Ísafold - 22.08.1908, Blaðsíða 2

Ísafold - 22.08.1908, Blaðsíða 2
206 ISAFOLD Kosningarathöfnin. L Kosningar þær, er nú fara í hönd, io. sept., eru hinar fyrstu a 1 m e n n- a r kosningar til alþingis eftir nýju kosningalögunum, frá 1903. Fáein- ar aukakosningar hafa haldnar verið eftir þeim, og munu kjósendur í þeim kjördæmum (kaupstöðum) kunna til þeirra. En aðrir eru þeim alveg óvan- ir. Þeim mun mörgum hverjum ekki veita af eftirfarandi leiðarvísi, og er þá miðað sérstaklega við einhvern sveit- arkjörstað. Það er einn kostur á nýju kosning- artilhöguninni, að ekki þarf að bíða eftir því, að komið sé að manni í stafrófsröðinni. Kjörskrá er alls ekki lesin upp,. og hver kjósandi kemst að, þegar hann fýsir. Því að eins að þras verði út úr, hver fyrstur skulifá að fara inn til að kjósa, sker stafrófs- röð úr á kjörskrá. Að öðru leyti er engin regla um röðina. Sá getur eins kosið fyrstur, sem síðastur er á kjörskrá. Þegar inn kemur í kjörstjórnarher- bergið, er kjósanda afhentur kjörseðill, er á standa nöfn þeirra þingmanna- efna, sem í kjöri eru. Þau g e t a verið allmörg, en e r u nú óvíðast fleiri en 4, sem sé 2 úr hvor- um flokki í tvímenniskjördæmunum. Fyrir framan hvert nafn er digur hringur, svona o- Alt og sumt, sem kjósandi á að gera, er að draga með blýant kross innan í hringinn við nafn þess þingmannsefnis eða þeirra þingmannaefna, er hann vill hafa kos- ið á þing, en hins eða hinna ekki. Þetta gerir hann e k k i frammi fyr- ir kjörstjórninni, heldur fer með seð- ilinn inn í annað herbergi, kjörklef- ann, eða inn í aftjaJdað horn (skot) á kjörstjórnarherberginu, ef svo er híbýlum háttað, og gerir krossinn þ a r, að engum manni ásjáanda. Þar er blýant og borð að skrifa við — draga krossinn. Að því búnu ein- brýtur kjósandinn seðilinn saman og lætur letrið snúa inn, gengur síð- an með seðilinn þannig lokaðan fram í kjörstjórnarherbergið, stingur honum niður um rifu á þar til gerðum kassa, er stendur á borðinu hjá kjörstjórn- inni, og gengur út. — Þar með er alt búið. Blýantskrossinn á kjörseðilinn á að gera svo, að strikin nái ekki út fyrir umgjörð hringsins, heldur að eins út í hana einhversstaðar. Þess vegna er hann hafður svo breiður, að það sé vandalaust. Takist kjósanda samt sem áður þetta ekki fyllilega, fyrir vangá eða því um líkt, má hann e k k i ónýta seðilinn með því að rífa hann sundur eða fleygja honum, heldur fer hann og afhendir kjörstjórninni seðilinn saman brotinn, segir að hann hafi skemst hjá sér eða misritast á hann, og fær þá síðar nýjan seðil til að kjósa á aftur. Sama er, ef rispa kemur á seð- ilinn óvart eða hann merkist eitthvað skakt fyrir vangá, hvort heldur mikið kveður að eða lítið. Þetta er ráðið til að afstýra þvi, að atkvæði kjós- anda verði ónýtt fyrfr handvömm hans eða vangá. Ekki má kjósandi heldur láta neinn sjá, hvað á seðli hans stendurj þá er hann ógildur. Því má og ekki gleyma, að eigi má láta sér nægja að krossa við 1 nafn þar, sem 2 eru þingmenn. Sá seðill dæmist ógildur, og eins ef kjósandi krossar við 3 nöfn eða fleiri í stað 1 eða 2, — þ. e. við eitt nafn í