Ísafold - 10.02.1909, Page 2

Ísafold - 10.02.1909, Page 2
30 ISAFOLD * þess konar líf, sem er eðlilegast og hollast á þeim árum. Eg hefi þess vegna ekki trú á því, að skólar i sveitum. glæði námfýsi barna eða veki hjá þeim löngun til að menta sig sjálf síðar meir. Hitt mun þeim verða flestum, að fá ógeð á bókum og bóknámi, og ímynda sér að þau hafi lært nóg, þegar þau hafa kúldast í skóla vetur eftir vetur, og nasað þar aí hinu og þessu, sem pabbi og mamma hafa enga hugmynd um, — þau eru orðin lærðari en þau, lærðust aí öllum á bænum. Það er viðurkent, að heimafræðsl- an hefir minkað að sama skapi sem farkensla hefir aukist. Fólkseklunni og annríkinu er kent um. En hitt er öllu fremur orsökin, að sú trú er að komast inn i alþýðuna, að það sé alt engis vert, sem »ólærðir« menn geta kent börnum sínum; allan vís- dóminn sé að sækja til skóla og kennara. Og svo leggja foreldrarnir árar í bát; þeim finst þeir vera sett- ir af embættinu, — þvi sjálfsagða embætti allra foreldra, að vera kenn- arar barna sinna meðan þau eru ung. Eg er hræddur um, að fræðslulögin nýju gefi þessari trú, eða ótrú, nýja næringu og byr undir báða vængi; því að þar er svo mikils krafist, sem flestir foreldrar geta ekki kent og verða því að sækja til annarra. Heima- fræðslan dettur smátt og snjátt úr sögunni í sveitunum. Og þá er ver farið en heima setið. Það hefir til þessa ekki reynst óholt, að alast upp á sveitaheimilum, fjarri allri skólakenslu, og þaðan eru komn- ir miklu fleiri ágætismenn tiltölulega, en frá kaupstaðaheimilunum og barna- skólunum þeirra. Það vita þeir, sem til þekkja, að skólabörn kaupstaðanna standa langt að baki sveitabörnum að andlegum þroska. Mundi það ekki meðfram stafa af því, að sveitabörnin hafa ekki verið knésett of snemma og látin læra of mikið, áður en þau höfðu þroska til þess. Sveitabörnunum hefir reynst það hollara, bæði líkama þeirra og anda, að snúast i kringum pabba sinn í fjósi og fjárhúsi, og fá svo að læra hjá honum þess i milli það lítið hann gat kent, heyra sögur og kvæði í rökkrinu og lesa hátt á vökunni eitthvað sem skemtilegra er en skóla- bækur. Þetta hefir reynst þeim hollara en kaupstaðabörnunum öll þeirra langa skólaganga. Vitanlega er það ekki eins margt né margbrotið, sem sveitabóndinn getur kent, og dugar ekkert við barnaskóla- próf; en hvort það dugar ekki eins vel fyrir lífið, það er annað mál. En nú er friðurinn úti fyrir sveita- börnunum; nú á að fara að hneppa þau í skóla-ánauð lengri eða skemmri tíma á hverjum vetri, flestum foreldr- um þvernauðugt. Reyndar heimta lög- in það ekki beinlínis. Þau leyfa heima- fræðslu með eftirliti kennara. Það er góðra gjalda vert. Það er bezta grein- in í lögunum. En hún kemur þó ekki að fullum notum, af því hvað kröfurnar eru háar um kunnátlu barn- anna. Þau heimili verða svo fá, sem geta veitt nægilega fræðslu í öllum skyldunámsgreinunum. Flestir neyðast því til að senda börnin frá sér í á- nauðina, ef þeir vilja láta þau geta staðið sig við prófin. Vel má vera, að fræðslulögin séu góð fyrir kaupstaðina. En eg er á glóðum um, að í sveitunum verði þau til þess að níða niður úr fólkinu það, sem þar er enn til af lestrarfýsn og ósvikinni mentalöngun. En þetta er ef til vill óþarfa hræðsla og missýn- ing. Fyr má líka vera, að lögin séu gallagripur, en að þau séu slíkt skað- ræði. Og eitthvað gott mætti sjálf- sagt nefna, sem leiða mundi af ákvæð- um fræðslulaganna, ef þau yrðu fram- kvæmd eins og löggjafarnir hafa ætlast til. Við fáum að minsta kosti lærð- ari börn en áður í sumum greinum; ritfærari ættu þau t. d. að verða; og vafalaust væri það nokkurs virði, e f þau