Ísafold - 09.02.1907, Blaðsíða 3
ISAFOLD
27
SunlightSápa L
Peir sem nota blaut-
asápu til þvotta kvíða
einlægt fyrir þvotta-
deginum.
Notið Sunlight sápu
og hún mun flýta
þvottinum um helming.
Preföld hagsýni—
■ tími, vinna og penin-
úgar-
FariO eftir fyrirsögninni, sem
er á öllum Sunlight sápu
umbúOum.
^Jafnaéarvöruvarzíun
Th. Thorsteinsson’s
aö Ingólfshvoli.
Nýfengið úrval af prjónlesi t. d. karlmaimanærfatnad,
úrval af sokkum, m. m.
Margar tegundir af teppum, — m.jög lientug fyrir s.jómenn.
Erlendar ritsimafréttir
til ísatoldar frá R. B.
Kh 7. febr. 7 sd.
Sveu H e d i n. kominn til Ngangsto
í Thibet eftir frámunalega miklar þrautir
á ferðalaginu. Mikill vísindalegur ár-
augur.
Ríkisþingskosningunum
þ/zku lauk svo að síðustu, að jafnaðar-
menn mistu 36 sæti og Welfar 3. Frjáls-
lyndisflokknum græddust 10 sæti, íhalds-
mönnum 6, þjóðfrelsismönnum 4, Pól-
verjum 4 og miðflokksmönnum 2.
* *
*
Sven Hedin er stórum frægur Austur-
álfulandkönnuður sænskur. Hann hefir
ferðast áður um Thibet, háfjalla-
ríkið fáþekta í miðri álfunni, og komst
þá í miklar kröggur og mannraunir.
Nú er svo að heyra sem hann hafi
ratað í enn meiri þrautir, en árangur-
inn einuig orðið enn meiri.
Aðalfiéttirnar af ríkiaþiiigekosningum
á Þýzkalandi er ósigur jafnaðarmanna
eða sósíalista. En þeim var mest að
kenna niðurfærsla sú á nýlendumálafjár-
veitingunni, sem keisari reiddist svo, að
hann brá fyrir sig þingrofi, á miðri
jólaföstu. Þeini hafði blöskrað, jafnað-
armönnum og fleiri frjálslyndum þing-
mönnum, fjáreyðsluósómi sá, með mútum
og öðrum óknyttum, er upp komst um
suma þá, er höfðu á hendi stjórn ný-
lendumála, ofan á margfalda óspilun
áður og ómegð þá, er ríkið hefir lengi
átt undir að rísa í nýlendnabúskap þess.
Keisari og hans menn mæltu því enga
bót. En hitt töldu þeir vítaverðan
þjóðræknisskort, að vilja binda hendur
á stjórn ríkisins, er það væri að
reyna að færa út kvíarnar með land-
námi í öðrum álfum, nú er hreinsað
væri til í nýlendumálastjórninni og þeir
reknir úr embættum, er lineyksli hefði
af sér goi't þar. — Svo er að sjá á
þessum kosningaúrslitum, að þjóðin
hafi heldur hallast á skoðun keisara
og ríkiskanzlara.
Þýzkalantl — Island.
Nýrri málaleitan frá þýzka konsúln-
um. um hafnargjaldfrelsi fyrir milli-
landaskip hingað á þessu ári með
fastri áætlun hefir stjórnarráðið (senat)
í Liibeck svarað viðstöðulaust með rit-
símann, að það vilji það gjarnan veita,
til þess að fá megi dálitla reynslu um
árangur af slíkri tilraun áður en Liibeck
er tekin inn í fasta áætlun næsta fjár-
hagstímabil.
Það er mjög gott og þakkarvert, að
liafa komið þessu á.
En nú er eftir að vita, hvort Sam-
ein.félag fæst til að sinna þessu styrk-
aukalaust.
Glímufélagið Ármann
hafði' opinbert glímumót í Breiðfjörðs-
leikhúsi 6. þ. m. undir forustu Péturs
blikksmiðs Jónssonar, sem er formaður
félagsins. Aðsókn var svo mikil að
'þessari sjaldgæfu skemtun, að húsið
tók ekki líkt því alla, er horfa vildu
á. Um 20 röskir unglingar glímdu og
þótti skemtunin góð, — hin bezta af
því tagi, er liór hefir farið fram. — Verð-
laun hlutu:
1. Guðmundur Stefánsson, Egilssonar
múrara.
