Ísafold - 14.03.1909, Blaðsíða 3
I8AF0LD
63
Guðmundur Hjaltason
Og
æskulýður Islauds.
Styrkbeiðni U. M. F. í.
Fimm vetur hefir nii Guðmundur
kennari Hjaltason starfað í norsku
ungmennafélögunum, haldið þar mörg
hundruð fyrirlestra um fjölbreytt efni,
og alstaðar hefir honum verið tekið
tveim höndum.
Fjöldi norskra blaða hefir skýrt frá
fyrirlestrastarfi hans og lokið á það
einróma lofsorði. Hann heíir hvi-
vetna aflað sér vinsemdar og virð-
ingar ágætra manna með þekking sinni
og fádæma fróðleik. Enda stendur
hann óefað framar flestum íslending-
um um vora daga að djúpskygnri
hugsun og víðtækri þekking á íjöl-
breyttum efnum. Eg skal til dæmis
nefna nokkur efni fyrirlestra þeirra,
er hann hefir haldið víðs vegar i Nor-
egi og Danmörku og hlotið almenn-
ings-hrós fyrir:
Köllun Norðurlanda.
Til œskulýðsins.
Trúmenska í líjsstarfi voru.
Trúarbrógð í Kína og Japan.
Wergeland og Byron.
Kristni og trúleysi d vorum dögum.,
o. m. fl.
Auk fjölda fyrirlestra um íslenzk
efni.
Það er mín hyggja, að færri mundu
vera þeir lýðkennarar á Norðurlöndum,
erkysu sér slíkræðuefni á erlenda tungu
og gengju sigri hrósandi af hólmi.
Vor sem leið hélt Guðm. Hjaltason
frá Noregi suður til Danmerkur og
starfar þetta ár meðal dansks æsku-
lýðs. Hann fær þar sömu góðar við-l
tökur og í Noregi, og befir nú flut:
um eða yfir ioo fyrirlestra. Hann
verður i Danmörku fram á sumar
1910 og býst þá við að hverfa heim
aftur eftir 6 ára »útlegð«.
í Skólablaðinu hefir verið skýrt
litillega frá æfi og starfi G. Hj., og
er það einnig kunnugt fleztum eldri
mönnum og mörgum hinna yngri
hér á landi.
G. H. var' vorboði sinnar aldar, er
flutti nývaknaðar lýðháskólahugsjónir
frá Danmörku og Noregi heim á
skammdegisgaddinn íslenzka, þar serö
svo margt vorblómið og margatt
vorboðann hefir kalið til bana. G.
H. starfaði hér 22 ár að lýðfræðslu
í likum kringumstæðum og álíka lifs-
kjörum og útigangsklárinn, sem etrg-
an á að nema guð og gaddinn. Upp-
haflega voru árslaun hans 450 kr., eo
að lokum 40—60 kr., og mátti hann
þá í tilbót þakka fyrir að fá að haldá
skóla, og hafði þó reist sér hús sjálf-
ur til þess að geta starfað að kenslu.
Misskilinn, hæddur og hrjáður 22
ár, en elskaður og virtur af þeim, er
nutu fræðslu hans.
Þann veg hefir verið æfi þess mann^
er bar þá þrá heitasta í brjósti, af
menta og fræða íslenzkan æskulýð.
Og er honum að lokum var eigi
lífvænt lengur, fór hann utan að
hitta fornvini sína í Noregi og Dan-
mörku, og eru margir þeirra merkir
og nafnkuntiir fræðimenn. Og f>A
alt í einu var íslenzki lýðkennarinP!
»sérvitringurinn«, »draumsjónamaður-
inn« orðinn hámentaður ræðuskör-
ungur, er vinnur sér alþýðuhylli með
mörg hundruð fyrirlestrum, er bera
vott um óvenju-mikla og víðtæk(a
þekking og fjölbreyttar og þroska^ar
gáfur. — —
Heyrt hefi eg merka tnenn pað
roæla, að alþingi ætti að veita G. H.
styrk til að ferðast um land og fræða
íslenzkan æskulýð. Og víst er um
það, að vel á hann það skilið, og
væri því fé vel varið. Eg hefi ajll-
mikið um þetta mál hugsað og tal-
fært það við G. H., svo að mér er
það kunnugt, að hans heitasta ósk er
enn hin sama: að starfa að vakning
og fræðslu íslenzks æskulýðs.
