Ísafold - 11.05.1907, Síða 2

Ísafold - 11.05.1907, Síða 2
118 ÍS AFOLD Raflý8ingaiina!ið. Mikið er talað um rafiýsingarmálið siðan um daginn að Isafold skýrði frá afdrifum þess í bæjarstjórninni fyrir 1 o k u ð u m dyrum, og að nú væri ekki annað eftir en að o r ð a samning milli bæjarstjórnar og hlut- aðeigandi félags, með 25 ára einka- leyfi. Meiri hlutinn í bæjarstjórninni, þar með talin nefndin vitanlega, kvað telja það afar-vítavert af Isafold, að vera að Ijósta þvi upp, sem gerst hefir þar á leynifundi. En þau víti ber Isafold með óbifanlegu jafnaðargeði. Hún af- segir alveg að gera sér það eða öðr- um skiljanlegt, að svona máli g e t i verið eða e i g i að vera leyndarmál öllum bæjarbúum, nema semjendum og félaginu, sem tekur að sér raflýs- inguna m. m., þangað til samningar eru fullgerðir og órjúfanlegir. Hún g e t u r ekki ætlað meiri hluta bæjar- stjórnar nein svikráð við bæjarmenn eða þeirra hagsmuni. Það er síður en svo. En hverju er þá að leyna? Nefndarálit um málið var birt á prenti í haust, dags. 13. okt., og ekk- farið dult með. Framhald þess var prentað hér um daginn, dags. 27. apríl, og var ýmislegt til tint úr því hér í blaðinu 4. þ. m. Nú á þ a ð að vera annað ódæðið frá af hálfu ísafoldar. Það átti enginn að fá að víta hvað þar stóð, nema bæjarstjórnin, fyr en alt væri um garð gengið. En hver skilur þess konar launungarbrask ? Ekki sízt fyrir þær sakir hefir nú ísafold aflað sér nokkurrar frekari vitneskju um málið, hjá þeim örfáu sérfróðum mönnum, sem hér er kost- ur á. Fyrsta spurningin, sem blaðið hefi fyrir þá lagt, er sú, sem öllum al- menning er einkanlega hugarhaldið að fá svarað og honum f i n s t sér koma töluvert við, hvað svo sem bæjarstjórnin þar um segir. En hún er: hvaðverðurnýja ljósið d ý r t? Svörin eru þessi: Algengt glóðarlampaljós, á við með- al-steinoliustofulampa, kostar 22—23 aura 10 kl.tíma. Það ljósmagn sam- svarar birtu af 16 kertum, og er þvi kallað ié-kerta-ljós. Með annari nýlega fundinni lampa- gerð, Wolfram-lampar, er ljósmetis- eyðslan helmingi minni, 11—12 aurar, En er nýfundin lampagerð, Osram- lampi, sem kemst af með um 7 aura ljósmeti á 10 timum. Þeir lampar era þó að svo stöddu eigi hafðir minni en 32 kerla, sem er hæfileg birta i minna lagi meðalherbergi, eins og þau ger- ast hér, nál. 6X6 álna. En svo eru gasljósin. Þau eru en miklum mun ódýrari. Með 5 kr. verði á 1000 tenings- fetum af gasi kosta þau ekki nema rúma 4 aura 10 tima, með vanalegri gerð, en tæpa 3 aura með öfug-brenni svo nefndum. Nú er að heyra samanburð á þessu ljósmeti og steinolíuljósi. Með 15 aura verði eyðir meðal- lampi (16 kerta ljósa) 8—10 aurum í ljósmeti á 10 timum. Rafljós kostar þá meira en tvöfalt það, ef miðað er við glóðarlampa- verðið, sem nefndin talar um; alt að þriðjungi meira með Wolframlömpum; en nál. f jórðungi minna á Osram-lömp- um. En vanaleg gasljós helmingi minna en steinolíuljós, og gasljós með öfug-brenni (invert-br.) ekki nema þriðjung á við steínolíuljós. Það breytir nokkuð hlutfallinu, að lamparnir eru misdýrir: glóðarlamp- arnir ódýrastir, en