Ísafold


Ísafold - 20.02.1909, Qupperneq 2

Ísafold - 20.02.1909, Qupperneq 2
42 ISAFOLD Seyðisfjarðar-kosnmgin. Síðari þáttur þeirrar gjörðar á al- þingi fór fram í fyrra kveld, á sam- einuðu þingi, — um það, hvort taka skyldi keppinaut dr. Valtýs um Seyð- isfjarðarkjördæmið gildan á þing, eða honum skyldi frá vísað og efnt til nýrrar kosningar svo bráðlega sem lög leyfa. Málalok urðu þau, að honum var frá vísað með 30 atkv. gegn 8. Og er því kjördæmi það þing- mannslaust að svo stöddu. Hér kom þá að því, sem ísafold taldi við búið, eftir hina meingölluðu kosning á Seyðisfirði í haust, að kjör- dæmið yrði þingmannslaust, nema dr. V. G. vildi fallast á heilræði blaðsins og leggja niður þingmensku svo snemma, að hægt væri að kjósa af nýju fyrir þing. Þessi málalok mælast sjálfsagt vel fyrir. Þau sýna mjög greinilega, að meiri hlutinn á þ e s s u þingi notar ekki vald sitt til þess að dæma sér í vil. Allir vita, að hans flokksmaður er það eindreginn, sem hún vísar frá með þessum úrskurði. Og þykir mörg- um vafasamt, hvort eldri meiri hlutinn hefði gert það. Röksemdir með og móti sjást bezt á eftir farandi nefndaráliti, og er meiri hluta álitið frá þeim Kristjáni Jónssyni, }óni Magnússyni og Lárusi H. Bjarnasyni, en minni hl. eftir þá Bjarna frá Vogi og Skúla Thoroddsen. Umræður urðu talsverðar um mál- ið, og lauk með þeim atkvæðamun sem fyrir segir. Þessir 8, sem atkv. greiddu m ó t i þvi að vísa síra B. Þ. heim, voru Benedikt Sveinsson Bjarni Jónsson frá Vogi Björn Sigfússon Hannes Þorsteinsson Jens Pálsson Jón Þorkelsson Sigurður Hjörleifsson Skúli Thoroddsen Álit meiri hlutans. Undirritaður meiri hluti nefndarinn- ar hefir komist að þeirri niðurstöðu, er nú skal greina. Það er engum efa undirorpið, að alþingi sjálft hefir fullnaðarúrskurð- arvald um það, hvort taka skuli kosning þingmanns gilda eða eigi; um hitt er aftur deilt, hve víðtækur þessi réttur sé. Mál þetta virðist verða að vera komið undir því fyrst og fremst, hvernig skilja beri 29. gr. stjórnarskrárinnar. »Alþingi sker sjálft úr, hvort þingmenn þess séu löglega kosnir«, og nánara virðist það atriði, sem hér ræðir um, vera komið undir því, hvað eigi að skilja hér við orðið »þingmenn«. Meiri hluti nefndarinn- ar virðist að við »þingmenn« í þessu sambandi sé átt við þá menn, sem eftir þann undirbúning, sem við á, hafa verið úrskurðaðir af yfirkjörstjórn viðkomandi kjördæma, þingmenn kjör- dæmanna (sjá 48. gr. kosningarlag- anna). Eftir nýafstaðnar almennar kosningar koma þessir menn saman á alþingi og dæma um kosningu hver annars, og sem sönnun þess, að þeir séu »þingmenn þess« (alþingis) eiga þeir að hafa skírteini frá yfirkjörstjórn, kjörbréf. Að þeir séu þingmenn áður en kosning þeirra er tekin gild af al- þingi, það sést berlega af 1. gr. þing- skapanna, meðal annars og af kosn- ingalögunum (t. a. m. 52. gr. »að eins eigi lýsa neinn þingmann kosinn«, o. s. frv.). Á hinn bóginn verður eigi fundin, hvorki í þessum nefndu lögum eða öðrum, nein bending um það, að neinir aðrir en þeir, er úrskurð kjörstjórnar hafa fyrir því, að þeir séu þingmenn, geti orðið »þingmenn« alþingis. Þingsköpin gera ekki ráð fyrir því, og það eitt út af fyrir sig er í rauninni nóg sönnun fyrir því, að það megi ekki eiga sér stað, því að þau lög eru svo nákvæm, að álíta verður að þau tæmi efnið að