Ísafold - 30.09.1908, Síða 2

Ísafold - 30.09.1908, Síða 2
242 ISAFOLD Nýprentað: EINAR HJÖRLEIFSSON OFUREFLI SAGA Reykjavík (ísafoldarprentsm.) 380 bls. Kostar h. kr. 3,75; b. 5 kr. Teiknipappír í örkum og álnum fæst í bókverzltm Isafoldarprentsmiðju. Fimtugs-afmæli Porstoins Erlingssonar. Reykvíkingar gerðu það sér og þjóð- inni allri til sóma, að minnast bæði góðgjarnlega og vegsamlega fimtugs- afmæli hins ástsæla þjóðskálds vors Þorsteins Erlingssonar, er bar upp á sunnudaginn var, 27. þ. mán. Þeir drógu upp bláhvíta fánann fjallkonunnar, allir þeir er hann eiga til, og nokkrir hinna merkið bræðra vorra sunnan hafs. Þar næst var fyrir forgöngu Stúd- entafélagsins og ungmennafélaga bæjar- ins fjölment við Austurvöll stundu af nóni og gengið þaðan fylktu liði undir 8—10 frónskum fánum um höfuðstræti bæjarins við lúðraþyt og upp að bústað skáldsins i Þingholts- stræti. Þar skipaði mannfjöldinn sér fyrir framan húsdyrnar og eftir stræt- inu endilöngu, og gekk einn úr nefnd þeirri, er gengist hafði fyrir minning- arfagnaði þessum (B. J. ritstj.), upp á dyrariðið, þar sem skáldið var fyrir og þau hjón bæði, og ávarpaði hann hér um bil á þá leið, er síðar segir; og var undir það tekið af mannþyrp- ingnum með miklum fagnaði við af- mæliseiganda. Þá var enn blásið á lúðra, og gekk á meðan hátíðarnefndin inn til skáldsins og færði honum að afmælis- gjöf viðhafnar-blekbyttu fulla af gulli í bleks stað, 1000 kr., er i höfðu lagt daginn áður nokkrir tugir höfuðstaðar- búa, lærðir og leikir, borgarar og em- bættismenn, án alls flokksgreinarálits. Þeir voru í nefndinni, Bened. S. Þórarins- son kaupmaður, Björn jónsson ritstjóri, Björn Kristjánsson kaupmaður, Eggert Briem skrifstofustjóri og Klemens Jónsson landritari. Eftir það gekk skáldið fram og ávarp- mannfjöldann nokkurum fögrum þakk- arorðum, sem síðar segir. Síðan gekk mannfjöldinn aftur í fylktu liði ofan að Austurvelli, með fánum og lúðraþyt, og skildi þar. Afmælisræðan. Eg þarf raunar ekki, vinur minn kær, að tjá þér það með orðum, sem þú sér alt eins greinilega á hvers manns yfirbragði meðal þessa hins mikla mannfjölda, sem hér er saman kominn, og á fjallkonufánanum, sem hér blaktir á hverri stöng til þess ætlaðri, og hefir ennfremur heyrt það á hljóðfærahljóm um slræti bæjarins á þessari stundu, en það er, að þú e r t oss k æ r, vinum þinum; en vinirnir eru raunar ekki einungis hér nærstaddir landar þínir, ungir og gamlir, konur og karlar, heldur flestir eða allir ibúar þessa bæjar, höfuðstaðarins, er þú hefir lengi kunnugur verið af kveð- skap þinum og þér hafa kynst hins vegar nokkur ár undanfarin, og ekki þeir einir, heldur allur þorri allra landsbúa, og enn af nýju segi eg ekki þeir einir, heldur einnig sá hluti þjóðarinnar, sem á sér bólfestu utan landsins endimarka, aðallega í annarri heimsálfu, — í einu orði mikill hluti allra þeirra ixo þúsunda eða hvað það nú er, er í æðum þeirra rennur islenzkt blóð og á íslenzka tungu mæla. Þeim þykir vænt um skáldið, sem kveðið hefir hvern mansönginn öðr- um snjallari og