Ísafold - 10.02.1909, Blaðsíða 3

Ísafold - 10.02.1909, Blaðsíða 3
ISAFOLD 31 höllinni viS Litlatorg, rétt hjá Markúsar- kirkju, fram hjá búðunum, sem vefn- aðarsalar og glersalar hafa reist til mark- aðarins, sem byrjar að kveldi. Pyrir honum ganga átta merkisberar með fána lyðveldisins — rauða, bláa, hvíta og purpuralita — gefna Ziani toga af Alex- ander III. Sex silfurlúðrar bornir af sex sveinum blanda tónum við klukkna- hljóm úr borginni. Á eftir fer fylgd sendiherranna í íburðarmiklum einkennis- búniugum og fyrirliðar (Commandatori) fimtíu í flaksandi bláum klœðum og með rauðar húfur ; þá koma hljóðfæramenn og hirðsveinar togans í svörtum flauels- klæðum ; þá lífvörður togans, tveir kauzl- arar, skrifari öld ungaráðsins, djákniklædd • ur purpura og með vaxkerti í hönd, sex kanúkar, þrír sóknarprestar í prests- skrúði sínu og kapelluprestur togans í lifrauðum klæðum. Stórkanzlarinn þekk- ist á sínum lifrauðu kiæðum. Tveir hirð- sveinar bera stól togans og sessu úr gull- dúk. Og toginn — fulltrúi en ekki herra síns lands, framkvæmandi laganna, en ekki löggjafi, borgari og fursti, virt- ur og varitiu, fullvaldur yfir einstakling- um, þjóttn ríkisins — hann kernur klædd- ur síðum mötli úr hreysikattarskinni, blárri hernpu, og vesti og hosum úr gull- ofnu silki (tocca d’oro) nteð gullitin hatt á höfði, undir solhlíf, sera hirðsveintt hólt yfir honúm, og umkringdur sendi- herrum frá erleudum þjóðum og frá páf- anum, en dregið sverð hans ber einn af aðalsættum borgarinnar, sem nylega hef- ir verið valinn til einhverrar stjórnar á sjó eða landi og bráðum á að leggja af stað til að taka starfið á hendur. Á eftir kemur mikil manuþröttg — höfuðs- maðttr borgariunar, dómarartiir, formenn fjörutíumanuadómanna þriggja, eftirlits- mennirnir (Avoogadori) þrír, formenn tíu- mannaráðsius, rannsóktiararnir þrír (Cett sori), öldungaráðsmennirnir sextíu og með þeim sextíu úr aukaráðittu (Aggiunta), allir í lifrauðum silkiklæðum. Á Bueintoro tekur ltver sór stað, þar setn hottutn er ætlað, og þjóðhöfðinginn sezt í hásæti. Admírállinn yfir her- gagnabúritiu og Lido stetidur framá og segir leið, en við hjálmunvöl situr að- mírállinn af Malamocco, og kring iint hann skipstimburmenn hergagnabúrsins. Nú eykst allan helming klukkahljómor inn og skotdyukirnir, og Bucintoro legg- ur frá landi og ristir álinn hátigtiarlega, umkringdur óteljandi batum af hverri stærð og lögun. Patriarkinn hafði þegar í kurteisis skyni við föruneytið í Bucintoro sent því mörg blómker; slæst hatin nú í för- ina við Elíuarey og stökkur brautina vígðu vatni. Svo er komið út í Lido- höfn, sem áður var siglt úr út í rúm- sjó; en á mínum tímum var þar látið staðar nema og skutstafni snú'ð á haf út. Ríkisforsetinn tók þá, meðan fallbyssu- skruggurnar dundu frá víginu, hringinn vígðan af patriarkanum, — sem nú helti vígðu vatni úr skál í sjóinn, — gekk fram á dálitlar svalir bak við hásætið og varp hringnum í óldurnar um leið og hann mælti á þessa leið: D e s p o n • samus te, mare, itt signum veri perpetuique dominii (Til þín, haf, gerum vér brúðkaup, sem