Ísafold - 14.11.1908, Side 1

Ísafold - 14.11.1908, Side 1
Kemur út ýmist einu sinni eða tvisvar i viku. Verð árg. (80 arkir minst) 4 kr., er- lendis 5 kr. eða l1/* dollar; borpfist fyrir unbjan júll (orleniis fyrir fram). Uppsðgrn (skrifleR) hundin vib áramót, er ógild nema komin sé til útgefanda fyrir 1. okt. og kaupandi skuldlans vió blabib. Afgreibsla: Austurstrœti 8. XXXV. árg. Reykjavík laugardaginn 14. nóv. 1908. 70. tölublað I. O. O. F. 891120872. Augnlœkning ók. 1. og 8. þrd. kl. 2—3 í spital Forngripasaín opið á mvd. og ld. 11—12. Hlutabankinn opinn 10—2 »/* og 51/*—7. K. F. U. M. Lostrar- og skritstofa t'rá 8 árd. til 10 slbd. Alm. fundir tVl. og sd. 8»/« siod. Landakotskirkja. Gubsþi.OVs og 6 á helgidögum. L^andakotsspitali f. sjúkravitj. 10—12 og 4—5. Landsbankinn 101/*—21/*. ^-rkastjórn við 12—1. Landsbókasafn 12—3 og í Landsskjalapafnid á þi.uM fmd. og Id, i2—1. Lœkning ók. i lœknask. þrd. og fsd. 11—12. Náttúrugnpasafn á sd. 2—S. Tannlækning ók.i Pósthúsflt r. 14. l.ogS.md. 11- Faxaflöabáturinn Ingolfur fer til Borgarness nóv. 15. 24. 28.; des. 3. 9. 13. 20. Keflavíkur nóv. 18.; des. 6. 16. 18. 28. Garðs nóv. 18. Ógoldin orgelgjöld til dóm- kirkjunnar fyrir árið 1907 verða tekin lögtaki, ef þau eru ekki greidd til Kristjáns Þorgrímssonar, innheimtu- manns þeirra, innan 14 daga. Fyrir hönd sóknarnefndar K. Zimsen. Sambandsmáliö og dr. Yaltjr. Viðsjárverðar fullyrðingar. í grein þeirri í síðasta blaði, 'er segir frá umræðunum um sambands- málið í Stúdentasamkundunni dönsku, er skýrt frá ummælum málshefjanda meðal annars á þessa leið: Dr. Valtýr hóf mál sitt á því, að skýra frá kosningunum í haust. Hann taldi úrslitin eigi síður sprottin af al- mennri gremju gegn stjórninni íslenzku en óánægju með Uppkastið. Andstæð- ingaflokkinn kvað hann vera ósam- kynja og eiginlega a það eitt,sáttan, að Uppkastið væri óhafandi eins og það er. En í hina röndina mikill skoðanamutiur unt, hversu langt bæri að halda í breytingum. Vér fáum ekki séð, hvers vegna dr. Valtýr hefir verið að segja Dön- um þetta. Hann gæti ekki fundið neinn stað þessum viðsjárverðu full- yrðingum sínum. Vitanlegt er það, að gremja var í landinu gegn stjórninni. Mörgum hefir fundist ráðgjafinn draga í ýntsum efnum óhæfilega taum Dana. Mörgum hefir fundist vilja þjóðar- innar sýnd lítilsvirðing — tilfinnan- legast í ritsimamálinu, eftir yfirlýsingar þjóðarinnar um það mál á þingmála- fundum. Mörgum hefir þótt ráðlauslega farið með efni landsins, og eyðslan gegnd- arlaus til þeirra hluta, sem þjóðin hefir ekkert gagn af. Mörgum hefir þótt kenna vítaverðrar hlutdrægni og rangsleitni í framkomu ráðgjafans, fundist hann halda öflugri verndarhendi yfir óhlutvöndum mönn- um og hafa ójöfnuð í frammi við menn fyrir þær sakir einar, að þeir voru honum ekki samdóma um stjórnarmál. Mörgum hefir þótt landinu gerð óvirðing að sambandi hans við ósvífna og sauruga blaðamensku. Þessi upptalning gæti orðið tölu- vert lengri. Margir hafa auðvitað verið gramir. Vel má vera, að sú gremja hefði riðið stjórninni að fullu, ef kosning- arnar hefðu verið um hana háðar. > En svo var ekki. Enginn kostur hefir verið þess, að fá áreiðanlega vitneskju um, hve víð- tæk né haldgóð sú gremja hefir verið. Enginn getur neitt um það sagt með vissu. Og þá ekki dr. Valtýr heldur. Þegar sambandsfrumvarpið kom, varð