Ísafold - 04.05.1907, Blaðsíða 3
IS AFOLD
111
fjölmennur, og samþykt þar með öll
um greíddum atkvæðum, eftir alllang-
ar umræður, a ð fundarmenn vildu
hafa sérstakan fáua fyrir ísland, og
a ð skora á Stúdentafélagið í Reykjavík
að boða til þingvallaffund og koma
sér þar saman um fánagerðina.
Geysis-túr
á landssjóða kostnað eru þeir i þeasa
dagana, æðsti valdsmaður vor hérlendur
um þessar mundir: landritari Klemens
Jóneson, og landsverkfræðingur Jón
f>orlák88on. það kvað vera til þeas
að skoða konungsveginn frá
fúngvöllum til Geysis, hina fáþektu
leið þar í milli. |>eir semja þá líkleg-
ast og gefa út bók um þá skoðun,
lýsing á vegarstæðinu og öræfunum,
sem leiðin sú liggur uni, á landssjóðs-
kostnað.
f>eir lögðu á stað í morgun.
Reykjavikur-annáll.
Barnaskólann eða 4—5 bekki í honum
hefir bæjarstjórn samþykt að lána megi
undir Mentaskólann frá 14. þ. m. til júni-
loka, með þvi að þar, í Mentaskólanum á
kongur að hafast við, meðan hann dvelur
hér i sumar, og þarf að fara nú þegar að
laga hann og dnbba upp undir þá upphefð.
Brunabótavirðing staðfesti bæjaistjórn i
fyrra dag á þessum húseignum, í kr.:
Geðveikrahælinu á Kleppi.......... 77,275
Jóns Guðjóusronar í Lindarg.......10,131
Sveinbj. Stefánssonar i Njálsg. . . . 5,467
Hallgr. Jónssonar við Rauðarárstíg 4,574
Einars Jónssonar við Be/gstaðastr. 3,344
Fasteignasala. Þinglýsingar frá i fyrra
dag:
Jónas Þorsteinsson steinsmiðar selur 28/.,
Olafi Jónssyni trésmið 480 ferálna lóð við
Kárastig á 768 kr.
Simon Sveinbjarnarson selur Pétri Zóphó-
niassyni bankaþjóni 12/4 húseign nr. 7 við
Smiðjustig á 8500 kr.
Tr. Gunnarsson bankastjóri og Asgeir
SigurOsson kauprn. seija 24/4 Gnðinundi
Egilssyni trésmið lóðarspildu af Melkots-
túni.
Fiskiútvegs-framfarir. Það telja sjómenn
töluverða framför, að sumar fiskiskúturnar
hér eru farnar að fiska með lóðum. En til
þess þarf helzt gangvélar i skipin. Enda
hafa fáein þeirra útvegað sér þær. En það
er sérataklega frásöguvert, að hr. Th. Thor-
steinsson, sem lét i fyrra bæta stórum eitt
hið bezta skip sitt, Nyanza, í Norvegi, svo
að það er nú sem nýtt væri, hefir fengið
sér i það atbragðs-steinoiiugangvél (mótor),
ameriska, Wolferine-bátamótor, sem hefir
kostað 9000 kr. og hefir 36 hesta afl. Með
þeirri vél hefir skipið 6—7 milna liraða.
Það er fuliyrt, að þetta muni vera lang-
bezta steinolíu-gangvélin, 6em hingað hefir
komið, er fyrirferðalitil, kemst á stað í
eieni svipan með rafmagnskveiking, lætur
mætavel að stjórn og gengur með jöfnum
hraða eftir vild, er mjög auðveld i með-
förum og þarf litla gæzlu o. s. frv.
Hjénaefni. Yngismær Helga Brynjólfsson
og Iðunnar-ráðsmaður Andreas Jess Ber-
telsen.
Landaþræta. Bæjarstjórn mótmælti á fund-
inum i fyrra dag því tiltæki landsstjórnar-
rnnar, að hún hefir látið mæla út manni
(dönskum, Edvard Brandt) land til ræktun-
ar (undir hænsnabú?) á landamærum Reykja-
víkur 0g Kópavogs. En bæjarstjórn telur
landið annaðhvert alt eða mestalt Reykja-
vikureign.
Leikfélagi Reykjavikur veitti bæjarstjórn i
fyrra dag 500 kr, styrk.
Skipafregn. Þessi skip hafa komið frá
þvi um daginn :
2. maí Geraldine, enskur gufubátur, 53
smál., er verið hefir skemtiskúta áður, en
nokkrir Akurnesingar, Jón Arnason skipstjóri
o. fl. hafa keypt til lóðafiskiveiða hér.
S. d. kom seglskip Olga (183, P. C. Ras-
mussen) frá liysart með kolafarm til Bj.
Guðmundssonar.
Daginn eftir, 3. þ. m., seglskip Ludvig
(152, J. Jwrgensen) frá Álaborg með sement
o. fl. til Chr. Nielsens kaupmanns.
