Ísafold - 26.06.1907, Blaðsíða 1
ISAFOLD
Reykjavík miðvikudaginn 26. júní 1907.
jlKemnr nt ýmist einn sinni eð&
tvisv. i vikn. Verð árg. (80 ark.
minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða
1 >/9 doll.; borgist fyrir miðjan
jiili (erlendis fyrir fram).
XXXIV. arg.
þingmálafundur Reykvíkinga.
Stórfenglegar ófarir
stjórnarliða
144 atkv. gegn 33
Hún reyndist sönn, fréttin í síðasta
I>Iaði um þingmálafundar tilstofnan hér
í höfuðstaðnum.
f>eir höfðu, þingmennirnir, ekki aug-
iýst hann nema f s í n u m blöðum,
stjórnarblöðunum (2), sem fáir sjá né
lesa aðrir en stjórnarliðar. Engin
götuauglýsing um fund, þótt nú orðið
sé enginn smáfundur haldinn hér í bæ
án slíkrar auglýsingar. það var alt
sýnilega til þess gert, að ekki vissu
aðrir af fundinum en þeirra fylgifiskar,
,'þingmannanna.
Liðsafnað ráku þeir í kyrþey allan
daginn; Ieituðu í hverri smugu, er þeir
ætluðu nokkura von stjórnardilks, og
ráku þá alla á fundinn, jafnvel hálf-
örvasa gamalmenni (uppgjafaembættis-
menn), að ógleymdum skrifstofuþjónum
stjórnarinnar, viðráðanlegum embættis-
mönnum hennar og starfsmönnum.
Fundarhúsnæðið ætluðu þeir sér að
reyna að fylla af sínu Iiði löngu fyrir
tímann, heimtuðu í því skyni lykla að
því um miðjan dag, en fengu ekki.
’Húsráðandi sagði sem var, að húsið
’hefðu þeir leigt aðeins um kveldið, frá
kl. 8|, en ekki fyr. En góðri stundu
íyrir þann tfma komust þeir inn með
annarlegum lykli. En með því
•að þá var komið margt annarra manna
að dyrunum, tókst þeim ekki þíð sem
þeir ætluðu sér nema að nokkuru Ieyti.
þeir komu þó fyrir það að fundar-
•stjóra úr sínu liði, Sighvati Bjarnasyni
bankastjóra, með örfárra atkvæða mun
móts við Krietján Jónsson yfirdómara;
og mun það þó hafa verið að kenna
bæði því, að illa heyrðist eða skildist,
um hvorn þeirra greitt var atkvæði í
sfðara akiftið, enda lítil sem eng-
in mótspyrna í móti S. B. af óháðra
íkjósenda hálfu, eftir undanfarinni
reynslu af honum. — Skrifara tilnefndu
iþeir Ólaf Davfðsson bankabókara fyr-
irstöðulau8t.
Næsta herkænskubragð stjórnarliða
•var, að láta þingmanninn annan,
■ Guðvi. Björnsson landlækni, flytja ekki
þingmálafundarræðu, heldur fyrirlestur,
er stóð á aðra kl.stund, um sambánds-
tnálið, að kallað var, en varð saga eða
eöguAgrip stjórnarviðskifta vorra við
útlent vald alt í frá tíð Gamla-sátt-
mála, hallað og þar óspart sögu síðustu
ára þaim f vil, stjórnarliðum, gumað
af »grundvellinum« í Danmerkurförinni
í fyrra, og höfð hausavfxl á réttu og
röngu í ýmBum mikilsverðum atriðum,
sfðast, en ekbi sízt um framkomu
Lögréttu - liðsins frá því í haust
m. m. Kvað svo ramt að rangfærsl-
um og ramvitlausum staðhæfingum
þingmannsins, að jafnvel hans vinum
og flokksbræðrum blöskraði, þarámeðal
»8pámanni sannsöglinnar«, Jóni Ólafs-
syni, sem mótmælti meðal annars
harðlega þeirri fjarstæðu, að eina ráðið
til að afstýra því, að konungur og rík-
isþing seldu landið, ísland, eins og
nærri lá fyrir skemstu að gert væri
við Vesturheimseyjar, væri að ná samn-
ingi við Dani um að gera það ekki!
Langloka þingmannsins hafði verið
sýnilega til þess ætluð, að flæma óháða
kjósendur af fundi fyrrir leiðinda sakir
og áður en til atkvæða kæmi, og halda
eftir stjórnarsinnum, sem hyggi margir
hverir tfmanlega, ef ekki eilífa velferð
sína vera undir því komna, að sitja
og standa eins og stjórnarhöfðingjum-
um líkar, þrauka nótt sem dag þar
sem þeir »setja þá niður«, hvort sem
leitt er eða ljúft.
