Ísafold - 30.05.1908, Qupperneq 2
-118
ISAFOLD
andi orðum um enskan höfðingjalýð,
fyrir margvíslega spillingu, er auður-
inn væri undirrót að; allsnægtirnar
gætu af sér taumlausa eyðslu, leti og
ómensku m. fl.; hann (Fr. N.) hefði
ekki getað haldist við innan um allan
þann óþverra. Hann þrætti harðlega
fyrir, að hann hefði nokkurn tima
látið sér slik orð um munn fara eða
þvi lik.
Einhvern tíma í sumar kváðu þeir
ætla að hittast, Játvarður konungurog
Nikulás Rússakeisari. Hafa lagt með
sér stefnu á sjó nærri Reval við Riga-
flóa á skemtiskipum sínum. Keisari á
ekkiundiraðhafa slikasamfundi á landi.
Þar sítja flugumenn um hann og gesti
hans hvar sem er.
Heimsblaðið Times í Lundúnum,
heimsins frægasta og veigamesta blað,
123 ára gamalt, er nú orðið eign
hlutafélags, með nál. 13^/2 milj. kr.
höfuðstól og i4/5 milj. kr. varasjóð.
Sá hét John Walter, er það stofnaði
(1785), og hafa niðjar hans, sonur og
sonarsonur, ráðið fyrir þvi alla tið,
ýmist haft ritstjórn beint á hendi eða
verið alvaldir ráðsmenn yfir því. Fyr-
ir hinu nýja hlutafélagi ráða 9 for-
stjórar, og er formaður þeirra John
Walter hinn fjórði; sú staða er áskil-
in þeitn langfeðgum alla tíð, meðan
til vinst.
Frá Danmðrku. Þingi ólokið
þar enn. Verið að herða sig að reyna
að koma af réttarfarsnýmælinu marg-
þvæida, stórskemdu og orðnu mjög
kákkendu hjá Alberti.
Toll-laganýmælið hafðist fram í önd-
verðum þessum mánuði.
Tillagan um rannsóknar-þingnefnd á
hendur Alberti ótekin á dagskrá enn,
en átti þó að gerast fyrir þinglok.
Meiri háttar gjaldþrot komst maður
í þar í Khöfn nýverið. Hann heitir
A. N. Petersen og er málfærslumað-
ur. Skuldir 800,000 kr. og reyndist
hann eiga upp í það heilar 13,000
kr.l Hann hafði verið flæktnr mjög
við húsagerðarbrall með tómu lánsfé.
Nýlega eru dánir 2 merkismenn
danskir: Paul la Cour prófessor, kenn-
ari við lýðháskólann í Askov, og II.
Frederik Ewald sagnaskáld og prófessor
að nafnbót, maður rúml. hálfníræður,
faðir Carls Ewalds skálds, er lézt í
vetur. Paul la Cour var all-nafntog-
aður vísindamaður, og eru eftir hann
margar náttúrufræðibækur, en mestan
orðstír gat hann sér fyrir töluvert á-
rangursmiklar tilraunir að breyta vind-
afli i rafmagn til lýsingar og vinnu-
vélahreyfingar. Hann var ástsæltljúf-
menni.
E. Suenson kommandör, er verið
hefir 34 ár framkvæmdastjóri Ritsima-
félagsins mikla norræna í Khöfn og
aflað því mikils gengis, lét af því
embætti fyrir skemstu. Félagið hefir
haft síðari árin 10 milj. kr. tekjur,
þar af 8 milj. í gróða. Allmikið af
höfuðstólnum eigaaðrarþjóðir, einkum
Frakkar.
Tíðarfar. Fyrsta laugardag í
sumri (26/4) var blindbylur um Frakk-
land og Þýzkaland og olli töluverð-
um skemdum, en á Englandi eða í
Ermarsundi fylgdi svo mikið fárviðri,
að meira hefir ekki þar komið 27 'ár.
Fellibylur gekk yfir nokkuð af
Louisianaríki í Ameríku einu sinni
um sumarmálin. Borg heitir þar
Amite. Þar sat í einu húsi heima-
fólk undir borðum, 7 manns. Einn
forðaði sér út i tíma. Hinir 6 skriðu
inn undir borðið. Veðrið reif upp 2
útihurðir hvora gegnt annari. Vind-
strokan feykti þar í gegn um þvert
öllum ósköpum, dauðu og lifandi,
fyrst dauðum kálfi, þá hestskrokk o.
s. frv.
