Ísafold - 05.12.1906, Blaðsíða 1

Ísafold - 05.12.1906, Blaðsíða 1
Stenrnr át ýmigt eino einni eða cvÍ8y. i vikn. YerÖ árg. (80 ark. minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. efta í'/s doll.; borgist fyrir miðjan jnli (erlendis fyrir fram). ISAFOLD. Uppsogn (sarifleg) bacd'.n vifT iramót, ógild nema komm sé til itgefanda fyrir 1. október og kanp- andi sknldlans við btaðið. Afgreiðsla Auxturstrœti 8 XXXIII. árg. Reykjavik ínidvikudaginn 5. desernber 1906 i 80. tölublað Vátryff^iiig sveitabæja. Töluverður áhugi er vakuaður hér á laDdi á því, að vanda meira til húsa kynna en tfðkaat hefir um laDgan aldur. Allur þorri landsmanna getur nú orðið ekki sætt sig við að búa i jafn- aumum hreyBum og'íslenzku sveita- bæirnir voru alrnent fram á ofanverða sfðustu öld; hefir þvi margur bóndinn kostað ærnu fé til híbýlabóta, og sumir enda með því reist sér hurðarás um • öxl. það er auðaætt, að því meira sem ko8tað er til húsabóta, því meiri þörf er á að gera húsin sem tryggasta eign, og þar er vátryggingin vissasta ráðið. — Verðgildi húsanDa er í raun og veru næsta lítið, meðan þau eru ekki vátrygð; á einni svipstundu getur sú eign al- gerlega glatast. Vátrygð hús getur eigandinn notað til eflÍDgar lánstrausti sínu og þar með aukið efni sfn, ef vel er á haldið; að því leyti er vétryggingin mjög mik- ilsvert fjárhagsatriði. En hún er það líka að því leyti, sem hún ver húseiganda því beinu fjártjóni, sem ávalt er samfara bruna óvátrygðra húsa; þess vegna er hún og því sjálfsagðari, sem meira er kostað til húsanna. Með bættum húsakynnum hefir brunahættan vaxið stórum, og áhættan því meiri en áður, að vátryggja ekki. Á mörgum e i n u m bæ eru nú notuð fleiri ljós, ofuar og eldstór, en á mörg- um bæjum samtals áður. Húsabætur og híbýlaprýði geta því að eins talist veruleg þjóðarframför, að þeim sé fiamfara almenn vátrygging. En hér erum vér íslendingar sem í svo mörgu öðru langt á eftir öðrum þjóðum og einnig eftirbátar forfeðra vorra á gullöld Iands vors. þeir höfðu almenna vátrygging á bæjum sínum. Að fráskildum kaupstöðunum og þéttbýlustu kauptúnum eru nauðafá 'húfi eða bæir að tiltölu vátrygðir hér á landi. Sveitabændur hafa fáir vátrygt bæi sina, aðrir en þeir, fiem neyðst hafa til þess, til að afla sér meira lánstrausts hjá peningastofnunum landsins. það kemur óneitanlega undarlega fyrir, að menn n e y ð i s t til að tryggja eigur sínar, evo ljúft og sjálfsagt sem það ætti að vera hverjum manni. því hlýtur annaðhvort að valda stórkost- legur skortur á sjálfaagðri fyrirhyggju um efni sín, eða þá lítt bærilegir ^fryggingarkostir. Hvorttveggja er allilt hverri þjóð; en þetta munu þó því miður vera orsakirnar til vátryggingarleysisins hér á landi, einkum þó afarkostir þeir, er v^ryggjendur verða að eæta; þeir eru öllum þorra bænda vorra nær frágangs- sök. Hér er að eins við útlend vátrygg- ingarfélög að eiga, sem engan muD gera á því, hvort hús eru í mikilli eða lítilli brunahættu, og láta hið sama ganga yfir einstaka sveitabæi og beilar húsaþyrp- ingar, sem eru í sameiginlegri bruna- hættu, svo að ef kviknar í einu húsi, geta tugir og jafn-vel hundruð annarra húsa verið í veði. Öllum má þó auðsætt vera, að tjón af eldsvoða getur aldrei orðið eins mikið í strjálbygðum sveitum eins og i þéttbýlum kauptúnum og hverfum, enda sannar reynslan það árlega í öllum löndum, og brunabótaiðgjöld af einstökum sveitabæjum eru því hvar- vetna miklu lægri en af húsaþyrping um. En á þessu er enginn munur gerður hér á landi. Hin útlendu vátrygging arfélög heimta jafnt af öllum; þau skifta sér ekkert af brunahættunni. Og iðgjöldin, sem þessi félög heimta, hafa lengi verið svo há, að vart eru dæmi til í nokkuru landi. Sjö krónur af hverjum þúsund krón- um í virðingarverði húsanna hafa