Ísafold - 14.03.1909, Blaðsíða 2

Ísafold - 14.03.1909, Blaðsíða 2
62 ISAFOLD Thorefélags-tilboðið. Hér hefir birzt í blaði einu fyrir fáum dögum grein gegn tilboði því, sem eg hefi lagt fyrir alþingi fyrir hönd Thorefélags. Eg tel mér skylt að leiðrétta grein þessa, sem er afar-villandi fyrir al- menning, og sýna fram á, að mót- bárur greinarhöf. gegn þessu máli eiga við alls engin rök að styðjast. Aðalefni greinarinnar er þetta: Thore- félagið vill selja nýju hlutafélagi, sem landssjóður eigi meiri hluta í, skip þau, sem það á nú fyrir 850,000 kr. Skipin eru í hæsta lagi 400,000 kr. virði. Thorefélag ætlar því að hafa af landssjóði að minsta kosti 450,000 kr. Því er þetta glæfrafyrirtæki. Út af þessu spinnur greinarhöf. svo fjóra dálka, sem varla fá öðru á unn- ið en að gefa mönnum skrítnar hug- myndir um kaupsýsluvit og reiknings- fróðleik greinarhöf. Hver er nú fóturinn fyrir þessari staðhæfingu, sem öll greinin styðst við, að Thorefélagið ætli sér að hafa að minsta kosti 450,000 af landssjóði ? Það er rétt, að í tilboðinu eru skip þau, sem nýja íélaginu er ætlað að kaupa af Thorefélagi, talin 850,000 kr. virði. En hér frá verður að draga varasjóð þann, sem Thorefélag á nú og gengur óskertur inn í nýja félagið. Hann er nú um 60,000 kr. Verður því kaupverðið að réttu lagi 790,000 krónur. Þetta væri auðvitað langt of hátt verð, ef virðing greinarhöf. á skipum félagsins væri rétt. En það sér hver maður, sem nokk- urt skyn ber á verðmæti skipa eða annarra hluta, að virðing greinarhöf. nær engri átt. Hann telur t. d. Kong Helge 60,000 kr. virði. Skip þetta er 892 smál.; vel gert og vel útbúið ; er í I. flokki í Bureau Veritas. Faxaflóabáturinn Ingólfur kostaði 70,000 kr.; hann er að stærð 100 smálestir, en er að engu leyti betur út- búinn en K. H., jafnvel tæplega eins vel. — Þessi samanburður einn ætti að vera nægur til þess að sýna, við hver rök mat greinarhöf. á að styðjast. Eftir þessu er alt mat greinarhöf.; fyrir því er alt rangt, sem við það er miðað. En til þess að losa landssjóð við alia áhættu við skipakaupin er boð- ið, að nýja félagið kaupi skipin því verði, sem þau verða virt af óvilhöllum m ö n n u m . Þetta boð er ekki tekið fram í hinu prentaða tilboði, en hefir verið lagt fyrir samgöngumálanefndina síðan. Það er því auðvitað ekki víti grein- arhöf., að hann veit ekki um það. En nú, er hann hefir fengið þessa vitneskju, vona eg að hann játi með mér, að fótunum sé þar með kipt undan öll- um athugasemdum hans út af þessu; en það er aðalefni greinarinnar. Höf. virðist blöskra það, að það er talið trygging fyrir landssjóð, að fá forréttindahluti fyrir fé það, sem hann leggur í félagið. Hann segir, að með orðalagi tilboðsins sé gefið í skyn, að í þessu felist lík trygging, eins og t. d. þegar lán er trygt með veði í fast- eign. Já, eg verð að halda því fram, að svo sé. Þetta fyrirkomulag veitir landssjóði líka tryggingu, sem hefði hann 2. veð- rétt í öllum skipum félagsins; og jafnframt fær landssjóður svo mikil umráð yfir félaginu, að hann getur á- valt séð um, að gerður sé upp hagur félagsins áður en þessi réttur hans rýrnar í verði. En slík umráð hafa 2. réttar veðhafar ekki að jafnaði. Að þvi leyti er þetta fyrirkomulag landssjóði tryggara en þótt hann ætti 2. veðrétt í skipunum fyrir fjárhæðinni. Höf. kemur með reikning, sem á að sýna, að þær 850,000 kr., sem Thorefélag eigi að fá hjá landssjóði fyrir skip sín, renni að mestu leyti í vasa