Ísafold - 24.02.1909, Blaðsíða 2

Ísafold - 24.02.1909, Blaðsíða 2
46 ISAFOLD Eg tel engan vafa á, að skilyrði séu til fyrir verzlunarsamvinnu milli Ameríku og íslands, og mun reyna að sýna fram á það. Bandaríkin og Canada, einkum þó Canada, eru mestu kornlönd í heimi. Kornvörur þaðan þykja sérlega góð- ar, t. d. maís og jafnvel rís og hafr- ar. Hveiti þaðan þykir og bezt og ódýrast eftir gæðum. Mikið af því hveiti, sem flutt er til íslands, er Canada-hveiti, þótt ekki sé það æfin- lega af beztu tegund. Það er flutt hingað frá Englandi og Danmörku. Sama er um maís. Og það er ekki ósjaldan, að amerískur rúgur er flutt- ur hingað. En hver er nú ferðasaga þessa varnings ? Hún er mjög oft sú, að fyrst selja bændur í Canada kornið þar í landi; þaðan mun það oftast vera flutt til New-York, þá til Englands eða Dan- merkur og loks til íslands, svo að það er margur krókurinn sem fara þarf, áður en varan kemst til þeirra, sem hennar eiga að njóta. Það er auðsætt, að þeir snúningar valda meira en litlu um veiðlag vör- unnar. Fyrst og fremst verður farmgjaldið hærra, þar næst verða umbúðir dýr- ari, og loks kemst sú vara, er svona fer land úr landi, í fleiri kaupmanna hendur en ef send væri beina leið. Alt þetta verður til þess, að vér kaupum vöruna miklu hærra verði en vér þyrftum, ef vér hefðum beint við- skiftasamband við Ameríku. Eg veit með vissu, að auk korn- vöru frá Bandaríkjum og Canada væri oss íslendingum mikill hagnaður að fá þaðan beina leið ýmsan annan varning, svo sem járnvörur o. fl. Sá hagnaður, sem vér hefðum af slíku sambandi beina leið, kynni þó að koma oss að litlum notum nema því að eins, að vér gætum selt eitt- hvað af vorum afurðum þangað. En sú hlið málsins hefir lítið verið rann- sökuð, svo að erfitt er um hana að rita. Þó vil eg leyfa mér að fara um hana fám orðum. Nokkur undanfarin ár hefir tölu- vert af íslenzkri ull verið selt til Ameríku, og urðu landsmenn þess fljótt varir, að nýr kaupandi var kom- inn á sjónarsviðið, því að ullin hækkaði í verði til muna. Alt um það gerði þjóðin ekkert til að halda þessum markaði við, hvað þá að reynt væri að bæta hann, og ullin tók að fara sömu krókaleiðina til Ameríku og kornvaran kemur þaðan. Nokkuð af verzlunararðinum var látið lenda í vasa erlendra kaupmanna. Þessi markaður hefir nú mátt heita lokaður síðasta ár. Um orsök þess er ekki kunnugt. Þó er ekki ólíklegt, að erfiðar peningaástæður i Ameríku síð- astliðið ár hafi valdið, og væri þá ekki óhugsandi að þessi markaður kæmist á aftur, sérstaklega ef eitthvað væri gert til þess af íslands hálfu. Um nokkur ár hafa kaupmenn í Noregi kynst sildarmarkaði í Ameríku og skal eg þar sérstaklega nefna F a 1 k konsúl í Stafangri og Lehmkuln í Björgvin. Báðir þessir menn hafa flutt sild frá Noregi til Ameríku, og með því að þeir hafa haldið þessu áfram nú allmörg ár, má ætla að þeir hafi talið sér það hagnað. Svo sem kunnugt er, hefir litið aflast af síld í Noregi undanfarin ár, en báðir þessir menn hafa gert út skip til sild- veiða við ísland, og það er ekki ólík- legt, að sumt af þeirri sild, er þau afla hér við land, sé sent frá Noregi til Ameriku og þá auðvitað sem n orsk sild. Sé þessi markaður góður, mundi síldarsala vera mjög mikilsverð fyrir fjárhag lands vors. Fyrir nokkrum árum gerðu Amer- íkumenn út fiskiskip til íslands til að veiða hér heilagfiski. Með aflann fóru þeir svo, að þeir söltuðu flök og rafabelti og fluttu til Ameríku og seldu þar, að líkindum til reykingar. Það virðist mega ráða í, að verð á þessari vöru hafi verið töluvert hátt, því að útgerðin var mjög vönduð og hlýtur