Ísafold - 29.02.1908, Blaðsíða 1

Ísafold - 29.02.1908, Blaðsíða 1
Kemur út ýmist einu sinni eða tvisvar i viku Verö árg. (80 arkir minst) 4 kr., er- lendis 5 kr. e&a 1V* dollar; borgist fyrir mibjan júli (erlendis fyrir fram). ISAFOLD Uppsögn (skrifleg) bundin vib áramót, er ógild nema komin só til útgefanda fyrir 1. okt. og kaupandi skuldlaus vió blaðið. Afgreibsla: Austurstrœti 8. XXXV. árg. Reykjavík laugardaginu 29. febrúar 1908. 9. tölublað I. O. O. F. 89368 l/2 Augnlækning ók. l.'og 8. þrd. kl. 2—8 i spltal. Forngripasafn opib A mvd. og ld. 11—12. Hlutabankinn opinn 10—2‘/i og 51/*—7. K. F. U. M. Lestrar- og skriístofa frá 8 árd. ti.l 10 síbd. Alm. fundir fsd. og sd. 8 */* siód. Landakotskirkja. Ghiðsþj.ö1/* og 6 á helgidögum. Landakotsspítali f. sjúkravitj. 101/*—12 og 4—5. Landsbankinn 101/*—21/*. Bankastjórn við 12—1. í.andsbókasafn 12—8 og 6—8.’ Landsskjala8afnið á þrd.s fmd. og Id. i2— 1. Lrekning ók. í læknask. þrd. og fsd. 11—12. ííáttúrugripasafn á sd. 2—8. Tannlækning ók.i Pósthússtr. 14, l.ogS.md. 11— 1 Brunabótagjoldum er við- taka veitt mánudaga og fimtudaga kl. 3 l/2—5 x/2 í Austurstræti 20. Listakosningin. Langt mál og ítarlegt hefir landritari vor samið til varnar bæjarstjórnar- kosningarlögunum nýju, eða sér- staklega listakosningunni, sem f>ar er lögboðin, en gat sér lítinn orðstír fyrsta skifti sem hér reyndi á hana verulega, sem sé i nýafstaðnum kosn- ingum. Ekki er það nema drengilega gert, að taka svari aumingja, sem allir leggjast á. Höfundinum hefir auk þess runnið blóðið til skyldunnar. Hann var þá þingmaður, landritarinn, er áminst kosningalög fæddust, og er meira að segja beint frumkvöðull þeirra og réttur faðir. Hann tók sig til þá á miðju þingi, 1903, og snar- aði þeim úr dönsku, orð fyrir orð hér um bil eins og þau lögðu sig. Hann greip þar fram í gamlan verka- hring stjórnarinnar, stjórnarskrifstof- unnar í Khöfn, sem hafði um langan aldur lagt það eitt að jafnaði til lög- gjafarinnar íslenzku, að íslenzka dönsk lög, sjaldnast vel þó, og leggja fyrir alþingi í frumvarps liki. Þessi lög hafði henni sést yfir þá. Fjarstæða væri að gera minna úr löguijum fyrir það eitt, að þau eru þýdd úr dönsku. Vér höfum mörg góð lög fengið þá leið. Hún hefir komið sér oft vel á þingi, sem vinna verður alt á hlaupum að kalla má og oft hefir verið fáliðað að löggjafar- spekingum. En það sem að mátti finna þessu tiltæki, lögleiðslu listakosninga, var gersamleg þögn um það af almenn- ings hálfu, að þeirra væri nokkur hin minsta þörf. En þetta er ekki í fyrsta skifti, er veraldleg forsjón hólmans okkar gæð- ir oss á nýmælum, sem þjóðin finnnr sig ekki þarfnast. Þau geta verið góð fyrir því, og eru þnð stundum. En hvergi nærri ætíð. Lög þurfa helzt að vera þann veg vaxin, að þau bæti úr einhverjum vanhögum, sem þjóðin kennir sér meins af sjálf. Enda eru þeir nógir og munu verða lengst af. Hún ber skóinn og veit hvar hann kreppir. Nýmælin vilja verða eintómt pappírsgagn að öðrum kosti, ef undan verður komist að hlýðnast þeim, en til meins og baga