Ísafold - 16.05.1908, Blaðsíða 2

Ísafold - 16.05.1908, Blaðsíða 2
102 ISAFOLD Uppkastið. Og glögt er það enn hvað þeir vilja. (Þ. E.) Stjúpuleg eru útlátin. Vonbrigðin mikil. Þeirra orða munu fáir geta bund- ist, hátt eða í hljóði, þeir er lesa »uppkastið« (lagafrumvarp) millilanda- nefndarinnar í heilu líki. Og er þó vanséð, hvort treysta má fyllilega hinni islenzku þýðingu á því, — hvort ekki er sitthvað í því enn við- sjárverðara í frummálinu, dönskunni. Sé t. d. rétt farið með danska textann að i. greininni, eins og hann cr prentaður í siðasta bl., en um það er engin ástæða til að efast, þá er þar undir eins eitthvað varhugavett. Ríkjasamband munu fáir vilja kannast við að sé nákvæm þýðing á orðinu Statsforbund. Og að hafa veldi Danakonungs um det samlede danske Rige er beinlínis rangt. Danaveldi eða gjörvalt Danaveldi væri rétta þýð- ingin. — Það er ekki óþarft, að benda á þetta. Þvi það megum vér eiga vist, að rísi ágreiningur um þau orð siðar meir, þá er ekki hætt við öðru en að frumtextinn verði látinn ráða. Bent var á síðast, að sneitt væri alveg hjá í jrumvarpinu að kalla land- ið ríki og að kalla það ýullveðja (suverænt). Hvorttveggja er áþreifan- lega af ásettu ráði gert. Það er kall- að ríki í tilvitnuninni úr nefndarálit- inu. Þar er það meinlaust, með þvi að ekkert verður á orðalagi nefndar- álitsins bygt í lagalegum skilingi. Sneitt er enn fremur í frv. sjálfu hjá orðinu sdttmáli. Það er og sýni- lega af ásettu ráði gert. Sáttmáli er millirikjasamþykt. Lög er innanríkis- fyrirskipun. Nei. Sáttmáli er nefnd- ur á einum stað, í 9. gr. En það fer naumast hjá að sé röng þýðing og muni þar standa í dönskunni Overenskomst. Sambandið bendir greinilega til þess. Hent hefir verið hér á lofti með miklum fögnuði, að orðið uafhœndeligt standi i norsku stjórnarskránni frá 1814. Hafi það verið Norðmönnum boðlegt þá, muni engin óhæfa að hafa það nú um ísland, segja þeir. En þeir lesa heldur skamt. Því næsta orð þar, í 1. gr. norsku stjórn- arskrárinnar, er ekki Land, heldur Rige. Því næst gleyma þeir þvi, að einmitt þá fám mánuðum áður höfðu Norð- menn orðið fyrir því, að konungur þeirra Friðrik sjötti, hafði afhent Nor- veg Svíakonungi (í friðarsamningnum í Kil 14. jan. 1814). Því var ofureðli- legt, að Norðmenn settu þetta í sina stjórnarskrá. Það var alltitt í þá daga, að lönd og riki »voru látin af hendi* eins og gripir. Einmitt í móti þeirri ósvinnu þrífa Norðmenn til vopna. En — hvað á slíkt að gera nú í lög- um um »rikisréttarsamband Danmerk- ur og íslands* ? Minst er nokkuð hér í blaðinu i dag á aðalannmarka »uppkastsins« í sérstökum greinum. Hér bendum vér að pessu sinni að eins lauslega á fáein efnisatriði önnur. Eftir 2. gr. eigum vér alls ekkert atkvæði að hafa um það, hvað um ísland verður, er konungsættin er al- dauða. Vér vorum þó spurðir 1662, hvort vér vildum hafa einveldið danska eða ekki. Þessi er framförin(l) síðan. Fiskiveiðar i landhelgi alt umhverf- is landið, alt upp í landssteina, er ætlast til að Dönum séu jafnheimilar hérlendum mönnum. Svo skal standa alt að 40 árum, pó