Sem formaður U. M. F. í. hefi
eg hugsað mér, að æskilegt væri, ef
vér gætum tekið G. H. í vora þjón-
ustu, er hann kemur heim að sumri.
Gera hann að föstum starfsmanni
vorum. Þá bættum vér æskumenn-
irnir úr misrétti því, er hann hefir
orðið fyrir af hálfu feðra vorra —
enda veit eg engan þann íslending,
er betur sé fallinn til að fræða æsku-
lýð vorn og vekja og glæða alt það,
sem gott er, en Guðm. Hjaltason. —
Nú hefir U, M. F. í sótt um styrk
til alþingis. Og er vonandi, að það
mál fái góðan byr á þingi, og að
styrkur sá verði eigi skorinn við nögl
sér. — Með það fyrir augum hefi eg
ritað línur þessar.
Vilji alþingi sýna sóma manni
þeim, er lagt hefir alt lifsstarf sitt, afl
og áhuga i skaut þjóðarinnar, og þegið
vanþakklæti og ilt eitt að launum,
— manni þeim, er síðustu 5—6 ár
hefir getið oss góðan orðstír erlendis
og starfað að því af kappi, að vekja
og glæða réttan skilning og þekking
á þjóð vorri, — þá liggur beinast
fyrir að gera það með þeim hætti,
að U. M. F. í. sé veittur sem rifleg-
astur styrkur, svo það getiráðið G. H. til
sín sem fastan starfsmann sinn.
Starf það, er U. M. F. í. hefir
unmð, verður alls eigi metið til fjár,
og hefir það þó alt verið aukastörf
einstaklinga. Mun því eigi ofborgað
með nokkrum þús. krónum framtíðar-
starfið, er mörg hundruð áhugasamra
ungmenna taka höndum saman við
leiðtoga sina og forgöngumenn og
vinna með eldmóði og einhuga að
því að verða drengir góðir, með
hrausta sál í hraustum líkama, og
góðir íslendingar.
Islandi alt\ Þau orð hafa vakið
æskulýðinn eins og heróp. Og sé
þeirri hugsun fylgt fram þannig, að
hún festi djúpar rætur hjá æskulýðn-
um, munu af þeim rótum renna
máttarviðirnir í skóla þann, er hýsa
mun framtíðarhamingju íslands.
Helgi Valtýsson.
Dagur.
Þér lýtur heimur, fagri sólar son!
þig sveipar ljómi’ af huliðsdýrðarveldi, —
þú fer um löndin ósigranda eldi,
þú endurlifgar hverja dána von.
Hvert árbros þitt á austurhimins brá
er ástarkveðja guði sjálfum frá.
Er fyrsta bjarma bregður yfir fjöll
af brá þér, allir sktiggar leggja’ á flótta, —
og allar vondar vættir skjálfa’ af ótta
og verða’ að steini íorynjur og tröll.
Ifið góða þráir alt og elskar þig,
hið illa skríður burt og felur sig.
Þú ert bins sterka átrúnaðargoð,
sem afli slnu’ í Ijósi þinu beitir.
Og nýjan þrótt og von þú mæddum veitir,
hins veika ert þú traustust máttarstoð.
En hver sem ná í þegnrétt vill hjá þér,
'má þrótt sinn ekki spara’ og hlífa sér.
* *
*
Sjá, dagur ljómar, ungi Islands son!
Á öllum fjöllum þúsund vitar brenna!
Finst þér ei blóð í æðum örar renna,
er áttu’ að berjast fyrir göfgri von ?
Með heiða brá og hreinan skjöldinn þinn
sem hetja dagsins berstu, vinur minn!