innilegri til hennar, sem við unnum öll, vorrar fögru og göfugu fósturmóður, — kveðið um vorið, um það, er dagar langir ljósnm arm leioa þangað vor nm geiminn með sól i fangi, blóm við barm og bros á vanga norður í heiminn — kveðið um »jossinn bjarta«, er lét sk'áldið »njóta unaðsróma hörpu sinnarc ; kveðið um lóurnar, er þær >liðu á kvöldin með söng-------------í kliðandi, kvakandi þröngc ; og hins vegar jafnsnjalt um það, er íslenzk náttúra snýr að oss hinni hliðinni, um það, er er napur vetnr nistir jörðu bera og næturvindnr pinir ýlustrá, og um það, hve skammdegið er ömur- legt: kvöl er bvað þú kæra sól kemur seint á fætur. — kveðið framfara-herhvötina, sem er á hvers manns vörum: Ef æskan vill rétta þér örvandi hönd; og þá loks það, sem eg kalla dýrðaróðinn um fósturjörð vora: Þú ert móðir vor kær og einn fyrir sig mundi hafa gert höf. sinn nafntogaðan ástmög þjóðar hans, likt og Javielsker gerði Björnstjerne Björnson með frændum vorum austan hafs. Virðulegir áheyrendur mínir hafa sjálfsagt veitt því margir eftirtekt, að sama bygðin, sem ól Gunnar á Hlíð- arenda, vorn hugnæmasta fornsögu- kappa, hliðin bjarta og broshýra, er horfist í augu við riddarann hjálm- fexta, er gnæfir við himni þar örskamt frá, á landsenda, aldinn Eyjafjallajökul, horfir á hann likt og hefðarmær i fornum sið á burtreið riddara síns, — hún hefir einnig alið á siðari tímum tvö stórskáld vor, tvo kappa i ríki listarinnar, þjóðskáldin Bjarna Thorarensen og Þorstein Er- lingsson. Það sem gert hefir Gunnar á Hlið- arenda alþjóð einkar-hugljúfan, framar öðrum fornaldarlietjum vorum, það er hið undursamlega sambland af frosti og funa, er hann einkennir, sambland af hreysti og karlmensku við veg- lyndi og viðkvæmni, eins og saman væri runnið í eitt séreðli riddarans hvítfexta og jötunvaxna, er nú nefndi eg, við náttúru hlíðarinnar björtu og broshýru. Þeir eru likari Gunnari að skap- ferði en margur hyggur, hinir Fljóts- hliðingarnir tveir, er hér • á eg við. Þvi það vitum vér, að fleira er karl- menska en likamleg hreysti. Það er karlmannslund, er af sér getur annað eins kvæði og Þú nafnkunna 1 a n d i ð o. s. frv., en viðkvæmnin leynir sér ekki i hinum mörgu fögru saknaðarljóðum og minningarstefjum þess hins mikla skálds (B. Th.). Um hinn, Þorstein Erlingsson, má með sanni segja, að i hans ljóðum beri mest á viðkvæmninni, á innilegri samúð við lítilmagnann, við þá, sem örlögin eða mannfélagsskipunin hefir gert að olnbogabörnum. En karl- mensku hans ætla eg engan þann geta fyrir þrætt, er veitt hefir þvi eftirtekt, hve honum hefir verið jafnan fjarri skapi, að tala eða yrkja, mæla í sund- urlausu máli eða samföstu eins og þeim mundi bezt líka, er mikið eiga undir sér, auð eða völd. Hann hefir og að minni vitund eða alla þá stund, er eg hefi haft allnáin kynni af hon- um, gengið karlmannlega á hólm við andstæð örlög. Hitt veit eg, og það er öllum kunnugt, sem til hans þekkja, að aldrei hefir honum það á orðið, er vér vitum að hendir margan horskan hal: að fella niður merki fagurra og göfugra