að þá fengist lög- unum breytt, sem alls er óvíst. Vér eigum að fá greiddan höfuð- stól fastatillagsins úr ríkissjóði, mið- aðan við lægstu rentur, eða il/2 milj. kr., í stað þess að vér eigum inni hjá Dönum eftir vorum reikningi og óhrökt- um af þeirra hálfu jullar / miljónir og þó betur. Vér færðum réttmæta vaxtar- kröfu vora fyrst niður um helming, til samkomulags (1869). Þá svöruðu þeir svo, að þeir helminguðu aftur þá niðurfærðu kröfu. Þann veg komu þeir kröfunni niður í */4, og það ætla þeir nú að gera að höfuðstól. Kost- ur er það, að þeir hætta þá líklegast að tala um 60 þús. kr. árlega ölmusu til vor. En mun ekki konungsmat- an m. fl. éta upp mikið af þeim 60 þús. kr.? Og hvað er þá orðið um peningalegan hag á þessari fyrirhug- uðu breytingu? Vér teljum það nú litils vert að vísu. En nefna má það, ef farið yrði að býsnast út af örlæti Dana við oss, sem sízt skyldi for- taka. — Hitt er oss að kenna, en ekki þeim, ef vér yrðum svo ófor- sjálir að gera þessa 1V2 milj. að eyðslufé, sökkva því í eitthvert ráð- leysisfargan. Danskan gunn-jdna eigum vér að hafa um aldur og æfi, og danskan kaupfána út á við 30—40 árin næstu að minsta kosti. Blá-hvíti fáninn ís- lenzki er þar með dauðadæmdur. Danskur maður, dómsforseti í hæsta- rétti, á að skera úr til fullnaðar, ef ella ókleift þras verður um, hver mál séu sameiginleg eða ekki. Hins vegar er það kostur, að sam- eiginlegu málin eru upp talin að öðru leyti. Sömuleiðis það, r.ð vér eigum að ráða á sínum tíma allri dómaskipun hjá oss. Það stendur í tilvitnuninni úr nefndarálitinu, en ekki frv. sjálfu, að vér eigum að verða einráðir (með konungi) um sérmál vor öll, þar á meðal flutning þeirra fyrir konungi og því, hvernig íslenzku ráðgjafarnir eru skipaðir. — Það er þá hætt að kosta sundrung ríkisins og önnur stór-ósköp, að íslenzk mál séu borin upp fyrir konungi annarstaðar en í ríkisráði Dana, og að annar skrifi undir skipun íslenzkra ráðgjafa en yfirráðgafinn danski! Svo lengi lærir sem lifir, má segja um Dani. Það er þó skemst á að minnast, að þetta var goðgá í þeirra augum, og jafnvel sumra annarra. Hvergi sést það á þessu skjali, að oss sé skilnaður heimill fyrir Dönum, ef oss líka ekki þessir kostir, og að engu ofbeldi muni verða við oss beitt í því sambandi. Mundi nú vera of djarft til getið, að það sé þá ekki annað en skraf nefndarmanna í sinn hóp? Eru pessir kostir, er nú standa oss til boða, svo girnilegir, að pd beri oss að kjósa jremur en að alt standi eins og er fyrst um sinn, pótt ilt sé, — girnilegir handa sjdljum oss og niðjum vorum um ókomnar aldir? Því fyrir þá eigum vér einnig að kjósa. Því megum vér eigi gleyma. Þar kemur ábyrgðin hvað þyngst niður, ábyrgðin á oss, sem nú lifura og stöndum í þeim sporum, sem engir hafa i staðið forfeðra vorra margar aldir, o. s. frv. Um þetta er það, sem nú eigum vér að skoða huga vorn, með allri stillingu og gaumgæfni, eftir að vér böfum kynt oss málið svo vandlega sem vér eigum tök á, lesið nefndar- álitið alt frá upphafi til enda, sérstak- lega frumvarps-ástæðurnar, þegar þær koma, átt tal