slyppu óskemd af ailri þeirri yfir- legu, er það nám hefir kostað. En verður svo ekki öll kunnáttan týnd, þegar þau þurfa að fara á henni að halda? Þegar þau t. d. sjálf eru orð* in foreldrar, geta þau þá kent börnum sínum hið sama, sem þau lærðu f æskunni ? Ef sú yrði reyndin á, þá væri mikið unnið. En sennilegra þykir mér hitt, að lærdómurinn verði rok- inn burt eftir þau 20— 30 ár, sem liðin eru frá því þau stumruðust gegn um prófið á 14. árinu, og að þau neyðist til — alveg eins og foreldrar þeirra —, að senda börnin sín í skóla til að læra, af því að þau sjálf geta ekki kent þeim það, sem hvert 14 ára barn á að kunna. Væri þá fram- farirnar miklar? Væri þetta ekki að hjakka i samafarið? Já, við þokumst ekki úr stað — að minsta kosti ekki Jram á við —, meðan við gerum ekki annað fyrir alþýðumentunina en að troðr. i b'órn. Hvað á þá að gera? Að minni hyggju fyrst og fremst það — og um fram alt það —, að lofa börnunum að vera i friði, láta þau njóta frelsisins, gleðinnar og áhyggjuleysisins meðan má, ofþyngja þeim ekki i neinu, troða ekki í þau miklu bókviti, gera þau ekki fullorðin fyrir tímann. Við höfum enga þörf á lærðum börnum. Við þurfum vel mentaða fullorðna menn; þá kemur hæfileg barnafræðsla nærri því af sjálfri sér. Byrjum þá á unglingunum, sem eru að þvi komnir að verða fullorðnir. Kennum þeim margt og mikið, ekki til undirbúnings undir neitt próf — fyrir alla muni —, heldur til undir- búnings undir lífið. A aldrinum frá 16—20 ára vaknar langoftast löngunin til að læra eitt- hvað, vita og skilja. Látum þeirri löngun verða fullnægt sem rækilegast. Að koma einhverju nafni á það, að kenna börnunum það sem fræðslulög- in heimta, það ’kostar ógrynni fjár og erfiðleika svo mikla, að við stöndum ráðalausir. En 16—20 ára unglingur getur lært það alt miklu betur á marg- falt skemmri tíma. Og honum getur orðið sú kunnátta að liði, af því að hann þarf þegar á henni að halda, og hann skilur, hvers virði hún er. Hvi skyldum við þá vera að stríða við að koma því inn í aumingja börn- in áður en þau geta veitt því viðtöku — fara að eins og kerlingin, sem reyndi að tosa karlinum í skyrtuna, áður en höfuðsmáttin var á skorin ? Hví ekki að geyma það sem erfiðast er af skyldunámsgreinunum, t. d. mál- fræðina og nokkuð af reikningnum, þangað til greiðara verður að læra það og ljúfara? Við getum stofnað nóga unglinga- skóla handa öllu landinu fyrir miklu minna fé en til þess þarf, að full- nægja barnafræðslulögunum; til þess þyrfti barnaskóla á hverjustrái — svo að kalla. En unglingaskólarnir þyrftu ekki að vera margir ; og fyrir þá sök væri leið að þvi að gera þá vel úr garði að öllu leyti. Ef það ráð væri tekið, þá hygg eg að spor væri stigið í rétta átt til þess að auka mentun í landinu. Eg drep að eins lauslega á þetta. Tíminn virðist ekki kominn til þess enn, að tala nánara um tilhögun slíkr- ar almennrar unglingafræðslu. Fræðslu- lögin standa þar fyrir eins og þránd- ur í götu. í bráði n a, meðan fræðslulögunum er ekki breytt, sé eg ekki önnur ráð en að reyna svo sem mögulegt er að laga lögin í hendi, spyrna á móti öllu barnaskólafargani í sveitum, reyna í þess stað að efla heimafræðsluna og ná í sem bezta kennara til eftirlits með henni. Þeir leitast við að koma börnunum á það lag, að læra sjálf. Þeir leiðbeina fullorðna fólkinu á heimilunum og hvetja það til þess að kenna börnunum alt sem það getur. En hinu, sem enginn af heima- mönnum kann, verður kennarinn að miðla börnunum sjálfur, og dveljast þá til þess tíma og tima og þar sem þörfin er mest. Þegar gott er veður og færð, og dagur ekki mjög stuttur, getur hann safnað þeim saman