Ísafold - 18.11.1908, Page 2

Ísafold - 18.11.1908, Page 2
282 ISAFOLD og biblían látin vera innblásin af guði spjaldanna í milii og því með öllu óskeikul. Með gleggri einkennum hefir afturhaldssemi sira J. B. aldrei birzt. Og röksemdafærsla hans er öll eftir því, — líkust því, sem hún væri eftir slunginn málaflutningsmann. Orð ritningarinnar eru teygð alveg ó- trúlega, til þess að fá út úr þeitn firr- ur höfundarins. Og þó er smekk- leysið nærri því enn furðulegra. Lik- ingartal Krists um hjörðina og góða hirðinn verður honum, með hans ein- kennilegu rökfærslu, tilefni til þess að kalla þá sauðaþjófa, er halda fram kenningarfrelsinu. Þeir marki sauði og lömb drottins undir þjófsmarkið: afeyrt, — sníði eyrað af niður við hlust. Það er hvorttveggja, að líkingin er i meira lagi ruddaleg, en hitt er þó enn verra, að hún er endileysa. Sam- kvæmt yfirlýsingu sira J. B. sjálfs hefir guð sjálfur ekkert mark. Hans eign eru allir ómerkingarnir. Hví þá að vera að merkja einstökum flokk- um sauðina með trúarjátningum ? A kirkjan að veiða mannssálir sér til handa, eða drotni himnanna, honum, sem ekkert markið á, konunginum sjálfum ? Samkvæmt líkingartali sira J. B. má alveg eins segja, að þeir sem afnema vilji trúarjátningarnar séu að vinna að því, að afnema öll mörk, af því að þeim er- það ljóst, að prest- arnir eiga að vinna sálirnar drotni til handa, en ekki sérstökum mönnum eða kirkjuflokkum. Drottinn þarf ekk- ert mark eftir menn. Hann þekkir sína. í þessum alveg einstaka fyrirlestri er frjálslyndari leiðtogunum innan kirkjunnar (og þá sérstaklega íslenzku kirkjunnar) líkt við mestu svikara heims, við Efíaltes, við Mörð Valgarðsson og við júdas frá Karíot, og nefndir rag- geitur og Hrappar. Það hlýtur að vera einkennileg vel- sæmistiifinning, sem sá kirkjufélags- forseti er gæddur, er getur borið ann- að eins fram á kirkjuþingi, og hann ætlast bersýnilega til, að safnaðarfólk- ið sé ekki of viðkvæmt, er virðuleg- asti og reyndasti maðurinn leyfir sér að bera annað eins á borð fyrir þá í drottins nafni. Þá kemur ritgerð um a ð g e f a á reglubundinn hátt, eftir Gunnar B. Björnsson, ritstjóra í Minneota. Hann heldur því fram, að vér eigum að gefa io. hluta af arði atvinnu vorrar eða eigna vorra guðs ríki til eflingar. Hann reisir þá skoðun sína á tíundarlöggjöf Gyðinga, er hann vill láta vera enn í fullu gildi, og áminningarorðum Malakías- ar spámanns. Niðurlagsorð hans eru þessi: — Ef þú segist ekki mega við því (o: að gefa 10. hlutann), efni þín og ástæður þínar leyfi það ekki, þá smán- ar þú guð almáttugan, sem hefir lof- að að blessa og margfalda viðleitni og efni þess manns, sem gefur örlát- lega og eftir fastri reglu. Sjálfsagt er það mjög lofsvert, að örva menn til að gefa guðsríki til efl- ingar; en óskaplega eru ástæðurnar langt sóttar. Ræðuna í byrjun kirkjuþingsins flutti síra Hans B. Thorgrim- s e n og er hún prentuð í ritinu. Hún erum fastheldni viðnáð- arboðskapinn, auðvitað í rétt- trúnaðarmynd 17. aldar guðfræðing- anna. Það ieynir sér ekki, að hann fylgir síra J. B. að málum. Enn eru þar fyririestrar tveir, sem fluttir voru á kirkjuþinginu. Annar er um biblíurannsóknir síðari tima, er þeir þar vetsra nefna »hærri krítík,« eftir ungan prest, síra R u n- ólf Fjeldsteð. Hann er sonur Þorbergs Fjeldsteð, er eitt sinn bjó á Jörfa í Hnappadalssýslu, en síðar fluttist vestur með konu sína og börn- in flest. Runólfur er sagður efnileg- ur maður. En raunalega ómerkilegt er þetta erindi eftir hann. Höf. leit- ast mjög við að gera biblíurannsókn- ir