Ísafold - 01.05.1907, Blaðsíða 3

Ísafold - 01.05.1907, Blaðsíða 3
ISAFOLD 107 Kosningarréttur i Reykjavik. Almennur borgarafundur um það mél í Bárubúð laugardagskveldið 27. f. m. var bvo fjölsóttur, sem húsrúm levfði framast. Landlæknir, alþm. G u ð m. B j ör n 8- 8 o n var frummælandi og lagði ein- dregið með almennum kosningarrétti í bæjarmálum, þ. e. afnámi alls fjár- hafts og kynferðisgreinarmunar m. m. Ymsir töluðu fleiri og tóku í aama streng. Alls einn maður á öðru máli, Tryggvi GunnarsBon bankastjóri — vildi halda í fjárhaftið að minsta kosti; en svo ótrúlega ófimlega tókst honum að verja þaun málstað, að alveg gekk fram af íundarmönnum. jpeir samþyktu eftirfaraudi fundar- ályktauartiliógur Blaðamaunafélagsins, 1. liðinn með öllum atkvæðum gegn tveimur, 2. lið í einu hlj., 3. lið með öllum þorra atkvæða, og hinn 4. í einu hlj.: 1. Fundurinn vill, að allir fullveðja menn hafi kosningarrétt í bœjarmálum, jafnt karlar sem konur, þeir sem eru fjár sins ráðandi, hafa óflekkað mann- orð og þiggja ekki af sveit; enn fremur giftar konur, þó þœr séu ekki fjár síns ráðandi, ef þœr hafa önnur kosningar- réttarskilyrði. 2. Fundurinn vill, að tviskifting kjós- enda sé numin úr lögum og hafi allir jafnan kosningarrétt. 3. Fundurinn vill, að kjörtímabilið sé 3 ár, og sé þriðjungur bœjarfulltrúa kosinn á hverju ári. 4. Fundurinn skorar á bœjarstjórn að vinna að þvi, að þessar breytingar verði leiddar í lög. Breytingartillaga var upp borin við 3. lið, frá Halldóri Jónssyni bæjarfull- trúa og bankagjaldkera, um að kjör- tímabilið skyldi vera 5 ár og fimtung- ur bæjarfulltrúa kosinn á hverju ári. En hún var feld tgeð öllum atkv. gegu 14. Fundarmenn á að gizka hátt upp í 500, flestalt kjósendur — nokkrar gift- ar konur um fram, m. fl. Erlendar ritsimafréttir til ísafoldar frá R. B. Khöfu 30. apr. 6‘/2 »d. Kéttarpróf í gær um Tryggva- sly sið. Framburður Jensens og Evensens mjög gagnstæður. Raun að heyra það. Prófunum verður haldið áfarm. Hlutafélag nýstofnað með 1 mil- jónar höfuðstól, tekur við verzlun J. P. T horsteinssons og Godthaábs, A. T. Möller með, rekur verzlun og fiskiveið- ar við tslaud, með undirdeildum í Reylcjavík, Hafnarfirði, Gerðum, Vatn- eyri, Bíldudal og Norðurfirði (á Strönd- um). Konungshjónunum fagnað með hátiðarviðhöfn i Kristjaníu. Rikisþingið rússneska samþykt stiórnarfrumvarp um nýliðaútboð, eftir harða rimmu. Veðrátta hlý með köflum og gróðrarvæníeg, en krapafjúk við og við, síðast í nótt til muna, alhvít jörð fram um miðjan dag. Pórn Abrahams. (Frh.l, * jpeim félögum var ekki vandratað. A tvær hendur þeim var krökt af alls konar leifum, er líktust nöguðum hnút- um eftir stórfenglega blótveizlu, er að hefðu setið skæðustu mannætur. ]?ar ægði saman öllu því, sem herlið á und- haldi, og annað, sem flóttah rekur, get- ur eftir sig látið. f>etta gekk langa leið, margar mílur vegar. f>eir fældu upp nokkra lata og offylta hrægamma Bn að öðru leyti var autt og kyrt þar sem þeir riðu um. |>eir sáu hrúgur af mölvuðum, bálf- brendum vögnum og hauga af bruna- rústum; þeir litu hvor til annars með einkennilegu glotti. f>eir skildu það, að þar mundi de Vlies hafa venð veitc snörp eftirför. Sjálfurhafði hann látið kveikja í nokkru af farangri sínum, sem mundi hafa seinkað ferð hans um of, ef hann hefði flutt það með sér. |>ar hafði fallbyssa verið sprengd og kveikt í mörgum kössum