Ísafold - 27.06.1908, Blaðsíða 1

Ísafold - 27.06.1908, Blaðsíða 1
Kemur út ýmist einu sinni eða tvisvar í viku. Yerð árg. (80 arkir minst) 4 kr., er- lendis 5 kr. eða 1V* dollar; borgist fyrir mibjan júlí (erlendis fyrir fram). Uppsögn (skrifleg) bundin viö áramót. er ógild nema komin fló til útgefanda fyrir 1. okt. og kaupandi skuldlaus við blaöið. Afgreiðsla: Austurstræti 8. XXXV. árg. Reykjavik laugardaginn 27. júní 1908. 38. tölublað I. O. O. F. 897109. Augnlækning ók. 1. og B. þrd. kl. 2—8 i spítal Forngripasafn opiö á mvd. og ld. 11—12. Hlutabankinn opinn 10—21/* og b1!*—7. K. F. U. M. Lestrar- og skrifstofa frá 8 árd. til 10 siðd. Alm, fundir fsd. og sd. 8 */« síöd. Landakotskirkja. Ghiösþj. 91/* og 6 á helgidögum. Landakotsspitali f. sjúkravitj. 101/*—12 og 4—B. Landsbankinn 101/*—21/*. Bankastjórn við 12—1. Landsbókasafn 12—B og 6—8/ Landsskjalasafnið á þrd., fmd. og Id. i2—1. Lækning ók. i læknask. þrd. og fsd. 11—12. Náttúrugripasam á sd. 2—8. Tannlækning ók. i Tósthússtr. 14, l.og3.md. 11- » Faxaílöabáturinn Ingolfur fer upp i Borgarnes júli 6., 10., 15., 19., 27. og 29.; en suður í Garð júní 30., júlí 8., 18. og 21.; og austur á Stokkseyri 30. júní. Hvað hugsar þjóðin? Um hvað er íslenzka þjóðin að hugsa ? Um frumvarpið um sambandið við Dani. Af hverju hugsar öll þjóðin um það, hver einasti maður, sem hefir þroska til að hugsa hærra en dýrin? Af því að nú er verið að tefla um það, hvort þjóðin öll eigi að verða frjáls eða ófrjáls. Og allir hafa hjartslátt meðan beðið er eftir taflslokum. Vilja ekki allir heldur vera frjálsir en ófrjálsir? Jú; varla getutn vér trúað öðru. Getur þjóðin þá alls ekki fengið frelsi sitt? Það er ekki séð enn, nema að litlu leyti. Sjálfsagt að reyna það, á alla lund. Fáir menn að eins hafa talað um það. Þjóðin öll á að ráða úrslitum. Þjóðin öll? Já, hver einasti kjósandi ræður því að nokkru leyti með atkvæði sínu, þegar kosið verður til alþingis næstu skiftin. Er þjóðin ekki orðin frjáls? Nei. Hún hefir ekki fengið að ráða sér sjálf, og því verið ófrjáls. Hún má ekki ein ráða lögum sin- um; ekki dæma sjálf vandamál sín; ekkert semja við nokkurt annað ríki, og ekki einu sinni láta sjá sig þar, nema í dönskum fötum: undir dönsk- um fána, o. s. frv. Þjóðin má engu ráða utan heimil- isins: danska ríkisins. Er ekki þetta líkt þvi og að vera þræll Dana? Hafa íslendingar nokkurn tíma lof- að því að vera þrælar? Nei. Ekki óneyddir, svo að kunnugt sé. Loforð, sem menn eru píndir til að játa, eru vanalega talin markleysa; stundum er slíkt saknæmt. íslendingar voru ekki þrælar Nor- egskonunga. Gerðu að eins við þá frjálslegan samning, með þeim fyrir- vara, að rifta mætti, ef rofinn yrði. Mun því naumast ofsagt, að Danir hafi lagt á oss þrælshaftið. En þrældómur er mismunandi. Anauðugir þrælar voru Islendingar, þegar þeir voru hýddir fyrir það, að fá sér — að frjálsra manna hætti — keyptan hlut eða bita til að seðja með hungur sitt, ef það var gert ut- an takmarka einokunarinnar. Nú hafa íslendingar þó nægilegt að borða, og leyfi til að fá sér' mat á fleiri stöðum en hjá »dönsku mömmu.