Ísafold - 01.04.1908, Blaðsíða 2

Ísafold - 01.04.1908, Blaðsíða 2
54 IS A P 0 L'D almennra þarfa, sem hana bera, eins og áður var sagt. Byrðin skiftist mis- jafnt á einstaklingana. Sumir í þvi liði bera lítið af henni, en gjalda aft- ur mikið til opinberra þarfa. En aðr- ir rogast þar með þyngra hlass en þrótturinn leyfir, og er síður en svo, að á þá verði bætt. Þar eru fleiri liðléttingar og óbermi en í hinum hópnum. Og það sem mestu skiftir: Bakkus- arfylkingin eykur ómegð svo mikla á þjóðarbúinu, að gjaldþol hinna efnaðri í þeirri fylkingu hrekkur naumlega fyrir framfæri hennar, eins og sýnt er með framanskráðum tölum. Auðvitað má véfengja tölurnar, þar sem ekki er hægt að byggja þær á hagfræðisskýrslum. En eg hygg að það megi þá gera á báða bóga, og því haggist ekki grundvöllurinn til muna. Og ef þetta er nú rétt athugað: — að töluverður hluti þjóðarinnar — segjum einn fimti —, sé henni gagns- lítill í lífsbaráttunni og framfaravið- leitninni, hvað er þá til ráða? Stuart Mill segir svo: Sérhver sá, er verndar nýtur af mannfélaginu, er skyldur að endur- gjalda því þá velgjörð. Og af þvi að menn lifa í mannlegu íélagi leiðir það óhjákvæmilega, að hver maður er skyldur til að gæta nokkurra hegð- anarreglna gagnvart öðrum. Þessi hegðun er . . . í því fólgin, að hver maður beri sinn hluta aí skyldukvöð- um þeim og byrðum, er nauðsynleg- ar eru til að verja mannfélagið og meðlimi þess tjóni og árásum. Þess- ara skilyrða hefir mannfélagið rétt til að annast um að gætt sé, og það hvað sem það kostar þá, er undan viija skorast að rækja þau. Ýms atriði eru enn í grein hr. L. P., þau er athuga þyrfti. Hann lofar mjög — í öðru orðinu — starf goodtemplara og annara bind- indisvina, og skorar jaínvel á þá, að halda áfram »að útrýma áfenginu með djörfung.« Að pessu eru allir sannir bindindis- vinir að vinna, góði vinur L. P. Það hefir verið og er takmark þeirra. En þeir hafa aldrei getað hugsað sér al- gerða útrýmingu áfengis með öðrum hætti en með bannlögum. Og sé það starf lofsvert og vegsamlegt, sem lýtur að því að jarast nar takmark- inu, þá liggur í hlutarins eðli, að mörgum sinnum meira er um það vert, að ná takmarkinu. En þá slær aftur í bakseglin hjá hr. L. P. — Hann segir, að með bannlögunum hverfi starf bindindis- vina (en óttast þó tollsvik og annan megnan andróður gegn lögunum), og spyr, hvað verði þá úr öllu því fé, sem veitt hefir verið til útbreiðslu bindindis og öllu virðingarverðu starfi þeirra manna, sem af alúð hafa gefið sig fram til þessa? Þar til liggja þau ein svör, að pá er Jéð og fyrirhöjnin Jarin að bera þá ávexti, sem til var ætlast, — þann blessunarríkasta arð, sem fé getur bor- ið. Hr. L. P. hvetur þjóðina til að sýna það við væntanlega atkvæða- greiðslu í haust, að hún hafi hug til að þreyta fangbrögð við Bakkus gamla, sem nú þegar sé búið að koma á bæði kné. — Sannir bindindismenn og mannvinir vænta þess hins vegar, að þjóðin bagi frá sér slíkri viðureign með öllu og finni sér nytsamara