Ísafold - 21.11.1906, Blaðsíða 2

Ísafold - 21.11.1906, Blaðsíða 2
306 ÍSALFOD Eftir kennaraleiðangurinn. (Niðurl.) Fólkinu segir höf. að svipi mest til Vestlendinga í Norvegi. f>egar eg var kominn upp í stólinn í kirkjunni, fanst mér því líkast sem eg væri staddur í Álasundi. En það er úrvals- kyn þar á Islandi, bezti stofninn norski. Margar fríðar meyjar og gervi- legir menn. Ein7erulífi lifir þjóðin, en er þó ein hin mentaðasta í heimi. Eina þjóðin, sem les »gullaldarrit« á frummálinu. f>að veitir aðal og and ríki. f>að stendur í djúpum jarðvegi, með gróðrarlindum undir lífsrótinni. Loks minnist höf. á bókmentir vor- ar og skáldin íslenzku, er hann segir að hafi sum alt að 2000 kr. sbáld laun. Vér séum mikil bókaþjóð. f>rið- jung bókanna kaupi íslendingar í Ame- ríbu; þeir séu um 20,000. Telpu kyntist hann í Evík, 10 vetra gamalli, sem lesið hafði allar íslend- jnga8ögur (eg held þær séu 50). Eg tók af henni bókina sem hún var að lesa í. f>að var E d d a Snorra Sturlu- sonar — á frummálinu. Mér fanst eg vera eins og kálgarðsstúdent í sam anburði við þetta hámentaða barn. Hún (Ingibjörg litla) var svo yndis- lega fríð, með slegið hár, gult á lit, og aug- un skýr og djúp, heiðblá sem bláklukka á vordegi. Eg má til við tíma og tækifæri að senda einhvern son minn yfir um að sjá þ'á Hjördísi. Höf. segir, að íslandi hafi farið eigi alllítið fram síðustu 30 árin, frá því er landið fekk sjálfsforræði. f>að hafi ekki ætíð átt sjö dagana sæla hjá Dönum, einkum á verzlunareinokunar- tímunum. f>ví gleymi landsmenn seint. f>eir eru sögnþjóð, íslendingar, og því ógleymnir. Og þessi þjóð, eigi stór- um fólksfleiri en bærinn Björgvin, held- ur örugg og ófeimin uppi sinni sérstak- legu þjóðmenning beint andspænis Khöfn. Hin fríða mær, tungan ís- lenzka, vill ekki skreyta brjóst sitt, hátt og hvelft, útlendu orðaglingri eða óhreinu brotasilfri. Danska og ís lenzka eru svo gagnólfkar, að þjóðirn- ar skilja ekki hvor aðra og hafa lítil menningarnot af sambúðinni. ísland og Norvegur mundu þar í móti vera eins og regn og sólskin á sama menningar-engi. Vér fáum aldrei of mikil áhrif frá íslandi. Eina sam- bandið þar í milli er það, að fiski- menn vorir fara þangað, og »drekka og fljúgast á«. Eða það orð fer af þeim. Höf. lætur mikið af bindindishreyf- ingunni hér. Segir að í Beykjavík sé bindindisfélagsskapur svo öflugur, að keypt hafi stærta hótelið á landinu, eitt með stærstu húsum í Beykjavík, að eg ætla fyrir 80,000 kr. Norðmenn geta lært það af íslend- ingum, að úr þvf að smáþjóð, 80,000 hræður, geta haldið uppi sjálfstæði í tungu og menningu, og er ekki eins og nál í heyhlassi, heldur kemst ein- mitt fyrir það inn í Norðurálfulögu- neytið, þá ætti Norvegur að geta það með sínar 2 miljónir manna og meira þó. Bókmentumíslendinga, þar meðeinn- ig hinum yngri, hefir verið veitt alt eins mikil eftirtekt út um álfuna, eins og t. d. dönskumbókmentum Hefðibók- mentir íslands innibyrgst í bókmentum Dana, eins og norskar bókmentir hafa gert, þá mundi enginn nefna hin nýrri skáld