að hafa verið kostnaðarsöm og erfið, en þó ráku þeir hana árum samín, eða þar til heita mátli að sú fiskitegund væri að hverfa hér við land. Nú er heilagfiski að aukast, sérstak- lega á vöztum úti, eftir þvi sem vest- firzkir sjómenn hafa sagt mér, og jafnvel þótt þær veiðar væri ekki stundaðar sérstaklega, gæti svo farið, að heilagsfiskiveiðar bætti upp fiski- útgerðina, ef góður markaður væri til fyrir þá vöru, og unt væri að koma henni á markað. Hér eru nú að eins nefndar 3 vöru- tegundir. En vel má vera að mark- aður sé fyrir miklu fleiri íslenzkar vörur í Ameríku, svo að eg sleppi þeim vörum, sem vér ættum að geta selt sérstaklega til einstakra landa voira vestan hafs. Þær mundu þó sjálfsagt nema nokkuru. Samkvæmt þvi, sem hér hefir verið drepið á, virðist ekki ólíklegt að verzlunarsamband milii Bandaríkja, Canada og íslands geti lánast vel; að minsta kosti ættu íslendingar að athuga þetta mál, og ef til vill að hefja rannsókn á ýmsu hér að lút- andi, og þá að líkindum með þeim hætti, að senda hæfan mann vestur þangað, er kynni sér málið þar sem bezt. Færi svo, að sú rannsókn sýndi fram á mikilsverð umbótaráð á verzl- unarviðskiftum vorum, þyrfti að vera til félag austan hafs og vestan, er málinu kæmi í framkvæmd, líklega með því að setja á fót stórkaupa- verzlun í Reykjavík, þá er keypti amerískar afurðir vestra, flytti þær hingað til lands og seldi þar næst kaupmönnum hér vöruna; þá ætti hún og að kaupa þær afurðir af íslenzk- um kaupmönnum, er markaður væri fyrir í Ameríku og senda mætti á vestanskipum aftur. Gæti þessi hugsjón eða önnur lik komist í verk, mætti búast við að hér risi fyrst upp sjálfstæð íslenzk verzlunarstétt, en því er varla við að búast, meðan svona hagar til, að margir smákaupmenn kaupa hver í sínu lagi af erlendum stórkaupmönn- um, og það ekki einu sinni beina leið, heldur með milligöngu erlendra umboðsmanna, er oft og tíðum lána fé til kaupanna og hafa þann veg ráð þessara manna í höndum sér að ekki litlu leyti. Mér blandast ekki hugur um, að hér væri þarft og viðlent verksvið fyrir landa vora vestan hafs til að sýna atorku sína og mentun, og ef vel færi rannsóknin, mundu þeir reisa sér lofsverðan minnisvarða með því að eiga hlut i því félagi, er þá yrði væntanlega á stofn sett til þess að reka stórkaupaverzlun hér á landi. Það fé ætti heldur ekki að þurfa að eyðast fyrir þeim, ef engin slys bæri að, enda hefðu þeir sjálfir hönd í bagga um tilhögun og stjórn þess íræðis. Sambandið það g æ t i þá átt sinn atkvæðamikinn þátt í því, að halda við íslenzku þjóðerni vestan hafs. ________________ Ó. E. Ungmennafélögin i Reykjavik. ísafold hafa borist ársskýrslur þeirra tveggja, er blómgast bezt: Ungmenna- félags Reykjavikur og U. M. F. Iðunnar. Meiri háttar framkvæmdir eru þar árið sem leið, að þau hafa tekið að sér umsjón á alþýðufræðslu hér í vet- ur, jafnhliða Stúdentafélaginu, unnið að skíðbrautargerð í Eskihlíð, og ráð- ist i að koma upp sundskála við Skerjafjörð næstu missiri. Auk þess á skógræktarmálið þar hauk í horni sem félögin eru; það er eitt með þeirra mestu áhugamálum. Félögin leggja stór-lofsamlega rækt við líkamlega atgervi, konur og krlar. í sundflokk U. M. F. R. eru 34 félagar, og að eins einn, sá er ekki hefir numið sund. Sundkenslu fekk sér Iðunn i vor, undir þriðjung- ur félagsmeyja, og sóttu kenslúna tveggja mánaða tíma. í leikfimisflokk U. M. F. R. eru nú 30 menn af 114 félags- mönnum alls, en þá íþrótt stunda nú í Iðunni nærri þriðjungur félaga, um 20 meyjar af 66 (um áramót). Það er eitt til marks um áhuga þeirra á íþróttum, Iðunnar-meyja, að