ein- menniskjördæminu, en tvö í tvímenn- iskjördæmum. Það er mjög áríðandi, að sem allra minst verði af ógildum seðlum. SHkir seðlar geta riðið baggamuninn, þar sem lítill er atkvæðamunur. Það sést á þessu, að kosningarað- ferðin nýja er ofur-einföld og vanda- laus, auk þess sem hún hefir þann hinn mikla kost, að aldrei vitnast, fremur en kjósandi vill sjálfur síðar- meir, hvernig hanti hefir greitt at- kvæði. K j ö r f r e 1 s i hans er v a n d - lega borgið. Það segir sig sjálft, að kjósandi get- ur gert seðil sinn ógildan af ásettu ráði, t. d. skilað seðlinum eins og hann tók við honum, þ. e. alveg ókrossuðum eða með krossi við b æ ð i (öll) nöfnin. Þá stingur hann seðlinum sjálfur í kassann eins fyrir því og orðalaust. Það er þá eins og hann hefði alls eigi kosið. Það ber við, að þetta er gert þar, sem beitt er kúgun við kjósendur eða mútum, svo að þeir þora t. d. ekki að gera það, sem helzt fýsir þá, en það er að sitja heima. Þeir verða að láta sem þeir ætli að kjósa, gera það til þess að þóknast þeim, er kúg- uninni beitir, og látast kjósa eins og sá vill. Vilji þá kjósandinn ekki gera honum þann grikk, sem hæfilegastur væri, en það er að kjósa andstæðing kúgunarvaldsins eða mútuveitandans, getur hann haft þetta ráð, að ganga svo frá seðlinum, að hann sé ógildur, en láta ekkert á því bera við kjör- stjórnina. Nægar leiðbeiningar standa hverjum kjósanda til boða í kjörstjórnarher- berginu, ef hann er í einhverjum vafa um eitthvað, smátt eða stórt. Slíka leiðbeining lætur eigi einung- is kjörstjórnin sjálf i té, heldur einn- ig þar stödd þingmannsefni eða þeirra umboðsmenn. Sérhver kjósandi á því alveg víst, að eiga hauk í horni í kjörstjórnar- herberginu, hvernig sem kjörstjórnin er skipuð, einn eða fleiri; þeim er á- skilin lagaheimild til að gæta þess, að alt fari löglega fram við kosninguna. Fyrir því á enginn kjósandi að g e t a orðið feiminn við þessa at- höfn, hvað lítilsigldur sem hann er. Snmir bafa þá ímyndun, að brossinn, sem kjósandi dregnr i hringinn framan við nafn þingmannsefnis þess eða þingmanna- efna, er hann vill kosið hafa, megi til að vera alveg eins gerður eins og hann er sýndnr í lögunum frá 3. okt. 1903, svona: En það er misskilningnr. Væri það heimtað, mundi annarhver kjörseðill verða ðgildnr. Það er varla á annarra færi en mjög góðra skrifara, að gera hinn prentaða kross vandlega eftir. Slíkt væri alveg gagnstætt tiJgangi lag- anna: þeim, að gera hvert viðvik að kosningnnni sem allra-vandaminst. Þau ætlast til, að jafnvel alveg óskrifandi menn geti krotað krossinn, svo að gilt sé 0g gott. Hann verður hjá öðrum en góðnm skrifnrnm alla vega lagaður að hornavídd m. m. og snýr alla vega. En engin kjör- stjórn bær um að nrskurða, hvar sknli staðar nema um afbrigði frá hinni prent- uðn fyrirmynd, — hvað mörgnm hringstignm mnna megi á vídd hornanna t. d. Úr þvi yrði tóm handahófs-vitleysa, og er því engis annars kostnr en að láta það ráðast og vera óbundið. Prentaða sýnishornið er til þess ætlað og annars ekki, að gera lesendnm það tvent ljóst, að í kross eigi strikin að liggja, og að út fyrir