fremur en gagns, ef ekki verður hjá þeim sneitt. Löggjafarvald vort væri landinu vafa- laust stórum þarfara, ef það legði minna kapp á mikla nýmæla-töhi frá Fverju þingi, heldur en nauðsyn þeirra og vandaðan frágang. Leynilegum kosningum hafði verið óskað eftir, en listakosningum alls ekki. Þeirra var engin þörf orðin þá og er ekki enn. Þeirra er þörf í stórborgum eða mjög stórum umdæmum- öðrum, þar sem kjósendur skifta jafnvel mörgum tugum þúsunda, og þeir skiftast } ákveðna, allfjölmenna flokka eftir mis- munandi skoðunum um meginreglur þær, er ráða eigi stjórn bæjarmála eða sveitarfélags. Þeim mismunandi skoð- unum fylgir þá að jafnaði sá þroski og sú leikni í allri hlutdeild í afskift- um af almennum málum, að ekkert bagar, þótt kosningatilhögunin sé ekki sem einföldust og óbrotnust. Slíkur skoðanamunur á fullan rétt á sér til talsmensku í stjórn bæjarmála. Það leiðir til ójafnaðar og einræðis, ef þar hafa þeir einir atkvæði, er fylla fjöl- mennasta flokkinn. Sömuleiðis er eðli- legt og oft réttmætt, að verulegur stétta munur komi nokkuð til greina og að leitað sé jafnaðar þeirra í milli. En meðan stórmikið vantar á slík- an vöxt og viðgang, méðan kjósend- ur eru ekki teknir að flokka sig eftir þannig vöxnum skoðanamun, sem að framan segir, og þvi siður að þeir hafi neina forustumenn eða neitt flokks- skipulag, — meðan svo stendur, verð- ur listakosning eða hlutfallskosning miklu fremur til ills en góðs. Hún gerir þá ekki annað en að efla og styðja skaðlega sundrungu, — sundr- ungu út í loftið, eftir gagnstæðilegum hvötum við það sem til heilla horfir bæjarfélaginu í heild sinni. Það stoðar lítið þó að reynt sé þá að prédika fyrir almenningi, að petta félag eigi lögmætan rétt á sér til full- trúamensku fyrir sig í bæjarstjórn, en hitt ekki, eins og landritari gerir. Kjósendur láta slíkt eins og vind um eyrun þjóta. Þeir, sem eru í rétt- lausa félaginu, sem hann vill svovera láta, lita á þá kenningu eins og ójöfn- uð og yfirgang, og sækja hálfu fast- ara að koma að einhverjum sínum manni, •— hugsa þá varla neitt um ann- að. Þeir vita sem er, að það má tak- ast með ótrúlega litlu atkvæðamagni. Það er meinið. Það er gömul regla og á vafalausu viti bygð yfirleitt, að þeim einum sé trúandi fyrir hlutdeild í stjórn almennra mála, sem hafa sæmilega alment traust og fylgi þeirra, er þeir eiga að vera yfir settir. En ekki þurfti hér um daginn nema 4—-5 af hundraði greiddra atkvæða til að koma manni í bæjarstjórn, eða ekki nema stuðning hér um bil 40. hvers manns allra kjósenda. Það parý vitaskuld ekki að vera neitt illa ráðið, að slíkur maður kom- ist í bæjarstjórn. En hepni má það kallast fremur en hitt, ef svo vel ræðst. Að minsta kosti er þá ekki mikið gjört úr vilja ahnennings. sér þar einnig að embættismanna- flokknum að mestu leyti. Ekki verður annað með sanni sagt um val í bæjarstjórn hér, í langfjöl- mennasta kaupstað landsins áður en þessi nýbreytni var upp tekin, en að því væri yfirleitt hagað eftir mjög sanngjarnlegum stéttajöfnuði og at- vinnuflokka. Þeir báru