þessu leyti. Þegar kosning þingmanns því er ógilt, liggur eigi annað fyrir en uppkosning. Tillaga meiri hluta nefndarinnar verður því sú, að krafa síra Björns Þorlákssonar um að verða viðurkend- ur þingmaður Seyðisfjarðarkaupstaðar, verði ekki tekin til greina. Álit minni hlutans. Við höfum eigi orðið á sama máli sem hinir þrír nefndarmennirnir. Alþingi feldi þann úfskurð ié. þ. m., að Valtýr háskólakennari Guð- mundsson sé eigi rétt kjörinn þing- maður fyrir Seyðisfjarðarkaupstað. Eftir málavöxtum liggur það eitt í þessum úrskurði, að keppinautur hans, Björn prestur Þorláksson, hafi fleiri gild atkvæði en hann. Nú er enginn sakaður um neina lögleysu eða yfir- sjón þeirra manna, er kosningunni stýrðu, en það eitt var deilt um, hverja seðla skyldi telja ógilda. Af þessu leiðir, að sá er rétt kjörinn, sem fleiri gild atkvæði fekk. Nú taldi kjörstjórn Valtý fleiri atkvæði og gaf honum því kjörbréf, en eftir dómi al- þingis, æðsta úrskurðarvalds í málinu, hefir Björn haft fleiri atkvæði og er því kjörbréf Valtýs ónýtt frá þeirri stund, er sá úrskurður kom. En kosn- ingin sjálf fór að öllu löglega fram og hlýtur þvi að vera gild engu síður en aðrar kosningar. Það eitt breyt- ist, að annar maður hefir orðið fyrir kjöri en sá, er kjörstjórnin taldi. Og atkvæðamat hennar, sem nú er dæmt og felt, getur í engu raskað rétti hins kjörna manns eða kjósenda hans. En hann er sá, að alþingi skeri úr, hvort hann sé löglega kosinn, svo sem fyrir er skipað í 29. gr. stjórnarskrárinnar. Getur enginn vafi á því leikið, að hann sé »þingmaður þess«, er hann hefir fengið meiri hlut atkvæða, þótt hann hafi eigi kjörbréf. Því að rangt atkvæðamat kjörstjórnar var því til fyrirstöðu, en annað ekki. Réttur al- þingis er því skýlaus að úrskurða um kosning Björns eins og hverja aðra kosningu. En vilji þingið nú ógilda þessa kosningu, þá virðir það eigi anda lag- anna, gætir eigi réttar hins kjörna manns, Björns Þorlákssonar, né kjós- enda hans, og afsalar sér valdi sínu í hendur kjörstjórna, ef það þykist eigi hafa heimild til að samþykkja kosningu Björns. En slíkt getur leitt til hins mesta háska. Þvi að ef kjör- stjórn legst fast í móti þingmanns- efni, þá þarf hún eigi annað til þess að bægja honum frá en að gera svo marga af seðlum hans að vafaseðlum, að hún geti gefið keppinaut hans kjör- bréf. Ef alþingi telur sér þá eigi fært að viðurkenna kosning hins of- sótta manns, þótt hann hafi meiri hlut atkvæða eftir þess eigin dómi, en legg- ur til að kosið sé aftur, þá má enn leika sama leikinn, og svo koll af kolli. í fám orðum sagt: Kosningin á Seyðisfirði fór löglega fram, og er sá því rétt kjörinn, sem fleiri gild at- kvæði hefir fengið. — Kosning fer eftir atkvæðatölu, en ekki eftir hinu, hvorum eða hverjum kjörstjórn fær kjörbréf, og er því Björn Þorláksson rétt kjörinn, úr því alþingi hefir úr- skurðað svo sem það gerði. — Hann er því þingmaður, og á því 29. gr. stjórnarskrárinnnar hér við. Alþingi á því að okkar dómi það eitt óunnið í þessu máli, að gjalda já- kvæði við að Björn prestur Þorláks- son sé rétt kjörinn þingmaður Seyðis- fjarðarkaupstaðar. Ýmsar nefndir. Aðflutningsgjaldshækkun til bráða- birgða (Nd): B. Kr., fóh. Jóh, J. Ól, Jón Sig, Magnús Blöndahl og ÓI. Briem. Byggingarsjóður (Ed): Sig. Hjörl., Jens P, Júl. H. Dánarskýrslur (Ed): Ág. Flyg, Gunnar