Ísafold - 27.01.1909, Side 1

Ísafold - 27.01.1909, Side 1
Kemur út ýmist einu sinni eða tvisvar i viku. Yerð árg. (80 arkir minst) 4 kr., er- lendis B kr. eða l1/* dollar; borgist fyrir miðjan júli (erlondis fyrir fram). Uppsögn (skrifleg) bundin við áramót. er ógild nema komin só til útgefanda fyrir 1. okt. og kaupandi skuldlaas við blaðið. Afgreiðsla: Austurstrœti 8. XXXVI. árjr. Reykjavík miðvikudaginii 27. jan. 1909. 5. tölublað I. O. O. F. 891298 y2. Augnlækning ók. 1. og 8. þrd. kl. 2—3 i apítal Porngrip&safn opið á mvd. og ld. 11—12. LUutabankinti opinn lu—2 ^/s og ö1/*—7. K. F. C. M. Lestrar- og skriístofa fráBárd.til 10 siðd. Alm. fundir fsd. og sd. 8 x/s sioa. líandftkotskirkja. Guðsþi.öVa og 6 á holgidögum. Landakotsspítali f. sjúkravitj. 10l/s—12 og 4—B. Landsbankinn 101/*—21/*. R'*:s.kastjórn við 12—1. Landshókasafn 12—3 og í -8. Landsskjalasafnið á þtu., fmd. og Id. 12—1. Lsekning ók. i læknask. þrd. og fsd. 11—12. Náttúrugripasaíji (i landsb.safnsh.) á sd. I1/*—k1/*. Tannlækning ók.i rósthússtr.14, l.ogö.md.ll— . Piano útvega eg frá Köisl.-Hof-verksm. C. Hfand, Coblenz O. Heyl. Borna, [verksm.öOára gml.] Emil Felumb, Kaupmannahöjn og Orgel-Harm. frá Einar Kaland, Bergen. Órengjanleg reynsla um niarga áratugi hefir sannað. að þessi hljóðfæri eru hin vönduðustu að gerð og efni, sem unt er að fá. Aðalumboðsm. iyrir ísland Ásgeir Ingimundarson Adi.: Pósthólt 101. Reykjavik. Telefon 243 Landskjálftarnir miklu. Bygða hi un og borga. Manntjón. Ránskapur. Bjargráð oglíknarstarfsemi Samskot um allan lieim. Mánudag 28. f. mán., íjórða í jól- um, freklega hálfri stundu fyrir miðj- an morgun (kl. s,28), dundu þeir yfir, landskjálftarnir miklu á Ítalíu sunnan- verðri, er ritsíminn skýrði frá þá þeg- ar, hinir mikilfenglegustu og mann- skæðustu hér í álfu, er sögur greina. Fólk var í fasta svefni. En ósköp- in dundu á svo sviplega, að fæstum vanst tími til að klæðast og forða sér út undir bert loft. Húsin hrundu og urðu að grjóturð í einu andartaki. Þeir voru flestir allsnaktir, er undan komust. Manntjón varð auðvitað mest þar, sem bygð var mest og þéttust, en það var í Messinaborg við sundið sam- nefnt, milli Ítalíu og Sikileyjar, eyjar- megin, og er fullyrt, að týnst hafi helmingur bæjarmanna, 75 þús. af rúmum 150 þús. Það er sem næst því, að látist hefði hvert mannsbarn á þessu landi, ís- landi, á að gizka á örfáum mínútum. Þar mátti með sanni segja, að ösbraði djúpt í rótum lands, eins og væri ofan feldar, allar stjörnur himnaranns, eins og ryki mý eða mugga, 0. s. frv. Munurinn sá einn á lýsingu skálds- ins á því, er Logi reiður lauk við Skjaid- breiðs-steypu sína, að hér voru engin eldsumbrot á ferð, heldur jarðlaga- bylting undir bygðinni, er þá lenti f heljargreipum, svc sem jafnskjótt var gizkað a hér 1 blaðinu. Hvorugt hinna alkunnu, miklu eldfjalla, sem þar eru á næstu grösum, Etna eða Vesúvíus, hafa hreyft á sér minstu vitund. Svo hátt lét í fjöllum, sem þau ætl- aði ofan að keyra. Bygð öll huldist þykkum mekki, en sjór gekk á land með grenjandi