Ísafold - 13.04.1907, Side 2
80
Landsbankinn
veitinga-hj áleiga
Hr. ritstjóri! Eg er yður mjög þakk-
látur fyrir þetta sem ísafold minnist á í
síðasta bl. um nýja nytsemdarbrúkun á einni
meiri háttar þjóð-stofnun vorri, Landsbank-
bankanum.
Sama heyri eg hvern mann segja, nema
einhverja skynlitla kunningja-stráka hinna
ungu, efnilegu, heldri og helztu manna sona
(og dætra ?), sem notað hafa bankann i vet-
ur þann veg, sem þar er frá skýrt.
Sjálfum geri eg ráð fyrir að þeim líki
það miðlungi vel, að afrek þeirra eru höfð
i hámælum. En það er nú ekkert tiltöku-
mál.
Og hefði þó mátt hafa þá sögu miklu
lengri og enn fróðlegri.
T. d. að sést hefðu þrásinnis ljós inni í
bankanum i vetnr um hánótt og fáir skilið
i, hvað þar væri verið að starfa; að áminst-
ir næturgestir i bankanum hafa sést moka
flöskubrotahrúgu út úr honum um leið og
þeir fóru siðari part nætur og ætlað að
skilja hana eftir á gangstéttinni, en. mynd-
ast við að koma henni út i rennuna, er að
þvi var fundið; að bankastiórnin (eða
bankastjórinn) hefir að skilorðra manna
sögn fundið bæði tómar flöskur og hálf-
tæmdar inni í bankaherbergjucum, og enn
fremur brotna stóla þar, — og sizt i þvi
skilið.
Það er fjör i hinu unga fólki við vin!
Veit eg það vel, að ekki er hlaðamál að
segja frá hátterni fólks i privat-húsum. Enda
sneiðir »Þjóðvinurinn« sýnilega alveg hjá
þvi.
En notkun þjóðstofnana á almenningur
vissulega heimting á að fá vitneskju um,
ekki sizt ef sú brúkun er fágœt eða merki-
leg að einhverju leyti.
Það þykir mér vanta i frásögn »Þjóðvin-
ar«, hvort næturbrúkun sú á Landsbankan-
um, er hann segir frá, er frammi höfð í
fullu leyfi bankastjórnarinnar eða ekki.
Lykil hafa næturgestirnir sýnilega að
bankanum.
En getur nokkur haft lyklaráð hans öðru
visi en með bankastjórnarinnar leyfi?
Það finst mér óhugsandi.
Og getur hún, ef hún lætur frá sér lykla
að honnm, trúað öðrum fyrir þeim en þeim
mönnum, sem eitthvað starf hafa við bank-
ann ?
Mér skilst, að svo muni ekki vera.
Blað yðar nefnir nú alls ekki á nafn,
hverir séu næturgestirnir i bankanum. Það
telur blaðið sjálfsagt almenningi óviðkom-
andi. Og má vera, að það sé rétt gert,
þótt með þvi lagi geti grunur lagst á sak-
lausa. En það verður nú ekki við ráðið.
Eg býst við, að flestir geri ráð fyrir, að
forsprakkar næturbúskaparins í bankanum
að minsta kosti muni vera einhverjar undir-
tyllur í bankanum; en þeir hafi aftur með
sér einhverja knnningja sina, karla og kon-
ur. Hinir eldri starfsmenn þar hugsar sér
enginn liklega til þess.
Enda þykir mér fyrir mitt leyti rétt,
þeirra vegna og annarra hluta, að láta þess
getið, sem eg veit að skilrikir menna voru
heyrnarvottar að daginn eftir að ísafold
kom út, að bankastjórinn sló upp á kompán-
legt gaman við einn hinna yngri og óæðri
þjóna bankans, og sagði, að nú væri hann
kominn í Isafold!
Mér þótti þetta merkilegt fyrir margra
hluta sekir.
Eg dáðist enn einu sinni að þjóðkunnum
skarpleik bankastjórans, er hann getur lýst
því yfir, að tiltekinn maður sé »kominn
i« blað, þó að það (blaðið) geri hvorki að
nefna hann á nafn nó gefi nokkura hina
minstu bendingu um, hvar hans sé aðleita:
í hverjum mannflokki, hvaða stétt eða stöðu
o. s. frv. Það kalla eg skarpleika!