Ól, Sig. Hjörl. Ellistyrkur (Ed); Eir. Briem, Jósef Bj, Kr. Dan. Fiskimat (Ed): Ág. Fl, Sig. Hjörl, Sig. Stef. Háskóli og háskólakennaralaun, 2 frv. (Ed): Ari Jónss, Jens P, Lárus, Sig. Hjörl, Stef. Stef. (kgk.). Prestalaun (Ed): Eir. Briem, Jens P, Jós. Bj, Sig. H, Stgr. J. Skóga meðferð (Ed): Jós. Bj, Júl. H, Kr. Dan. Varabiskup (Nd): Eggert P, Jón Þork, Sig. Gunn. Stjórnar8krármálið. Frumvarpið það, að mestu leyti dilkur við sambandsmálið, var á dag- skrá í Nd. í gær. Ráðgjafinn rakti nokkuð breyt- ingarnar og taldi rök fyrir þeim. Um afnám konungkjörinna þingmanna kvaðst hann fara eftir því, sem hann vissi vera orðinn almennan þjóðarvilja. Björn Jónsson kvað það allrar viðurkenningar vert, enda mál til komið, að sú stofnun sykki i sög- unnar, ef ekki gleymskunnar djúp; sú sveit hefði nú verið meðan vært var og setið meðan sætt var. Þá taldi hann og þakkar vert, að hér væri gert ráð fyrir jafnrétti karla og kvenna um afskifti af lögum og landstjórn, en hefði heldur kosið, að fyrirmæli um það, um kosningarrétt og kjörgengi kvenna til alþingis, væri nú beint fyrirskipuð í stjórnarskránni, heldur en að draga það þangað til ef þinginu þóknaðist að veita þau rétt- indi með sérstökum lögum einhvern tíma og einhvern tima. Loks kvaðst hann hafa búist við, að nú hefði verið sætt færi að afnema tvískifting þingsins, sem hefði alla tið haft lítið við að styðjast, en nú ekki neitt, er konungkjörnir þingmenn yrði úr lög- um teknir. Benti á þingtilhögun Finna, sem hefði tviskiftingarkostina alla, þar sem nokkur ástæða væri til hennar, svo sem gagnger stétta munur, en væri laus við ókosti hennar hina miklu og mörgu. Ráðgjafi taldi konungkjörna þing- menn marga hafa reynst mjög nýta menn á þingi [sem er sitt hvað, eða að mæla með stofnuninni, — þeir hinir sömu mundu hafa verið engu miður nýtir þjóðkjörnir], þótti kvenfólkinu bet- ur henta að hafa tíma til að búa sig undir hin nýju, miklu réttindi, og kvað undarlegt, að vilja nú afnema tvískiftinguna, en hafa ekki nefnt það á nafn við hinar fyrri stjórnarskrár- endurskoðanir. Björn Jónsson kvað þá mundu hafa verið gert sér að reglu að miða mest við, hvað fáanlegt mundi hjá Dönum eða fyrir þeim, en allir gengið að því vísu, að slíkt mætti þeir ekki heyra nefnt á náfn, úr því að tví- skiftingin er í lögum hjá þeim. Ilt, að kvenþjóðin yrði lengi vonbiðlar að auknum réttindum, sem hefði verið haldið fyrir þeim af tómum rangind- um; en svo gæti farið, ef veiting þeirra réttinda yrði látin vera komin undir lögum frá þinginu siðar, sem enginn vissi, hvernig þá kynni að verða skipað, auk þess að svo g æ t i farið, e f þessi stjórnarskrárbreyting yrði látin standa og falla með fyrir- huguðum sambandslögum, að þar yrði nokkurra (8—10) ára bið á. Ræðum. tók það fram, að hann takði hér eingöngu í sínu nafni sjálfs, en ekki þingflokks þess, er hann fylti. Þar hefði mál þessi ekki borið á góma enn. Eftir fáeinar athugasemdir frá þeim ráðgj., B. Sigf. og J. Ól. var frv. vísað til sambandslaganefndarinnar og 1. umr. frestað. Veðrátta vikuna frá 14,—20. febrúar 1909. Rt. íf. BI. Ak. 0r. Sf. Þh. Sunnd. 1.6 1,8 0,0 0,6 -2,0 8,7 6,1 Mánud. 0.4 -6.2 -0,8 -1,0 -6,8 -0,6 0.2 Þriöjd. 