Ísafold - 26.06.1907, Síða 2
174
IS AFOLD
Hún var með öðrum orðum samþykt
með 144 atkv. gegn 33.
þá skyldi greiða atkvæði um tillögu
frá Guðm. Finnbogasyni um fánamál-
ið, er bann hafði rökstutt, sem fyr er
getið, en »húsbóndinn« mótmælt. þ>að
aftóku fundarboðendur, þingmennirnir,
vegna þess, að fánamálið væri ekki á
dagskrá h j á þ e i m. Aðrir héldu því
fram, að fánamálið væri svo nátengt
sambandsmálinu, sama sem einn liður
af því, að tillögu í þvf bæri að bera
upp næst á eftir aðaltillögunni þar.
J>á vildu óháðir kjósendur bera und-
ir atkvæði, hvort taka skyldi fána-
málið á dagskrá til atkvæðagreiðslu þá
eða síðar. En það aftóku þingmenn-
irnir einnig, og fundarstjóri slíkt hið
sama.
þ>á var svo komið, að ekki sá nokk-
urt skilningarvit hans upp úr vasa
húsbænda hans, þingmannannaog þeirra
félaga. Og er svo hér til orða tekið
vegna þess, að ekki grunar ísafold
þann vandaða mann um að v i 1 j a
gjöra rangt, heldur hefir hann ekki
staðist annarra ofstopa og blekkingar.
Hann var þá orðinn alræðismaður
yfir fundinum. Og var honum bent á
(af E. H.), að slíku gjöræði væri
a 1 d r e i beitt við n o k k u r a s a m-
komu í heimi, sízt þá, er eng-
in ákveðin þingsköp hefði sett sér: —
þessu, að meina henni að skera sjálfri
úr dagskrárágreiningi.
þeir félagar vildu láta atkvæða-
greiðslu um fánann bíða þar til er
hinum málunum væri lokið og þurfjar-
að vaeri út úr salnum eða því sem næst.
Svo hóflaus var ofstopinn í 2. þm.
Kvk (G. B.), að hann hótaði að reka
kjósendur út úr salnum og loka, ef
þeir hlýddu sér ekki og þeim félögum
í þéssum dagskrárágreiningi, með því að
þ e i r, þingmennirnir, væru húsráðend-
ur, hefðu leigt fundarsalinn o. s. frv. !
Hinn þingmaðurinn, Tr. G., kom
loks með þá miðlun, að fánamálið
skyldi tekið á dagskrá þá þegar (til at-
kvæðagreiðslu), ef fundarmenn hétu að
bíða alt um það eftir hinum málun
um.
J>eir voru alls ekki skyldir að taka
þeim kosti, en gerðu það þó af til
hliðrunarsemi.
þá var í snatri samþykt með 126
samhljóða atkvæðum þessi tillaga frá
Guðm. Einnbogasyni:
Fundurinn telur sjálfsagt, að ísland
hafi sérstakan fána, og felst á tillögu
Stúdentafélagsins um gerð hans.
|>ess má geta, að alþm. G. B. gerði
þá ruglings-tilraun, að skjóta aftanvið
tillögu M. BI. orðunum : og ekki sett-
ur landstjóri yfir þau; en það var
felt með 90: 39 atkv.
Litlar sem eagar urðu umræður um
þau fá mál önnur á dagskrá og utan
dagskrár, er upp voru borin. Enda
komið langt fram á nótt og kjósend-
um fækkað um helming eða meira.
Með 73 : 14 atkv. tjáði fundurinn sig
m ó t f a 11 i n n kjördæmafrv. stjórnar-
innar að svo stöddu;
með almennum kosningarétti, karla
og kvenna (136 atkv. samhl.);
með skilnaði ríkisog kirkju(119:2);
m e ð því að banna með lögum veit-
ingar áfengra drykkja á skipum í land-
helgi við ÍBland (121:3);
m e ð því að landssjóður kosti að hálfu
höfn í Kvík (124);
m e ð því að skora á alþingi að
f r e s t a tilnefning í milli-
landanefndina þangað til fram
hefði farið nýjar kosningar til alþingis
(67:25);
m e ð kennaraskóla (67);
m e ð barnafræðslufrv. stjórnarinnar
(30:6); og
m e ð því að skora á alþingi að hafa
alvarlegar gætur á fjárhag landsins,
sem væri í voða staddur (37:23). —
Langt var liðið á nótt, er fundi var
lofes slitið.