íslendinga og kalla þau íslenzk. |>að eru ekki háu tölurnar, sem veita þjóð tilkall til að eiga sér sjálf- etæða þjóðmenning. Organ getur verið eins stórt og lítið hús á móts við fiðlu, aem bera má undir hendi sér. En fiðluhljómurinn er þó fínni, og það er meiri vandi, meiri list að leika á fiðlu en organ. Smáþjóðirnar eru oftast hljómhrein ustu söngtólin í landasamsöngnum. Guðs útvalin þjóð var hin minsta meðal raikilla og mikillátra þjóða. Og Kristur kemur alt af frá Nazaret. O! að kyrkja og kúga tungu og sér- menning lítillar þjóðar — það er eins og slökkva einn litinn í regnboganum. |>að er að gera heiminn gráleitan, tómlegan og snauðan. En það er einmitt það, sem reynt hefir verið að gera í Norvegi. — Næsta klausan hjá höf. er heimsádeila til landa hans, svo látandi á hans tungu: Me hev havt svensk konge og dansk maal, men endaa stae som vindmylnur og slegi um oss med staute ord um •norsk sjölvstende*. Ja, det er egte, nymodens norsk! Eine foten i Sve- rike og den andre i Danmark, og berre munnen med frosarne heime. — Aldrei hetir mér, segir höf., fundist eg vera fremur heima hjá mér en á íslandi; það er nærri ómögulegt að hugsa sér kalt Atlanzhafið í milli. Eg sit hér með blóm í hendi úr móunum nærri Goysi. Ef eg mætti ráða skíui sólar, eins og drottinn gerir, skyldi ísland vera sá blettur á hveli jarðar, þar er hún skini glaðast. — Hann prentar síðast upphafserindin úr sálmi síra Matth. Jochumssonar: Faðir andanna, og ráðgerir að snara á nýnorsku nokkrum sálmum hans í Sálmabókinni íslenzku. A. H o 1 m s e n heitir hinn ferða- pistlamaðurinn norski, alþýðuskólastjóri Kristjaníu. Hann ritar þá sjö, í stærsta blað Norðmanna, Morgenbladet f Kri- stjanfu, marga dálka hvern. Tveir eru þó um ferðina milli landa, og Skot- land og Færeyjar. Hann ber landi og lýð vel söguna, en segir hinum fremur kost og löst af landinu (og þjóðinni) eins og Herjólfur gerði. Lætur þó mik- ið af framförum hér síðustu 30 árin, meðal annars í híbýlagerð. Sá engan torfbæ í Vestmanneyjum. Segir þá og vera að hverfa að sögn á landi. Sömuleiðis opna róðrarbáta. Vélar- bátar og þilskip komin í þeirra stað. Leggur þó landsmönnum það til ámælis, að þeir séu heldur tómlátir og fram takslitlir. Er steinhissa á því meðal annars, að þeir nota ekki hveri og laugar til að gera sér bað. f>ó segir hann vera miklu minna hér um óþrifn- að en orð hafi verið á gert. Víðast gott hreinlæti á bæjum, þar sem hann hafi komið. Hitt hvergi fyrir flær eða aðra óværu. Sérgæðingshátt ber hann oss á brýn og einþykni. Heragi aldrei til verið hér á landi. Enda agaleysi mikið í skólum. Haun segir að landið sé vafalaust mikið framfaraland. Hér muni mega mjög mikið gera til umbóta, þurka mýrar og rækta annað graslendi, hag- nýta fossana til aflsframleiðslu o.s.frv. Fádæma-fagurt sé landið sumstaðar. En ömurlegt og hrjóstrugt þess í milli. Kann illa við Valhöll á f>ingvöllum. Hitt hefði átt betur við, að hafa þar stóra búð með fornu sniði. Betri fæðu og kraftmeiri segir hann að alþýða hafi hér en í Noregi. Kvart- ar um of