5.1 4,4 3,8 3,6 -2,4 -8,2 1,5 Miðvd. -1,0 -*,5 -Mj 1,0 2,0 4,0 5,2 Fimtd. —8.0 -3,0 -8,6 -1,0 —6.0 —0.1 7,7 Föstd. -8,0 -4,6 -H,5 -26 -7,3 — 1,7 8,0 Laagd. B,0 8.6 1,5 -2,6 8,2 4,8 6,8 Sambandslaganefnd. Umræðunni um það mál lauk svo í gær, að skipuð var í það 9 manna nefnd, þeir Bjarni Jónsson, Björn Jónsson, Jóhannes Jóhannesson, fón Magnússon, Jón Ólafsson, }ón Þor- kelsson, Ólafur Briem, Sig. Gunnars- son og Skúli Thoroddsen. Fyrstu umr. því næst frestað. Formaður í nefndinni var kosinn Björn Jónsson og skrifari Jón Þor- kelsson. Ráðgjafaskifti í nánd. Ráðgafinn gat þess í síðari ræðu sinni í gær, þeirri er hér er ekki hermd (sakir rúmleysis), að ef meiri hluti þings lýsti yfir þeirri ákveðinni skoðun sinni, að ekki gæti úr þessu orðið landsheillavænleg samvinna milli hans og þingsins að sinni, mundi hann taka þá yfirlýsing til fullra greina og beiðast lausnar frá embætti. Þingsályktunartillaga um það var því næst lögð fram á þingi í dag í báðum deildum, og eru flutningsmenn að henni í neðri deild þeir Skúli Thoroddsen, Björn Jónsson, Ólafur Briem, Sigurður Gunnarsson og Bjarni Jónsson frá Vogi, en í efri Sigurður Stefánsson, Ari Jónsson og Jens Páls- son. Tillagan er svo orðuð, sem hér segir: RáOherra Islands hefir laprt alt kapp á að koma fram >frv. til laga um ríkisréttarsamband Danmerk- ur og íslands., sem mikill meiri hluti þjóðar og þings telur lög- festa fsland í danska ríkinu. Hann leggur frv. þetta fyrir þingið nú og mælir enn fastlega með þvi óbreyttu. Hann hefir og gengið þvert í móti vilja íslenzkra kjós- enda, er hann valdi síðast kon- kjörna þingmenn. Enn er það, að þjóð og þing telur ýmsar stjórn- arráðstafanir hans vítaverðar. Fyrir því ályktar deildin að lýsa yflr því, að vegna samvinnu ráð- herrans við þingið og eftir sjálf- sögðura þlngræöisreglum vænti hún þess. að hann biðjist þegar lausnar. Búist ei við, að hún verði rædd i báðum deildum á þriðjudaginn. Þingmalafandur. Reykvíkingar tróðust á fund í Iðnaðarmannahúsinu laugardagskveld- ið 13. þ. m., líklega x/4 hluti kjós- enda, með því að standa flestir. Þar var langmest og lengst talað um sambandsmálið, og gerðu það, auk Rvíkur-þingmannanna beggja, þeir Bjarni frá Vogi og Þorsteinn Erlings- son m ó t i frv., en m e ð þvi (af stjórnarliðinu) Guðm. Björnsson landl., Jón Þorláksson og Lárus Bjarnason. Með um 200 atkv. gegn um 150 var samþ., að óþarft væri að ganga nú til gtkv. um sambandsmálið, með því að vilji kjósenda í því hefði komið greinilega fram 10. sept. Með öllum atkv. gegn 5 var skorað á alþingi að samþykkja nú þegar á þessu þingi aðflutningsbann á áfengi. Þá vildi fundurinn láta bæta sem fyrst úr peningavandræðunum, komast að sem haganlegustum strandferðum og millilandaferðum, afnema öll eftir- laun, flytja kjördag til 10. okt., endur- skoða stjórnarskrána með afnámi kon- ungkjörinna þingmanna og sem mestri rýmkun á réttindum kvenna; en var á móti löggilding hafnar í Viðey. ----9se----- Stjórnarskrárnefnd í Nd. Stjórnarskrárbreytingarfrv. var að lokinni umræðu í gær vísað til nefndarinnar í sambandslagamálinu. Fyrstu umr. því næst frestað. Landsreikninganefnd í Nd. Ólafur Briem (skrif.), Ste- fán Stefánsson Eyf., Hálfdan Guðjóns- son (form.). Ný kosning á Seyðisfirði. Landsstjórnin hefir fyrirskipað nýja kosning á Seyðisfirði 9. marz þ. á. og að framboð þingmannaefna skuli vera kotnin í hendur kjörstjórninni fyrir 3. tnarz. Búskapnr landssjóðs tiu ár (1901—1911). Athugasemdir aftan við frumvarpið> um bráðabirgða-tollhækkun, sem stjórn- in leggur fyrir þetta þing, hefir meðal annars þennan samanburð á útgjöld- um landssjóðs eftir fjárlögum 1900/01 og fjárlagafrumvarpinu 1910/11. 