við- fangsefni. Þá heldur L. P. því fram, að út- lendingar beri mikinn hluta af hér- lendu áfengisbyrðinni. Vér mundum fyrta þá frá oss með því að gera þeim ómögulegt að fá hér áfengi og að það væri hnekkir á mannréttindum þeirra, ef þeim væri meinuð slík kaup og að greiða þau gjöld í landssjóð, sem þeir inna nú af hendi af frjáls- um vilja. Ekki skal því neitað, að útlending- ar súpi drjúga sopa af áfengi því, sem hingað er flutt, og beri að því leyti byrðina með Iandsmönnum. En á hinn bóginn er það ómælt, hvort landsmenn þyngja ekki sína eigin byrði jafn-mikið eða meira með náutn áfengis hjá útlendingum, þess áfengis, sem landssjóður hefir ekki eins eyris tekjur af, heldur skaðann einan. Eg hygg, að allgóð rök mætti fyrir því færa. En um réttindi útlendinga hér í þessu efni verður að gilda hið sama, sem að framan er skráð um vorn eigin rétt. Fari þeir, sem fara vilja vegna áfengisvöntunar. Að þeim er naumast eftirsjá. Ein rökfærsla L. P. er það, að samkvæmt bannlagahugmyndinni ætti að drepa alt sauðfé á landinu vegna þess, að sauðaþjófar hafa verið til og muni verða, meðan sauðfénaður sé til. Þetta dæmi er fjarstæða ein, sökurn þess, að fénaðarafurðir efla hagsæld, en áfengið örbirgð og ófarsæld í hvivetna. Bannlög gegn stuldi hvors- tveggja höfum vér. — Annars bið eg lesendur að fyrirgefa, að eg hefi svar- að þessu ómerka atriði. Eg gæti fallist á það með hr. L. P., að rétt væri að hegna fyrir »of- nautn« áfengis. En við vitum það báðir, að dómsvaldið lítur öðrum aug- um á það mál, — og hefir gögn fyr- ir sér. Og við vitum það einnig, að kegningin kemur Jram, þótt ekki sé hún sniðin með dómaraskærum. En hún kemur niður á mannfélaginu í heild sinni, og kemur þar fram ein grein þess hnekkis, er það biður af völdum áfengis. Þá eru tollsvikin, eða viðleitni á að fara kringum væntanleg bannlög, og þar af leiðandi löggæzla, sem hr. L P. heldur að verða mundi ókleif fvrir kostnaðar sakir. Leitum frétta hjá reynslunni um þetta atriði. Hún segir skýrt og skorinort: því minna áfengi, því um- fangsminni og ódýrari löggæzla. Lítum í annan stað til þjóðarinnar: Mundi hún alment setja sig út til að lítilsvirða þau lög, sem mikill rneiri hluti hennar hefði æskt eftir? Síður en svo, að henni sé það ætlandi. Og svo að lokum: Hvar á að taka þá fjárhæð, er iandssjóðnum hverfur með áfengistollinum? Þetta er spurning Péturs og Páls, spurning, sem virðist valda áhygg- jum. — Eg hefi leitast við að sýna fram á það hér, að landsbúinu hverfur eng- in fjárhæð, þótt áfenginu sé slept. Þvert á móti. Hér er að eins um grýlu að tefla; en vér eigum ekki að vera grýlubörn. Ef gjaldþol þjóð- arinnar til almennra þarfa er nú rúm ein miljón króna, og hún ber þá byrði á bakinu, en Bakkus í fyrir, þá er það auðsætt, að á henni létti að miklum mun, ef hún varpaði af sér brjóstpinklinum, — þótt hún setti þar tollfjárhæðina í staðinn. Krefjist menn eigi að síður svars við áminstri spurningu, þá er þess auðvitað að leita hjá löggjafarvaldinu, eða nú