Ísafold - 16.05.1908, Blaðsíða 1

Ísafold - 16.05.1908, Blaðsíða 1
Kemur út ýmiat einu sinni eda tvisvar i viku. Verð árg. (80 arkir minst) 4 kr., er- lendis 5 kr. eða l1/* dollar; borgist fyrir miðjan júli (erlendis fyrir fram). 1SAF0LD Uppsögn (skrifleg) bundin viö áramót, er ógild nema komin sé til útgefanda fyrir 1. okt. og kaupandi skuldlaus vib blabiö. Afgreiðsla: Austurstrœti 8. XXXV. árg. Reykjavík laugardaginn 16. maí 1908. 26. tölublað Sambandsmálið. eða alþingi að sambandinu um sameiginleg mál, þau er ræðir um í stafl. d., e., f. og h. i 3. grein, skuli vera slitið að nokkru eða öllu leyti. Frumvarp millilandanefndarinnar í heilu lagi. Það var símað hingað frá Khöfn i fyrra dag Blaðskeytabandalaginu alt eins og það leggur sig í islenzkri þýðingu, og bætt aftan við dálítilli klausu úr nefndarálitinu á dönsku, sem hér er islenzkað af ritstj. ísafoldar. Simskeytið alt er á þessa leið: Khöfn m/5 kl. 9V2 árd. Uppkast að lögum um ríkisréttarsamband Danmerkur og íslands. 1. ísland er frjálst og sjálfstætt land, er eigi verður af hendi látið. Það er i sambandi við Danmörku um einn og sama konung og þau mál er báðir aðilar hafa orðið ásáttir um að telja sameiginleg í lögum þessum. Danmörk og ísland eru því í ríkjasambandi, er nefnist Veldi Danakon- ungs. í heiti konungs komi eftir orðið Danmerkur: og íslands. 2. Skipun sú er gildir i Danmörku um ríkiserfðir, rétt konungs til að hafa stjórn á hendi i öðrum löndum, trúarbrögð konungs, myndugleika hans og um ríkisstjórn, er konungur er ófullveðja, sjúkur eða fjarstaddur svo og um það, er konungdómurinn er laus og enginn ríkisarfi til, skal eintiig gilda að því er til Islands ketnur. 3. Þessi eru sameiginleg mál Danmerkur og íslands: a. Konungsmata, borðfé ættmenna konungs og önnur gjöld til konungs- ættarinnar. b. Utanríkismálefni; enginn þjóðasamningur, er snertir ísland sérstaklega, skal þó gilda fyrir ísland nema rétt stjórnarvöld íslenzk samþykki. c. Hervarnir á sjó og landi, ásamt gunnfána, sbr. þó 57. gr. stjórnarskr. 5. jan. 1874. d. Gæzla fiskiveiðaréttar þegnanna að óskertum rétti íslands til að auka eftirlit með fiskiveiðum við ísland eftir samkomulagi við Danmörk. e. Fæðingarréttur. Löggjafarvald hvors lands tim sig getur þó veitt fæðingarrétt með lögum, og nær hann þá til beggja landa. f. Peningaslátta. g. Hæstiréttur. Þegar gjörð verður breyting á dómaskipun landsins, getur löggjafarvald íslands þó sett á stofn innanlands æðsta dóm í íslenzkum málum. Meðan sú breyting eigi er gerð, skal þess gætt, er sæti losnar í hæstarétti, að skipaður sé þar maður, er hafi sérþekking á íslenzkri löggjöf og kunnugur sé íslenzkum högum. h. Kaupfáninn út á við. 4. Öðrum málefnum, sem taka bæði til Danmerkur og Islands, svo sem póstsambandið og ritsimasambandið milli landanna, ráða dönsk og is- lenzk stjórnarvöld í sameiningu. Sé um löggjafarmál að ræða, þá gera löggjafarvöld beggja landa út um málið. 5. Danir og íslendingar á íslandi og íslendingar og Danir í Danmörku njóta fulls jafnréttis; þó skulu forréttindi íslenzkra námsmanna til hlunn- inda við Kaupmannahafnarháskóla óbreytt. Svo skulu og heimilisfastir ís- lendingar á íslandi hér eftir sem hingað til vera undanþegnir herþjónustu á sjó og landi. Um fiskiveiðar í landhelgi við (strendur) Danmerkur og Islands skulu Danir og íslendingar jafnréttháir, meðan 3. grein er í gildi. 6. Þangað til öðru vísi verður ákveðið með lögum, er ríkisþing og alþingi setja og konungur staðfestir, fara dönsk stjórnarvöld einnig fyrir hönd íslands með roál þau, sem eru sameiginleg samkvæmt 3. gr.; að öðru leyti ræður hvort landið að fullu öllum sínum málum. 