Ísafold - 24.02.1909, Page 1
Kemur út ýmist eina sinni eöa tvievar i
vikn. Yerð Arg. (80 arkir minst) l kr., er-
lendis 5 kr. eða 1 ■/« dollar; borgist fyrir
miðjan júli (erlendis fyrir fram).
ÍSAFOLD
Uppsðgn (skrifleg) bundin vib Aramót, er
ógild nema komin sé til dtgefanda fyrir
1. okt. og kaupandi skuldlaus við blaðifi.
Afgreibsla: Austurstrœti 8.
XXXVI. árg.
Reykjavík miðvikudaginn 24. febr. 1909.
12. tölublað
I. O. O. F. 892128*/,.
Augnlækning ók. 1. og 8. þrd. kl. 2—8 i spitnl
P’orngripRsafu opi?> A mvd. og Id. 11—12.
íslandsbanki opinn 10—2 »/* og ó1/*—7.
K. F. U. M. Lestrar- og: skritstofa frá 8 Ard. til
10 sibd. Alm. fundir fsd. og sd. 8 */« siod.
Landakotskirkja. (lubsþj.91/* og 8 á helgidögum
Landakotsspitali f. sjúkravitj. 101/*—12 og 4—5.
Landsbankinn 101/*—21/*. P-nkastjórn við 12—1.
Landsbókasafn 12—8 og' t -d.
Landsskjalasafnið á þi*., fmd. og Id. 12—1.
Lækning ók. i læknask. þrd. oir fsd. 11—12
Náttúrugripa«ato (í landsb.safnsh.) á sd. I1/*—21/*.
Tannlækning ók. i rósthússtr. 14, l.ogS.md. 11- »
V antraustsyfirlýsiögin.
Rædd í gær 1 neðri deild
7 stundir.
Samþ. með 15 : 8 atkv.
Ráðgjafi beiðist lausnar.
Það er vantraustsyfirlýsing sú, er
birt var í síðasta bl., sem rædd var
i gær í neðri deild, og varð að gera
það, sem sjaldan er gert fyr en á
áliðnu þingi: að skjóta á kveldfundi,
sem stóð til kl. 9*/4.
Frummælandi af hendi flutnings-
manna tillögunnar (um vantrausts-
yfirlýsinguna) var
Skúli Thoroddsen ritstjóri.
Hann kvað ráðgj. ekki hafa þóknast
að velja þá stefnu í þessu máli, að
beiðast lausnar fyrir þing. Hann hefði
afsakað það með þvi, eftir því sem
tjáð var í Berlingi, að frumvarpsand-
stæðingar á þingi væri svo sundurleit
hjörð, að engin ástæða væri til að
flýta þvi máli fyrr en þing kæmi
saman Nú væri þing kcmið saman.
Nú hefði hæstv. ráðgj. átt kost á að
sjá, að enginn flugufótur væri fyrir
söguburði hans, enda mundi meiri
hlutinn standa sem einn maður, er til
atkvæðagreiðslu kæmi um sambands-
málið.
Svo að það hefði verið eðliiegast,
að ráðgjafi hefði beiðst lausnar undir
eins í þingbyrjun. En hann hafi lýst
yfir því, að það mundi hann gera þá
fyrst, er þingið lýsti vantrausti sínu
á honum svo sem ráðgjafa.
Það væri því eftir ósk hæstv. ráðgj.,
þótt samkvæmt væri vilja meiri hluta
þingsins, að þetta, mál væri hér til
umræðu í dag. Honum hefði verið
í lófa lagið að komast hjá slikri til-
lögu, en hann hafi ó s k a ð hennar,
og því ætti hann sjálfur sök á því,
þótt honum kynni að falla miður
sumt, er hér yrði sagt.
Öllum væri kunnugt kapp það hið
mikla, er ráðgjafi hafi lagt á í sumar
til að sannfæra þjóðina um kostaboð
Uppkastsins. Sem betur fór hefði það
kapp komið að litlum notum, en
kosningaúrslit gengið honum svo mjög
í mót sem kunnugt er.
Hér væri um það mál að tefla, er
skoðanir ráðgjafa um það væri gagn-
stæðar skoðunum þings og þjóðar. Og
málið er svo mikilsvert, — mikilvæg-
asta þjóðmál vort um margar aldir, —
að vér vitum ekki, hve nær kosninga-
ósigur landstjórnar ætti að valda ráð-
gjafaskiftum, ef ekki í þetta sinn og
í þessu máli.
