Ísafold - 27.06.1908, Blaðsíða 3
ISAFOLD
150
heimatrúboði því, er Danir hafa kom-
ið á hér og styðja með fjárframlög-
um. Þingmaður Sunnmýlmga var
hann 1886—1891.
Síra L. heitinn var atgervismaður
og atkvæðamaður, miklunl gáfum
gæddur, skarpur og fylginn sér, mæta-
vel máli farinn, fastúðugur og fram-
gjarn framan af æfinni, en einrænn
nokkuð svo og ófyrirleitinn um sumt.
Það hafði hann um flesta menn fram,
að enginn hlutur honum hagkvæmur
virtist hagga sannfæring hans eða lífs-
stefnu minstu vitund. Hann var hug-
prútt karlmenni í lund.
Danska tjöðrið og bankavextir,
Naumast er það, að gott höfum
vér af danska tjóðrinu núna.
Bankavextir eru hvergi hærri í heimi
um þessar mundir en í Danmörku né
hafa verið langa hríð, þ r e f a 11 hærri
hér um bil heldur en í næsta landi,
landi, sem skemmra er til héðan en
til Danmerkur.
Það er England.
Þeir eru þar 2'/2 af hundraði, en
6V2 í Danmörku.
Og þá líka 6l/2 a Islandi auðvitað.
Því þar, í Danmörku, verða bank-
arnir að lána það sem þá brestur til
þess að geta »hjálpað« mönnum hér.
Ekki er í annað hús að venda.
Eða ekki hefir íslenzku bönkunum
tekist enn að koma sér í lánsviðskifta-
samband við banka með stórþjóðun-
um, Bretum eða Frökkum; þar, á
Frakklandi, eru bankavextir næstir
því sem gerist á Englandi, ekki nema
3%.
Búast má við, að »dönsku mömmu«
eða »móðurlandinu« sé lítið um það
gefið, að leitað sé annað en »heim«
til hennar um þess kyns viðskifti
fremur en önnur, og að því munu
t. d. íslandsbankaráðsmennirnir dönsku
ef til vill ekki gera mikið að því, að
leita til annarra þjóða um lán handa
honurn.
En naumast getur nokkur maður
kallað það góðar búsifjar, að þurfa að
greiða 4% hærri bankavöxtu hér
en gert er í næsta landi.
Barnaveiki
(difteritis) hefir gert vart við sig
víða um Húnavatnssýslu, eftir því
sem héraðslæknir þar segir. Telur hann
líklegt að veikin sé komin um alla
sýsluna. Sama er símað í dag af
Sauðárkrók um Skagafjörð. Frézt
hefir enn fremur að hún væri komin á
ísafjörð og Húsavík. Svo slysalega
vill til, að barnaveikismeðal (blóðvatn,
serum) er nærfelt á þrotum í Dan-
mörku, líklega fyrir einhver óhöpp.
Þetta veldur því, að lyfjabúðin hér fær
hvergi nærri það, sem paritað hefir
verið; og horfir til mikilla vandræða,
ef veikin magnast hér. Sjálfsagt verð-
ur að útvega meðalið frá öðrum lönd-
um, þótt dýrara verði.
LandakotsskóIiniL
Þar var um miðja vikuna þessa höfð
sýning á handaverkum barna þeirra,
er í þann skóla hafa gengið í vetur,
barnaskólann, sem kaþólska trúboðið
þar hefir haldið uppi rnörg ár nokk-
uð.
Um þá sýning má með sanni segja,
að margur mundi vilja kalla hana að
sumu leyti listasýning fremur en við-
vaningsverka eftir ung börn.
Hér á landi hefir aldrei sést neitt
því líkt, aldrei nándarnærri jafnlangt
komist með stóran barnahóp í list-
fengi og vandvirkni.
Sumt af ísaums-sýnishornum og
blómsaums eftir Landakotsbörnin eru
eigulegustu kjörgripir, er seljast rnundi
dýru verði hvar sem væri, nema —•
ef það er í höfuðstað íslands; og er
þó óvíst, nema að hann þyrfti ekki
undan að skilja, ef almenningi væri
fullkunnugt um þessi smælingja-lista-
verk.
Jafnaðdáanlegir og ísaumsmunirnir
eru beztu dráttlista'rmunirnir eftir
Landakotsbörnin. Það væri engin
minkun að þeim eftir fullveðja list-
nema. Og öll lýsir dráttmyndasýn-
iugin því engu sfður en hin, að þar
hafa nemendur notið fyrirtakstilsagn-
ar. Fetað sig stig af stigi frá því sem
einfaldast er og vandaminst til hins,
sem mikill vandi fylgir og listfengi,
af hinni mestu nákvæmni, en engu
handahófí neinstaðar, í smáu né stóru.