saman ráð sín, sem helzt gengust fyrir kosninga- undirbúningnum, og komu á hyggi- legum samtökum með þeim flokkum og stéttum. En hvernig fór nú? Nú á langfjölmennasta stéttin í bænum, verkamannalýðurinn, alls eng- an fulltrúa í bæjarstjórrí, —- hvorki sjómenn né landvinnumenn. Þá kemur þar næst sú stéttin, er mest nefir afl þeirra hluta, sem gera skal og langmestar ber byrðarnar í bæjar þarf- ir, kaupmannastéttin. Hún á þar alls einn fulltrúa —, 1 af 15. Iðnaðarmenn, önnur fjölmennasta stéttin en óbreyttra verkamenn, á þar tvo fulltrúa. En embættismannastéttin, — til hennar má telja nánast 10 af 15, þ. e. tvo þriðju allra fulltrúanna. Þar eru 4 reglulegir embættismenn; þá 3, sem telja má nánast til em- bættismannaflokksins eftir atvikum, bankamennirnir; og loks 3 embættis- manna konur og ekkjur. — Kjósend- ur vildu yfirleitt styðja kvenþjóðina til að komast í bæjarstjórn; en sáu sér ekki annað ráð vænna en að snúa Landritari vill kenna ímugust blaða- manna á kosningalögunum sljóum skilningi þeirra á þeim. En það á nú fyrir sér að lagast, þegar þeir hverfa úr sögunni, þessir, sem nú eru uppi, og nýir koma í þeirra stað, sem hafa meiri skarpleik til að bera. Og er það þó ekki alveg vist. Því hvern- ig fór fyrir nefndinni á alþingi, sem hafði frumvarpið til meðferðar, í neðri deild, með sjálfum ráðgjafanum, sem nú er, að framsögumanni? Hún mis- skildi útreikningsreglurnar um ítölu kosningarlistanna. svo að leiðrétta varð í framsögu málsins, sjálfsagt að feng- inni þá leiðbeining frumvarpshöfund- arins, landritarans, sem var forseti í deildinni Er þá mjög mikil furða, þótt alþýðumenn botni ekki meira en svo vel i þeim útreikningi ? En hvað sem því líður, þá er hitt víst, að það getur spilt fyrir almennri hagnýting kosningarréttarins, ef verið er að gera kostiinguna vandameiri en nokkur þörf er á, eða þótt ekki sé nema að gefa átyllu til þeirrar ímyndunar, að þetta sé svo og svo vandasamt. Kosningarathöfnin öll á að vera sem einföldust og óbrotnust að verða má, og alt sem þar að lýtur. Það þarf að gera hana aðgengilega og að- laðandi hinum lítilsigldustu kjósend- um, einkum meðan þeir eru að venjast því, að færa sér í nyt þau hin mikil- vægu þegnfélagsleg réttindi, kosninga- réttinn. Hitt gefur miður hlutvöndum kosningasmölum undir fótinn að koma við blekkingum; meðal annars geta þeir fælt þá frá að kjósa, sem þeir óttast að fylli ekki sinn flokk, með því að telja þeim trú um, að atkvæða- greiðslan sé háskalegur vandi. Listakosninguna hefði í stuttu máli aldrei átt að lögleiða hér. Og eftir henni mundi varla sjá einn af hundr- aði úr iögum aftur, þeirra er ekki hugsa sér að nota hana til að leika á kjósendur; og kemur ísafold alls ekki til hugar að ímynda sér, að þar hafi legið fiskur undir steini hjá landritar- auum; honum hefir vafalaust gengið gott eitt til, er hann tók sig til og íslenzkaði hin dönsku lög, með lista- kosningunni í, — sem fleiri þjóðir en Danir hafa og í lögum hjá sér; hon- um hefir litist vel á hana þá, fundist þar koma fram fögur hugsjón og rétt- látleg. En það er því miður ekki ætíð nóg til þess að lög reynist hagfeld og vel við eigandi. Til þess að gefa öllum börnum kost á að sjá allar myndir, sem sýndar eru í Reykjavik Biograftheater verða framvegis hafðar aukasýningar hvern þriðjudag og U 1 cípiH hvern laugardag ***• ^ ollJvl. Verð aðgöngumiða hið vanalega. 