Ísafold - 25.05.1907, Blaðsíða 2

Ísafold - 25.05.1907, Blaðsíða 2
134 IS A F 0 L D Dómkirkjusamsöngurinn 17. april. í Lögréttu 17. og 19. töluhlaði er dómur um söng frú Valborgar Einais- son og samsönginn, sem haldinn var 17. f. m. Eg hef athugað þennan dóm’ og verð aS taka undir meS þeim, sem telja liann ómaklegan. Höfundurinn, sem kallar sig Einbúa, heldurþví fram, aS margir, sem heyrSu þennan samsöng, hafi orSiS fyrir von- hrigSum, því aS »þessi fagri kirkjusöng- ur er orSinn til í háreistum miðalda- musterum; þar á hann heima og þar nytur hann sín undir risavöxnum stein- hvelfingum á vængjum organómanna. Kirkjan hér er of þröng fyrir þennan söng, píanó og harmoníum geta ekki komið í organs stað, og flestar söngradd- irnar vantaSi þennan þ/Sleik og undir- gefni, sem kirkjusöngur getur ekki og má ekki án vera. ÞaS var engin list í þessum söng; vandaminstu lögin fóru hezt« o. s. frv. Svo dæmir Einbúi um sönginn sjálfan. Það er kunuugra en frá þurfi að segja, aS þessir eldri kirkjusöngvar eru sungn- ir og leiknir um allan heim í heima- húsum, kirkjum, smærri og stærri, og öSrum húsum; mundu menn alls ekki gera þaS, ef kirkjusöngurinn gæti hvergi notiS sín nema undir »risavöxnum stein- hvelfingum«, sem Einbúi talar um. Eins væri ekki líklegt, aS nótnabókaútgef- endur sæju sér hag í því aS prenta slík- an kirkjusöng, ef aS eins þeir einir hefSu not af þeim nótum, sem hefSu tækifæri til aS syngja þær undir þess- um steinhvelfingum. Kirkjusöngurinn getur eSlilega hljóm- aS vel, þótt húsrúmið sé eigi stærra en dómkirkjan er, ef söngflokkurinrr er hæfilega stór, hljóSfærin ekki of sterk, og vel er fariS meS lögin. Mitt álit er, aS samsöngurinn 17. apr/1 hafi fariS vel, og sérlega vel, þegar tekið er tillit til þess, að aðalskilyrSin vantar hér á landi fyrir því, aS hægt sé að hafa hér þrosk- aðan söng og hljóðfæraslátt. Og hið sama gildir um aSrar listir. Fólksfæðin og alment efnaleysi veldur því. Einbúi segir, að píanó og harmoníum geti ekki komið í organs stað, eins og hér á stóð, og finnur að því, hvað hljóð- færin voru veik. Eg vil út af þessu benda á, að eg hefi verið við 2 samsöngva í Frúarkirkju f Kaupmannahöfn, þar sem einmitt sams konar kirkjusöngur eftir Bach varsung- inn ; var að eins eitt harmoníum notaS til þess að st/ra þeim söng, enda þótt stórt orgel væri í kirkjunni. Hljóðfæra- stjórnin 17. f. m. var líka hæfilega sterk, hafði »þennan þ/ðleik og undirgefni«, sem höf. heimtar af söngröddunum, og þ a r á »þvðleiki og undirgefni« einmitt fyrst og fremst að koma fram. Einbúa fanst vandaminstu lögin fara bezt. Yar þaS ekki af því, aS hann skildi þau bezt? Eg hygg það. Því mér fanst þau ekki fara neitt betur en en hin, heldur ver. Hitt þýkir mér mjög eðlilegt, þó að fólk, sem vant er að heyra óbrotínn n/t/zkusöng, geti ekki metið róttilega þennan gamla kirkju- söng, sem er oft raddsettur með laginu sjálfu eða eftirl/kingum af þv/. Enda þótt mér geðjaðist ekki að dómi Einbúa um samsönginn yfirleitt, þá hefði eg alveg leitt hjá mór að skrifa þessar 1/nur, ef þessi höf. hefði ekki upp kveSið svo ómaklegan dóm um söng frú Val- borgar Einarsson. Hún á að hafa beitt rödd sinni »fram úr hófi«, svo að hún gat ekki samlaðast hinum röddunum (í kórinu). Eins segir Einbúi, að hún hafi lært að syngja, »en ekki nema til hálfs«. Þáð var rétt, að rödd frú Einarsson heyrðist út af fyrir sig / kórsöngnum. Þessu atriði til skyringar vil eg geta þess, að söngflokkurinn var að syngja gamlan kirkjusöng, sem raddsettur var fyrir ósamkynja raddir eða orgel, — orgel eins og þau gerðust / þessum »há- reistu miðaldamusterum« og eins og þau gerast uú. Lögin söng frúii) alveg rétt eigi s/Sur en annað kverifólk / söngflokknum, þó meira bæri á rödd hennar og að hún skæri sig úr. Berum nú þetta saman við meðferð orgelsins á laginu sjálfu. 