Ísafold - 09.02.1907, Blaðsíða 2
>
26 ÍSAFOLD
dulinn, að víaindalegri rannsókn dular-
fullra fyrirbrigða hefir orðið það ágengt
þá rúmlega hálfa öld, er hún hefir
atucduð verið, að ýmsir hinir mestu
vísindaskörungar út um heim telja sig
hafa fengið full rök fyrir sambandi því
við annan heim, er heilög ritning
grundvallast á og alla tfð hefir á ból-
að meira og minna meðal allra þjóða,
er sögur höfum vér af, — svo öflug
rök, að undan hafa látið hver á fætur
öðrum hinir efagjörnustu heimspeking-
ar og sérfræðingar í náttúruvfsindum
og sálarfræði — nú nýlega t. d. annar
eius maður og prófessor Lombroso
hinn ítalski, er barist hafði mörg ár í
móti þeirrí kenningu. Marconi,
loftskeytamaðurinn alkunni, verður ef
til vill ekki talinn meðal vísindaskör-
unga, en þó mun honúm ekki verða
vits frýjað, og hefir hann nú tjáð sig óbif-
anlega sannfærðan um hér um rætt
samband við annan heim.
|>að er kunnugt þeim, -er einhverja
þekkingu hafa á því máli, að allar
hinar miklu og mörgu rengingar á dular-
fullum fyrirbrigðum stafa frá mönnum,
er alls ekkert eða sama sem ekkert hafa
fengist við að kynna sér þau, og eins
hitt, að alment áhugaleySi á að kynna
sér málið samvizkusamlega er sprottið
ýmist af rótgrónum hleypidómum eða
þá af megnum ímugust þessarar heims-
hyggjualdar á tilveru annars heims og
annars lffs.
Margur hefði og búist við, að slík-
um manni mucdi vera það full-Ijóst,
að með þvf að neita sýnilegu, heyran-
legu og áþreifanlegu sarobandi við
annan heim er fótum kipt undan trú-
bók kristinna manna, biblíunni, sem
er full af frásögum um það frá upp-
hafi til enda, og að heimskulegri
mannasetning hefir aldrei verið til
búin en sú, að það sem gerst hafi þess
kyns á dögum bibliunnar, hafi ekki
gerst og geti ekki gerst á öðrum
tímum né með öðrum þjóðum en þar
um getur.
Lok8 eigum vér fáa menn vor á
meðal, er meiri djörfung hafi til að
kannast við sannleikann en hinn mik-
ilsvirta ritstjóra Breiðablika. Hitt
þarf og ekki að vera raunar af nein-
um hugdirfðarskorti sprottið, þó að
hann hafi ekki brotið meira bág en
hann hefir gert við »almenningsálitið<
í þessu máli vestan hafs, eins og það
hefir lýst sér í blöðum landa þar.
f>að gat hafa verið hyggilegt af öðrum
ástæðum, að forðast loftsprenging þá,
er ákveðnari undirtektir af hans bálfu
hefðu lfklegast valdið.
Samsöngurinn
með forustu hr. SigfúsarEinars-
sonar tónskálds 30. f. m. tókst yfir-
leitt vel, en sérstaklega þó lagið Ma-
donna over Bölgerne eftir J. P. E. Lange-
Mitller, og tvö lög eftir Sigf. sjálfan:
Ei finst, nein af friðleiksdætrum, og Lof-
söngur. Lag L.-M. er mjög erfitt, en var
þó sungið mjög vel. Hin bæði voru
sungin af meiri snild en eg hefi nokk-
urn tíma áður heyrt koma fram í söng
hér.
Frú Valborg Einarsson söng og mjög
vel að vanda, einkum Vaarsang i Höst
(lagið eftir P. Heise) og Den Saarede
(ðftir Edv. Grieg). Þar kom skyrtfram,
hve lagið henni er að finna töfrasprota
tónskáldanna og Ijóðskáldanna veg að
viðkvæmustu strengjunum < hjörtum
áheyrendanna.