síðustu aldar hlægilegar. Hann gerir öllum biblíurannsóknurum jafnt undir höfði, lætur þá alla eiga sam- merkt. Hann kemur hvergi nærri neinum þeim ástæðum, er úrslitin styðjast við, en allur fyrirlesturinn er fimbulfamb um málið frá »almennu sjónarmiði« gömlu rétttrúnaðarstefn- unnar, sem ímyndar sér, að hið helga ritsafn sé alt að kalla má' ritað með guðs fíngri eða á hans ábyrgð Hann kemur því jafnvel upp um sig með fyrirlestrinum, að hann þekkir ekki einu sinni niðurstöðu rannsóknanna um aðalheimildarritin. Og alls eitt dæmi tilfærir hann (á bls. 91), er á að sýna, hversu heimskuleg sé sam- steypukenningin. Og vitanlega er það haft eftir einhverjum öfgamanni. Ymsar þjóðir eiga nú til vísindalegar útgáfur af biblíunni, þar sem heim- ildarritin eru greind sundur. Tvær slíkar biblíur eru til hér í Rvík. Önn- ur þýzk, hin dönsk. Þegar nú gætt er að þessu eina dæmi þar, sem síra R. F. tilfærir, reynist það vera alveg rangt! Báðar þær biblíur segja máls- grein þá alla vera eftir sama höfund, er síra R. F. segir að »krítikin« hafi eign- að þremur höfundum I Þessu líkt er margt annað, sem hann segir. Óvildin til biblíurannsóknanna leggur til meginmálið, en engin viðleitni á að kynna sér hinar sönnu ástæður. Og fyrir því er erindið alt eitt óslitið markleysuhjal. Og ósjálfrátt verður manni að spyrja: Hvernig stendur á því, að ungu íslenzku prestarnir vestra lenda allir þarna megin? Er það ekki af því, að þeir eru allir sendir í sama guðfræðiskólann ? Þar er þröngsýn- inu komið inn hjá þeim og ljósfæln- inni og óvildinni til frjálsrar rann- sóknar. Hinn fyrirlesturinn er eftir síra Friðrik Hallgrímsson og heitir: Jesús Kristur guð- m a ð u r i n n. Hann tekur þar til meðferðar eitt af þyngstu viðfangsefn- um trúfræðinnar. Alt tal hans er kurteislegt og ástúðlegt, og væri æski- legt, að sumir þar vestra vildu taka sér hann til fyrirmyndar í því efni. Skilningur hans á efninu mótast all ur af gömlu skoðununum, er lengst hafa verið ríkjandi í kirkjunni. Hann virðist með öllu ósnortinn af þeim skoðunum, er einkum auðkenna vora tíma. En samt sem áður er fyrirlest- ur þessi vandaðasta ritgerðin, sem er í þessum árgangi Aramóta. Ekki er unt að segja, að rit þetta sá hugðnæmt né skemtilegt. Og þó gæti það verið hvorutveggja. En meinið er, að höfundarnir eru að mestu leyti utan við hugsunarhátt nú- tíðarkynslóðarinnar. Sólberg. Missagnir og leiðréttingá þeim. — Eng- inn tekur til þess, þó að missagnir komist í blöð. Þau eiga ekki ætíð hægt með að grafast fyrir í snatri, hvort skotspónafrétt er sönn eða ósönn, áreiðanleg eða óáreiðanleg. Eftirgrenslan tekur og stundum svo langan tíma, að fréttin yrði löngu úrelt orðin, er slíkri eftirgrenslan væri lokið og svo færi, að hún reyndist sönn. Hitt tel eg sjálfsagða skyldu blaða, að leiðrétta missagnir hjá sjálfum sér, er þær vitnast. Það er nú um mánuð síðan, að eg ætla, er stjórnarblöðin hérna sögðu í. alþingismann Þ ó r ð í Hala látinn. Eg geri ráð fyrir, að þeim hafi bor- ist flugufregn um það, heldur en hinu, að þau hafi farið að »slá hann af« hins vegar, — maðurinn þeim lítt þóknanlegur, kepti í sumar um þing- mensku við þeirra menn, auk annarra synda hans við »heilaga heimastjórn.