Ísafold - 25.05.1907, Blaðsíða 1

Ísafold - 25.05.1907, Blaðsíða 1
Síenmr át ýmist einn sinni eOa tviey. i vikn. VerÖ árg. (80 ark. minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða l'l, doll.; borgÍBt fyrir miöjan jnlí (erlendÍB fyrir fram). ISAFOLD. Dppsögn (skrifleg) bnndm viO iramót, ógild nema komm sé til itgefanda fyrir 1. október og kanp- andi sknldlans viO blaðiO. Afgreiðsla Austurstrœti 8. XXXIV. árg. Þilskipa-hlutafélag. Því hefir verið hreyft i þessu blaði fyrir nokkrum árum, að hagfeldara mundi og rniklu tryggilegra til fram- 'búðar, að þilskipaútvegur vor til fiski- ^veiða væri rekinn í félagsskgjr, heldur æn eins og nú er, að hver potar sér. Nú er verið að reyna lítils háttar að koma þeirri hugmynd í framkvæmd. Nokkrir skipstjórar og fiskiútvegs- •nienn hér eru að koma á fót hluta- félagi, sem á að gerast eigandi að í ibráð og halda út til fiskiveiða 6 þil- Ækipum er þeir eiga m. fl En bæta .síðan við sig eftir föngum og færa út kvíarnar eftir mætti, jafnvel til botnvörpuveiða m. fl. Félagið heitir *Grœðir, og eru stofnendur þess þeir Þorsteinn J. Sveinsson skipstjóri, iÞorsteinn Þorsteinsson kaupmaður JBakkabúð), Sigurður Jónsson frá Görð- unum og Runólfur Olafsson frá Mýrar- húsum. Félagið byrjar á iio þús. kr. höfuð- stól í ioo kr. hlutum. En félags- •stjórninni gert heimilt að auka höfuð- :Stólinn upp í 300 þús. kr. Margt mælir með slíkum félags- «kap: stjórn miklu greiðari og fyrir- hafnarminni, enda hægra að fá einn .dugandi framkvæmdarstjóra en marga, jafnmarga skipunum; hægra að breyta til um veiðiaðferðir, er hafa má sitt skipið til hverrar, en að ætla einu ■skipi að gera þær margar; áhættan dreifist, og síður tilfinnanlegt, þótt æitthvað af skipunum sé óheppið, ef ■öðrum hepnast vel; hægra að ráðast á hinar og þessar framfaratilraunir; meira afl til nauðsynlegra umbóta, ef standast á samkepni fésterkra atvinnu- yekenda, bæði innlendra og ekki síð- ur útlendra, sem nú virðast vera að komast á kreik með nýju fjöri og áhuga. Hlutafélagsskapnr þessi eða því um jlíkur virðist og vera, ef vel er á hald- -ið, líklegasta leiðin til þess að hér ikomist á hin happasæla útgerðarað- ferð Færeyinga: að hásetar á þilskip- ,um og skipshöfnin öll eigi sjálf út- .gerðina. Það gerir bœÖi að festa við þá það sem þeim fénast á þeim at- vinnuveg, i stað þess að láta það verða að engu milli handa þeirra, sem stundum vill við brenna, og að eyða hipu mikla ágreiningsefni milli vinnu- veitenda og vinnuþiggjenda, kauphæð- ínni. Þegar vinnuveitandi og vinnu- þiggjandi er einn og hinn sami, má á sama standa, hvort mikið eða lítið af aflanum er kallað kaup; hitt er gróði, sem hásetinn nýtur engu síð- ur, með því að hann er jafnhliða eig- andi skips og útgerðar. Nú er það alment viðkvæði út- gerðarmanna, að útgerðin sé orðin svo kostnaðarsöm, einkum kaup allr- ; ar skipshafnarinnar, að ekki sé nokk- Ifeykjavík laugardagimi 25. maí 1907. urt viðlit að hún standist lengur en meðan helzt hið óvenjuháa verð á fiskinum, er verið hefir síðari árin mörg nokkuð. Hinir bera á móti því Og vilja enga tilslökun gera á kaupinu. Sú þrætni hyrfi alveg úr sögunni, ef færeyska lagið kæmist á. Þar er hún ekld til, að kunnugra sögn. Þar gera hásetar og stýrimenn sér að góðu miklu lægra kaup en hér gerist, vegna þess, að afgangurinn af því er þeirra eign hvort sem er. Enda virðist almenn reynsla vera fyr- ir þvi og eðlileg, að öllu