Rétt fyrir krossmessuna var svo
mikilihiti á Spáni (40° C.), að kviknaði í
húsum i Madrid eða því sem í þeim
var, líkt og þegar kviknar í heyi, og
urðu úr púðursprengingar; urðu 30
manns sárir, en 400 húsnæðislausir.
Illvírki. Um konu eina, ekkju,
í bænum Laporte í Indiana-ríki í Am-
eríku, hefir komist upp i vor hroða-
jeg illvirki, morð á 8—9 mönnum
smámsaman á mörgum árum til fjár, og
hafði hún dysjað líkin í húsagarðisínum.
Loks kveikti hún í húsinu og gildr-
aði svo til, að allir héldu að hún
hefði brunnið inni ásamt dóttur sinni.
Hinn siðasti, er hún kom fyrir, var
unnusti hennar, og ritaði hún bróður
hans bréf um, að hann hefði ekki,
elskan sú arna, komið að heimsækja
sig um hríð; hann væri farinn eitt-
hvað, svo hún vissi ekki, og bar sig
hörmulega. Þetta dygðum prýdda
sómakvendi er norskt að uppruna, og
hét þá Brynhildur Pálsdóttir, en nefn-
ist nú frú Belle Gunnes.
Hinn 7. þ. m. voru liðin éo ár
frá því Franz Jósef Austurríkiskeis-
ari tók þar ríki, þá 18 vetra. Sá fá-
gæti afmælisdagur var hátíðlegur hald-
inn í Vín og um ríkið alt með mik-
illi viðhöfn. Níu þýzkir þjóðhöfð-
ingjar heimsóttu hann og fyrir þeim
Vilhjálmur keisari, er flutti honum
fagnaðarkveðju í þeirra nafni allra.
Þar kom Friðrik konungur VIII í
sömu erindum.
— Manúel konungur hinn ungi í
Portúgal hefir gefið upp sakir öllum
þeim þegnum sínum, er dæmdir hafa
verið fyrir landstjórnarmála-afbrot,
nema þeim er voru riðnir við aftöku
föður hans og bróður í vetur.
— Kínverjar eru langt komnir að
koma sér upp óvigum her og vel
tömdum að hætti Norðurálfuríkja.
Þetta hafa þeir látið sér segjast á því
að horfa á gengi nágranna sinna
Japana, er peir gerðu þá breytingu á
sínum háttum. Herinn verður 800,000
manna á friðartímum, en 4 milj. í
ófriði.
— Svíar eru að hugsa um að fara
að keppa við Dani um stórskipaútgerð
til Ameríkuferða. Félag eitt í Gauta-
borghefirsótt um til þess um 10 milj.
króna ríkissjóðsstyrk. Það ætlar að
láta smíða sér 4 heimshafs-gufuskip,
er eiga að kosta 21 milj. kr. For-
maður félagsins eða framkvæmdar-
stjóri heitir Lundgren.
— Fyrir skömmu stóð í Péturs-
borg með miklutn veg brúðkaup Vil-
hjálms konungssonar frá Svíþjóð og
frændkonu keisarans, er heitir María
Pálsdóttir (Paulowna) föðurbróður
Nikul. II og Alexöndru Georgsdóttur
Grikkjakonungs.
V élarbátarnir
eru hið mesta þing til fiskiveiða, þeg-
ar fiskur gengur eigi nógu grunt til
þess að hægt sé að ná honum á opn-
um bátum.
Það ber kunnugum saman um, að
lítið mundi aflast hafa í Vestmann-
eyjum þessa nýliðnu vertíð á opna
báta, og að sama muni vera að segja
um ísafjarðardjúp.
Eitt dæmið um mokfiskið í Vest-
manneyjum er 22,000 fiska afli á 1
bát með 3 mönnum á. Búðarmaður
einn í Vestm.eyjum (assistent) kvað
hafa lagt inn að sínum hlut þessa ver-
tíð 2000 kr. í fiski. Meðalhlutur á
ísafirði á motorbáta þar 40 kr. á dag
í allan vetur. Líklega enginn afli
þar án þeirra, motorbátanna, er haft
eftir kunnugum.
Vestanmenn
komu 12 á s/s Laura um daginn,
alfluttir hingað, þessir:
Arnór Árnason gullhreinsari, frá
Chicago, með konu og dóttur.
