Ísafold - 04.05.1907, Blaðsíða 1

Ísafold - 04.05.1907, Blaðsíða 1
íXemur út ýmist einu sinni 6fla tvisv. i vikn. Yerð árg. (80 &rk. minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða doll.; borgist fyrir miðjan júli (erlendis fyrir fram). AFOLD. trppsögn (s&rifleg) bnndín við iramót, ógild nema komin sé til útgef&nda fyrír 1. október og kaup- andi skuldlaus við blaðið. Afgreiðsla Austurntrœti 8. Keykjavík laugardaginn 4. maí 1907. Þingvallafundur 29. júní 1907. Með því að ekkert varð af þingroíi í vor, með nýjum kos- ningurn til alþingis, þó að taka eigi til meðferðar á þingi i sumar sjálfstæðismál landsins, sambandsmálið við Dani, leyfum •vér undirritaðir ritstjórar ávarpsblaðanna (frá 12. nóv. f. á.) oss að skora á þjóðina að kjósa fulltrúa á allsherjarfund, er vér ætl- umst til að haldinn verði að Þingvelli við Öxará laugardag 29. júni þ. á., — helzt einn fulltrúa fyrir hvern hrepp á landinu og að líkri tiltölu fyrir kaupstaðina; og hugsum vér oss aðalhlutverk fundarins það, að láta uppi og lýsa yfir vilja þjóðarinnar í sjálf- stæðismáli hennar. Reykjavik og Akureyri, 4. maí 1907. Benedikt Sveinsson. Björn Jónsson. Einar Arnórsson. Hannes Þorsteinsson. Sigurður Hjörleifsson. Skúli Thoroddsen (eftir umboði). XXXIV. árg. Lögtaks -verður krafist á óborguðum orgelgjöld- um 1906, ef þau ekki verða borguð innan 8 daga. Kristjáu Þorgrímsson. Grannviturlegt kænskuráö. Flogið hefir það fyrir eftir »húsbónd- anum«, að ekki væri víst að millilanda- nefndarmennirnir íslenzkú yrðu allir kosnir úr hóp þingmanna, er þar að kemur. f>að mætti vel kjóaa þá suma meðal utanþingsmanna. Ef þetta er annað 6n vitleysa eða hugsunarleysishjal af hans hendi, á það vitaskuld að vera til þess gert, að þjóðin sætti sig betur við það hróplegt gjörræði hans og þeirra félaga, að vilja ekki rjúfa þing og stofna til nýrra kosninga, — ef teknir væri í nefndina t. d. einhverir þeir utanþingsmenn, sem eru öðrum fremur líklegir til að komast á þing næst eða hafa á sér .alment traust og þjóðhylli nú sem utendur. Stjórnkænska á þetta að vera; en er barnaskapur, eins og fleiri ráð þess . *stjórnvitrings«. jpví fyrst og fremst mundu þeir 'félagar sjá svo um, hann og hans hús- karlar á þingi, meiri hlutinn þar, að þ e i r yrðu alt um það öruggir í meiri hluta í nefndinni eða réðu þar lögum og lofum með hinum dönBku nefndar- mönnum. •Og í annan stað er lítil bót í þvf, þótt •svo ólfklega kynni að fara, að einhverir sæmilega óháðir menn utanþings yrðu valdir f nefndina, er meiri hluti þings leggur nefndinni fyrir lífsreglurnar um, hverju þeir eigi að halda fram þar. jþví svo mun verða gert vafalaust. þetta er með öðrum orðum heldur . en eigi grannviturlega blekkingartil- raun og annað ekki. En gerum ráð fyrir, að manninum hefði dottið þetta í hug einhvern tfma í vetur, er hann var að brjóta heil- ann um, hvernig hann ætti að komast hjá þingrofi, — ímyndar sér nokkur maður, að hann sé ekki farinn allur . ofan af því nú, er húsbændurnir suður við Eyrarsund hafa að sínu leyti kosið eintóma þingmenn í nefndina? Treystir honum nokkur maður til þeirrar ósvinnu, þess fruntaskapar, að fara að hafa aðra siði, aðra reglu utn nefndarskipunina en þeir hafa fyrir honum ? Skárra væri það líka ósvinnan, að láta sér detta í hug sá undirgefnis- akortur við y f í r-þjóðina, að þræða aðra j fjárgötu en hún hefir runnið áundan? Hádegisguðsþjónusta i dómkirkjunni 4 ! morgun (J. Þ.). Pening:aþöiflii. Allir kvarta um peningaskortinn og máttleysi bankanna, þegar á að koma einhverju fyrirtæki fram hér icnan- lands, og jafnvel einnig þótt ekki sé nema um einföld smálán að tefla til einstakra manna gegn fullgildum veð- um eða trygging. En svo virðist sem fæstir gjöri sér ennþá ljóst, af hverjum aðalorsökum peningaleysið stafar. Fyrst og fremst sýnist það ekki vera komið ennþá inn í meðvitund almenn- inge, að því valda sérstakar ástæður landsins — fámennið og strjálbygð ann- ars vegar, en náttúruauðæfin hins vegar,— að hér þyrfti meira starfs- fé handa þjóðinni, að tiltölu, heldur en í nokkuru öðru Norðurálfulandi; en eins og nú stendur hafa engar 80 þúsundir manna í álfunni jafnlftið bankafé að leita til sem íslendingar. í öðru lagi hafa þau sannindi átt hér afarerfitt uppdráttar, bæði hjá al- menningi og stjórn landsins, að hlut- verk peningastofnana vorra ætti, eins og annarstaðar um heiminn, aðallega að vera það, að koma fram fyrirtæk- jum, er hafa víðtæk áhrif á efnahag og atvinnu landsmanna; en