hluthafa Thorefélagsins og sé því engin áhætta fyrir Thorefélag að taka hluti fyrir 300,000 kr. í félag- inu. Annan skilning en þenna fæ eg ekki lagðan í orð greinarhöf. þessu viðvíkjandi. En eins og áður er tek- ið fram, fær landssjóðsfélagið fullvirði fyrir það fé, sem lagt er til kaupa á skipum Thorefélags. Því getur ekki verið um neinn sérstakan hagnað að tefla fyrir hluthafa félagsins. Hér er að eins um almenn kaup að ræða: jafnmikið fyrir jafnmikið. En þótt svo væri eigi, þá hefir þessi umræddi reikningur greinarhöf. þann slæma galla, að höf. gleymir alveg að telja með það, sem kemur á móti fé því, sem ætlað er til kaupa á skipum Thorefélags, en það er hvorki meira né minna en öll skip félagsins. Slík gleymska gerir slæma skekkju í reikninginn, skekkju, sem veldur því, að reikningurinn fellur alveg um sjálf- an sig. Það er hvorki rúm né tækifæri til að fara frekara út í leiðréttingar á áminstrí grein, enda hefi eg leiðrétt aðalatriðin í henni. Eg álit, að hér sé um svo mikil- vægt mál að tefla, að það geti riðið á afarmiklu fyrir framtíð íslands á fjármálasviðinu, sérstaklega i verzlunar- málum, hver afdrif mál þetta fær á alþingi, að því ógleymdu, hve mikils vert það er fyrir sjálfstæði Islands, aþ ná umráðum yfir öllum samgöngum til landsins og, kringum strendur þess. Eg get því ekki annað en látið í ljósi ánægju mína yfir því, að ekki verður fundið tilboði Thorefélagsins annað og meira til foráttu af þeim, sem viljann hafa til að andæfa því, (en að svo sé um höf. greinarinnar^ mun engum blandast hugur um, sem greinina les) en þetta, sem hrakið hefir verið hér að framan. Eg vona að hér sé leiðin fundin til þess að ráða samgöngumálum vorum til farsællegra lykta, og vona að þessu alþingi takist að koma þessu velferð- armáli í það horf, sem muni vera ósk flestra íslendinga að mál þetta komist í, en það er að samgöngurnar verði hagjeidar eftir þörfum vorum og að þær verði í höndum sjáljra vor. Slíkt tækifæri sem þetta hefir ekki enn boðist, og býðst tæplega aftur í bráðina. Eg mótmæli því, að hér sé um nokkurt glæfrafyrirtæki að ræða ; enda mun enginn halda því fram, sem kynt hefir sér tilboðið með athygli. Reykjavík n. marz 1909. Sveinn Björnsson. Erl. ritsírnafréttir tii I«afoMíir. Kh. 1S/, kl. 6 síðd. Bœjarstjórnarkosningí Khöfn: 20jafn- aðarmenn; 16 hægrimenn með umbóta• flokki ; 5 gjörbreytingarmenn; 1 d heima- trúboðsskrá. Sex kvenmenn. Veðrátta vikuna frá 7. marz til 13. marz 1909. Rv. íf. Bl. Ak. Gr. Sf. >h. Sunnd. -2.0 -1.2 —9,8 -9,5 -9.0 —2,3 + 2,2 Mánud. +0.5 -0,1 —1,0 -1,8 -8,0 -6.6 + 1,5 í»riðjd. +2,0 -2,5 —8,8 -4,5 -5,0 -1,9 + 1,4 Miílvd. + 0.6 +1.0 —1,7 —1,5 -5,0 —1,8 + 0,5 Fimtd. +2,6 -0,5 + 1,9 —1,7 -4.6 -0,3 + 3,0 Föstd. +3.6 +3,7 -8.3 -18 -3,6 -2,8 0,0 Laugd. + 3.6 -1.0 -2,0 -2,* —6,0 —1,2 + 4,0 Rv. = Reykjavík; íf. = ísafjörður [nýbœtt viðl; Bl. = Blönduós; Ak. = Akureyri; GTr = Grím8staöir; Sf. = Seyöisfjörðar; l»h. = Þórshöfn i Fœreyjum. • Nýtt blað hafa ísfirðingar sett á stokka í f. m., er fyrir verður kand. Guðm. Guðmundsson skáld, lítið vikublað, er kostar 2 kr. 40 aur. árg. Það er héraðsblað, sem reisir sér ekki hurðar- ás um öxl og er fyrir það meðfram líklegt til góðra þrifa. Hitt er heimska, að ætla sér að hafa landsblöð í hverju kauptúni nærri því. Blaðiðið heitir D a g u r. Fyrsta blaðið, 24. f. m., prýðir sannnefnt snildarkvæði, eftir ritstjór- ann, og prentað er á öðrum stað hér í blaðinu. 