Það fylgir sigur sverði göfugs manns,
er sannleiksþráin undir rendur gelur
og frelsisást i djarfri drenglund elur, —
það drepur enginn beztu vonir hans:
hann veit, þótt sjálfur hnigi hann i val,
að hugsjónin hans fagra sigra skal.
Og vertur slíkur, — horfðu djarft og hátt
á hámark lífs þins: frelsi þinnar móður,
og sýndu’ í verki’ að sértu drengur góður
og sonur tryggur, stefndu’ i rétta átt, —
i átt til ljóssins, — eftir liðinn dag
þá áttu’ i vændum fagurt sólarlag.
Guðm. Guðmundsson.
Reynið
Boxcalf-svertuna Sun; þér brúkið
ekki aðra skósvertu úr því.
Hvarvetna i íslandi hjá kaupmönn-
um.
Buchs litarverksmiðj a,
Kaupmannahöfn.
THE
NORTH BRITISH ROPEWORK Co.
K i r k c a 1 d y
Contractors to. H. M. Government
búa til
rússncskar og italskar
fiskilínur og færi,
alt úr bezta efni og sérlega vandað.
Fæst hji kaupmönnum. Biðjið þvi
ætið um K i r k c a 1 d y fiskilínur og
færi, hjá kaupmanni þeim er þér
verzlið, því þá fáið þér það sem bezt er.
Stœrri og smærri
í búðir
hefir Guðm. Egilsson til leigu frá
14. maí. Heima kl. 3 — 4.
Laugaveg nr. 40.
Guðm. Egilssoii.
Ibúðin á Laugaveg 20 B
5 herbergi, eldhús og geymsla fæst
til leigu frá 14. maí næstkomandi;
ennfremur herbergi fyrir einhleypa
eða minni íjölskyldu, á sama stað.
Upplýsingar gefa, Björn Þórðarson,
Laugaveg 20 B og Guðm. Magnússon,
Hverfisgötu 30 B. Þar fæst einnig
ágæt búð og skrifstofa.
Yerzlunarmaður
21 árs, er verið hefir við verzlun á
íslandi og útskrifast í lok aprílmán.
úr Den jydske Handelshojskole i Ar-
ósum, óskar eftir góðri stöðu við
stærri verzlun á íslandi. Vel heima
í einf. og tvöf. bókfærslu. Einfær
um allskonar bréfaviðskifti á dönsku
og ensku og allvel heima í þýzku.
Tilboð með tilgreindum launakjörum
sendist til Björns Kristjánssonar, Rvík.
J urtapottar
í verzlun
Einars Arnasonar.
Peiiiiigíir fundust
í verzlun Einars Arnasonar.
Margarínið
eftirspurða er aftur komið í verzlun
Jóus Þórðarsonar.
Öllum þeim sem sýndu okkur hjálp og
hluttekningu i sorg okkar við fráfall elsku
litla drengsins okkar, Óskar Guðna, vottum
við innilegt hjartans þakklæti.
Sveinbjörg Jónsdóttir, Árni Jósefsson.
Innilegt hjartans þakklæti vottum við þeim:
Guðmundi Magnússyní læknuj Þuríði Sigurð-
ardóttur, Maríu GuðmundsdóTtur, Bergsstöð-
um, sira Runólfi og frú hans, Snæbirni
Jakobssyni og konu hans og börnum, Odd-
björgu Pálsdóttur og börnum hennar, og öll-
um öðrum, sem á ýmsan hátt glöddu okkur
og sýndu okkur hluttöku við fráfall okkar
elskuðu dóttur, Magneu Þorsteinsdóttur.
Sömuleiðis þökkum við öllum þeim, sem
heiðruðu útför hennar með návist sinni
og biðjum við af hjarta góðan guð að launa
öllum þessum af náð sinni og miskunn.
Þorsteinn Rögnvaldsson, Guðrún Jónsdóttir.
Roglusamur maður,
sem verið hefir mörg ár pakkhúsmað-
ur við eina af hinum stærri verzlun-
um norðanlands og hefir góð með-
mæli, óskar eftir atvinnu sem um-
sjónarmaður við einhvern opinberan
starfa hér í bænum nú þegar eða frá
1. apríl næstk. Upplýsingar í afgr.