við nefndarmenn. Þá fyrst getum vér lagt rökstuddan dóm á gjörðir nefndarmanna. Ekki skyldum vér ætla þeim neinum annað en góðan vilja að svo komnu máli. Þeim getur hafa skjátlast, eins og oss getur skjátlast í dómum vor- um um gjörðir þeirra, meðan oss eru eigi kunnir allir málavextir. Vér verð- um að vita vel, hvað vér erum að fara með, áður en vér förum að ámæla þeim hlífðarlaust. Þeir hafa átt úr vöndu að ráða. Það skyldum vér og hafa i huga, að ekki er þetta nema fyrsta stig á samningabrautinni. Sízt er fyrir að synja, að hrinda megi í lag sumu því, er oss virðist áfátt vera, er til þjóðfundar kemur t. d. Þá fyrst, er það reynist ókleift, förum vér að skoða til þrautar huga vorn um, hvorn kostinn skuli heldur taka: að una enn um hríð því sem er, þótt ilt sé, og bíða betri tiðar, eða taka það sem nú býðst, eða þá i þriðja lagi að fara að vinna að — skilnaði. Líkt munu nefndarmenn kunna í frásögur að færa, er heim kemur, að miklu betri kostir mundu hafa staðið oss til boða nú, ef Friðrik konungur hefði fengið sínum vilja framgengt fyrir sínum ráðunautum. Það er ekki engis vert, ef vér ætt- um enn í vændum hans stuðning máli voru til frekari viðreisnar á síð- ari stigum þess. Skilnaður s.jálfsagður segja Seyðfirðingar. Samþyktu á fundi 13. þ. m. í stjórnmálafélagi, sem þar er, svo felda ályktun: Stjórnmálafélag Seyðisfjarðar telur frumvarp millilandanefndarinnar beina árás gegn frelsisbaráttu þjóðarinnar. Konungssamband eitt ófáanlegt. Skilnaður því sjálfsagður. (Eftir slm8keyti til Ingólfs og Þjóðv.). Veðrátta vikuna frá 10 til 18. mai 1908. Rv. Bl. Ak. Gr. s \- 4.2 4- 3.0 h 2.8 - 1.3 M - 5.0 0.0 - 5.7 - - 0.6 Þ - 6.0 - 6.0 - 4.5 - - 3.0 M - 4.8 _ - 3.5 - 4.9 - 2.5 F - 4.1 - 3.4 - 3.1 - 4.0 F b 7.9 - 3.5 - 4.0 - 7.0 L þ 8.4 h 9.5 1-11.3 h 8.0 Sf. Þh. Eftir 3—4 vikna þurka svo mikla, að aldrei kom dropi úr lofti, rigndi mikið i fyrri nótt. Nokkuð farið nú að hlýna i veðri, en mikið ekki. Strandferðina núna austur um land annast s/s Esbjerg. Lagði á stað í morgun, með marga farþega. Þeirra á meðal kaupm. og alþm. Björn Kristjánsson austur á Djúpavog snöggva ferð og Pétur frá Gautlöndum heim á leið úr skatta- nefndinni. Hólastrandið. Nú er búið að ná s/s Hólum út af Hornafirði og farið með þá til Eskifjarðar. Báturinn sagður óskemd- ur. Langlengsta símskeyti, sem hingað hefir komið eunnan um sæ, er millilandanefndarfrumvarpið, þetta aem prentað er hér f blaðinu í dag. það eru 746 orð alls og kost ar 261 kr. 10 a- eftir blaðskeyta- taxta, bálfvirði; hefði ella kostað 522 kr. 20 a. Skeytið hefir verið sent frá Khöfn laust fyrir hádegi í fyrra dag á Khafn- arklukku. það var afhent á skrif- stofu Isafoldar frá ritBÍmastöðinni hér kl. 2,12 og afrituðu það 5 ritarar í eiau, hatida hinum blöðunum, en einn laa fyrir. f>ví var lokið kl. rúmlega 3. Kl. rúmlega 4 var það fullprentað hér og lagt á stað með það út um bæ í fregnmiða frá ísafold o. fl. blöðum. Bráðabirgðaskeytið í miðvikudags tbl. ísafoldar, er flutti ágrip af nefnd- arálitinu, var e k k i blaðaskeyti, held- ur launskeyti til ritstjóra ísafoldar