« Og »danska mamma* er núna venju frenntr óspör á matinn. Ætli hún sé að vinna sér bitahylli hjá krökkunum ? Atlætið er líka ólíkt því sem áður var. Margur hælir því, að oss líði vel, og að vér getum alls ekki kallast þiælar nú orðið. Þetta er rétt, ej vér getum losað oss úr vistinni þegar vér viljum og ástæður leyfa. En þó oss iíki vistin ekki illa í bili, er það þó ekki þrældómur samt sem áður, að selja sjálfan sig í sörnu vistina æfilangt, án þess að geta með neinum ráðum losað sig siðar, hversu sem gengur? Eða, að binda börn sín og barnabörn við sama heimilið, hvað sem á móti blæs? Hvað gerir nú frumvarp sambands- nefndarinnar, verði það saniþykt óbreytt ? Það leysir að vísu nokkur bönd og losar önnur, er hafa þvingað þjóðina. Það væri nú gott og blessað, ef ekki fylgdi annað verra. Sumir rýna svo fast í ljósglætuna, að þeir sjá ekki myrkrið umhverfis. Gæta ekki þess, að »oft er flagð und- ir fögru skinni.« Ef við samþykkjum frumvarpið óbreytt, þá erum. við að segja við Dani: Við og niðjar okkar skulum hlýða yður af fúsum vilja. Við skulum segja það öllum þjóð- um og sýna það — rautt d hvitu — að við séunr Dana undir lægjur. Þér megið skipa okkur konung eft- ir eigin geðþótta, um aldur og æfi. Þér megið ráða fyrir okkur tollmál- um og verzlunarerindum við aðrar þjóðir o. s. frv. Þér megið hirða alt sem aflað verð- ur í landhelgi við strendur íslands, hirða jarðeignina, vatnsafhð, embættin og sýslanirnar i landinu — i einu orði: fjármagnið og framkvæmdirnar fyrir okkur. Hvað verður við þá annað en þræl- ar þeirra? V. AiþingÍ8hiísið. Þeir eru sjaldnast taldir miklir bú- menn, sem láta éignir sínar og góða gripi liggja undir skemdum í hirðu- leysi og vanrækslu. Því miður ber landsbúskapur vor víða merki þessa. Þinghúsið er Hklegast langfegursta húsið á landinu og næsta verðmæt eign. Það hefir legið undir stór- skemdum síðan það var reist, og eru allar horfur á að það verði ónýtt ef ekki er aðgjört. Niðri er það fult af raka, svo landsbókasafnið hefir legið undir skemdum undanfarin ár, auk þess sem húsið sjálft er á leiðinni að ónýtast. Að nokkru leyti kann þetta að stafa af raka úr rennblautum jarðveginum undir húsinu; en líklega að mestu leyti af því, hversu varnarlaus grá- steinninn, sem húsið er hlaðið úr, drekkur í sig vatn eins og svainpur og molnar síðan og eyðist, er vatnið frýs í yfirborði hans. Nærfelt þum- lungsþykt lag af suðurhliðinni er nú eýtt á þessa lund eða svo skemt, að telja má það úr sögunni. Siðan tek- ur við hver þumlungurinn af öðrum. Vceri nú ekki reymndi, að kaupa steindburð, er herti steininn og gjörði yfirborð hans vatnspétt? Slík efni eru til og kosta engin .