hjá skattamálanefnd landsins. Hún er skipuð til að athuga, með hverjum hætti gjöldum til almennra þarfa verð- ur haganlegast og réttlátiegast fyrir komið. Samkvæmt erindisbréfinu á hún meðal annars að taka til íhug- unar, hvort fært muni vera að hækka aðflutningsgjald og útflutnings frá þvi sem nú er, eða bæta við fleiri toll- stofnum, eða leiða í lög alment verzl- unargjald. Eg skil þetta svo, að hér sé t. d. átt við það, að Ieggja tiltekið gjald á allar aðfluttar vörur eftir verðmæti þeirra (faktúru-gjald). Hugsum oss að það ráð yrði tekið. Hversu tilfinnanleg byrði yrði það þá, ef áfengistollfjárhæðinni yrði þann veg jafnað niður? Eftir síðustu hagfræðisskýrslum — um árið '1905 — námu aðfluttar vör- ur samtals um 14V2 milj. kr. Gerum að vel þætti hlýða, að und- anskilja kornvörur og önnur matvæli þessu gjaldi; en þær vörur námu rúml. 2^8 milj. kr. Þá er eftir um 12 miljónir króna. Sé þá tollfjárhæðinni, 160 þús. kr., jafnað niður á þessar 12 miljónir, þá kemur 1 V3 eyris á hverja krönu. Með öðrum orðum: tolljjárhaðin er pá jengin, með / V3 tyris verðhœkkun á hverju krónuvirði l pessutn vörum. Rvík 27. marz 1908. lArni Jóhannsson. SSáttuvélar. í blöðunum hefir nú á síðari tím- um eigi allsjaldan verið minst á sláttu- vélar og sláttuvélakaup. í einhverju blaðinu las eg það, að sláttuvél hefði verið brúkuð fullum fetum í Ferju- koti sumarið 1906, og einhverstaðar voru kaupendur sláttuvéla taldir upp, eða þeir bæir, er þær voru notaðar á. Hér liggur á borðinu hjá mér ísafold 11. tbl. þ. á. Þar telur bréfritari af Snæfellsnesi það með framförum í búnaði, að síðastliðið sumar hafi fyrsta sláttuvélin komið til Snæfellsness- sýslu; en bréfritarinn bætir þvi svo við, að hún hafi lítið verið notuð enn. Eg man ekki til að neinn af þeim, er sláttuvél hafa keypt, hafi öðrum til leiðbeiningar ritað um það í blöðin — r.ema Eggert á Meðalfelli. Það er auðsær hlutur, að ef sláttu- vélar yrðu brúkaðar á engjum vor- um og túnum til nokkurra muna — eg tel ekki þótt slá mætti með þeirn örlftinn blett —, þá er það framför. En ef þær verða ekki brúkaðar til neinna muna, til hvers er þá að kaupa þær? Hvað segir reynslan ? Þvi ættu rnenn að skýra frá og sízt þegja yfir, allir þeir, er hana hafa. Eg hefi ekki sjálfur sláttuvél á heim- ili mínu. En kunnugt er mér um, að 3 bændur í Borgarfirði hafa keypt sláttuvél eða útvegað sér, og hin 4. sláttuvélin er á Hvanneyri; vil eg sízt telja eftir mér að segja’ það sem eg veit um afnot þessara véla. . Það var sumarið 1906 —líklega I ágústmán. —, að eg frétti einu góðan veðurdag að Sigurður Fjeldsted ætlaði að prófa nýja sláttuvél þá um daginn niður á Ferjukotsengjum. Mig fýsti að sjá, hvernig þaðgengi, og fór þangað. Þar var Sig. Fjeldsted fyrir með búfræðing og 2 hesta. Það er í stuttu máli það af þeim vélarslætti að segja, að vélin gat slegið nokkurn veginn allrasléttasta blettinn á engjunum. Um annað gat ekki verið að tefla og ekki vankunnáttu til að dreifa. Auðséð var, að það gat með engu