Það er þeSSu næst, að svo vel lætur banka-
stjórinn auðheyrt yfir margnefndri nætur-
brúkun bankans, að hann getur ekki að sér
gert að fara nærri því að brúka gælur við
piltinn út af þvi, i annarra manna áheyrn og
viðurvist.
Enn þyki mér það bera fagran vott um
þann mannkost bankastjórans, sem kalla
mætti háleita hugarrósemi, að hann kvíðir
alls engri eldsvoðahættu af ekki gætilegra
framferði inni í bankanum um hánótt en
tæmdar og hálftæmdar flöskur og brotnir
stólar virðast benda til.
Þetta fær mér alt mikillar aðdáunar, og
vona eg að þar taki aðrir undir með mér.
En eitt dettur mér í hug, er eg lít á mál
þetta »frá almennu sjónarmiði«.
í S A F 0 L D
Það er, hvort ekki má gera sér tekjugrein
úr þeBsari nýtizkunotkun alþjóðlegra stofn.
ana.
Landsbankinn mun að vísu eiga sig sjálf-
ur i orði kveðnu og vera svo »múraðnr«
þar að auki, að ekki þurfi hann á að halda
þeirri litilfjörlegú tekjugrein, sem áminst
notkun hans hálfan sólarhringinn eða svo
kynni af sér að gefa með venjulegum leigu-
mála. Hann er þó ekki tiltakanlega vægur
á leigunni við Forngripasafnið. Eg er nú
að vísu ekki nærri þvi eins skarpur maður
og bankastjórinn, og má vera fyrir því, að
eg fari rangt með það, að Landsbankinn
8é landssjóðseign svona hálft i hvoru eða í
aðra röndina, og því sé það umhyggja
fyrir landsins gagni, er eg hallast að þeirri
skoðun, að óþarfi væri að slá hendi við
þeirri fjárhæð, er kynni að bjóðast fyrir
hjáleigunotkun bankans, —■ hjáleigu við
landsins aðal-áfengisveitingahöfuðból.
Og svo dettur mér annað i hug.
Mætti ekki hagnýta t. d. Alþingishúsið
á svipaðan hátt? Það, sem er alls ekki
notað, alþi.igishúsnæðið sjálft, nema v»
hluta af tímanum, 2 mánuði af 24, og það
hvorki nótt né dag? Það húsnæði er þó
landsins órengd eign. Og það er húsnæði
sem um munar!
Þá mætti enn fremur nefna stjórnarskrif-
stofurnar, miklar og margar. Ekki eru þær
notaðar nema á daginn, og það varla mikið
meira en hálfan daginn einu sinni.
Miklu fleiri alþjóðleg stórhýsi eru til vit-
anlega, og engin hér um bil notuð nema
eitthvert brot af timanum, — engin að
nóttu til, það eg minnist, nema sjúkrahús.
En eg vil heyra, hvern byr þessi hug-
leiðing mín og tillaga fær, áður en eg færi
mig lengra upp á skaftið.
Annar Þjóðvinur.
Reykjavikur-annáll.
Oagsbrún heitir bin nýja kaffistofa og mat-
sölu hér í íslandshótelli, þar sem áður var
»Svinastian«, sem nú sjást engar menjar
eftir, heldur er alt þar nýjað upp innan
stokks og mjög þokkalegt. Kaffi og svip-
likar veitingar, með brauði, mjólk og fl.,
alt tiltakanlega ódýrt og vel framreitt.
Ætti að vera mun fýsilegra ferðamönnum,
sjómönnum og öðrum þar að koma en i
áfengiskjallarann.
Þrjár eru kaffiveitingastofur aðrar i ís-
landshótelli, og 4 þó, að meðtalinni hinni
almennu veitingastofu, 3 matsalir, funda-
salur og dansleika, knattborðssalur m. m,,
alt snoturt og vel um gengið, auk fjölda
gistiherbergja uppi.
Dánir. Guðjón Eiríksspn, sjómaður (Berg-
staðastr. 25), hefir dáið annan i páskum,
milli bæja.
Jón öuðmundsson, f. útvegsbóndi i Hlið-
arhúsum, tengdafaðir Gunnars kaupm. Gunn-
arssonar, dó 8. þ. m., 78 ára.
Oddfríður Halldórsdóttir, gift kona í
Grettisg. 43, hálffertug, dó 9. þ. m.
Svanborg Þorláksdóttir, sjötug ekkja, dó
10. þ. m.
