Ísafold - 07.09.1907, Blaðsíða 2

Ísafold - 07.09.1907, Blaðsíða 2
230 IS AFOLD Bem veita hefði átt lán til úr lands- sjóði. fví það er tilgangurinn með viðlagasjóði, að hlaupa undir bagga, þegar einhver áföll eða harðæri ber að höndum. Ná er það útilokað, að hann geti það. f>á setja menn á von og úr viti, og feila svo fé sitt næsta vor, ef veturinn verður ekki því mildari. Ástand fiskiveiðanna er heldur ekki glæsilegt; þvi þrátt fyrir hátt verð á fiski, þá hefir ekki svo mikið fiskast víðasthvar, að útgerðin beri sig. |>að má því búast við harðæri bæði til lands og sjávar. En þá má líka búast við, að tekjur landssjóðs verði minni en áætlað er. Manni verður nú að spyrja, hvernig stendur á því, að stjórnin skuli ekki hafa bent þinginu á þetta ástand, heldur gefið því undir fótinn með því að segja því, að fjárhagurinn væri góður ? Eg hefi heldur ekki orðið þess var, að háttv. ráðgj. hafi gert sér neitt far um að halda aftur af þingmönnum og reyna að draga úr útgjöldunum. Hann mun einmitt sjálfur hafa greitt atkvæði með flestum, ef ekki öllum útgjalda- hækkunum. En hins hefi eg orðið var, að hann hefir baríst eins og Ijón fyrir því að hafa lögmælt gjöld af landssjóðnum, t. d. nafnbótaskattinn, og hann var líka á móti að auka tek- jurnar með auknum sfldartolli, þótt sá tollur lendi nær eingöngu á útlending- nm. Kemur nú þetta af því, að h. ráðgj. hafi sjálfur enga hugmynd um fjár- haginn, hafi enga grein gert sér fyrir honum? Eg get ekki skýrt það fyrir mér á neinn annan hátt. En það eru til aðrir menn, sem geta ekki fengið sig til að trúa því, að ráðgj. geti verið bvo blár í þessum efnum. Og þeir eru þá að reyna að gera sér grein fyr- ir framkomu hans á annan hátt og leita að öðrum orsökum. Og þetta hefir jafnvel leitt suma þeirra til slíkra getgátna, að það væri máske gert af ásettu ráði, í því augnamiði, að reyna að spilla fjárhag vorum með öllu móti, til þess að sjá um, að vér yrðum al- gerlega ófærir í sjálfstæðisbaráttu vorri. |>ví það sæju allir, að ef vér yrðum fjárhagslega ósjálfbjarga, þá væri ekki til neins að vera að hugsa um stjórn- legt sjálfstæði. Einn maður skaut því meira að segja að mér hérna um dag- inn, að það mundi gert að ráðum Dana, að reyna að koma svo miklu ólagi á fjárhag vorn, að vér yrðum neyddir til að leita á náðir þeirra og gera okkur þeim fjárhagslega háða. |>ví þá væri ekki hætt við, að stjórn- arsjálfstæðið fengi mikinn framgang. f>etta sýnir, hve óskiljanleg mönn- um er framkoma ráðgjafans, og hví- líkum fjar8tæðum menn geta fundið upp á til að reyna að skýra hana fyrir sér. því að ætla að ráðgj. vor láti Dani hafa sig til að brugga slfk fjör- ráð gegn landi voru og þjóð vísvitandi, nær náttúrlega engri átt. Hins vegar get eg vorkent mönnum, þótt þeim detti eitthvað svipað í hug, með því að ekki verður neitað að þetta geti litið svona út, ef gert er ráð fyrir, að ráðgj. viti í raun og veru, hvað hann er að gera. Alt er gert til að telja þinginu trú um, að fjárhagurinn sé góður. |>ví er vilt sýn með því, að tilfæra með tekjum fjárhæðir, sem ekki eru tekjur (t. d. 500,000 kr. lán og sektarfé fyrir ólöglegar fiskiveiðar); en hins vegar slept að tilfæra