sogum og óhljóðum. Skipum á höfninni í Messina skolaði flestum á land og braut þar; sum sogaði sjórinn út aftur. Innan um þann afar-háværa nið allan heyrðust óp og kveinstafir örkumlaðra manna og dauðvona eða þá vitstoia. Margir hugðu vera kominn heims-slit og gengu af vitinu, æddu um borgina og unnu hermdarverk. Sutnir fleygðu sér út um glugga og biðu af bana eða lemstr- anir. Eldur kviknaði í borginni og brann það alt, er hann á festi, og varð fjölda manna að bana, þeim er krept- ir voru inni í rústa-hrauninu eða byrgð- ir undir því fargi og fengu sig hvergi hrært. — Það sem uppi stóð af hús- um eftir fyrsta kippinn, hrundi óðara t síðari kippum og stóð ekki steinn yfir steini. Aðallandskjálftinn tók yfir ekki nema fárra mílna svæði, beggja megin Mess- ínasunds. Hans hefir lítið vart orðið annarsstaðar. Þó fundust nokktar hrær- ingar norðar á Ítalíu og eins sunnan Miðjarðarhafs, á norðurströnd Afriku; ennfremur lítils háttar í Sviss og vest- ur i Portúgal. Um 20 borgit á fyrnefndu svæði, beggjamegin Messínasunds, eru sagðar gjöreyddar. En fáir þekkja til þeirra utan Messína og Reggio, er getið var um í símskeytum. Manntjónið vita menn ógerla hvað miklu nemur. Flestir fullyrða, að minna sé það ekki en 120,000; sumir ætla það komast hátt upp í 200,000. Drepsótt hefir aukið manndauðann nokkuð. Það er stórabóla og kom upp í Palmi. Eitthvað af fólki hefir og orðið hungurmorða. En við því hafa verið reistar þær skorður, er mannlegur máttur hefir frekast orkað. Alt fram að burtfarardegi póstskips- ins frá Khöfn voru menn að finnast með lífi í rústum hinna hrundu borga. Þreveturt barn fanst lifandi í Reggio 11. jan. og hafði verið hálfan mánuð í svelti. Þeim var forðað burtu úr rústum hinna hrundu borga, sem þar stóðu uppi eftir landskjálftann, og dreift víðs vegar um land til næringar og hjúkr- unar. Hefðu orðið hungurmorða að öðrum kosti. Kirkjur og spítalar fyltir sjúkum mönnum og sárum. Konungs- hjónin ítölsku, þau Viktor Emanúel konungur og Helena drotning, fengið mikinn orðstír fyrir vasklega fram- göngu að bjarga. Stóðu bæði i rúst- unum og grófu. Drotning gerðist hjúkrunarkona. Hún komst i handa- lögmál við sjúklinga, er tryltust af hræðslu, er þeir urðu varir við hrær- ing þar sem þeir lágu á spítala, og ætluðu að flýja; varð sár á brjósti í þeirri viðureign. Þann ófögnuð er að segja frá þessum hörmunga-véttvangi, sem öðrum líkum, að óðara dróst mikill sægur bófa og illvirkja að borgarrústunum til grip- deilda og rána, — fletta lik klæðum og stela því, sem á þeim finst fémætt, skartgripum og öðru. Meðal annars var stolið stórfé úr hrundum bönkum í Messina. Stjórnin tók það ráð, að hneppa Messinaborg í herkvi, og láta skjóta hvern mann, er staðinn var að ránum og gripdeildum. Helzt er búist við, að ekki verði átt við fyrst um sinn að reisa Messina- borg úr rústum. Mikils háttar fræði- maður í þeirri grein hefir spáð tíðum hræringum þar næstu mánuði, og mun þá eigi þykja árennilegt að taka sér þar bólfestu. Brugðið var við þegar og tekið til að skjóta