móti svarað kostnaði, að kaupa sláttu- vél til að slá að eins þennan blett. Sigurður Fjeldsted hafði verið svo framsýnn, að hafa það í kaupsamn- ingnum, að hann mætti skila aftur vélinni, ef hún reyndist ekki nothæf á engjum hans; og það gjörðí hann. Annað en það, sem nú er sagt, var vélin ekki brúkuð. Þá hafa 2 aðrir borgfirzkir bændur Ólafur í Kalmanstungu og Jósef á Signýjarstöðum, keypt nýlega sína sláttuvélina hvor. Þar er stutt yfir sögu að fara, að hvorugum þessara manna hefir vélin reynst nothæf á túni eða engjum. Hefi eg kunnugra og skilvísra manna sögusögn fyrir þessu. Þá hefir sláttuvél verið um hríð á Hvanneyri. Eg hefi það fyrir satt, að Hjörtur Snorrason, meðan hann var skóla- stjóri, hafi látið brúka hana tiltölulega lítið, þótt það einhvern veginn ekki tilvinnandi. Aftur hefi eg heyrt, að skólastjóri Halldór Vilhjálmsson hafi slegið tals- vert með sláttuvél á Hvanneyrareng- jum í sumar sem leið, en jafnframt að vélin hafi verið svo loðslæg, 0: skilið svo mikið eftir, að frágangssök mætti kalla að brúka hana annars- staðar en þar, sem mikil engja- og grasgnótt er. Annars sel eg þetta atriði ekki dýr- ara en eg keypti það. Það væri sjálf- sagt mikilsvert, að fá álit Hvanneyrar- skólastjórans um sláttuvélar. Revnd- ar má þó fæsta jörð miða við Hvann- eyrarengjar. Eg ætla að það sé því miður sann- leikur, að enn sé eigi gjör sláttuvél, er nothæf sé á tún vor og engi, nema ef vera kann á einstöku stöðum. En ef þessar línur gætu orðið til þess að kenna mönnum og til að eyða þeim misskilningi, að það sé ekki annað en íslenzkt framtaksleysi, að kaupa ekki sláttuvél hvernig sem á stendur, — þá er tilganginum náð. Með þökk fyrir rúm í blaðinu. Stafholti 20/3 ’o8. Jóhann Þorsteinsson. * * * Þessi varkárnis-áminning frá jafn- hygnum búmannisem sírajóh. prófasti er orð í tíma talað. Það er drjúgur skattur og illur, sem almenningur leggur á sig hér á landi ekki síður en annarsstaðar með því að kaupa ófullreynd áhöld og vinnutól, vanalega eftir skrumauglýs- ingum þeirra, er þau hafa á boðstól- um. En mjög væri fróðlegt, að fleiri búmenn vorir bæri vitni um sína sláttuvélarreynslu. Það er afarmikils- vert að komast sem fyrst að réttri niðurstöðu um jafnmikilsvert vinnu- tól. Og mun ísafold birta slíkar skýrslur tafarlaust. Benda má hér á vottorð tveggja húnvetnskra bænda í nýjasta Búnaðar- ritshefti, þeirra Guðjóns Jónssonar á Leysingjastöðum og Olafs Sveinsson- ar á Þingeyrum, um Deerings-sláttu- vél, er þeir keyptu fyrir 2 árum. Þeir segja að hún slái svo vel á sléttu, að betur verði ekki slegið með ljá; hún sé svo létt, að 2 hestar geti dreg- ið hana hvíldarlaust dag eftir dag, allur útbúnaður á henni sé mjög vand- aður og mjög fljótlegt að læra að brúka hana. Þeir segjast hafa brúkað hana tvö síðastliðin sumur, á mest- allar útengjar sínar, og dálítið á tún, og séu mjög vel ánægðir með hana. — Varla geta útengjar á þessum tveim- ur jörðum verið allar eða mestallar svo sléttar, sem prófasturinn í Staf- holti