tákn sannra og ævarandi yfirráða.) Var síðan haldið til kirkjunnar San Nico- letto og hlustað á hátíðlega messu, en að því búnu var snúið heim til Venezíu. Var þar slegið ttpp veizlu fyrir höfð- ingjum, en lyðurinn dreifði sór í friði um völundarhús búðanna, er reistar höfðtt verið fyrir markaðinn. — Þetta var nú í þann tíð. — Nú er öldin önnur. Toginn er dauður, tign- arskartið liðið hjá eins og draumur. Venezia er ekki lengur drotning að veraldarvaldi og auðlegð. Þar eru aðrar ófríðari seztar í hásætið. Og samt er hún Sædrotningin, og verður það svo lengi sem Ægir kyssir auðmjúkur fæt- ur hennai og vefur hana örmum sínum. Fegurð hennar og tign lúta allir sem hana líta. Hún á >sönn og ævarandi yfirráð« yfir hjörtum barna sinna og óteljandi gesta. Mannalát. Hér í bæ lézt voveiflega 'í fyrra dag verzlunarmaður Pétur V. Bjering, nálægt sextugsaldri, nresta lipurmenni, mörgum kunnur víða um land af umboðssöluferðalagi á strandferðaskip- unum (fyrir Thomsens Magazín) og vel látinn. Hann var sonur M. Bjer- ings kaupm. hér í Rvík, er druknaði á útsigling héðan 26. nóv. 18^7, í sarna veðrinu og síðasta póstseglskip, Sölöven, fórst undir Svörtuloftum. Pétur heit. Bjering lætur eftir sig konu og 4 börn, öll uppkomin. Samhjálp. Bók Krapotkins. III. Samhjálp i miðalda-kaupstöðum. Um það eru næstu tveir kaflar í bókinni. Einna merkastur og ítarlegastur er þátturinn um gildin svo nefnd, mið- alda félögin alkunnu. Höf. tekur þar ekki grynnra í ár- inni en svo, að hann kveður það bræðralag, gildis-bræðralagið, hafa smám sarnan markað sínu móti alt miðaldalíf. Vér vitum nú, að gildi hafa verið með öllum flokkum, með þrælbornum mönnum og frjálsum, bráðabirgða-gildi, sem stofnað var til í ákveðnu augnamiði (skotveiðar, fiski- veiðar eða verzlun) og leystust upp jafnskjótt sem þessu ákveðna mark- miði var náð, og iðnaðar gildi og verzlunarfyrirtækja, er staðið gátu öldurn saman. Því meiri sem framfarirnar urðu og fleiri tilbreytinga þurfti. því fleiri urðu gildin; þau rísa upp sífelt ný og ný. Þar eru ekki lengur i kaupmenn einir, iðnaðarmenn, veiðimenn eða bændur, heldur rísa nú líka upp gildi með prestum, málurum, kennurum, leikurum, smiðum, — meira að segja tneð beiningamönnum, böðlum og konum, sem höfðu hrasað, og öll eiga þau samhjálpina að undirstöðu. Það eru samhjálparfélög. Félagarnir eiga að hjálpast að, hjálpa hver öðr- utn hvernig sem ber undir. Og um leið eiga félögin að halda við lögum og rétti, þó með þeim hætti, að þar ráði jafnan fyrir bróðurþel og mannúð. Það eru félög, sem eru vel til fallin að fullnægja samtaka-þrá matrnsins og skerða þó ekki sjálfstæði hans minstu vitund. Það er félagsskapur, sem gerir alla félagana að bræðrum. Jafnvel þegar gildismanni er stefnt fyrir gildis-dómstól, á hann að mæta þar mönnutn, sem þekkja hann, hafa gengið daglega með honum að sama verki, setið hjá honum að borðum við gildis-hátíðir og hafa haft sömu bróðurlegar skyldur að inna af hönd- um setn hann, í stuttu máli: mönn- um, sem eru hans jafningjar og b r æ ð u r, en ekki neinir lögstirfnis- menn eða fulltrúar annarlegra