Ísafold - 01.04.1908, Blaðsíða 1
Kemur út ýmist einu sinni eða tvisvar i
viku, Verð árg. (80 arkir minst) 4 kr., er-
lendis 5 kr. eða 1 ‘/t dollar; borgist fyrir
mibjan júlí (erlendis fyrir fram).
ISAFOLD
Uppsögn (skrifleg) bundin viÖ Aramót, er
ógild nema komin sé til dtgefanda fyrir
1. okt. og kaupandi skuldlaus viö blabiö.
Afgreibsla: Austurstrœti 8.
XXXV. árg.
Keykjavík miðvikudaginn 1. apríl 1908.
14. tölublað
I. O. O. F. 89438 1/2 • I- E.
Augnlækning ók. 1. og 3. þrd. kl. 2—8 i spítal.
Forngripasafn opið á mvd. og ld. 11—12.
Hlutabankinn opinn 10—2 */» og ö1/*—7-
K. F. U. M. Lestrar- og skriístofa frá 8 árd. til
10 siöd. Alm. fundir fsd. og sd. 81/* síðd.
Landakotskirkja. Guðsþj.OVs og 6 á helgidögum.
Landakotsspitali f. sjúkravitj. 10Vt—12 og 4—5.
Landsbankinn 10 ^/a—21/*. Bankastjórn við 12— 1.
Landsbókasafn 12—8 og 6—8.'
Land8skjalasafnið á þrd., fmd. og Id. 12—1.
Lækning ók. i læknask. þrd. og fsd. 11—12.
Náttúrugripasain á sd. 2—8.
Tannlækning ók. i rósthússtr. 14, l.ogS.md. 11- ’
, *
Ríkisréttindi Islands.
Bikisréttindi ís-
lauds. Skjöl og skrif.
Safnað hafa og aamið
Jón Þorkelsson og
Einar Arnórsson. Kvík
1908. (Kostnaðarmaðnr
Sigurður Kristjánsson).
Ekki eru mörg missiri síðan liðin
er kallað mundi hafa verið goðgá að
nefna ísland rífó-nafni, eða gert mundi
hafa verið gys að annari eins of-
dirfsku.
Guðmundur Hannesson á þann heið-
ur, að hafa hleypt á stað því ofur-
mæli og rökstutt það vel og snjalt.
Þingvallafundur 1907 gerir því næst
þá allsherjarsamþykt, að minna eigi
og megi þjóðin ekki láta sér lynda.
Hún megi ekki og eigi ekki að semja
við sambandsþjóðina, Dani, á öðrum
grundvelli um sambúð við hana eftir-
leiðis, — öðrum grundvelli en óskoruð-
um ríkisrétti og jafnrétti við þá, með
konungi einum og konungserfðum að
sameiginlegu máli. Hitt fari eftir sam-
komulagi, hver mál önnur Danir kynnu
að verða láttiir fara með að sinni af
beggja hendi.
Þar næst kveður útlendur fræði-
maður, Ragnar Lundborg ritstjóri í
Uppsölum, upp úr um það, að Island
eigi ekki einungis tilkall til fullra
ríkisréttinda, heldur sé ríki út af fyrir
sig og hafi verið alla tíð að réttum
lögum og órofnum. Hann rökstyður
þá staðhæfing glögt og röggsamlega
í sínu litla riti um málið, skráðu á
einni höfuðtungu heirns, þýzku.
Loks rekur þessi bók, sem hér er
nefnd, á smiðshöggið, með því að
birta vandlegar heimildir, forn skjöl
og skrif fyrir því, að þetta sé rétt og
órækt í alla staði.
Nú væri fróðlegt að sjá eður heyra
þann skilgetinn íslending, er gera
vildi gys að ríkis-nafninu.
Er þá fundin hér ný spekii
Hefir enginn maður rent grun í
þetta áður?
Því fer fjarri að svo sé.
Vor langmesti stjórnvitringur og vís-
indamaður á þau fræði, Jón Sigurðsson,
vissi þetta gjörla og hélt því fram í raun
réttri í sínum aðalritgerðum um stjórn-
bótarmál vort. Það eitt skilur, að hann
notar ekki orðið ríki, heldur land,
í samræmi við gamla málsvenju. Hann
vissi það, sem var, að jafnvel landar
hans hefðu orðið ókvæða við, ef heyrt
hefðu hann tala um ríki, fyrst er hann
hóf máls á landsréttindum vorum,
hvað þá heldur Danir. Svo vorum
vér lítilsigldir þá og óframfærnir fyrir
þjóðarinnar hönd, að það mundi hafa
stórspilt hans málstað, ef hann hefði
verið svo ólítilþægur í orði. Hann
þótti nógu stórtækur og stórhuga,
þótt sneiða gerði hjá stórum orðum.