Tjarnargötu á að lengja suður eftir, taka
burt þvergirðinguna fyrir endanum á henni
við Tjörnina sunnanverða.
Erlendar ritsimafréttir
til Isafoldar frá R. B
Kh 2. mai kl. 6 sd.
K onun g s hj ó n i n liverfa heini aft-
ur frá Kristjaníu í dag.
J a f n a ð a r m a nn a - lceli i gœr
hvarvetna um 8 stunda vinnudag.
Oeirðir í Paris hingað og þangað;
760 manna höndlaðir.
Stolypin lét vel yfir við Golovin
undirtektum þings í nýliðamálinu. Sto-
lypin telur þingstjórn einu leiðina
áfram.
Alment verkfáll i Baku.
Hrannvigum og ránskap heldur áfram
i Póllandi daglega.
Fórn Abrahams.
(Frb.l.
Verið gat, að eigandinn kynni síðar
að minnast þessa smáatviks og nefna
fjárhæðina, sem þessi fyrirtaks-hestur
hans hefði kostað, þegar hann segði
frá þessari ofsa-reið rétt á undan
orustunni hjá —; það varð líklegast,
öll líkræðan.
Hin viðbjóðslega og hroðalega m'ð-
ingsmeðferð á skepnum, sem hernað
ur hefir í för með sér, blasti við áhorf-
enduDum eigi að eins á þessum stað,
heldur einnig frá hræjum af uxum,
er höfðu verið lamdir til bana og höfðu
hnigið niður milu þaðan. f>eir höfðu
gjört eins og þeir gátu, dregið skot-
færavagnana upp snarbratta hæð, en
gefist þá upp. Hraðar bendur höfðu
rifið okið af blóðugum hálsinum á
þeim; blótsyrðum og fótasparki hafði
rignt yfir skepnurnar, sem höfðu sokk-
ið upp að knjám 1 jörðina með lafandi
tungu langt út úr munninum. Onnur
akneyti vóru leidd fram í stað hinna
og beitt fyrir; en hinir útþvældu ves-
alingar vóru látnir eiga sig í grjótinu
þar sem vagn, sem þeir drógu, hafði
orðið fastur, og þarna urðu þeir að
taka út hungur og þorsta til dauða.
Hér varð að hafa hraðann á. Dýr-
mætum tímanum mátti eigi glata;
skotfærabirgðirnar urðu að komast
þangað sem þeirra var brýn þörf, og
j sjá — sjá, þarna höfðu vagnhjólin
gengið yfir afturfætur á einum uxan-
um og mulið þá í sundur við klöpp-
ina; og þar lá tugur af másandi aum-
ingja skepnum, sem naumaSt höfðu
mátt til að reka upp síðasta öskrið.
Skepnurnar vóru bundnar saman,
flæktar í aktýgjunum, lifandi og dauð-
ar í sömu þvögunni, kiptu í böndin,
risu upp og hnigu niður aftur og
spörkuðu hver í aðra, stönguðust og
Ö8kruðu. jpetta var alt ein óskapn-
aðarþvaga, sem eyddi sínum síðustu
kröftum á því að tortíma hvert öðru
og sjálfum sór.
En mennirnir, sem höfðu komið öllu
þessu til leiðar, höfðu flýtt sér út í
bardagann, þar sem sagt er að frægð-
in bíði manns.
f>eir félagar sneru sér burtu frá
þessari viðbjóðBlegu sjón og riðu áfram
leiðina, sem hernaðurinn hafði afmark-
að. Öðru hverju námu þeir staðar
til að láta hestana varpa mæðinni,
en sjálfir bárust þeir áfram af mjög
svo ólíkum tilfinningum, sem vóru þó
hver annari líkar í því, að þær létu
þá eigi finna til þreytu. Fram undan
þeim lá óravegur, þar sem öllu ægði
saman, manna búkum og málleysingja,
vagnaskrani og vopna; þetta lá alt
í haugum.
f>aroa hafði hjúkrunarvagn numið
staðar nokkrar klukkustuudir. Jörðin
var öll blóði stokkin; þar lágu baöm-
ullatflókar og umbúðatuskur, gleymt
læknis-ve8ki, er f voru eftir fáein áhöld,
ferðastóll með brotnum löppum, mölv-
aður meðalakassi, aem hafði verið
notaður í stað holskurðarborðs, og
höfðu þá orðið eftir nokkrar tætlur
af mannakjöti, brotin nefgleraugu og
ýmislegt fleira, Bem var orðið ryðgað í
regninu, hafði gengist niður í jörðina,
eða því hafði verið fleygt frá sér og
lá dreift yfir dálitla landspildu. f>ar
hafði og verið sanaa hóflaust flaustur
á öllu.
Vitið þér af þvi,
að verzlunin Liverpool hefir nú
stórkostlegt úrval af allskonar smíða-
tólum, alt af beztu tegund; úrval af
járnvöru til bygginga, t. d. skrár, húna,
lamir, saum o. fl. Ógrynni af smá-
járnvöru; þar á meðal margt, sem
ekki fæst annarsstaðar.
