11.1906, Blaðsíða 3
ISAFOLD 295 Bismarck og Mlhjálmnr II. Því víkur þann veg við, þessu, sern hraðskeyti skyrði frá eigi alls fyrir löngu, að Vilhjálmur keisari hefði stórreiðst birtingu æfiþátta Hohenlohe fursta, að yngsti sonur furstans, Alexander Hohen- lohe, amtmaður í Elsass efra, hafði léð þ/zkum rithöfundi minnisblöð eftir föð- ur sinn, þar sem harin hafði ritað jafn- óðum það er gerðist um hans daga og almenningur vissi ekki, einkum við keis- arahirðina þ/zku .og meðal þ/zkra stjórn- arhöfðingja. Maðurinn mátti hagn/ta það sem honum þótti fallið. En varð heldur djarftækur og birti /mislegt, sem kom sér ekki vel eða lét miður vel í eyrum keisara. Helzt var það um áskilnað milli Bismaroks og hins unga keisara þau fáu missiri, er hann hélt embætti eftir höfðingjaskiftin, árin 1888 —1890. Keisara er þar að vísu borin betur sagan en Bismarck, meðal annars um það, að haun hafi ekki viljað beita tómum harðræðum við jafnaðarmenn og ekki hafa undirmál við Rússa um lið- veizlu gegn Austurríkismönnum, ef í harðbakka slægi í deilum um Balkans- skagalöndin; en Austurríkismenn voru þá og eru enn bandamenn Þjóðverja (þríveldasambandið). Slíka örmælgi tel- ur nú keisari skaðræðisóhæfu og horr'a til að spilla góðu samkomulagi við aðra þjóðhöfðingja. Hitt mun honum þó hafa komið engu betur, að Hohenlohe fursti segir frá /msu öðru, er þeim fór í milli, Bismarck og keisara, og keisara horfir síður til lofs en ámælis. Hann segir, að einu sinni, er þeir óku saman f vagni, keisari og Bismarok, hafi keisari reiðst svo einhverju, er Bismarck lót sér hrjóta af munni, að hann rak karl niður úr vagninum, þá hálfáttræðan. Hann segir og svo um Vilhjálm keisara, að hann hafi verið ærið ófyrirleitinn í æsku, og samist lítt við foreldra sína, Friðrik keisara hinn spaka og gæflynda, og Victoríu hina brezku, enda voru fá- leikar milli þeirra mæðgina alla tíð með- an hún lifði, eftir það er Vilhjálmur var orðinn keisari. — Hohenlohe fursti var þriðji ríkiskanzlari keisaradæmisins þ/zka. Bismarck var fyrstur, járnkanzl- anna, 1870—1890. Þá Caprivi til 1894. ÞáHohenlohe til 1901 — hann dó það ár. Þá Bullow fursti, sem enn hefir það embætti á hendi. Alexander fursti Hohenlohe sá er hneykslinu olli, varð að fara frá embætti fyrir tiltækið. Heldur þykir Hohenlohe gamli hafa hallað sögunni á Bismarck yfirleitt, og er fyrir það hálfbúist við, að frásaga hans muni draga þanti dilk eftir sér, að birt verði innan skamms III. og síðasta bindi af æfiþáttum Bismarcks gamla. En handritið að þeim er geymt í Englandsbanka í Lundúnum, með þeifn fyrirmælum, að eigi skuli það birta á prenti fyr en þeir eru allir komnir undir græna torfu, er mest koma þar við sögu, en þar er Vilhjálm keis- ara II. fremstan að telja, og tekur þetta þriðja bindi einkum til þess, er þeir áttu saman, og segir meðal annars, að menn ætla, frá því, er keisari rak karl frá embætti. Eftir það greri aldrei um heilt með þeim, þótt sáttir yrðu að kalla nokkrum árum eftir. Sá Fyrirvari á þó að hafa fylgt áminstri ráðstöfun, að birta mætti niðurlag æfiþáttanna fyr eri ella, ef nauðsyn bæri til, svo sem að hann væri ófrægður í gröfinni af merkum mönnum og því nákunnugum, er þar segir frá. Því skyldu synir Bismarcks ráða eður aðrir niðjar. En synir hans eru nú báðir dánir og eiga ekki upp komin börn. Dottir Bismarcks er á lífi, María v. Rantzau greifafrú. En búist við, að hún muni naumast hafa kjark til að ganga í berhögg við keis- ara um birting æfiþáttanna eða þá hafa naumast umboð til þess. Fórn Abrahams. (Frh.I. — Eg fekk hana hjá honum Símoni Flick, raælti hann í hálfurn hljóðum. Hann hafði hana með sér frá Tellenboch. — Um hvað er