hringinn eigi þan ekki að ná. Að öðru leyti má krossinn vera hér nm bil eins og verkast vill og standa alla vega af sér. Eða þann dóm lagði yfirkjörstjórn Reykjavíknr á það mál hið eina skifti, er Jögnnnm hefir verið beitt hér, fyrir 4 árnm; hnn gerði engan seðil ógildan þá fyrir frá- brugðið lag á krossinnm eða afstöðu hans innan i hringnum. Sömu reglu kvað hafa verið fylgt i hinum kjördæmnnnm, sem þá knsu. Hinn, að krossinn þyrfti að vera alveg eins og prentaða sýnishornið, var haldið fram þá (1904) af mönnnm, sem vildu gera kjósendur smeyka við kosningarvandann og fá þá þann veg til að neyta ekki kosning- arréttar síns. En þá var því lýst yfir í heyranda bljóði hér á fjölmennum fnndi með ráði og samþykki yfirkjörstjórnarinn- ar, að krossinn þyrfti ekki að snúa eins né vera eins lagaðnr og á prentaða sýnis- horninu í lögunum 0. s. frv. Hitt segir sig sjálft, að ekki má hafa krossinn með neinnm sérkennilegum af- brigðum, sem vakið gæti grnn um, að þan væru gerð af ásettn ráði, til þess að gera seðilinn auðkendan frá öllnm öðrum seðlnm. Yitaskuld er ekki nema rétt af kjósend- nm, að reyna að láta kjörmerkið 1 i k j a s t hinn prentaða sýnishorni. Það getnr engn í spilt, heldur þvert á móti. Vestanskeyti hafa borist 3 frá þvi síðast: Seattle 14. ágúst. Seattle-íslendingar mótmœla allir innlimuninni, Aldrei að vikja. iónas A. Sigurðsson. Alberta 20. ágúst. Áskorun: fellið frumvarpið. Stofnið fullveðja riki. Slítið stjórnarsamband- inu við Dani. Aibertaíslendingar. Winnipeg 22. ágúst. Fjölmennur fundur við íslendingafljót hvetur íslendinga til að hafna milli- landanefndar-frumvárpinu. Með annarra fjöðrum. Eg neyðist til að biðja yður, herra ritstjóri, fyrir eftirfarandi greinarkorn í heiðrað blað yðar: Meðan forstöðumaður lagaskólans, L. H. Bjarnason dvaldi hér i Stykkis- hólmi sem sýslumaður, eftir lát fyrra manns míns, Bjarna skipstjóra Jóhanns- sonar, barst mér oftar en einu sinni til eyrna, að hann (L. H. B.) teldi það sér að þakka, að greindur fyrri mað- ur minn gaf eftir sinn dag álitlegar gjafir Stykkishólmi og nágrenni til framfara. Og á almennum borgara- fundi hér í Hólminum hafði L. H. B. kveðið upp úr með það, að hefði hann ekki verið, væru þessar dánar- gjafir ekki til. Sannorðir menn, sem á fundinum voru, sögðu mér þetta. Mér fanst eigi til um þessa sjálf- hælni mannsins upp á kostnað bónda mins látins, en lét þó kyrt liggja, því eg vissi, að allir hér þektu Bjarna heit. Jóhannsson að þvi, að hann var enginn leiksoppur í hendi annarra, þótt allmikið ættu undir sér, og var vel fær um að ráða ráðum sínum sjálfur. En þegar eg nú í 31. tbl. Reykjav. þ. á. sé, að það á að slá því föstu um þvert og endilangt ísland, að heiðurinn fyrir áðurgreindar gjafir sé L. H. Bjarnasonar, en ekki gefandans sjálfs, get eg ekki lengur orða bund- ist. Mér ætti að vera þetta mál kunn- ugt sem konu hins látna þá, og mér er sárt um að verið sé að reyna að kroppa ntan úr þeim heiðri, er mér virðist honum með réttu bera fyrir dánargjafir sinar; þær voru alls ekki svo ómyndarlegar. Gallar hans, sem á þóttu vera, voru eigi lagðir í