þegar ráðist var í skiðbrautargerðina, keypti félagið 30 5-króna hlutabréf, auk þess sem einstakir félagar hafa keypt rúm 50 í viðbót, »og flestir goldið þau með vinnu«, eftir því sem segir í skýrslu félagsins. Auk líkamsmentar leggja félögin stund á s ö n g, sameiginlegur flokkur, æfing vikulega; söngstjóri Sigfús Ein- arsson tónskáld. Lestrarkenslu sér nýtur U. M. F. R., tilsagnar Einars Hjörleifs- sonar ritstjóra, einu sinni í viku. Þá er ótalinn innan félags (U. R.) m á 1- fundaflokkur ogtaflflokkur. Eignir og óheimtar skuldir U. M. F. R. nema um 800 kr., en í sjóði 55 kr. Iðunn á í sjóði um 500 kr. Þetta er helzt að segja í fám orð- um af umsýslu félaganna síðast Iiðið ár, óneitanlega áhugamiklu starfi, og á þó væntanlega fyrir sér með aldr- inum margfaldan vöxt; þau eru ný bæði að kalla, annað komið nokkuð á þriðja ár (U. M. F. R.), en hitt ekki orðið ársgamalt. — Þeirra orða verður ekki bundist, að hér er risinn upp heillavænlegur félags- skapur, félagsskapur, sem á að eiga sér óhaslaðan starfsvöll, félagsskapur, sem vér trúum um að muni veita vorblæstri æskunnar inn í svækjuloft þjóðlífsins, félagsskapur, sá er ekki mun síður eiga vermireit gróðrinum þeim, er helzti kalt et á í landinu okkar. Alþingistíðinda-kostnaóurinn. Það bar eitt með öðru á góma á aukafundum þeim, er innanbæjarþing- menn ásamt einum hér úr nágrenn- inu áttu með sér fyrri part vetrar til þessaðræða lítils háttar væntanleg þing- mál og reyna að greiða fyrir þeim til undirbúnings, hvort ekki mundi mega spara eitthvað, meira eða minna, af hinum mikla alþingistíðindakostnaði, sem komst síðast upp í nál. 20,000 kr. og urðu þingmenn þeir ásáttir um, að eigi mundi ótiltækilegt að hætta að prenta umræðurnar. Þær mundu vera nauðalítið lesnar nú orðið víðast til sveita, enda kæmi eftir dúk og disk missiri eða meira eftir þinglok. Þær komu síðast ekki út fyr en einhvern tíma í marzmánuði, þótt þingi væri lokið í miðjum septbr. Þær kostuðu og þá 12—13 þds. kr., ef ekki meira að útsending með talinni. Og er margra manna skoðun, að því fé mætti verja til einhvers nauðsynlegra, ekki betur en nú árar fyrir landssjóði. Flestir voru og á því, að nauðalítið vær var- ið í yfirleitt það sem þar stæði á prenti eða meiri partinn af því, þótt sumar ræður þingmanna væri oft þarf- ar og veigamiklar. Viklð var og að því, að því miður væri þetta, sem prentað væri I þingtíðindunum og lát ið vera það, sem flutt var í þingsöl- unum, þrásinnis ekki það, sem þingmenn hefðu talað, og ekki það sem þeir ætluðu að segja, heldur það sem þeir vildu eftir á hafa sagt, — eftir á: þ. e. þegar þeir væri búnir að hugsa sig betur um eða aðrir þing- menn að reka ofan í þá vitleysur hjá þeim. Sá ókostur var og enn talinn á ræðnaprentuninni, að fyrir það eyddi þingmenn mjög miklum tíma og kröft- um frá þingvinnunni til þess að leið- rétta ræður sínar undir prentun; stundum rituðu þeir þær alveg af nýju. Áminstum þingmönnum þótti mið- ur, að máli þessu hafði ekki verið hreyft á þingmálafundum úti um land. En til þess að bæta úr því nokkuð, tók einn þeirra sig til og sendi fyr- irspurnir víðsvegar út um sveitir til málsmetandi manna um, hvað þeim litist um þetta mál, — þeim og þeirra sveitungum. Svör eru nú komin nokkuð viða að, en þó ekki úr fjarlægri héruðum. Og fara þau ö 11 í þá átt, að ritun og prentun á umræðunum beri að leggja niður. Auk þess hefir málið verið tekið upp á þingmálafundum þeim, er haldnir voru í vetur á undan þingi, og alstaðar varð hið sama ofan á: vilja umræðurnar feigar. Það var gert i eitthvað 5—6 kjördæmum, og mis-fast að orði kveðið, en