Þuríður Jónsdóttir, ekkja Eiríks Eiríks-
sonar frá Hoffelli, dó 8. þ. m., nær hálf-
níræð.
Fasteignasala. Þinglýsingar frá i fyrra
dag:
Arni ‘prestur Þórarinsson á Rauðamel sel-
ur Þorsteini Sigurðssyni kaupm. húseign nr.
68 við Laugaveg á 12,000 kr.
Guðmundur Hallsson trésmiður selur H
S. Hansson og S. Sæmundsson kaupmönn-
um húseigo nr. 29 við Laugaveg á 22,000
kr.
Jóhannes Pétursson kaupm. á ísafirði selur
smiðunum Halldóri Ólafssyni og Þorsteini
Jónssyni erfðafestuland við Sauðagerði á
2,300 kr.
Oddur Guðmundsson selur Friðrik Hans-
syni hálfa húseign nr. 33 við Skólavörðu-
stíg með 350 ferálnalóð á 3000 kr.
UppboðBafsal til handa Þorsteini Sigurðs-
gyni kaupm. fyrir húseign nr. 16 við Bar-
ónsstig á 1920 kr.
Skipafregn. Hér kom 4. þ. m. gufuskip
Hörda (373, A. Larsen) frá Kristjánssandi
með viðarfarm til Bjarna Jónssonar (í kon-
ungsskálana á Þingvöllum og við Geysi).
Enn fremur 11. gufuskip Jenny (476, R.
Christiansen) frá Frederikssstad með viðar-
farm til Völundarfélags.
Loks 12. seglskip Equator (486, J. A,
Johansen) frá Halmstad með viðarfarm í
timburverzlun B. J. & Co.
Tídarfar.
Vorblíða alla þessa viku. Logn og
sólskin eða hægð dag eftir dag, með
6—8 stiga hita að jafnaði. Nokkur
froststirðningur þó um nætur.
Líkt er að frétta um land alt.
Aflabrögð.
Mokfiski í Garðsjó þessa viku, alveg
óminnilegur landburður, alt í net.
Tómur þorskur að kalla, óvenjuvænn
og feitur. Einn var búin að fá í
miðri viku 500 hlut, eftir 10 daga.
Sömuleiðis góður afli í Leiru, og
farið að fiskast vel á Miðnesi og i
Höfnum. En ekkert í Grindavík, og
lítið austan fjalls.
Botnvörpungurinn Jón forseti hafn-
aði sig hér í gær með um 25,000 af
fiski. Mestalt vænn þorskur. Hafði
4000 á þiljum uppi. Var orðinn salt-
laus.
Maður fanst örendur
hér milli bæja í gær, við Arnarnes-
vog, lá þar í flæðarmáli. |>að var sjó-
maður hér úr bænum, Guðjón Eiríks-
son, milli þrítugs og fertugs, kvæntur.
Hann hafði róið suður í Grindavík,
kom heim á páskunum, og lagði á stað
aftur annan í páskum. Konan fylgdi
honum nokkuð á leið. Hann kom að
Arnarnesi, stóð þar við 2—3 stnndir,
ráðgerði að hverfa heim aftur til
Eeykjavíkur, með því hann kvartaði
um lasleika. Honum var vísað á veg-
inn, með því hann virtist vera eitt-
hvað ringlaður, sem hann átti stund-
um vanda til. Nú í vikunni kom
8endimaður frá formanni hans í Grinda-
vík að spyrjast fyrir um hann. f>á
var farið að leita hans, og fanst hann
brátt sem fyr segir. Hefir líklega lagst
fyrir í fjörunni, þar sem heitir Kárs-
nes, ef til vill liðið í ómegin og sjór
fallið yfir hann,
Fjárkládi
er sagður fyrir víst á 1 bæ í Ölfusi,
í mörgu fé nokkuð.
far verður vonandi tekið röggsam-
lega í taumana, með skoðunum og
böðunum, svona rétt undir handarjaðri
sjálfar landsstjórnarinnar.
Slátrunarhúsið fyrirhugaða-
Úr Arnessýslu er skrifað : Hinn 15.
þ. m. ætlar slátrunarbúsnefndin að
koma saman í Eeykjavík. f>ar á með-
al annars að velja forstöðumann slátr-
unarhússins. f>að kjör er harla mik-
ils um vert. 8á, sem það starf tekur
að sér, þarf að vera ötull og ein-
beittur ráðdeildarmaður, með viti og
áhuga á verzlun, maður, sem þekkir
bændur og getur t a 1 a ð við þá um
alt, sem að slátrunarhúsinu lýtur.