Það sem hann (Sk. Th.) vildi leggja
mesta áherzlu á í þessu máli væri það,
að sá maður, er frumvarpið þætti gott
í alla staði, hann væri óhæfur til að
vera milligöngumaður vor og Dana.
Svo liti á meiri hluti þings og þjóðar.
Svo lítils hefði hann metið vilja
þjóðarinnar, að einmitt þá menn, er
báðir höfðu fallið við kosningar í
haust og börðust i m ó t i kröfum
hennar, einmitt þá menn hafi hann
gert eða ráðið konungi að gera að
konungkjörnum þingmönnum.
Um það er þingsályktunartillagan
kveður þing og þjóð telja stjórnar-
ráðstafanir hans sumar vítaverðar, og
ráðgjafi hafi hneykslast á því orði, þá
lýsti hann yfir því fyrir hönd flokks-
ins, að hann legði ekki aðra merking
i það orð en málvenjan gerði, þ. e.
aðfinsluverður, ámælisverður; í sömu
merkingu notaði iandsyfirrétturinn það,
er hann teldi einhverja embættisathöfn
manns vitaverða, gagnstætt því að
maðurinn sætti sekt eða annari ábyrgð.
Það væri óljúft verk að fara að ýfa
upp það sem miður væri i stjórnar-
athöfnum ráðgjafa, en hann hefði
sjálfur séð svo um, að hjá því yrði
ekki komist.
Hann þætti mörgum niönnum vera
deigur, er við Dani var að eiga: benti
á undirskriftarmálið, ritsímasamninginn,
vitaverðan samning, stórgallaðan að
ýmsu leyti, en þó einna viðsjárverðast,
að úrskurðarvaldið væri falið einum
ráðgjafanum danska, er á greindi. ís-
land væri bundið við þann samning
20 ár og fyrirmunað allan þann tíma
nokkurt annað hraðskeytasamband.
Þá þætti hann hafa dregið taum
útlendinga fremur en landa sinna um
ýmsar sýslanir, svo sem síma störf
og skógræktar m. fl.
Siðan ráðgjafi kom til valda, hafi
stjórn hans verið í fylstu merkingu
flokksstjórn. Ráðgjafinn hafi
verið flokksforingi. Gert stjórn-
ina að nokkurs konar lífsábyrgðar-
íélagi sinna manna, ekki ólikt því
sem fundið væri að Christensens-
ráðuneytinu í Danmörku.
Hann hefði gert sér það að reglu,
að þeir sæti fyrir embættum, ei sömu
stjórnmálaskoðunar væri og hann
(símritarar hér, yfirfiskimatsmaður á
ísafirði, póstafgreiðslum. á Seyðisfirði
m. fl. o. fl). Heill flokksins
hefði hann metið jafnan miklu meira
en heill þjóðarinnar.
Hæstv. ráðgj. hafi ekki þótt yfir-
leitt sem óhlutdrægastur i stjórn sinni.
T. d. hefði hann bannað starfsmönn-
um annars bankans öll afskifti af
stjórnmálum, þ e s s bankans, er færri
myndu hafa reynst honum þar þægur
ljár í þúfu, en starfsmenn landsbank-
ans máttu þeysa héraða í milli ýmist
til að bjóða sig fram til þingmensku
eða með stjórnmála-undirróðri honum
í hag.
Vilji þjóðarinnar hefði yfirleitt ekki
átt svo upp á pallborðið hjá ráðgjafa,
sem æskilegt væri. Hann hefði met-
ið engis þingrofsáskoranir bæði í rit-
símamálinu og víðar, og eins hefði
verið um Þingvallafundar-kröfurnar.
Askorun sú, að ráðgjafi beiddist
lausnar, væri í samræmi við fylstu
þingræðisreglur.
HannesHafsteinráðgjafi: Jafn-
vel þótt eg hafi fylstu ástæðu til að
halda, að vilji þjóðarinnar standi ekki
að baki meiri hluta þings, þá álít eg
að mér beri að leggja niður völd, með
því að sá ráðherra getur illa haldið
uppi stjórnarathöfnum, er hefir meiri
hluta þings á móti sér.
Eftir kosningar í haust var ógerlegt
að segja af né á um það, hvort mál-
ið hefði stjórnarbreyting i för með
sér. Afstaða frumvarpsandstæðinga var
svo mismunandi, að ekki var hægt að
kalla að þeir hefði neina sameiginlega
stefnuskrá. Svo að það hefði verið
fullkomlega óþingræðislegt tiltæki, ef
eg hefði farið þá að biðja konung
lausnar, úr því hann óskaði þess ekki
sjálfur.