ósköp. Um þetta gæti Jón Þorláksson verkfræðingur gefið góðar leiðbeiningar. Nú hefir í langan tima verið stór blettur á framhlið hússins ofanverðri, sem sýnist stafa af því, að þakrenn- an leki. Fái þetta að haldast, verður þess ekki langt að bíða, að rakinn komist einnig í hina skrautlegu þing- sali, auk þess sem skella þessi er til mestu óprýði. Ekki œtti pað að vera ókleijt, að gjöra við rennuna og taka blettinn burtu. Vetur sem leið var lengst af brot- in ein rúðan í þinghúshurðinni og stóð gatið opið vikum eða mánuðum saman. Það vantaði ekkert nema að tusku eða pokaræfli væri troðið í það til þess að trassaskapurinn væri full- kominn. Úr þessu var þó bætt — að lokum. H. Véí gerum það aldíei! 11. Árið 1930. Árið 1930 — eftir tuttugu og tvö ár — og einmitt um þetta leyti árs — þá verður margt um manninn á Þing- velli við Öxará. Margt fer öðruvísi en ætlað er. En sólskin hlýtur að verða á Þingvelli dagana þá. Þá á kynslóðin, sem nú er að fæðast upp, að fá að horfa á Þingvöll i öllu skrúði frægðarhelg- innar, þvi hinu glæsilegasta, er islenzk saga og sumarnáttúra á til. Og menn draga skó af fótum sér af lotningu. Því að staðurinn, sem þeir standa á í dag, hann hefir aldrei verið þeim jafn-helgur og nú. Þá eru liðin 1000 ár frá því hann var valinn til þingstaðar. Það er þúsund ára af- mæli alþingis. Árið 930 er það stofnað. Þá er Island þjóðveldi. Það er fullveðja ríki, sjálfstjórnarríki, rneð engan konung yfir sér. Gullöldin rennur upp — meiri og glæsilegri en önnur lönd flest hafa átt að fagna. Landið kemst undir konungs hönd. Oss langar til að skafa nöfn þeirra feðra vorra úr sögunni, sem þar hafa ekki staðið á verði. Þvi að alla tíð síðan hafa orð Einars Þveræings ver- ið að rætast. Ánauð og ófrelsi hefir aldrei síðan mátt ganga eða hverfa af þessari þjóð. Árið 930 er alþingi stofnað. Það er þjóðveldisþing. Gullöldin rennur yfir landið. Árið 19)0 rennur upp eftir 22 ár. En hvað verður alþingi þá — þús- und árum síðar ? Höfum vér gengið til góðs götuna fram eftir veg? Þjóðarvitundin hefir einu sinni bor- ið of sterka birtu þessari þjóð, til þess a3 hún geti dáið alveg út. H ú n hefir haldið oss við. Þegar ís og hungur, þegar eldur og drepsóttir, þegar áþján og nauðir og alls konar hörmungar hafa lagst á þetta land og þjakað þjóðina, — þá hafa þjóðernisvættirnar vakað og hald- ið fyrir henni skildi. Það er hún, það er þjóðarvitundin, það er tilfinningin um sögulegan rétt vorn til að vera alfrjáls þjóð og eng- um háðir — það er hún, sem hefir verið oss eldstólpinn í eyðimörkinni. Vér erum hróðugir af þeirri til- finning. Vér erum hróðugir af að byggja og blessa landið, sem frelsis- ástin sjálf hefir numið. Og þeim, sem er ekki ofneftii að heita niðjar þeirra manna, er ættjörð sina lögðu í sölurnar fyrir frelsið eitt, þeim kem- ur ekki til hugar að glata nokkurn tíma þessari tilfinning. Þeir halda enn fram sögulegum sjálfstæðisrétti vorum. Öll sjálfst]órnarbarátta vor hefir hnigið að því, að fá viðurkendan þennan rétt. Vér höfum aldrei mist sjónar á honum að fullu. Þangað til ef vér gerurn það nú: sctujum hann aj oss í hendur Dana. Þeir hafa sagt i athugasemdunum við Uppkastið, að þeir neiiuðu þessum rétti. Alt sem þeir liðkuðu til um stjórnarhagi vora, væri gert af ndð við oss. Vér erum þeirra — Dana