hún? Van der Nath gaf bókinni hornauga í höndum sveinsins. En hann var feginn hverri stundinni, er töf mundi valda, og þröngvaði því sjállum sér til að koma með þ68sa spurningu. — Æfisögur mikillamanna og góðra kvenna, þetta )as ísak upp af titilblaðinu. Hefirðu heyrt talað um móður Grakkanna, pabbi? Van der Nath hristi önugur höfuðið. — Eða um Hanníbal og Scipio? — Nei! — En um haDn Vilhjálm Tell og son hans? — Tell, greip van der Natb fram í. það var þjóðverji, sem bjó — — Nei, nei, sagði Isak, hann er dauður fyrir mörgum hundruðum ára. Og því næst fór hann að segja sög- una gömlu af föðurnum, er skaut eplið af höfði sonar síns. Hann sagði nana með þeirri upphrópana gnægð, sem unglingum er títt, og ’fléttaði inn í hana athugasemdum frá sjálfum sér, þar sem því varð viðkomið, og notaði óspart einkunnirnar: mikill og dýrleg- ur. — H’m, h’m! hóstaði van der Nath þegar hinn hafði lokið sér af. það skot skal eg taka að mér að gera eft- honum. En ísak gerði grein fyrir, hve sér- staklega hafði staðið á; og því næst rökræddu þeir feðgar alvarlega, hve hæfinn lásbogi gæti verið. Van der Nath lét heillast af því; það var svo unaðslegt að mega gleyma. þeir komu sér niður á, hve stórt eplið hefði verið, og fjarlægðin tiltók maður, er vissi á hverju það atriði veltur, og það lá við að þeir færu að kýta, með því van der Nath gerði alt sem hann gat til að Iáta verða sem minst úr afreki Tells. Honum var ekki lagið að láta hrífast af hugarsveims-kendri aðdáun ísaks, og sveininn tóku sárt mótmæli hans Og þegar pilturinn fann, að eng- inn leið var að því að sannfæra föður sinn um það, að aðrir hefði á undan honum ráðist hiklaust í langtum meira, þá skelti hann bókinni aftur og lét hana inn í skápinn. Van der Nath horfði á son sinn gegn um raka móðuna, er lagði hlíf- arblæju yfir augu hans. það var sami pilturinn, sem hann hafði yfirgef- ið fyrir nokkru, og þó eigi hinn sami. Hann tók eftir breytingunni, en skildi ekki hvenær eðahvernig hún hefðikomið. En hann var eigi að velta þvf fyrir sér; þrek hans var eins og vax, sem er að bráðna; það gat jafnvel barn ráðið við það. Og þótt hann gæti ekki greint nema fáeina liði í hinni löngu festi smárra atvika og stórra, er ofist höfðu utan um hann, þá lét hann samt undan; það var eigi hanD, heldur annar, Bem átti að ráða, og hanD miklu máttkari. tJt í einverunni á flatneak- junni miklu, þar sem stormarnir ham- ast og regDÍð grætur strórfeldum straum- um mánuðum saman, verða hugirnir harðir og ósveigjanlegir; og karlar og konur, sem spyrja í öllum hlutum biflíuna sína eina ráða, vægja hvorki sjálfum sér nó öðrum, þegar fólk þetta þykist alveg sannfært um, að eitthvað hljóti að verða og eigi að verða. — Ekki hérna, sagði van der Nath, eftir ömurlega þögn, heldur þar sem eg sór eiðinn. ísak kinkaði kolli til samþykkis. Hann bar lotningu fyrir þeim stað, þótt ekki hefði hann séð hann. — Á eg að leggja á bestinn? spyr hann. — Já, gerðu það! Pilturinn gekk út rólegur og sæll á svip, en faðir hans horfði á eftir hon- um og gerði þó hvorki að skilja eða skynja. í hálfdimmu hesthúsinu handlék ísak reiðverið. Hann brosti blítt og hugsandi; það var barnabros fullorð- ins manns með alvöru á bak við, og minst af öllu hugsaði hann um það, sem fram átti að fara. Aö símslitum eru allmikil brógS öðru hvoru, ekki meira en verið hefir um frost eða kafaldshríSar það sem af er. NorSurl. segir, aS tepst hat'i sambarid þaSau viS Reykjavík frá því á miSvikudag 24. til föstud. 