1900/01 1910/11 kr. kr. Æðsta stjórn og umboðs- stjórn 80 102 Alþingi 40 62 Rentur og afborgun lána 90 Dómgæzla og lögreglu- stjórn m. m. . . . 193 219 Læknaskipun og spítalar 197 283 Samgöngumál .... 470 1078 Kirkjumál 47 91 Mentamál 205 381 Vísindi og bókmentir . 59 122 Verkleg fyriræki og bún- aðarmálefni . . . . IIO 595 Fyrirframgreiðslur . . 5 5 Eftirlaun og styrktarfé . 90 125 Óviss útgjöld . . . . -> 6 Áætlaður tekjuhalli . . 99 348 1598 3307 Þar við bætist enn hálfrar miljónar lántaka i þ. á. byrjun. Tekjur landssjóðs hafa að vísu vax- ið mikið á þessu tímabili, en ekki nándanærri að sama skapi; og hefir því búskap landsins stórhnignað þessiár. -----sse----- Aðalfundur Búnaðarfélags Islands var haldinn í Reykjavík laugardaginn 13. febr. Forseti mintist látins starfsmanns félagsins Guðjóns búfræðiskandidats Guðmundssonar, taldi félaginu og land- inu eftirsjá mikla að honum. Tóku fundarmenn undir það með því að standa upp. Fram voru lagðir þessir reikningar fyrir árið 1908: Búnaðarfélags íslands. Sjóðsleifa Búnaðarfél. Suðuramtsins. Gjafasjóðs C. Liebe. Búnaðarskólasjóðs Austuramtsins. Búnaðarsjóðs Austuramtsins. Reikingur sá, er fyrst er talinn, var lesinn upp, og í sambandi við hann skýrði forseti frá framkvæmd- um félagsins árið sem leið og fyrii- ætlunum þess. Þar sem frá hinu sama verður skýrt í Búnaðarritinu, eru hér að eins talin fáein atriði. Til ræktunarfyrirtækja hafði verið varið alls kr. 23443,33, þar af styrkur til f]órðungsbúnaðarfélaganna 16000 kr., til ýmislegra fyrirtækja kr. 3644,88, til gróðrarstöðvar í Reykjavík og sýnis- stöðva ki. 3103.03, til Skógræktarfé- lags Reykjavíkur 200 kr. og til efna- rannsókna kr. 445.42. Af því sem varið var til ýmislegra ræktunarfyrir- tækja gengu til samgirðinga rúmar 1100 kr. (þar af til rúmra 3 mílna girðingar í Glæsibæjarhreppi rúmar 600 kr.), til sjávargarða rúmar 1400 kr., til plægingarkenslu í Brautarholti og á Mýrum 320 kr., til fram- moksturs Kúðafljóts 150 kr., til að gera áætlun um Skeiðaáveituna 17 5 kr. o. s. frv. Mörg fyrirtæki eru á leið- inni, þau er búnaðarfélagið hefir heitið styrk til. Stærst þeirra er áveitan í Austur-Landeyjum úr Álunum, sem gert er ráð fyrir að rnuni kosta 5000 kr. Svæðið sem áveitan á að ná til er um 3000 dagsláttur og eiga um 30 búendur þar hlut að máli. Til þessarar áveitu hefir verið heitið alt að 1000 kr. styrk. Þá er samgirðing í Fljótshlíðinni rúmra 3 mílna löng, er heitið hefir verið alt að 650 kr. styrk. Alls hvíla nú á félaginu loforð um um fullra 4000 kr. styrk til jarðabóta. Stofnaðar voru árið sem leið 2 nýjar gróðrarstöðvar, á Selfossi í Árnessýslu og í Deildartungu í Borgarfirði með styrk héraðanna. Félagsstjórnin vill að komið verði upp í sumar sýnisstöð í Rangárvallasýslu, sem boðist hefir til að styrkja hana, og enn einni stöð annarstaðar ef ástæður leyfa og hérað vill styrkja. llannsökuð voru efna- fræðislega 6 sýnishorn af heyi, þurk- uðu og súrheyi, 18 tegundir af mýra- jörð og 16 rófnategundir, skyr, súr- mjólk og rúgmjöl (4 sýnishorn úr verzlun hér í Reykjavík). Skýrslur

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.