A hverri stundu er von á skipi
með úrvals timbur, er verður
selt með mjög vægu verði, þrátt fyr-
ir gæðin.
Almennur
safnaðarfundur
þjóðkirkjusafnaðarins til að kjósa í
sóknarnefnd og héraðsnefnd og ræða
kirkjuleg mál, verður haldinn í Iðn-
aðarmannahúsinu næstkomandi mið-
vikudag 8. þ. m. kl. 5 síðdegis.
Reykjavik, 3. maí 1907.
Jóliann Þorkelsson.
Fundur í stúkunni Dröfn nr. 55 á
laugardögum kl. 81/, síðd. Æskilegt að
sem flestir meðlimir komi.
Kommóður úr þurru og góðu efni til
sölu i Grjótagötu 9.
Til leigu frá 14. mai 2 íbúðir, hvor
með 2 herbergjura ásmnt eldhúsi. Semjið
við ión Jónsson, Lindargötu 10 b.
Herbergimeð forstofu-inngangi til leigu
við Yitastig 8
Brúkað Harmoniuni óskast til kaups.
Ritstjóri vísar á.
Herbergi með húsgögnum óskast
til leigu frá 14. mai. Tilboð sendist J.
Krogh, Smjörhúsið, Grettisgötu 1.
Laglegur unglingur
um fermingaraldur getur komist að
hægum og þokkalegum starfa í sum-
ar, gegn mánaðarlegri þóknun.
Helg/i Zoéga.
U p p b O ð
Mánudaginn 6. maí 1907 kl. 11 f.
m. verður opinbert uppboð haldið í
Kirkjustræti 4 á nokkrum munum,
svo sem:
Sængurfatnaði, rúmstæði, borðum,
stólum, fatnaði, úrum og allskonar
múr-verkíærum, m. m.
Hvitabandið
heldur fund mánudaginn 6. þ. m. kl.
8 í unglingafélagshúsinu, í salnum
niðri.
H. Falsen,
Kristiauia. Kirkegaden 17.
Exportör af norske varer og fabrikata.
%
Til islenzku þjóðarinnar!
Hvarvetna í heiminum, þar sem eg
hefi innleitt minn viðurkenda Kína-
lífs-elixír, hafa gróðafíknir menn
reynt að búa til eftirlíkingar eftir hon-
um. Til þess að koma í veg fyrir,
að íslenzkir neytendur hins ósvikna
Kína-lífs-elixirs verði gintir til
að kaupa svikinn og gagnslausan el-
ixír, bið eg þá vandlega að gæta þess,
að á flöskumiðunum standi Kín-
verji með g/las í hendi og
merkið VFP á græna lakk-
inu, sem flöskunum er lokað með.
Biðjið skýlaust um Ósvikinn
Kína-lífs-elixír frá Valde-
mars Petersen í Friðrikshöfn,
Kaupmannahöfn. Og et’ þér eruð i
nokkrum vafa um, að elixirinn sé
ósvikinn, þá skrifið beint til Valde-
mar Petersen, Nyvej 16,
Köbenhavn V.
F.f yður þykir vafi á því, hvort þér
hafið fengið hinn ekta Kína-lífs-elixír,
þá skrifið beint til Valdemars Peter-
sens, Nyvej 16, Kaupmannahöfn V.
Hey til sölu
í Melshúsi á Selljarnarnesi.
Aðalfundur
í hlutafélaginu Reykjafoss verð-
ur haldinn í Tryggvaskála við Ölfus-
árbrú laugardaginn o. júnimánaðar þ.
á. kl. 11 árd.
Stjórnin.
Kaupamenn
óskast að Hvanneyri. Hátt kaup í
boði. Semja má við Halldór Vilhjálmss.
Húspláss
til leigu í nýju húsi í austurbænum;
3 herbergi og eldhús. Ritstj. vísar á.
Ferðalög
og fylgdir eftir 14. maí n.k. og alt
sem að því lýtur á boðstólum. Ritstj.
vísar á.
Hegning-arhúsið.
kaupir 400 — 500 hesta af
m ó.
Semjið við fangavörðinn.
Táið tóverk
er til sölu í Hegningarhúsinu.
Stof a
móti sól og suðri til leigu nú þegar.
Semja má við Einar Þorkelsson,
Landsakjalasafni^io—3.
2 herbergi,
stórt og minna, til leigu heimarlega
á Laugaveg í nýju húsi; leigjast bæði
í einu eða hvort sér. Ritstj vísar á.
Agæt búð
á bezta stað í bænum er til leigu frá
14. maí. Semja ber við Chr. Fi’.
Nielssen, Kirlv.jnstræti 8.
Kvöldskemtun
halda stúdentar í Báruhúsinu á'
nppstigningardag 9. þ. m.
Nánar á götuauglýsingum.