1 orgeli, þeim megin sem lagið er leikið, eru venjulega 16 feta, 8 feta, 4 feta og 2 feta pípur; allar þessar p/pur hafa mismunandi hljómblæ, og sú pípan, sem er styzt, hefir skærast og hvellast hljóð, 2 feta pípan, sker sig greinilega úr, svo að manni heyrist / fljótu bragði eins og sú pípa ein fari með lagiö. Sama verður ofan á, ef básúnup/pur eru notaðar, því þær skera sig mjög greini- lega úr. Þegar orgelið er nú þannig gert, og það hefir ekki hneykslað neinn þó aö það færi með lögin alvag eins og farið var með þau / samsöngnum 17. f. m., það er: aö einni söngrödd í laginu sjálfu var leyft að skera sig úr, þá fæ eg ekki séð, að þessi aðfinsla Einbúa só á meiri rökum bygð en hinar. Ef Einbúi á við þa.ð, að frú Valborg Einarsson hafi ekki lært nema helming- inn af þv/, sem til þess þarf, að söngur hennar geti álitist boðlegur almenningi hér, þá er eg honum alveg ósammála. M/n söngþekking nær ekki lengra en það, að eg álít að hún syngi vel og ein- mitt af þ e k k i n g u. Þegar eg frétti, aö frú Valborg Ein- arsson ætlaöi ásamt manni sínum að setjast hór að, taldi eg ísland græða að mun á komu þeirra beggja, og að þau verðskulduðu dál/tinn styrk af almanna- fé til þess að geta géfið sig við söng- listinni án þess að svelta. Sömu skoð- unar er eg enn. Björn Kristjánsson. Reykjavikur-annáll. Fasteignasala. Þinglýsingar frá i fyrra 4ag: B. Kristján Gnðmundsson selur 13/s Ara Þórðarsyni kaupm. húseign nr. 14 við Klapparstig með 1100 ferálna lóð á 6500 krónur. Bjarni Valdason selur *•/, Jafet Sigurðs- syni skipstjóra húseign nr. 29 við Bræðra- borgarstíg á 4000 kr. Björn Jónsson ritstjóri o. fl. i félagi selja 18/5 Einari Zoéga húseign nr. 10 við Aust- urstræti með lóð á 20,000 kr. Bæjarstjórnin selur 18/s Gisla Gislasyni 510 ferálna lóð við Kárastíg á 510 kr. Guðui Guðnason selur J1/B Bjarna Jóns- syni trésmið húseign nr. 30 við Laugaveg með 728 ferálna lóð á 3000 kr. Hróbjartur Pétursson skósmiður selur ls/r, Jóhannesi Einarssyni og Olafi Olafssyni húseign nr. 10 við Spitalastig á 7800 kr. Jóel Ulf8son selur 6/r, Guðna Þorlákssyni trésmið 590 ferálna lóð við Grettisgötu á 1200 kr. Jón Bjarnason selur ■!1/5 Jónasi Þorsteins- syni steinsmið húseign nr. 33 við Laugaveg á 16,000 kr. Kjartan Guðmundsson selur 22/6 Jóni Magnússyni húseignina VeghúsB með 1100 ferálna lóð á 4000 kr. Kristján Jónsson selur ls/5 Bjarna Valda- syni húseign nr. 33 við Bræðraborgarstíg á 3400 kr. Magnús Magnússon múrari selur 14/5 Ein- ari Sigurðssyni húseign nr. 33 við Grettis- götu með 630 ferálna lóð á 3100 kr. Sigurjón Sigurðsson trésm. selur 16/5 Kol- heini Þorsteinssyni trésm. búseign nr. 2 við Vonarstræti með 487 ferálna lóð á 11,500 krónur. Gömlu húsunum hér i hænum fækkar i meira lsgi á þessu vori. Þar um veldur konnngskoman sjálfsagt nokkru. Hannesar Johnsens hús, ibúðarhúsið, á horninu á Hafnarstræti og Veltusundi, var rifið snemma i vor. Það var með eld- gömlu lagi, einlyft, rishútt og hálfsokkið í jörðu. Eigandinn, Gunnar kaupm. Þor- bjarnarson, ætlar að reisa þar veglegt ihúð- arhús; en lætur búðina stunda. Horfið er og í vor smáhýsi aligamalt á horninu á Pósthússtræti