Ísafold - 27.01.1909, Page 3

Ísafold - 27.01.1909, Page 3
ISAFOLD 15 T T eru 8iniðaðir & smíð.istöðinni >Alpha< i Reykjavik undir yfirumsjón skipasmiðs Otta GuSmunrissonar. I alia báta eru settir >Alphac-mótorar, sem allir viðurkenna beztu mótora, sem fluzt hafa til íslands. Bátarnir eru smíðaðir ur eik eða beztu furu, af þeirri stærð sem óskað er. Aliir, sem vilja eignast mótorbáta, semji við smiðinn sjálfan eða undirritaðan. Tveir stðrir og vandaðir mótorbátar eru þegar fullsmíðaðir. Matth. Þórðarson. ur þá skoðar um leið eða gatan endar inni í dálitlum lokuðum húsa- garði með fornum brunni í miðju. En þó að leiðin verði krókótt, þá má þó komast fótgangandi aftur og fram um aðalborgina að minsta kosti. Eg hafði gaman að reika þannig, og lét mér vel lynda, þó að eg lenti á »marg- an villinistig«; eg vissi sem var, að alt af mátti spyrja til vegar, eða þá fylgja straumnum, sem alt af rennur að eða frá Markúsartorgi. A slíku rangli sér maður stundum eitthvað, sem manni hefði að öðrum kosti 3’firsést. Þarna voru 11 ú t. d. á einu torginu tveir karlar að berja harðan fisk á steini. Hann var áreiðanlega ekki íslenzkur, því óflattur var hann, en hann beindi huganum heim. Karlarnir stóðu hvor með sina trésleggju og lumbruðu á þorsk-kindinni — ef það var þorskur — sitt höggið hvor til skiftis. »Sinn er siður i landi hverju*. Á öðru torgi rakst eg eitt kvöld á einkennilegan Kaupa-Héðin — hann var einmitt i mórendum fötum, eins og nafni hans. Hann stóð uppi á stól í miðri mannþyrpingu við dálítið sölu- borð, lýst af tveim gasljósum; gasið kom frá dálitlum dunk á stólnum, setn hann stóð á. 1 kassa á borðinu fyrir framan sig hefir hann ýmsa smámuni: vasahnifa á 40 sentímur, brennigler á 50 0. s frv. Hann tekur einn hlut i senn og heldur langa, dynjandi ræðu um kosti hans alla og eðli. Mælskan streymir eins og foss og hann er kóf- sveittur af ákafa. Að lokinni ræðunni spyr hann, hverir vilji kaupa. Einn verður til, þá annar og nú kemur skriður á. Hann seldi víst eina 20. Þá kemur næsti hlutur með svipuðum formála — kolt af kolli. Hermenn, unglingar, kerlingar, vinnukonur stnrda í kring og hlusta agndofa á ræðuna. Sumir glotta, en sannfærast loks og kaupa Eg geng um götu rétt við Markús- artorg. Úti fyrir kvikmyndaskála réttir einhver mér auglýsingu. Það er bréf- spjald, með mynd Markúsar guðspjalla- manns á logagyltum feldi — ágæt eftirmynd af einni greypimyndinni í Markúsarkirkju. Hvað auglýsir sá heilagi guðspjallamaður? — Auðvitað Markúsarbjórinn! Hver sem kaupir aðgöngumiða á kvikmyndasýninguna (kostar 23 sen- timur) fær ókeypis glas af Markúsar- bjór. »Friður sé með þér, Markús minn 1« Nú ertu þá orðinn bjórboði. Gaman þótti mér að 'koma á Fiski- torgið og Urtatorgið. Þau liggja við Stór-álinn fyrir ofan Rialtobrúna. Þar koma bændur og sjómenn með afurðir sínar í flatbotnuðum bátum. Þeim er róið með einni ár, eins og gondólum, eða þá siglt. Við Urtatorgið liggur bátur við bát meðfram stéttinni. Þeir eru fullir af körfum með alls konar ávöxtum, fersknum, plómum, perum, tómötum, vínberjum og svo alls kon- ar grænmeti. Bátsmenn taka sina körfuna undir hvora