Ísafold - 22.07.1908, Síða 3
ISAFOLD
175
Vikursveitungum þann vitnisbur'ð, að þar
í sveit finst enginu maður ómerkari til orðs
eða æðis Guðjóni Guðlaugssyni sjalfum.
Hólmavík, 20. júni 19^8.
G. B. Scheving
béraðslæknir.
Með þvi að V e s t r i neitar mér um að
taka þetta svar, neyðist eg til að leita því
annarrar gistingar, og hennar margfalt
betri að vísu; en fyrir þvi þykir mér þó
vegna þess, að eg veit, að þar er jafnan
húsfyllir, þótt búsakynni sé þar stórum
meiri og betri en á nokkuru sams konar búi
á landinu.
G. B. S.
Opið bréf
til safnaðanna i Nesþingaprestakalli.
Áður en eg fiyt mig frá yður alfar-
inn, kœru safnaðarmenn, má eigi minna
vera en að eg svari að einhverju leyti
3 bréfum yðar til min, dags. i síðastl.
marzmánuði og undirrituðum af 500
safnaðarmönnum.
Það var mér meiri en lítil gleði að
verða þess áskynja af bréfum þessum,
að eg eftir 26 ára veru á meðal yðar
hafi áunnið mér það traust og vakið
hjá yður þær velvildartilfinningar mér
til handa, að þér svona margir skyld-
uð finna ástœðu til að skora alvarlega
á mig, að hálda áfrarn veru minni og
starfsemi á meðal yðar, og láta með
skýrum orðum i Ijósi, að þér munduð
endurkjósa mig, hverir sem kynnu að
verða í kjöri.
Eg hlýt að vera yður innilega þakk-
látur fyrir þann heiður, sem, þér þann-
ig hafið sýnt mér og eg met miklu
meira en alla titla og tignarnöfn.
Þó að eg alls eigi efi, að áskoranir
yðar og tilmæli til min séu fram kom-
in af hreinum og einlœgum hvötum,
slœr það nokkrum skugga á gleði mína,
að mér finst eg ekki hafa lifað og
starfað svo á meðál yðar, að eg sé
verðugur þess trausts yðar og velvildar,
sem kemur fram i bréfum yðar. Eg
hefði þvi reynt að afstýra því, að bréf
þessi yrðu samin, ef mér i tima hefði
verið kunnugt um áform yðar.
Manninum, sem liafði sagt í Reykja-
vik, að eg vœri í pukri að safna undir-
skriftum undir áskoranir til mín um
að verða hér kyrr, skal verða það kunn-
ugt, að liann hefir farið þar m.eð al-
gerlega ósatt mál, því eg þori óhrædd-
ur að vitna til hvers einasta á meðal
yðar, að eg hafi ekki með nokkuru ein-
asta orði gefið tilefni til samningar
bréfanna, sem eg liafði ekkert hugboð
um fyr en þau bárust mér í hendur.
Eg minnist þess að eins i þessu sam-
bandi, að einn mikilsvirtur maður í
Hellnasókn spurði mig í vetur, hvort
það mundi hafa áhrif á áform mitt
að fiytja mig héðan, ef' almennar áskor-
anir kæmu til min um að gera það
ekki. Kvað eg skýrt nei við þvi og bað
manninn sjá um, að það yrði ekki gert,
enda hefir mér engin áskorun borist
þaðan i þessa átt.
Það yrði hér of langt mál, að skýra
frá öllum ástæðum fyrir þvi, að eg gat
ékki orðið við tilmœlum yðar að sœkja
aftur um Nesþingaprestakall.
Með vaxandi aldri hafa erfiðleikarn-
ir á að þjóna þessu fólksmarga og víð-
áttumikla prestakalli aulcist í augum
minum, og eins og þér vitið, hefi eg
flest embœttisár mín á meðal yðar haft
að gegna öðrum umfangsmiklum störf-
um og sumum alls ekki prestslegum.
En þar sem þér hingað til hafið eigi
getað treyst öðrum en mér til að liafa
þau á hendi, sá eg mikla erfiðleika á
þvi að losna við þau á annan hátt en
að ftytja mig héðan.
Eg verð einnig að játa, að hin mikla
sorg, sem eg varð fyrir fyrir 4 árum,
hefir dregið ur kjarki minum og áræði
til að beitast fyrir ýmsum málum, sem
eg vann að áður með ánœgju og gleði.