Eg sé ekki heldur hvernig ráðherran-
um nýja hefði unnist tími til að búa
sig undir þingið. — Kvaðst þá hefði
þurft að benda á ráðgjafaefni, er hefði
fylgi meiri hlutans á þingi. Það hefði
hann ekki rent grun í, hvað þá meira;
það rendi hann roeira að segja ekki
grun í enn í dag. Nei, þingmenn
urðu sjálfir að koma saman, og hann
varð að heyra óskir þeirra, ekki nóg
að fara eftir því, sem einstakir menn
sögðu. —
Þingsál.tillögunni kvaðst hann ekki
geta gengið fram hjá mótmælalaust.
Byrjunina væri miklu réttara að orða
svo, að hann hafi lagt kapp á að koma
á samkomulagi um þetta mál, hafi
viljað útvega íslandi sem bezta kosti
í sambandinu við Danmörku, hafi viljað
tryggja íslandi til langframa virðulega
stöðu meðal þjóðanna. Hann vildi
hnekkja rangfærslum og misskilningi
um málið; hann vildi að þjóðin gengi
óvilt að því; það væri svo fjarri, að
hann teldi sig hafa gengið þar of langt,
að hið eina sem hann gæti nagað sig
í handarbökin fyrir, væri að hann hefði
legið þar helzti mikið á liði sínu;
hann hefði getað gert betur. Hann
hefði ekkert gert annað en íslandi til
góðs. Meðvitundin um það gerði hon-
um ljúft að skila af sér embættinu.
Gott væri heilum vagni heim að aka.
Það teldi hann blátt áfram sannan
lega rangt, að meiri hluti þjóðarinnar
sé á þeirri skoðun, að frv. lögfesti ís-
land í danska ríkinu. 42, 7°/0 kjós-
enda hafi verið m e ð frv., en einir
57% með einhverjum breytingum.
Eftir réttu hlutfalli hefði átt að vera
14 frumvarpsmenn á þingi, en hinir
20. Með því að nú væri allir kon-
ungkjörnir þingmenn m e ð frv., og
einum frumv.andstæðing vísað frá þingi,
þá hefði þeir orðið í meiri hluta, ef
réttur ætti að ráða. Það væri hin hróp-
lega ranga kjördæmaskipun landsins,
er skift hefði sigrinum svona. Svo að
hann stórfurðaði á þessari staðhæfing
tillögunnar.
Frv. legði hann óbreytt fynr þingið
með góðri samvizku, með því að það
væri hin mesta réttarbót er vér hefð-
um átt kost á margar aldir.
Val sitt á kg.-kjörnu þingm. tveimur
væri réttmætt. Þeim hefði gréitt at-
kvæði í haust mikill minni hluti kjós-
enda. Voru þeir kjósendur allir ómerk-
ir menn? Var ekki sanngjarnt að þeir
fengi líka sina fulltrúa? Enda ekki
víst nema þeir hefði náð kosning í
öðrum kjördæmum, þótt fallið hafi
þarna. Það sannar ósköp lítið, að
þjóðin háfi verið móti þeim. Engir
voru sjálfsagðari til að verða fyrir
kjörinu en þessir menn, fyrir þekk-
ingar sakir í málinu, með því að þeir
sátu í nefndinni. Engir sem hann
treysti betur. Er ekki óðs manns
æði, að ætlast til að landstjórn kjósi
einhverja þá menn á þing, sem hún
telur á stórskaðsamlegri skoðun fyrir
land og íýð?
Vítavert atferli, svo sem segði í
till., kvað hann merkja hegningarvert.
Ef hann hefði hafst það að, hví höfð-
aði þingið þá ekki mál í móti hon-
um? Þingið væri ekki dómari sinn,
það ætti engan rétt á að kalla ráð-
stafanir sínar vítaverðar. Það ætti
rétt á að kæra sig. En þessi um-
mæli væri ekki annað en skammar-
yrði. Hann hefði jafnmikinn rétt til að
kalla tillögu þingsins vítaverða.
Um ritsímasamninginn væri það, að
hann hefði komið honum fram með
þeim einum hætti er unt var. Það
hefði verið vitavert, ef hann hefði ekki
gert þann samning.
Um að fá hér útlendingum ýmsar
sýslanir: það væri bráð nauðsyn, er
engir innlendir menn væru til þess
hæfir. Og til þess hefði hann valið
mestu atorkumenn. Sæi ekki hvað
væri á móti því, að þeir menn fengi
að gerast íslendingar; land vort væri
ekki of fjölment. Einmitt það ætl-
uðu þeir sér, og fyrir það ætti að
þakka en ekki ámæla.