áhugamála. Þá er það einhver bezta sönnun þess, að gildis-tilhögunin hafi ekki heft mikið andlega uppsprettu per- sónuleikans, hve ntjög gróður allra lista þaut upp einmitt undir þessari miðalda tilhögun. Það ber að skýra svo, að gildið var ekki borgarafélag, sem væri undir eftirliti embættis- tnanna, heldur samkunda allra þeirra manna, er bundust tengslum hverir við aðra með sameiginlegri iðn, hvort sem voru kaupendur efnivarnings, út- sölumenn aflans, iðnaðarmenn sjálfir, iðnmeistarar eða iðnnemar. — Gildin sáu sjálf um alt iðnaðar-skipulag og höfðu nákvæmt eftirlit með iðnaðar- mönnum, völdu til þess eftirlitsmenn sérstaklega. Það er eftirtektarvert, að aldrei skyldi heyrast kvartanir yfir þessum eftirlitsmönnum, svo Jengi sem bæirnir voru sjdljum sér ráðandi, en linnir bókstaflega aldrei úr því er ríkið hefir gert upptækar eignir gild- anna og náð undir sig sjálfstæði þeirra sér og sinu skrifstofuríki til hagnaðar. Jafnvel þótt engin rit eða skrifuð skjöl væri til vitnis um miðalda-kaup- staðanna mikla veg, heldur húsgerðar- listin ein, sú hin glæsilega, sem er enn til minja um alla Evrópu, þá gætum vér ályktað svo, að ekkert tímabil á öllu tímatals-skeiði kristn- innar hafi verið jafn-mikilsvert mann- legunl vitsmunaþroska sem einmitt þ e 11 a skeið, tímabil hins sjálfstæða borgarlifs. Það eitt sýnir oss mikið, að húsgerðarlistin — sú sem er fé- lagslegust allra lista — hún komst á hámark sitt um þetta leyti. Svo hátt hefði hún ekki komist nema hún væri sprottin upp úr há-félagslegu lífi. IV. Samhjálp nú á timum. Tilhneiging mannsins til samhjálpar á svo langt að rekja rætur sínar og er svo nátengd allri þróun mannkyns- ins sem orðin er, að hún hefir haldist við til vorra daga, á hverju sem hefir gengið í sögu þess. Nýjar fjárhagslegar stofnanir og fé- lagslegar — að svo miklu leyti sem þær eru afrek þorrans — ný sið- fræðiskerfi og ný trúarbrögð, alt er þetta runnið úr sömu lindinni, sam- hjálpar uppsprettunni miklu. Kvíslirn- ar getum vér rakið frá kynstofninum og fram til æ stærri þjóðfélaga, til þess er þar kemur einhvern daginn, að þau munu fela f sér mannkynið alt, hvað sem liður greinarmun á trúar- brögðum, tungum og kynflokkum. Þegar vér rannsökum að um lifn- aðarháttu miljóna manna og förum að kynnast þeim nákvæmlega og öllu þeirra lífi, þá rekur oss i roga-stanz er vér sjáum, hve samhjálpin er geysi- öflugur þáttur i lifi nútiðarmanna. Dæmi þess má taka alstaðar að. I fjöldamörgum sveitum á Suður- Frakklandi er skiftavenjan gamla al- geng enn, sú venja, að bæirnir skiftist á fólki til vinnunnar. Þurfi mikils mannafla við á einhverjum bæ, t. d. til að taka upp úr garði, slá tún o. fl., þá er til kvatt unga fólkið af bæjun- um í kring. Unga fólkið kemur í hópum, piitar og stúlkur, og vinna verkiðaf fjöri, og endurgjaldslaust. Um kvöldið, að aflokinui vinnu, eru born- ar á boró beztu vistir, og svo er farið að dansa. Lík satnhjálp er i öllu, spuna, vefnaði, sáning, þresking, fjár- gæztu og hverju sem við þarf. Plógar og þreskivélar eru keyptar í samlög- um, sem ókleift væri einum manni