« Hin blöðin vörðust allra frétta um fráfall þessa manns, að minsta kosti þau, er eg hef séð (ísafold, Þjóðólfur, Þjóðviljinn). Þau hafa sjálfsagt ann- aðhvort vitað undir eins, að fréttin var missögn, eða komist fyrir það með lítils háttar eftirgrenslan. Þau nefndu ekki einu sinni neitt um það, að nokkur kvittur hefði komið upp um fráfall þessa merkismanns. Hafa sjálfsagt gengið að því vísu, að mis- hermisblöðin mundu leiðrétta sjálf mishermi sitt; og lengra næði það mál ekki. En hvernig fer? Þau steinþegja. Þau þegja enn, það eg veit frekast, — þótt ekki geti eg ábyrgst það til fulls, með því að eg sé ekki áminst stjórnarblöð nærri alt af, og tel mér bættan skaðann; en eg hefir heyrt aðra, sem meiri rækt leggja við þiu, fortaka, að þau hafi nokkura leiðrétting flutt á þessari mis- sögn. Þau muni áreiðanlega láta þennan mann v e r a dauðan áfram. Og nú i dag fæ eg blað norðan úr landi, sem er e k k i stjórnarblað (það er Norðurland) og rek mig þar enn á þessa sömu andlátsfregn. Þá rann mér í skap, og settíst eg niður til að rita ísafold þessar línur, þ ó a ð henni komi málið ekki við beinlínis. En eg veit, að h ú n vill ekki Þ. i Hala feigan, heldur þvert á móti, og vill þá, eins og eg, lofa hon- um að vera s a g ð u r lifandi meðan hann e r á lífi, en það var hann, er eg vissi síðast, fyrir fám dögum. Rvík 17. nóv. 1908. Reykvískur Rangæingur. Stjórnarskifti — ogeyðsla og óspilun. Hr. ritstjóri I Eg er yður alveg sammála um það sem þér segið í síð- asta blaði um megna gremju lands- manna við þessa stjórn, sem vér höf- um yfir oss, svo og um orsakir henn- ar, margar og eðlilegar. Mér finst þær aðfinslur vera allar réttmætar, þó að einna mesta áherzlu leggi eg' fyrir mitt leyti á það, hve »ráðlauslega hef- ir verið farið með efni landsins« þessi ár og »eyðslan gegndarlaus til þeirra hluta, sem þjóðin hefir ekkert gagn af«, svo sem þér komist að orði. Eg hefði viljað bæta þar við lítilli athugasemd um aðra hlið þessa máls, fjáreyðslunnar og óforsjálninnar í fjár- málum. Þaðer,hve gífurlegaog glæfra- lega þjóðinni eða almenningi er í- þyngt með nýjum og auknum gjaldálögum. Það gengur næst því, er miskunn- arlaus skepnuníðingur hleður bagga á bagga ofan á þægan húðarklár, þangað til hann legst undir byrðinni og get- ur ekki á fætur risið framar. Veit eg vel, að svo er látið heita, að klárinn leggi þetta á sig sjálfur. Fulltrúarnir, þingmenn, hafi samþykt þetta alt saman því nær orðalaust. En hvaða fulltrúar eru það ? Hverju er hægt að búast við af því þingi, sem er að miklum meiri hluta skipað embættisstéttarmönnum, en hin- ir sumir ýmislega ánetjaðir af stjórn, sem lætur engis ófreistað til að afla s é r áhangenda og fylgifiska, en læt- ur sér liggja í litlu rúmi, hvort þeir eru 1 a n d s i n s sannir vinir eða ekki ? Fjarri er mér, að vilja gruna þá alla um vísvitandi ótrygð við þjóðarinnar sanna velferð, er virðast hafa reynst stjórn- inni (ráðgjafanum) háskalega fylgispak- ir. Hitt er ilt fyrir að þræta, að held- ur óholl hafi þeirra ráð orðið þjóð- inni, hvernig svo sem á því stendur. Það er kunnugra en frá þurfi að segja, að i903 varáþing kosið í raun réttri með að eins eitt mál fyrir augum, stjórnbótarmálið: að binda enda á það, og þá með h e i m a - stjórnar- falsveifunni blaktandi yfir kjósenda- liðinu. En síðan skotið skolleyrun- um við öllum áskorunum um þing- rof og nýjar kosningar. Sér fylgi- spaka þjóna átti hin nýja stjórn þar sem var mikill meiri hluti þingmanna, menn sem voru hold af hennar holdi og bein af hennar beinurn, menn, sem báru mest fyrir brjósti veg og velsæld embættalýðsins og dýrð og vegsemd höfðingja síns. Því skyldi hann ekki vilja njóta sem allra-lengst slíkra manna fulltingis og láta ekki skifta um þingmenn fyr en ekkert var undanfæri framar ? Hann hefir séð í hendi sér, hvern- ig fara mundi þá, ráðgjafinn, — sem og raun