nokkrum í einu dag og dag og leiðbeint þeim. Með þessu er einna sizt hætta á, að börn- unum sé ofboðið, og það er mest um vert, hvernig svo sem fer um frammi- stöðuna við prófið. Af tvennu illu kýs eg það heldur, að barnið verði afturreka frá prófi, en að það sé kúgað til náms um eðli fram og foreldrar þess settir á sveitina. Erlend tíðindi. Þau eru fá og smá i þetta sinn. Miklar frásögur af landskjálftunum miklu, hörmungunum eftir þá og likn- arstarfinu. Fullan mánuð eftir landskjálftana fundust menn með lífi í rústum Messínaborgar. Danska herskipið Heimdallur gerði töluvert gagn, þótt seint kæmi nokk- uð. Svo vel tók þingið, rikisþingið danska, í það tiltæki stjórnarinnar, að senda skipið til Sikileyjar, þótt þá væri þinghlé, að foringjar þingflokk- anna allra létu það vera sitt hið fyrsta verk, er á þing kom, að standa upp og þakka henni fyrir það tiltæki fögrum orðum. Alexejev aðmíráll, hinn rússneski, sá er var jarl Rússakeisara i Austur- vegi (Mandsjúriu m. m.), er ófriður- inn hófst með Rússum og Japönum (1904), hefir verið dæmdur nýlega fyrir að hafa þegið mútur af ensku útgerðarfélagi, er hann keypti af vista- föng handa hernum. Hegningin em- bættismissir og 10,000 rúbla fébætur eða fangelsi, ef þær greiðast ekki. Dáinn er annar mikils háttar mað- ur úr ófriðinum þeim, Rohstdestvensky aðmíráll, sá er stýrði flotanum rúss- neska i Japanshafi i heimsins mestu sjóorustu, 27. mai 1905, og beið al- gerðan ósigur. Svíar hafa heim úrhelju heimtan sinn fræga Austurálfu-landkönnuð, Sven Hedin, og fögnuðu honum með nær viðlika virktum sem konungur væri. Roosevelt Bandarikjaforseti á enn i skærum við sambandsþingið í Washing- ton og þykir vera heldur sókn en vörn af hans hendi. Lýðhylli hans hefir aldrei meiri verið en um þessar mundir. — Hann leggur á stað í ferð kringum hnöttinn, þá er hann er laus úr forsetaembættinu, sem verður 4. marz. Hann kemur til Berlínar og hefir lofað að flytja þar erindi íyrir almenningi. Danir gera sér jafnvel von um, að hann komi til Khafnar í ferðinni og tali þar. Alþingismcnn utan bæjar eru fæstir hingað komnir enn. Þeir hafa lent í Ceres flestir. Þó ekki Húnvetningarnir, sem hafði samt verið ætlast til að sættu henni á Sauðárkrók, færi þá hina örsmáu (1) lykkju á leið sína, 2—3 dagleiðir. En þeir kusu heldur að halda landveg suður í Borgarnes og komu hingað á Faxaflóabátnum sunnudaginn 7. þ.m., báðir, Björn Sigfússon og síra Hálfdan prófastur Guðjónsson. Ennfremur síra Sigurður prófastur Gunnarsson — því ekki átti Ceres að koma í Stykkis- hólm — og Jón hreppstjóri Sigurðsson frá Haukagili. Söngur og sögulestur. Það var í Bárubúð hvorttveggja sunnudaginn er var, og til stofnað af þeim systrum, jungfrú Valgerði Lárus- dóttur og frú Guðrúnu. Jungfrú V. L. söng einsöng, lög við innlend kvæði og útlend. Hún er í fremstu söngkvenna röð hér í bæ, röddin skær og hljómþýð. En fram- burðurinn ekki hreinn, hvorki á ís- lenzku né öðru máli. Einna bezt voru sungin tvö lög eftir Svb. Svein- björnsson: Hvar eru fuglar (Stgr.Th.), söng það ljómandi vel, og kvæði á ensku. Frú G, L. las þætti úr frumsam- inni skáldsögu, sundurlausri að heyra og veigamikilli ekki; lesturinn ekki góður: fábreytinn og langt um of ógreinilegur. Troðfult hús. Franski konsúllinn, J. T. Brillouin, var meðal farþega á Sterling hingað í gær. Hefir dval- ist í París í vetur. Thoreskip 8terling kom hér í gær, á undan áætlun, frá Khöfn og Leith. Farþegar: al- þingism. Magnús Blöndahi, Ólafur Ólafsson konsúll (Duus), Jón Björns- son kaupmaður, Guðm.T. Hallgrímsson læknir og síra Haísteinn Pétursson (að sækja um dómkirkjuembættið óæðra). Bókmentir og listir. Skírnir. Skírnir. Tímarit hins Islenzka Bókmentafél. Ritstjóri Einar Hjör- leifsson. Rvik 1908. 