með skotfær- um. f>að hafði kostað nokkrar krónur alt sarnan. f>ar hafði þurft að flýta sér. Nokkrir dauðir uxar lágu flatir á hlað inu fyrir framan rústir af brendum bæ og mátti þar sjá menjar eftir byssu- kúlur í skíðgarðinum. f>etta var víg- völlur, þar sem afturliðið hafði átt skæða orustu. f>ar — þar — voru dysin. f>eir voru ekkert að forvitnast um, hve margir hefðu fallið. f>að var löngu hætt að telja þá. Á tveim stöðum var jörðin enn dökkrauð; rigningarókjörin höfðu eigi megnað að skola burt viðbjóðslegnm hernaðarlituum, og þarna gægðist grind horaður fótur upp úr jörðinni. Hræ gammarnir,8em offyltu sig á ætisgnægð- inni, sátu spölkoru frá og blésu óðir að mönnunum, sem raskað höfðu ró þeirra. f>essir tveir menn skóku höf- uðin, er þeir sáu, hversu mikið hafði legið á; vinir þeirra höfðu-eigi einu sinni haft tfma til að jarða menn sína; tryltur kappleikur um líf og dauða hafði geysað þarna; það var eigi leng- ur hægt að hugsa um að vera mönn- um líkur; það olli að eins tjóni, og hver myndi vilja verða fyrir slíku? Hálfa mílu þaðan fundu þeir dauð- an hest liggjandi á hliðinni. f>að var í sjálfu sér líbilfjörlegt innan um alt það sem þar lá dreift um völlinn, og mundi því eigi hafa vakið eftirtekt annara manna ; en bæði van der Nath og Westhuizen vóru menn, sem höfðu vit á málinu, og þeir sáu undir eins, að þetta nefði verið sérlega góður reið- hestur af úrvalskyni. í mesta lagi einn sólarhring hafði hann legið þarna, því ekki höfðu gammarnir gert nema kroppa augun úr höfðinu og gert það lík- legast meðan hann var lifandi. Áhorf- endunum varð eigi erfitt fyrir að lesa sorglega sögu þeirrar skepnu: Hesturinn hafði verið fluttur hand- an um haf; húsbónda sinn, sem að lík- indum hafði verið hreykinn af úrvals- hesti sínum, hafði hann borið langar leiðir í ókunnu landi, og höfðingi þessi, sem mundi hafa á strætum Lundúna- borgar hafa orðið gramur og kallað á lögregluþjón, ef hann hefði séð öl- vaðan ökumann slá horaðan hestinn sinn tveim svipuhöggum um of, hann hafði nú lamið sinn trygga vin þangað til að hann datt dauður niður. Sfðurnar vóru tættar sundur af spor- unum, blóðlifrar 1 stórum flygsum huldu sárin eftir sporahöggin; og þegar þeBsi félagi hans í svo mörgum hættum hafði eigi mátt til að gjöra meira, með því að blóðið streymdi fram úr munni hans og nösum, þá hafði hann látið hann liggja þarna og ekki haft tóm til að eyða á hann einu skoti úr marghleypunni sinni. Maðurinn hafði sezt á nýjan hest í snatri og henzt áfram lengra um leið og hann fló til blóðs titrandi síður- nar á hinum nýja reiðskjóta sínum. |>etta var alt svo einfalt og eðlilegt, í hernaði. Maðurinu var ungur foringi sem sendur hafði verið á stað með mikilsverða skipun ; hann varð að halda áfrarn, hvað sem það kostaði; undir flýti hans var komið líf hundrað auu- arra manna; undir flýti hans var einn- ig komiu embættisleg upphefð han9, og þá hafði hann ekkert Ieyfi til að vera með neinna viðkvæmni út af því, þótt skepna væri kvalin til dauða. Reykjavikur-annáll. Dánir. Eyólfur Eyólfsson skipstjóri (áður nefndur). G-isli Sigurðsson, 80 ára, Laugaveg 50, dó 29. apr. Guðbrandur Sigmundsson, vm., Laugaveg 50, dó >’r lnngnabólgu 25. apr. Grunnar Hafliðason í Nýjabæ 23. apríl, 69 ára. Metta Elis&bet Petersen, 80 ára, dó 28. apr. Sigurlaug Halldórsdóttir, yngismær frá Vík, 19 ára, dó s. d. Fasteignasala. Hinglýsingar