hönd og þá þriðju á höfuðið og bera upp á torgið. Þar er svo raðað enn betur í karfirnar, gerðir háir kúfar upp af þeim, vafið grænum blöðum um kollinn og svo fest með seglþræði. Hingað koma svo aldinsalar og grænsalar til kaupa. Þar er mikið mang. Bátarnir koma að kveldi og fara ekki fyr en næsta dag. Mér er nú minnisstæðust litil stúlka, sem sat hjá pabba sínum og systur við einn ávaxtakörfu-reitinn, á rauð- brúnum kjól, með stóra skó og rósa- klúlinn sinn yfir höfðinu. Hún starði höggdofa með opinn munninn á alt þetta líf umhverfis. Datt ekki af henni né draup. Það hefir liklega verið fyrsta ferðin hennar til Feneyja. Hvern- ig skyldi sú undraborg hafa speglast í þessum blástarandi sakleysisaugum ? Fiskitorgið er undir nýjum súlna- hvelfingum og sett marmaraborðum. Þar voru berfættir sjómenn að bera upp fiskinn. Hann er settur í flat- riðnum körfum á marmaraborðin; mest var þar af smáfiski alls konar og svo humrum, kröbbum og mar- þvara. Þar sá eg í fyrsta sinn tún- fiskinn. Það er geysi-skepna. En eg er enginn fiskmangari né grænsali og kýs heldur að hverfa of- an á Markúsartorg. Á leiðinni sé eg póstsvein á bréfburðargöngu sinni. Hann hringir að dyrum og út um einn gluggann á efsta lofti kemur körf i bandi; hanu lætur bréfið í hana og körfin er dregin upp. Eg sá þetta líka í Flórens, og þessi körfudorg eru ekki að eins höfð til bréfadráttar, heldur og til að kaupa ávexti, blóm eða ann- að af þeim, sem ganga um götur og selja. — Margar eru konur fagrar á Mark- úsartorgi, og suntar hafa það til sins ágætis, að þeim svipar til íslenzku stúlknanna. Liklega eiga nú samt sjölin þeirra sinn þátt i þessu. Al- þýðustúlkur í Feneyjum ganga með svört sjöl á herðum og bera þau líkt og íslenzku stúlkurnar. En þær ganga berhöfðaðar. Húfuna vantar. Liti mær hin ljúfa, lifi skúfnr og húfa! Kvöldið er óviðjafnanlega fagurt. Eg sit lengi hugfanginn á súlufæti hins helga Teódórs. Uppi á torginu kveður við hljóðfæraslátturinn. Him- ininn er fagurheiður, nema nokkrar skýjaslæður, sem tunglið bregður á fölri gullslikju. Sjórinn eins og blá- skygður stálflötur, sem tunglið silfrar, og ljósin frá skipum og bátum stafa rauðurn, grænum og gullnum ^eisla- rákum. Ljósamergðin úti í eyjunum og meðfram ströndinni eins og gull- djásn, en hallir og kirkjur fyrir hand- an álinn eins og kolsvartar skugga- borgir; og þegar gondólarnir líða fram hjá finst mér eg skilja, hvers vegna þeir eru allir svartir á lit — eins og þeir hafa verið síðan það var lögboð- ið á 15. öld —, og stafnöxin úr fægðu stáli: það er samræmið! Báturinn svartur, eins og hallirnar sýnast á kvöldin, stafnöxin eins og silfraður sjávarflöturinn. Fjöldi gondóla ruggar við stéttina eins og í draumi. Nú var tími til að fara bátsferð upp um álinn. Eg sem við einn gcndólmaun, 1 líru og 30 sentimur um tímann. Það var taxt- inn. Hann samsinnir. Við leggjum frá landi, og jafnskjótt ætlar hann að telja mér trú um, að við höfum sam- ið um hálftima, en eg huggaði hann með því, að eg hefði talað fullskýrt og þekti taxtann. Það varð hann að láta sér lynda. Úti á álnum var kveldsöngför (sere- nata) og þangað héldum