Ísafold - 21.11.1906, Blaðsíða 1

Ísafold - 21.11.1906, Blaðsíða 1
K'?mdr ut ýmist eina sinni eða ívísv. í viku. Verð árg. (80 ark, minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eBa il/ii duil.; borgist fyrir miOjan jáli (erlendis fyrir fram). XJppsögn (skrifleg) baiídic v tf kramót, ðgild nema kom>n sé tii átgefanda fyrir 1. október og kanp- andi skuldlaus við blaðið. Afgreiðsla Aunturstræti H. XXXIII. árg. Reybjavík miövikudaginn 21. njóveinber 1906 77. tölublað. I. 0. 0. F. 8811238‘/8 Fl.________ Pfófastar og prestar, organistar og aðrir munið eftir því, að fsl. hátíðasöngvar fáat hjá þe8sum mönnum: Hr. Guðm. Ólsen, Reykjavík — Guðm. Loftssyni, Reykjavík — Friðbirni Steinssyni, Akureyri — Guðm. Guðmundssyni, Akureyri — Þarsteini Skaftasyni, Seyðisfirði — Lárusi Tómassyni, Seyðisfirði — Grími Jónssyni, ísafirði — Einari Markússyni, Ólafsvik — Sæm. Halldórssyni, Stykkishólmi — Hafsteini Sigurðssyni, Blönduósi — Kristjáni Blondal, Sauðárkrók — Valdimar Valvessyni, Húsavík — Guðm. Guðmundssyni, Eyrarbakka. Hjá sömu mönnnum fáet einnig: Sex sönglög, eftir B. P. f>ar í: Systkinin, Kirkjuhvoll o. fl. Ríkisráðssetubannið °g sambandsiögin. Bægja þarf frá jafnharðan þeirri villu, hvort heldur stafar af misskilningi eða vísvitandi misskýringu, að vér banda- menn um sambandslagasetning ætlumst til, að bann við ríkisráðssetunni standi í sjálfum sambandslögunum. Það er eins og tekið var fram síðast, að það stendur hvergi í ávarpi voru. Það sem standa á í sambandslögun- um, bæði eftir orðanna hljóðun og til- sætlun vorri, er, að Islendingar skuli vera einráðir með konungi um löggjöf :8Ína og stjórn. Þ a ð á að standa þar, að efni til, íhvernig svo sem orðum verður hagað. En meira ekki þar að lútandi. Það er nóg. Meira þarf ekki þ a r að standa og er ekki ætlast til að standi þar. Viðbótin í ávarpsklausunni þeirri: og verða þau mál ekki borin upp fyrir konungi í ríkisráði Dana, — er skýring /þessa fyrirmælis, sjálfsögð a f 1 e i ð i n g þeirrar reglu og alveg óhjákvæmileg. Það er sjálfsögð og bein ályktun af því, að Islendingar hafa einir með kon- ungi löggjöf og stjórn, að ekki er ætl- ast til að sórmálin séu borin upp í rík- isráðinu. Þvi stendur: v e r ð a ekki. Það á að vera nóg, að sú ályktun standi í ástæðnnum fyrir sambandslögunum, vi8 greinina um einræði Islendinga með konungi yfir sérmálurnim. Þar þarf hún ~að stauda, vegna þess, sem á undan er gengið í stjórnmálaviðskiftum vorum við Datii. Og í stjómarskrá vorri á hún a<5 stimda berum orðum á sfnum tíma. !t*að er ómissandi vegna þess, að nú *hefir hún, stjórnarskráin, að geyma gagn- stæða reglu, þessa sem smeygt var inn með endurskoðuninni frá 1903. Eins vel og við á, að ríkisráðsbaimið staudi ekki í sjálfum sambandslögunum, heldur að eins t stjórnarskránni, eins sjálfsagt er hitt, að ekki sé þó hlaupið fram hjá því atriði, þegar verið er að semja um sambandslögin. Þ a ð er ekki að leggja fyrirkomulag sér- málastjórnar vorrar undir atkvæði Dana. Það er aðeins að tryggja sór viðstöðulausa staðfesting ríkisráðssetubannsins á sínum tíma, þá er að því kenmr, að undirskrifa n/ja stjórnarskrá, , Þar má engin undirmál hafa. Sú varúð er ómissandi vegna Dana, og ekki síður vegna þeirra landa vorra, sem vísir eru til að nota þá smugu til að andæfa ríkisráðsetubanninu í nýrri stjórnarskrá. Því að euginn láti sór í hug koma, að ekki verði einhverir til þess, »í föður- landi Jóns Ólafssouar«, — þeir sem kjósa ekki oss til handa annað betra en það sem nú