æskuhugsjóna, er árin færast yfir. Þær eru honum jafn hjartfólgn- ar nú á hálfrar aldar afmæli hans eins og er hann hafði lifað að eins fjórð- ung aldar eða ekki það. En sú karl- menska verður seint metin um af né lofuð um skör fram. Það var háttur þjóðhöfðingja í forn- um sið, að sæma skáld sín gulli og góðum gripum. Hún, sem hásætið skipar í konungshöll vorri, hugsjónar-konungs- höllinni, fjalldrotningin fannkrýnda og grænmötlaða, hún vildi fegin launa þótt ekki væri nema eina af drápum þeim, er þú hefir um hana kveðið, vinur kær. Eg á við aldamótaljóðin, er fyr nefndi eg, — launa gulli og góð- um gripum, eða þótt ekki væri nema sem því svarar, er tollir í barnslófa af málminum dýra, dýrum málmifyr- ir dýr ljóð, málminum ljósrauða, sem sumir segja að farið sé nú að örla á ofurlítið inst í lítt könnuðum fylgsn- um hennar, — hver veit nema hún hafi lumað á honum og ætli sér að luma á honum enn þangað til hún getur smíðað úr honum kórónuna á höfuðið á sjálfri sér, sjálfstæðiskórón- una ? En það er sitt hvað, vilji og mátt- ur. Eg hygg þó máttinn vera raunar ekki þ a ð nauða-lítinn, að ekki qæti hún, ef nægan metnað hefði, látið sér fara svo við sína ágætis-listamenn, að þeir fengi notið sín þótt ekki væri nema til hálfs fyrir áhyggjum um dag- legt brauð. Eg segi, ef hún hefði nægan metn- að: þann metnað, að vilja sitja upp- litsdjörf og með engan kinnroða á bekk með öðrum mentaþjóðum heims, sem gera sínum miklum listamönnum jafnhátt undir höfði þeim afreksmönn- um, er vinna borgir, vísa afburða- mönnum í ríki listarinnar til sætis við hlið sinna beztu sona og þjóðinni þörfustu, — vitandiþað sem er, að mað- urinn lifir ekki af einu saman brauði. Með þessum formála vil eg óska þér, vinur minn, í mínu nafni og vor allra, fyrnefndra vina þinna nær og fjær, fagurra og bjartra ókominna æfi- daga, helzt bjartari að mörgu leyti en hina, sem hjá eru liðnir, — óska þess fyrst og fremst sjálfs þín vegna og þinna náinna vina og vandamanna, en þar næst og ekki síður vegna hennar, sem á enn von á mörgum perlum frá þér í kórónuna sína, ef þér end- ist aldur, — vegna móður vorrar kærrar. Lengi lifi afmælisbarnið fimtuga, þjóðskáldið Þorsteinn Erlingsson. (Fer- falt, íslenzkt húrra). r Avarp afmælis-oiganda (Þ.E.). Stóri og fríði flokkur! Astar-þakkir fyrir þá miklu vinsemd og þann heiður sem þér sýnið mér, ungir og gamlir, að koma með slíku fjölmenni til að færa mér afmælis- óskir. Og ástar-þakkir fyrir hin inni- legu og fögru orð, sem hér voru til mín töluð, þótt þar væri of mikið af mér sagt. Eg er ekki viðbúinn að þakka þetta með þeim orðum, sem þið öll eigið skilið. Eg hafði ekkert hugboð um þetta; og hvernig átti eg að hafa það ? Mér hefir aldrei dottið í hug fyr né síðar, að eg mundi lifa dag eins og þennan, og eg get að eins þakkað fyrir hann eins og barn þakkar fyrir jólin sín. Eg vildi aðeins óska þess, að eg hefði átt þessi jól skilið; því þó mér hafi ekki fundist eg þjást neitt veru- lega um æfi mína af öfund, þá hefi eg þó öfundað hvern mann af þvi, þegar hann vann eitthvað