við. Stór bátur með hljóðfæralið og söngmanna, skreyttur alla vega litum ljóskerjum,leið hægt og rólega upp eftir álnum, og þangað þyrptist nú fólk á gondólum úr öllum áttum og höfðu samflot. Þegar söngliðið hafði sungið um hríð, kom maður af skipi þeirra, fór bát úr bát og safnaði skildingum fyrir söng- inn. — Þegar gondóll rennir að landi, kem- ur ætíð þjónustusamur andi með stjaka og krækir hann að stéttinni, meðan maður stigur á land, og leggur 5 sen- tíma toll á hvern farþega. Mörg er atvinnan! Ekki get eg hugsað mér þægilegri fararskjóta fyrir þá sem ekki eiga ann- ríkt en þessa gondóla, og gæti eg í- myndað mér, að það væri eins sjálf- sagt að halda gondól til skemtunar sér í Feneyjum, eins og það er að eiga reiðhest heima. Gondólarnir eru að lögun svipaðir víkingaskipunum norrænu og liggja hátt á sjónum, langir og rennilegir. Yfir framstafni og skut eru þiljur, útskornar til skrauts. Á kvöldin er ljósker á fram- þiljunum. Á framstafninum er hin einkennilega tenta stálöxi, og eru skift- ar skoðanir um, hver tilgangur hennar var í fyrstu. í miðjum bátnum eru sæti, mjúk og þægileg, fyrir 4—6 manns. Yfir þeim er skýli, sem þó má taka burt að vild. Gondól er ró- ið með einni ár á stjórborða. Ræðar- inn stendur á skutþiljunum, styður ár- ina við háan keip og hrindir bátnum áfram með henni. Það eru árahrind- ingar, ekki áratog. Svo vel láta gon- dólarnir að stjórn, að þeir fylgja hlýðn- ir hverri hreyfingu ræðarans á þiljun- um. Orð fer af því, að gondólmenn séu refir í viðskiftum, enda er það oftsvo um þá, sem hafa með höndum mann- flutninga, hvort heldur eru ökumenn eða aðrir. En skrafhreifir eru gondólmenn og skynugri en ökuþórar gerast, enda hlýðir það starfi þeirra, að vita nokk- uð um borgina sem þeir sýna, þótt fræðsla þeirra sé auðvitað ekki ætíð sem áreiðanlegust. En varla munu margir þeirra vera eins ráðaglöggir og einn þeirra, sem saga er um: Tveir gárungar ætluðu að leika á hann og spurðu hann, hvar væri San Crisostomo. Hann þekti ekki staðinn, en lét á engu bera; hugsaði sér að fá að vita það hjá starfsbræðrum sínum á leið- inni: Gerið svo vel að koma ofan í bát- inn. Þeir gera það, og hann rær af stað, og spyr í laumi alla gondólmenn, sem hann mætir, hvar væri San Crisosto- mo. En það vissi enginn, sem ekki var von, því sá staður var hvergi til. Fé- lagarnir veltust um í hlátri, og hann grunar nú, hvernig á þessu standi; læt- ur þó á engu bera og rær sem áður. Loks leggur hann að einni stéttinni. — Við erum komnir, mælti hann. — Hvað þá ? Er þetta San Crisostomo ? spyrja hinir fðrviða. — Það er hér, anzarhann öruggur. Við erum einmitt við Ognissanti (Allir heilagir), og úr því að hér eru allir heil- agir menn, þá þykist eg vita, að San Crisostomo sé hér líka. — liaögj afiim kom heim úr utanför sinni á s/s Vesta sunnudagsmorgun 24. þ. m. Mælt var, að hann hefði ætlað sér fyrst heimferðina á s/s Ceres, um- hverfis land, og að sæta því færi að »leiðrétta« þingmenn, á ð u r en hing- að kæmi, sjá um að rættist sögusögn hans um kiofning þeirra, þ. e. þrí- skifting stjórnarandstæðinga. En hætt hefir hann við það, hafi það verið áform hans