lág- ina, meðan hann lifði. Þá þykir mér og sanngjarnt, að hann fái látinn að njóta fullrar sæmdar fyrir það, sem hann hefir vel gert. Eg þori að fullyrða, að sú fyrirætl- un varð til í hans eigin brjósti, án áhrifa frá öðrum, að gefa af eigum sínum til framfara því plássi, er hann dvaldi lengst af æfi sinnar. Við mig átti hann tal um þetta. Orð hans voru hér um bil á þessa leið: Mig langar til að verja talsverðu at eigum okkar til framfara Stykkis- hólmi eftir minn dag. Eg ber það nú undir þig. En viljir þú heldur taka við öllum eigunum, þá er það velkomið. Eg svaraði því, að eg vildi að hann hagaðiþessueftirsjálíssínvilja, og þætti mér vænt um, ef heiður hans fyrir það gæti orðið að meiri. Sjálf kviði eg ekki því, að eg hefði eigi nægi- legt mér til framfæris alt að einu. Þetta er nú sannleikurinn í málinu, og eg veit mér verður trúað. Aldrei gat fyrri maður minn þess við mig, að L. sýslumaður Bjarnason hefði gef- ið sér hugmyndina eða hvötina til gjafanna. En hitt vissi eg, að hann ráðfærði sig við L. H. B.. sem lög- fræðing, um niðurskipun gjafanna, enda færði sami lögfræðingur erfðaskrána í letur. Að þetta gefi L. H. B. rétt til að eigna sér heiðurinn, fæ eg alls eigi skilið. Eg hefði eigi trúað því, að slíkt mikilmenni, sem L. H. B. mun sjálfur telja sig, færi að seilast til lát- ins manns, er hann mun hafa talið standa sér miklu neðar — eftir fjöðr- um til að skreyta sig með. Menn munu geta rent grun í, að eg hafi orðið að leita aðstoðar til að færa þessa grein mína í letur, og er þó greinin engu að síður tnín að öllu efni; eins og fyrri maðurinn minn heit- inn varð að fá lögfræðinginn L. H. B. til að færa erfðaskrá sína í letur, en gjafirnar, er hún greinir frá, eru þó engu að síður hans, nauðungar- og hvatalaust af annara hálfu, en e k k i L. H. Bjarnasonar. — Nú skil eg, hvers vegna L. H. B. hætti við minnisvarðann, er hann til- kynti mér eitt sinn hátiðlega, að hann ætlaði að láta reisa manninum mín- um heitnum. Honum hefir fundist betur hlýða að koma upp minnisvarða yfir sjálfan sig í lifanda lífi, þó að efni- viðurinn væri ekki sem bezt fenginn. Stykkishóimi 8. ágúst 1908. María Sigurðardóttir. U ndirt ektirnar. Hið nýja þingmannsefni Dalamanna, Jón Jensson yfirdómari, hefir farið um kjördæmið nýlega af enda og á. Það er sjöundi Uppkastspostulinn, er gerður hefir verið á hendur Dalamönnum i sumar, að kristna þá. Hinir eru: Ásgeir Torfason, Ing- ólfur Jónsson, Lárus H. Bjarnason, Geir T. Zoéga yfirkennari, Hannes Hafstein og Jónas Guðlaugsson. En hundheiðnir eru þeir sagðir enn. Hamfarirnar ganga alveg fram af þeim. Þeir harðna við hverja þraut. Sýslumaður (B. B. fyrv. þm. Dala- manna) var í för með jóni. Þeir boð- uðu fund í Hvammi. Þar komu 4. Þá að Staðarfelli. Þar kom enginn. Þá í Skarðstöð. Þar komu 8. Enn- fremur í Hjarðarholti og á Harastöðum. Þar varð vel fundarfært á báðum stöð- um. En tíðindalaust. Bjarni frá Vogi var þar til andsvara, og var það dóm- ur fundarmanna, að ekki stæði Jón honum hálfan snúning; og mundi hon- um hafa verið betra að láta ekki sjá sig þar né heyra. Hvergi fekk