82. ár. 4. hefti. Þar er fremst á blaði sögukorn, Grdfeldur, eftir Jón Trausta, veigalítil saga, svo sem að vanda læt- ur um þann höf., þegar frá er skilið eitt skáldlegt atvik í henni, það að Jónas, annálaður fjallgöngumaður, fær Baldvin, gönguvæskli, keppinaut sín- um í ástamálum, stafinn sinn og mann- brodda að tilmælum hans, — réttir honum það með fyrirlitningu, og tek- ur við kolluprikinu hans í staðinn —, en hrapar sjálfur til bana af þeim sökum: hjálpsemi við þennan andvara- gest. Framför er á málinu frá fyrri sög- um höf., þótt mikið skorti á allan orðfæris-hagleik víðast hvar. — — Þá ritar Steingrímur Matt- h í a s s o n læknir um Ojdt — kenn- ingar H i n d h e d e, danska læknisins nafnkunna. Það er þörf og góð hugvekja um efni sem alla varðar. Kenningin sú er enginn hégómi. Sælkerunum flytur hún heilsuráð, en fátæklingum sparnaðarráð. Þeirra, sparnaðarráðanna, er oss ekki vanþörf á um þessar mundir, íslendingum, Höf. kveður svo að orði að ofáts- dauðameini manna sé oft og tíðum gefin önnur glæsilegri nöfn, svo sem magaveiki, lifrarveiki, nýrnaveiki, hjart- veiki osfr. Þeir sjúkdómar m. m. fl. stafi þrásinnis af ofáti og engu öðru. Og leiðir rök að því. Aðalkenning Hindhedes er sú, að jurtafæða alls konar sé hollastur matur til manneldis, miklu heilsusamlegra en kjötmeti, fiskur og þungur matur allur. Kjöt og fiskur sé það eggja- hvítumikið, að maganum verði ofviða að melta það. Jurtafæðan ekki, hún er auðmeltari miklu, en alveg jafn- næringargóð. Og það er ekki að eins að jurtafæðan sé stórum heilsusam- legri, auki líkamsþrótt og andlegt fjör; hitt bætist við, að sé lifað eftir þeim reglum, kenningum Hindhede, verður sparnaðurinn meira en tvöfaldur á við þungmetis-neyzluna. Alger gróður4 neyzla er nú mjög að færast út víðs- vegar um heim. Höf. drepur á, í greinarlok, hvernig hér mætti haga mataræði sem næst þessum reglum: — Brauð og kornmatur með góðu viðmeti, smjöri, floti eða tólg, mjólk og mjólkurmatur, skyr og grautar, þetta eru alt hinir hollustu réttir, og eiga að vera aðalfæða vor íslendinga. Kjötið og fiskurinn eiga að vera oss til smekkbætis og búdrýginda, en e k k i aðal-undirstöðumaturinn, eins og margir hafa viljað halda. — Næsta ritgerð er um Kvenréttinda- hreyjinguna i Ameriku eftir B r í e t Bjarnhéðinsdóttur: ágrip af upptökum og sögu þeirrar hreyfingar. Það er fyrri hluti ritgerðar um það merka mál. Niðurl. kemur í næsta hefti. Matth. Jochumsson ritar um Tolstoj dttrceðan, örfá minningar-orð um þann hinn mikla heimsfræga nú- tíðarspámann og sannleikspostula. Þá er næst ein aðal-ritgerðin í þessu hefti: Islenzk heimspeki, ágætis-ritgerð eftir Helga Péturss. Hún er rituð af þeim tildrögum, að Brynjúlfur Jónsson frá Minna-Núpi hefir tekið saman heimspekisrit, er höf. hefir borist í hendur: Saga hugsunar minnar um sjálfan mig og tilveruna. Höf. kveður svo að orði um þetta rit hins djúphugula, sjálfmentaða al- þýðumanns, að þegar það sé komið út, þá verði ekki framar sagt, að ís- lendingar eigi engan heimspeking. Ritið sé merkileg viðbót við ís- lenzkar bókmentir. »Það er talandi vottur um djúpa fróðleikslöngun og að vísu einnig þá örðugleika, sem hún hefir átt við að stríða. Það er sómi íslenzkri alþýðu. En það er oss sem bókmentaþjóð til lítils sóma, ef ekki veitist þessum heiðvirða öldungi bráðlega sú ánægja, að sjá á prenti þetta rit sitt, sem, þótt stutt sé, er ávöxtur svo langvinnra hugleiðinga«. Síðast eru i heftinu Ritdómar (E. H.) S. Gr. Borgfirðingur, Þorl. H. Bj.); Dómur Galileis (E. H.), ítalska