virðist álíta að vera þurfi fyrir sláttuvélar. Reynslan virðist því ekki vera söm alstaðar hér á landi. Ennfremur er líka á sama stað í Búnaðarritinu álit 3 manna nefndar þeirrar (St. frá Möðruv. o. fl.), er Landsbúnaðarfélagið skipaði I sumar til að reyna hér 2 sláttuvélar, Her- kúles og Víking. Nefndin segir, að þær hafi slegið báðar 1 — L/a þml. frá rót á sléttu, hörðu túni. Botnvörpungur Jón jorseti (Halldór Þorsteinsson) kom í morgun með fullfermi af fiski, um 30,000 að tölu; hafði aflað það alt nálægt Vestmanneyjum. Landsyfirréttur. Háyfirdómari L. E. Sveinbjörnsson hefir fengið lausn frá embætti, og yfirdómari Kristján Jónsson skipaður i hans stað, en Jón yfird. Jensson settur í efra yfirdómaraembættið. Settur í hitt er Eggert Briem skrifstofustjóri. Lauritz Edvard Sveinbjörnsson varð háyfirdómari 1889. Alls hefir hann verið í embætti rúm 40 ár, fyrst sýslumaður í Þingeyjarsýslu 1867, þá bæjarfógeti í Reykjavík og sýslu- maður í Kjósar- og Gullbr.sýslu 1874, og yfirdómari 1878. Hann er á fjórða ári um sjötugt, f. 80/g 1834. Skaftiifellssýslu (Öræfum) 16/3. Tíðin hefir verið mild og hagstæð í vetur. Skepnu- höld góð. Sjógæftir stopular. Einu dag, 3. þ. m., aflaðist allvel i Suðursveit, af stórum og feitum þorski. Fjórða þ. m. laust eldingu niður i hús, sem i voru 6 hross, í Einholti á Mýrum, er átti Benedikt hóndi Kristjánsson. Lrjú hrossin drápust, og hið 4. varð blint á öðru auga, en hið 5. sakaði eigi. Hafði komið 3 göt á hÚBÍð, sem svarar fyrir handlegg hvert. Voru hrossin dauð i húsinu er kom- ið var á fætur. Skrugguveður var um nóttina fyrir fóta- ferð. Ekki sánst áverkar á hrossunum. Fárviðrið fyrraþriðjudag hefir ekki valdið meira tjóni en frá var skýrt síðast, svo að enn hafi spurst, — n e m a ef sönn er sú lausafrétt, að 1 vélarbát hafi hlekst á frá Vestmanneyjum ög 1 maður druknað af honum. Vestmanneying- ar höfðu fáir sem engir á sjó farið þann dag, og er þakkað loftvog, er hrapað hafði þar niður úr öllu valdi nóttina fyrir. Dásamleg baunyersk flonska. Svo hljóðar yfirskrift greinar í ísa- fold 11. des. f. á., þar sem er ágrip af erindi, er eg flutti um íslenzka hesta i dýralæknafélagi hér. Dýralækn- inganemi Sigurður Einarsson hefir sent þetta ágrip, og eftir því hefir hann verið við þetta erindi stadd- ur; en hann fer svo rangt með alt, að líkast væri því, að hann hefði ekki skilið dönskuna. Það tekur því ekki, að vera að leiðrétta þessar fjar- stæður, sem hr. S. E. eignar mér. Það kemur heldur ekki vel heim við það, er herra S. E. gerir svo mikið úr lærdómi mínum og sérþekking í húsdýrafræði. Af því getur hver mað- ur ráðið, að eg get ekki farið með slíkt bull, sem hann lætur mig segja. Eg var að reyna að lýsa sem bezt hinum góðu kostum íslenzkra hesta, hvað þeir séu sterkir og þolgóðir, harðgerir og ófóðurvandir, og kom eg með nokltur dæmi þessu til sönnun- ar og talaði þar bæði um reiðhesta og áburðarhesta. Þetta erindi mitt ber það með sér, hvað eg hefi mikið álit á íslenzkum hestum, og