í fjárlögum yms lögmælt útgjöld, eins og eg hefi áður sýnt fram á. Lán er tekið — og hvar? Einmitt hjá Dönum, ríkis- sjóði Dana, stjórn þess lands, sem vér eigum í höggi við í sjálfstæðisbaráttu vorri. Jafnframt er fjárhagurinn gerð- ur svo, að vér verðum naumast sjálf- bjarga, nema Danir hlaupi enn betur undir bagga með oss, taki oss að sér sem þurfaling. Með þessu er snúin snara að hálsi oss fjárhagslega og for- sætisráðgjafa Dana fenginn annar end- inn, svo að hann geti kipt f og hert á, ef vér erum ekki góð og þæg inn- limunarbörn, heldur förum að hreyfa einhverju sjálfstæðiskvabbi. En þó að niðurstaðan af þessu ráð- lagi verði nú einmitt þessi, ef ekki er úr þvf bætt, þá er það fjarri öllum sanni að ætla, að hér liggi nokkur launráð á bak við gegn frelsi voru. Nei, hér er því einu um að kenna, hve dauðans ósýnt stjórn vorri er um alt, sem að fjárhagsmálum lýtur. Og eg skal þvf til sönnunar nefna eitt dæmi enn. Eg man eftir því frá skólaárum mínum, að þá var smákaupmaður einn hér í Bvík, sem keypti sykur hjá Fischer og seldi svo pundið tveimur aurum minna en hann keypti það. þegar hann svo var spurður, hvernig hann gæti staðið sig við það, þá svar- aði hann, að »það væri umsetningin, sem gerði það«. Eg man að það var hlegið dátt að þessari kaupmannsvizku. En einmitt sams konar fjármála- vizka kemur nú fram hjá stjórn vorri, þar sem hún tekur 4 miljón að lóni fyrir 4 f, og leggur svo til í fjárlög- unum og öðrum lögum, að lána út aftur talsvert af þessari fjárhæð fyrir 3 °/o og 3 i % Hún álftur víst eins og kaupmaðurinn, að »umsetningin« muni bæta upp vaxtahallann. þetta sým'r bezt fjármálaspeki stjórn- arinn^r, og að annað ráðleysi hennar hlýtur að stafa af sömu rótum, — af fávizku, en ekki öðru. En niðurstað- an verður hin sama fyrir því, og því er nauðsynlegt, að hér só tekið alvar- lega í taumana, svo að landinu verði forðað frá að steypast í fjárhagslegan voða, sem óhjákvæmilega mundi leiða til þess að kippa fótunum undan öllu sjálfstæði þess. Sé það vanrækt, fell- ur ábyrgðin á h. meiri hluta; því hann ber ábyrgðina á því, hver niðurstaðan verður á þinginu. Hann hefir bæði forustuna og atkvæðamagnið, og móti honum má minni hlutinn sín einskis. En minniblutinn mun hins vegar ekki láta sitt eftir liggja að Btyðja hann f því að ráða bætur á því fjárhagsböli, sem nú sýnist vofa yfir. Og eg vona að eitthverju verði ágengt í því efni áður en þingi er slitið, og að margar af þeim tillögum um aukin útgjöld, sem nú liggja fyrir, verði ýmist feldar eða úr þeim dregið, hvort sem h. ráð- gjafa líkar það betur eða ver. K.i ör dærnafrumvarp stjóruarionar felt nú í vikunni í Nd., þrátt fyrir harðsótta baráttu »húsbónd- ans« og hans manna margra, en ekki allra. þeir fylgja honum hiklaust í fjársóun hans og flestu öðru, er hann vill vera láta. En þeir ern að svo stöddu ófáanlegir til að skera sjálfa sig á háls fyrir hann. En það sáu sumir að verða mundi afleiðing af því, ef kjördæmaskifting hans næði fram að ganga. Gaddavírsfarganið alræmda vakti Guðjón Strandamað- ur upp í sijmar og lamdi það gegnum efri deild, með 100,000 kr. lánveit- ingu úr viðlagasjóði. En neðri deild drap frumvarpið