öllum það ljóst, að fyrir því varð alt annað að þoka. Sumir litu á frumvarpið svo sem væri það happ og blessun fyrir þjóðina. Þeim var talin trú um, að það happ og sú blessun gæti gengið þjóðinni úr greip- um, ef landsmenn fesru ekki hendurá þeirri heill tafarlaust. Og þeir gengu í lið með stjórninni, þó að þeir hefðu haft hinn megnasta ímugust á henni áður, sumir hverir. Aðrir litu á frumvarpið sem voða fyrir latidið. Þeir þóttust sjá það, að gengjum vér nú í innlimunarkvína, mundi i meira lagi torsótt út úr henni aftur. Fyrir þvi yrðu allar aðrar deil- ur að lúta i lægra haldi um stund. Og þeir skipuðu sér i andstæðinga- flokk stjórnarinnar, án hliðsjónar á því, hvort þeir höfðu áður borið til hennar hlýjan hug eða ekki. Þeir tóku það sjálfsagt nærri sér sumir, af því að þeir sáu, að fall ráðgjafans hlaut að verða óhjákvæmileg afleiðing af því, ef hann biði lægra hlut i öðru eins máli og þessu, sem hann sótti sjálfur af svo miklu kappi. En þeir gerðu það samt, af því að heill ætt- jarðarinnar og frelsi eftirkomandi ís- lenzkra kynslóða var þeim dýrmætara en alt annað. Alt annað en sambandsfrumvarpið varð að tiltölulegu smáræði í sumar. Um sambandsmálið var til kosninga gengið. Fyrir þvi er með öllu rangt að vera að segja Dönum það, að kosninga- úrslitin hafi eigi síður verið sprottin af almennri gremju gegn stjórninni en óánægju með Uppkastið. Vér eigum vitanlega æfinlega að segja Dönum satt, sins og öllum öðrum mönnum. En alveg sérstak- lega er oss áríðandi, að þeim skiljist sá sannleikur, að sfðustu kosningar fóru eins og þær fóru af því, að ís- lendingar eru ófáanlegir til þess að sætta sig við þau úrslit sambands- málsins, sem boðin voru í frumvarpi millilandanefndarinuar. Þá er og með öllu staðlaus sú full- yrðing dr. Valtýs, að andstæðinga- flokkurinn sé ósamkynja, eiginlega á það eitt sáttur, að Uppkastið sé óhaf- andi eins og það er, og mikill skoð- anamunur um, hversu langt beri að halda í breytingum. Eða af hverju ræður dr. Valtýi það? Hverjar eru sannanir þess ? Eru nokkur ummæli í blöðum and- stæðingaflokksins, sem benda á það? Hafa verið hölð eítir nokkurum hinna nýkjörnu þingmanna í andstæð- ingaflokknum nokkur orð, sem þessi fuilvrðing geti stuðst við ? Sé svo, þá er oss alveg ókunnugt um það. Og vér efumst mjög um, að dr. Valtý sé kunnugt um það. Vér viturn ekki til þess, að nokk- urt kjördæmi, sem kosið hefir stjórn- arandstæðing á þing, vilji ganga að nokkurum samningi um sambandsmál- ið, sem gerir ísland að neinu öðru en fullvalda ríki — nema ef vera skyldi Norður-Múlasýsla. Þar varð kosningin tvíræð. Jafnvel um Seyð- isfjörð er vist ekki mikill vafi, þó að dr. Valtýr næði þar — vafasamri — kosningu. Um ekkert hinna kjör- dæmanna verður deilt. Og vér vitum ekki til þess, að nokkur stjórnarandstæðingur, sem kosinn hefir verið, vilji sætta sig við neitt minna en þetta fyrir íslands hönd. Segi þeir til, sem vita. Og færi þeir sannanir á sitt mál. Ekki er nóg að varpa fram ósönnuðum og staðlausum fullyrðingum. Og sé þessu svo farið, sem vér hyggjum vera og hér hefir verið sagt, hvaða vit er þá í því að fullyrða, að andstæðingaflokkurinn sé á það eitt sáttur, að Uppkastið sé óhafandi eins og það er, og að skoðanamunurinn sé mikill um það, hve langt beri að halda í breytingum? Skoðanamunurinn er þá lítill, ef hann er nokkur. Hann