0tul ungmennasveit. Skíðabrautin í Eskihlíö. í austurbarmi Eskihlíðar, norður- hallanum, Litluhlíð svo nefndri, ligg- ur brekkan sú er Ungmennafélögin hafa tekið að sér að gera að skiða- braut fyrir bæinn. Svæðið alt er 6666 ferfaðmar: 336 faðmar ofan frá brún og niður i mýri og 50 álna breytt uppi, en smábreikk- ar niður eftir. Hún er komin vel á veg, þótt mikið vanti á að hún sé fullger. Brekkan er nú rudd að grjóti mikið til, en eftir að ryðja á jöfnu og þá að slétta. Hún á að vera görð- um girt beggja vegna; þar er grjót- val gott, og enginn hörgull á. Þeir eru óhlaðnir enn, garðarnir, nema spölur af öðrum norðan í móti, 50 álna langur. Tré er hugsað til að rækta innanvert með görðunum, en gera brekkuna sjálfa að einum töðu- velli; það er sumar nýting af henni, en snjórinn vetrar. Hjalli verður hlað- inn uppi á brúninni, en stallur i brekk- unni miðri; það er hlaupið. Þá verð- ur farið á skautum á Tjörninni og á skíðum í Brekkunni. Það hefir verið mikið verk og sein- legt að ryðja brekkuna; það sézt bezt þegar litið er á óunnið landið beggja vegna, bæði grjótmöl og stórgrýti. En á verkið það hefir enginn lagt annar hönd en — Ungmennafélögin sjálf. Ungmennafélag Reykjavíkur og Ungmennafélagið Iðunn hafa gert það. Menn úr því hvoru um sig, sem gerst hafa hluthafar þess íræðis, þeir hafa unnið þetta verk. Karlar og konur. Hlutabréfin (5 kr.) verið nokkur greidd i peningum, en langflest með vinnu, og hver vinnustund metin 30 aura. Það var byrjað á verkinu í ágúst- lok í sumar. Og úr því unnið oftast nær daglega í verkfæru veðri fram til októberloka, þó að mest væri unnið á sunnudögum, með því að þann tíma áttu margir lausan og annan ekkh Það hefði verið jafn ánægjuleg sjón og hún er sjaldgæf hér, að horfa af göngu fram Eskihlíðarveg einn sunnu- dagsmorgun i október og sjá þar nær hálft hundrað ungmenna saman kom- ið, suma rífa upp steina og kljúfa stórgrýti, suma aka því burt eða bera á börum, suma rista ofan af og bera risturnar burt, en — alla vinna hér saman að einni hugsjón, karla og konur, og af hverri stétt sem er. Ungmennafélagar munu ekki þyk- jast vera í miklum vafa um það, að hraðfara þroski félaganna í vetur sé hvað mest að þakka þessari sam- vinnu. Hér er unnið að einu verki, unnið af kappi og fjöri áhugamikillar æsku, unnið ú t i í óbundinni náttúru, unnið að starfi sem allir eiga í sín handtök, — og það vekur siíkan sam- hug, að hér má kynnast hver öðrum nánara en við flest annað. Það sem unnið hefir verið að skíð- brautargerðinni mun nema 1000 krón- um, ef fuit kaup ætti að reikna. Dá- litlu af því hafa félögin vitanlega orð- ið að svara út í peningum; ekki kom- ist hjá að kaupa verkfæri og halda fastan verkstjóra. Til þess að hafa upp þann kostnað halda þau skemti- samkomu i kvöld. — Það vantar að sjálfsögðu mikið á, að verkið sé fullgert; mikið meira en helming. En það er engin hætta á að það v e r ð i ekki fullgert, þótt dýrt verði. Það er engin hætta vegna þess hve mikil ást á starfinu stendur að baki. Það hefir ábyrgð á sér. Það hefir í sér fólgna eiginhandar orku heillar ungmennafylkingar — og þá er þvi borgið. Og þegar skíðabrautin er fullger, þá mun hún ekki að eins verða æskulýð bæjarins til yndis og gagns á vetrar- kvöldum í góðu hjarni og glaðatungl- skini, ekki að eins verða bænum til prýði á sumrum, en borgarbúum un- aður að fara þangað skemtigöngu, — hún á að verða minnismark samhjálp- ar og samvinnu, sómi reykviskum æskulýð. — Nei, það er engin hætta