réttir og sléttir ölmusumenn 1 Og þann veg líta þeir á, þangað til vér erum orðnir lausir við þá allra mála. Og ekki nóg með það. Nefndar- mennirnir íslenzku og aðrir Uppkasts- rnenn — þeir sem það eru — neita líka þessum rétti vorum. Eða meta hann þá engu að minsta kosti. Þeim finst hann ekki vera of góður til þess að honum sé nú slett í Dani — fyrir Uppkastið. Fytir það, að þeir fá ein- veldi yfir þremur stórmálum vorum, svo lengi sem þeir vilja. Vér veitum ykkur þetta alt af náð, segja Danir — og læðast að oss til að ræna oss rétti vorum. Einhvern tíma hefði hverjum íslend- ing þótt þetta skapraunarorð meiri en svo, að hann gæti þegið, ef hann ætti að halda sæmd sinni jafnri sem áð- ur. En Svona er feðranna frægð fallin i gleymsku 0g dá. Nei, það er ekki satt. Það verður ekki satt. Frægðin er að rísa úr rúst- um. Oss vantar ekki annað en að sýna það öðrum þjóðum, hvað vér eigurn fagran feril að baki. Þá benda þær oss á, eins og þær eru teknar til að gera, að vegurinn fram undan geti orðið oss enn þá fegri frægðar- braut en hin. Og það eflir þrótt vorn til að ganga hann. — — Það eru ekki nema 22 ár þangað til árið 1930 rennur upp. Vér meg- um ekki gera það nú, sem oss iðrar þá. Það á að vera bjart yfir Islandi þúsundasta alþingis árið þess. III. Aumingja Danir! Um íslendinga: Þéttir á velli og þéttir í lund, þrautgóðir á raunastund. Gr. Th. íslendingar eru bæði skapdeildar- menn og fastúðugir. Muna stundum seint — en muna lengi. Nú langar Dani til að fá þá til að gleyma — rétt einu sinni. En það ætlar ekki að takast. Það er of stutt síðan að þeir létu rigna lúalegustu óþverra-svívirðingum yfir oss og það mál, sem hverri þjóð er helgast og hjartfólgnast, þjóðernis- markið sjálft — fengu til þess sinn færasta mann (G. Br.), svo að ekkert yrði til sparað að reyna að bæla niður hvern frjóanga af frelsisást, sam hér kynni að spretta án þeirra samþykkis. Eins og þcir hafa alt af gert. Þetta var fyrir tveim árum, er fána- málið varð að þjóðarmáii. Þá ætluðu þeir af göflum að ganga. Vér létumst varla heyra til þeirra, og héldum fram voru máli sem áður. Og nú hafa þeir lækkað nokkuð seglin. En þeir eiga eftir að lækka þau betur. Verður ekki skorið á færið að öðrum kosti, og siglt burt frá þeim, köppunum ? Er ekki samnings-rembi- hnútur nefndarinnar leystur bezt með því? Okkur eru farin að leiðast þessi læti i Dönum, hve nær sem við stíg- um nokkurt spor án þess að spyrja þá að leyfi um það áður. Vér erum orðnir langþreyttir á þessari þjóð, sem alla tið hefir notað völd sín — bæði rænd og rétt fengin — til að hefta þroska vorn og þrótt með öllu móti, sér minni máttar þjóð- ar. Ymist með ofríki eða blekking- um. Og hún er ekki af baki dottin enn, sú litla. Hann á nú að taka af skarið, ný- jasti stjórnvizku-smíðisgripurinn henn- ar, innlimunar-víravirkið, öðru nafni Uppkastið góða. Þeim er margt vel gefið, Dönum. Það eru ekki margar þjóðir t. d., sem búa til betra smjör en þeir. En stjórnvitringar hafa þeir aldrei þótt hingað til. Enda er það