einmitt meðan dr. V. G. var að halda fjórlagaræðu sfna í efri deild, þó er hér er prentuð að framan. Mislingar. þeir eru að dreifast um bæinn, og eru nú komnir í 28 hús alls. f>að get- ur þó ekki mikið heitið, af 7—800 hús- um, og á fullum 4 vikum. |>að virðist bera þess greinilegan vott, að varn- irnar tálmi furðanlega för þeirra, og ætti slíkt að vera sterk hvöt fyrir almenn- ing að beita dyggilega og óslælega varnarráðum þeim, sem læknar kenna og birt eru í öllum blöðum. Framan af kom veikin í 1—2 hús ný ó dag, en hefir örvast það, er á leið, að nú eru þau orðin 4—5 á dag. þó bættist ekkert við f gær. Margir tala um, að sóttin sé væg í þetta sinn. En ekki kannast héraðs- læknir (G. H.) við það. Hann segir hana allþunga á mörgum, sótthita ákafann og nóg um fylgikvilla (eyrna- bólgu m. fl.). Hann segir að búast megi við töluverðum manndauða af mislingum nú ekki síður en 1882, ef þeir berast út um land, sem varla muni þurfa að efa, þvf miður. f>á (1882) drápu þeir 1400 manns. Aðalbjarg- ráðið er, að heimilin verji sig sjólf. Sveitamenn þurfa að varast eftir megni að senda hingað til bæjarins um þessar mundir menn á mislinga- aldri, þ. e. yngri en 26 ára, og eins að hýsa slfka menn héðan. Botnvörpungur var höndlaður fyrir norðan í fyrra dag við ólöglegar veiðar, fluttur til Akureyrar og sektaður þar um 1080 kr., og afli og veiðarfæri upptækt gert. Tíðarfar. Enn haldast sömu þurkarnir og kuld- arnir, nær óminnilegir um þennan tfma. Laugardaginn var og nóttina eftir gerði alsnjóa ofan á láglendi um Snæfellsnes, Mýrar og Borgarfjörð. þá var 6 stiga frost í Hvítórsíðu. Snjó- inn tók þó upp daginn eftir að mestu, nema á fjöllum. Víða vestra eru tún ekki fullslegin enn. það er svo mikið af þeim alls ekki ljáberandi: brunnið eða kalið. I Saurbæ við Gilsfjörð voru í vikunni sem leið ein 3 tún alslegin. Stórkostleg skepnufækkun í haust óhjákvæmileg um land alt hér um bil einkum á kúpeningi, ef ekki á að leggja bústofninn í beinan voða. Fóð- urbætiskaup geta bjargað eitthvað, en efnin leyfa þau fæstum til hlítar. Búnaðarþingið. Lokafundir á búnaðarþinginu voru haldnir 30. ágúst til 1. september. Verkefnið var mestmegnis það, að ráð- stafa starfsfé félagsins á næsta fjár- hagstímabili. Tekjurnar eru áætlaðar samtals 54,000 kr. hvort árið. Helzta nýungin er sú, að nú eru orðin forsetaskifti. þórhallur prófess- or Bjarnarson baðst undan endurkosn- ingu; í hans stað var kosinn síra G u ð- mundurHelgason í Beykholti, og flytur hann því væntanlega hingað í bæinn í haust. Með honum voru kosnir í stjórn þeir þórh. Bjaruarson og Eiríkur Briem. Varaforseti sami og áður, Eggert skrifstofustjóri Briem; varastjórnarnefndarmenn endurkosnir Kristján yfirdómari Jónsson og Guð jón búfræðiskandídat Guðmundsson. Starfsmenn eru hinir sömu og áður verið hafa. Hlutabankinn. Bankastjóri Emil S c h o u fór utan nú í vikunni með konu og börnum, til heilsuhælisvistar á Jótlandi íveturvið berklaveikissnert. Þeir eiga að vera aðstoðarbankastjór- ar (með hr. Sighv. Bjarnasyni) Hann- es Thorsteinsson bankaritari og þórð- ur J. Thoroddsen bankagjaldkeri. Bankalögin. f>au eru gengin fram hvorutveggja, um fjárauka handa