náttúru- spekingsins mikla, eins þeirra mörgu, er kalla má að hafi fallið í hjaðninga- vígum vísindanna; F.rlend tiðindi (B. J.) og loks Island árið 1908, frétta- ágrip eftir Ara Jónsson. I Feneyjum. FerftapÍ8tlar eftir mag. Guðmund Finnbogason. V. Mikil var mannferðin dag hvern með gufubátunum út til Lido (það tekur ekki nema fjórðung stundar frá Litla-torgi). Þar er mikill baðvistar- staður. En fólk kemtir þangað, þó ekki farí það að lauga sig, til að sitja úti á baðhótel-veröndinni, horfa á sund- fólkið og út yfir Adriahaf, þar sem skip og bátar, með stöfuð segl, líða eins og í draumi yfir bláflötinn. Bað- vistarlífið er og næsta fjörugt. Það er eins og menn á slíkum stöðum af- neiti sínum gamla Adam — þessum Adam, sem er á tvennum buxum að neðan og hver veit hvað marg-klædd- ur að ofan, Adam tilgerðar og upp- gerðar-velsæmis, sem skraddarar hafa skcpað — og íklæðist hinum nýja manni, sem skapaður er eftir þeim gamla Adam, er einu sinni lifði í hamingjusömu hjónabandi með Evu í Paradis. Hér synda saman karlar og konur — konur, sem mundu hljóða upp yfir sig eða líða í ómegin, ef vandalaus maður sæi þær heima hjá sér á morgunkjól 1 Svo styrkjandi eru sjóböðin fyrir taugarnar. Hvað fólk- inn líður vel í þessum einföldu bað- klæðum sem eru létt og hispurslaus eins og fíkjuviðarblöð. Þessi llkamlega vellíðun, af að busla í hreinum sjónum án manngreinar- og kyen-greinarálits, nær alla leið til sálarirtnar. Allir verða glaðir og léttir í lund eins og góðir bræður og systur og samarfar í sjón- um. Svo setjast menn — og konur — upp í sandinn hvitan, og hreinan, liggur mér við að segja, velta sér í honum — lítillátlega eins og svín — þangað til ekki sér í hörundið, baka sig í blessuðu sólskininu, og svamla svo út á nýjan leik. Og svo hress- ing á eftir uppi á veröndinui, áður en heim er farið. Frá Lido sá eg fyrst austur Alpa- fjöllin. Þau sýndust þaðan eins og hásætisbrík sædrotningarinnar, sem speglaði sig í silfurbláum sjónum. Gaman þótti mér að koma inn i safnið, sem fylgir hergagnabúri Fen- eyja. Við innganginn sitja 4 forngrísk marmaraljón á verði, allmikilúðleg. Þau voru flutt hingað frá Piræus á 17. öld. Á eitt þeirra hefir einhver Vær- ingi rist rúnir sér til dægrastyttingar. Hver veit netna það hafi verið Hall- dór bnorrason ? Á safninu er meðal annars fögur eftirmynd af Bucintoro, togaskipinu fræga. Af sjálfu því er nú ekki ann- að til en brot úr siglunni. Það var ónýtt 1797. Eg held eg geti ekki lokið þessum línutn betur en með lýsingu á skip- inu og árlegri brúðför togans til hafs- ins, sem tíestir munu kannast við. Konan sem segir frá hét Giustina Renier-Michiel (d. 1832). Eg tek þetta eftir W. D. Howells : Venetian Life, bls. 247. Skipið var með galeiðulagi, og 100 álna langt, tvíþiljað. Á fyrsta þilfari vorn 160 ræðarar, hinir fríðustu og kná- ustu úr flotantim, og sátu fjórir við hverja ár og biðu þar skipana ; 40 aðr- ir skiparar voru að auki á skipinu. Skil- veggur var eftir efra þilfarinu endilöngu ; það var sett bogadyrum, skreytt gylt- um myndum, og þak yfir, borið af myndastyttum — yfir því öllu lifrautt flauel gullbaldyrað. Undir því voru 90 sæti og við skutstafn enn skrautlegra herbergi fyrir hásæti togans, en yfir því blakti Markúsarfáninn. A framstafni voru tvær trjónur, og skipshliðarnar voru skreyttar myndum af Réttvísinni, Friðnum, Fold ogÆgi,og öðrum ímynd- um og skrauti. Lát mig hugsa mér þessa tíma eins og gömlum er tltt. Á hádegi, þegar toginn hefir lilytt á messu í kapellunni, kemur hann ofan Risatröppurnar og út um Porta della Carta, hliðið á Toga-

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.