á, að verk- inu verði ekki lokið. En — það má gera misjafnlega mikið til að gera henni það a u ð- u n n a r a, sveitinni fríðu, sem að þvi stendur. Það mun verða byrjað á því aftur i vor og haldið áfram í sumar. Þá ætti hópurinn enn að eflast, ætti að vaxa stórum að sonum og dætrum borgarbúa; — það er holl vinna í hollar þarfir. En allra-fyrst getum vér sýnt þess- ari áhugamiklu ungmennasveit samúð vora með þvi, — að scékja vel skemt- unina í kvöld. Reykjavíkur-annáll. Fasteignasala. Þinglýsingar frá siðasta bæj&rþingi: Einar J. Pálsson trésmiðnr selnr 13. sept. 1907 Pétri Zóphóníassyni bankaritara hús- eign nr. 32 við Lindargötu með 675 fer- álna lóð. Þl. 25. febr. Gisli Magnnsson selur 20. janúar Magn- úsi Gislasyni og Hannesi Gislasyni húseign nr. 12 við Grjótagötu á 4500 kr. Þl. 18. fehr. Gísli Þorbjarnarson búfræðingur selur 22. febrúar Stnrlu Jónssyni kaupm. húseign nr. 32 við Lindargötu með 675 ferálna lóð. Þl. 25. febr. Guðbjörg Marteinsdóttir selur 22. febr. Kristjáni Jónassyni húseign nr. 32 B. við Grettisgötu á 3128 kr. Þl. 25. fehr. Guðmundur Magnússon selur 9. febr. Hjálm- tý Sigurðssyni verzlunarm. húseign nr. 5 við Lindargötu. Þl. 18. febr. Gnnnar Björnsson selur 3. febrúar Ólafi Theódórssyni trésmið húseignina Grund við Grundarstíg á 6000 kr. Þl. 18. febr. Hjörtur Fjeldsted kaupm. selur 27. jan. hlutafélaginu P. J. Thorsteinsson & Co. húseign nr. 11 við Vitastig á 6832 kr. Þl. 25. febr. Ingvar Guðmnndsson málari selur 22. febr. Kr. B. Eyólfssyni ljósmyndara húseign nr. 37 við Bergstaðastræti á 4000 kr. Þl. 25 febr. Jóhann Sigmundsson trésmiður selur 18. febr. Guðbjörgn Marteinsdóttur húseign nr. 32 B. við Grettisgötu með 575 ferálna lóð á 3128 kr. Þl. 25. febr. Jóhannes Lárusson trésmiður selur 18. febr. félaginu Bakkabúð hálfa húseign nr. 4 B við Skólavörðustfg á 6000 kr. Þl. 25. febr. Jón Guðmund8son selur 20. febr. Ingvari Guðmundssyni málara huseign nr. 37 við Bergstaðastræti. Þl. 25. febr. Kristján Helgason skósm. selnr 12. febr. Jóhanni Jóhannessyni kanpm. húseign nr. 24 við GrettÍBgötu með 812 ferálna lóð á 5500 kr. Þl. 18. febr. Páll Einarsson söðlasm. selur 15. febr. Jóhanni Jóhannessyni kanpm. húseign nr. 34 við Grettisgötu með 460 ferálna lóð á 6000 kr. Þl. 18. febr. Páll Guðmundsson trésm. selur 23. febr. Jóhanni Jóhannessyni kaupm. 790 ferálna lóð við Laugaveg (nr. 78) á 2000 kr. Þl. 25. febr. Pétur Zóphóniasson bankaritari Belur 13. septembr. 1907 Gísla Þorbjarnarsyni bú- fræðing húseign nr. 32 við Lindargötu með 675 ferálna lóð. Þl. 25. febr. Sigurður Sigurðsson steinsm. selur 15. febr. Halldóri Jónssyni hálfa húseign nr. 14 við Bræðraborgarstfg (Bræðraborg) á 3100 kr. Þl. 18. fehr. Sigurðui Þórðarson skipstjóri selur 20. fehr. Ingimundi Ögmundssyni húseign á Þorgrimsholtslóð á 7000 kr. Þl. 25. febr. Uppboðsafsal 9. janúar fyrir húseign nr. 8 við Vitastig á 5600 kr. til handa Lands- bankanum. Þl. 18. febr. Fallin frumvörp. Föllnu frumvörpin, öll íeld i neðri deild., eru þessi. 1. Um löggilding Viðeyjar. 2. Um byggingasjóð íslands (niður- færslu á söluverði Arnarhólslóða). 3. Um dánarskýrslur. 4. Um sölu á þjóðjörðunum Lamb- haga og Hólmi. 5. Um heiti á allsherjar-stofnunum landsins. 6. Um þjóðmenjasafn. 