alstaðar á einn veg. Einn fjölsóttur fundur, í Hafnar- firði, kvað prentun á alþingistíðind- um (umr.) vera með allra óþörfustu útgjöldum landssjóðs. Hér eru til sýnis fáeinir kaflar um málið: Arnessýsla. Alþingistíðindin vil eg feginn losna við. Þau koma of seint hvort sem er, einkum í seinni tíð. í þessari sveit eru þau afarlítið lesin. Hruna 11. jan. 1909. E. H. Það leikur enginn efi á því — þar sem eg þekki til — að mönnum stend- ur hjartanlega á sama um, hvort þeir sjá þingræðurnar eða ekki. Eg hefi verið árum saman hór í syslu og fer uærri um það, hvernig alþingistíðindin hafa verið notuð (í þeim þrem hreppum, sem eg hefi verið). Reglan hefir verið þessi: Nokkrir menn hafa haft þau undir höndum, og helzt grúskað í þau heftin, sem þeir héldu að dálítið s>púður« væri í — eins og komist er að orði. Venjulegast liggja alþt. hjá einhver- jum hreppsnefndarmanninum — óútúr- skorin -— og enginn biður um þau til lesturs. Svo eru þau oft notuð til um- búða — að ári liðnu. Þægð er mönnum engin í allri þeirri mælgi, sem þar er saman hrúguð. Eg hefi oft lesið umræðurnar — þeg- ar eg hefi ekkert annað haft til að lesa, — en eg verð að bæta því við, að mér hef- ir oft gramist að sjá það svart á hvítu, hvílíkum fjarstæðum og brigzlum sumir þingmenn hafa beitt á þeim helga stað. En tólfunum kastar þó, þegar sönnun er fyrir því, að ræðurnar, sem í þing- tíðindunum standa, eru falsaðar, þ. e. hafa aldrei verið fluttar í þingsalnum, eins og þær eru í þingtíðindunum. Slíkt ódæði ætti ekki að haldast uppi lengur. Að öllu athuguðu mega umræðurnar missa sig.' Eg er ekki einn uppi með þá skoðun hér í sýslu. Það eru nefnd- arstörfiti og atkvæðagreiðslan, sem mest er um vert. Þ v í mun hvorttveggja vera veitt nákvæm eftirtekt af öllum hugsandi mönnum. Stokkseyri 20. jan 1909. H. J. Sú tillaga, að hætt verði að prenta þingræðurtiar, á sór mjög marga fylgis- rnenn hér. Það er nær því einróma álit manna, að fónu, sem til þess er varið, mætti verja til einhvers nytsamara, enda væri óskandi, að sem mest mætti spara með jafnhægu móti og þetta. Eyrarbakka 2. febr. 1909. G. S. Barðastrandarsýsla. Því er fljótsvarað, hvort viö munum geta með fúsum vilja séð af alþingis- ræðunum eins og þær eru fram fluttar í þingsalnum. Eg sjálfur og þeir menn, sem eg hefi átt kost á að ná í, viljum helzt ekkert hafa með þær að gera, einkum þar sem ræðurnar koma oft ekki eins út og þær eru fluttar, heldur eins og þingmaðurinn vildi eftir á sagt hafa. Já, við erum sannarlega ánægðir með þá vitneskju sem blöðin flytja í því máli, og teljum ógerlegt að fleygja út peningum i svo hégómlega venju, eins og það er heilög skylda við þjóð- fólagið að spara það sem sparað verður, að þjóðinni skaðlausu og skammlausu. Hvammi 29. jan. 1909. G. J. Eg er eindregið á þeirri skoðun að hætta að prenta þingtíðindin, en spara heldur þær þúsundir, sem þau kosta. — Líkrar skoðunar eru menn, sem eg hefi talað við. Bíldudal 29. jan. 1909. J. E. D a 1 a s ý s 1 a. Margir okkar sakna þingtíðindanna, en göngum að því að sleppa þeim í þeirri von, að fó sparist til muna og að greinileg álit fáist, og ætti þá helzt að senda fleiri eintök af þeim i hvern hrepp en sent hafa verið af tíðindunum. Hjarðarholti 29. jan. 1909. Ó. Ó. Yið viljum ekkert hafa með þingtíð- indi að gera [hér í sveit] á móts við kostnaðinn. Okkur þykir nóg að sjá umræðurnar í blöðunum. Fellsenda 14. jan. 1909. O. F. Gullbringusýsla. Mór er ekki kunnugt um — og eg má óhætt fullyrða — að í mínum hreppi sóu fleiri en 3—4 menu, sem líta í þingtíðindin, og líklega enginn sem les þau til hlítar síðan Árni