Enda hefir kennarinn verið Meulen-
berg prestur, maður stórmentaður
og hefir numið dráttlist forkunnar-
vel.-------
Það er ilt að verjast þeirri hugsun,
er litið er á afrek alþýðuskólans i
Landakoti, að eitthvað hljóti það að
standa í sambandi við miðaldamyrk-
urskendar trúarofstækishégiljur, að ekki
hafa bæjarmenn meiri mætur á hon-
um, en þeir virðast hafa. Þeir, sem
til hans þekkja almennilega, lúka allir
upp einum munni um það, að þar
fari saman ágæt tilsögn og fyrirtaks
stjórn —- börn úr þeim skóla auðþekt
á því, hvað þau kunna vel að hlýða
og hversu þau haga sér siðsamlega.
Að vísu er aðsókn svo mikil að hon-
um, að hætta varð fyrir tveim ánjm
að auglýsa, að þar væri tekin börn
til kenslu; preslurinn, sem kenslunni
stýrir (M.) varð að vísa frá sjálfur í
hitt eð fyrra 50 börnum vegna rúm-
leysis; skólinn tekur ekki nema 70—
80 börn. En hann ætti að fá miklu
meira lof en í þvi felst, þótt mikið
sé. Og þakklátir ættu bæjarbúar að
vera fyrir þó ekki væri nema þá ágætu
og ómissanlegu samkepni við aðra al-
þýðuskóla, sem slík stofnun veitir.
Trúarbrögð eru þar alls ekki kend
nema kaþólskum börnum, og biblíu-
sögur þeim einum, er foreldrar þeirra
eða aðrir aðstandendur óska þess.
Þeir nýsveinar, sem ætla sér að
ganga á Stýrimannaskólann næstkom-
andi skólaár, verða að vera búnir að
senda skriflega umsókn um það til
undirritaðs forstöðumanns skólans, en
stílaða til stjórnarráðs íslands, fyrir
15. ágúst þ. á.
Umsóknum þessum eiga að fylga
áreiðanleg vottorð um þau atriði, sem
gerð eru að skilyrði fyrir inntöku í
skólann.
Skilyrðin eru þessi:
1. Að lærisveinninn hafi óflekkað
mannorð.
2. Að hann sé fulira 15 ára að aldri.
3. Að hann sé vel læs, sæmilega
skrifandi, kunni 4 höfuðgreinar
í heilum tölum og brotunt, og
riti íslenzku stórlýtalaust.
4. Að hann hafi verið í sjóferðutn
á þilskipi eigi skemur en 4
mánuði.
Skilyrði þessi má sjá í B-deild
Stjórnartiðanna 30. nóv. 1898.
Reykjavík, 27. júni 1908.
Páll Halldórsson.
Fiskburstar
fyrirtaksgóðir og ódýrir í verzluninni
í Vesturgötu 39.
Sports-
Artikler
Speeialitet:
No. I. Boldspil, alle arter Friluftsspil.
Fodbold, Tennis, Crokhet, Grolf.
No. I. Gymnastik-Apparater.
Sandows Dyeste Apparater for
Hjemmegymnastik.
No. 2. Lystfiskeri.
No. 3. Rifler
til Jagt-, Skive- og Salonskydning
No. 4. Vaaben i störste Udvalg.
Jagtbösser fra 20 Kr. til 500 Kr.
No. 5. Spratt Hundekager.
Piece om Hundens Sygdomme og
Behandling, samtlige Rekvisitter
for Hundepleje og Dressur.
No. 6. Apparater for Insektsamlere.
No. 7. Apparater for Rigning af Skibsmo-
deller. Fægte-, Svömme- og Tu-
ristrekvisitter.
No. 4. Fælder og Saxe for Rovdyr.
Illustrerede Priskuranter.
No. 1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 9, 10.
Harald Börg*esen.
Frederiksberggade 28
Köbenhavn.
Trælast.
Svensk Trælast i hele Skibsladninger
pg bíllige svenske Möbler og Stole
faas hos Undertegnede, der gerne staar
fil Tjeneste med Priser og Kataloger.
Erust Wickström,
Köbenbavn.
45, Sortedams Dossering.
ílarmoniumsköli
Ernst Stapfs öll 3 heftin, í bókverzl
>in Isafoldarprentsm.
Mynda- (póst)spjöld,
frímorki.
Ef þér sendið mér ísl. frímerki þá
sendi eg yður falleg myndaspjöld frá
Sviss. Einnig vil eg skifta á frímerkjum.
J. Schárer,
P. O. Box 20,057, Zírrich, Schweitz.
Utsala.