Rit þetta er aðallega heimildarskjala-
safn fyrir þeirri kenningu, að ísland
sé ríki og að það sé lögleysa, ef því
er varnað þeirrar réttarstöðu.
Höfundar og kostnaðarmaður rits-
ins hafa lagt saman um það þarfa-
verk, að veita landslýð öllum kost á að
kynna sér fyrirhafnarlítið gögn þau
og rök, er að þessu efni hníga, svo
að laust liggi fyrir almenningi, að hér
er ekki farið með neinn hégóma,
helcur sögulegan og réttarlegan sann-
leika.
Bókin er nær eingöngu um f]órar
fyrstu aldirnar eftir það er landið
komst undir Norvegs konung. Um
hitt tímabilið, eftir 1662, segja höf-
undarnir í formálanum, að allar þær
breytingar, er orðið hafa á stjórnar-
fari íslands eftir að einveldið komst
á og alt til þessa dags, hafi frá laga-
legu sjónarmiði engin áhrif á ríkis-
réttindi landsins og réttarstöðu þess,
sökum þess, að þær séu annaðhvort
gerðar að handahófi af einvaldri kon-
ungsstjórn, eða þá af einræði af kon-
ungi eða dönsku Iöggjafarvaldi, án
þess að íslendingat hafi sjálfir af fús-
um og frjálsum vilja eða á full-lögform-
legan hátt lagt samsþykki sitt á þær.
Höf. hafa skift með sér verkum á
þá leið, að dr. J. Þ. hefir safnað hin-
um fornu skjölum og skrifum, fram
að 1662, og samið við þau skýringar
og athugasemdir, svo og sögulegt
yfirlit yfir ýmsa kafla þess tímabils,
er þau skjöl hníga að. En E. A.
samið yfirlit yfir stjórnartilhögun í
landinu eftir 1262: fyrst inngang um
Gamla-sáttmála, að hann sé í raun
og veru stjórnarskrá og grundvallar-
lög eða þeirra ígildi, og þar næst
kapítula um löggjafarvaldið, annan
um dómsvaldið, og hinn þriðja um
framkvæmdarvaldið; og loks er allítar-
legur kafli um kirkjustjórn hér á landi,
— löggjafarvald, dómsvald og fram-
kvæmdarvald i kirkjumálum.
Hér eru mismunandi textar Gamla-
sáttmála prentaðir eftir beztu heimild-
um og margítrekaðar tilvitnanir í hann
af landsmanna hálfu hvenær sem til-
efni er til, alt fram um Kópavogs-
fundinn alræmda (1662).
Því næst segir frá, hversu konungs-
valdinu hætti til mjög fljótt og alla
tíð að vanhalda sáttmálann á ýnísa
lund, en þjóðin bar sig jafnan upp
undan því og krafðist þess, að þar
yrði bót á ráðin, oft árangurslaust að
vísu, en stundum með töluverðum
árangri. Þeir þverneituðu nýjum
sköttum og álögum, og skírskotuðu
jafnan til sáttmálans, með því að þar
var vandlega afmarkað, hvað gjalda
skyldi konungi; — alt þar fram yfir
var heimildarlaust.
Rifjuð er upp sagan af ránum og
ofríkisverkum hinna útlenduleiguþjóna
konungsvaldsins, hirðstjóranna og
þjóna þeirra, er Íslendingar létu suma
hverja ekki kemba hærurnar framan
af konungsstjórnaröldinni og alt fram
um siðbiltingaröldina.
Gagnmerkileg er lýsingin á tildrög-
um hennar, siðbótarinnar, er svo hefir
nefnd verið, en er miklu fremur
stjórnarbylting af hálfu útlends valds,
þar sem þjóðleg sjórn er bæld og
undirokuð með svikum og hervalds-
ofríki, eftir langa vörn og vasklega,
eftir því sem hér varð viðkomið, miklu
lengri en Norðmenn héldu henni uppi;
þeir urðu fyrir sömu búsifjum.
Þá er sagan af Kópavogs-eiðunum
ekki síður merkileg, svikum þeim og
ofríki, sem landsmenn voru þá beittir.