7. Meðan ísland tekur engan þátt í meðferð hinna sameiginlegu mála, tek- ur það heldur ekki þátt í kostnaði við þau. Þó leggur ísland fé á kon- ungsborð og til borðfjár konungsættmenna hlutfallslega eftir tekjum Dan- merkur og íslands. Framlög þessi skulu ákveðin fyrir fram um tíu ár í senn með konungsúrskurði, er forsætisráðherra Dana og ráðherra Islands undirskrifi. Ríkissjóður Danmerkur greiðir landssjóði íslands eitt skifti fyrir öll 1 milj. 500,000 kr. og eru þá jafnframt öll skuldaskifti, sem verið hafa að undanförnu milli Danmerkur og íslands fullkomlega á enda kljáð. 8- Nú rís ágreiningur um það, hvort málefni séu sameiginleg eða eigi, og skulu þá stjórnir beggja landanna reyna að jafna það með sér. Takist það eigi, skal leggja málið í gerð til fullnaðarúrslita. Gerðardóminn skipa fjórir menn, er konungur kveður til tvo eftir tillögu ríkisþingsins (sinn úr hvorri þingdeild) og tvo eftir tillögu alþingis. Gjörðarmenn- irnir velja sjálfir oddamann. Verði gerðarmenn ekki á eitt sáttir um kosningu oddamannsins, er dómsforseti hæstaréttar sjálfkjörinn odda- maður. 9- Ríkisþing og alþingi getur hvort um sig krafist endurskoðunar á lögum þessum, þegar liðin eru 25 ár frá því er lögin gengu í gildi. Leiði end- urskoðunin ekki til nýs sattmála innan þriggja ára frá því er endurskoð- unar var krafist, má heimta endurskoðun af nýju á sama hátt og áður að fimm árum liðnum frá því nefndur þriggja ára frestur er á enda. Nú tekst ekki að koma á samkomulagi meðal löggjafarvalda beggja landa innan tveggja ára frá þvi endurskoðunar var krafist í annað sinn, ákveður konungur þá með tveggja ára fyrirvara eftir tillögu um það frá ríkisþingi Ur nejndaráliti: Island er stillet ved Siden af Danmark som en særlig Stat. Island udöver udelukkende Raadighed over alle sine övrige Anliggender deriblandt Sagernes Foretagelse for Kongen samt de islandske Ministres Udnævnelsesmaade. Þetta er á íslenzku: ísland er sett við hlið Danmerkur svo sem sérstakt ríki. ísland hefir eitt umráð yfir öllum öðrum málum sínum, þar á meðal flutningi mála fyrir konungi og því, hvernig íslenzku ráðgjafarnir eru skipaðir. Nýjar bœkur. Búnaðarrit. Útgef- andi: Búnaðarfélag Íb- lands. 22. ár, 1.—2. hefti. Rvik 1908. Þau eru allfróðleg og fjölbreytileg, þessi tvö hefti, sem út eru komin af þessum árgangi. * Fyrra heftið flytur skýrslur um starf félagsins árið sem leið og hitt og þetta þar að lútandi: Nautgripafélagaskýrslu árin 1904—1905 eftir Guðjón Guð- mundsson; um smjörsýning við Þjórs- árbrú og um mjólkurskólann á Hvit- árvöllum, báðar eftir Grönfeldt, ásamt athugasemdum frá sama um rjómann frá félagsmönnum rjómabúanna; um bráðapestarbólusetning tvö haust und- anfarin eftir Magnús Einarsson; um plægingarkenslu í Brautarholti 1907 eftir Jón Jónatansson; um skóga á íslandi eftir skóræktarstjórann nýja, A. F. Koefod-Hansen, o. fl. o. fl. Síðasta hefti flytur mjög þarfan og vandlegan leiðarvísi um heimilisvatns- veitu á sveitabæjum eftir Jón Þorláks- son verkfræðing (hann kallar það »vatns- leiðslu« á heimilum), með mörgum myndum, og mun hver meðalgreind- ur bóndi einfær um að koma npp hjá sér vatnsveitu í bæ ogfjós m. m. eftir þeim leiðarvísi, hvort heldur er vatnslindin liggur hærra eða lægra en bæjarhúsin. Það væri þvi stórmikil framför, ef sá umbúnaður kæmist á til sveita ekki síður en i kaupstöðum, vinnusparnaður, þrifnaðarauki o. fl. gott. Kostnaður er furðulítill, og fátt, sem hægt er að gera til umbóta og þæginda á heimilum meira um vert né arðsamara, þegar öllu er á botn- inn hvolft. Mundu það vera öfgar, að spá heimilisvatnsveitu