er, m e ð ríkisráðssetu o. s. frv. Það er í stuttu máli, að vór megum alls ekki láta ríkisráðssetuna vera Dön- um óviðkomandi í sambandslagasam- ningum við þá. Enda kemur þeim sannarlega við, hverir eiga sæti í þeirra eigin ríkisráði og hverir ekki. Það gildir einu, hversu ríkt sjálfstæði vort er og sérstjórn: s ú setning stend- ur jafn-óhögguð alt um það. En laga-samastaðurinn rétti fyrir ríkis- ráðssetubanuið er stjórnarskráin. Því að hún á að geyma allar reglur um sérmála- stjórn vora, og þá þessa ekki hvað sízt, v e g n a breytingarinnar frá því sem nú er. Þetta þurfa allir að gera sér ljóst n ú þ e g a r. Hitter nógur tími um að ræða: hvern- ig sköpuð eigi að vera yfirstjóru sór- mála vorra, hvort heldur landsstjóra- fyrirkomulag eða tóm ráðgjafasamkunda. Þ a ð er mál fyrir sig. Sjógarðar við Eyrarb. m. m. f>að er töluvert mannvirki, sem þar er i smíðum, til þess að varna skemd um af brimi og sjógangi. Fyrst er viðbót við Eyrarbakkagarð- inn gamla, alt vestur að Óseyrarnesi, 1400 faðmar alls, 2 áln. á hæð, og 4—2 á þykt Kostnaður áætlaður 10,000 kr., og hefir Landsbúnaðarfélag heitið til þess 2000 kr. og sýslunefnd 900 kr. Að öðru leyti kostar Lefolii- dfcrzlun mannvirki þetta fyrir sinu landi, 600 fðm., og Eyrarbakkahrepp- ur hitt, með því að hann á Óseyrar- nesið. Austur frá Eyrarbakka taka við eig- endur Hraunshverfis og gera 1100 faðma fyrir sínu landi austur að Hraunsá, fyrir 7600 kr. Loks er ráðgerður þriðji garðurinn fyrir landi Stokkseyrartorfunnar, i þrennu lagi, 900 fðm. alls, og á að kosta 8000 kr. Sigurður Sigurðsson ráðunautur hefir mælt fyrir görðunum og gert áætlanir þessar. Af vestasta garðinum eru fullgerðir 400 faðrnar. Var byrjað á þvf í fyrra. Sláturfélag Suöurlands. Fundur var haldinn á mánudaginu (12.) við þjórsárbrú af fulltrúum fyrir Skaftafellssýslu, Kangárvallas. Arness. og Kjósar, og lagt þar fram álits- skjal um sláturfélagsmálið og undir- tektir bænda úr flestum hreppum í nefndum sýslum; einnig í Borgarfjarð- arsýslu. í flestum hreppum þessara sýslna voru undirtektir svo góðar, að fulltrúarnir allir í einu hljóði lögðu eindregið, til að stofnað yrði slátur- félag fyrir Suðurland. Frá fundinum voru skrifuð bréf f alla hreppa á nefndu svæði, og í Mýra- sýslu, með áskorun um, að halda fuDdi í hverjum hreppi, koma þar upp deild- um, skrifa undir bráðabirgðalög fyrir félagið, kjósa deildarstjóra og safna stofnfé. Deildarstjórar komi því uæst á fundum í sýslunum (fyrir Árness- og Rangárvallasýslu 28. jan. í vetur) til að kjósa stjórn félagsins, ræða um lagabreytingar, ef þess verður óskað o s. frv., eins og lög þau gera ráð fyrir, er samin voru á fulltrúafundi í Reykja- vík 26.—30. marz þ. á. S. Millilandanefndin. Politiken segir 10. þ. m., að í ráði sé, að ríkisþingið kjósi í hana fyrir þinglok í vetur, 11 menn alls, og muni þeir eiga að vera í för með kon- ungi hingað að sumri. Alþingi muni eiga að kjósa 7 menn f nefndina. Hún muni ekki geta tekið til starfa fyr en að hausti. Hún eigi að koma saman f Khöfn. Hún eigi að láta uppi álit sitt um endurskoðun stöðu- laganna frá 1871. Mýrarhúsaskóli. Vönduðu og piýði- legu barnaskölahúsi hafa Seltirningar kom- ið upp hjá sér í sumar. Er það 21 al. á lengd og 16 ál. & breidd, hæð undir loft 5 ál. Uppi eru ibúðarherbergi fyrir kenn- arann, svo og bókaherbergi og allstór lestr- arstofa fyrir lestrarfélag hreppsins, enda hefir það lagt fram að bálfu, eða þvi sem næst, fé til hússins, sem kostað hefir hátt á 11. þúsund kr. Niðri er