í verzlun A. Svendsen i Aðalstræti 12 verða sjöl,
og m. fl. selt með mjög lágu verði, til 10. júlí.
tc-<
<=»*
c/a
ulíartau
EB
c>=>
HÉRMEÐ augiýsist, að undirritað hlutafélag hefir selt Sæm. kaupmanni
Halldórssyni i Stykkishólmi allar útistandandi skuldir sinar við verzlun sína
þar, og skulu því skuldir þessar greiðast téðum kaupmantii.
Innieignir manna við sömu verzlun borgar nefndur kaupmaður vegna
hlutafélagsins eftir 1. nóvember 1908.
A/S N. Chr. Grarns Handel.
* * *
1 sambandi við ofanritaða auglýsing er hérmeð skorað á þá, er skulda
verzlun hlutafélagsins N. Chr. Grams Handel í Stykkishólmi að greiða skuldir
sínar eða semja um greiðslu á þeirn hið allra fyrsta.
Sœm. fjCallóorsson.
Sumarvinna.
Ingólfsneíndin óskar eftir manni til að selja lotteríseðla
að Ingólfskúsinn. Agæt kjör í boði.
Menn snui ser til K. Zimsens, Skölastræti 4
fyrir 4. júlí næstk.
Stjérnarvaldaangl. (áiji-ip)
Skuldum skal lýsa í
dbú Árna Ingimundarsonar frá Brekku í
Vestmanneyjum á 6 mán fresti frá 9. júli.
dbú Gunnsteins Þúrðarsonar frá Bólstað
í Vestmanneyjum á sama fresti.
Nauðungaruppboð d
3 hndr. 6t/6 al. u. m. úr jörðinni Höfða-
húsum í Fáskrúðsfirði 7. september.
í verksmiðjunni: Laufásvcg 2
er úrval af myndarömmum.
5 hertoergja íbúð með eldhúsi
í turnhúsinu innarlega við Lindargötu
fæst mjög ódýrt til leigu, ef hún er
tekin strax. Menn snúi sér til }.
All-Hansen í Þinghultsstræti 18.
2 lierbergi til leigu í Kirkju-
stræti 6.
í verksmiðjunni, Laufásveg 2
eru vandaðar likkistur og likkistu
skraut.
Jarðarför síra Lárusar Halldórssonar fer
fram frá heimlli hans Hofi fimtudaginn 2.
júli. Húskveðjan byrjar kl. II1/, f h.
Gríssulta
fæst enn í Vesturgötu 39.
Augniækiiíngaferðalag.
Samkvæmt 12. gr. 5. b. í fjárlög-
unum og eftir samráði við stjórnar-
ráðið fer eg að forfallalausu með Hól-
um 7. ágúst 1908 til Austfjarða, verð
þar um kyrt frá 11. til 25. júli og
sný þá heim aftur með Vestu. Heima
verður mig þá ekki að hitta frá 9.
itl 28. júlí.
Björn Ólafsson.
Bann.
Öllum er bannað að festa nokkura
auglýsingu á símastaura Talsímahluta-
félags Reykjavíkur.
Reykjavik 26. júní 1908.
F.V'ir stjórn Talsímafélagsins Rvík
K. Zimsen.
Safnaðarfundur
fyrii* tlóinkirkjusöfnuðinn
verður haldinn n. júlí næstk. kl, 8V2
síðd. í húsi Kristilegs félags ungra
manna.
Rætt um prestaskipunina samkvæmt
lögum 16. nóvember 1907.
Reykjavík 26. júni 1908.
Fyrir hönd sóknarnefndarinnar
K. Zimzen.
Til umsóknar birtist
kennarastaðan við barnaskólann í
Grindavík. Kenslutími 6 mánuðir
(trá 1. okt þ. á. til marzmánaðarioka).
Laun eftir því sem umsemst við.skóla-
nefndina. Umsóknin sé komin til
undirritaðs fyrir 16. ágúst næstk.
Stað 22. júní 1908
Br. Gunnarsson.
Duglegar stúlkur
vanar karlm. fatasaumi geta
fengið atvinnu strax. Hátt kaup!
Nánari upplýsingar hjá
Reinh. Anderson
klæðskeri Liverpool.
116
En Ingiríður sá sitt ráð vænst að
snúa sér til jómfrú Stöfu, og tók nú
&ð segja henni alt af högum sínum.
Röddin var mjúk og íögur.
Ingiríður hafði ekki vikið að því nema
með nokkrum orðum, að hún hefði
verið kviksett, og Dalamaðurinn hefði
komið og bjargað henni. En það var
° ® ^088 júmjrú Stafa gamla
blóðroðnaði, en húu laut áfram óðara
en varði til að láta ekki bera á því.
|>að var ekki nerna svo sem drykk-
langa stund, en einhver áhrif hefir
þetta haft á hana, því að upp frá þessu
var hún nú þýð og mjúk á manninn.