á annan hvern bæ á landinu að 5 árum liðnum? Fyrirstaðan er óvíðast annað en fram- taksleysi. Reynslan muti gera menn óðfúsa að taka upp þá nýlundu, er þeir sjá hana fyrir sér hjá nágranna sínum eða sveitunga. Uni jrájærur er næsta hugvekja í heftinu, eftir Torja í Ólafsdal, ábata á þeim mikinn og merkilegan umfram hitt, að láta ganga með dilk, þrátt fyrir fólkseklu, aukna kjötsölu og mál- nyturýrnun frá því sem áður var. Höf. leggur vandlega niður kostnað og ábata á hvorii aðferðinni um sig, hagnað og óhagnað, með þeim fágæt- um fróðleik um búnaðarhagi og bún- aðarntál, sem hann hefir til brunns að bera, þeirri víðskygni og þeirri hag- sýni, sem löng búnaðarreynsla hefir kent honum. Hann leggur til, að tekinn sé upp aftur gamli búmanns- siðurinn, að hafa í seli, ekki jafn- mörgutn og kotin eru á landinu, held- samlagsseljum frá mörgum heimilum, bæði til vinnusparnaðar og samvinnu- félagsskapar í vöruframleiðslu og sölu hennar. Hann segir á einum stað, að þó ekki væri nema helmingur alls ásauðar á landinu, sem tiema muni 200 þús. að tölu, nytkaðar í góðum högum og ef þær mjólkuðu líkt og hjá einum bónda er hann til nefnir (Jóni í Tröllatungu), þá færi sumar- gagnið af þeim alls fram úr 1 tnilj. króna. — Þetta er hugvekja, sem all- ir ásauðareigendur á landinu ættu að kynna sér og íhuga rækilega. Smjörsala samlagsbúanna 1907 er þriðja greinin í heftinu, eftir Sigurö Sigurðsson ráðunaut. Hún hefir orðið minni nokkuð þá en 2 hin næstu á undan, 240 þús. pd. í stað 280 og 250 þús. þá, og kennir höf það lak- ara árferði fyrst og fremst, vorkuld- um og gróðurleysi, sem hnekti mjög öllu gagni af skepnum. Þrjátíu voru búin alls á landinu, sem smjör flutt- ist frá í fyrra út yfir pollinn, og fengu samtals 18,000 kr. í landssjóðsverð- laun, 6 nokkuð á annað þús. kr. hvert (Rauðalækjar 1331, Hróarstungu 1319, Baugstaða 1260, Rangár 1198, Arnar- bælis 1074, Áslækjar 1026), og ekk- ert minna en 100 (Vatnsdals 102). Verðmunur á dönsku smjöri og betri hluta íslenzka smjörsins var að jafn- aði 8— 14 a. Sumstaðar varð hann alt að 30 a., og frá 2 búum 35 og 37 a.; og ætti pað ekki að vera verð- launasmjör. — Gallana á smjörinu rekur höf. til: a) meðferðar mjólkur- innar og rjómans á heimilunum; b) smjörgerðarinnar á búunum; c)geymslu og útflutnings ásmjörinu, — ogkenn- ir ráð til að varast þá alla. Hugvekja hans er því harla þörf og nytsamleg. Einar Helgason ritar mjög góða skýrslu um Gróðrarstöðina i Reykja- vík árið 1907, og fylgja henni 4 heillar blaðsíðu myndir. Þá eru búnaðarjréttir af árinu í fyrra eftir sama höf., grein eftir Sig- urð ráðunaut um Skeiða-áveituna fyrir- huguðu (eða ekki fyrirhuguðu), skýrsla um störf hans í félagsins þjónustu það ár, og loks grein um kollótta Jéð í Strandasýslu eftir Guðjón Guðmunds- son ráðunaut. Dulrœnar smásög- ur. Teknar eftir skil- góðnm heimildnm. Safn- aði: Brynjólfur Jóns- son frá Minna-Núpi. Bessast. 1907 (Skúli Thoroddsen) IY-f-150 bls. 8. Þetta er raunar nýtt þjóðsögusafn og má sjá efnið nokkuð á flokkun- inni. Fyrst eru 10 sögur um ber- dreymi, þá 20—30 feigðarboðar, því næst dánarsvipir (14), þá fáeinar sög- ur um dulartilbrigði, þá 12 nýjar huldufólkssögur, og loks 10—12 sög- ur um dulardýr. Sögurnar hafa lang- flestar gerst mjög nýlega, í þeirra manna minnum, sem nú lifa. Þær eru líkar að flestu eldri þjóðsögum. Huldufólkssögur t. d. alveg sama tó- bakið, og naumast frásagnarverðari að öðru en því, að þær hafa flestar gerst mjög nýlega, í þeirra manna minni, er nú lifa, sumar jafnvel örfárra ára. Sama er um fyrirbrigðin mörg. Þeirra eru þau merkust, sem fyrir eru beztar heimildir. Nefna