það, sem mér fanst hann eiga skilið fyrir þökk og heiður, og næst því hef eg öfund- að hann, þegar hann hlaut þennan verðskuldaða heiður, hvort sem hann fekk hann lífs eða liðinn, og þvi brest- ur það eitt á gleði mína yfir þessum sóma, sem mér er sýndur nú, að eg hefi ekki verðskuldað hann svo sem eg vildi. Mig hefir að vísu ekki skort vilja til að gera eilthvað og mér finst eg hafi gert dálítið; en þó kraftarnir hafi verið af skornum skamti, þá er sökin þó þar, að mér finst eg hafi getað gert meira en eg hefi gert; og er leitt að standa hér fimtugur og þurfa að segja þetta. Eg gæti að vísu talið ýmislegt mér til afbötunar, en þess gerist ekki þörf hér; eg sé að þið hafið afsakað mig og fyrirgefið það; það hefir þessi dagur sýnt mér, og hafi þið þökk fyrir það. En auk þess veit eg það með sjálf- um mér, að eg hefi ekki unnið til svona mikillar vinsemdar, því eg hefi haldið, að minsta kosti fram eftir æf- inni, að mennirnir væri ekki eins góð- ir eins og þeir hafa þóreynst mér; eg hefi verið tregur til að treysta þeim. En mér er þessi vinsemd ykkar marg- föld gleði; því mér finst að sá ylur og þeir geislar, sem streyma upp til mín hérna frá götunni, vefja sig um mig og ylja mig, sé ylgeislar menn- ingar og drengskapar, og eg finn, að það eru geislar, sem ná lengra en til mín: þeir ná héðan af til alls þess, sem íslenzka þjóðin ann eða virðir. Svo langt sem augað eygir og hugur sér. Það eru fornir geislar endur- bornir í morgunroða upprennandi aldar. Lifi íslenzkur drengskapur forn og nýr! Lifi drengskapur ykkar, Reyk- víkingar! Hjartans þökk fyrir fimtug- asta afmælisdaginn minn. Við lítið mó bjargast— TJt úr yfirlýsingu þeirri, sem stjórn Ung- mennafélags Reykjavikur setti i blöðin nú eftir kosningarnar, er Reykjavikin að reyna til að draga það, að félagsstjórnin hafi álitið hina mestu óbæfu, eða jafnvel svivirðingu, alt það sem ungir menn hafa gert eða verið við riðnir við alþingiskosn- ingarnar. I yfirlýsingunni er alls enginn dómnr lagður á það, enda væri það þá að blanda sér inn i stjórnmálaflokkarig. í stjórnmála- haráttunni er það lof i sumra manna aug- um, sem i annarra augum er last. En sér- hver sá, sem nokkuð er vandur að virðingu sinni, vill ekki iáta þakka sér eða kenna það, sem hann alls ekki á. Og af því að Ungmennafél., sem félag, tók engan þátt i kosningunum, þá var þvi skyit að hnekkja orðasveim þeim, sem á þvi lék. Það hefir verið augljóst til þessa, að blaði þessu hefir verið mjög i nöp við Ungmennafélagið, eins og svo ótrúlega mörgum úr stjórjarflokknum. Af hvaða ástæðnm, veit eg ekki, og vil ekki leiða getsakir að, þvi þær yrðu þá svo ljótar. Fyrir skömmu komst það svo að orði, að það »ætti ærið og þarft verk fyrir liendi, að kenna meðlimum sinum að haga sér svo á manna- mótum, að ekki sé til vanvirðu og hneykslis sjálfum þeim og öðrum«. £n þegar blaðið þykist vera húið að draga þessa ályktun út úr yfirlýsingunni, þá er Ungm.f. orðið alira bezti gripur, að það >skuli sjá, hve ósæmilegt og háskalegt þetta atbæfi er«, sem sé æsknmannanna við