meiri verði jaflafengurinn, er gróðaáhuginn verður jafnrikur i lítilmótlegasta hásetanum, sem auðmanni þeim á þurru landi, er tekur aldrei á færi eða öðrum veiðiá- höldum, en á þau öll og skipið með. Fyrir því ættu allir að óska svona löguðum félagsskap sem beztra þrifa. Sauöárkrók 7. mal: Vorið óvanalega gott og snjólétt, altaf sólskin, en þó stöð- ngir norðannæðingar, sem allajafna eru bér mjög naprir á vorin. Inflúenzan hefir geisað hér að nndan- förnu; ekki þó mjög svæsin, en margir hafa af eftirstöðvnm hennar fengið lungnabólgn og óvanalega margir dáið, helzt þó eldra fólk. Mikil breyfing er hér i héraði með stofn- un slátrunarhúss á Sauðárkrók og ágætar undirtektir undir það mál i öllum hrepp- um sýslunnar. Stendur það eitt fyrir, að státrunarhúsið komist upp á þessu sumri, að sérfróðan mann vantar til að segja fyr- ir um smið og tilbögun hússins og til að takast á bendur forstöðu þess. Er þvl brýnni þörf á að þetta mál komist i fram- kvæmd, sem Sauðárkrókur er stærsti út- flutningsstaður saltkjötB á landinu. Ráðgert er að balda i vor 25 ára af• mœli Hólaskóla með samkomu á Hólum i Hjaltada). Fyrverandi og núverandi Hóla- sveinar gangast fyrir þvi. Mikill áhugi er i það lagður, að skólinn verði eftirleiðis á Hólum, og væri Skag- firðingum sjálfsagt eins kært að skólinn yrði lagður niður eins og «ð hann yrði fluttur i kaupstað, t. d. til Akureyrar. Stykkishólmi 12. mai : Árla morguns 11. þ. m. var kaupsamninqur undirskrif- aður um */4 hluti jarðarinnar Grunnasunds- ness með Stykkishólmskauptúni. Seljandi, fyrrum kaupmaður Samúel Richter, en kaup- andi hreppsnefnd Stýkkishólmshrepps fyrir hönd hreppsins og kauptúnsins. Söluverð 20,000 krónur. \ Hreppsnefnd hafði á bak við sig alment fylgi kaupstaðarbúa. Ymsir kalla þessi kaup, og eg hygg með rétt.u, einna merk- asta viðburðinn i sögu Stykkishólms, og sá það á, að menn fögnuðu alment kaup- unum, þvi að fáni blakti þar á hverri stöng, þar af einn íslenzkur — stúdenta- félagBfáninn, hjá Hjálmari kaupm. Sigurðs- syni, — og að kvöldinu var fjölmenn sam- koma karla og kvenna haldin i samkomu- húsi bindindisfélagsmanna til minningar um kaupin, sem allir vona að verði öflug lyfti- stöng undir nýjar framfarir kauptúnsins. Ráðffjaflnn kom í fyrri nótt og þeir Jón Magnússon skrifstofustjóri heim aftur úr Khafnarförinni á s/s Skálholti. Erföafestulöndini Reykjavik Hver þau á. Landsyfirréttarclómur. Stórmikilsverður dómur var upp- kveðinn í landsyfirrétti 13. þ. m. — stórmikilsverður einkanlega fyrir bæ- jarsjóð Reykjavíkur. Hatin hefir aflað sér undanfarin miss- iri allmargra þúsund króna með þvi að láta þá, er létu einhvern fá hús- stæði í erfðafestulöndum (túnum) sín- um í landi bæjarins, venjulega fyrir ærið gjald, greiða í bæjarsjóð x/5 hluta þess verðs, eftir ályktun, sem bæjar- stjórn gerði 17. nóv. 1904. Margir hafa efast urn, að þetta væri löglegt. En gengið þó að þeim kosti flestallir heldur en að fá ekki að selja, sem var og er mikill gróði alt um það, svo afarmikið sem land he§r hækkað í verði hér í bæ síðari árin, margfalt meira yfirleitt en því nemur, er til túnanna hefir verið kostað. Einn erfðafestueigandi hleypti þeim ágreiningi í mál, dr. J. Jónassen land- læknir. Hann heimtaði sér endur- goldnar úr bæjarsjóði nál. 1000 kr., er hafði verið haldið inni af andvirði seldra byggingarlóða í erfðafestulandi hans Utsuðurvelli, þar sem Frikirkjan stendur, enda nokkuð af