og Skólasundi, heint bak við dómkirkjuna. Þar hefir Eggert Claessen reist sér nýtt hús allveglegt og fyrirferðarmikið, en einlyft þó. Maddömu Möllers hús á að rifa i snmar. Það stendur á langdýrasta lóðarblettinum á landinu, austast á tanganum milli Aust- urstrætis og Austurvallar, þessum sem Ein- ar Benediktsson keypti i vetur á 15,000 kr. að húskofanum fráskildum, þótt ekki sé hann nema 560 ferálnir á stærð — kostar með öðrum orðum nær 27 kr. hver feralin. Rífa á og í sumar tvo geymsluhúsgarm- ana móti Bryde-búð i Hafnarstræti, annan með spónþaki, hinu eina (?) hér í hæ nú orðið. Konungskoman. Þeir komu heim aftur i gærkveldi, landlæknir Guðm. Björnsson og sira Olafnr alþm. Olafsson úr sinni ferð austur að Þjórsú — fóru á annan — að skoða þar og i Ölfusinu næturgistingar- staði handa konungi og hans föruneyti. Þeir eru bíðir i móttökunefndinni. Sumargleöi. Sumardaginn fyrsta höfðu S t a 8- sveitungar gleðisamkomu i Hof- görðum. Þar var meðal annars höfð tombóla, og skyldi verja ágóðanum til lestrarfélagsstofnunar, sem þar er á prjónunum. Þar voru saman komnir' nokkuð á annað hundrað manns, þar á meðal nokkrir utansveitarmenn. Veður var gott um morguhinn og fylktu menn sér þá undir /slenzka f á n a n n (Stúdentafélagsins), er var dreginn upp á samkomustaðnum. Þvi næst bað síra V i 1 h j. B r i e m gest. ina vera velkomna og óskaði öllum gleði- legs sumars, og að dagurinn yrði mönn- um gleðidagur eins og til væri ætlast. Hann mintist því næst á fánann og sjálfstæðismál vort. Kvað hani» það gleðjif sig, hve eindregið menn fylktn sér undir þennau fáua, sem s/ndi sjálf- stæði og sjálfstæðisþrá vor íslendinga, en hitt væri hrygðarefni, að til væru þeir íslendingar, sem kysu heldur að »flagga« með útlendum fána og létu í ljósi, að þeir mundu ekki leggja það niður nema með lagaþvingun, eins og nokkrir Sunnlendingar hefðu gjört. Hann vonaði, að slíkir mundu fáir reynast ís- lendingarnir. Að því búnu gekk flokkurinn / skrúð- göngu með f á n a n n / broddi fylking- ar suður undir »hofin« og heimleiðis- aftur. Þá voru sungin kvæði, og sömu- leiðis eftir að heim var komið. Þá hélt formaður búnaðar- og fram- farafélagsins, GuðlaugurJónsson,. tölu um lestrarfélagsfyrirtækið; þakkaðíi mönnum fyrir undirtektir þær, er þeir hefðu veitt málaleitun um stofnun fé- lagsins og áhuga þann, er þeir s/ndu. á bóklestri og fræðslu. Jón G. Sigurðsson talaði og umí félagsskap og framfarir sveitarinnar, og:' kvaðst gera sér hinar beztu vonir unv vaxandi menningu og manndáð hór, eigí s/ður en annarsstaðar á landinu. Ljós- astur votturinn um vaknaðan félags- anda væri meðal annars áskorun sú i landsréttindamálinu, er kjósendur sveit- arinnar hefðu undirritað og sent til ráð- gjafans. Fyrir nokkurum árnm mundl þv/ eigi hafa verið spáð, að Staðsveit- ungar riðu fyrstir á vaðið í einu himi stærsta velferðarmáli þjóðarinnar, en eigí væru þó komnar fregnir um jafneindreg- in samtök / því efui neinsstaðar á land- inu. I sambandi við þetta mintist hann> og á það sem ánægjuefni, að sams/sl- ungarnir, bæði Neshreppingar innaiv Enriis og B r e i ð v / k i n g a r, hefðu ái fjölmennum fundum sín á meðal rætt landsréttindamálið og sent ráðgjafanum sams konar áskoranir. [Breiðv/kinga á- skorunarinnar mun hvergi hafa verið- getið á prenti. »Hvísbóndinn« hefir 1/k— lega stungið henni hjá sér alveg. Ritstj.J Þa var byrjað á tombólunni. Hún gaf af sér 100 kr. En drættir reyndust mjög of fáir og þótti það alment leitt; þv/ að hver og