Sagði svo einn hinna óháðu kjós
enda, mikið merkur fræðimaður, er
verið hefir áður stjórnarliði, að þetta
mundi vera fertugasta skiftið, sem
heyrt hefði hann sagða stjórnardeilu-
sögu vora, en aldrei jafn-dauft né eins
rangt. Hann gekk af fundi í henni
miðri.
þingmaðurinn (G. B.) lauk sfnu máli
á þessari tillögu:
a. Fundurinn telur rétt, að konung-
ur skipi menn, er alþingismenn til-
nefni, helzt af 'óllum flokkum, í milli-
landanefnd til þess að íhuga samband-
ið milli Islands og Danmerkur, og
undirbúa og koma fram með tillögur
um sambandslög.
b. Fundurinn vill, að þjóðinni gefist
kostur á að láta vilja sinn í Ijósi við
nýjar kosningar um þœr tillögur, sem
gerðar kunna að verða, áður en þær
eru lagðar fyrir alþingi.
c. Fundurinn vill, að leitað sé sam-
komulags á þeim grundvelli, að ísland
sé frjálst sambandsland, að sem fœst
mál séu sameiginleg og að löggjöf i
þeim málum sé þannig háttað, að það
eitt verði að lögum hér á landi,
sem alþingi samþykkir.
d. Fundunnn telur nauðsynlegt, að
í væntanlegum sambandslögum séu skýr
og hagfeld ákvœði, er tryggi rétt íslands,
ef ágreiningur ris um, hvað sé sam-
eiginleg mál og hvað sérmál.
j?á tók til máls Magnús Blöndahl
húsaBmiður og bæjarfulltrúi og rök-
studdi í fám orðum svofelda tillögu:
Fundurinn krefst þess, að vœntan-
legur sáttmáli um samband íslands og
Danmerkur byggist á þeim grundvelli
einum, að ísland sé frjálst sambands-
land Danmerkur og hafi fult vald yfir öll-
um sinum málum og haldi fullum fornum
rétti sínum samkvœmt Gamla-sáttmála,
en mótmœlir harðlega allri sdttmáls-
gerð, er skemmra fer. Sjálfsagða af-
leiðing af þessu telur fundurinn, að
íslenzk mál verði ekki borin upp fyrir
konungi í ríkisráði Dana.
Tillögu þingmannsins Btuddi Jón
Ólafsson. En hina þeir Björn Jóns-
son og Einar Hjörleifsson.
þeir töluðu tvisvar eða þrisvar hver
um sig.
G. B. svaraði, og notaði þá meðal
annarra prúðmannlegra ummæla um
andstæðing sinn einn, að bann hefði
aldrei vitað mann steypast greinilegri
k o 11 s k í t (!). f>að margtók hann upp,
og ætlaðist Býnilega til lófaklapps fyrir
það. En fekk ekki, jafnvel ekki hjá
Bvæsnustu fylgismönnum sínum. |>eim
ofbauð ruddaskapurinn.
Annað prúðmenni í hóp stjórnarliða
hrópaði 1 y g i! við einni setningu hjá
einum andstæðing sfnum (B. J.), sannri
og sannanlegri, tók sig á því aftur og
sneri því upp í ósannindi, en varð að
játa á sig, að hann hefði sagt 1 y g i,
er fastara var að gengið um það; og
var hlegið að honum mjög háðslega
um allan salinn fyrir frammistöðuna.
f>að var Jón Jakobson, landhelgis-
frambjóðandinn nafntogaði.
f>egar ræður höfðu staðið fram á
tólftu stund, var kallað um allan sal-
inn, að umræðum skyldi hætt og til
atkvæða gengið.
f>á biður sér hljóðs maður, sem hér
hefir ekki kosningarrétt, Lárus nokkur
H. Bjarnason.
Krafist var úrskurðar fundarins
um, hvort hann ætti að fá að tala, bæði
vegna þess, að hann er ekki kjósandi
hér, og eins hins, að krafist hafði verið
atkvæðagreiðslu um, að hætta skyldi
umræðum.
Fundarstjóri sinti því hvorugu, en
úrskurðaði að L. H. B. mætti taka til
máls.
f>ví tvöfalda gjörræði var mót-
mælt mjög fastega, og heimtuð atkvæða-
greiðsla.
En sama afsvarið enn, eftir áköfum,
látlausum innhlæstri stjórnarliðshöfð-
ingja, sem stóðu upp yfir fundarstjóra
til þess að láta hann hlýða sér.
Loks voru mótmælendur svo mein-
lausir að lúta ofrfkinu.