o. s. frv., o. s. frv. Svona er meira eða minna í öllum löndum. Hverju mundi einstakir menn fá til vegar komið um það að breyta loftslaginu ? Hvað mundi eirstökum mönnum hafa orðið ágengt um að létta moidvörpu-voðanum mikla af Suður-Rússlandi, þar sem ekki var i önnur hús að venda en þau, að allir sveitamenn, séreignamenn og hrepps- félagar, ungir og gamlir, legðu fram krafta sína, erfiði handa sinna sjálfra, til að hjálpast að um viðnám gegn þeim mikla voða? Ekki hefði verið til mikils að kalla á lögreglu þar — þar var ekki annað til úrræða en samvinnan ein. I borgum gætir þess félagsskapar mest, sem nefndur er sócialisminn (jafn- aðarstefnan). Um hann kemst höf. svo að orði, að hefði hann ritað upp í dagbók 24 árin siðustu alt, sem hann hefði séð sjálfur af þvi að leggja í sölur fyrir aðra og af ósérplægni í þeirri mannfélagshreyfingu, þá mundi lesandanum þrásinnis detta í hug orðið hugprýði. v Og þó mundi mega segja frá mönn- um, sem voru ekki hetjur, heldur al- gengir miðlungsmenn, sem stótfeng- leg hugsun hefir vakað fyrir. Dæmi þess má lesa i öllum blöðum jafn- aðarmanna. Eg hefi sjálfur lifað at- burði, segir höf., sem koma mundu fólki til að halda mig vera að búa lifið dýrlegum hugsjónahjúpi, ef eg segðifrá þeim. Nefna má Björgunarfélagið á Eng- landi og slík iélög víðar, þar sem engir eru félagar aðrir en þeir, sem bjóðast til þess sjálfir, bjóðast til að leggja lifið í sölur hve nær sem á þarf að halda, — og skifta þúsundum. Eða námumenn. Ekki þarf annað en nefna þá; þá ber fyrir hugann stóreflis festi, þar sem hver hlekkur er misjafnlega stórfenglegur samhjálpar- atburður. Þið munið dæmið i Rhonda Valley, um mennina, sem lágu kvik- settir niðri i námunni, og félagar þeirra heyrðu ópin og grófu 30 stikur niður í kolalagið. En þá fyltist loftið gas- gufu, svo að dauðinn var vís, ef þeir héldi áfram. En þeir heyrðu ópin. heyrðu að kolanemarnir kviksettu væntu sér hjálpar, — og hættu svo á að reyna að bjarga þeim, þótt þeir ættu sér sama sem alveg visan bana. Þegar þeir liuríu niður í námuna, kvöddu konur þeirra þá hljóðum tár- um, — þær mæltu ekki orð frá vörum til að aftra þeitu að fara. Hér er kjarninn í mannlegri sálar- fræði. Þegar mennirnir eru ekki að berjast á vígvelli eins og þeir séu hálf-brjálaðir, þá geta þeir ekki þolað að hlusta á neyðaróp annarra manna, nema rétta þeim hjálparhönd. Hug- djarfur maður hlýðir hrópinu, og það sem hann gerir, finna allir, að þeir hefðu átt að gera. Vizkuflækja heilans getur ekki bugað áskapaða tilhneiging til samhjálpar, af því að sú tilfinning hefir gróið aldatugum saman í sam- félagslífi mannanna og aldahundruðum saman í samfélagi áður en maðurinn kom til sögunnar. — Félagslyndið er vitanlega meira með þeim mönnum, sem vinna saman. Starfið vefur þá að kalla má örmum sínum. Svo er um námumenn og sjó- menn. Samábyrgðar-tilfinningin skap ast, og hætturnar, sem lykja þá alla vegu, efla hugrekkið og snarræðið. En í stórborgunum verður skortur- inn á satneiginlegum áhugamálutn þess valdandi, að mennirnir verða kæru- lausir hver um annan. Þeir greiða aukaútsvar og fátækratíund