nokkurn tíma. Og segir sagan nú, að alþm. Seyðfirðinga, dr. V. G., hafi tekið að sér hringferð þá. Vestanmenn komu fáeinir á Vestu um daginn, þ. e. landar frá Ameríku, ein hjón og einn einhleypingur. Hjónin eru Skajti Brynjóljsson, frá Winnipeg, sá er var þingmaður í Norður-Dakota fyrir nokkrum árum, og hans kona. Þau koma hingað kynnisför og dveljast hér eitthvað fram eftir sumri. Hann er meðal hinna helztu landa vestan hafs, hefir dvalist vestra 34 ár, lengst í Dakota, rúm 20 ár. Einhleypi mað- urinn heitir Sigurður Sveinbjarnarson, borgfirzkur, úr Reykholtsdal, fór vest- ur í sumar með bróður sínum, Vestanmanni, er Árni heitir; en undi sér eigi og er nú alkominn aftur. THE NORTH BRITISH ROPEWORK Co. K i r k c a 1 d y Contractors to. H. M. Government búa til rússneskar og italskar fiskilínur og fœri, alt úr bezta efni og sérlega vandað. Fæst hjá kaupmönnum. Biðjið þvi ettð um K i r k c a 1 d y fiskilinur og færi, hjá kaupmanni þeim er þér verzlið, því þá fáið þér það sem bezt er. Saltet Lax 00 andre Fiskevarer kjöbes i fast Regning og modtages til Forhandling af C. Isachsen, Christiania. Norge Telegramadr.: Isach. Margarine, bezta sem fæst í bænum, er komið aftur með s/s Vesta til Guðm. Olsen. rinn ÆGIR 10 92/ioo tons samkvæmt mælingar- bréfi 11. april 1907 með 6 hesta Dan-mótor, yfirbygður, fæst til kaups með góðum borgunarskiltnálum. Lyst- hafendur snúi sér til kaupmanns Jóns Þórðarsonar í Reykjavík. Vottorð til sýnis frá þeim, sem hafa verið formenn á bátnum. heldur árs- hátið sína í Bárubúð laugardaginn 30. þ. m. kl. 8 síðdegis. Nánara á götuauglýsingum. Dansskemtun í Iðnaðarmannaféiaginu laugardag 30. þ. mán. í Iðnaðarmannahúsinu. Nef'ndin. Epli, Apelsínur, Laukur, Hvítkál, Raudkál, Gulrætur nýkomið með s/s Vesta til Guðm. Olsen. Frá 14. mal næstk. óskar ein- hleypur maður að leigja 1 stórt eða 2 lítil herbergi án húsgagna á góðum stað í bænum. Tilboð sendist í bók- verzlun ísafoldar, merkt: 14. maí. Til leigu óskast góð íbúð, 3—4 herbergi, auk eldhúss og stúlkuher- bergis. Semja ber við T. Frederiksens timbur- og kolaverzlun í Reykjavik. Einhleypur maður óskar nú þegar að leigja eitt eða tvö herbergi með góðum húsgögnum um óákveð- inn tíma, að líkindum ekki skemur en eitt ár. Upplýsingar í afgreiðslu ísafoldar. Stúlkur vanta á Hótel ísland á næstu kross- messu (14. mai). Forstöðukonurnar taka við tilboðum. 148 jarðvegurinn með neðanjarðar-göngun- um, eem gizkað var á þar væri, varð mér að þakinni hyldýpisgjá, fullri af leyndardómum, og í kirkjunni, þar sem eg leitaði oftsinnis kyrðarinnar, varpaði dagsljósið stundum skuggum í göng og króka, líkaBt eins og ein- hverjar verur frá fyrri tímura væru á ferli. klg tók miklum framförum í latínu °g grfsku hjá ástúðlegum og marg- fróðum prestinum, sem eg var á vist með, og aðrar námsgreinir nam eg hjá einum kennara skólans. En í tómstundum mínum leitaði eg þessara staða, sem fengu hugsmíða-afli mínu svo mikið að starfa, svo að f>rándar nes var engan veginn rétti staðurinn handa mér { mfnum veiklaða huga. jpað er, eins og eg hefi vikið á síð- ar, eitthvert samband milli taugaveikl- unar óstjórnleika