Af framferði konungsvaldsmanna á
ofanverðri 17. öld, um og eftir að
einveldið komst á, eru fróðlegar frá-
sögur prentaðar fyrsta sinn í þessari
bók, eftir nýlega fundnu handriti eftir
Arna Magnússon. Og mundi þeim
piltum sumum hafa verið goldinn
rauður belgur fyrir gráan, ef verið
hefði 2 öldum áður, og það eigi
ófyrirsynju. En þá var vopnaburður
lagður niður fyrir löngu og kjarkur
mjög laminn úr landsmönnum fyrir
langvinna kúgun og margvíslega van-
hagi.
Freisting væri mikil að herma orð
fyrir orð heila kafla úr þessum frá-
sögum, er hér hafa nefndar verið, m.
fl. En hitt er nær, að almenningur
lesi þær í bókinni sjálfri. Hún er afar-
ódýr eftir vöxtum og kostum (1 L/2 kr.)
og ætti helzt að komast í hendur sér-
hvers kjósanda á landinu.
AðfiLutningsbannið.
Nokkrar athugasemdir
við grein hr. L. P. í Þjóðólfi.
Einhver hr. L. P. ritar í Þjóðólf
20. þ. m. all-Iangt mál og móðþrung-
ið í móti banni gegn innflutningi á-
fengra drykkja hingað til lands, og
óskar þess jafnframt, að sem flestir
taki það mál 51 athugunar opinber-
lega. — Hann kveðst búast við and-
mælum, en vonar að þau verði sann-
gjörn og á rökum bygð.
Málið er á því stigi og svo alvar-
legt og mikilsvert, að sjálfsagt er að
gefa því gaum.
Fáir sannir bindindisvinir munu
vera höf. samþykkir, eins og hann
kemur.fram í grein þessari; en skylt
er og sjálfsagt eigi að síður, að svara
honum með sanngirni. Og á rökum
skal leitast við að byggja, svo sem
föng eru á.
Hr. L. P. kveður fast að orði um
það, að ef lögleitt verði bann gegn
innflutningi áfengra drykkja til lands-
ins, þá sé þjóðinni með því gerð
hin mesta vansamd, sem hægt sé að
hugsa sér. Það megi ekki gera henni
þá smán, að svifta hana mannréttind-
um með lagavaldi. Það sé hið Jrek-
asta vantraust á núlifandi og komandi
kynslóðum, er með því væri svijtar
sjálfstæði og trausti á sjálfum sér, og
gerðar að hálfþroskuðum Hottentottum
eða Indíönum. — Þann veg mæiir hr.
L. P.; en krefst þó sanngirni i móti.
Lítum nú fyrst á það, vinur L. P.
og aðrir góðir menn, hverri aðferð
hugsað er að beita, til þess að koma
bannlögunum á. Er hún ekki frjáls-
legri en dæmi eru til hér um nokk-
ur lög önnur? Eða er vilji þjóðar-
innar eins mikils virtur í nokkru öðru
máli ? Hún á sjálj að segja til um
það, þegar á þessu frumstigi málsins,
hvort hún æskir slíkra laga, eða ekki.
Og gert er ráð fyrir, að ekki komi
til mála að setja lögin, nema mikill
meiri hluti hennar krefjist þeirra. —
Er til önnur mannúðlegri og frjáls-
legri aðferð við lagasetning ? — Mér
er ókunnugt um, að svo sé.
Setjum svo, að einfaldur meiri hluti
þjóðarinnar (kjósenda) krefjist bann-
laganna. Hann fær þau ekki. En
væri pað ekki ranglæti, eftir venjuleg-
um og almennum þegnfélagsréttind-
um ? Hefði ekki sá meiri hluti full-
gilda ástæðu til að kvarta um, að hann
væri ofriki beittur, vilji hans lítlisvirt-
ur og vansæmdur?
Einhver verður að skera úr, þegar
ágreiningur er risinn; einhver verður
að ráða. Og hvort er þá eðlilegra,
að það geri meirieða minni hlutinn?
Hr. L. P. virðist ekki vilja skeyta
því að neinu, þótt öflugur meiri hluti
krefðist bannlaganna. Hitt vakir sýni-
lega fyrir hotium, að heimild bresti
til að setja slík lög, meðan nokkur
maður á landinu sé þeim andvígur, og
að þau séu hvað sem öðru líðurvan-
sæmandi haft á persónulegu frelsi
manna. En ætla mætti, að yfirleitt
væri skoðanir landsmanna ekki mjög
skiftar um þessi atriði.
Heimildin virðist ekki geta oltið á
öðru en því, hvort þjóðin sjálf telji
bannlögin miða sér til heilla eða ekki.