persónulega, og ekki ætlað til birt- ingar upphaflega, enda hafði fleira inni að haldft en fréttirnar. f>að var grip- ið til þeirra til birtingar í ísafold í viðlögum, þegar brást aðalskeytið, sem hafði verið heitið þá, á miðvikudaginn, þetta sem kom loks daginn eftir, sem fyr segir, ætlað blöðunum öllum í Blað- skeytabandalaginu. f>etta fyrra skeyti, launskeytið til til ritstj. ísafoldar, var 84 orð og kostar nál. 60 kr., sem sé fult verð vanalegt, 70 aura orðið, — ekki fært niður um helming, eins og blaðskeyt- in. Strand. Hér rakst í nótt franskur botnvörp- ungur á skerið Jörund úti fyrir Skerja- firði og var hjálpað af norskum botn- vörpung, er hér var úti í flóanum og sá neyðarlog frá honum og heyrði neyðarblástur, — og dreginn hér inn á höfn; hleypti þá upp á Grandann, til þess að sökkva ekki, og liggur þar. Höndlaður botnvörpungur. Valurinn danski kom með i fyrra kvöld hingað franskan botnvörpung, Marguerite, er hann hafði tekið í land- helgi nærri Dyrhólaey við ólöglegar veiðar. Hann var sektaður um 1200 kr. og upptækur gerður afli og veið- arfæri. Skilríkra manna orð höfum vér um það, að ekki eru vonbrigðin, þau er hér hefir verið á vikið, konungi vor- um að kenna. Það mælti íslandsráðgjafi föður hans sæla, er hann færði oss stjórnarskrána 1874, að miklu mundi hún hafa orðið betri og frjálslegri, ef hann hefði mátt einn ráða. Grænlandsfar kom hér í vikunni á heimleið til Khafnar, vegna lítils háttar biiunar, gufuskip Hans Egede, um 600 smá- lestir, eign grænlenzku verzlunarinn- ar í Khöfn og hennar vandaðasta skip, 3—4 ára gamalt. Það kom frá Godt- haab og Holsteinborg. Meðal farþega var danskur héraðslæknir Deichmann í orlofsferð heim, 2 Grænlendingar (Eskimóar), sem eiga að nema læknis- list við sjúkrahús í Khöfn, og 2 græn- lenzkar stúlkur, sem eiga að nema yfirsetufræði. Þetta er fyrsta ferð skipsins á þessu ári; það fer 3—4 ferðir aðrar til haustsins. Veturinn hefir verið óvenjuvægur á Grænlandi eins og hér. Utanríkismálin Og sambandsfiefndin. Það eru ein lökustu vonbrigðin um gjöiðir millilandanefndarinnar eða landa vorra í henni (allra nema Sk. Th.), að utanríkismál öll er ætlast til þar að séu sameiginleg fyrir löndin bæði og að dönsk stjórnarvöld fari með þau fyrir íslands hönd um ald- ur og æfi; það er sem sé eftir 6. gr. ætlasl til, að þar á geti engin breyt- ing orðið nema Danir vilji, sjá orðin »með lögum er ríkisping og alþingi setja og konungur staðfestir«, sbr. niðurl. 9. greinar, er tekur þau und- an hugsanlegum breytingum, jafnhliða konungsstöðunni og hervörnum. Það mun sjálfsagt virðast mörgum manni vera heimskuleg fordild, að vilja ekki gera sér að góðu eins eft- irleiðis og að undanförnu, að Danir fari með utanrikismál vor sem sjálfra þeirra um ókomnar aldir, og hyggja það vera oss alveg hættulaust. Þeir geri samninga við önnur ríki jafnt fyrir osssemsjálfasig, sbr.