Hallur Ólafsson, áður bóndi (20 ár)
á Grýtáreyri i Seyðisfirði. Hefir ver-
ið 5 ár vestra, í Narrows-bygð í
Manitoba, bjó þar búi sínu. Hann
kom með konu sina, son og fóstur-
dóttur.
Helgi Þórðarson, ekkjumaður, upp-
runninn úr Hrútafirði; 5 ár vestra.
Þorsteinn Jóhannesson, Vopnfirð-
ingur, rúmlega sjötugur. Hefir verið
32 ár vestra, lengst í Bandarikjunum.
Þórður Halldórsson, úr Biskups-
tungum, sextugur.
Maria Johnsen, einhleyp yngisstúlka,
fráSuðureyri í Tálknafirði; hefir verið
8 ár vestan hafs, alt af í Winnipeg.
Gengimi af trúnni.
Svo er að sjá, sem seyðfirzka stjórn-
arblaðið Austri sé gengið alveg af
trúnni.
Blaðið tekur svo til orða 15. þ. m.:
Það mun óefað mega telja það
víst, að þessu frumvarpi milli-
landanefndarinnar mun verða tek-
ið með almennum óhug hér á
landi og ekki likindi til annars
en að þjóðin muni hafna því
með miklum meiri hluta atkvæða
og þá að sjálfsögðu fulltrúar
hennar á alþingi.
Vér getum eigi betur séð, en
að hér sé stórt spor stigið aftur á
bak frá sjálfstæði voru.
Að ísland skuli vera ætíð og
æfinlega hluti úr »alríkinu danska«
og láta Dani jafnframt hafa á
hendi utanríkismál vor — það er
óhafandi, og hneisa fyrir oss, að
binda slíkan klafa um háls vorn.
Og vér teljum sennilegt, að
eigi verði mikill flokkadráttur um
þetta mál og að menn verði að
mestu samtaka og lítið 'njáróma
í þvi að hrópa hér: Vér mót-
mælum allir. — —
Það sem nú liggur fyrir er að
fella frumvarpið, og það mun
veitast létt.
Grein sína endar blaðið á hinu
nafnkunna erindi Stgr. Th.:
Svo frjáls vertu, móðir, 0. s. frv.
og undirstrikar:
Og aldrigi, aldrigi bindi þig bönd,
Nema bláfjötur Ægis um klettótta strönd.
Undir greininni stendur »Ritstj«,
til þess að ekki sé um að villast,
hvers rödd hér mælir.
Það voru almenn munnmæli hér i
höfuðstaðnum í gær, að verið væri
þá að reyna af öllum mætti að kristna
aftur trúníðing þenna, í talsímanum, og
að kristniboðinn við enda símans hérna
megin væri hvorki meiri né minni
maður en sjálfur hinn veraldlegi erki-
biskup landsins, öðru nafni landsins
sál.
Sveitarstjórnarlaga-breyting.
Þau eru nú á þriðja árinu, sveitar-
stjórnarlögin nýju, frá 1905. En
breytingar finst henni þurfa að gera á
þeim, skattamálanefndinni. Þær eru
þessar helztar:
Niðurjöfnun sýslunefnda á hrepps-
félög gerist eftir matsverði allra skatt-
skyldra fasteigna og skipa, að einum
þriðjungi, að öðrum þriðjungi eftir
samanlagðri skuldlausri eign og tek-
jum af eign og atvinnu, og loks að
einum þriðjungi eftir tölu verkfærra
karlmanna í hverjum hreppi. Gjald
þetta alt greiðir oddviti sýslumanni
úr sveitarsjóði á næsta manntalsþingi.
Hreppsgjöldum sjálfum vill nefndin
breyta þann veg,
að fátækratíund af fasteign og lausa-
fé sé af numin frá fardögum 1911;
að sveitargjöld verði upp frá því
þessi 6:
1. Fasteignarskattur af jörðum, hús-
um og lóðum 8/10 af hundraði;
2. Tekjuskattur af eign og atvinnu,
4/2 af hundraði af fyrstu 1000 kr.,
er tekjurnar nema, en aukist eftir það
um V2 á hverju þúsundi, sem þær
hækka, alt að 6 af hdr.;
3. Eignarskattur af skuldlausri eign,
Vio af hdr.;
4. Hreppsvegagjald D/4—3 kr. á
hvern verkfæran mann, 20—60 ára;
5. Sýsluvegagjald annað eins, eftir
því sem sýslunefnd til tekur;
6. Aukaútsvar eftir efnum og ástæð-
um, eins og nú.