stuttar yfirsængur í rúmum til sveita [það gera fleiri], en óþarflega þykkar. Höf. fór fótgangandi suður Mosfells- sveit af f>ingvöllum. Landar gláptu á hann og þá fólaga, þeir sem mættu þeim, og vildu vita, hvemíg á þeim ósköpum stæði. f>eir ferðast aldrei neití, landveg öðruvísi en á hestbaki, segir hann. Flest fer höf. nokkurn veginn rétt með. (Afbakanir á örnefnum og hálf- íslenzkum orðum eru prentuninni að kenna). Hann heldur samt, að hey sé bundið í sátur til þess að það kom- ist betur fyrir í hlöðum; ímyndar sér að það sé geymt þar í böndunum vetr arlangt. Tuttugu sinnum segist hann hafa riðið yfir Beykholtsdalsá; og mun það vera heldur vel í lagt. Erlendar ritsímafréttir til Isafoldar. Khöfn *«/„ kl. 9 árd. Friðrik konungur heim kominn í dag úr 2 daga kynnisför suður í Berlin. Boald Amundsen norðurfari (Gjöa) kominn til Kristjaníu. Mikill fagnað- ur þar. Samsöngurinn í Bárubúð um síðustu helgi tókst prýðisvel og þótti bezta skemtun. Sérstaklega þótti fagurt og tilkomu- mikið hið nýja lag eftir hr. Sigfús tónskáld Éinarsson, við fánakvæði Einars Benediktssonar. f>að mun hafa hrifið áheyrendurnar, er söngflokkur- inn hóf í fyrsta skifti hið >unga Islands merki npp með þúsund radda brag.« Og óhætt má fullyrða, að f hjarta hvers þjóðrækins áheyrenda hatí vakn- að innileg þakklætistilfinning — ekki einungis til Ijóðskáldsins góða, er svo fagurlega kveður um ástina til íslands, sem á að verða >djúp sem blámi himinhæða, hrein sem jökultindsins brún.» heldur líka til tónskáldsins, sem gefið hefir þessum tilfinningum gullna vængi og þýtt þær á >söngsins englamál.i Áhrifin lýstu sér í dynjandi lófa- klappi og fagnaðarópum um allan salinn, og varð söngflokkurinn að marg- endurtaka lagið. Ah. l.sland fyrir Islendinga. það mál var umræðuefni hér í Stúdentafélagiuu í fyrra dag. Benedikt Sveinsson ritstjóri var málshefjandi og flutti allrækilega tölu. Fáeinir aðrir tóku þátt í umræðunum; og lauk þeim á samhljóða samþykki 27 félagsmanna af um 30 á fundi eftir nafnakalli við svo feldri ályktan: Félagið skorar á þingmenn vora að krefjast þess, er samningar takast um sambandið railli íslands og Danmerkur, að engir hafi rétt inn- borinna manna hér nema þöir, sem öðlast hann með væntanlegum íslenzkum lögum þar um. Danir standi öðrum þjóðum jafnt að vígi hér í; vér afsölum oss öllum rétt- indum innborinna manna í Danmörku öðrum en þeim, sem þeir veita oss með samningum gegn samskonar réttindum hér. BorKarfirði 1. nóv. Hér má árferði fremnr gott heita, þótt harðindin í vor kæmu nokkuð hart niður á heyfyrningum hænda, sem urðu sama sem engar nema á stöku stað. Þó hefir heyskapur i sumar bætt það mikið upp. Hann varð viðast i góðu meðallagi. f>ar að auki hafa bændur keypt sér nokkuð af fóðurhæti, mest mais- mjöl, sem getur orðið nokkuð til heysparn- aðar. Fénaður mun þvi ekki hafa fækkað i haust til neinna muna, þótt orðinn sé með flesta móti við það, sem verið hefir nú um langan tima. Verzlun hefir verið með hetra móti, því ‘ þótt sláturfé hafi verið með lægra verði i> Borgarnesi