0 0® Sýning kl. 9 síðdegis hvern virkan dag, en á sunnudögum frá 6—10. þingi og utan. Það sést á atkvæða- tölunni, að auk íhaldslauka hafa 2—3 miðlunarmenn fylt stjórnarflokkinn; en þeir eru 4 í landsþinginu; stjórn- arliðar eru þar 21; einn af íhalds- laukum er forseti (Steffensen). Móti lögunum hafa greitt atkvæði 24 hægri menn (af 27), jafnaðarmenn allir 4 og eini gjörbreytingamaðurinn, sem til er í landsþinginu (Edvard Brandes). Danskir frelsismenn vildu láta stjórn- ina þoka hvergi fyrir landsþinginu, meiri hlutanum þar, heldur þjálfa það til undirsveipni með þingrofi, er ná skyldi jafnt til konungkjörinna þing- manna sem þjóðkjörinna. En svo djarft hefir ekki stjórnin viljað sigla, heldur reyna að slaga sig fram með því að sveigja til við klofning- inn úr íhaldsliðinu, þá Mogens Frijs greifa og hans rnenn. Carl Ewald var einn með meiri háttar skáldum Dana hinnar nýrri kynslóðar, maður laust fimtugur (f. 1856), hafði samið mikinn fjölda æfin- týra, allmargar skáldsögur og nokkra sjónleiki. Hann var andvigur kirkju og kristindómi. Hann var sonur Fr. Ewalds sagnaskálds, sem enn lifir, hátt á níræðisaldri (höf. að Svenskerne paa Kronberg, etc.). Erl. ritsímafréttir til Í8afolilar. Kh. 26. febr. kl. 6 si Sambræðslan á rlkisþinginu. Kosningalaga-sáttmálinn var samþykt- ur í dag í landsþinginu með nœst 32 atkv. gegn 29. Þrir hœgrimenn greiddu eigi atkvceði. Edison. Edison er dauðveikur. Carl Ewald. Carl Ewald er dáinn. Fréttin frá ríkisþinginu danska segir frá því, að riðinn er nú endahnútur á sambræðslu stjórnarflokksins við klofn- inginn úr hægrimannaliðinu, íhalds- laukana 9 í landsþinginu, þá Mogens Frijs greifa og hans sveitunga, um sveitarstjórnarlaganýmælið, svo spé- skorið og halaklipl sem þeir höfðingjar vilja hafa það, með skerðum almennum kosningarrétti til hagsmuna auðvalds- höfðingjum. Það tiltæki stjórnarinnar og hennar manna magnar Fjandskap á hendur henni af hálfu frelsismanna í Prestkosningaréttur og brauðasamsteypa. 11. (Síðari kafli). Þar er eins og sýnt var fram á síðast, að hin nýju brauðaskipunarlög eru alveg óframkvæmanleg öðru vísi en að brjóta lögin frá sama tima um hluttöku safnaða í veitingu brauða, þ. e. svifta söfnuði í samsteypubrauð- um prestkosningarétti þeirra. En úr því svo er, virðist sjálfsagt að kjósa hitt heldur, að fresta framkvæmd brauðaskipunarlaganna um samsteypu prestakalla þann stutta tíma, sem til þess þarf, að löggjafarvaldið geti um- bætt þetta nýsmtði sitt. Það er ekki nema til næsta vetrar. Samsteypuheimildin á skilmálalaust að þoka fyrir kosningaréttinum. Um það eru allir sammála, að um- boðsstjórn geti ekki veitt kosninga- rétt; en þá á hún elud fremur að geta sviýt menn kosningarétti, tekið hann