bönkunum báðum. Hlutabankalögunum lá við falli í neðri deild. Landsbankastjórinn lét sér vel sama að berjast gegn þeim af alefli, með fylgi nokkurra nánustu lagsmanna sinna. En þar var þó »móðurbróðir- inn« á öðru máli. Erlendar ritsimafréttir til ísafoldar frá R. B. Khöfn 3. sept. kl. 540 sd. Pétur Brynjólfsson Ijósmyndari i Beykjavík gerður konunglegur hirðljós- myndari (kongelig Hoffotograf). Húsasmiðir tóku ekki til verka 2. sept. eins og heimtað var af vinnuveit- endafélaginu. Enn er reynt að koma á sáttum og samkomulagi, til þess að kom&st hjá vinnuteppu. Lögreglan rœð- ur ekki við neitt. Frá Antverpen eru sagðar alvarlegar verkfallshreyfingar. Khöfn 5. sept. kl. 540 sd. Edvard Grieg tónskáld dó i Björgvin í gcer. Alexandra drotning og Dagmar keis- araékkja koma hingað til Khafnar á morgun, og Georg konungur hinn dag- inn. Sáttamiðlun í trésmiðamiskliðinni er haldið áfram og eru góðar horfur á friðsamlegum málalyktum. Vopnaviðskifti halda áfram í Casa-- blanca. Þar var barist 3. sept. og féllu 7 af Frökkum, en 18 urðu sárir. Mjög’ margt féll af Marokkómönnum. SJcip Mikkelsens heimskautsfara hefir farist nálœgt eynni Ancious. Mikkelsen og 2 förunautar hans yfirgáfu skipið í febrúarmánuði og héldu norður á leið á hundasleðum. Síðan hefir ékkert til þeirra spurst. Nokkrir af hundum þeirra eru komnir aftur. Reykjavíkur-annáll. Dánir. Ekkjnfrú Oddný Smith 5. sept. Ungfrú Magdalena Margrét Zoéga 21. ágúst, 15 ára, Fasteignasala. Þinglýsingar frá síðasta bæjarþingi: Björn Olafsson augnlæknir selur 6. janúar. Eggert Briem húslóð við Tjarnargötn. Einar Vigfússon verzlunarmaður selnr 30. úgúst Þorsteini Sígurðssyni kaupm. húseign nr. 31 við Bergstaðastræti með 938 ferálna lóð á 9000 kr. Halldór Sigurðsson trésmiður selur 24. ágúst Sigurjóni Olafssyni snikkara 300 fer- álna lóð við Hverfisgötu a 2800 kr. Helga Thorsteinsson selur 29. ágúst Gunnhildi ThorsteinsBon sinn hluta í hús- eign nr. 4 við Hverfisgötu með 800 fer- álna lóð. Jes Zimsen konsúll og Sigurjón Sigurðs- son selja 3. ágúst Steinólfi Geirdal kaupm. húseign nr. 38 við Laugaveg með útihús- um og lóð á 24,000 kr. Þorsteinn Sigurðsson kaupm. selur 30. ágúst, Einari Vigfussyni húseign við Grjóta- götu með 400 ferálna lóð á 7000 kr. Hjúskapur Bjarni Ivarsson bókbindari og ym. Anna Sigríður Bergsdóttir 31. ág. Edvard Eilert Möller verzlm. og ym. Pálína Margrét Jóhannesdóttir. Messað á morguu í dómkirkjunni á há- degi af síra Run. Runólfssyni frá Ameríku, en síðd. (kl. 5) af kand. Sig. Á. Gíslasyni. Vatnsskortur er mjög mikill hér í bænum og hefir verið lengi sumars, vegna þnrk- anna. Baðhúsið varð alls ekki notað í fyrra dag vegna vatnsleysis. Fj ár 1 agaumr æöurnar í efri deild um daginn (miðv.d.) við 2. umr. voru allfjörugar. þeim kom afarilla ræða Dr. V., stjórnarliðum. þeir gátu ekkert í henni rengt, nema 1—2 8máfjárbæðir, 2—3 samtals ; og sér þar ekki mikið högg á vatni, meira en 3 miljónum, er hann sann- a ð i að tekjuhallinn h 1 y t i að verða. •Húsbóndinn* fekk enga vörn fyrir sig borið nema illyrði. Sig. Stefánsson tók honum einnig þéttingstak eða fjármálastjórn hans.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.