Vonin um, að tilbreyting á verksviði
muni geta hrest svo huga minn, að eg
geti unnið eitthvert gagn í minni verka-
hring, og mjög hlýlegar viðtökur þess
nýja safnaðar, sem kosið hefir mig fyr-
ir sóknarprest, sinn, hafa mikið ráðið
úrslitunum, í sambandi við þá von mina,
að það verði yður til góðs, að eg fari
héðan, að eftirmaður minn verði mér
miklu fœrari til að vinna yður gagn
og efia heill yðar bœði andlega og lík-
amlega.
Hins vegar veit eg með vissu, að eg
muni jafnan að mörgu legti sákna
þessa héraðs og þessa safnaðarfólks.
Hjá yður er eg fæddur og hjá yður
hefi eg dvalið meiri hluta lifdaga
minna, og
römm er sú taug,
er rekka dregur
föðurtúna til.
Eg skil við yður með þeirri hugljúfu
vissu, að eg eigi meðat yðar marga
góða vini, sem eg mun aldrei gleyrna.
Eg kveð yður með innilegu þakklœti
fyrir samveruna, og með þeirri hjartans
ósk, að góður guð, sem blessað hefir
okkar löngu sambúð, styrki yður, gleðji
og farsœli um alla tíma.
Ólafsvik, 8. júlí 1908
Helgi Arnason.
Háskólapróf,
Heimspekisprófi við Khafnarháskóla
iauk í f. m. um fram þá, sem neftidir
voru í síðasta blaði: Magnús Jónsson
frá Bjarnarhöfn, með ágætiseinkun.
í»ey tisp.j al diö.
Ekki vaið úr, að ráðgjafi þeysti
norður Sprengisand eftir Rangárvalla-
förina. En i gærkveldi lagði fylgdar-
rnaður hans, landsdyravörðurinn (M.
V.) á stað norður fjöll með reiðhest-
ana hans, til Aknreyrar; þeir eiga að
vera til taks til nýrrar yfirreiðar um
kjördæmi hans og líklega nálæg kjör-
dæmi norðanlands, er hann stigur þar
á land af Fálkanum danska, sem kvað
ætla að skjóta honum þangað í næstn
viku eða fyr, — til framhalds hinu
fyrra ferðalagi með hann landshorn-
anna í milli, þessu sem lauk á Isa-
firði í f. mán. við lítirin orðstír.
Af Hjói’sárbrúaf fumlimim
14. þ. mán. hafa komist í blöð
fleiri en stjórnar-sannsöglistólin skrök-
sögur um atkvæðasigur þar fyrir ráð-
gjafann eða Uppkastsmenn: 2X13
með stjórninni, en 1 j á móti. Undir-
rót þess samsetnings er líklega sú, að
við atkvæðagreiðslutilraunirnar um
tillöguómynd fundarstjóra taldist fund-
arstjórninni koma upp 20 [ekki 26)
hendur með henni, af um 120 kjós-
endum á fundi. En er þar í reynd-
ust vera einhverir utanhéraðsmenn
(Arnesingar), var hún lýst ógild. Gagn-
atkvæði tnldist sumum færri, en sum-
um fleira. Og er ný tilraun til at-
kvæðagreiðslu lenti í enn meiri glund-
roða, lýsti sjálfur fundarstjóri, sem
var þó allur á bandi fneð Uppkasts-
mönnum, alt það atkvæðagreiðslu-
brask markleysu og lét bóka, að eng-
in atkvæðagreiðsla hefði orðið. —
Fundarmönnum fanst auk annars sjálf
tillagan vera lokleysa.
Kyeðjurnar vestan um haf.
Innilegasta fagnaðarefni eru oss hin-
ar ásthlýju og drengilegu kveðjur landa
vorra vestan hafs, hinar djarfmannlegu
uppörvanir þeirra og áskoranir um,
að láta hvetgi bugast né blekkjast, er
verið er að freista vor á alla lund til
að láta leggja á oss fjöturinn geigvæn-
lega, Gleipni hinn nýja.
Allra manna fyrstir urðu þeir, Vest-
ur-íslendingar, til þess að sjá í gegn-
um blekkingarmóðuna, sem var ætlast
til að glepti oss sýn, er tekið var til
að hampa framan í oss Uppkastinu al-
ræmda. Þeir sáu á augabragði, að hér
var í boði innlimun og annað ekki,
rammariv og hættulegri innlimun en
nokkuru sinni áður. Blöð þeirra hafa
einum rómi kveðið við þann tón og
tekið í þann sama streng. Þar hafa
þau bælt niður alla misklíð og sundr-
ung sín i milli. Orðið öll samróma,
er svo mikið lá við. Það átakanlega
hefir blóðið runnið til skyldunnar.