Kouuiigskonuiii.
Um tilhögun ferðarinnar hefir birt
verið nýlega nákvæm niðurskipun, stað-
feat af konungi sjálfum.
Boðið hafði verið alls 40 ríkisþing-
mönnum. Jafnaðarmenn vildu ekki
þiggja boðið fyrir sitt leyti, ekki af
neinum vanþokka á íslandi eða ís-
lendingum, heldur af því, að þeím
líkaði illa kostnaðarsöm viðhöfn sú, er
hafa skyldi á konungsförinni, herskipa-
föruneyti og þess háttar fleira. |>eir
eru einmitt hinir vinveittustu í vorn
garð og mjög svo frjálslyndir, Eftir
flokkaítölu hefðu þeir átt að vera 6 í
förinni. þeir verða því ekki nema 34,
sem koma., 18 fólksþingismenn og 16
úr landsþinginu.
Fólkþingismennirnir átján heita:
K. Andersen, Blem, Bluhme, N. Jen-
sen, N. P. Jensen, Jensen Sönderup,
Lange, Thomas Larsen, Linde, Martin
Madsen Halsted, P. Madsen, Emil
Petersen, Rördam, Carl Sörensen, And
ers Thomsen (forseti fólksþingisins)
og Zahle.
Hinir, landsþingismennirnir, heita:
Andersen-Nygart, Jörgen Berthelsen,
Blamsen, Goos, Hage, Kolding-Hansen,
Jensen-Stengaarden, Johansen, H. J.
Nielsen, Pagb, Jörgen Pedersen, Kam-
busch, N. Kasmussen, Schultz, Steffen-
sen og Tolderlund.
Nafnkendir öðrum fremur meðal
fótksþingismanna eru þeir Blem, Bluh-
me, Anders Nielsen, Rördam og
Zahle. En í hinna hóp þeir Bramsen
og Goos.
Blem, fólksþingismaður fyrir Borg-
undarhölm, var hér á ferð fyrir fám
árum, í hóp búnaðarkandídatanna,
Anders Nielsen er formaður stjórnar-
flokksins á þingi, er sig nefuir um
bótaflokk. Zahle er formaður óháðra
vinstri-manna á þingi. þeir Bramsen
og Goos voru ráðgjafar um hríð fyrir
mörgum árum, — brot úr Goos ís-
landsráðgjafi.
Steffensen yfirherdómari er varafor-
seti í landsþinginu. þeir A. Thomsen
fólkaþingsforseti eru kallaðir formenn
fararinnar, með ráði forsætisráðgjafans
(J. C. Christensen).
Enn fremur eru í þingmannaförinni
þeir C. Ryder höfuðsmaður, skógrækt
arfrömuðurinn hér á landi, sá er sótti
alþingismenn hingað í fyrra, F. Cramer
yfirlautinant og kammerjunker, og A.
Lauesgaard, fullmektugur í skrifstofu
ríkisþingsins. þeir eru frainkvæmdar
nefnd fararinnar og Kyder formaður.
Konungur og hans föruneyti verða
á B i r m a, geysistóru skipi, eign Aust-
urasíufélagsins mikla. En þingmönn-
um er ætlað annað skip viðlíka, sem
fólagið sama er að útvega sér á Eng-
landi. Enn fremur sendir Samein.félag
eitt meðal sinna stærsta farþegaskipa,
H e k 1 u, er var fyrrum lengi í förum
milli Danmerkur og Vesturheims,
handa ferðamönnum, er vilja slást í
förina; það rekur lestina.
Sunnudag 21. júlí á að leggja á stað
frá Khöfn. Eftir 3 daga koma skipin
til Trangisvaag í Færeyjum. |>ar er
staðið við 3 daga, og haldið á stað
hingað laugardag 27. júlí. Mánudags-
kveld 29. júlí koma skipin hér inn á
flóann, Faxafióa, liggja við akkeri úti
í flóanum nóttina þá og taka böfn hér
morgunin eftir, 30. júlí. Kl. 2 á að
taka á móti konungi og gestunum
öllum í alþingishúsinu með hátjðlegri
viðhöfn og kl. 6 hefst veizla.