ísafoldar.
í verzlun
Jóns Þórðarsonar
fæst vel verkaður porskur, ísa, upsi,
skata, harðfiskur, riklingur; ennfremur
reykt kjöt, ísl. smjör og sauðskinn.
Nokkrar íbúðir
á góðum stöðum í bænum, sömuleið-
is sérstök herbergi, fást til leigu nú
þegar og frá 14. maí næstk. Upp-
lýsingar í verzlun
Jóns Þórðarsonar.
Hálf skólajörðin
Suðurkot í Brunnastaðahverfi á Vatns-
leysuströnd er laus til ábúðar frá
næstkomandi fardögum 1909. Sömu-
leiðis er laus konnarastaðan
við sama skóla.
Þeir sem vilja sækja um kenslu-
starfið og fá ábúðina á jörðinni semji
við skólastjórn hreppsins Jyrir ij.
april p. á.
heldur
skemtisamkomu
í Goodtemplarahúsinu laugardag og
sunnudag 20. og 21. þ. mán. til ágóða
fyrir berklaveika fátæklinga. Nánara
á götuauglýsingum.
Matreiðslubók eftir frú í>óru |>. Grönfeldt fæst hjá bóksölum: Verð 1 kr.
Innlendur brjóstsy kur í heildsölu, fæst í Hatnarstræti 16. Sigurður Guðmuudsson.
Herbergi til leigu í Ingólfsstræti 8.
Hlutabréf í Telefónfélagi Reykjavíkur og Hafnar- fjarðar, þau er enn eigi hafa verið send gjaldkera til innlausnar, verða að vera komin í hans hendur fyrir lok marzmánaðar næstkom. Hluthaf- ar, sem ekki hafa afhent hlutabréf sín á tiiteknum tima, hafa fyrirgert rétti sínum til andvirðisins og ráðstafar þá stjórn félagsins því. — Hafi einhver hluthafi glatað hlutabréfi sínu, verður það eigi að síður útborgað, þó með skilyrði, sem honum verður tjáð við afhendingu andvirðis bréfsins. Stjórnin.
Eftir kröfu Sveins Björnssonar yfir- réttarmálsfærslumanns og að undan- gengnu fjárnámi '6. þ. m. verður fiski- skipið Jón selt við opinbert uppboð til lúkningar skuld að upphæð kr. 1888.00 auk kostnaðar. Uppboðið verður haldið hér á skrif- stofunni föstudagirn 19. marz 1909 kl. 12. á hádegi. Skipið liggur á Hafnarfjarðarhöfn og geta þeir, er kaupa vilja skipið, skoðað það þar áður. Skrifstofu Gullbringu- og Kjósarsýslu 12. marz 1909. Lárus Fjeldsted, settur.
Til leigu 14. maí 2 herbergi, eldhús og geymslupláss hjá Steingrími Guðmundssyni, Amtmannsstíg 4.
Silfurprjönn fundinn í Iðnaðar- mannahúsinu.
Tvö kames eða stofa með eldhúsi óskast til leigu á góðum stað í bænum. Ritstjóri vísar á.
Peningabudda, með um 12 kr. 0. fl í, hefir tapast á götunum 1. þ. m. Finnandi er beðinn að skila henni í afgr. ísaf. gegn fundarlaunum.
Lítil íbiíö til leigu 14. maí með geymslu og matjurtagarði. Ritstj. ávísar.
3 herbergi og eldhús (niðri) til leigu 14. maí í Ingólfsstræti 18.
3 herbergi með eldhúsi, til leigu 14. maí nk. — Jón Lúðvíks- son, verzlunarm., Þingholtsstræti 1.
Stulka óskar eftir innivist á góðu heimili hér í bænum frá 14. maí. Upplýsingar í Lækjargötu 10.
Teiknipappír í örkum og álnum fæst i bókverzlun Isafoldarprentsmiðju.