Og nú tók hún að spyrja um þetta
alt út í hörgul; um fram alt vildi
hún fá að heyraum vitfirringinn, hvort
Ingiríður hefði ekki verið hrædd við
hann. Nei, nei, liann gerði engum
manni mein. Haun var ekki vitskert-
ur, sagði Ingiríður, hann gat verzlað
með varning sinn. Hann var bara
8vo hræddur; það var alt, sem að var.
Ingiríður varð að aegja alt af létta.
Verst var að þurfa að segja það, sem
hún hafði heyrt til fóstru sinnar. En
húu sagði þó hreinskilnislega frá því
117
öilu, þó að hún gerði það reyndar
með grátstafinn í kverkunum.
f>á gekk jómfrú Stafa að henni, lyfti
upp klútnum frá enni hennar, og horfði
í augu henni. Svo klappaði hún henni
mjúkt á vangann. — Sleptu því bara
úr, juugfrú litla, sagði hún. Eg þarf
ekkert að vita um þetta.
— Ja, nú verðið þið að fyrirgefa, sygt-
ir mín og jungfrú Ingiríðnr, nú verð
eg að færa henni 'sjálfri kaffið. Eg
kem rétt undir eins.
þegar hún kom aftur, sagðist hún
hafa sagt jústisráðsfrúnni frá ungu
stúlkunni, sem hafði verið kviksett.
Og nú langaði frúna til að sjá hana
sjálf.
Jungfrú Stafa fór með þær upp og
inn í stofu hennar sjálfrar, jÚ3tisráðs
frúarinnar.
Stofan var ekki stór, en fallegt og
ríkmannlegt inni. Anna gamla fór
ekki lengra en að dyrunum, en Ingi-
ríður var ófeimin. Hún gekk rakleitt
til frúarinnar og heilsaði henni með
bandabandi. Hún hafði oft verið fjarska
einurðarlítil við þá, sem voru ekki
nærri eins fyrirmaunlegir og fru-
120
hún. |>að er meira en öllum ergefið.
Flestir eru hræddlr við þessa aumingja.
Hiin hafði hlustað á, þangað til
Ingiríður hafði lokið máli sínu. f>á
sat hún hljóð og hugsi. — Úr því að
þú ert nú heimilislaus eins og er,
barnið mitt, sagði hún, þá vil eg bjóða
þér að vera hér hjá mér. Eg er hér
ein míns Iiðs, gömul kona, og þu getur
verið mér hér til yndis og afþreyingar.
Eg skal sjá um, að þig þurfi ekkert
að skorta meðan þú dvolst hér. Hvern-
ig lfzt þér á það, barnið mitt?
Frúin hélt talinu áfram : — Auðvit-
að liði að því, eagði hún, að foreldrar
þínar yrði að fá að vita um þig, að
þú ert á lífi. En avona fyrst um sinn
er bezt að alt sé við það sama, svona
meðan þú ert að komast til næðis.
Og þú getur kallað mig frænku, en
hvað á eg að kalla þig?
— Ingiríði, Ingiríði Berg.
— Ingiríði, sagði justizráðsfrúin
hugsi. Eg vildi heldur kalla þig eitt-
hvað annað. Undir eins og þú komst
hér inn fyrir þröekuldinn og eg sá f
þér Btjörnurnar — frúin brosti, hún
átti við augun — þá fanst mér sjálf-
113
að hún tryði henni fyrir öllum vistar
ráðutíi. Jómfrú Stafa anzaði engu, en
hún leit einhvern veginn svo til Ingi-
ríðar sem hún vildi láta henni skiljast,
að henni hefði ekki iengi verið trúað
fyrir þeim, ef hún hefði vistað þangað
aðrar eins drósir og hana.
Anna gamla hældi Ingiríði á hvert
reipi. Sagði hún væri mesta myndar-
Btúlka. Fram að þessu hefði hún ver-
ið í vist á prestsetri. En nú var hún
komin undir tvítugt og farið að langa
til að maunast eitthvað frekara. Og
Anna vildi leita þangað, sem þes sværi
mest von að hún gæti lært svona
sitthvað, af þeim stöðum, sem hún
þekti.
Jómfrú Stafa anzaði engu heldur
en áður. En það leyndi sér ekki á
augnaráðinu, að hún var steinhissa á,
að stúlka, sem átt hefði heima á prest-
setri, væri ekki birgari af fötum en
það, að hún þyrfti að vera í fötum af
systur sinni, — væri fatalaus sjálf. f>að
var eitthvað bogið.
Nú tók gamla bonan til að segja
frá, að hún ætti nú heima þarna al-
ein úti í skógi, yfirgefin og ein sína