félög þessi heimtað undanfarið og nú á þessu ári bafa þau enn hækkað þessi okur- iðgjöld um 3 eða 4 af þúsundi. þessari gífurlegu hækkun valda sjálf- sagt hinir miklu húsbrunar í kauptún- unum hér á landi. þess verða sveitabæirnir að gjalda, þótt brunahættan sé þar stórum minni. — þegar brunabótagjald af sæmilegum sveitabæ er komið upp í 30—40 krón- ur, þá er gjaldþoli alls þorra íslenzkra sveitabænda ofboðið, og afleiðingin er sú, að ekki er vátrygt, og margur hver bóndinn, sem kostað hefir of fjár til bæjar sins, þegar litið er á efnahag hans, á það á hættu, að gaDga nær þvf bersnauður út úr brunarústunum. Sé nokkur mannræna í bændastétt vorri, hlýtur hún að telja þetta ástand óþolandi. En nú er henni og innan handar að fá skjótar bætur á þessu. J>að kostar að eins dálitil samtök og félags- skap, sem löggjafarvaldið styður kröftu lega. íslenzka bændastéttin þarf ekki úr þessu að láta útlend gróðafélög okra á sér. Húu getur fengið viðunanlega vátrygging á húsum sínum fyrir marg falt minna verð. þessa er kostur samkvæmt lögum um vátrygging sveitabæja og annarra húsa í sveitum utan kauptúna frá 20. október f. á. Eftir þeim lögum getur meiri hluti atkvæðisbærra manna í hverjum hreppi á íslandi stofnað brunabótasjóð með skyldnábyrgð fyrir bæi og hús í hreppnum. Sjóður þessi bætir 2/3 alls þess brunaskaða á húsum, vátrygðum í honum, sem eigendur verða fyrir, hafi þeir ekki valdið brunanum af ásettu ráði eða með vísvitandi hirðu- leysi. þesair brunabótasjóðir hreppanna geta svo fengið endurvátrygðan helm- ing þeirra tveggja þriðju virðingar- verðs allra híbýla og annarra húsa, sem vátrygð eru hjá þeim, í almennum brunabótasjóði fyrir alt landið, er stofnaður verður jafnskjótt og bruna- bótasjóðir eru komnir á í 10 hreppum á öllu landinu samkvæmt lögunum; ganga hálf iðgjöld hreppasjóðanna í þennan almenna sjóð, en hann bætir og hreppasjóðunum öllum hálfan skaða. Til stofnunar þessa almennasjóðs leggur landasjóður í byrjun 10,000 krónur. Brunabótagjöldin til þessara inn lendu sjóða verða svo stórum lægri en hjá erleDdu félögunum, að ekki mun nema minna en 5—8 krónum af þús- undi, þegar miðað er við hina síðustu hækkun á iðgjöldum erlendu félaganna. Nokkur ábyrgð fyrir sveitarsjóðina fylgir þessu að vísu, ef mikil óhöpp verða fyrstu árin, þar sem sveitarsjóð- irnir geta þá orðið að hlaupa undir bagga með lán í bráðina til að bæta helming þessara 2/8 að meira eða minna leyti, er sjóðirnir endurgjalda sfðan smámsaman. En þegar litið er til undanfarinnar reynslu um húsbruna í sveitum, þá ætti sú ábyrgð ekki að fæla bændur frá þessum þarfastofnunum. Milliþinganefndin í landbúnaðarmál- inu, er skipuð var samkvæmt tilhlutun alþingis 1903, átti frumkvæðið til þess- arra laga; bæði ,hún, landsstjórnin og alþingi töldu sig eflaust gera þjóðinni þarft verk með því Dýmæli. Löggjafarvaldið heitir hér á félags- skap og samtök bændastéttarinnar sjálfrar til að auka efnalegt sjálfstæði hennar og þar af leiðandi velmeguu þjóðarinnar. En hvernig brégðast nú bændur við? í dag er rétt ár liðið frá staðfesting laganna; en ekkert heyrist enn um stofnun hins almenna brunabótasjóðs, sem auðvitað stafar af þvf, að 10 hreppar hafa ekki enn stofnað hjá sér brunabótasjóð eða tilkynt stjórninni það. f>að hefir verið þögn, dauðaþögn yfir þessu máli síðan þingið lauk því. Blöðin hafa varla á það minst, og landstjórnin hefir ekkert hreyft sig til þess að koma því í framkvæmd. f>að er illa farið, ef það á að liggja fyrir þessum lögum, eins og svo mörg- um öðrum lögum vorum, að verða dauð- ur bókstafur í Stjórnartíðindunum, er aldrei kemst til verklegra framkvæmde-. Að svo stöddu er ekki ráð gerandi fyrir því rænuleysi af bændaBtétt vorri, að hún vilji alls ekkert sinna þessu máli. Ekki er heidur