Frú Elisabet Þorkelsson hefir þrótt-
mikla rödd og hreina, og beitir henni
mjög vel. Aðdáanlega vel söng hún f
þetta skifti: Þór kæra sendir kveðju
(lagið eftir W. Th. Söderberg).
Það leynir sér ekki um söngflokk hr.
Sigfúsar Einarssonar, að honum er
stjórnað af manni, sem hefir til að bera
nákvæma þekkingu í þeirri grein, og
frábæra vandvirkni í starfi sínu.
Þeim mönnum, sem lifa lífi sfnu til
þess að vekja og glæða þekkingu og ást
mannanna á hinni unaðsmestu og mjög
svo göfgandi list, sönglistinni, er aldrei
fullþakkað starf þeirra í þeirri grein;
— endurgjald í peningum þarf ekki að
nefna; allir vita, hve'það er hneyksl-
anlega lítið.
Þjóðirnar standa að jafnaði í meiri
skuld við listamanninn, þegar hönd hans
legst stirðnuð < gröfina, eftir göfugt, en
illa launað lífsstarf, en þær geta gert
sór greiu fyrir. Hvort íslenzku þjóðinni
farnast líkt við þessa frjóanga sína,
og öðrum þjóðum hefir farnast við sína
listamenn, úr því sker ókominn tími.
En vonandi er og óskandi, að þeir fái
að þroskast með þjóð sinni í faðmi hins
gamla
söngvalands með sögu og Ijóð.
Asgeir.
Dáinn er
í fyrra dag (7.) að heimili sínu Þór-
eyjarnúþi í Húnavatnssýslu síra J ó n
Stefán Þorláksson prests Stefáns-
sonar á Undirfelli og konu hans Sigur-
laugar Jónsdóttur prófasts Péturssonar f
Steinnesi, systur sfra Halldórs prófasts
á Hofi (f 1882) og þeirra mörgu syst-
kina. Síra Jón heit. var fæddur 13.
ágúst 1847, varð stúdent 1870, útskrif-
aðist af prestaskólanum 1872, vígðist
sama ár prestur að Tjörn á Vatnsnesi
og þjónaði þvf brauði rúm 30 ár, til
1903, er hann slepti embætti sakir
heilsubrests; hann var bæklaður alla
æfi, hafði mikla herðakryppu, var og
maður mjög smár vext.i, eins og verið
hafði faðir hans, en fjörmaður alt um
það. Hann var tvíkvæntur, fyrst Ingi-
björgu Eggcrtsdóttur frá Haukagili í
Vatnsdal, er átta hafði áður síra Jón
Björnsson prestur á Ríp (f 1871), en
síðan Ragnheiði I’álsdóttur f. alþingis-
manns f Dæli Pálssonar, er lifir mann
sinn. Eftir fyrri konuna lifa 2 börn
upp komin, af 9 alls: Böðvar stein-
smiður í Rvík, og Sigurlaug rjómabú-
styra í Myrdal; og fjögur eftir hina, öll
í æsku — af 7, er þau eignuðust alls.
Síra Jón heit. var skyrleiksmaður, fó'ags-
maður góður og framfaramaður, lipur-
menni og vinsæll af öllum.
Manntlrápiö.
Prófum er lokið í því máli. Hinn
seki man ekkert um glæp sinn; svo
ölvaður var hann. Hann studdist við
borð, er hann greiddi rothöggið, en valt
þó um koll við það. Hann heitir róttu
nafni Bjerkan (ekki Bjerken). Sum
blöð hér láta hann vera sænskan, en
það er rangt. Hann er alnorskur, frá
Niðarósi, fæddur í þorpi einu skamt
þaðan.
Hinn vegni maður, Kr. Kristiansen,
hafði kreptan fót og gekk við hækjur.
Hann var sjómaður, en kunni til bók-
bands og vanu að því hér í vetur
nokkuð.
Siðdegisguðsþjónusta i dómkirkjunni kl. 5
á morgnn (B. H.).
Botnvörpungsstrandið á Breiðafirði.
Dásamleg mannbjörg.