hinir töluvertdýrari_ Það er með öðrum orðum, að raf- lýsing með algengum glóðarlömpum tvöfaldar ljósmetiskostnað bæjarbúa, en sparar hann um helming eða 2/3, ef notað er gasljós. Verður þá ekki eðlilegast að hugsa sér að efnamenn noti rafljós, 'en fá- tæklingar gas? Og er þá nokkuð því til fyrir- stöðu ? Það er það því til fyrirstöðu, að félagið, sem bæjarstjórnin ætlar að semja við, veitir alls ekki kost á gasi til heimilisíjósa. Það mun telja sér óhag í því. Það selur miklu minna þá af rafljósinu. Og það er nóg, — nóg til þess að neita fátæklingum um það ljósmeti, sem þeim hentar. Eða svo lítur út. Nefndinni lízt bezt á óhreyfanlegt hámark verðs á gasi og rafmagni all- an einkaleyfistímann, og þykir ekki leggjandi lægra kolaverð til grund- vallar en 24 sh. á smál. hingað fluttri, með því og að gaskol séu venjulega nokkuru dýrari en algeng ofnkol. En hvað segir hún, ef kol lækkuðu til muna í verði örfáum árum eftir að einkaleyfistíminn byrjar og hækkuðu aldrei úr því neitt því líkt aftur? Þau eru nú í fremur háu verði. Þá ætl- ast hún til, að félagið hafi allan haginn af því, en bæjarmenn engan. Þeir verða að borga jafnmikið allan tímann. Gas til eldsneytis er ágætt að fá. En ilt er að vita ekkert um, hvað það kostar í samanburði við koiin, sem nú eru brúkuð. Þarf pað að vera eða á það að vera leyndarmál? Það er ágætt að fá raflýsingu í bæ- inn og gas. Og þökk og heiður sé þeitn, sem það afreka. En viðfeldn- ara er fyrir almenning að þurfa ekki að renna þar blint í sjóinn að ýmsu levti. Reykjavíkur-annáll. Aðkomandi eru nú margir bér í bæ, langt að og skamt, þar á uuðal 3, sóknarpi estar af 4 i .Dalasýslu: síra Olafur prófast- ur í Hjarðarholti, síra Ásgeir í Hvammi og sira Jóhannes á Kvennabrekku. Enn fremur Magnús Friðriksson óðalsbóndi á Staðarfelli. Hjúskapur. Ouðmundur Guðjónsson frá Garðskagavita og yngismær Margrét Guð- rún Björnsdóttir, 9. maí. Ingólfsmyndin. Nokkrir iðnaðarmenn bæj- arins béldu laugardaginn var fjólmenna skemtun til ágóða henni, og ætla að halda aðra á miðvikudaginn 15. þ. m. Mentaskólinn heldur skólahátíð svonefnda i dag úti í Engey, piltar og kennarar; eru heldur óhepnir með veður. Skipafregn. Hér kom 6. þ. m. seglskip Willie (219, K. H. Knudsen) frá Halmstad með timburfarm til Th. Thorsteinsson. Ennfremur daginn eftir gufuskip Isafold (194, N. M. Jensen) frá Khöfn með ýmsar vörur til Brydesverzlunar og 3 seglskip: Björgvin (14, Gustav Nielsen) frá Björgvin með vörur til Gunnars kaupm. Gunnars- sonar (eigauda bátsins); Dyrstad (127, Chr. Petersen) frá Mandal með timburfarm til Bj. Guðmundssonar; Ragnhild (153, Ander- sen) frá Newcastle með kolafarm til Edin- borgarverzlunar. Loks i gær gufuskip Eros (263, Ander- sen) frá Frederiksstad, með viðarfarm til Godthaabsverzluuar. Þilskipaflotinn er að hafna sig hér þessa daga, eftir vetrarvertíðina, afarilla fiskaður yfirleitt, 10—12 þús. á skip. Frézt hefir um meiri afla fá stöku skipi ókomnu, þar á meðal Björn Olafson (Mýrarhúsum) lang- mestur, með 22 þús. fyrir viku, á Selvogs- miðum. Brauð veltt. Hvammur í Laxárdal veittur