ekki einkan- lega að starfa svo sem smásölubúðir, er selja og lána peninga af skornum skamti til búsþarfa handa einstökum mönnum. En loks virðist það einnig vera mjög um of óskýrt fyrir mönnum enn, að peningastofnanir Íslands eru ekk nógu I é 11 v í g a r. Vér höfum að eins tvo banka — með útbúum að vísu —, sem eru b á ð i r alháðir löggjöfinni, geta ekki víkkað starfsvið sitt né leitt lífs- straum peningamagnsins inn í atvinnu- greinar almennings að neinum mun, nema með sarnþykki þings og stjórn- ar, er vinna seint og þunglamalega, eru háð flokkabaráttu um ýms önnur mál, og sjá peningaþörf þjóðarinnar í meiri fjarlægð heldur en bankarnir, sem finna daglega til hennar. |>essu þyrfti gagngert að breyta sem allra fyrst. f>jóðin þarf að sjá og skilja, að hún á heimting á meira starfsfé, vegna þess, að fyrirtæki vor eru og hljóta fyrst um sinn aðallega að verða f r a m- leiðslufyrirtæki, og vegnaþess, að hér er nú að eins völ á 1 i 11 u b r o t i af því fé, sem þurfa mundi, þó vér byggjum í þéttbýlu, ræktuðu landi, við hæfi fólksfjöldans. — Jafnframt þessu þarf þjóðin einnig að láta þingmenn og aðra, er áhrif hafa á afdrif peninga- mála vorra, finna til þess, að hún skil- ur, hver munur er á því fyrir hags- muni landsins— og verðmæti allra eigna fyrir innan vébönd þess, — hvort stór- fyrirtæki og félagsvinna í framleiðslu, iðnaði eða verzlun geta komist áleiðis, eða hvort bankarnir geta ekki meira en haldið með naumindum lífinu í hokri einstakra manna. En loks verða menn einnig hið allra bráðasta að koma sér saman um og starfa að því af alefli, að vér fáum peningastofnanir, sem eru ekki svo bundnar á höndum og fótum, sem seðlabankar vorir hljóta að vera. í rauninni ætti ekki að vera hér nema e i n n banki af því tægi, sem þessir tveir eru nú. — Vér ættum að hafa einn sannarlegan þ j ó ð b a n k a, sem hefði rétt til seðlaútgáfu, hefði örugga tryggingu í þjóðareignum, og væri báður löggjöf vorri á líkan hátt og bankar vorir eru nú. — Annar af þeim bönkum, sem nú eru hér, ætti í þess stað að gjörast »prívat-banki«, og gæti hann átt ekki síður arðberandi | 28. tölublað starf fyrir höndum, því hér er sannar- lega mikið að vinna, ekki síður en í nágrannalöndunum, sem eru úttroðin af peningum frjálsra, léttvígra banka. Og eitt-mætti enn benda á, sem mun líklegast verða að öllu samlögðu til þess jöfnum höndum að bæta úr hinni bráðustu péningaþörf ÍBlendinga og gjöra mönnum skiljanlegt, hver ókjör þjóð vor er látin búa við í peninga- málum. Vel stofnaður og handhægur víxilbanki, sem auðgjört væri að koma hér upp kostnaðarlitlum og áu nokkurs löggjafarbrasks, gæti gjört feiknamikið gagn, einmitt nú í þessu millibilsástandi, meðan löggjöfin, bank- arnir og fólkið er að átta sig. pað væri þarft verk, að veita pen- ingum inn til þjóðarinnar í gegnum þ á rás, helzt nú þegar, áður en þing kemur saman og farið verður þar að ræða um starfsemi seðlabankanna, sem ættu að vera einn þjóðbanki við hliðina á góðum prívat banka og víxlara. ísland er stórt og tekur á mót miklu. Menning nýja tímans er að ryðjast inn á oss, og hér vantar aðallega einungis eitt — fjármagn f hendur rétt stofnaðra, vel stjórnaðra banka og ann- arra peningastofnana. fteykvílfingiir. Heilsuhælisfélagið. f>ví eru að smáberast skýrslur um undirdeildastofnanir vfðs vegar um land. |>e8sar eru nýlega komnar: Fél.tal. Ársgjöld Eyrarbakkadeild . 61 89 Stokkseyrardeild 9 114 Tálknafjarðardeild . . 18 36 Lónsdeild .... . 29 60 Bíldudalsdeild . . . 30 60 Öxarfjarðardeild. . . 20 40 Hólahreppsdeild. . . 26 52 Formaður í Eyrarbakkadeild er frú E. Nielsen, meðstjórnendur Kristján Jóhannesson kaupmaður og ljósmóðir f>órdís Bímonardóttir. J. J. Hansen verzlunarmaður er formaður í Stokkseyrardeild, en með- stjórnendur Sigurður Einarsson kaup- maður og Hannes Jónsson bóndi. Kristján Kristjánsson breppstjóri í Eyrarhúsum er formaður í Tálkna- fjarðardeild, en meðstjórnendur Jón Jónsson á Suðureyri og Hjörtur Clau- sen í KvígindÍ8felli. Formaður í Hólahreppsdeild í Skaga- firði er Jón hreppstjóri Sigurðsson á Skúfstöðum, meðstjórnendur Geirfinn- ur Tr. Friðfinnsson bóndi á Hólum og Árni Árnason bóndi á Kálfstöðum. Um stjórn í hinum deildunum hér að framan hefir ekki verið tilkynt, enda sumar ekki stofnaðar enn reglu- lega, þótt svo sé orðað hér. Búist er við töluvert fleiri árgjöld- um þar sumstaðar en fengið er loforð fyrir að svo stöddu og hér greinir.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.