26. f. m. Dagfari segir 13. f. mán., aS oft hafi átt aS símtala frá SeySisfirSi til Reykja- víkur þá undanfariS, en verið oftast ómögulegt. Einu sinni var til dæmis að taka manni frá Eskifirði svarað frá SeyðisfirSi, aS talsamband fengist ekki við Rvík þaðan þá sem stæði, en að það mundi tást eftir hálfa stund. Maðurinn beiS. En sama svar aS þeim tíma liðnum. Og svo liðu t v e i r d a g a r , að ekki fekst talsambandið við Reykjavík. Fádæma óþokkabragS er það, að drótta að þjóSinni, og þá sérstaklega auSvitað stjórnarandstæðingum, ásetn- ings-skemdum á þræðinum, landsímanum. Enda hefir ekki til þessa nokkurt það atvik að boriS, er veiti nokkra hina minstu átyllu til að ímynda sér slikt. Töluverðum slitum í fyrstu frostum var fyrir fram spáð af þeim sjálfum, er þráðinn lögðu. Og hafi eitthvaS af honum verið svikin vara, sem nokkur grunur er sagður um, er það eitt ærin skyTing á biluninni. TalaS er um einna mesta bilun í einu á Dimmafjallgarði síðast í f. mán. En þar vill svo til, aS varla munu fyrir hittast á tvær hendur nema eintómir stjórnarfylgifiskar. Auk þess hefir nú sjálfur eftirlitsmaðurinn á þeim kafla landsímans sk/rt frá, að þráðurinn hafi slitnað af klakaþyngslum, er hlaðist höfðu utan um hann, og einangrarar (10) sömuleiðis sprungið af þeim. Þannig vaxin fjandskaparbrigzl við ritsímann á hendur stjórnarandstæðing- um, að þeir vilji hann óny'ttan, er hneykslanleg vandræðavörn af hálfu stjórnarliða fyrir þá óráðs-ósvinnu, að hafna öðru vísi löguSum hraðskeyta- sendingum, bæði miklu kostnaðarminni og oss hagfeldari. En úr því ritsíminn er á kominn, kemur stjórnarandstæðing- um alveg eins illa og öðrum, ef hann verður ekki að tilætluðum notum. Ekki léttir það byrðina að honum. Hlunnindi eru stórmikil að honum, það sem hann nær; það vita allir og vissu fyrir fram löngu. Og þau hlunnindi viljum vér sízt að ekki komi að haldi, það sem frekast verður við ráðið. P r j ó n. Undirritað teknr a(T sér allskonar prjón nú þegar og leysir það fljótt og vel hendi. Olina Eysteinsdóttir, f húsi Kristins Vigfússonar, Hafnarfirði. Ungur og reglusamnr piltur rúmlega 20 ára, óskar eftir atvinnu nú þegar við eitthvað starf. Ritstj. ávísar. Þakkarávarp. Hérmeð votta eg mitt innilegasta þakklæti öllum þeim, sem veittu mér hjálp og hnghreystu mig í sorg- inni, út af missi mins elskaða eiginmanns, Hannesar Ólafssonar, er druknaði í mann- skaðaveðrinu 7. apríl þ. á. Sérstaklega vil eg tilnefna þær kærleiksfullu gjafir, er mér og börnum mínum hafa verið færðar af mannskaðasamskotunum. * Alt þetta hið eg allgóðan guð að launa með tímanlegri og andlegri blessuni Sólmundarhöfða á Akranesi 4. nóv. 1906. Helga Jónsdóttir. Úrfesti (millu-), hefir fundist. Eigandi vitji í Skólabæinn. REYKIÐ aðeins vindla og tóbak frá B. D, Kruseniann tóbakskonungi í Amsterdam (Holland). Et fortræffeligt Middel mod Exem er KOSMOL Virker helbredende, giver en klar, ren Hud og Hænderne et smukt Udseende, er tillige et udmærket Middel mod al Slags daarlig Hud og röde eller rev- nede Hænder. Koster 2 Kr. 50 Öre -j- Porto 50 Öre pr. Flaske og for- sendes mod Efterkrav eller ved Ind- sendelse af Belöbet. (Frimærker mod- tages). Fabrikken „Kosinol“ Afdeling 11 Köbenhavn. Umboð Undirskrifaður tekur að sér að kaupa útlendar vörur og selja fsl. vörur gegn mjög sanngjörnum umboðslaunum. G. Scli. Thorsteinsson. A B C Teleg'r aphic Code, ómissaudi handbók fyrir þá, sem mik- ið þurfa að símrita, fæst í bókverzlun ísafoldarprentsmiðju. Kaupið margarine með Fálka-markinu er aðeÍDB fæst í * Liverpool. Ágætt og ódýrt segja þeir sem reynt hafa. Teiknibestik eru ódýrust í bókverzlun ísaf.prentsm. Wm. Crawford & Son ljúffenga BISCUITS (smákökur) til- búið af CRAWFORDS & Son Edinborg og London Stofnað 1813. Einkasali fyrir ísland og Færeyjar F. Hjorth & Co.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.