i gær sira Arnóri Árnasyni (upp- gjafapresti) á Ballará. Prestskosnlng á Skeggjastöðum ný- lega um garð gengin, um eina umsækjadn- avn þangað, síra Ingvar Nikulásson upp- gjafaprest, og var hann samþyktur. Hatfriður. Allir kannast við hinn helga frið, sem kemur yfir jörðina þegar hringt er til atórhátíða. lyftist hugurinn í hæð- irnar. Á öldum klukknahljómsins stíg- ur hann hærra og hærra og sjóndeild- arhringurinn stækkar. Hversdagsstrit- ið gleymist um stund og rnannanna börn finna sem 3nöggvast »frið á jörðu og guðs velþóknan yfir mönnunumi. Stórhátíðir koma ekki eins og þjófur á nóttu; þær eru boðaðar fyrir fram. Um miðaftan deginum áður hljóma klukkurnar. — Frá barnæsku hefi eg unnað þessum fagra sið; mér hefir fundist eins og klukkurnar væru kall- arar drottins. Hann lætur þær kalla snemma, í tæka tíð, svo að þeir geti kastað hversdagsfötunum og búið sig við hæfi þegar hin mikla stund nálg- ast og konungur himnanna kemur. Eg heyrði aðrar klukkur klingja. f>ftð voru stjórnarbjöllur. f>ær boðuðu komu konungs vors. »Velkominn veri konungur vor«, sögðu allir. Og svo tók hver til sinna starfa. Sumir gerðu vegi fyrir konung, aðrir brestu við húsin, þriðju fengu til ferðavagna, fjórðu prófuðu vínin, fimtu ræddu um matinn, sjóttu ræddu um sambands- málið---------- Stjórnarklukkur klingja ! Umræðurnar verða æ víðtækari; mál ið er rætt af miklum áhuga. f>að er boðað til f>ingvallafundar mánuði áður en konungur kemur. Stjórnarklukkur klingja. Allir námu staðar og hlustuðu: •Hvað segir klukkam? * Veizluspjöll — Veizluspjöll — Veizluspjöll — Veizluspjöll — VeizluspjölU — Ollum hnykti við. Konungshátíðin v a r byrjuð. Öll stjórnmálastörf áttu að vera lögð niður fyrir löngu. Klukk- urnar höfðu um marga mánuði verið að hringja matfrið inn í landið — og samt héldu stjórnarandstæðingar áfram. f>eir voru vargar í véum; þeir höfðu rofið matfriðinn löngu eftir að klukk- urnar höfðu boðað hann yfir öllum lýð, og þeir ætluðu að halda sínum stjórn- málastörfum áfram þangað til m á n- u ð i á ð u r en sezt væri undir borð með konungi: Veizluspjöll. Veizluspjöll I Og hinn trúaði gekk heim til sín og reiknaði á fingrum sér muninn á lengd helgidagafriðarins og hins kon- unglega matfriðar. Frið-finnur. Geysistúrinn. Þeir höfðu rakið a 11 a konungs- brautina fyrirhuguðu, landritari og landsfræðingur, haldið fyrst austur að Þjórsá og þaðan upp Skeið, Hreppa og Tungur upp að Geysi, en þá efri leiðina heim; komu í gær. Veðrátta. Uppstigningardags-hret afarvont hófst á miðvikudaginn, með norðan- bálviðri, sem stendur enn, þótt farið sé að lina, og frosti og fjúki um nætur, sem festir þó lítið sem ekki hér, en mun vera blyndbilur norðan- lands og austan. Kvenfélagið Eins og kunnugt er, sendi Hið ís~ lenzka kvenfélag í janúarmánuði þ. á. áskoranir til ýmissa kvenna út um landið þess efnis, að safna undirskrift- um á bónarskjal til alþingis um aukin kvenréttindi. Með því að kvenréttindamálið varð- ar alla þjóðina, leyfum vér oss enn af nýju að skora á allar þær konurr. er áskoranir þessar hafa verið sendar, og sömuleiðis á