Viöskiftabækur (kontrabækur) nægar birgðir nýkomnar i bókverzkr, ísafoldarprentsmiðju. Verð: 8, 10, 12, 15, ao, 25 og 35 aurar. •
BKANDINAVI8K
Hxportkaffl-Surroitst
Kebenhavn. — F- Hjorth & Co
Nýir kaupendur ad
ÍSAFOLD
þetta ár (1909) sem verður
full 80 tbl.
og kostar eins og áður
að eins 4 kr.
(i Ameríku 1 V2 dollar
fyrir fram),
fá í kaupbæti sögurnar
Fórn Abrahams
rúmar 700 bls.
og
Herragarðssöguna
eftir Selmu LagerlöJ
sem er einhver hin indœlasta saga,
sem sést hefir á íslenzku, 230 bls.,
eða þá, ef þeir vilja beldur,
Her ra garðs söguna
Og
Davíð skygna
eftir Jónas Lie,
söguna, sem nú er á leiðinni í blaðinu.
Þessi kaupbætir er úti látinn undir
eins og blaðið er borgað og hans
vitjað.
ÍSAFOLD er landsins langstærsta
blað og eigulegasta í alla staði. Fyrir
geysimikla stækkun í siðustu á’ramót
er hún orðin fjölbreyttari að efni en
áður.
ÍSAFOLD er þó ekki dýrari en
önnur hérlend blöð, sem eru ekki
helmingur á við hana árgangurinn að
stærð eða leturmergð. Annað stærsta
blað landsins flytur að kalla má rétt-
um helmingi minna lesmál um árið
en ísafold, og kostar pó jafnmikið. Þar
með er engan veginn sagt, að það blað
sé of dýrt sett. En eftir þvi hlutfalli
ætti lsajold að kosta 8 kr. um
árið. Helmingi lægra verði, 4 kr.,
er ekki hægt undir að rísa öðruvísi en
með geysimiklum kaupendafjölda.
ÍSAFOLD er því hið langódýrasta
blað landsins.
ISAFOLD gefur þó skilvísum kaup-
endum sínum miklu meiri og betri
kaupbæti en nokkurt hérlent blað
annað.
ÍSAFOLD gerir kaupendum sínum
sem allra-hægast fyrir með því að lofa
þeim að borga í innskrift hjá kaup-
mönnum hvar sem því verður kom-
ið við.
ÍSAFOLD er og hefir lengi verið
kunn að því, að flytja hinar vönduð-
ustu og beztu skemtisögur.
ÍSAFÖLD styður öfluglega og ein-
dregið öll framfaramál landsins.
ÍSAFOLD stendur djarflega á verði
fyrir réttindum landsins, og heldur
sérstaklega fram og berst fyrir pjóð■
ræðiskröjum almennings hvort heldur
er við útlenda valdhafa eða innlenda.
Hún leggur nú eindregið móti
ailri innlimun, í hvaða búningi
sem hún birtist.
ÍSAFOLD er fús til góðrar sam-
vinnu við hvaða landstjórn sem er,
þá er rækir skyldn sína og vinnur
dyggilega að framförum landsins.
ÍSAFOLD vítir hins vegar mjög
einarðlega og skörulega hvers konar
misferli í stjórn landsins, hvort held-
ur er af þingsins hálfu eða umboðsstjórn-
arinnar, æðri embættismanna eða lægri.
Til heimalitunar viljum vér
sérstaklega ráða mönnum til að nota
vora pakkaliti, er hlotið hafa verðiaun,
enda taka þeir öllum öðrum litum
fram, bæði að gæðum og litarfegurð.
Sérhver, sem notar vora liti má ör-
uggur treysta þvi að vel muni gefast.
— í stað hellulits viljum vér ráða
mönnum til að nota heldur vort svo
nefna Castorsvart, þvi þessi litur er
miklu fegurri og haidbetri “n nokk-
ur annar svattur litur. Leiðarvísir á
íslenzku fylgir hverjum pakka. — Lit-
irnir fást hjá kaupmönnum alstaðar á
íslandi.
Buchs Farvefabrik.