sýslumaður í Krýsivík dó. Likt hygg eg muni vera um þ tð annarstaðar. Og eflaust eru þeir hreppar til, þar'sem þau eru alls ekki opnuð eða skorið upp úr þeim. Séu þau nú víða um land ekki lesin meira en hér — þótt í stöku stað kunni betur að vera — liggur í augum uppi, að prentun þeirra er of dýrt gaman þeim fáu mönnum, sem það nota sór. Hitt er eflaust nauðsynlegt, svo að almenningur geti átt kost á að kynna sér gang málanna á þingi og glöggvað sig á afstöðu þingmanna til þeirra, að öll frumvörp, breytingartillögur, nefndar- álit, atkvæðagreiðslur með nafnakalli o. fl. só prentað og sent út um land eins áður. Garðhúsum 22. jan. 1909. E. G. E. Við álítum hór, að mörg þús. krónur sé fjárhæð, sem ekki só tekin upp úr steinunum, og sé ekki fleygjandi út fyr- ir lítilræði, en það teljum við þessar prentuðu ræður þingmannanna vera, þegar á alt er litið. Krýsivík 22. jan. 1909. J. M. Þeir, sem eg hefi fundið að máli, eru mór samdóma um það, að alþingist/ð- indin mætti gjarna vera í smærri stíl en þau hafa verið. Það er víst enginn hór, sem les þau öll, Flestir sjá þau aldrei. Blöðin eru okkur flest-öll- um þeirra í stað, svo að eg ímynda mór að Hafnarfjörður mundi ekki veita þing- inu neinar átölur þó að önnur betri til- högun sparaði landssjóði kostnað þeirra — ekki svo litla fjárhæð; hann hefir víst nógar holur að láta í, Hafnarf. 22. jan. 1909. F. F. Mýrasýsla. Ræður þingmanna finst oss (hagfræð- islega hugsað) sjálfsagt að kosta ekki prentun á, þvi' bæði er það, að þær koma ekki fyr en eftir dúk og disk, svo líka sjálfsagt öðru vísi margar en þær voru fratn bornar og blöðin búin að fræða oss um það löugu löngu fyr en þingtíðiudin loks koma, sem svo engitin vill lesa á eftir! Tökum upp þann sparnað! Yalbjarnarv. 26. jan. 1909. J. G. Ef almeuningur fær sanna og greini- lega skýrslu um allan gang hvers máls á alþingi, tillögur þingmanna um það, og nafnakall sem haft er við síðustu at- kvæðagreiðslu í deild og sameinuðu þingi um hvert mál, þá* sýnist mór miklu meira mæla með því en móti, að leggja niður þann sið, að ræður þing- manna sóu ritaðar og birtar á prenti í alþingistíðindunum. Um eitt mál á næsta alþingi, sambandslagafrumvarpið, vil eg þó gera undantekning. Afdrif þess geta haft svo alvarleg áhrif á hag þjóðar vorrar, að rótt er að gefa henni kost á að sjá svart á hvítu sem ná- kvæmlegast, hvað hver þingmaður hefir sagt um pað mál. Gilsb. 13. jan. 1909. M. A. Skaftafellssýsla. Burt með alþingútíðindin! í minni sveit Iítur svo að segja enginn maður 1 þau nema eg. Einn eða tveir menn í 2—3 heítin og svo ekki meir. Eg hefi lengi viljað þau feig. Eg segi því enn : burt með þau. Prestbakka 3. febr. 1909. M. B. Máli þessi hefir verið hreyft nú í þingbyrjnn á almennum fundi þing- manna; en fremur virðast þeir yfir- leitt vera allmjög mótfallnir því, að hætt sé að birta á prenti með ærnum kostnaði hér um bil hvert orð, sem flýtur þeim af vörum í þingsölunum og þingskrifarar hremma eða þeir skjóta sjálfir inn í handritið, — sum- ir meira að segja beinlínis æstir í móti þvi. Þeir bera sumir fyrir, að ekki sé hægt að gera það I þ e 11 a sinn öðru vísi en að brjóta þingsköpin, 49 gr. En þeim var sýnt fram á, að hægðarleikur væri að fá þeim breytt með lögmætum hætti löngu fyrir þann tíma, er vant væri að byrja á prentun á umræðunum. Jafnilla virtist þeim líka sú miðlun- araðferð, að láta prenta handa almenn- ingi undir umsjón sjálfs þingsins (for- selanna) stutt ágrip af því sem talað er á þingi, á að gizka ekki meira fyrirferðar en sem svarar '/t—Va

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.