míns og tunglskift- anna. Þeg»f svo stóð á, lá við að áhrif þessara staða toguðu mig til sín fastara en svo, að viðnám yrði veitt; eg læddist, svo að ekkert bar á, inn 1 einveruna og sat þar stundum tímunum saman, sokkinn niður í það, 149 er fram leið úr ímyndunarafiinu f hálfskýrum myndum, en það var bæði mikið og margt, þar á meðal mjúkleg myndin hennar Súsönnu, sem mér þótti stundum líða beint á móti mér, og tókst mér þó raunar aldrei að líta andlit hennar. f>að var að vorlagi, annað árið sem eg var þar, að eg sat einn dag um hádegi í kirkjunni á palli nær altar- inu, sat í heilabrotum við áhrif eins slíks skapbrigðatímabils, með krossinn hennar Súsönnu í hendinni. Á veggnum öðrumegin við altarið varð mér litið á stóra og skuggalega mynd, sem eg hafði oft séð áður, en hún ekki mótað nein sérleg áhrif í hugann. Hún er í fullri líkamsstærð, og sýnir píslarvott, sem varpað hefir verið 1 þyrnirunn; hvassir þyrnarnir, eins langir og rýtingar, stingast inn í líkamann hér og þar, en maðurinn getur ekki hljóðað fyrir gildum, sárum þyrni, sem stingst inn undir kverkarn- ar og út um opinn munninn. Svipurinn á þessu andliti faust mér alveg voðalegur. f>að leit á mig með hljóðum skiln- 152 ökki sjá út á við, heldur inn á við, i heiminn þann, sem oss er ósýnilegur, og eins og honum mundi verða eðlilegt, ef ekki væri gætt að taumhaldinu, að Btefna úr þjóðbraut inn á helveg, þaDn er dauðir menn ríða. Eg sat í þessum hugleiðingum inni f stofu hjá prestinum seinDÍ partinn, þar sem verið var að tala um hitt og annað. f>á sé eg alt í einu bregða fyrir andliti að heiman. f>að var fölt og máttfarið, og rétt á eftir sá eg, að maðurinn var að berjast í vonleysi við að bjarga sér úr brimróti upp á klett þar nærri. f>að var enginn annar en einn vinnu- maðurinn okkar, hann Andréa. Hann leit á mig að hálfu leyti gler- kendu, að hálfu leyti hornkendu augna- ráði, þar sem hann lá líkast því sem honum væri bönnuð bjargráðin af ein- hverju neðan við fætur hans, sem eg sá ekki. Mér fanst á svipnum eins og hann langaði til að segja mér eitt- hvað. Sýnin stóð að eins augnablik; en einhver kveljanái, nær því óbærileg tilfinning um, að á þessari stund hefði 145 f>að var út úr sundurþykkju feðra okkar, að henni hafði dottið þetta í hug. — En, sagði hún, þú tekur ekkert eftir, Davið! f>að var satt, eg var að hugsa um alt annað; það var um það, hvort eg ætti að þora að kyssa hana, þeg- ar við kveddumst; eg mintist þessa í sumar út við Vættasker. í sama bili heyrðum við þrusk frammi á steinhellunni framan við dyrnar, það var sama sem að með- hjálparanum fyndist mál til komið að lúka sér af, og Súsanna fiýtti sér sem mest hún mátti, þvert á móti því sem eg bjóst við, að koma gjöfunum, sem eg hélt á i hendinni, ofan í brjóstvas ann á mér. Hún var alveg nýbúin að þvf, er meðhjálparinn kom inn og sagði, að að nú yrðum við að kveðjast. Súsanna leit fyrst á meðhjálparann, og því næst framan í mig; hún var orðin föl i andliti og augun fyltust tárum, eins og að hugsunin um, að við ættum að skilja, hefði þá fyrst runnið upp fyrir henni.

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.