Samdrátturinn vor í milli, þjóðar-
hlutanna beggja megin hafs hin síðustu
missiri, hefir verið öllum sönnum ís-
lendingum mikið gleðiefni. Maklegar
þakkir höfum vér vottað vestanmönn-
um fyrir það, að þeir höfðu upptökin
að þeim samhug, er fyrnefndur sam-
dráttur hefir af runnið. Vinarhótin
komu fyrst frá þeim.
En nýjustu kveðjurnar snertahjörtu
vor enn innilegar en nokkurt skeyti
áður.
Það eru hraðskeytin um fundina,
sem landar hafa haldið þar vestra,
annan i Bandaríkjum, en hinn í Can-
ada, og hafa liklega verið allsherjar-
fundir meðal landa á báðum stöðum.
Skilnaðaráskorun þeirra fær vafalaust
góðan j.arðveg hér mjög víða, ef leit-
að er inst í hjartarótum góðra íslend-
inga hérnamegin hafs.
Hitt er annað mál, hvern árangur
hún ber í verki.
Að svo stöddu er hugsun Sjálfstæðis-
manna sú, að leita hófanna langt um
betur en gert hefir verið um samkomu-
lag við Dani, meðal annars og ekki
sízt vegna þess, að skilnaðarráða-
brugg að þeim nauðugum munu þeir
þykjast geta farið með eins og upp-
reistartilraun, er þeim beri að bæla
niður með valdi.
Og í þann streng má búast við að
allmargir landsmenn verði til að taka,
einkum þeir, er völdin hafa í landi voru,
alt frá ráðgjafanum og niður til hinnar
lítil mótlegustu hreppstj óranefnu, þóttþar
frá megi nefna margar og mjög mik-
ilsverðar undantekningar.
Þar er það sem gerir ástandið vor
á meðal svo hryggilegt, að þjóðin er
tviklofin, og það svo jafnt, að varla
má í milli sjá.
Fyrrum voru fylgismenn hins er-
lenda valds ekki nema örlítið brot af
þjóðinni. Það var hið konungkjörna
lið á þingi og örfáir aftaníhnýtingar
þess, helzt danskir kaupmenn og þeirra
þjónar.
En nú er konungkjörni flokkurinn
í raun réttri meira en helmingur al-
þingis eða var á síðasta þingi, og þar
með ef til vill hátt upp í helming kjós-
enda í landinu.
Sá hefir orðið ávöxturinn af »heima«-
stjórn þeirri, er vér höfum haft síðan
1904, — heimastjómar-afskræmi því,
er þá komst á laggir, en er og hefir
verið alla tið öllu magnaðri Hafnar-
stjórn en nokkuru sinni áður.
í þeim raunum eigi hvað sízt eru
kveðjurnar nýjustu vestan um haf ó-
metanleg huggun og hressing.
Stykkishólmsbryggj an.
Sumpart að láni og sumpart að
gjöf tókst fyrv. þingmanni Snæfell-
inga að hafa út úr landssjóði að nauð-
synjalitlu 15 ,000 kr. tii hafskipabryggju
í Stykkishólmi. Hann mun hafa tal-
ið sér það byrvænlegt til kjörfylgis,
og gert sér von um, að síður mundu
augun á því fest af almenningi innan
héraðs, hver böggull fylgdi því skamm-
rifi: að stórfé þyrfti að leggja til fyrir-
tækisins annarstaðar frá, bæði að láni
og gjöf. Landsstjórnin lét síðan lands-
v^rkfræðing Þorv. Krabbe mæla og
segja fyrir um tilhögun á verkinu.
Hann vildi Iáta bryggjuna liggja fram
yfir Stykkið svo nefnt á höfninni og
gera hafskipaklöpp framan við end-
ann á bryggjunni þar, gegnt Súgandis-
ey. Kostnað til þess áætlaði hann
38—40 þús. kr. Eftir það tók íslenzk-
ur hafnarmannvirkjasmiður, Guðm.
Guðmundsson (ættaður úr Rvik, en
hefir verið 20—30 ár erlendis) að sér
bryggjugerðina fyrir 38 þús. kr. En
eftir að hann er langt kominn með
töluvert af henni, frá landi, er farið
að inna eftir við skipstjóra á gufu-
skipum þeim, er búist er við að
bryggjuna mundi nota eða haískipa-
klöppina, hvernig þeim lítist á hana þann
veg gerða. Þeim bar þá öllum sam-
an um það, Aasberg á Láru, Gott-
fredsen á Vestu og Em. Nielsen á
Sterling, að ekki væri nokkurt viðlit
að leggja skipum þeirra né öðrum
hafskipum í sund það hið örmjóa,
milli Stykkisins og Súgandiseyjar, er
hafskipaklöppin á að liggja við öðrum
megin eftir fyrirsögn Krabbe; þau
hefðu þar ekkert svigrúm.