Eins og kunnugt er, fylgdi sú saga
fyrstu fróttinni um það slys, strand
botnvörpungsins I m p e r i a 1 i s t út af
Grundarfirði, að þar hefði enginn rnaður
bjargast. Það var og eðlilegt, með því
að skipið sást mannlaust á skerinu, sem
það festist á, og liðaðist þar í sundur
eftir 2—3 daga, án þess að komist yrði
að því eða nokkrum hlut bjargað vir
því.
Löngu síðar nokkuð fróttist hingað,
að skipverjar hefði bjargast allir og biðu
heimferðar í Stykkishólmi, en ekki með
hverjum hætti það hefði atvikast.
Eftirfarandi greinilega skýrslu um það
hefir nú ísafold fengið vestan úr Hólmi
með pósti:
Botnvörpungurinn Imperialist strand-
aði á skeri nálægt Melrakkaey í Grund-
arfjarðarmynni, en öll skipshöfnin bjarg-
aðist við illan leik. Það var 19. jan.
um hádegi, er skipið rakst á, og kom
þegar gat á það; mennirnir, 12 að tölu,
fóru í skipsbátinn til að bjarga sér.
Utsunnan stormur var á með éljum,
og sjór úfinn mjög.
Þeir náðu hvergi landi í Eyrarsveit,
hröktust undan og inn á við gegnum
brim og boða, þar til er þeir klukkan 11
um kveldið náðu landi í óbygðri ey,
Hnífsey, er liggur undir Helgafell, hór
um bil D/j mílu vestur frá Stykkis-
hólmi.
En bygðar eyjar eru þar nærri, Þor-
móðsey næst.
Þar, í Hnífsey, urðu þeir að láta fyrir-
berast um nóttina.
Um morguninn, sunnudag 20. jan.,
var nokkurn veginn bjart veöur, en
vestansjór; ætluðu þeir þá í bátinn til
að ná mannabygð.
Fimm hinir aumustu fóru fyrst út í;
en þá sleit ólag bátinn frá landi, og
höfðu þeir félagar eigi mátt til að kom-
ast að eynni aftur, og rak þá undan
hægum vestanvindi inn í bygða ey, er
heitir Sellón. Þar varð að leiða þá til'
bæjar og láta þá hátta ofan í rúm.
En af hinum 7 er það að segja, að
bóndinn Jón Jónsson í Þormóðsey sá þá
f eynni, er birti. Hann þóttist vita, að
það væru menn í háska staddir, lagði á
stað við annan mann (fleiri karlmenn
voru ekki í eynni) með heita mjólk í
fötu, náði þeim 7 í bátinn, og hólt með
þá fyrst inn í Sellón; þar slóst bóndinn
Jón Lárusson í för með honum með
hina 5, og lentu með þá í Stykkishólmi
aflíðandi miðjum degi.
Hór var reynt að taka við skipbrots-
mönnum eftir föngum, og hafa þeir verið
hér á vist sfðan, vel haldnir.
Sunnudaginn var, 27. þ. m., sögðu
þeir prófasti (síra Sig. Gunnarssyni), að
þeir vildu fara í kirkju, þótt þeir skildu
ekki íslenzku. Hann stakk upp á, að
þeir, að stólsræðu lokinni, syngju sálm,
og kvaðst vilja reyna að tala nokkur
orð til þeirra á ensku í sambandi við
björgun þeirra úr beinum lífsháska, áður
en hann færi úr stólnum. Þeim þótti
mjög vænt um þetta. Þeir völdu úr
enskri sálmabók, er prófastur átti, sálm-
inn alkunna:
Lead, lcindly Light etc.
Söfnuðurinn var stórhrifinn, er þeir
stóðu allir upp, þá er prófastur hafði lokið
máli sínu — hann er mikið vel fær í
ensku — og sungu sálminn. Þeir sungu
einkar-liðlega og með miklum fjálgleik.
Skipshöfnin hefir komið í alla staði
vel fram; enginn þeirra hefir enn sést
drukkinn. Skipstjóri heitir J. Wood,
stýrim. J. Page, vólmeistari W. Bradshaw.
Skipið þeirra var mjög nýlegt og bezta
skip, frá Hull.