Hér er ekki um mál að ræða, er snerti
réttindi annarra þjóða eða ríkja. Að
vísu er þeim það hagur, að hafa hér
markað fyrir áfengi sitt; en rétt eða
heimtingu eiga þau ekki á því, og það
því síður, sem landsmönnum er sjálf-
um bannað að búa til þann varning.
Þjóðin er hér fyllilega sjálfráð.
Hr. L. P. heldur því fram, að vegna
þeirra manna, sem nú eru lausir við
að greiða áfengistoll í landssjóð, sé
óheimflt að setja bannlögin. Af þeim
hljóti að leiða stórum aukin útgjalda-
byrði fyrir þá, byrði svo þung, að
hún firri þá öllum hagsældum; og
byrði megi ekki leggja á þá, nema
með góðfúslegu samþykki þeirra, sem
þeir að sjálfsögðu veiti aldrei.
En þetta er tvöföld villa.
Löggjafarvaldið hefir lagalega heim-
ild til að leggja á þjóðina alla hæfi-
leg gjöld til almennra þarfa; og því
er skylt að sjá um, að þau gjöld komi
sem jafnast niður á einstaklingana,
eftir gjaldþoli þeirra. Það er í fylsta
máta ósanngjarnt og ranglátt, að láta
sérstakan hluta þjóðarinnar bera þá
byrði, sem öllum er jafnskylt að bera.
Hér á það engu um að ráða, þótt
segja megi að þessi hluti þjóðarinnar
greiði tollgjöldin ótilkvaddur. Vér vit-
um það vel, að öllum þorra þess
flokks er byrðin óljúf og um megn.
Enda bera þeir þeim mun minna af
öðrum sameiginlegum skyldubyrðum,
sem þeir leggja meira á sig af þess-
arí, svo að hagurinn verður minni en
enginn, eins og síðar mun sagt verða.
Hr. L. P. segir, að þessi gjöld séu
int af hendi pegjandi og hljóðalaust.
Þetta er fjarri sanni.
Engin gjöld eru greidd með jafn-
háværum hljóðum eins og þessi.
Olæði mannsins og andvörp kon-
unnar, — sem þolir þjáningar á lík-
ama og sál vegna áfengisnautnarinnar,
— eru sárari en nokkrar eftirtölur geta
orðið. Meira og minna knúðir af
ástríðum inna ntenn þessi gjöld af
hendi; og það er sýnu verra, að vera
þræll lasta en laga.
Það tjáir ekki að andæfa því, sem
vísindin eru að sanna, og eru þegar
búin að sanna með óyggjandi reynslu-
dæmum: að áfengið er ávalt skaðlegt,
í hversu smáum rnæli sem þess er
neytt, — að nautn þess spillir vel-
megun manna og er ein af aðalorsök-
um örbirgðar og hvers konar hags-
munalegs ófarnaðar. Um það verða
æ fleiri og fleiri frægir læknar og
aðrir vísindamenu og hagfræðingar
sammála. (Þá menn, sem kynnu að
álíta hér farið með öfgar, vil eg biðja
að kynna sér hina ágætu bók Alkohol-
Spörgsmaakt, eftir Finnlendinginn dr.
Matti Helenius, er hann hlaut dokt-
orsnafnbót fyrir við háskólann í Khöfn
fyrir skömmu).
Getur þá nokkur vansæmd eða smán
verið í því falin, að þjóðin útrými á-
fenginu gjörsamlega með lögum ?
Eg fæ ekki séð að svo sé; og eg
bið þá menn, sem öðruvísi líta á það
mál, að athuga það vandlega.
Sé hér um nokkra vansæmd að
tefla, þá felst hún ekki í útrým-
ingu áfengisins með bannlögum, held-
ur í því, að þörf er á slíku banni.
En að á því sé þörf, sýnir meðal
annars sú geysimikla fjárhæð, sem
vér verjum enn árlega til áfengis-
kaupa, þrátt fyrir langvinna og all-
ötula baráttu fyrir bindindismálinu.
Og ekki væri pað vansalaust, ef tafið
væri við útrýminguna eftir að mikill
meiri hluti þjóðarinnar hefði krafist
hennar.
Athugum svo fjárhagshlið málsins
lítið eitt nánara.
Hr. L. P. telst svo til, »að' 80—200
manns af liðugum 80 þúsundum á
landinu vanbrúki áfengi«, — »ef þeir
annars eru svo margir, sem vanbrúka
það«, bætir hann við.