Eigi því verk þetta að koma að
nokkurum notum, verður að láta
bryggjuna beygja þvert úr leið, er að
Stykkinu kemur úr landi, og vestur
fyrir oddanti á því, og gera par hafskipa-
klöpp mót vestri. Þar er nóg dýpi
og nægilegt svigrúm fyrir stórskip.
En í hornunum, sem verða innan eða
austan við hafskipaklöppina með þess-
ari tilhögun, má leggja smáskipum,
sinu í hvort horn, til fermingar og
affermingar.
En 15 þús. kr. er ætlað á, að
breyting þessi muni kosta, — hvaðan
sem það fé verður tekið. Þá kemst
bryggjan upp í 50—60 þús. kr., í
stað 10—15, er gert var ráð fyrir
upphaflega.
Svona reiðir af pessu glappaskoti
stjórnar vorrar: að bera eigi málið
undir þá menn, er hafskipaklöppina
skyldu nota og skyn bera á, hvort
slíkt mannvirki kemur að tilætluðum
notum, fyr en langt um seinan.
Það annað finna skynbærir Hólm-
verjar og aðrir Breiðfirðíngar að bryggju-
gerð hr. Þ. Krabbe, að hann hafi
óþarflega mjótt milli stöpla undir
bryggjunni og langt nm of þröngt
fyrir hið mikla ísrek úr Hvamms-
fjarðarstraumunum alræmdu. Bryggjan
verði fyrir það vonargripur.
Kaupskipafregn. Hér kom 10. þ.m.
gufuskip Norröna (354, R. Langeland) frá
Leith með kofafarm til Ól. Johnson & Kaaber.
Ennfremur s. d. gufusk. Atlantis (734,
Nielsen) frá Leith með kolafarm til Bj.
Guðmundssonar kaupmanns.
Þá kom 16. þ. m. gufuskip Tryg (478,
T. 0. Falck) frá Burntisland með kolafarm
til Thomsens Magasín.
20. þ. m. gufuskip Suldal (265, Elling-
sen) frá Leith með ýmsar vörur til Edin-
borgarverzlunar.
Loks kom 22. þ. m. gnfuskip Modesta
(308, Röjenæs) frá Ardrossen, með saltfarm
til h/f Thorsteiusson & Co.
Þeir, sem hafa hugsað sér að fara
með Ingólfi skemtiferð til Vestmann-
eyja næstkomandi föstudag, eru beðnir
að segja til þess í afgreiðslu bátsins
og kaupa sér farseðla fyrir kl. 8 á
fimtudagskvöld (á morgun).
I»Ú sem tókst sjalið í forstof-
unni í Aðalstræti 9 ættir að hafa vit
á að skila því tafarlaust, að öðrum
kosti verður þess vitjað af lögreglunni.
Peningabudda með nál. 12 kr.
týndist nýlega í Hafnarstræti. Sá er
skilar henni til J. Aall-Hatisen í Þing-
holtsstræti 28 fær rífleg fundarlaun.
Enskar húfur.
Stærsta úrval í bænum — mörgum
hundruðum úr að velja
í Vesturgötu 11.
Harmoiíiumskdli
Ernst Stapfs, öll 3 heftin, f bókverzl-
un ísafoldarprentsm.
Viðskiítabækur
(kontrabækur)
nægar birgðir nýkomnar í bókverzlun
ísafoldarprentsmiðju. Verð: 8, io, 12,
15, 20, 25 og 35 aurar.
THE
NORTH BRITISH ROPEWORK Co.
K i r k c a 1 d y
Contractors to. H. M. Government
búa til
rússneskar og ítalskar
fiskilínur og færi,
alt úr bezta efni og sérlega vandað.
Fæst hjá kaupmönnum. Biðjið þvi
ætíð um Kirkcaldy fiskilínur og
færi, hjá kaupmanni þeim er þér
verzlið, því þá fáið þér það sem bezt er.
SKANDINAVISK
Exportkaffi-Surrognt
Kebenhavu. — F. Hjorth & Co.
148
loið! Hún gat ekki hugsað sér hann
neitt öðruvísi en hann var.
í sömu svipan sá hún bregða fyrir
við hliðina á sér andliti, sem henni
hefði einhvern tíma þótt vænt um.
|>að leið fram með hlið hennar vinstra
megin, yndislega skýrt.
|>etta skifti brosti ekki andlitið.
Varirnar vipruðust eins og i kvölum,
og hún bú ómælanlegar þjáningar í
svípnum kring um munninn.