frá 25. f. mán. Hallgrimur Jónsson selur Kristjáni Krist- jánssyni búseign nr. 7 við Spitalastig á 7000 kr. Kristjan Kristjánsson selur Hallgrimi Jónssyni húseign við Rauðarárstig á 5000 kr. Magnús Gnnnarsson selur Jóni Guðmunds- syni húseign nr. 3 við £>ingholtsstræti á 12000 kr. • Sigurbjörn Sigurðsson selur Ólafi Th. Gruðmundssyni hússeign nr. 34 við Lauga- veg. Leikfimisskemtun og aflrauna höfðu nokkr- ir Norðmenn hér i gærkveldi l Bárubúð, með mikilli aðsókn. Þeir kváðu hafa sýnt áður list sína á Akureyri og i Hafnarfirði, ef ekki víðar. Flaaten heitir aðalmaðnr- inn. Hann margfer i gegnum sjálfan sig i loftinu, tekur upp i einu í tönnunum 3 borð og 2 stóla hvað ofan á öðru, og eins 500 pd. þungt bjarg. í>eir eru og með ýms skripa- læti, sem börnum þykir mikil Bkemtun, bafa yfir skritlur og ljóð, sem eaginn skilur og bezt væri fyrir þá að sleppa. JÞeir halda þessu áfram hér nokkra daga. Skipafregn. Gufuskip Firda (383, D. Denstad) kom hér 26. f. m. frá Leith með kolafarm til Bj. Guðmundssonar. Hiö bezta Chocolade er frá sjókólaðeverksmiðjunni Sirius í Khöfn. Það er hið drýgsta og næringarmesta og inniheldur mest Cacao af öllum sjókólaðetegundum, sem hægt er að fá. Nú með Sterling hefi eg fengið mikið úrval af höttum og til þeirra. Til 14. maí í Tjarnargötu 6, eftir þann tíma á Sigríðarstöðum. Heima 11—12 f. m. og 7—'8 e. m. Kristjana Markúsdóttir. Hérmeð tilkynnist vinum og vandamönnum, að frk. Metta Petersen andaðist 28. f. mán. Jarðarförin fer fram laugardaginn 4. maf frá Skólastræti I. Húskveðjan byrjar kl. Il‘/a. Piltur eða stúlka sem ritar laglega hönd og reiknar vel, getur fengið strax atvinnu við skrif- stofustörf. — Umsókn stíluð »ritstörf« sendist ritstjóra. Hvað er ,Gola‘? Hver sá er boröa Yill gott Mar garíne fær það langbezt og ödýrast eftir gæðum hjá Guöm. Olsen. Telefon nr. 145. Umboð Undirskrifaður tekur að sér að kaupa útlendar vörur og selja ísl. vörur gegn mjög sanngjörnum umboðslaunum. G. Sch. Thorsteinsson. Osta ættu allir að kaupa, og sérstaklega vil eg mæla með hinum ágæta Marks-osti hjá Guðm. Olsen. Ný egg eru nýkomin og kosta aðeins 6 aura hvert. Ennfremur mjög fint marga- rine á 70 — 60 — 50 — 45 aura pd.; til að steikja úr 40 aura pd. Bezta danskt smjör 1 kr., Palmínfeiti 46 aura. Ágætt íslenzkt smjör 95 — 90 — 85 — 82 aura pd. Alt þetta fæst í Smjörhúsinu Grettisgötu 1. Þeir sem áður hafa fengið hreinsaða hanzka og regnhlífar og sólhlífar klœdd- ar, hjá frk. Louise Zimsen, ern eftirleiðis heðnir nm að snúa sér til frú Angústn Svendsen, Aðaistræti 12. H o 1 g ó m a menn geta fengið bót meina sinna með tilbúnum góm og talæfingum (á íslenzku). A lækningunni stendur nál. mánaðartíma. E. Warming, tannlæknir, forstöðumaður málheltisstofnunarinnar í Silkiborg, sem nýtur ríkisstyrks. Pröver franko af Manufakturvarer Messen i Köhenhavn sender overalt paa Færöerne og Island, Pröver franco af: Stout, bleget ubleget, Dowlas, Drejl, Lærred og alle andre Hvidevarer. — Sorte og kulörte Kjolestoffer. Oks- ford, Bomuldstöj, Vaskestof og Flo- nel i over 2000 Mönstre. Gardintöj, Möbelbetræk, Flöjl og alle övrige Manufakturvarer. Skriv efter Pröver Skriv efter Pröver MpWPB Köbmagergade 44 lUObðCll Köbenhavn. Oplag og Udsalg i 62 Byer. H. Falsen, Kristiania. Kirkegaden 17. Exportör af norske varer og fabrikata.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.