Maðurinn (L.) talaði langt mál, en
ekki snjallara en það, að hann stór-
spilti fyrir sínum málstað og þeirra
fálaga.
f>á stígur *húsbóndinn« sjálfur í stól
inn, ráðgjafinn, á hæla mági sín-
um, og mótmælti því enginn maður,
þótt beðið hefði verið um áður að
gengið væri til atkvæða. Ekki bætti
hann fyrir sér né sínu liði, sízt með
niðurlaginu: háðungarorðum um fána-
málið og framkomu formælanda fán-
ans, Guðm. FinnbogaBonar, er
tekið hafði til máls í umræðunni um
sambandsmálið og sýnt K r í t a r f á n-
a n n við hlið íslandsfánanum,báða
dregna á stöng og í fullri stærð —
Krítarfánann eins og hann er í raun
o g v e r u eftir ö 11 u m fánabókum og
eftir vottorði enska konsúlsins í höfuð-
borgiuni á Krít, er lætur þess getið
einnig, að það sé hinn e i n i fáni
Kríteyinga : I j ó s-blár, hvítur og rauð-
ur, jafnreitaður, hárauður einn reitur-
inn af fjórum, með hvftri stjörnu í
miðju; kvað hann engum manni mundi
sýnast mikil líking með þeim fána og
íslandsfánanum, — jafnvel ekki
»Krítarkonginum« sjálfum; sem þyrfti
þá að vera ekki einungis litblindur,
heldur og s t j ö r n u - blindur. — þá
var hlegið afardátt um allan salinn og
klappað ákaft. Upp frá því sat Krít-
Dppsögn (Bk/ifíeg) bnndin ; ft
áramót, ógild nem& kom.n sé til
átgefanda fyrir 1. október og kaup-
andi skuldlaus við blaðið.
AfgreifJ8la Austurstræti H
44. tðlublað
arfána-sannsöglispostulinn (J. Ól.) hljóð-
ur allan fundinn.
En »húsbóndinn« og hans nánustu
félagar skulfu af reiði.
Að lokinni ræðu ráðgjafans vildu
hans félagar láta skera niður umræður.
En það var felt, þótt mjög væri áliðið
og fundarmenn sárþreyttir.
Eftir það töluðu þeir Magnús Blön-
dahl, Einar Hjörleifsson og Benedikí
Sveinsson, og hröktu verstu fjarstæður
þeirra máganna.
f>á tókst loks að fá umræðum slitið.
Salurinn var troðfullur og atkvæða-
greiðsla því mjög örðug. — Mikill
fjöldi manna hafði orðið frá að hverfa.
Salurinn tekur ekki nema sem svarar
7« hluta kjósenda, og er þó stærsti
samkomusalur í bænum.
Fyrst 7ar 1. tölul. í tillögu þing-
mannanna þrí-feldur hvað ofan f annað.
Stjórnarliðar heimtuðu alt af nýja og
nýja atkvæðagreiðslu, í þeirri öruggu
von, að þreyta mætti kjósendur og
rugla það, að atkvæðamunurinn mink-
aði þó að minsta kosti. Tillagan var
svo ísmeygilega samin, að mikla að-
gæzlu þurfti til að láta ekki flekast á
henni.
|>á gekk ofstopi stjórnarliða fjöllum
hærra.
Lárus H. Bjarnason greiddi atkvæði
óhikað hvað ofan í annað, þótt allir
vissu að hann hefir ekki kosningarrétt
hér. |>eir horfðu á það allir, »búsbónd-
inn« sjálfur og allir hans nánustu vild-
arvinir í einDÍ hvirfing, og var ekki
annað að sjá en að þeir létu sér það
vel líka. HaDn stendur ekki hér á
kjörskrá og á ekki þar að standa jafn-
vel eftir hans eigin framburði: þeim,
að hann hefði fluzi hingað í haust.
Um einn hinna óháðu kjósenda, í
meiri hlutanum, var hrópað upp (af
J. Ól.), að hann væri gjaldþrotsmað-
ur; en það voru helber ósannindi.
það olli þó mestu hneyskli, að sá sem
atkvæði taldi öðrumegin í salnum af
hendi stjórnarliða, var alt að 20 atkv.
ýmist fyrir ofan eða neðan hinn tel-
jandann eða teljendurna, hverir sem
voru, eftir því, sem þeim hentaði, stjórn-
arliðum. |>á var farið eftir meðaltali
þar í milli. f>ví er það, að rétta at-
kvæðatalan þegar síðast voru atkvæði
greidd um 1. tl. G. B., hefir líklegast
verið 117 : 89, eða því um næst, þótt
úrskurðað væri 107 : 99.
Næsta tl. tók G. B. aftúr.
|>á var gengið til atkvæða um 3.—4.
tl. G. B. og þeir feldir með 140 atkv.
gegn 88.
f>á flýðu stjórnarliðshöfðingjarnir úr
bardaganum í langri halarófu, sjálfur
»húsbóndinn« á undan, og skildu þjón-
ustulið sitt eftir á vígvellinum forustu-
laust.
|>að þótti þeim drengskap sínum
samboðið!
|>eir urðu þá ekki nema 33 gegn
144, er greidd voru atkvæði um höf-
uðtillögu stjórnarandstæðinga í sam-
bandsmálinu, þessa sem M. Bl. flutti
og prentuð er hér að framan.