varð á í sumar. Það sem eg vildi benda á sérstak- lega, eru hinar miklu auknu álögur á sýslusjóði og sveitarsjóði, er fylgja vegalögunum nýju og fræðslulögun- um, meðal annars, — og má þar enn fremur nefna þetta uppátæki, að kúga út úr sýslufélögum stórfé til ritsím- ans, fyrir það eitt, að þau liggja ekki í beinni þjóðleið milli Austfjarða og höfuðstaðarins. Jafnframt því, sem aukin eru drjúg- um gjöld til landssjóðs á hverju þingi og nú er í ráði að auka þau hin næstu missiri enn hérum bil um fimtung eða svo, þá er dembt á sveitarsjóði og héraða hverri byrðinni eftir aðra, t. d. nú siðast viðhakli vega og brúa, sem landssjóður annaðist áður, að eg nefni ekki hina miklu byrði, sem fræðslu- lögunum fylgir og nú var á vikið. Að þetta er enginn hégómi eða í- myndun, má marka á því, að í minni sveit hafa á þessu ári útsvör hækkað um helming, aðallega vegna fræðslu- laganna, og voru þó fullhá áður, að flestum þótti. Þar við bætast sívaxandi trúnaðar- starfskvaðir á bændum, helztu mönn- um í hverri sveit, þeim sem einhverju eru vaxnir öðrum fremur. Með því lagi er vinnutími þeirra tollaður drjúg- um, umfram peningagjöldin til lands- sjóðs, sveitar og sýslu m. m. Það fer naumast hjá þvi, að með þessu lagi flýja einmitt beztu bændurnir úr sveitunum og til sjávarins, kaup- staðanna aðallega, i óyndisúrræðum, likt og í hallærum, að vísu upp á von og óvon um að komast betur af þar. En hvað eiga þeir að gera ? Mig óar við, ef þessu heldur áfram. Mig óar við, ef stjórn, sem þetta liggur eftir, á að sitja við stýri áfram og ráða fyrir landsmálum, með sinni miskunnarlausri ónærgætni við gjald- þegna og glæfralegri óspilun með landsins fé. Eg veit það, að nýrri stjórn, hver sem hún verður, er langt um megn að létta mikið byrðum á almenningi, með því að hún getur ekki hlaupið frá allri ómegðinni, í eiginlegri merk- ingu og óeiginlegri, sem gamla stjórn- in skilur eftir. En það er mikill munur og góðra gjalda vert, ef tekur fyrir frekari óspilun og nýja eyðslu »til þeirra hluta, er þjóðin hefir ekk- ert gagn af«, eða henni er langt um að svo stöddu. Sveitamaður. % . ... , Hnappadalssýsla og síðasta alþingi. |>eir hafa verið að kvarta RangæÍDg- ar og Efánvetningar át af misrétti síðasta þings, og hafa án efa ástæðu til þess. En hvað má þá Hnappadalssýsla segja? Misrétti það er hán verður fyrir móts við aðra hluta landsins er svo ótrálega mikið, að furðu gegnir, að eitt þing skuli geta rutt öðru eins frá sér. J>ér skuluð ná fá að heyra: 1. Hnappadalssýsla er ná öll e i 11 prestakall (þrír hreppar), líklega erfið- asta prestakall landsins, með því í eÍDucn hreppnum, Kolbeinsstaðahrepp, eru þrjá hraun (eitt þeirra er Eldborgar- hraun) og tvö stöðuvötn. Alstaðar eru að heita má vegleysur, fen, flóar og hraun, nema hér og þar eftir þjóðvegi, er prestur hefir sjaldnast tækifæri til að fara. " |>etta prestakall á nú eftir presta- kallalögum frá síðasta þingi að legg- jast niður, heil sýsla þar með presti svift. — það er að minsta kosti ekki djápt tekið í árinni um tvo hreppana að komast svo að orði, Miklaholts- hrepp og Eyjahrepp, er leggjast eiga undir Staðastaðarprestakall, að segja þá vera með öllu presti svifta. Hinn þriðji, Kolbeinsstaðahreppur, á að legg jast á undir Staðarhraun. Staðastaðarprestakall hið fyrirhugaða á þá að ná frá Svfnavatni í Hnappa- dal að Sieggjubeinsá í Breiðavík. |>að er líkt og ár Reykjavík austur yfir Þjórsá og alt austur að Rangá ytri. Ekki var neitt minst á þessar breyt- ingar við söfnuði prestakallsins og ekki komu þær til tals í