má öðrum fremur suma feigarboðana, t. d. þann, er jafnmerkur maður og Guðm. lieit. Thorgrímsen á Eyrarbakka segir frá, að 8 árum áður en Kristján konung- ur VIII. dó, dreymir hálfsystur hans, Eugeníu Iversen, 12 vetra garnla telpu, að henni verður gengið á leið í skóla í Khöfn inn um breitt hlið inn í stóran sal dökkhjúpaðan, þar sem stendur á miðju gólfi fjarskastór lík- kista vafin svörtu flaueli og á hana letrað gullnum stöfum: Her hviler Christian den Ottende Danmarks sidste souveraine Konge Död den 20. Januar 1848. Barnið ntundi þetta orðrétt, en skildi þó alls ekki t. d. orðið sou- veraine; spurði bróður sinn (G. Th.), hvað það þýddi. Draumnum lauk við það, að hún þóttist standa í blóði upp í mjóalegg, varð hrædd og vaknaði. Þetta var á útmánuðum 1840, og ritaði G. Th. drauminn samstundis i bók, sem systir hans átti, og »ásjálf- sagt enn«, skrifar hann 1892. Kristján konungur andaðist 20. jan. 1848. Þá lagðist niður einvaldsstjórn í Danmörk og hófst hertogadæma- ófriðurinn, sem stóð mörg missiri með miklu mannfalli. Ingibjörg húsfreyja á Hellum í Landsveit sér oft fyrir óorðna hluti. Sögulegast er það, er hún sér af hlaðinu á Hellum 25. ágúst 1895 um kveldið bæinn hruninn og brekkurnar í fjallinu, sem hann stendur undir, Skarðsfjalli, víða hrapaðar niður. Þá kom hópur manna framan af bæjum með graftól og smíðatól. Þeir héldu að Hvammi allir nema þrír, sem komu heim að Hellum. Þetta hvarf þegar. Hún sá það i albjörtu og glaðvakandi. Réttu ári eftir, 25. ágúst 1896 (á að vera ''26. ágúst) kom landskjálftinn rnikli, bærinn á Hellum datt og brekk- urnar í fjallinu hröpuðu niður. Eftir það komu menn til hjálpar. Þeir fóru flestir fyrst að Hvammi til Ey- ólfs oddvita, er ráðstafaði þeim á bæ- ina. En þrír fóru beint að Hellum. Hvammur er næsti bær við Hellur. Þessu svipaðar sögur hafa gerst á öllum öldum og gerast enn. Það er stök fáfræði og fábjánaháttur, að segja þær allar tóma lygi eða hugarburð. En betra hefði verið alt um það, ef Ingibjörg hefði sagt frá þessum fyrir- burði og fengið hann skrásettan þeg- ar í stað eða að minsta kosti löngu áður en landskjálftarnir komu. — Höf. tjáist hafa skilgóðar heimildir fyrir sögunum. Svo þarf og að vera. En því mun þó vera valt að treysta alstaðar. Sögur aflagast ótrúlega fljótt, ef margra fara í milli eða fárra jafn- vel. T. d. er sagan Fyrir manndauða í Vestmanneyjum (bls. 38) stórum af- laga borin, þótt höf. segi hana ekki hafa farið nema 2 manna í milli. Hana heyrði fyrstur manna Þorsteinn læknir, sem enn lifir, af vörum þeirra, er fyrirburðinn heyrðu sjálfir og fundu, og skrásetti að vörmu spori. Hún var prentuð eftir hann skömmu eftir í Þjóðviljanum. Prestskosning fór fram í Viðvfk í Skagafirði laugar- daginn var, 9. þ. mán. f>ar höfðu tveir þriðjungar kjósenda sótt kjörfund og konur ekki slaklegar en karlar. Tala kjósenda alls 301. Atkvæði greiddu 194, en 5 urðu ónýt. Síra |> 0 r 1 e i f- ur Jónsson Irá Skinnastað varð drýgstur; fekk 80 atkv. þá hlaut síra Jónmundur 60, og hinn þriðji umsæk- jandi 49; það var Sigurbjörn Ástv. Gislason kandfdat. Með því að enginn hlaut helming greiddra atkvæða, er veitingarvaldið ekki beint bundið við atkvæðagreiðsl- una, eftir nýju lögunum. þó er gert ráð fyrir, að sá fái að jafnaði veitingu, sem flest hefir fengið atkvæðin. Frézt hefir, að jþ. J. sé að hugsa um að selja upp brauðinu eða veitingar- voninni fyrir því. Um Stað í Steingrímsf., af nýju auglýstan, eru þeir i kjöri, sira Böðvar Eyólfsson aðstoðarprestur í Árnesi og síra Guðlaugur Guðmundsson Skarðsþingaprest- ur.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.