Heimilt er hreppsnefnd með já-
kvæði lögmæts sveitarfundar og sam-
þykki sýslunefndar að hækka og lækka
fasteignarskatt, tekjuskatt og eignar-
skatt um eitt ár i senn eða tiltekið
árabil.
Hreppskilaþingin skal halda, þótt
tiund hverfi úr sögunni, með því að
á þeim er haust og vor framkvæmd
ýms lögboðin störf, svo sem skatt-
skrárframtal og hagfræðisskýrslna,
hreppsnefndarkosning m. m., birting
laga og stjórnarráðstafana o. fl. —
Um þetta er eitt frv. nefndarinnar.
Hreppsstjóralaun skulu vera 1 kr.
fyrir hvern fullan tug hreppsbúa,
minst 30 kr.
Erl. ritsímafréttir
til ísafoldar.
Kh. 29. maí kl. 9,20 árd.
Harden og Eulenburg.
Dómurinn gegn Maximiian Harden
ónýttur i rílcisrétti.
Eulenberg fursta snarað í gœzluvarð-
hald; sakaður um meinsœri.
Friðrik konungur
heimkominn úr Vinarför sinni á mið-
vikudaginn.
Sambandsmálið.
Skúli Thoroddsen ritar í Politiken
í dag aðfinslur við nefndarfrumvarpið.
Stúdentar (isl.) halda fund bráðum.
Þar talar Skúli.
*
* *
Maximilian Harden, ritstjóri títna-
ritsins Zukunýt, vann í haust meiðyrða-
mál við Kuno Moltke greifa nokkurn,
einn hirðgæðing Vilhjálms keisara og
virktavin, er H. hafði dróttað að and-
styggilegum saurlífisglæp, en inn í
það mál hafði flækst annað stórmenni
frá keisarahirðinni í Berlín og enn
meiri alúðarvin keisarans, Eulenburg
fursti, áður sendiherra í Vín.
Því næst var höfðað sakamál gegn
M.-H., út af sama efni, er féll á hann ;
var dæmdur eftir nýárið í vetur i
4 mánaða fangelsi.
Þeim dómi hefir því næst verið
áfrýjað fyrir æðsta dómstól ríkisins,
ríkisréttinn í Leipzig, og segir hrað-
frétt þessi í dag, að sá dómur hafi
verið ónýttur, og það með, að Eulen-
burg hafi verið varpað í fangelsi fyrir
meinsærisgrun. Hann hafði svarið
þess dýran eið, að hann hafi ekkert
unnið það, er á hann var borið, en
það var hlutdeild í glæp þeim, er
Kuno Moltke greifi hafði verið um
sakaður.
Keisari hafði vísað þeim báðum frá
hirðinni, er að þeim bárust böndin
um hið glæpsamlega athæfi, og viljað
sízt láta hlífa þeim minstu vitund.
Hann er sjálfur ntaður rnjög siða-
vandur.
Svo segja heimkomnir sambands-
nefndarmeun, að það hafi ekki verið
Kárafélagið, er fyrir fundarhaldi gekst
um daginn út af sambandsnefndarálit-
inu, heldur almenna stúdentafélagið
íslenzka í Khöfn. Eftir þessu hrað-
skeyti á þá að taka málið upp aftur
þar. Má- vera, að þá lykti því öðru
vísi í þann hóp.
Reykjavíkur-annáll.
Dánir. Friðsemd Ingibjörg Aradóttir, ekkja
á Tóttum, sjötug, dó 16. þ. m.
Guðmundina Jónina Jakobsdóttir yngis
stúlka á Austur-Brekku, 27 ára, dó 20.
Guðmnndur Einarsson, f. bóndi á Nýja-
bæ í Meðallandi 40 ár, 78 ára,faðir Guðm.
fátækrafulltrúa, dó 25.
Hanna Sumpstead, ensk (kona vélmeistara
á Geraldine), 45 ára, lézt 18.
Katrin Ögmundsdóttir (Brekkust. 14),
ekkja, 56 ára, dó 12. mai.
Ragnheiður Ingimundardóttir Olsen, ekkja
Jóh. Olsen og móðir Guðm. kauprn. Olsen,
lézt 28., hálfáttræð.
Ferming. Uppstigningardag voru fermd
hér i frikirkjunni 53 börn, 33 piltar og 20
stúlkur.
Þá eiga 80 börn að fermast á morgun i
dómkirkjunni, fleiri en nokkuru sinni áður.