i haust en viða annarsstaðar nálægum kauptúnum, þá hefir þó verðið verið betra en vér höfum átt að venjast undanfarandi ár. Hæsta verð á kjöti 20 a. pd. (i stað 18 áður), gærur 42, mör 25,- haustull 60 og 65 a. Léttir kjötkroppar hafa alt af verið i lágu verði, eða 15, 16 og 18 a. i kroppum fyrir neðan 40 pd. Þetta er miðað við peningaverð á vörum- og miðar þvi að nokkru til að útrýma hinm óeðlilega hávöruverði, sem hér befir haldist um langan tíma; og mun pöniunarfélagið hér hafa átt mikinn þátt í því. Félag þetta hefir starfað 8 ár undanfarin og alt af aukist að stórum mun; nú í sumar pantaði það vörur fyrir nær 75,000 kr. og telst mönnum svo til, að hagnaðurinn hati þ. á. orðið hátt á níunda þúsund, eða nær 12 °/or • samanborið við nálægar verzlanir, á útlendu vörunni einni; þar að auki hefir það sent út ull til umboðssölu, mest óþvegna, og seldist hún á 63 aura pd., auk kestnaðar. Þvegin ull seldist ekki nema 86 a. pd., auk kostnaðar, og er það talin lakari sala. Nú á félagið eignir fyrir á 4. þúsund að mestu skuldlaust. Umloðsmenn þess i útlöndum hafa verið Garðar Gíslason & Hay. Af andlegum framförum mætti helzt telja. hér lýðháskólann á Hvítárbakka, sem Sig- urður Þórólfsson veitir forstöðu. Hann hefir keypt jörðina og sett þar upp bú ásamt skólanum og sýnt þar miklu atorkœ og framkvæmdarsemi. Skólinn hefir nú í vetur um 25 nemendur. Auk þessa hafa ýms félög risið hér upp> undanfarið ár, svo sem rjómabú, sem hér eru þrjú starfandi nú: við Geirsá, á Hvit- árvöllum (i sambandi við mjólKurskólann) og við Gufá; ekki er mérkunnugt um, hve mikið þau hafa framleitt af smjöri í sumar en það mun hafa verið heldur með frekara móti, en salan hefir verið mjög góð, alt að 94 kr. fyrir 100 pd. með kostnaði. Eins er hér nýlega stofnað nautgripa- rœktunarfélög. Lestrarfélög eru nokkuð víða og búnað- arfélög nær í hverri sveit. Borgarfjörður þarf þvi naumast að skammast sin fyrir framfaraskort og félagaleysi i samanburði við önuur héruð landsins. Reykjavikur-annáll. Dáinn í fyrra dag Þorgils Isleiksson sjó- maður, bráðkvaddur úti á götu. Hjónaefni. Einar M. Jónasson cand. jur © ogjyngismær Bagnheiður Chr. Hal!. Hjúskapur. Árni Jónsson á Grimsstöðum og yngæmær Guðrún Eyvindsdóttir. Guðmundur Magnússon og ym. Sigriður Helgadóttir (Laugaveg 73). Pétur Zophonía8son hankaassist. og ym. Guðrún Jónsdóttir. Sigurður E. Waage verzlunarm. og ym. Hinrika Betína Jónsdóttir. Öll laugard. 17. þ. m. Samein. félag. Strandferðabátur Skálholt kom loks 17. þ. m. norðan um land og vestan, 16 dögum á eftir áætlun og eftir 30 daga ferð frá Akureyri. Fer i kveid til Kristjánssands og Khafnar. S/8 Vesta komst loks á stað í gærmorg- un, til Hafnarfjarðar áleiðis út, 10 dögum- á eftir áætlun. S/s Esbjerg leggur á stað i kveld til i Leirvíkur. Thorefélag. S/s Tryggvi kongur kom i fyrra kveld frá Khöfn og Skotlandi 2 dög- um u n d a n áætlun. Farþegar 12—14. Vélarbáturinn Búi hefir furðulitla bilun,» fengið. Fljótgert við hann, að mælt er.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.