ástæða til að ætla, að lög þessi séu svo illa úr garði gerð, að við málið sé ekkert eigandi þess vegna. Um það hefðu að líkind- um einhverjar raddir heyrst, eins og forðum um gaddavírslögin. Fyrir hinu má heldur ráð gera, að hér sé um að kenna gamalli deyfð og seinlæti voru til flestra nýunga, eink- um þeirra, er einhverjar lögákveðnar fjárreiðslur fylgja, og þjóðin hafi því ekki áttað sig á málinu að svo komnu. Fyrir því þarf að reifa málið á blaðaþingi þjóðarinnar. f>ingmenn, sem samþyktu lögin og töldu þau þarft nýmæli, þurfa að greiða götu þeirra hjá kjósendum sínum, og Iandsstjórnin ætti að telja sér skylt að ýta undir sýslunefndir og hreppsnefndir til að hefja handa til að koma brunabóta- sjóðunum á fót. f>að er næsta ótrúlegt, að stofnun hins sameiginlega brunabótasjóðs fyrir alt landið strandi á því, að ekki fáist einir 10 hreppar af 190, einn nítjándi hluti allra hreppa landsins, til þess að stíga fyrsta sporið til þessa þjóð- nauðsynlega félagsskapar, og það eftir aðra eins lögeggjan, eins og þessi síðasta iðgjaldahækkun útlendu bruna- bótafólaganna ætti að vera hverjum þeim fslenzkum bónda, er eitthvað hugsar um að tryggja bæinn sinn og gera hann að verðmætri eign. f>að er tjón og það er vanvirða fyrir þjóðina, ef annað árið til líður svo, að ekkert er gert í þessu máli. f>að er vottur þess, að hún vill heldur liggja aðgerðarlaus undir oki útlendra stórgróðamanna en reyna að spila á eigin spýtur efnahag sínum til viðreisn- ar. En vonandi rætist það ekki, og að þvi ættu allir hugsandi menn að vinna. Vigur 20. október 1906. Sigurður Stefdnsson. Heilsuhælisfélagið. Lög þess, ávarp yfirstjórnarinnar eða boðsbréf, og félagsdeildarsamþyktir (fyrirmynd) er nú sent alt út um land með nýförnum póstum, einum manni í hverjum hreppi eða kaupstað, — þar á meðal öllum læknum á landinu, — og hann beðinn að gangast fyrir félagsdeildarstofnun þar. Varamenn í framkvæmdarstjórn fé- lagsins eru þeir kosnir: Guðm. Magn- ússon læknaskólakennari varaform., síra Ólafur Olafsson vararitari og M. Lund lyfsali varaféhirðir. Æfifélagar hinir fyrstu eru þau hjón Guðm. Magnússon læknakennari og frú Katrfn, með 200 kr. tillagi hvort þeirra. Um miljónafélagið dansk-íslenzka, sem er að fæðast í Khöfn, kom ritsímaskeyti fyrra laugar- dag var til Blaðskeytabandalagsins, þar sem Tulinius er sagdur hafa borið á|móti þvf, að Austurasíufélagið væri þar nokk- uð við riðið, og sömuleiðis fortekið, að hugsað væri til að eignast verzlanir sannanlands eða vestan. Hér sé ekki annað um að vera en að Thorefélagið sé að færa út kviarnar, í því skyni að standa betur að vfgi f samkepni við Sameinaða fél. J>að vonist eftir stuðn- ing til þess af hendi íslendinga, enda eigi þeir kost á að gerast hluthafar i félaginu. Nánari frétta og skýringa hér að lútandi á að mega vænta með fyrstu skipum. Dáinn er 30. f. m í Hafnarfirði Flensborgarskóla- piltur f>órarinn Benediktsson (prófasts á Grenjaðarstað Kristjáns- sonar), efnispiltur á 17. ári. Bana- meinið var botnlangabólga, og fylgdi lífhimnubólga, er gerði boldskurðófæran. Fjárskaðarnir í bylnum 17. f. m. hafa orðið miklu meiri og almennari en nokkurn varði hér. þetta var þorra-bylur, á al- auða jörð, og stóð fullan sólarhring. Fénaður úti um alt, með því að þíð- viðri höfðu gengið lengi. Fó gerði bæði að fenna og hrekja í vötn. Vita menn ógjörla enn, hve miklu skaðinn nemur. Margt hefir fundist dautt, en enn fleira vantar. Frézt hefir úr Ölf usi um nokkurn skaða á nokkrum bæj- um. Frá Árbæ hafði hrakið undir 30 kindur í Ölfusá og 12 frá Egilsstöðum. Milli 10 og 20 fórust í fönn í Saur- bæ. Um 40 fjár vantaði frá Kiðja- bergi, og búist við að það hafi hrakið í Hvftá. Hest fenti til bana á Fjalli á Skeiðum.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.