eitin vildi styðja fyrir- tækið hið bezta. Að tombólunni lokinni var veður tekið að spillast, og varð því ekki af útileikum, sem fyrirhugaðir höfðu verið. Tók þá unga fólkið þing- hús sveitarinnar til sinna umráða og hóf danz og kæti, en hinir eldri og fót- stirðari fengu húsrúm í baðstofu og skemtu sór með samræðum. Var gleð- skapur hinn bezti, og fóru allir ánægðir heim aftur. Fr. I’ilskipaaílinn varð með rýrasta móti hér á vetrar- vertíðinni, eins og áður hefir verið á vikið. Björn Olafsson frá Mýrar- húsum mun hafa verið langhæstur* 25,000 á skip hans samnefnt. Eng- inn komst í 20 þús. annar, en flestir milli 10 og 15 þús.; sumir enn minna. Erlendar ritsimafréttir til ísafoldar frá R. B. Khöfn 23. mai 7 „ sd. Þjóðfundur íra Tiefir hafnað stjórnbótarfrumvarpi ensku stjórnar• innar, og verðurþað líklega tekið aftur. Konungshjónin norsku leggja á stað til Parísar á laugardaginn. Farmanna- v erkf all í Bamborg. Húsbruni. Frá Seyðisfirðí er s í m a ð hingað í þag: Hús Ólafs Eyólfsonar í Fáskrúðs- firði nýlega brunnið. Vetrarvertíð varð mjög rýr austanfjalls á landi, með allralakasta móti, enda afleitar gæftir. Sömuleiðis lítill afli í Eyjum (Vestm.) á róðrarbáta, en góður á v é 1- a r b á t a, er gengu þar um eða yfir 20. Þeir kváðu vera orðnir eða verða 40 vorvertíðina. Sé meðalkaupverð vélarbáts gert 6,000 kr., sem mælt er að láti nærri, þá eru Vestmanneyingar búnir að verja um Vé milj. kr. í þá útgerð. Garðmenn fengu 1200 hæst til hlutar, alt í net, og má það heita af- bragð. Dágóður afli yfirleitt í Höfn- um og Grindavík. Meðallagi eða því sem næst í Vogum og á Vatnsleysu- strönd. Hjúskapur. Sjö hjón voru gefin saman hér i hænum laugardaginn fyrir hvitasunnu, 18. maí, þau er hér segir, og loks ein i gær, þau sem hér eru siðast talin : Ásgeir Torfason verkfræð. og ym. Anna Lovisa Ásmundsdóttir. Egill Sveinsson trésmiðnr og ym. Sigrið- ur Jónsdóttir. Kolbeinn Þorsteinsson trésm. (Vonarstr. 2) og Ragnheiður Eyólfsdóttir. Kri8tinn Sveinsson söðlasm. og ym. Sig- ríður Jónína Víglundsdóttir. Loftur Bjarnason járnsm. (Hverfisg. 26) og ym. Anna Kristín Kristófersdóttir. Simon Kristjánsson frá Hafnarf. og ym. Áslaug Ásmundsdóttir. Þórður Magnússon bókbindari og ym. Guðrún Magnúsdóttir. Þórður Kr. Pálsson (Langamýri á Skeið- um) og ym. Stefanía Stefúnsdóttir (Tún- götu 15). Hjörleifur próf. Einarsson frá Undirfelli kom hingað til hæjarins alfluttur með sitt fólk nú í vikunni. Hann kom sjóveg úr Borgarnesi; þsngað fluttur á kviktrjúm beiman frá sér á ð—6 dögum, vegna lær- brotsins fyrir 3 missirum. íþróttasýningum þeirra Norðlinganna, Jó- hannesar Jósefssonar og Jóns Pálssonar, sem hafa þótt ágæt skemtun, lauk með ís- lenzkri kappglímu i lðnaðarmannahúsinu í gærkveld. Móti Jóhannesi var skipað Hallgrími Benediktssyni póstþjón (frá Dvergasteini), sem kvað vera beztur glímu- maður hér. Hann stóð vonum framar í slikum kappa, sem Jóhannes er, þótt lægra hlut biði i öllum (þremur) gíimunum. — Móti Jóni sótti Guðm. Guðmundsson verzl- unarmaður (frá Eyrarbakkaj, og vann eina glimu, en féll i hinum tveimur. Allmikill munnr þótti á glimulagi þess- ara manna; auðséð að Norðlingarmir höfðu lagt meiri stund á að glima meir af lipurð og list en kröftum, og kom það hezt í ijós, er þeir glímdu saman, þótt aflsmunur væri mikill. Þeir Jóhannes og Jón fara héðan i dag á Ceres til Austfjarða. Hafa þeir getið sér hér hinn bezta orðstír fyrir iþróttir sínar.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.