saman fé viða um lönd til að lxkna bágstöddum eftir slys þetta hið stórfenglega. Viktor Emanúel konungur gaf rúm 1 mi]j. líra; það er frekar 700,000 kr. Alls voru sam an komnar 36 milj. kr. í vorum pen- ingum, er síðast fréttist. Þvi næst hafa ýms ríki sent her- skip til Messina til að forða mönnum við hungurmorði og koma þeim burtu. Danir gerðu það líka; þeir sendu her- skipið Heimdall; hann var þá staddur austur í Miklagarði. Farþegi á frönsku gufuskipi, er var á leið vestur Messínasund mánudags- morguninn f)órða í jólum, segir svo frá: Okkur fanst alt i einu engu líkara en að skipið lyftist upp frá sjónum. Allir farþegar ruku felmtraðir upp úr svefnklefum sínum. Og á þiljum uppi urðum vér sjónarvottar að þeim fyrir- brigðum, er oss munu aldrei úr minni líða. Vér sáum heil stræti (í Messína) leika á riði og reiðiskjálfi, stórhýsi hrynja eins og spilahús, og dómkirkju- hvelfinguna miklu springa og hröngl- ast saman, þar til er ekki var eftir nema eitthvert járnbogavíravirki; það var grindin. Vér horfðum á, hvar geysi- mikil flóðalda gekk undir stórt gufu- skip, er lá fast við land, lyfti því í háa loft og slengdi þvi á stóra höll á landi og muldi hana í smátt með stefninu. Fám mínútum eftir lá smá- bátahrönn alla vega út frá okkur hundr- uðum saman; þá hafði flóðaldan sog- að út. Og er vér snerum oss við og varð litið hinum megin við sundið, sáúm vér hvar borgin Reggio lá hálf- hulin þykkum mekki, er eldbjarma lagði í gegnum hingað og þangað, brá fyrir sem snöggvast og hvarf aftur. Messínavitinn mikli, er vér höfðum stýrt eftir, var sloknaður. Þegar vér komum auga á hann aftur, hallaðist hann enn meira en turninn frægi í borginni Pisa. — Skelfingarópin kváðu við úr landi út til okkar. En skip- stjóri hraðaði ferðinni. Hann var með póstflutning og mátti ekki vera að tefja sig. Erl. ritsímafréttir til ísafoldar. Kh. 26/, kl. 7 a/3 síðd. Asger Cartensen hœgrimaður safnaði 30,000 kr. i flokksþarfir, og er nú sak- aður um fjdrdrdtt eða að hann hafi mutað þingmönnum. Hann neitar ná- kvœmri skýrslu. Hœgrimannafiokkurinn i vandrasðum. Þingið veit ekki sitt rjúkandi rdð. * * * Mál þqtta sraus upp í haust eða kvisað- ist um vanskil á þessum 30,000 kr. Nú virðast böndin hafa horist að manni þess- um og hann orðið að kannasti við glæp sinn; en þrjózkast við að gera frekari grein fyrir, hvað um peningana hefir orð- ið, til þess að koma ekki þingmönnnm sins liðs i hobba. Yfirlýsing. Af þvi að okkur hefir verið eignuð fréttagrein í 69. tbl. ísafold- ar þ. á., með S undir, þar sem segir frá Yaltýs-fnndinum í stúdentasamkundunni dönsku, þá látnm við þess getið, að við ernm ekki höfundar hennar né annarra nafnlausra fréttapistla, er ritaðir eru í ís- lenzknm hlöðum héðan. Khöfn. 