kosningarnar. Það var ekki lengi að komast i álit hjá blaðinu. En eg sem æsknmaður get ekki gengið þegjandi fram hjá þvi, sem æskulýðnum er borið á brýn í siðasta tbl. þess. Það er einhver af þeBsum »fullorðnu, skynhæru, mentuðu og reyndu« mönnum, sem hefir hnoðað þvi saman, en er feiminn við dags- ljósið og felur BÍg undir X. Af þvi að X-ið, eða sá sem þar er á hak við, fylgir þeirri stjórnmálastefnu, sem er gagnstæð frelsishugsjónum ungra manna, og þeir hafa þvi barist ósleitilega á móti, með þeim árangri, sem raun er á orðin, þá verður það að gera þeim upp ástæður að því, eftir sinu höfði, og þær eru að þeir hafi stokkið upp við Bmjaður og skjall sjálf- stæðismanna og látið æsa sig á móti hinurn >hreinlyndu« (I) frumvarpsmönnum, án þess auðvitað að þeir hafi sjálfir gert sér nokkra grein fyrir þvi, sem var að gerast. Þó heldur X-ið, að þeir hafi haft áhrif á at- kvæðisbæra menn, og er það þó ólíklegt, ef þeir hafa enga grein gert sér fyrir mál- inu sjálfir. En eins og menn vita, er máli þvi, sem nú er efst á dagskrá þjóðarinnar, svo háttað, að það varðar miklu meira þá menn, sem ungir eru og fá ekki að taka verklegan þátt i úrslitum þess. En þjóðernistilfinn- ingin hefir vlst aldrei verið jafn-rík og vakandi hjá islenzkum æskulýð, eins og einmitt nú; hún hefir rekið hann til þess að kynna sér málavöxtn, og það orðið svo til þess, að hann hefir látið svo mikið til sln taka um þetta mál. Enginn getur brugðið óháðum æskumanni um valdafíkn eða flokksblindni, þegar hann fer fyrst að gefa sig að almennum málum. Hann fer ekki eftir öðru en þvi, sem óspilt réttlætis- tilfinningin býður honum. En þar sem það hefir orðið til þess, að hann hefir fylkt sér svo eindregið á móti tjóðurhugsjón frum- varpsmanha, þá er eg hræddur um, að dagar þeirrar hugsjónar fari að verða taldir, og þvi eins vel við eigandi, að náungi sá, sem merkir sig með X i Rvikinni, auðkenni sig eftirleiðis með f. 23.—9.—’08. Ársœll Árnason. ------sse-------- Yeörátta vikuna frá 20.—26. sept. 1908. Rv. Bl. Ak. Gr. Sf. Þh. s 6.6 0.2 4.0 5.0 9.0 9.6 M 8.5 7.4 6.5 3.5 6.2 9.2 Þ 8.9 9.3 8.2 4.5 8.0 8.0 M 9.6 7.1 7.6 0.5 7.8 9.6 F 8.9 9.0 5.0 8.4 7.6 9.7 F 9.5 6.7 6.0 5.5 7.8 9.6 L 10.7 4.1 37 6.4 8.2 10.0 Fagnaðarsamsæti vegna kosningasigurs sjálfstæðis- manna héldu sjálfstæðismenn meðal stúdenta í Höfn, laugardaginn 19. sept- ember. Meðan á samsætinu stóð kom fregn- in um síðasta kosningasigurinn, þann í Barðastrandarsýslu. Samsætið fór hið bezta fram. Ítalíuferð. Eftir Guðm. Finnbogason magister. III. Hún liggur í skjóli Sæalpanna og Liguríualpanna alla leið austur undir Genova. Hér skiftast á háir og brattir höíð- ar, skógivaxnar hæðir og frjósamar sléttur með fram sjónum. Á hæðunum eru víða rústir rammra kastala. Fyrir augað bera fagurgrænir furu- skógar, olíuviðarteigar, vínekrur, fíkju- tré, gullapaldar, sitrónutré, rósalárvið- ir (neríur), myrtusviður, pálmar. Þorp á sléttunum eða uppi í hæðunum, sum eins og hreiður í klettum. Kirkjuturnar koma í ljós og hverfa bak við dökkgrænan grátvið. En framundan