hjört og rúm- góð kenslustofa, svo og samkomusalur fyrir hreppsbúa, 16 X H ál. Hús þetta var fullbúið til notknnar 1. þ. mán. Þar var þá haldin fjölmenn sam- koma fyrir hreppsbúa. Þar voru ræður fluttar, og töluðu þar dómkirk,jupresturinn, Jón Jónsson sagnfræðingur o. fl. Þeir mintust hins lofsverða úhuga, sem hreppur- inn i heild sinni og sérstaklega einstakir framfaravinir hefðu sýnt á kenslumálum undanfarin 30 ár og nú með þvi að reisa þetta veglega og vandaða hús, sem væri til sóma fyrir hreppinn. Einnig var þar minst með þaklæti og viðurkenningu hins ágæta og alúðarfulla kennara Sigurður dbrm. Sigurðssonar, sem nærfelt 30 ár hafði verið kennari i hreppum, en varð að hætta þvi fyrir rúmu ári vegna heilsuhilunar. Var hinum nýja kennara Einari Þórðarsyni ósk- að að hann mætti vinna sama gagn og njóta sömu hylli og þessi göðkunni for- maður hans. — Þar á eftir var borðhald, siðan dansað og sungið, og skemtu menn sér hið bezta. J, Fánamálið og þegnajafnréttið. Um það tvent er ritstjórnargreiu í P o 1 i t i k e n 10. þ. mán., og líkar blaðinu í hvorugu þvi máli vel kröfur þær, er komið hafa til orða af vorri hálfu. Andmælin munu þó vera sprottia af mishermi eða misskilningi meðfram að minsta kosti. Blaðið beinist < jafnréttismálinu aðal- lega að fiskveiðum í landhelgi. |>ær kannast það við að telja beri með sér. málum vorum. En þykir vafasamt, hvort vér getum samt bannað Dönnm að veiða þar, og ber þar fyrir rétt inn- borinna manna, er vér njótum í Dan- mörku, en í honum felist sami réttur oss til handa til hvers konar atvinnu þar og embætta; þaan rétt hafi allir ríkisborgarar, og geti hann ekki verið einhliða. Bendir því næst á, hve lag- lega það liti út, eða hitt þó heldur, að þeir, Danir, verndi landhelgi vora, en svo sé varðskipinu gert að skyldu að reka dönsk fiskiskip burt úr landhelgi. Skýtur þessu undir dóm »hugsandi íslendinga*. En þessu munu allir »hugsandi íslendingar* svara svo, að það hafi þeim aldrei til hugar komið, heldur hitt i hæsta lagi, að þ e g a r eða e f hér um rædd vernd legðist niður, sem hefir yfirleitt reynst m j ö g s v o ónóg; og þ e g a r eða e f vér afsöluðum oss almennum rétti innborinna manna í Danmörku, — þ á gætu danskir þegnar ekkert tilkall gert framar til landhelgis- veiða hér frekara en lög v o r leyfðu, úr þvf að fiskveiðarnar eru eitt af sérmálunum. Fáninn segir blaðið að standi ekki í sérmálaskránni. |>að vitum vér vel. En verzlun og siglingar standa þar. Hitt er oss eigi heldur ókunnugt, sem blaðið tekur fram, að ekki erum vér einráðir um gilt milliþjóðamerki. Vér þurfum fulltingi Dana eða samþykki til þess, að önnur ríki taki gilt sér- merki fyrir ísland. En það samþykki virðist oss engin fjarstæða að fara fram á, um léið og samið er um ný sam- bandslög milh landanna. Oss virðist það horfa fremur til að auka veg Dana- veldis og þjóðhöfðingja þess, konungs- ins, að það taki yfir fleiri þjóðlönd en eitt, og að hvert hafi sitt þjóðareinstak- lings-merki. j?að umburðarlyndi finst 088 meira en hugsanlegt að Danir hefðu lært af Svíum (sem námu það þó áður lauk), þótt aldrei nema ná yrði þeim mun lengra, er til vor kemur, sem vér erum ekki ríki sér, eins og Norvegur var löngu á undan skilnaðin- um, heldur að eins land og þjóð sér. Engin uppreistarhugsun né skilnaðar Ieynist bak við þetta fánamál, heldur ofurlítið traust á frjálslyndi bræðra vorra þar syðra. Er það traust ámælisvert? Og hvaða mein vinnur það þeim?

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.