þó 3.b., þeirra kon- súlar (verzlunarræðismenn) séu einnig vorir konsúlar, gæti vorra hagsmuna jafnt og þeirra, og að vér gjöldum missættis þeirra við önnur ríki, eins og vér njótum hlunninda þeirra, er þeir, Danir, kunna að komast yfir. Þá skulum vér hugsa oss, að eitt- hvert ríki leggi toll á einhvern sölu- varning frá íslandi eða aðallega ís- lenzkan, en veiti kost á ívilnun fyrir tollvægð í móti á sinni vöru í Dana- veldi. Hvernig mundi þá fara? Hvernig mundi fara, ef Spánverjar léðu máls á lækkun á saltfiskstolli, ef Danir slökuðu til um toll á spænsk- um vinum? Eða höfum vér ekki einmitt fyrir oss dæmi um það? Norðmenn lögðu fyrir nokkrum árum toll á aðflutt kjöt. Þeir höfðu keypt lengi saltkjöt af oss, en ekki Dönum. Hvað gerðu Danir til að hlífa oss við þeim tolli, og hvað mundu þeir gera eftirleiðis? Bandamenn i Ameriku tolla ull. Þeir kaupa islenzka ull, en ekki danska. Mundu Danir leggja sig mjög í fram- króka um að rétta vorn hlut þar? Þessum dæmum og þvílíkum mætti halda lengi áfram. Stundum rís bréflegt þras milli utanrikisstjórnarinnar dönsku og stór- þjóðanna, er hér eiga fiskiskip við land og brjóta landhelgi. Er henni treystandi til að halda vel á voru máli þar og eiga á hættu vanþóknun þeirra, sem kemur fram, þó ekki sé í neinu ofbeldi, þá í viðskiftastirðleika ? Kaupmenn þurfa að hafa gagn af konsúlum erlendis. Hvernig mundi fara, ef íslenzkir kaupmenn og dansk- ir væru þar keppinautar, en konsúll- inn danskur ? Hver er reynsla ís- lenzkra kaupmanna af dönskum kon- súlum, t. d. á Englandi og Þýzkalandi, lipurð þeirra og greiðvikni? Hvaða reynslu höfðu Norðmenn af því, meðan þeir áttu sín utanríkismál und- ir Svíum, er höfðu sænska konsúla hvar sem þeir gátu fyrir bæði löndin? Er þá fýsilegt að eiga að hlíta forsjá danskrar utanrikisstjórnar og danskra konsúla um aldur og æfi? Grýla verður vakin upp og mögn- uð af alefli úr ókleifum sendiherra- kostnaði. Montenegro er þrefalt fólksfleira ríki en ísland. Þar býr hraust þjóð og herská, innikrept milli 3 stórvelda, og hefir vitanlega mikil viðskifti út á við og margháttuð. Alt um það kemst hún af með alls 1 sendiherra, í Mikla- garði. Einn sendiherra erlendis kæmumst vér hæglega af með, ef vér færum sjálfir með vor utanríkismál. En við- skiftaerindreka eða kaupræðismenn þyrftum vér að hafa 2—3. Það væri nóg. Og þóknun handa þeim mundi hægðarleikur að komast hjá að greiða úr landssjóði. Þeir mundu greiða stórum fyrir viðskiftum vorum við löndin, þar sem þeir sætu, segjum t. d. Þýzkaland og Bretland hið mikla, og styðja oss á marga vegu, ólikt því sem danskir konsúlar gera. Reykjavíkur-annáll. Bæjargjaldkerastarfið. Umsóknarfrestur var út runninn i fyrra dag. Þessir sækja: Ari Jóns8on ritstjóri, Rvik Ágúst Thorsteinsson, fyrv. verzlunarstj. Árni JóhannBBon biskupsskrifari Árni Jónsson bókari í Völundi Bjarni Jónsson, caDd. jnr., SeyðÍBfirði Borgþór Jósefsson verzlunarm., Rvik Einar Árnason kaupmaður, Rvík Einar Gunnarsson ritstjóri Rvik Gisli Jónsson kaupmaður Rvik Guðmundur Böðvarsson kaupm., Hafnarf. Jóhannes Stefánsson verzlunarstj. Akureyri Jón Guðmundsson prestur á Nesi i Norðf. Jón Pálsson organisti, Rvik Vilhj. Briem prestur á Staðastað Þórður J. Thoroddsen hankagjaldkeri. Dánir. Alexander Flóvent Flosason, Lækjar- götu 10 