aý fjórða hverjum söfnuði á landinu. Löggjafarvaldið eitt getur það, en um-. boðsstjórnin alls ekki. Löggjafarvaldið getur gert það á næsta þingi t. d., ef því sýnist svo. En gerir það auðvitað ekki, meðal annars vegna þess, að það mundi vafakust verða sama sem að reka söfnuði hrönnum saman burt úr þjóð kirkjunni, — líklega þorra þeirra safn- aða, er yrði fyrir því gjörræði, þ. e samsteypusafn aðann a. Hver leið er þá út úr þeim ógöng- urn þangað til? Engin önnuf en sú, að ráðstafa þjónustu lausra samsteypusafnaða eins og gert er ella, þegar brauð losna á þeim tímum eða með þeim atvikum, að löglega skipaður prestur getur ekki tekið við þegar í stað af þeim, sem frá fer. Það getur t. d. aldrei orðið, er þjónandi prestur deyr. Þá verður jafnan að setja prest til að þjóna til bráðabirgða, oft framt að heilu ári, til næstu fardaga, stundum jafnvel miklu iengur, svo árum skiftir, t. d. ef brauðið gengur ekki út, — ýmist ná- grannaprest eða brauðlausan mann. Og er meira að gera það í þessum lagaskortsvandræðum en hins vegar? Einhvern veginn verður að komast út úr ógöngunum. Hjá þeim úrræðum virðist því að eins verða komist, að nágrannaprest- ur sá, er lögin ætlast til að taki við samsteypubrauði, er losnað hefir, vilji ekki að því ganga. Þá virðist mega auglýsa það laust, láta kjósa þar og veita það síðan með venjulegum hætti, en þó naumast nema með sérstakleg- um fyrirvara eða skildaga, sem síðar verður á vikið. Samsteypunni er þá frestað þar til er nágrannabrauðið losnar. Dæmi þess eru nú samsteypubrauð- in Reykkolt og Gilsbakki. Gilsbakka- prestur gekk ekki að samsteypunni; og var þá Reykholt þegar auglýst laust. (Hins er ekki getið, hvort Gils- bakkapresti hefir verið boðið Reykholt með þeim fyrirvara, að sóknarmenn þar kysi sér hann. En svo hefði átt að vera. Ella ekki önnur ráð en að setja mann til að þjóna Reykholti i bili). En rísa þá ekki sömu vandræðin upp aftur, er síðara samsteyyubrauð- ið losnar? Hvernig fer, þegar Gils- bakki losnar? Getur Reykholtsprest- ur bætt því brauði við sig nema Hvítsíðingar kjósi hann þá ? Eða þarf hann að taka við þeim nema hann vilji? Því ber að svara svo, að eins og sjálfsagt er að hafa þann algenga fyr- irvara í veitingarbréfinu fyrir Reyk- holti, að prestur verði að ganga að lögmæltum breytingum á umdæmi hans, sérstaklega samsteypu Gilsbakka við brauðið, eins virðist nú eftir at- vikum þurfa að láta hann undirgang- ast fyrir fram nýja kosningu á sínum tíma í hinu sameinaða brauði Reykholti og Gilsbakka. Þann veg virðist mega komast fram úr ógöngunum í bili, þar til er iöggjaf- arvaldinu vehist færi á að lögbjóða þá aðferð, er því líkar. Vilji þeir, sem um lleykholtið sækja, ekki ganga að þvi skilyrði, verður að fresta veitingunni og hafa þar milli- bilsþjónustu. Verið getur, að veitingarvaidið beri það fyrir hér i móti, að slíkt liggi að svo stöddu fyrir utan öll lög. Umsækjandi, sem kosningu hlýtur, geti heirntað sér veitt brauðið án slíks skildaga, hafi hann ekki verið

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.