er þá enginn um aðalatriði málsins. Hann er þá eingöngu um auka-atriði. Sannleikurinn er auðvitað sá, að menn hafa aldrei verið jafn sammála hér á landi um sambandsmálið eins og nú. Það stafar af því, að mönn- um hefir aldrei verið það jafn-ljóst eins og nú. Fyrir því er það alveg óvenjulega illa til fundið, að vera að bera sundrungarfrásagnir í Dani á þessum tímum. Óvenjulega ósatt. Og óvenjulega skaðlegt líka. Nú verðum vér að sækja það fast við landa vora í Kaupmannahöfn, að fara gætilega. Og við alla aðra, sem við Dani tala. Oss hefir verið gerð- ur mikill óleikur að undanförnu með ósönnum sögusögnum við Dani. Og vanzalaus hafa þau ranghermi ekki heldur verið. Nú verða menn að fara að hafa gát á tungu sinni, og láta ekki neitt annað stjórna um- mælum sínum en sannleikann og ættjarðarástina. Og þvi meiri nauðsyn er á var- úðinni, sem sögumenn eru meira metnir, hvort heldur er af Dönum eða íslendingum. Erlend tídindi. F r á D a n m ö r k u. Lítils geng- is og fremur fárra lifdaga er því spáð, hinu nýja ráðuneyti, þeirra Neergaards og hans félaga, vegna þess, að gömlu ráðgjafarnir muni eiga of mikið ítak í honum, yfirráðgjafanum, bæði þess- ir 4, sem hann lét kúga sig til að hleypa að úr gamla ráðuneytinu, þótt verið hefðu sessunautar Alberti, og hinum 2, sem þokuðu sæti nauðugir, þeir J. C. Christensen yfirráðgjafi og Sig. Berg. Neergaard verður að styðja sig við þeirra flokk, umbótamenn, með því að hans sveitungar, miðlun- armenn, eru ekki nema 8, en hinir milli 50 og 60. En sveitungar J. C. Christensens hafa gert það til stork- unar mótstöðumönnum hans, að kjósa sér hann að flokkshöfðingja og Sig. Berg að ritara I flokksstjórnmni. Þeir gefa þar með í skyn, að þeir ætlist til, að hann ráði áfram, þótt valda- laus sé í orði kveðnu, en Neergaard ekki framar en honum líkar. Játað hefir Alberti á sig 3J/2 milj. kr. skuldabréfafals. Að öðru leyti sækist seint rannsókn á máli hans. Lausmáll þjóðhöfðingi. Það hefir hann verið lengi, Vilhjálm- ur keisari, lausmáll, margmáll og cr- orður. Það hefir oft stofnað ráðgjöf- um hans í vanda og bakað Þjóðver- jum óþægindi í viðskiftum við önnur ríki, hin stórveldin. Seint í haust birti enskt blað mikið skraf eftir keis- ara við mikils háttar stjórnmálamann einhvern enskan, er stefndi að því aðallega, að sýna fram á, hve vel keisari hefði verið til Breta alla tíð, gert þeim margan greiða, en þeir laun- uðu engu góðu, heldur sifeldri tor- trygni. Hann kvaðst hafa afstýrt því, að hlutast væri til um ófriðinn Breta við Búa hér um árið, þeim til óþurft- ar, Bretum; þeir heíðu ætlað að gera það, Rússar og Frakkar, og vilja fá sig með eða Þjóðverja. Þá lét hann sem lagt hefði hann ráðin á, hvernig ráða skyldi niðurlög- um Búa. Þá næst vildi hann eyða öllum ótta Breta við það, er Þjóðver- jar auka herskipastól sinn af miklu kappi; kvað þess vera þörf til vernd- ar hinum miklu verzlunarviðskiftum, er Þjóðverjar hafa út um allan heim, og í annan stað gæti vel svo farið, að Bretum þætti ekki miður að hafa óvígan skipaher þýzkan í samlögum við þá, ef eitthvað skærist í siðar meir við Kyrrahafsríkin miklu. Viðtal þetta skrásett var selt i hend- ur Biilow fursta og ríkiskanzlara til yfirlesturs, áður prenta mætti, en hann leit aldrei á það, heldur lét einhvern mann i utanríkisstjórninni gera það í sinn stað. En sá fór