30. nóv. 1908 Sig. Guðmundsson.. Sigurður Nordal. Þessi yfirlýsing kom ekki hingað fyr en 24. þ. m. Ritstj. Að yerja vel fé sínu. Nú hefir skattauiálanefndin lokið störfum sínum og komist að tilætlaðri niður8töðu: bæði að fá breytt ýmsum gjaldaliðum og þá sérstaklega að fá 8uma hækkaða og nýjum bætfc við, þó eg láti ósagt hvort allar þær breyt- ingar mælast vel fyrir. En nái nýmæli nefndarinnar fram að ganga, sem helzt mun mega búast við, aukast tekjur landssjóðs eigi all- lítið, jafnframt því sem álögur á al- þýðu hækka. þ>ví ruundu landsmenn vel una, þótt gjöld væru há til al- mennra þarfa, ef þeim væri vel vanð af þingi og stjórn iandsins, varið af ráðdeild og fyrirhyggju í þarfir lands- manna, og landshlutum gert sem jafu- ast undir höfði. En eftir því sem stjórn landsins hefir hagað sér nú á síðustu árum í fjármálum, þá er það líkast því sem annaðhvort væri land þetta Btórauð- ugt, eða að því væri sfcjórnað af fyrir- hyggjulausum ráðleysingjum. |>að hefði t. d. orðið dálaglegur fjárhagur landsins 1907, ef sú óvænta hepni hefði ekki að borið, að tekjur landsins fóru eins mikið fram úr áætlun og þær gerðu. En slíkt er ekki fyrirhyggju stjórnarinnar að þakka, þótt haming- jan hafi forðað oss frá þeirri skulda- 8Úpu, og væri víst ekki ófróðlegt að sjá öll fylgiskjöliu við landsreikninginn árið það Eða finst mönnum vel varið fé landsmanna með því, að demba em- bættismönnum á bezta aldri og með beztu heilsu (það er frekast er kunn- ugt) á eftirlaun, séu þeir t. d. skyldir eða venzlaðir sjórninni, en hafi reynst óhæfir til að gegna embætti; og upp- gjafa-embættismenn yfirleitt eru alt of þungir ómagar landsins. Annars ættu öll eftirlaun að afnemast innan skamms, því þau eru óróttlát, og mætti vísfc eitthvað gera þarfara við þau 60 þús- undin og landinu til meira hagræðis, eins og landi vor einn vestan hafs bendir réttiiega á. |>að mætti víst benda á mörg dæmi þess, að fé landsins hefir verið varið ráðlauslega að mörgu leyti nú á síð- ari árum. j?að er fyrirhyggjulítill búskapur, að geta ekki varist skuldum í góðum ár- um bæði til lauds og sjávar. Hvað muu þá verða í hinum hörðu árum? Veit eg það vel, að margir muuu segja, að hér á landi sé svo margt í niðurníðslu og að margt uauðsynlegt sem þurfi að gera, og þarf til mikið fé og þar af leiðandi auknar álögur; og er það hverju orði sannara, að margt þarf að gera; en þess verða efnalitlir menn og þjóðir jafnan vel að gæta, sem sjálfstæð vilja vera fjár- hagslega — því í raun og veru er engin þjóð sjálfstæð, hversu góða Btjórn sem hún hefir, sem ekki er það efna- lega — að verja sem bezt því litla fé sem hún hefir yfir að ráða, og að það komi almenningi að sem mestum notum; þvf þótt þarfirnar séu miklar, þá verða lítil og fátæk þjóðfélög að forðast skuldir og óþarfa eyðslusemi eins og heitau eld; að öðrum kosti er öllu teflt í voða. Eins og áður er sagt, munum vér gjaldendur eigi um það fást, þótt reynt sé að auka tekjur laadssjóðs með auknum útgjöldum ; en við h e i m t- u m þá líka jafnframt að okkar sam- eiginlega fé sé vel varið af þingi og stjórn. En því miður hefir nú á sið- ari árum út af því borið, og það hygg eg að mjög hafi sú óánægja stutt að hrakförum stjórnar vorrar síðustu kosuingar. Og verði stjórnarskifti, sem líkindi eru til innan skamms, verðum við að krefjast betri tilhögunar á fjármál- um