Um Island
i sænskum blöönm.
Sænskur maður, Viggo Zadig, mál-
fræðingur við háskólaun í Lnndi, hefir'
skrifað pistla f sænsk blöð, bæði í
Svenska Dagbladet f Stokkhólmi og í
Hvar 8 Dag í Gautaborg, og þar eru >
auk þess margar myndir héðan til
skýringar og fróðleiks.
Zadig er vel kunnugur hér, því hann
dvaldist hér í Reykjavík árlangt í hitt
eð fyrra og ferðaðist síðan hér um
land í fyrra sumar, fyrst hér austur
um sýslur og síðan norður og þar
austur um land til Seyðisfjarðar, alt
landveg.
Hann lýsir bæði landinu sjálfu og
svo ferðalaginu og eins lífi og háttum
hér í Reykjavík bæði vetur og sumar
og dálftið sveitalífinu líka. Landið
þykir honum einkennilega fagurt og
sviphreint, svo nakið sem það er, og.
er eins og björtu uæturnar og norður
ljósin bregði yfir allar minningar hans
héðan hlýjum og mildum blæ. Ferða-
lag hér þykir honum kostnaðarsamt
nokkuð, en svo fjölbreytilegt eins og
æfintýr, sem auk þess hressir og styrk-
ir. þjóðina lofar hann fyrir háttprýði,
greiðvikni og þægilegt viðmót. Hann
fer lofsorðum um leiklist hér, þó ekki
sé hér lærðir leikarar, og líkt talar
hann um samsöngva hér og sönglist í
heild sinni, þykir hún bera vott um
smekk og listfengi. Sérstaklega segir
hann það hafi stórundrað og glatt sig,
að heyra hér sín sænsku lög nálega
við hvern samsöng, og sænska söngva
heldur hann almennasta hér allra út-
lendra söngva. Gluntarne segist hanm t
hafa heyrt sungna og leikna á hljóð-
færi nálega hvar sem hann fór; segir-
hann Svíum þyki það gott að vita og:
muni það leiða tíl vor hlýja hug
þaðan.
Allar eru greinarnar góðgjarnlegar.
088 til handa, réttorðar og skrumlaus-
ar mjög. þar er ekkert oflof og þvÞ
síður eru þar álygar eða hnútur, og:
þar sjást hvergi þessir hæstaréttar
hrokadómar, sem strákskapur og fá*
fræði setja oft eins og svarta bletti á
bréf og rit útlendinga um okkur og;
landið. f>að eitt harmar höfundurinn;.
ef við skyldum verða of fljótir til að>
taka upp útlenda hætti, orð, búninga
og annað þess háttar og gefa fyrir það
annað betra, sem við eigum sjálfir núi
(t. a. m. kvenbúninginn okkar), og.
tálga með því smám saman utan úf
þjóðareinkennum okkar og þjóðerni;
og virðist sem honum hafi fundist of
mikið bóla á þessu. Hann talar ekkii
margt um þetta; en auðfundið er, að>
honum er svo sárt um það, eins og:
hann ætti það sjálfur.
Á sænsku er og hefir verið skrifað frem-
ur fátt um okkur, en alt mjög vinsamlegt,
svo sem ritgjörðir Rolfs Nordenstrengs,
og eru pistlar Zadigs þar góð viðbót,
þvf þó mikið af því, sem útlendingar
hafa um oss ritað, sé óþarft og jafn-
einkisvert eins og höfundaruir hafa
verið sjálfir, þá er okkur þó jafnam
þökk á réttri og þó góðgjarnri frásögn
um okkur frá kunnugum og mentuð-
um útlendingum. Og það eru þessar
greinar.
Þorsteinn Erlingsson.
Bæjarstiórnarko.sning á
Seyðisflröi
fór þann veg um nýliðin áramót, aS
þeir Stefan Th. Jónsson konsúll og
kaupmaöur og Jón Stefánsson pöntunar-
stjóri, sem frá áttu a.S fara, voru endur-
kjörnir án kosningar, með því að ekki
var stungið upp á neinum öðrum.