yfir það helzti lauslega, og urðu menn ókvæða við, er viðtalspistillinn kom fyrir al- mennings sjónir. Biilow varð svo bilt, að hann baðst lausnar frá em- bætti; kendi sér um, að svona slysa- lega tókst til. En keisari vildi ekki veita lausnina. Hann vissi engan framar hér um að saka en sjálfansig. Enda vilja margir eigna keisara grein- ina, að hann hafi tekið hana saman sjálfur. Það spunnust út af henni miklar blaðasennur með Bretum og Þjóðverjum og von á aðsúg að ríkis- kanzlaranum á ríkisþinginu í Berlin, er hófst í öndverðum þ. mán. En W. T. Stead ritstjóri segir svo í opnu bréfi til keisarans, að skrif hans muni hafa þau eftirköst, að Bretar neyðist til að koma sér upp hið bráðasta 6 nýjum stórdrekum á við Órag hinn mikla. — Svo ófimlega hefir keisara tekist, er hann hugðist að blíðka Breta og sefa. A Balkanskaga engin frek- ari tíðindi orðin enn. Likur til, að nýtilkomin ágreiningsmál þar verði ekki sótt á vopnaþingi. Rússar horfnir frá stórveldaráðstefnu, sem þeir höfðu stungið upp á. Og aðrir ekki áfram um hana. Kvíða því, að þar kynni að bera fleira á góma en holt er til varðveizlu heimsfriðinum, eftil villþað, að hirða hinar litlu leifar, sem eftir eru af »hinum sjúka manni,« Tyrkjan- um (Tyrkjaveldi). En þá hætt við óvið- ráðanlegum handagngi í öskjunni. Helzt horfurá, aðTyrkjastjórn muni sættast á sjálfstæði Búlgaríu gegn nokkrum skaða- bótum, og þykja ekki árennilegt að sækja í hendur Asturrikiskeisara þetta sem hann hefir skákað sér í haust af landareign Tyrkja. Dularfuli fyrirbrigði. í tilefni af ásökunum þeim og að- dróttunum, er nýlega hafa staðið i þrem blöðum, um svik við þau dul- arfull fyrirbrigði, er gerast á tilrauna- fundum í sambandi við hr. Indriða Indriðason, lýsum vér undirritaðir Tilraunafélagsmenn yfir því, að vér höfum að fullu gengið úr skugga um það, að engum svikum hefir verið beitt við þau fyrirbrigði hjá honum, sem fyrir oss hafa borið; enda eru fyrirbrigðin alveg sams konar, sem öllum, er það mál hafa kynt sér, er fullkunnugt um að gerast í öðrum löndum og visindamenn þar hafa komist að raun um, að hafa ekki staf- að af neinum svikum. Reykjavik, 12 nóv. 1908. Asgeir Sigurðsson Björn Jónsson kaupm. ritstjóri. Björn Kristjánsson Brynj. Þorláksson kaupm. organisti. Guðm. Jakobsson Haraldur Nielsson trésmiður. sett. prestask.kenn. Jóti Féldsted Jón Jónsson klæðskeri. sagnfræðingur. Kr. Linnet Páll Einarsson yfirréttarmálaflm. borgarstjóri. Páll Halldórsson Olajur Róscnkranz skólastjóri. kennari. Skúli Thoroddsen Sveinn Hallgrímsson ritstjóri. bankabókari. Þorgrímur Gudmundsen kennari. Þorkell Þorláksson Þorleijur Jónsson gjaldkeri. póstafgr.m. Þórður Oddgeirsson stud. theol. Jtfæjarvatnsveítan. í blaðinu Reykjavík stóð fyrir nokkru grein með yfirskrift: <D/rt eftirlit, og undirskrifuð: Bæjarbúi, og ætlaði eg ekki að svara þeirri grein, með því að hún er bygð á svo algerðu þekkingarleysi og sérstaklega þar sem hún er nafn- laus. Seinna hafa fram komið ýms um- mæli, er láta í ljósi óvild og misskiln- ing; og þar sem ef til vill mætti mis- skilja stöðuga þögn frá minni hálfu, skal eg svara umkvörtunum þeim, sem fram koma í nefndri greiu. Það er misskilningur, þegar sagt er, að ráðnir séu 3 — segi og skrifa þrír — eftirlitsmenn. Undirritaður hefir hingað til verið hiun eini eiginlegi eft- irlitsmaður, það er að segja