Um embættisveitingar hafi hann ein-
mitt heyrt fundið að því, að hann hafi
látið stjórnarandstæðinga ganga fyrir.
En það nafi hann þó ekki viljað,
heldur láta hvern fá það embætti, er
hann var hæfastur til.
Bannið það, er lagt væri á starfs-
menn íslandsbanka væri ekki sín til-
laga, heldur erlendra bankaráðsmanna.
Það að hann hafi ekki orðið við
óskum þjóðarinnar, væri rangt. Hann
hefði lagt sig í Hma fyrir hana. Hann
hefði aldrei fengið áskorun frá þjóð-
inni. Það var langt frá að vera meiri
hluti þjóðar, þó að einstakir menn
hafi þotið upp.
Á stjórnarstörfum sinum félli hann
ekki, heldur félli hann á dugnaði and-
stæðinga sinna við þessar undirbún-
ingslitlu kosningar.
Hann skyldi ekki láta ganga lengi
á eftir sér að fara frá þessu embætti.
Það hefði aldrei verið sér mikið keppi-
kefli. Tekið við þvi, af því að sér
var falið það, og hann vildi gegna
því trúlega.
Háttv. meiri hl. tæki nú bráðum
við stjórn, en líka við ábyrgð á stjórn-
inni. Láti þeir nú sjá, að þeir komi
ekki sjálfstæðismáli þjóðarinnar i lak-
ara horf en hann hafi gert. Láti þeir
nú sjá, að samlyndið verði ekki minna
í sínum flokki en verið hefir þó hjá
þeim, þó að á ýmsu hafi gengið. En
um fram alt vildi hann óska íslandi
bjartrar og farsællar framtiðar.
Jón MagnuNson tók þá næstur
til máls á við og dreif um sambands-
málið og þess í mill: um þingsálykt-
unartiliöguna.
Jóh. Jóhannosson kvaðst
mundu hafa greitt atkv. með van-
traustsyfirlýsing til ráðgjafans á fyrri
þingum. En nú hefði ráðgjafinn ein-
mitt gengið inn á stefnuskrá flokksins
í voru mikilvægasta máli, sambands-
málinu. Fyrir það ætti hann skilið
þakkir og heiður. Framkoma hans
þar gæti vegið upp margar yfirsjónir
hans í öðrum málum.
í sambandsnefndinni hefði hann séð,
að ráðgjafinn hafi aldrei gefið Dönum
átyllu til að ætla, að þjóðin gerði sig
ánægða með minni réttarbætur en
stjórnarandstæðingar krefðust. Og
fyrir því hefði hann barist með þeim
gáfum og þeirri mælsku og lipurð,
sem jafnvel andstæðingar hans neita
honum ekki um.
Hann öfundaði hæstv. ráðgj. að falla
á þessu máli, og væri vís þess að
honum bættist það síðar. Meiri hl.
tæki nú við ábyrgðinni, og svo gæti
farið, að hann steypti landinu í þá
hörmung, er verri væri en Svarti-
dauði.
Þessar ræður voru fluttar á fyrra
fundinum, sem lauk kl. 3.
Þá tók fyrstur til máls á siðara
fundinum Björn Jónsson og talaði um
50 mín.
Auk hans töluðu af hendi meiri
hlutans þeir Bjarni Jónsson frá Vogi,
Sigurður Sigurðsson, Björn Sigfússon,
Magnús Blöndahl og Jón Sigurðsson.
Tvisvar talaði að eins frummælandi
flutningsmanna, auk ráðgjafans.
Minni hluta menn (stjórnarliðar)
töluðu allir 8, sumir tvisvar.
Eitthvert ágrip af þeim ræðum
kemur næst.
Málið átti að vera á dagskrá í efri
deild i dag, þ. e. sama tillagan. En
til þess að komast hjá þeirri tvítekn-
ing varð það samkomulag með ráð-
gjafa og flokkstjórn meiri hlutans, að
hann léti sér duga atkvæðagreiðslan
þessi í neðri deild, ef ábyrgst væri,
að meiri hlutinn þar væri sömu skoð-
unar sem í neðri deild, og í annan
stað, að sambandsmálið (frv.) kæmi
til umræðu í efri deild á þessu þingi,
en væri ekki felt i neðri deild, og
lýsti form. (B. J.) yfir því í fundar-
lok eftir áskorun ráðgjafans.