og lofa svo reyndar fátæklingunum að deyja :— Yerksmiðjan Laufásveg 2---------------------------- Eyvindur & Jón Setberg Líkkistur af mörgurn stærðum, líkklæði og líkkistuskraut. Skoðið og spyrjið um verð áður en þér kaupið annarsstaðar. Legsteinar úr granít og marmara, plötur í steina úr sama efni (til sýnis steinar og myndir af mörgum teg.). — Líkkransar, páhnar, lyng- og perlukransar. — Beztu og* ódýrustu kolin eru í Timlmr-1 Wmriimii Bíiftíit Kr. 3,30 pr. skp. heimflutt. Enn þa lægra verð ef mikið er keypt i einu. drotni sínum. Og fyrir þetta kæru- leysi er það, að orðrómurinn um »hetjuna« í námunum og á sjónum hefir komist á og varpað yfir orðið skáldlegum ljóma. Samhjálpar-hugsjóninni er ekki gerð- ur mikill greiði með því, þó að skáld og málarar fari að lýsa hetjunum; það verður sjaldan annað en orð- gnóttin ein. Og prestarnir láta ekki sitt eftir liggja að reyna að sanna, að alt sem runnið sé af rótum mann- legs eðlis sé syndsamlegt, en að hið g ó ð a í manninum eigi sér yfir- náttúrlegan uppruna, svo að þeir líta oft beinlínis niður á þær sannreyndir, sem verða ekki teknar til dæmis um æðri innblástur eðaguðlega miskunn. — Nefna mætti fjölda mikils háttar félaga, sem eiga sér samhjálpina að undirstöðu, svo sem Fröbels-félagið, Templarafélagið o.fl. o. fl., auk annarra þúsundutn saman, sem verða ekki nefnd heimsfélög. Væri ekki samhjálp aðal-stoð og styrkur verkmannafélaganna, þá gæti ótal fjölskyldur innan þeirra vébanda ekki dregíð fram lífið. Þær hjálpa að staðaldri hver annari, margar hver- jar, um fé og fæði, eldivið, uppeldi barnanna, hjúkrun í veikindum o.fi.o.fl., skiftast á um það eins og hverjum kemur bezt. — — — Höf. lýkur bókinni á því, að sam- hjálpin, en ekki baráttan hver við annan, sé uppspretta allra framfara og öflugasti þátturinn í siðferðisþróun mannsins. Og að það, hve þessi stefna sé mjög mikilvæg á vorum tímum, tryggi oss hitt bezt, að ókom- inn þroski mannsins muni leita sér fullkomnari leiðar en orðið er. * * * Þetta er ekki annað en mjög laus- legt ágrip af bókinni, svo samfeld sem hún er og sprottin upp af margra ára rannsóknum höf. En hún er um þá embættistign, sem vér Isletidingar þurfum að læra til, ef vér eigum að þykja hðgengir á heimsframfaraskeiðina. Um iniibrotsþjófnaðitin eða hvern- ig upp komst nm úrastuldinn, vill úrsmiður sá, er Árni Árnason fann fyrst með silfur- úrið, og tjáðist hafa fundið það, láta þess getið, að h a n n hafi ekki kannast við það og ekki gert neitt í þvi tilefni annað en að skýra eiganda úranna frá grun sin- um um, að þetta mundi vera stolna úrið rá honum. Hdsbruni í fyrri nótt brann tóvinnu hús í Olafsdal að köldum kolutn, vandað hús, tvilyft, með miklnm vélum ; reist fyr- ir 10—12 árum. Okunnugt enn um upptök eldsins. En hrunafregnina segir vélstjóri þaðan, Ellert Jóhannesson, er hingað kom i dag. Þingmenn og Ceres. Það fer að verða tvísýnt úr þessu, hvort alþingismenn þeir, er lekið hafa sér far hingað á s/s Ceres, ná meira en svo í þingsetningu; og er það í meira lagi bagalegt. Skipið átti að koma hingað í dag, en er ekki komið lengra