7. Um breyting á lögunum frá 1903 um fjölgun kjördæma (fella úr Seyðis- fjörð, en hafa 3 þingm. fyrir Reykja- vík). Hæstiréttur. Jón Þorkelsson flytur frv. um að siofna hæstarétt í Reykjavík. Fyrir honum á að vera dómstjóri, með 5,800 kr. launum og meðdómendur 3,600 kr. byrjunarlaunum, er hækka um 400 kr. á hverjum 4 árum, til þess er þau eru orðin 4,800 kr. ‘ Enginn getur orðið dómandi nema tekið hafi lagapróf með 1. eink. Landsyfirréttut legst niður, er þessi lög ganga í gildi. SeyðÍ8fjarðarkosningin. Henni lauk svo, hinni nýju orustu um það kjördæmi 9. þ. m., að kosn- ingu hlaut Björn Þorláksson prestur að Dvergasteini með 67 atkv. Keppinautur hans, dr. Valtýr Guð- mundsson háskólakennari, fekk að eins 54. En 8 seðlar gerðir ógildir, fyrir báðum. Atkvæðamunur fyrir því næg- ur, þótt þeir hefðu verið allir Valtýs megin og þingið gert þá a I I a gilda eftir á. Landsstjórnin lét kjörstjórnina á Seyðisfirði sima sér skýrslu um kosn- ingunaog þingmanninum nýkjörnakjör- bréf hans. Þau gögn voru þvi næst lögð fyrir sameinað þing 11. þ. m. á hádegi og kosningin tekin gild eftir þeim sama sem í einu hlj. Settist þingmaður því næst á þing í neðri deild samdægurs kl. 4 og var tekinn í flokk sjálfstæðismanna morguninn eftir. Þar með hefir flokknum bæzt traust- ur og öruggur liðsmaður og þinginu mikilhæfur og ötull verkmaður. Um keppinaut hans er það að segja, þann er nú féll fyrir honum við lít- inn orðstír, þótt hinn (B. Þ) væri hvergi nærri, heldur staddur hér suð- ur í Reykjavík, að sjálfum sér má hann mest um kenna að svona fór. Hann hafði ætlað sér hvað eftir ann- að inn á þing í þráhaldi við flokks- menn sína, fyrst í fyrra vor hér í Gullbr. og Kjósarsýslu, en fengið af- dráttarlaust afsvar hjá flokkstjórn sinni, er hann baðst hennar stuðnings eða meðmæla, og nú enn af nýju á Seyð- isfirði, er hann bauð sig í móti þing- mannsefni flokksins, hinum nýtasta manni og áreiðanlegasta; þar bauð hann sig beint bak við flokkstjórnina og ofan í greinilega yfirlýsing um, að hann væri alhættur við að hugsa um þingmensku að sinni. Honum né hans flokksmönnum hinum þurfti því ekki að koma á ó- vart þótt sjálfstæðismenn hikuðu ekki við að gera það sem hægt var til stuðnings keppinaut hans, meðal ann- ars þann veg, að gera heyrinkunna afstöðu hans við flokkinn : að hann hefði tvivegis verið sama sem gerður flokksrækur úr Þjóðræðisflokknum, fyrst með því að vísa honum á bug í hinu fyrra kjördæmi, og því næst með viðtökum þeim, er hann fekk hér daginn fyrir þingsetning, er hann knúði dyr hjá sínum gömlu flokks- mönnum, þar sem hann vissi þá sitja á fundi. Tilhlutun meiri hlutans um kosn- inguna á Seyðisfirði honum til falls er með svo vöxnu máli ekki annað en sjálfsagður drengskapur við keppi- naut hans og maklegt fylgi, þótt óhlífið væri við hann. Hann hafði til þeirrar óhlífni unn- ið. Meiri hlutinn sýndi þar sem oft- ar, að hann metur m á 1 i ð meira en m a n n i n n , og rækir þá skyldu sína, að láta ekki forna vináttu við forustu- menn flokksins villa sér sjónir né hrekja sig út af réttri braut. Iúngmálatal. Stjórnarfrumvörpin voru 19. Þar við hafa bæzt til þessarar stund- ar 55 þingmannafrumvörp, 38 í neðri deild og 17 i efri. Ennfremur eru fram komnar 22 þingsályktunartillögur, 17 í neðri og 5 í efri deild. Sjö frumvörp eru fallin, þar af 3 stjórnarfrumv. En 4 orðin að lögum. Lög fra alþing/i. Þau eru þessi 4: 1. Tollhækkun (sjá fremstu gr. í jæssu bl.) 2. Um stækkun verzlunarlóðarinnar á ísafirði. 3. Um að gera Keflavík að sérstakri dómþinghá. 4. Um brevting á prestalaunalögun- um frá 1907: að lag.a misrétti milli sextugra prestr..

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.