Miðjarðarhafið með öllum sínum blæbrigðum. í Genova (íb. 235,000) töfðum við nokkurar stundir. Skrítið þótti okkur það, að þegar við ætluðum að fara að koma farangrinum á geymslu- stað járnbrautarstöðvarinnar, þustu járn- brautarþjónar til og buðust til að geyma hann fyrir okkur. Með þeim hætti vinna þeir sér inn skilding með því að keppa við stofnunina, sem þeir eru settir til að þjóna. A torgiuu við járnbrautarstöðina stendur líkneski Kolumbusar. Hann var svo sem kunnugt er frá Genova. A göngu okkar um borgina rák- umst við á háskólann og skoðuðum hann. Þar er fagur súlnagarður og rið, sett marmara brjóstmyndum merkra manna háskólans, og svo er þar brjóstmynd af Garibaldi fyrir miðju. Nafn er á öllum myndilnum nema hans. Hann þarf ekki að nafn- greina; hann þekkir hvert manns- barn á Ítalíu, og í öllum bæjum, sem nokkuð er um vert, eru götur kend- ar við nafn hans, og líkneski hans á torgum. Einkennilegt var að sjá hann þarna í öndvegi háskólahallar- innar; en sá sem sameinar þjóðina, sá, sem lyftir þjóðarandanum og leiðir hann til afreksverka, er sannur háskóla- kennari þjóðar sinnar — »bvort, orðum hann verst eða sverðunnm 8táls< Af efsta lofti háskólans lá hlið inn í grasafræðisgarðinn og notuðum við tækifærið til að glöggva okkur í næði á sumum hinum suðrænu trjám sem við höfðum séð bera fyrir á leiðinni. Þóttu okkur heldur ilmsterk blöðin þeirra sumra. Garðurinn liggur hátt í hlíð og er þaðan bezta útsjón yfir borgina, sem liggur fagurlega í boga fram með sjónum og upp um hæð- irnar. Hún er hvít yfirlitum. í eldri hluta bæjarins eru götui þröngvar og brattar víða, en húsin há. í nýrri hlutanum eru aftur breiðar götur og torg. Borgin er hinn mesti verzlun- arstaður ítala. Frá Genova til Spezia liggur braut- in með fram sjónum meira í jörð en á. Jarðgöngin taka við hvert af öðru með skömmu millibili — fufl 80 að tölu — og sum löng. Vagnarnir fyllast af reykjarsvælu, þegar ekki er gætt að loka gluggum í hvert sinn og vagninn fer inn í göng, svo hver maður varð sótsvartur í framan, og fanst mér stundum því likast sem lestin væri að flytja sálir fordæmdra til helvítis suður í Vesúv. En þegar á milli varð og útsjónar naut, gat að líta dalverpi skógi vaxin með smá- þorpum inn á milli hæðanna og háar hallir víða á höfðum, sem ganga fram í sjó. Dimt var orðið um kvöldið, þegar við komum suður í Pisa. Allmikill mannfjöldi var á torginu frammi íyrir hótelinu þar sem við tókum náttstað, þvi þar var hljóðfæra- sláttur í garðinum og kvikmyndasýn- ing. En um miðnætti, þegar við höfðum náð kolarykinu úr andlitinu og, matast og gengum okkur um strætin, voru allar götur auðar og tómar og hvergi ljós i glugga. Tungl- skin var bjart og þótti okkur undar- legt að alt virtust tómar hallir og súlnagöngin langar leiðir eftir sumum götunum. En ekkert hljóð nema bergmálið af fótataki sjálfra okkar. Einu .lifandi verur, sem við sáum á heimleiðinni, voru tveir slátrarar, er sváfu á verði á götunni, hjá tveim nautskrokkum er héngu á vegg.

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.