ingeniör, sem hefir á hendi stjórn verksins og eftirlit með framkvæmdum þess. En auk þess hefir mér verið gert að skyldu að framkvæma allan undirbúning og áætl- anir um hinn erfiða aðalpart verksins, sem sé kaflann frá efri veiðimannahúsun- um að Gvendarbrunnum, svo og að gera útreikninga, efnisskrár, útboð o. s. frv. ekki að eins fyrir þenna part verksitis, heldur og fyrir talsvert af því verki, sem verið er að vinna. Útivinna við landmælingar, hæðarmælingar og jarð- vegsrannsóknir, svo og ýmiss konar skrif- stöfustörf hefir því tekið upp allan tíma minn. Ef Bæjarbúi hefir ekki skilning á því, í hverju vinna ingeniörs er fólgin, þá væti ekki til neins að fara að skýra það fyrir honum á þessum stað. Þegar boðin hafði verið út vintian við gröft og sprengingar fyrir pípunum inn- an bæjar, ákvað bæjarstjóruin að láta vinna þetta verk án þess að hafa e n t re- p r e n ö r, þ. e. án þess að selja verkið í hendur einstökum mönnum. Með þessu móti fær bæjarfélagið sjálft þann ágóða, sem verktakandi (entreprenör) kynni að hafa af verkinu, en fer hins vegar á mis við þá miklu persónulegu vinnu, sem verktakandinn verður nauð- synlega að láta í té, til þess að geta framkvæmt slíkt verk og stjórnað því í öllum smáatriðum. Það var því nauð- synlegt í stað verktakanda að ráða um- sjónarmann (konduktör) með verklegri þekkingu, og ber að sjálfsögðu svo á að líta að só aðalverkstjóri, en ekki et’t- irlitsmaður. Um þriðja eftirlitsmanninn er það að segja, að hann hefir vegna ýmiss konar anuarra anna fyrst um sinn ekki talið sór fært að gefa sig allan að starfi í þjónustu vatnsveitunnar, en hefir aðeins tekið að sór að aðstoða nokkrar stundir á dag við ýmisleg skrifstofustörf, efnis- talning, brefaviðskifti og reikningsskil við erlenda viðskiftamenn. Verkfræðingurinn getur ekki gefið sig verulega við umsjón með verkinu fyr en búið er að lúka við allan undirbún- ing og áætlanir, uppdrætti, efnisskrár og útboðsskilmála, og fyr en búið er að bjóða út verkið og gera verksamninga. Þegar fult skrið kemst á viununa með vorinu og unuið verður að ýmiss konar verkum á öllu svæðinu utan frá Bráð- ræðisholti upp að Gvendarbrunnum, þarf að hafa mjög góða umsjón; og ann- arstaðar í heimi mundi við slíkt verk ekki nægja minna en 1 yfirverkfræð- ingur, annar verkfræðingur til aðstoðar, 1 konduktör og 2 launaðir yfirverk- stjórar, auk 2 æfðra verkstakenda og aðstoðarmanna þeirra. Öll launuð um- sjón mundi annarstaðar ekki fást fyrir miuna en 25—30,000 krónur, svo að ef bæjarfélagið hér getur fengið þessa um- sjón fyrir 11,000 krónur eitt ár, þá má kalla það ódýrt. Þeir menn, sern eiga sæti í vatns- veitnnefndinni, hafa að sjálfsögðu enga skyldu til að hafa persónulega umsjón með verkinu, og um bæjarverkfræðing- inn er það að segja, að það er hvergi siður, að maður með litlum launum, sem auk þess verður að hafa önnur störf á hendi, sjái um ný stórvirki. Hans starf er að eins að sjá um viðhald á maunvirkjum þeitn, sem til eru, og minni háttar viðauka við þau. Kvartað er yfir því, að skurðirnir, sem gerðir eru til að koma fyrir vatns- pípunum, sóu of letigi opnir. Þessu skal eg svara svo, að í götum, þar sem sprengja þarf klappir og þar sem skurðirnir eiga að vera 41/,—5 fet á dýpt, verður aldrei búist við að hægt só að lúka verkinu

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.