á leið en það, að það lá í nótt við Hrísey á Eyjafirði, á leið frá Akureyri á Hofsós. Það kvað vera með töluvert af vörum þangað og enn meira á Sauðárkrók. Ekki á það að koma við úr því nema á ísafirði. Þessir þingmenn voru á Ceres frá Akureyri í nótt: Þorleifur í Hólum, Jóhannes sýslumaður, dr. Valtýr (og keppinautur hans síra Björn Þorláks- son), Jón á Hvanná, Pétur á Gaut- löndum og Steingr. sýslumaður bróð- ir hans, og Sigurður Hjörleifsson rit- stjóri. Skagfirzku þingmennirnir báðir bíða ; skipsins á Sauðárkrók. Loks bætast við á ísafirði þeir síra Sigurður i Vigur, Skúli Thoroddsen og Ari Jónsson, þangað kominn úr þingmálafundaferð um sitt kjördæmi, Strandasýslu. Hvenær á eg að llftryggja mig? Það er ómótmælanlegur sannleiknr, að sá sem ætlar að liftryggja sig, á ekki að draga það um einn dag. Geymdu það ekki til morguns, sem þú getur gert i dag. Maður veit ekki hvað morgundagurinn færir manni. I dag er maður svo heil- brigður, að engin hætta er á að félagið neiti manni um líftryggingu, en á morgun getnr vel skeð að maður sé orðinn heilsu- laus. Spyrji menn : Hvenær á eg að liftryggja mig? verður svarið undantekningarlaust þetta: Getðu það strax, frestaðu því ekki um einn rinasta dag. Aldrei fær maður ódýrari liftryggingarkjör, aldrei er það þægilegra, enginn timi er betur valinn en í dag. Fyrir hve mikla upphæð á eg að liftryggja mig? Fimm sinnum hærri upphæð en árstekjurnar! Eftir töflum DAN’s getttr hver 25 ára gamall maður með 2000 kr. tekjum trygt sig fyrir 10,000 kr. og fær það þá útborg- að 60 ára gegn 230 kr. árlegri afborgun. Ef hann deyr á nnga aldri, getur ekkja hans fengið 400 kr. á ári, eða 500 kr. æfirentu, ef hún verður ekkja um þrítugt. Ef líftryggjandinn lifir svo lengi, að líf- tryggingarupphæðin verði borguð út, getur hann fengið 900 kr. árstekjur það sem eftir er æfinnar, án þess að tillit sé tekið til þess að bonus gelur lika reiknast með. Aðalumboðsmaður jyrir Dan: DAVIÐ 0STLUND. í fjarveru minni annast kona min Inger Dstlund alt það, er félaginu Dan við kemur: teiknar nýjar tryggingar, teknr við iðgjöldum, o. s. frv. DAVIÐ 0STLUND. Túsk, svart, blátt, gult, grænt og rantt, i bók verzlun ísafoldarprentsmiðju. Gabriella Benediktsdöttir Laugaveg 33, hefir ávalt til fjölbreytta og ódýra Lík- kranza, og bindur eftir hvers eins ósk. Töuskinn. Áreiðanlegt Lundúna- firma vill komast í beint samband um islenzk dýraskinn. Menn snúi sér til P. C. Hartmann, 16 Great Saint Helens, London E. C. Hollenzkir vindlar. Fyrsta flokks vindlaverksmiðja í Hol- landi, sem býr til alls konar vindla, vill komast í kynni við umboðsmann, sem er kunnugur vindla-innflytjend- um á íslandi. Tilboð með ávísun á meðmæli sendist: »D. L. K.« Nijgh & van Dilmar, Rotterdam, Holland. stúlRa, ekki mjög ung, óskast í vist 14. maí næstk. Hátt kaup í boði. Semjið við frú A. Christensen, Tjarnargötu 5. fást hji Kristjáni Þorgrímss. 8 aura pundið í sekkjum. Til leigu frá 14. mai n. I 3 ágæt herbergi og eldhús, ásamt góðu geymsluplássi. Upplýsingar i verzl. á Lindargötu 7.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.