hinni seldu lóð einmitt not.að undir stækkun á henni. Ynni hann það mál, var tekið fyrir þá gróðalind bæjarsjóðs eftirleiðis, þótt eigi yrði haggað við því, sem hann (bæjarsj.) var búinn að krækja í, með því að hlutaðeigendur höfðu gengið að þeim útlátum með samn- ingi. Hér var því mikið í húfi, og mikið happ fyrir b æ j a r s j ó ð, að honn vann málið, bæði í undirrétti og yfirdómi — hvað sem hæstiréttur nú segir; því þangað á málið að fara. Svo er að vísu að orði komist í heimildarskjali dr. J. J. fyrir Utsuðurs- velli, dags. 11. ágúst 1860, að hann hafi fengið völlinn til fullkominnar eignar af bænum með þeirri einni kvöð, a ð bærinn hafi forkaupsrétt, a ð hann hafi rétt til að útvisa bygging- arstæði í túninu, og a ð kaupandi skuli greiða árlegt gjald eftir túnið. En landsyfiréttur segir, að í þessu felist engin réttindi um fram það, er erfðafestueigendur hafi ella yfir löndum sínum, en um þá segir dómurinn, að þeir hafi lönd sín að eins til ræhtun- ar og hafi því ekki kröfur til andvirðis fyrir landið nema sem túns. Að öðru leyti sé erfðafestulöndin eign bæjarins, sérstaklega sem byggingarlóð. Dóm- urinn neitar þvi með öðrum orðum, að erfðafestueigendur hafi fullkominn eignarrétt yfir erfðafestulöndunum. Bærinn er eigandi, en þeir hafa þau að eins til notkunar. ÍÍ4. tölublad Ný kjördæraaskifting. Stjórnin leggur fyrir þing í sumar uppvakning kosningarlagabreytingar þeirrar, er hún var með á síðasta þingi (1903), en þá dagaði uppi, enda virtist hafa lítið fylgi. Frv. þetta fer fram á meðal annars, að fækka kjördæmum landsins úr 24 niður í 7, og séu 4—6 þm. kosnir í hverju kjördæmi í þvögu. Kjördæmaskiftingin er þessi í fæst- um orðum: Fyrsta kjördæmi á að verða Reyk- javík ásamt Gullbringu- og Kjósar- sýslu. Þingmenn 6. Annað suðurundirlendið austur að Kúðafljóti og Vestmanneyjar að auki. Þm. 5. Þriðja frá Hvalfjarðarbotni vestur í miðja Barðastrandarsýslu. Þm. 5. Fjórða þaðan að Geirólfsnúp á Ströndum. Þm. 4. Fimta þaðan að Árskógarströnd við Eyjafjörð. Þm. 3. Sjötta þaðan að Smjörvatnsheiði og Kollumúla. Þm. 3. S}öunda þaðan að Kúðafljóti. Þm. 4. Frv. verður athugað betur síðar. Danskur listamaöur, Georg Berthelsen að nafni, frá kon- unglega leikhúsinu i Kaupmannahöfn, er væntanlegur hingað til bæjarins 6. júní, og verður hér fram eftir sumri. Hann er helzti danskennari í Kaup- mannahöfn nú, og ætlar að kenna hér dans bæði almennan og vanda- samari dansa, svo sem t. d. menuet o. fl. Margt af unga fólkinu í bæri- um hefir pantað kenslu hjá honum; það á ekki oft kost á jafngóðri tilsögn. — Leikfélag bæjarins ætlar að nota tærifærið, og láta ýmsa af sínu liði ganga í skóla hjá Berthelsen, og hann ætlar að iðka dansa fyrir Nýársnóttina, sem á að leika að vetri. Berthelsen er að góðu kunnur mörgum Islendingum, sem verið hafa í Khöfn síðustu árin. Hann hefir verið þeim ráðhollur og ástúðlegur, og sýnt þeim inestu gestrisni. I. E. Sjálfsmorð. Símað var hingað frá Seyðisfirði fyrir nokkru (18. þ. m.): Hallgrímur Þorsteinsson útvegsbóndi á Nesi í Norðfirði hengdi o o sig í nótt i rúminu. Hann var O ókvæntur efnamaður. Manndrápið, sem hér var framið í vetur, var dæmt i yfirdómi 13. þ. m., alveg eins og í undirrétti: sakborningur Selmer S. Bjerkan, er varð landa sínum Christjan Christjansen að bana í ölæði, dæmdur í 4X5 daga fangelsi við vatn og brauð, auk málskostnaðar.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.