2. Sigurjón Pétursson verzlunar-
maður.
3. Pétur Gunnlaugsson, Péturssonar
á Framnesstíg.
Auk þeirra þóttu glíma einna fimleg-
ast þeir Hermann Stefánsson, fóstur-
sonur Jóns frá Múla, og Guðmundur
Sigurjónsson, Þingeyingur.
Reykjavikur-annáll.
Dáin 5. þ. m. Þorsteinn Jónsson þbm. i
Bergst.str., 61 árs; Sigrún Samáelsdóttir
Jónssonar trésmiðs (Njg. 22) 13 ára.
Barnaskólann er nú i ráði að stækka,
þótt tkki sé hann nema 8 ára gamall, frá
því 1898, og þá væri ætlast til að hann
endist svo sem hálfa öld. Bæjarstjórn leyfði
i fyrra kveld skólanefndinni að gera
kostnaðaráætlun nm stækknn hans.
Brunabótavirðing samþykti hæjarstjórn i
fyrra dag á þessum húseignum, i kr.:
Edinhorgar i Hafnarstræti 12 . . 25,360
Sigriðar Sigurðardóttur i Kirkjustr. 18,950
Edinborgar í Hafnarstræti 11 . . 9,653
Völundar á Klapparlóð .... 7,665
Vilhjálms Gíslasonar í Vesturg. . 3,956
Sigmundar Mattiassonar í Vesturg. 3,010
Gisla Jónssonar í Nýlendugötu . . 1,326
Bæjarstjórnartilskipuninni, frá 1872, er nú
verið að hugsa um að breyta og koma á
hana líku SDÍði og er á bæjarstjórnarlögum
hinna kaupstaðanna: hætta við tviskifting
kjósenda eftir efnum, kjósa til 3 ára og
endurnýja þriðjung fulltrúanna á hverju ári.
Nefnd var sett í það mál í fyrra dag:
Kristján Jóusson, Jón Magnússon, Tryggvi
Gunnarsson.
Erfðafestulönd. Guðmundi Jafetssyni
leyfði bæjarstjórn i fyrra dag að breyta
erfðafestulandi hans í Norðnrmýrarbietti i
byggingarlóð með venjulegnm skilmálum.
Jón Guðmundsson i Sauðagerði bauð for-
kaupsrétt á erfðafestuhlettum sínnm fyrir
17,997 kr. En bæjarstjórn bafnaði.
Sömuleiðis hafnaði hún forkaupsrétti að
erfðafestulandi þvi, er ntvísað hefir verið
Stnrlu kaupmanni Jónssyni heggjamegin
Eúlutjarnarlækjar, með þeim skildaga, að
greitt yrði það sem ógoldið kynni að vera
af erfðafestugjaldi frá f. árnm.
Beiðni frá Edv. Brand am land til rækt-
nnar við Elliðaár var synjað áheyrnar.
Fasteignasala. Þinglýsingar frá í fyrra
dag:
Jóh. Hafliðason trésm. selnr Helga Helga-
syni hálfa húseign nr. 44 við Grettisgötu
með 165 ferálna lóð á 4500 kr.
Páll Árnason lögregluþjónn selur Árna
Jónssyni hálfa húseign nr. 3 við Lindarg.
Sigurður Þórðarson selur ekkjufrú Mar-
gréti Magnúsdóttur húseign nr. 31 við
Skólavörðustig með 3 0 ferálna lóð á
4100 kr.
Sveinn Einarsson stéinsm. selur Jóni Vig-
fússyni húseign nr. 35 við Njálsgötn á
3300 kr.
Hjúskapur. Jón Hermannsson skrifstofu-
stjóri og yngismær Asta Thorsteinsson, gefin
saman í gær í Viðey.
Næturvarzla. Bæjarstjórn veitti í fyrra
dag þriðja nætnrvarðarstarfið Guðmundi
Stefánssyni fyrrum skipsíjóra, og ákvað
Friðrik Ólafssyni, fráfarandi næturverði,
240 kr. eftirlauna-ársþóknun í 5 ár.
Skipafregn. Gnfnskip Urania (Petersen,
300) kom hingað 26. f. mán. með kolafarm
frá EDglandi til Bj. Gnðmundssonar. Og
5. þ. m. gufuskip Eros (Andersen, 263) með
kolafarm til H. P. Dnns frá Burntisland.