Veslings-maðurinn virðist hafa þá
menn eina í huga, sem fyrir ofnautn
áfengis eru orðnir verri en viltir rnenn,
sbr. grein hans á öðrum stað. En
þótt hann eigi nú að eins við svo-
nefnda ofdrykkjumenn, þá eru þeir —
þvíer miður — mjög vantaldir. Eg hygg,
að ekki mundi skorta á þá tölu i
Reykjavík einni. —
. Engar nákvæmar skýrslur eru til
um það, hve mikill hluti þjóðarinnar
það er, sem beinlínis ber áfengisbyrð-
ina og greiðir áfengistollinn í lands-
sjóð. Um það má þvi þrátta. En
sanni nær tel eg, að það sé um l/6
hluti, eða 16 þúsundir manna. Þar
ber ekki einungis að telja drykkju-
menn eða þá, er neyta áfengis, held-
ur og þá, er þeir eiga fyrir að sjá.
Afengisbyrðin er um 600 pús. kr.
á ári, samkvæmt landshagsskýrslun-
um. Það eru hin beinu útgjöld þjóð-
arinnar til áfengiskaupa.
Og eg hygg, að eg verði ekki með
sanngirni sakaður um neinar öfgar,
þótt eg segi, að ónnur eins Jjárhað
Jari Jorgörðum í óbein gjóld, sem af
áfengisnautninni stafa.
Hér er mein að vöntun hagfræðis-
skýrslna um þetta efni.
A Englandi telst hagfræðingum svo
51, að sjöttung alls vinnutíma sé eytt
við drykkju, — auk hvíldartíma, er til
þeirrar iðju ganga.
Er ástæða 51 að ætla, að miklu
minni tíma sé 51 þessa varið hér 51-
tölulega ?
Og þegar svo þar við bætist heilsu-
tjón, er af áfengisnautninni leiðir,
slysfarir, stytting mannsæfinnar, hnekk-
ir andlegs og líkamlegs þroska,
glappaskot og mistök í viðskiftalífi,
misráðin ráð o. fl. o. fl. — þá mun
sízt of mikið í lagt, þótt kaupverð
áfengisins sá tvöfaldað.
Eftir því gefur þjóðin 1,200,000
kr. — eina miljón og tvöhundruð
þúsund krónnr — fyrir áfengi á ári.
— Það eru 75 kr. á hvern af áður-
nefndum 16 þúsundum manna.
En af þessari fjárhæð ganga 160
þús. kr. 51 almennra þarfa: — áfeng-
istollur í landssjóð. Það er 51 jafn-
aðar 10 kr. frá hverjum manni (16
þús.).
Væri nú hins vegar áfengistollin-
um eða jafnri fjárhæð jafnað á alla
þjóðina, 80 þús. manna, þá kæmu 2
kr. á hvert bak.
Hvar er að finna réttast mat á gjald-
þoli þjóðarinnar til almennra parfa?
Að minni hyggju er það í fjárlög-
unum.
Þau eru samin með mikilli vand-
virkni og nákvæmni af fulltrúum þjóð-
arinnar.
Og sízt mun um það kvartað, að
gjaldþolið sé þar vanmetið.
í núgildandi fjárlögum, fyrir 2
ár, 1908—1909, eru tekjurnar taldar
rúmar 2 milj. og 800 þús. kr.
Það ætti þá að vera rétt mat á
gjaldþoli þjóðarinnar 51 landsþarfa. En
þar frá virðist bera að telja 500,000
kr. lán, sem talið er með tekjunum;
ennfremur nokkrar smærri fjárhæðir,
sem erlendir menn greiða. Ætla má,
að eftir verði rúmar 2 milj. kr.
Arsgjaldpolið er pá rúrnkga ein miU
jón króna.
Það er með öðrum orðum hér um
bil jöfn fjárhæð og þjóðin ver 51 á-
fengiskaupanna, að frádregnum áfengis-
tollinum.
Gjaldþolið er 12 kr. 50 a. á mann;
en áfengisbyrðin var 75 kr. á mann.
Væri nú áfengisbyrðinni varpað í
sjóinn, og gjaldþolinu sem við það ynn-
ist, bætt við það sem fyrir er 51 al*
mennra þarfa, pá tvöjaldaðist burð-
arrnagn pjóðarinnar. Það yrði 25 kr.
í staðinn fyrir 12,50 á mann.
Mundi þjóðarbúinu ekki vera betur
borgið með þeim hætrí ?
Nú er þess ennfremnr að gæta, að
því þyngri sem áfengisbyrðin er, þeim
mun minna leggja þeir af mörkmn úl