auðséð á Víravirkinu. Þeirri stjórnvizku er reyndar engin bót mælandi, sem ekki er fólgin í öðru en blekkingum. En Danir eru nú ekki konmir lengra en þetta. Þetta hafa nú verið þeirra ær og kýr um tnargar aldir. Og alt af fer þeim jafnóhöndu- lega. Hvernig gengur til, þegar Danir ætla að semja við oss ? Hvernig er stjórnmálavizkunni háttað? Hvernig hefir Víravirkið orðið til ? Svona; þetta er hugsanaferillinn: 1. Það verður að búa til kvik- syndi. 2. Það verður að brúa kviksyndið, eða breiða yfir það, svo að íslend- ingar vari sig ekki á því. 3. Það má ekki hafa ábreiðuna of þykka, svo að þeir geti sigið niður um hana. Svona er þeirra stjórnmálavizka. Og hún endar á því, að ábreiðan er of þunn. Vér sjáum í gegn um hana. Aumingja Danir I Hvað eigurn vér nú t. d. að taka, að gera við sameiginlegar hervarnir ? Danir svara: Vér ætlum að verja ykkur, ef aðrar þjóðir hafa ágirnd á ykkur. Þarna rífa þeir nú stóra glompu á ábreiðuna. Hvað heitir sú hernaðarþjóð heirns- ins, sem Danir ætla að verja okkur fyrit ? Hvar er til í hernaðarlöndum svo ókvensterkur þjóðhnokki, að Danmörk ráði við hann ? Danmörk að verja okkur! Danm'órk! Þessi rúsínusteinn, sem hrekkur þegar minst vonum varir ofan í eitt- hvert stórveldið — svo framarlega sem hún gerir ekki hið sama og vér eigum að gera: fá viðurkent hlutleysi vort af hernaði. Nei, hervarnirnar eru eingöngu danskt sérnidl, sem okkur varðar ekkert um. Danir segja: Það getur vel verið að Island verði einhvern tíma hern- aðarland. Jæja, segjum það, þó að vér vitum reyndar, að það verður aldrei, og að Danmörk fer tneira að segja sjálfsagt að hætta því líka. En jœri svo, þá er nógur tíminn að hafa hervarnir sameiginlegar með annari þjóð, þegar vér þurfum þess. Þangað til geta þau verið dönsk sérmál. Hitt er stórmikil hætta. Komist Danir einhvern tíma í ófrið, draga þeir okkur í hann með sér að nokkuru leyti. Vér erurn þá orðnir hernaðarþjóð, þó að vér eigum engan þátt í vopna- burði. En Danir geta vitanlega sett hér upp herstöðvar, hvar sem þeir vilja á landinu. Vér möldum eitthvað í mó- inn. Og þeir svara sem svo: Þið hafið falið okkur hervarnir. Úr því að vér eigurn að verja landið, þá erurn við einráðir um allar hervarnarráðstaf- anir. Við gerum í því máli það sem okkur sýnist, og þið þegið. Nei, hlutleysi vort af hernaði get- um vér sjálfsagt fengið viðurkent með öðrum þjóðum, og komumst þá í engin vandræði. Verndarkáki Dana höfum vér ekki ncma bölvun af. Ekki fremur hér eftir en hingað til. Hún hefir löngum verið okkur happalítil. Veðrátta vikuna frá 14. júuí til 20. júni 1908. Rv. Bl. Ak. Gr. Sf. Þh. s 9.1 10.1 11.0 7.0 11.8 8.8 M 9.0 12.0 13.0 9.4 13.5 11.2 Þ 7.0 4.2 12.3 8.6 10.5 10.1 M 8.5 7.8 13.5 8.5 13.5 8.5 F 10.0 10.4 11.5 10.5 10.0 9.5 F 11.0 11.8 16.2 13.5 18.4 12.0 L 8.0 9.3 13.5 10.5 17.5 13.3 Messur á morgun. Síra B. H. á hád, í dómk. Guðfræðiskand. Bjarni JÓMton (frá Mýrarholti) síðd. kl. 5. Messufall i fríkirkjunni — prestur i fnrÖ,

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.