allar aðrar konur, Á}. giftar sem ógiftar, að sýna, að þær hafi áhuga á málinu með því að safna sem flestum undirskriftum á téð skjah Hið islenzka kvenfélag var stofnað 1894, og sendi 1896 út um landið áskomnir um jafnrétti karla og kvenna, er þá var engu sint af þinginu. En. nú hreyfir það máli þessu í annað sinn með von um betri árangur; og þótt svo fari, að oss gangi ekki alt að óskum í kvenréttindamálinu, skul- um vér ekki vera sofandi, heldur vel vakandi og halda kröfum vorum áfram í von um sigur. Kvenréttindamálið verði vort mesta áhugamál á hinu nýbyrjaða sumri, er vér óskum, að verði gleðilegt og. heillaríkt öllum islenzkum konum. Reykjavlk, 7. maí 1907. I stjórn Hins íslenzfca kvenfélags: Katrín Magnússon, forstöðukona. Guðr. Brynjóljsdóttir. Ingibj. Bjarnason. Ingibj. Johnson. Jarprúður Jónsdóttir. María Þórðarson. Ptílína Þorkelsson. Sigpr. Kristjánsson. Theod. Thoroddsen. Iiýðháskólinn á Hvítárbakka. Við nndirskrifuð ungmenni, sem slðast- liðinn vetur höfuin dvalið við nám á lýð- háskólanum á Hvitárhakka, finnnm það" skyldu okkar, að votta skóla þessum inni- legasta þakklæti og viðurkenningn. Við erum flest á þeim aldri, að vifr- stöndum á takmörkum æsku og fullorðinsára — Við erum að leggja út í lífið, og við erum þess fullviss, að hér höfum við feng- ið hínn bezta undirbúning undir það. Hér höfum við öðlast hinn bezta þrótt, sem við enn höfum fengið, til þess að geta örugg og vonglöð lagt út 1 lifið. Þessi skóli hefir ekki að eins frætt okkur, heldur einn- ig aukið og glætt hjá okkur ættjarðarást- ina, siðferðisþrekið og starfsþrána. Og þaðr sem mest er um vert — trúna á guð 0g sigur hins góða. Skólastjóranum, herra Sigurði Pórólfs- syni, og konu hans, frú Ásdisi Þorgrims- dóttur, vottum við innilegustu þakkir. Hon- um einkum sem kennara fyrir að hafa vak— ið og glætt hjá okkur hinar beztu og göf- ugustu tilfinningar okkar, og þeim háðum sameiginlega fyrir að hafa sýnt okkur ein- staka alúð og nærgætni, og umgengist okk- ur eins og jafningja sina. Aðstoðarkennaranum, herra Sigurði Þor- valdssyni, vottum við einnig beztu þakkir fyrir alúð þá og nákvæmni, sem hann hef- ir auðsýnt okaur við kensluna. Eftir að hafa dvalið hér — sum okkar tvo vetur, önnur að eins einn — skiljumst við nú að 0g yfirgefum skólann og heimil- ið, þar sem okkur befir liðið svo vel. Nokkur til að skilja við skólann fyrir fult og alt, önnur í von um að vitja hans aftur. Að endingu lysum við fylsta trausti á skólanum og óskum honum allra heilla, fyr- ir hönd okkar og hinna fjarverandi skóla- bræðra okkai. Hvítárbakka 25. apr. 1907. Rannveig Hansdóltir. Guðrún S. Bech. Sigurbjörg Björnsdóttir Kristín Ingimundardóttir. Steinunn Þorsteinsd. Ragnh. Magnúsd. Guðrún Bergþórsd. Helga Jónsdóttir. Sigríður Jónsdóttir. Sigriður Salójmonsd, Elín Vigfúsd. Sigriður Þorvaldsdóttir. Asdis Olafsdóttir. Jóhannes Erlendsson. Árni Þorsteinsson. Hjálmur Þorsteinsson. Ásq. Hjálmarsson.. Björn Jónsson. Guðm. Jónsson. Þorst. Þorsteinson. Jón ívarsson. Bjöm ívarsson. Helgi Salómonsson.

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.