Uppkasts-fagnaðarboð- skapurinn nokkurn byr. Skringilegt þótti það mjög, að verið var í mestu ákefð að sajna undirskriýt- um undir áskoranir til Jóns um að bjóða sig fram vikuna eftir að jram- hoð hans var komið í hendur sýslu- manni! Undirskiftasmalarnir höfðu verið afaráfjáðir, og er mælt, að ýms- ir kjósendur hafi ekki séð sér annað fangaráð til að hafa þá af sér eða ná friði af þeim en að ljá nafn sitt undir skjalið, og komi þeim ekki annað í hug sjálfum mörgum hverjum en að meta það markleysu, þ. e. telja at- kvæði sitt jafn frjálst á kjördegi eftir sem áður, eins og rétt er. Það er einmitt þjóðráð til að koma af undir- skiftaósómanum, að því leyti sem undirskriftirnar eru látnar vera haft á kjörfrelsi manna. Milli 50 og 60 kváðu slíkar undirskriftir hafa orðið, af um 300 kjósendum í sýslunni. Það er í frásögur fært um einn þeirra er í kjöri skyldi verða af hendi stjórnarliða í Dalasýslu, áður en Jón Jensson kom til sögunnar — var látinn þoka fyrir honum — að hann hafi gerst undirskriftasmali hans 'í einum hreppinum. Það var Ásgeir Torfason. En nauðalítið hafði honum orðið ágengt. Úr Mýrdal er ísafold skrifað 12. þ. m.: Þingmálafundur var haldinn á Deild- ará hér í Mýrdal 9. þ. m., og hafði boðað til hans Gunnar Ólafsson faktor í Vik, þingmannsefni sjálfstæðis- manna í Vestur-Skaftafellssýslu. Þar var og á fundinum Jón Einarsson í Hemru dbrm., þingmannsefni stjórnar- manna. Gunnar Ólafsson setti fundinn. Fundarstjóri kosinn Sigurður Eggerz sýslumaður. 36 kjósendur á fundi auk margra annara manna. Umræður um sambandsmálið hóf fundarboðandi (G. Ó.), lýsti skoðun sinni á frumvarpinu, tók fram helztu galla þess, kvað það með öllu óhaf- andi án breytinga. Jón í Hemru stóð næstur upp, bauð sig fram^til þingmensku, kvaðst ein- dreginn fylgja fram frumvarpinu, því að það losaði oss við stöðulögin, sem við hefðum viðurkent(I) og — alt sem við vildum, íengist með frumvarpinu, allar kröfur Jóns Sigurðssonar o. s. frv. Eyjólfur Guðmundsson á Hvoli svar- aði ræðumanni. Bað hann nefna fundarmönnum eitthvað aí þessu öllu, sem fengist með Uppkastinu. Jón bóndi svaraði á þá leið, ja, að það væri svo mikið, það væri alt — alt sem fengist. Sigurður Eggerz sýslumaður gerði glöggar og greinilegar athugasemdir við ræðu Jóns og benti á augljósustu galla frumvarpsins, orðalag ógreini- legt o. fl. Tókst honum það svo rækilega, að í næstu ræðu sinni játaði Jón, að Uppkastið væri gallagripur að orðalagi — en það væri alt annað en efnisgallar I Páll Ólafsson bóndi á Heiði tók næstur til máls, bað menn gæta sín við blekkingum í þessu máli, og íhuga sjálfir rækilega frumvarpið. Þá mundi fáum dyljast hver skaðræðisgripur það væri. Gallarnir væru svo augijósir, að þingmannsefni stjórnarmanna hér væri að fá skímu af þeim líka. Jón dbrm. svaraði einhverju um það, að það hefði svo dteljandi kosti. T. d. gæti Danir nú, ef þeir vildu, selt ísland, en eftir frumv. yrði ísland aldrei aj peim tekið(H). Sýslumaður S. E. og student Páll Sveinsson leiðréttu manninn með nokkrum orðum. Enginn annar en Jón varð til að leggja Uppkastinu liðsyrði. Nema unglingsmaður