engu síður en stjórnmálunum. Annars bregðast hinir nýkosnu þing- menu því trausti, sem þeim hefir ver- ið sýnt. Þ• Frumvarpa-piikrið. Enn situr hann við sama keip, ráS- gjafinn okkar, um að halda leyndum fyrir almenningi stjórnarfrumvörpum þeim, er leggja á fyrir þing, alt til þeirrar stundar, er það kemur saman. Þau eru helgir dómar, er kynnu að vanhelgast, ef óhreinum almúga augum væri á þau rent á undan þingvígslu, — þeirri d/rlegu athöfn, er Hans Hágöfgi stendur upp á þingi í öllu sínu skrúði, annan eða þriðja þingdaginn, og segist hér með leggja fram »eftir- fylgjandi« frumvörp, alveg ókámuð eins og þau komu upp úr ríkisráðsskírnar- lauginni. Þau hefði getað rykast ella í almenn- ingsálits-»goluþytnum«. Það er hvorttveggja, að fyrirrennari hans í konungs-umboðsmenskunni hór var stórum minni háttar, enda var hann ekki, landshöfðinginn, nándarnærri eins tærilátur. Hann geymdi ekki stjórnar- frumvörpin í traföskjum fram til þings. Honum fanst þau eiga að vera almenu- ingseign upp frá þeirri stundu, er búið var að ganga frá þeim í ríkisráðinu. Að minsta kosti siðari árin sem hann var í embætti. Það hefir verið borið fyrir af mál- gögnum »húsbóudans«, til afsökunar frumvarpa-pukrinu þessu, að ósvinna væri að gera frumvörpin almenningi kunn fyr en hans hátign konungurinn væri búinn að leggja á samþykki sitt í ríkisráði, að þau mætti leggja fyrir þing. Nú er því löngu lokið, og eigi slakað á banntauginni alt um það. Ekki lengra síðan en í gærkveldi, að hann (ráðgjaf- inn) harðbannaði að selja fram frum- vörpin til birtingar. Anuaðhvort hafa þá stjórnarmálgögn- in ekki vitað vilja síns herra, er þau gerðu svo grein fyrir honum, sem nú var mælt, báru það fyrir, sem þar segir; eða honum hefir snúist hugur siðau. En hvort sem heldur er hljóta þau nú að ganga til skrifta, ef heita vilja trúir og dyggir þjónar húsbónda síns. Glímukappar vorir. Frá því er skýrt í einu Edinborgar- blaðinu, Evening News, 7. þ. m., að Jóhannes glímukappi Jósefsson hafi skorað á hólm víðfrægan japarnskan kappa, Yukio Tani, sem um þessar mundir er að sýna íþróttir sínar á Englandi. Skyldu þeir þreyta þrenns konar fangbrögð: grísk-rómverska, japanska og íslenzka glímu, og fé lagt við. En siðar er þess getið í bréfi frá þeim félögum, íslenzku glímuköppun- um, að Japaninn hafi færst u n d a n, ekki viljað hætta sér í þá raun, og því ekki orðið af hólmgöng- unni. Þeir félagar komu til Englands á Vestu 7 dögum eftir áætlun. Fyrir þá sök komust þeir ekki að íþróttasýningum, eins og til var ætlað, og urðu að biða aðgerðalausir þangað til um 20. þ. m. — Annars þykir þeim ekki horfa óvænlega um för sína. Vaxtalækkun, um hálfan af hdr., auglýsir íslands- banki frá í dag. Hann fekk í gær símskeyti frá Khöfn um þá lækkun í bönkunum þar. Lítið er betra en ekki neitt. Von- andi að hér verði framhald síðar og að ekki líði það á mjög löngu. Vextir (desconto)- hafa þó verið hækkaðir um ^l^/o r Englands- banka 14. þ. m., úr 2r/2 upp í 3 af hdr.

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.