Hjúskapur. Jóbannes Kristinsson i Arn-
arholti og ym. Vilborg Steingrímsdóttir, 12.
mai.
Jón Ágúst Jónsson (Vg. 30) og ym. Mar-
grét Gisladóttir, 16. maf.
Jón Jónsson og ym. Þórunn Eyólfsdóttir
(Brekkust. 3) 23. þ. m.
Magnús Einarsson og ym. Helga Helga-
dóttir (Lindarg. 28), s. d.
Pétur Þórðarson (Glasgow) og ym. Elín
Teitsdóttir, 29. maí.
Sólberg Guðjónsson (Lindarg. 14) og ym.
Þorsteinina Þorkelsdóttir, 16. mai.
Valdemar Vilhelm Petersen bakari og
ym. Luise Hansen, 24. mai.
Þórður Sigfús Vigfússon skipstjóri frá
Skildinganesi og ym. Þuríður Ólafsdóttir,
14. mai.
Allar kaupakonar geta nú
fengið leigða söðla hjá Sam. Olajssyni.
Fjármark Boga A. Þórðarsonar,
Lágafelli í Mosfellssveit, er biti ajtan
hægra, gat vinstra, biti ajtan.
Barnavagn til sölu. Rstj. visar á.
Nýr fjórhjólaður erfiðisvagn
með fjöðrum fæst mjög ódýr hjá
Matthiasi Matthíassyni.________
Útsalaánýjum og gömlum reið-
týgjuni með miklum afslætti, Lauga-
veg 11.
Smjör frá Ólafsdal nýkomið á
Laugaveg 11.
Jarðarför móður minnar, Ragnheiðar I.
Olsen, sem andaðist aðfaranótt 28. þ. m., er
áformað að fari fram, að forfallalausu, fimtu-
daginn 4. juní, og hefst kl. ll‘/2 frá heimili
minu.
Guðm. Olsen.
Hérmeð tilkynnist vinum og vandamönnum
að faðir okkar elskulegur, Guðm. Einarsson
lést að heimili sínn, Grettisgötu 28, þ. 25.
þ. m. Jarðarför hans fer fram 3. júni kl.
II f. h
Einar Guðmundsson. Guðrún Guðmundsdóttir.
Guðm. Guðmundsson. Margrét Guðmundsd.
Dánarfregn.
Dáinn er 10. þ. m. merkisbóndinn Jón Árna-
son á Eyjarhólum i Mýrdal í Vestur-Skafta-
fellssýslu. Hans verður minst siðar.
Saltað kjöt
fæst i verzl. Jóns Þórðarsonar
á 2/ aura pundið ef keypt eru minst
25 pd. í einu. Ennfremur fæst reykt
kjöt og kæfa og óþrá tólg, íslenzkt
smjör frá beztu heimilum o. m. fl.
Stofiiplöntur
fást hjá undirrituðum:
Aralia 2,00
Aspedistra, grænar 2,50
— mislitar 3,00
Araucaria 3,00
Aucuba 2,00
Asparagus 2,00
Burknar, Adianthum 0,75
— Pteris 0,73.
Einar Helgason.
SamkYæmt askornn
*
sýnir norski skemtarinn
Axel Böe
aftur list sina 1 Bárubúð laugardaginn
30. þ. m. kl. S1/^ síðdegis og sunnu-
dag 31. þ. m. kl. 8 síðd.
Sjá götuauglýsingar.
SkúfatYinninn
er kominn aftur til
Guðrn. Olsen.
I fjarm bdí
annast herra cand. juris Mag/nus
Guðmundsson, hér í bænum, öll
málfærslustörf fyrir mína hönd.
Hann verður venjulega að hitta á
skrifstofu minni kl. 5—8 e. h.
Reykjavík, 25. maí 1908.
Eggert Ciaessen,
yfirréttarmálfærslumaður.
Toiletpappír
hvergi ódýrari ei.. 1 bókverzlun ísa-
foldarprentsmiðju.
Ibúð.
4—5 herbergja-ibúð, óskast til leigu
1. október næstkomandi. Tilboð
merkt: 1 október, sendist afgr. ísa-
foldar sem allra fyrst.
Fermingargjafir.
L. Wallace: Ben Hur, og fleiri
góðar bækur í fallegu bandi.
Guðm. Gamalíelsson,
Lækjargötu 6 A.
Sigurður Magnússon
lœknir
fluttur í Suðurgötu 8.