Þar með kvaðst ráðgjafi beiðast
lausnar. Og mun hann hugsa til .að
gera það á morgun, af því að biða
þurfi eftir yfirlýsing meiri hlutans um,
hvern eða hverja hann vildi benda
konungi á í ráðgjafastöðuna.
Það mun meiri hlutinn afráða á
flokksfundi í kveld.
Konungur segir þá til, er hann hefir
veitt Hannesi Hafstein lausn, hvern
hann' vill kvaddan hafa á sinn fund í
því skyni að skipa hann íslands ráð-
gjafa, er hann hefir átt tal við hann.
Það er ætlast til, að sá m aður legg-
ist ekki þá för undir höfuð; og er þá
hugsanlegt, að hann yrði kominn aft-
ur nokkuru fyrir þinglok, til samvinnu
við þingið þann stutta tíma, lítinn
tíma betri en engan.
Hinn fráfarandi ráðgjafi (H. H.)
stjórnar embættinu þar til er konung-
ur hefir skipað nýjan; og ræður sá
þá, hvort hann felur honum það eða
einhverjum öðrum meðan hann er að
komast heim aftur úr utanför sinni.
Beio verzlun
milli
Islainls og Ameríku.
í 10. tölubl. ísafoldar þ. á. er grein
með fyrirsögninni: Hagur landa vestan
hafs og austan, er vakti athygli mína.
Mjög er það gleðilegt að sjá, hve
efnahagsástæður landa vestra eru góð-
ar, bornar saman við ástandið hér
heima; og það af tveim ástæðum.
Fyrst og fremst hlýtur það að
gleðja hvern íslending að vita landa
sína í góðri líðan erlendis. Það get-
ur jafuvel glætt löngun hjá þeim sjálf-
um um að vinna að því öllum árum
að bæta svo hagi sítra, að þeim geti
liðið eins vel hér heima, og með því
bætt efnalegar framfarir þjóðarinnar.
í öðru lagi er eg þess fullviss að
vellíðan íslendinga vestra getur haft
mjög góð áhrif á væntanlegar fram-
farir íslands og mun eg seinna skýra
frá hvað fyrir mér vakir í þá átt.
ísafold getur þess, að blaðið Heims-
kringla leggi það til, að 300 Vestur-
íslendingar taki lífsábyrgð fyrir $1000
hver, er þeir gæfi svo íslandi til að
kaupa landvarnarskip er verði strend-
ur íslands.
Þetta eitt sér sýnir glögt velvild
Vestur-Islendinga í vorn garð, þar
sem þeir hika ekki við að leggja of
fjár í sölurnar til þess að styðja sjálf-
stæðismál íslands; og blandast engum
hugur um, að hér kemur fram hrein
þjóðrækni, sem eg met mest allra
dygða.
í greininni kemur fram sú skoðun,
að á skemmri eða lengri tíma muni
íslendingar vestan hafs hverfa inn í
amerisku þjóðina og hverfa oss alveg;
að eins lifa eftir endurminningar og
hið áðurnefnda veglega minningar-
mark er þeir búast við að reisa sér
meðal vor.
Mundi nú ekki vera hægt að koma
þessu svo fyrir, að einmitt þessi góð-
vildarhugur Vestur-íslendinga yrði til
þess að viðhalda íslenzku þjóðerni
vestra lengur en ella?
Mundi það vera með öllu óhugsandi,
að náin verzlunarsamvinna kæmist á
milli íslendinga austan hafs og vestan.
Mundi ekki Vestur-íslendingar í
þessu máli geta reist sér minnismerki,
sem yrði ódauðlegt, og jafnframt að
minni hyggju gæti orðið til ómetan-
legs hags fyrir ísland?
Til þess að girða fyrir allan mis-
skilning, skal eg þegar taka það fram,
að eg ’nugsa mér ekki að Vestur-Is-
lendingar fari að gefa íslandi fé, held-
ur hitt, að þeir vilji leggja fé til
verzlunar-samvinnu við Austur-íslend-
inga, að þeir vilji miðla oss af þekk-
ingu sinni sérstaklega einhverju um
verzlunarvenjur og verzlunar-staðhætti
lands síns, að þeir vilji liðsinna þeim
manni, sem ísland kynni að vilja
senda í þessum erindum á þeirra
fund o. fl.
Það er sannfæring mín, að með
þessu móti muni þeir reisa sér
þann minnisvarða i sögu íslands, sem
seinni alda menn muni telja traust-
astan, ef þeir stuðla með þessu að
hagsæld síns forna föðurlands.