einn, sem skildi ekk- ert í því að íslendingar vildu ekki heldur hafa Dani í bæjardyrunum með hlaðnar byssur, ef Tyrkir .kæmu ein- hvern tíma, heldur en að vera varn- arlausir. Stjórnarmenn vildu, að engin at- kvæðagreiðsla færi fram, en fengu því ekki ráðið. Tillaga borin upp þess efnis, aðhafna frumvarpinu án breytinga. Samþykt með 18 atkv. Ekkert á móti. Hraklegustu ófarir fór Uppkastið á þessum fundi. Eftir hann hafa margir beinlínis tjáð sig móti stjórnarstefn- unni; svo vesöl þótti þeim frammi- staða talsmanns hennar og hlægileg stuðningstilraunin sem honum var veitt á fundinum. Skrifað er ísafold enn fremur úr ^Arnessýslu ofanverðri 18. þ. m.: Nú er Bogi búinn að heilsa upp á söfnuðinn hér. Hann er hér í eftir- leit og hefir verið það nokkuð lengi. Sumir halda að hann sé ekki búinn að finna 12 kindur í allri sýslunni. Auðvitað er hann ekki hættur. í sam- bandsmálinu er hann miðlunar-maðurl Getið þið sagt okkur þarna syðra, hvers konar þingmanna-tegund það er, þessir miðlunarmenn ? Nú, nú. Lýð- háskóla ætlar hann að útvega okkur, og hann í lagi. Hann á að verða á Ólafsvöllum. Fyrirmyndarbú ætlar hann að setja á Skammbeinsstöð- um. En nú fer að verða eitthvað bogið við Boga: hann ætlar að gera höfn fyrir alt landið, en á Kleppi vill hann endilega hafa hana I Ja, flest er nú farið að lenda á Kleppi I En hon- um þykir þar álitlegt til mannafla, því að Þórður ei sagður mannbyrgur. Helzt hefði þetta alt átt að vera á Kleppi og Bogi að standa fyrii því þar. Nema hvað I Bánaðarsaraband Snðnrlands. Ár 1908 hinn 6. júlí var fundur liald- inn við Þjórsárbrú. 'Til fundarins hafði boðað stjórn Smjörbúasambands Suður- lands, os; fundarefnið var að ræða um stofnan Búnaðarsambands fyrir Suður- land. Formaður Smjörbúasambandsins, Ágúst Helgason í Birtingaholti, setti fundinn. Var fundarstjóri Sigurður Sig- urösson ráðunautur, en skrifari síra Ólaf- ur Finnsson. Fundinn sóttu 28 fulitrúar. Þessar ályktanir voru gerðar : 1. Að koma á fót sambandsfólagi með- al búnaðarfólaga á svæðinu milli Hval- fjarðar og Skeiðarársands. 2. Samþykt frumvarp til laga fyrir Búnaðarsamband Suðurlands. 3.. Kosin stjórn : Formaður Sigurður bóndi Guðmundsson á Selalæk, með- stjórnendur Guðmundur Þorbjarnarson bóndi á Hvoli og síra Ólafur Fiunsson í Kálfholti. Varastjórn: Eggert Bénediktsson bóndi í Laugardælum v.form. og v.meðstjórn- endur Jón Jónatansson bústjóri í Braut- arholti og Ágúst Helgason bóndi í Birt- ingaholti. Endurskoðendur voru kosnir síra Ólaf- ur Briem á Stóra-Núpi og Ólafur Ólafs- son búfr. í Lindarbæ. 4. Samþykt að prenta lög fólagsius og senda öllum búnaðarfélögum á sam- bandssvæðinu. 5. Var svo kveðið á, að tilkynning um hluttöku í Búnaðarsambandinu skuli komin til stjórnarinnar fyrir næstu árs- lok. 6. Skoraði fundurinn á fulltrúa þá, er mættir voru, að stuðla að því að fjárbaðanir komist alment á. 7. Stjórninni falið að gera ráðstafanlr til þess að gróðrarstöðvar komist á fót sem fyrst, helzt í hverri sýslu, og vera í samvinnu við Búnaðarfólag Islands um framkvæmdir í því efni.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.