Daginn eftir, miðvikudag 31. júlí,
litast konungur og gestirnir um hér í
bænum og búast til ferðar austur á
þingvöll o. s. frv. þangað er lagt á
stað á fimtudaginn um dagmál, sumir
ríðandi og sumir í vögnum. Dögurð-
aráning í Miðdal. Um miðaftan kom-
ið til þingvalla.
f>jóðhátíð svo nefnd á |>ingvöllum
2. ágúst. »Sérstök íslenzk nefnd er að
undirbúa tilhögun hennar«, segir í blaða-
skýrsluuum.
Morguninn eftir, 3. ágúst, er lagt á
stað til Geysis ríðandi. Komið þar
um miðaftan. þar er legið í tjöldum
um nóttina. Daginn eftir farið að sjá
Gullfoss og legið við Geysi aftur næstu
nótt.
Mánudag 5. ágÚ3t á miðjum morgni
er lagt af stað aftur og riðið alt nið-
ur að Laxá. j?ar tekur aftur við vagn
vegur og er haldið í vögnum niður að
f>jórsárbrú. þar verður daginn eftir
gripasýning. Stundu fyrir nón er lagt
á stað og út að Arnarbæli um kveldið.
Um miðaftan daginn eftir, 7. ágúst,
er komið til Keykjavíkur.
Næsti dagur, fimtud. 8. ágúst, er
ætlaður til að hvíla sig eftir ferðina.
|>á um kveldið heldur bæjarstjórnin
konungi og þingmönnum veizlu eða
danssamkomu.
Föstudag 9. ágúst skilnaðardögurður,
sem »landið« heldur. |>ví næst er lagt
á stað að áliðnum degi og siglt vestur
um land, Iegið þar fyrir akkerum á
einhverjum firðinum um nóttina og
komið til ísafjarðar stundu fyrir nón
á sunnudaginn. J>ar á að hafa ein-
hverja hátíðarviðhöfn »úti á túni«.
Morguninn eftir er siglt norður fyr-
ir Horn, og komið til Akureyrar þriðju-
dagsmorgun. þar er ætlast til að
ekið verði og riðið fram í fjörð.
Til Seyðisfjarðar koma skipin 15.
ágúst á áliðnum degi. »Gengið þar
upp að fossi.«
Loks letið í haf 16. ágúst. Káðgert
að koma við í Sogni í Norvegi á heim-
leiðinni, og heim til Kaupmannahafnar
20. eða 21. ágÚBt.
Um sambandsmálið
samþyktu Arnesingar á sínum
þingmálafundum báðum í vikunni sem
leið hór um bil eins orðaða yfirlýsing
og Reykvíkingar gerðu á laugardags-
kveldið.
Símað er af Sauðárkrók, að S k a g
firðiogar hafi samþykt á sínum
þingmálafundum öllum þremur tillög-
ur stjórnBrandBtæðinga, og það mót-
mælalaust.
Kjósendur úr suðurhreppum G u 11-
bringusýslu samþyktu á þing-
málafundi í Keflavík í fyrradag sömu
tillöguna og þar hafði verið samþykt
áður af kjörnum fulltrúum á fundi 4.
þ. mán., sjá ísafold.
Líks innihaids var tillaga, sem Skarð-
strending&r í Dalasýslu samþyktu í
e. hlj, á fundi að Ballará 22. m.,
þrátt fyrir mótspyrnu þingmanns síns.
Borgfirðingar ofan héiðar sam-
þyktu á fundi, er þingmaður þeirra
hélt á Grund í Skorradal 22. þ. m.,
Sömu tillögu og Skagamenn höfðu gert
á sínum fundi 10. þ. m.
þingmaður Yestmanneyinga,
J. M., hafði átt fund við þá í vikunni
sem leið og fengið þar samþykt fyrir-
stöðulaust alt sem hann vildi, — stefnu-
skrá stjórnarinnar eins og hún leggur
sig.
Enn um bankamálið.