C, 5 ára, dó 13. þ. m. Eirikur Guðmundsson, Lindargötu 28, 60 ára, dó 10. Guðjón Guðmundsson ráðunautur, 36 ára, dó 13. Katrin Ögmundsdóttir húsfreyja, Brekku- stig 14, 56 ára, dó 12. Jungfrú Maria Magnúsdóttir frá Frosta- stöðum, dó 27. f. m. Fasteignasala. Þinglýsingar frá siðasta bæjarþingi. Björn Kristjánsson kaupmaður selur 1. marz Jóni syni sinum hálfa húseign nr. 4 við Vesturgötu með öllu tilheyrandi. Jóhann Jóhannesson kaupmaður selur 6. mai Tómasi Tómassyni yfirslátrara húseign nr. 11 A við Bergstaðastræti með 1828 fer- álna lóð á 15,000 kr. O. Smitb ekkjufrú selur 2. mai Eyólfi Eiríkssyui veggfóðrara húseign ni. 16 við Hafnarstræti á 19,400 kr. Þórdis Ásmundsdóttir ekkjufrú selur 13. mai Guðmundi Gislasyni trésmið hálfa hús- eign nr. 30 við Vesturgötu á 3,500 kr. Hjúskapur. Ásmundur Guðmundsson, Berg- st.aðastr. 25, og ym. Jónina Margrét Jóns- dóttir, 14. þ. m. Einar Þórðarson búðsetumaður, Grettis- götu 44, og ym. Guðriður Eiriksdóttir, 12. þ. m. Guðmundur Kristján Halldórsson trésm. Fifuhvammi og ym. Simonina Margrét Guð- leifsdóttir, 14. þ. m. Jens Eyólfson trésm., Grettisgötu 11, og ym. Valgerðnr Jónsdóttir, 9. þ. m. Jóhannes Kristinsson sjóm., Arnarholti, og ym. Vilborg Steingrlmsdóttir, Sölfhól, 12. þ. m. Jón Jónsson Kárastlg 2, og ym. Sigurlina Katrin Jónsdóttir, 14. þ. m. Jónas Þorsteinsson steinsm. Grettisg. 9, og ym. Guðríður Júllana Jónsdóttir, 9. þ. m. Júlíus Jónsson, Laugaveg 24, og ym. Margrét Magnúsdóttir, 14. þ. m. Ólafur Þorsteinsson úr Keflavik og ym. Elin Jónsdóttir, 15. þ. m. Sveinn Þórðarson, Óðinsgötu 3, og ym. Hugborg Hannesdóttir, 6. þ. m. Þórður Sigfús Vigfússon skipstj. frá Skild- inganesi og ym. Þuríður Ólafsdóttir, Hverf* isgötu 32, 14. þ. m. f Guðjón Guömundsson búfræðiugur. Sviplegt fráfall hans miðv.d. 13. þ, m. varð með þeim hætti, að hann var að ganga á stað heim til sín niður í bæ af Landakotsspítala, hafði legið þar nokkura daga vegna æxlisskurðar, sem tókst vel og sárið gróið, — en hneig nið- ur neðst í stiganum og var örendur eft- ir 5 mínútur. Hann var fæddur 1. apríl 1872 á Finnbogastoðum í Trókyllisvík, sonur Guðmundar bónda Magnússouar, sem þar byr enn, og komiun í móðurætt af Jóni prófasti Péturssyni í Steinsnesi (f 1842) og konu hans Elizabet Björns- dóttur prests í Bólstaðarhlíð (Bólstaðar- hlíðarætt). Hann útskrifaðist af Möðru- vallaskóla 1897, gekk síðan á Landbún- aðarbáskólann í Khöfn og tók þar fulln- aðarpróf 1903 með bezta vitnisburði. Eftir það réðst hann til Landsbúnaðar- fólagsins og var ráðunautur þess síðan, sérstaklega um kynbætur búpenings, og liggur þar eftir hann mikið starf og mjog nytsamlegt, meðal annars margar góðar greinar um þær, og eins ura fleiri búnaðarmál. Þar er því mjög vandfylt skarð fyrir skildi. G. G. heitinn ráðunautur var fjöl- hæfur gáfumaður, ötull og ósórhlífinn, lipur í viðkynningu, mesti áhugamaður um stjórnmál, þjóðrækinn mjög og fylg- iun sér. Hann átti að öllum líkum fyrir sér enn mikið nytsemdarstarf óunn- ið í landsins þarfir, ef enzt hefði aldur.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.