milliþinga- nefndinni. f>0t't)a k°m því nokkuð flatt upp á Miklaholtsprestakallsmenn, er fréttirnar fóru að berast af þinginu, og fáir tráðu fyr en þeir máttu til. |>etta prestakall fyrirhugaða á að liggja meðfram Snæfellsnesfjallgarði sunnauverðum, og taki ná allir eftir: með því liggur að innanverðu við fjall- garðinn nokkuð af Nesþingapresta- kalli alt Setbergsprestakall, alt Helga- fellsprestakall og me3t alt Breiðagóls- staðarprestakall. Nei, ekki á þessi Staðastaðarprestur alveg að verða fjögramaki á við fjóra presta á ferða- lagi, en þó meira en þriggja maki. 2. Jpá er Miklaholtsmenn lækni sviftir á vetrum. Læknishéraði breytt þann veg á síðasta þingi. Hérað þetta var stofnað fyrir nokkrum árum eink- um fyrir Hnappadalssýslu; læknis átti að vitja yfir Kerlingarskarð, versta fjallvðg, er menn eru oft að verða áti á inn í Stykkishólm. J>ar var því sannarlegc læknisleysi fyrir Hnappa- dalssýslu á vetrum. Læknir átti að hafa að launum 1300 kr. og vera án eftirlauna. Héraðið var því harla óglæsilegt, með því yfirferð um það var hin versta, nema eftir þjóðvegi er lítt var kominn áleiðis, enda í læknis- ferðum sjaldnast við komið að nota hann. Læknar hér því óspakir og nauðsyn á að bæta héraðið fyrir þá. Hvað gerir ná þingið? J>flð hækk- ar að vlsu laun læknis ár 1300 kr. upp í 1500 kr., hækkar aukatekjur og gerir héraðið að eftirlaunahéraði, breyt- ir um leið hóraðinu og læknissetri mjög slysalega. f>að nemur Mikla- holtshrepp burtu að utanverðu, en bætir Borgarhrepp við að sunnan og gerir Borgarnes að læknissetri alveg á öðr- um eDda hórað8Íns. Þaðan er ekki nema þriggja Btunda reið til næsta læknis að sunnanverðu (Stafholtsey), en um 2 dagleiðir til læknis hinum megin eða ár Borgarnesi til Stykkis- hólms. Miklaholtshreppur því oftast Iæknislaus á vetrum og allri Hnappa- dalssýslu gert hið mesta erfiði að vitja læknis, svo sem auðsætt er. 3. f>á er sýslunni neitað um að fá uppmælda hina einu höfn, Skógar- neshöfn, það sem mæla þarf þó ekki nema nokkur hundruð faðma. í sam- bandi við þetta þykir og mönnum hér undrum sæta, að Eaxaflóabáturinn skuli ekki ganga um nema sem svar- ar einn þriðja hluta flóans, milli Borgar- neS8 og Garðs, þar til ná að hann á að fara nokkrar ferðir beint ár Reykja- vík til Báða, en aldrei koma við í Skógarnesi. Breiðafjarðarbáturinn fær að hafa það öðruvísi. Hann er látinn fara um allan flóann fram og aftur. 4. f>á Þykir illa ráðstafað vegagerð milli Borgarness og Stykkishólms. Hnappadalssýsla þar náttárlega sett hjá. Veginum haldið miklu meira áfram að innanverðu upp frá Stykkis- hólmi en að sunnanverðu, þar sem þó að heita má eru eintómir ótræðisflóar. f>essu er ná rétt að sýslunni öllu frá þingi og stjórn. Hvað gerir næsta þing? Oínli Jónsson kennari. Vcðrátta hefir nú breyzt hér á síðustu helgi. Sást snjór á jörðu fýrsta skifti í haust og vetur mánudagsmorgun 16. þ. m., l'ausamjöll, eigi mikil þó. Fjúk siðan öðru hvoru, en frostlítið. Gufuskipin. Thoreskip Sterling fer i kveld til Skotlands og Khafnar. S/s Laura kom til ísafjarðar i gærkveldi. Henni hafði seinkað nyrðra, tafist á Hvammstanga á að hirða farminn úr Norrena, skipinn, sem þar strandaði í haust. Laura kemur varia hing&ð fyr en á föstu- dag. Listavorkasafn sitt vill Einar Jónson mynda- smiður g e f a landinu, fósturjörð sinni, þótt fátæknr sé, ef landið sér þvi fyr- ir sæmilegu húsnæði. Það eru margarmyndir, höggmyndir, og þær harla frumlegar flestar eða allar. Hafa fengið töluvert orð á sig.

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.