Hann v e r ð u r því aðvera íslending-
ur. DanBkur maður, sem þekkir ekki
staðháttu hér, kann ekki málið, þekk-
ir ekki fólkið, getur naumast veitt slátr-
unarhúsinu forstöðu, hversu vel sem
hann væri annars að sér ger.
Fjórir botnvörpungar
liöndlaöir i einu.
Hreystiles inálsvörn !
Valurinn danski (Islands Falk) hremdi
fyrir fám dögum í einni lotu 4 land-
helgisseka botnvörpunga, 3 austur í;
Meðallandsflóa, og hinn 4. undan Hjör-
leifshöfða, og kom með þá alla hingað
í fyrradag.
Tveir þeirra eru enskir og og 2 þýzkir.
Hinir ensku heita annar Liberia (A.
Bales) frá Grimsby (G. Y. 159) og
hinn Eegal (Woollis) sömul. frá Grims-
by (G. Y. 158).
En hinir þýzku Merkur (Theodor
Dirkes) frá Bremerhafen (B. X. 60)
og Carstens (G. Biirgeleit) frá Geeste
miinde (P. G. 121).
Englendingarnir játuðu brot sitt, ann*-
ar viðstöðulaust og hinn von bráðara
og 8ættust á að greiða 1000 kr. sekt
og að afli og veiðarfæri skyldi upp»
tækt vera.
En |>jóðverjarnir höfðu það öðrui
vísi, og hafa þeir þó ella það orð á
sér, að vera miklu betri viðureignar
fyrir rétti hér en Bretar, bæði óþrætn-
ir og kurteisir.
|>eir áttu hér hauk í horni þar sem.;
er þýzki konsúllinn. f>ví sá Iætur ekkí>
sinn hlut og keisarans fyr en í fulla
hnefana. Hann hélt uppi þrætnisbar-
daga með þeim og fyrir þá á annan>
sólarhiing, af mikilli hreysti og harð-
fengi, fklæddur skínandi einkennis-
skrúða. Hann rengdi alt: mælingar
liðsforingja á Valnum, kortin, sem þeir
höfðu farið eftir, kvað þau vitlaus og
úrelt — þau voru frá 1906, landsupp-
drátturinn eftir landmælingadeild her-
stjórnarráðsins Danska og sjóbréfiu;
eftir alveg nýjum mælingum. Sjón-
aukar Valsmanna mun hann og hafn
fullyrt að væru vitlausir; því aldrei
vildi hann kannast við, að skjólstæð-
ingur sinn, hinn sekari, hefði haft
botnvörpuna útbyrðis, þótt horft hefðu.
þeir á það margir. |>eim hafði, Vals
mönnum, mælst hann vera 400 föðm-
um fyrir innan landhelgismark, er þeir
höndluðu hann, og höfðu þó horft á
hann áður 19 mínútur fullar á hraðri
ferð beint undan landi! En konsúll-
inn vildí alt um það láta hann hafa-
verið tekinn saklausan fyrir utan land-
helgismark !
Svo lauk, að þeir urðu að vinna eið
að skýrslu sinni, yfirmennirnir (2) af
Valnum og Mattías þórðarson skip-
stjóri hinn 3.
Síðan var dómur uppkveðinn í morg-
un, og fekk verri sökudólgurinn, Biirge-
leit, 1200 kr. sekt, auk málskostnaðar,.
og afli og veiðarfæri alt upptækt; ert
hinn 600 kr. og málskostnað, en ekk-
ert upptækt, með því að hann hafði
verið tekinn utan landhelgi, en sýnL
lega nýkominn út fyiír markið.
Uppboð er verið að halda í dag á
aflanum, því sem komið er á Iand, en
það er ekki helmingur úr skipunum.
Tvö skipin höfðu fullfermi, 20—30 þús.
af fiski, en hin kringum hálffermi.
Hátt er boðið, um 25 kr. til jafnaðar
í 100; því skemdur er fiskurinn orð-
inn til muna, tekinn úr ísnum fyrir
sólarhring eða meira, og marinn í með-
ferðinni. Málareksturstöfin bitnar því
meðal annars á landssjóði.
Hinn nýi yfirmaður á herskipinu,
H. Amundsen sjóliðshöfuðsmaðurr
hefir riðið rösklega á vaðið, enda er
maður vasklegur að sjón og einbeittur.