hefi eg margsinnis áður kveðið upp með það og notað hvert tækifæri til að mæla með þvi, að þeir yrðu notaðir hér á landi. Þetta kalla menn þó vænti eg ekki danska flónsku? Eg hefi geng- ist fyrir því, að fluttir hafa verið hingað inn í landið 3000 hestar, og mér er það mjög hugarhaldið að halda því starfi áfram. Það er því eigi sennilegt, að eg gæti farið með þessa flónsku um hestana. Herra S. E. hefði átt að beiðast skýringa á þeim atriðum, sem hann hefir ekki skilið í fyrirlestrinum; en hitt átti hann ekki að gera, að hlaupa með þetta vitlausa ágrip í íslenzkt blað. Eg rita þetta ekki vegna sjálfs mín. Mér stendur alveg á sama um það, hvaða álit herra S. E. kann að hafa á mér. En vegna málefnisins tel eg rétt að láta þessa athugasemd koma íyrir sjónir íslenzkra lesenda. Eg hefi mjög sterkan áhuga á því, að stuðla að innflutningi á góðum, íslenzkum hestum hingað til Danmerkur, og eins að því, að smábændum hjá oss lærist að nota þá, og svona fréttagrein, eins og hr. S. hefir sent frá sér, kynni ef til vill heldur að spilla fyrir fram- gangi þessa máls. Kaupmannahöfn í febrúar 1908. Svend Larsen, (dýralæknir). * * * Nei. Það gerir áminst grein ekki. Hún spillir alls ekkifyrir því, aðíslenzkir hestar flytjist til Danmerkur og seljist þar vel. Hún dregur ekki heldur hót úr áliti þeirra á hr. Sv. L., er hann hann hefir tekið af hesta héðan til sölu, né dregur úr heiðri þeim og þakklæti, sem hann á skilið fyrir góða milligöngu og áhuga hans á að koma íslenzkum hestum í sem bezt gengi í Danmörku. Það skilja allir, að öfg- arnar, sem hann á að hafa farið með um yfirirburði íslenzkra hesta, verða í eyrum ófróðra að öflugum meðmæl- um. Þær sýna, að hann er ekki lak- ur kaupmaður, sem lastar sína vöru. Að öðru leyti verður höf. áminstr- ar greinar í ísafold, hr. Sig. Einars- son, að ábyrgjast það, sem hann fer þar með. Það er heldur ósennilegt, að vitleysurnar, sem hann nefnir þar, séu sprotnar af því, að hann skilji ekki dönsku. Þær eru svo lagaðar yfirleitt, að þær geta alls ekki verið af því risnar. Enda lítt hugsanlegt, að maður, sem hefir hlýtt á danska fyrir- lestra svo missirum skiftir, misskilji alveg hér um bil hverja setning, sem farið er með á því máli. En það yrði hann að gera, ef það væri rétt, sem hr. Sv. L. ímyndar sér um upp- runa ranghermis þess, er hann dróttar að honum. Mildu líklegra er, að hann fari nokkurn veginn rétt með það sem hann hefir eftir fyrirlestrarhöfundinum, og að þar hafi komið fram alþektar og alvanalegar danskar þokuhugmyndir um flest það, er ísland snertir. Það má segja, að þeir danskir menn eigi ekki skilið að vera bornir hér út á hræsibrekkur fyrir þekkingarskort- inn, sem vilja oss ekki nema vel, eins og þessi virðul. höf. segist gera og kunnugir bera honum líka. En svo mikil endileysa geta Bakkabræðrasög- ur þeirra um oss verið, að naumast sé nokkrum manni láandi, þótt hann standist ekki freistinguna að hafa þær eftir. Ritstj.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.