Tónandi, >fónandi<, gónandi. Ak-
nreyrar-yfirvaldið, stjórnarnýgræðingurinn
nafnkunni, sem er á sifeldum þönum með
»ávörp« og »fagnaðarkveðjur« og hósianna-
hróp til »húshóndans« fyrst og fremst og
þvi næst annarra minni háttar stærða,
dansandi ýmist solo kringnm valdasólina
nýju eða með stntt eða langt skott aftan i
sér, si-»fónandi«, tónandi og gónandi upp á
tignartindinn, hefir >yfirgengið sjálfan sig«
i vikunni sem leið og minst með klökkum
huga dagsins mikla, er »húsbóndinn« hljóp
af stokkum fyrir 3 árum. Hann þakkar
þar i nafni Akureyrarbúa (allra?) ekki
færri en þremur valdastærðum: »ráðherra,
landritara og stjórnarráði*, fyrir »happa-
sælt(!) og dáðríkt(!) starf fyrir land og þjóð
siðan hið nýja stjórnarfyrirkomnlag gekk i
gildi 1. febr. 1904«.
Undir þetta tjáist hann hafa fengið 160
nöfn með sér, en lætur þess ógetið, hvað
margt i þeim hóp ern hörn eða fullorðnir,
karlar eða konnr, og eins hins, hve margir
þeirra viti, hvað stjórnarráð er, allrahelzt
er þeir teljast hvorugur þar með, rk'fí-herra
né landritari. Það er annars enginn smá-
ræðishópur, 160 manng af 1700 alls á Ak-
ureyri! Og ekki verður »stjórnarráðinu«
meira flökurt af þessu sætmeti en svo, að
það lætur sitt hjartans málgagn, Lögréttu,
segja frá þessum ósköpum.
Skemtun
heldur Hringurinn í Good-Templar-
húsinu flmtudaginn 14. f>. mán.;
s j ó n 1 e i k a o. fl.
Til ágóða fyrir berkla-
veika.
Nánar á götuauglýsingum.
DPPBOÐ
á bókasafni Hallgríms Mel-
steðs bókavarðar byrjar næsta
mánudag, n. þ. mán., i Good-
Templarhúsinu.
Öllum þeim, sem við húskveðjuna í Reykja-
vik eða við jarðarförina sjálfa i Álftártungu
sýndu móður okkar Sigriði Sveinsdóttur vott
eisku ng virðingar með návist sinni eða á
annan hátt og okkur ættingjum, vottum við
innilegt þakklæti.
Guðný Níelsdóttir. Marta Níelsdóttir.
Sveinn Níelsson. Hállgrimur Níelson.
Sesselja Níelsdóttir. Haraldur Níelsson.
Þuríður Níelsdóttir.
Það tilkynnist vinum okkar og vanda-
mönnum nær og fjær, að hinn 3. þ. m.
andaðist okkar ástkæra dóttir, Sigrún.
Jarðarförin fer fram næstkomandi
miðvikudag 13. þ. m. frá húsi okkar nr.
22 við Njálsgötu. — Húskveðjan byrjar
kl. II f. m.
Margrét Jóusdóttir,
Samúel Jónsson, trésmiður.
JZaiRfálag JZviRur:
Sherlock Holmes
verður leikinn sunnudag-
10. þ. m. kl. 8 síðdegis.
Munið eítir
U tsölunni
hjá Birni Kristjánssyni.
10—40°|0 afsláttur.
Stéttarsteinar.
Veganefnd Reykjavíkur þarf að fá
alt að 1200 hlaup. álnir af stéttar-
steinum, 10X15 þml. Þeir sem vilja
selja henni þetta alt, eða nokkum
hluta þess, geri um það tilhoð fyrir
20. þ. mán. til formanns nefndarinnar,
Jóns Þorlákssonar, Lækjargötu 12 B,
og má fá nánari upplýsingar hjá hon-
um eða bæjarverkfræðingnum.
GÓÍIIT IlltfiilV
(þorskur, smáflskur, ýsa) og
hnakkakúlur
til sölu í verzlun
H. P. Duus.
Órónir vetlingar
eru keyptir hæsta verði í
Liverpool.
Fundist heíir nýlega karlmanns-úr.
Vitja má til Sveinbjarnar Kristjánssonar,
Laugaveg 67.