Ingiríður staldraði við á forstofu-
riðinu og horfði á andlitið. f>arna sá
hún það fyrir sér á sifeldu hviki, og
ekki hægra að höndla það en sólar-
geisla, sem leika frá skygðum glerfleti
á kertahjálmi, en jafn-sýnilegt, jafn-
verulegt. Henni varð hugsað til þess,
sem húu hafði séð áðan; en þetta
var ekkert svipað því. jpetta var
veruleiki.
þegar hún hafði horft stundarkorn
á andlitið, tók það til að hreyfa var-
irnar; það talaði, en hún heyrði ekk-
ert hljóð, ekki hið minsta. f>á fór
hún að vita, hvort hún gæti ekki sóð,
hvað það sagði; hvort húu gæti ekki
lesið orðiu á vöruuum, eius og heyru-
I4d
arleysingjai1 gera, — og það tókst.
— Láttu mig ekki fara, sögðu var-
irnar, láttu mig ekki fara I
En skelfingin í orðunum, röddinni,
augunum! |>að hefði ekki haft meiri
áhrif, þó að maður hefði legið fyrir
fótum hennar og grátbænt hana
að gefa sér líf. Hún var svo gagn*
tekin, að hún nötraði eins og hrísla.
Sárbitrari skelfingarorð hafði hún ald-
rei heyrt, aldrei á æfi sinni. Aldrei
hafði hún haldið að bænarkvak nokk-
urs manns gæti verið svona þrungið
af ofboðslegri angist.
þrásinnis báðu varirnar; Láttu mig
ekki fara. Ug alt af jókst angistin
meir og meir.
Ingiríður skildi það ekki; hún Btóð
grafkyr og var gagntekin af meðaum-
kun, meiri en avo, að orðum verði að
komið.
Henni fanst, að þegar svona væri
beðið, þá væri um miklu meira en
lífið að tefla; sálin sjálf væri í veði.
Varirnar voru hættar að hreyfast;
örvæntiugarangistin á andlitinu tekin
að sljófgast, munnurinn var hálf-opinn.
jpegar húu sá þeuna sljóleikasvip á
m
hún við og brosti eins ög píslarvotfcút.
Meira sagði hún ekki. Hún gekk út,
f>ær jústizráðsfrúin og Stafa horfðu
undrandi hvor á aðra. f>ær tóku að
ráðgast um, hvar henni yrði komið
fyrir.
En þegar jómfrú Stafa kom niður í
herbergi sitt, sat Ingiríður þar með
gítarinn i kjöltunni. Hún söng með
gítarleiknum. Og beiut á móti henni
sat Gunnar og hlustaði á með sól-
skinsljóma um alt andlitið.
Áttundi kapltuli.
Upp frá því er Ingiríður hafði þekt
aftur stúdentinn, að hann og enginn
annar var vitfirringurinn, upp frá því
hafði hún ekki um annað hugaað en
að reyna að lækna hann. En erfitt
var það; það vissi hún. Og erfiðast
af þvf, að hún hafði enga hugmynd
um, hvernig hún ætti að fara að þvf.
Fyrst um sinn ætlaði hún sér ekki
rneíra en það, að fá hann til að vera
heima. Og það tókst henui furðu-hæg-
lega. |>oliumóður þreyði hann ogbeið frá
145
borðinú. farna hafði hún Setið inni
og fundist svo glögt, að alt þetta væri
að gerast, að hana furðaði mest á því,
að frúin skyldi vera þarna alein, og
enginn svartur ökusleði við dyrnar.
Jiistizráðsfrúin hafði hringt á jómfrú
Stöfu, en hún kom ekki inn. f>á bað
hún Ingirfði að fara fram og kalla á
hana; hún væri víst inni hjá Bér.
Ingiríður fór fram, og inn í herberg-
ið hennar. f>að var lítið og blátiglótt
— og tómt. f>á ætlaði hún fram í
eldhúsið, að spyrja stúlkurnar að henni,
en áður en hún bafði lokið upp hurð-
inni heyrði hún til Gunnars. Hún
staldraði við, en langaði ekki tii að
sjá hann, hafði ekki skap til þess.
Og þó reyndi hún að fá það af sér.
Ekki var það honum að kenna, þó
að hann væri ekki sá, sem hún hafði
vonast eftir. Hún varð að reyna að
gera eitthvað fyrir hann. Hún varð
að tala við hann og reyna að fá hann
til þess að vera heima. Ekki hafðt
hún borið neina óvild til hans framan
af. Ekki fyr en vonbrigðin komu til,
— en ekki voru þau honum að kenna.
Og hann sem hafði verið svo góður.