í svari nokkuru frá »lgnotus«, tiP
mín um bankamálið (ísaf. 19. júní)
eru aðallega tvö atriði, er mér virðast
koma málinu við.
Hr. Ignotus segir, a ð hlutfall milli
seðlafjár og hlutafjár í íslandsbanka-
stofnuninni sé »hugarburður«, og a ð
ódýrara sé hlutafé en lánsfé til efling-
ar bankanum.
Um fyrra atriðið skal tekið framr
að ástæður allar, er greinarhöfundur
færir fyrir máli sínu, standa á mótí
honum sjálfum. Einmitt þegar hann
vill sanna, að þetta ákvæði banka-
laganna sé ólíkt því, sem gjörist í lög-
um annara banka, færir hann mönn-
um heim sanninn um, að alþingi hafi
hér haft sérstakan tilgang. Hefði þetta
verið tekið eftir öðrum bankalögum^.
hefði fremur mátt ætla, að það hefði
verið ojört hugsunarlaust. Annars hefðx
hr. Ignotus átt að minnast þess, að
eg benti á það þegar í byrjun rök-
semda minna um þetta hlutfall, að'
það væri andstætt allri reglu um laga-
þýðing, að fullyrða að engin ástæða
vaki fyrir löggjafa við samning ákvæð-
is, er getur haft einhvern tilgang, og-:
því síður hefði hann átt að gleyma-
því sem hann sjálfur tók fram áðurr
að íslandsbankalögin hafi verið samin
af mönnum, sem voru í raun réttri á
móti stofnun hins útlenda seðlabanka.
— Hið sama er uppi enn. Bankinn
var stofnaður af vandræðum — eins'
og eg hef margítrekað —, en menn-
hafa ekki viljað og vilja ekki eDn láta
útlent hlutafé vaxa sér yfir höfuð
undir skjóli seðlaútgáfurétt-
arins íslenzka.
Hitt atriðið, yfirburðir hlutafjár yfir’
lánsfé í samkepninni á peningamark-
aðinum, þykir mér furðanlegt að sjá
hr. Ignotus bera fram aftur máli sínu
til stuðnings. Svo framarlega sem ís-
landsbanki heffr lánstraust svo gott, að■-
hann geti sætt beztu lánskjörum heims-
markaðarins, er enginn efi á því, að-
lánsféð verður honum ó d ý r a r a að
miklutn npxn. Lítum á reynslu hluta-
félaga vorra hér, þó f smáutn stíl sé.
flver vill þar bera það á borð, að hlut-
hafar þurfi ekki að fá fulla vexti af fé-
sínu fyrst — og síðan í v i ð b ó t hlut-
hafahafnað og borgun fyrir þá hættu,
sem jafnaðarlega fylgir hlutastofnun-
inni ?
Af því sem ekki virðist koma mál-
inu við í svari þessu til mín, er þaðf
eitt meðal annars, að hr. Ignotus furði>
sig á framkomu minni .í þessu efni
— þar sem eg hafi áður stutt afr
stofnun Islandsbanka. Hann hefir
sýDÍIega ekki veitt því eftirtekt, sem
eg hafði skýrt tekið fram, a ð margir
fylgjendur þess máls — og þar á
meðal eg — litu svo á í öndverðu sem
enginn annar vegur væri til þess að
koma lífsnauðsynlegu fé inn í landið
gegn rnótspyrnu og tómlæti landsbanka-
stjórnarinnar, og a ð eg hafi þegar er
bankinn var kominn á fót viljað leggja
til að hann væri sameinaður Lands-
bankanum — vegna seðlaréttarins, setn
eg áleit og álít enn að eigi að vera
einkaréttur e i n s banka hér á landi.
Að öðru leyti skal eg gefa þessari at-
hugaBemd frá hr. Ignotus það svar, að
eg fyrir mitt leyti furða mig alls ekkx
á framkomu hans — og hefi aldrei gert.
Einar Benediktsson.
Samein. lélag.
Frá því kom hingað laugardaginn
22. gufuskip E 8 b j e r g, með ýmsar
vörur til kaupmanna. Sunnudag 23.
kom C e r e s frá Khöfn og Leith með ■
fjölda farþega.