Ísafold - 10.04.1909, Blaðsíða 1
Kemur út ýmist oina sinni e&a tvisyar i
Viku. Verö árg. (80 arkir minst) 4 kr., er-
lendis 5 kr. eða l1/* dollar; borgist fyrir
miöjan júli (erlendis fyrir fram).
ÍSAFOLD
Uppsögn (skrifleg) bandin viö áramót, er
ógild nema komin sé til útgefanda fyrir
1. okt. og kaupandi skuldlaus viö blaöiö.
Afgreiösla: Austurstræti 8.
XXXVI. árg.
Rcykjavík laugardaginn 10. apríl 1909.
20. tölublað
Ráðgjafi talar við Dani.
Stefuuskrá iums:
Island sjálfstætt ríki
í konungssambaudi við Danmörku.
Mótmælir rangfærðum viðtalsfréttum blaðanna.
Blöðin staðfesta mötmælin.
Ráðgjafi íslands hefir átt tal við blöð í Khöfn um sambandsmálið, eftir
ósk þeirra. Skýrt fyrir þeitn málavexti, kröfur íslendinga, afstöðu sína.
Sum blöð hafa farið rétt með samtalið. En hjá öðrum færst
mikið úr lagi, eins og allir vita að altítt er um blaðaviðtal, þar sem er urn
að eiga flókið mál er blaðamaðurinn þekkir lítt eða ekki tii, en gerir ekki
nema reka inn höfuðið stutta stund til að ná um það einhverju fróðleiks-
hrafli, sem hann kallar meginatriði, — svo á blaðamenskati að sjá fyrir sam-
henginu.
Það sem hefir fært verið úr lagi í ummælum ráðgjafa, rangfærslurnar,
misskilningurinn, ósannindin í viðtalsfréttunum —, þ a ð hefir alt verið sent
hingað hraðskeytis heim jafnótt, og minnihluta-blöðin gleypt það með slikri
græðgi, að meiri er ekki til meðal úlfa.
Þetta var svo yndislega gómsætt, þessar missagnir danskra blaða — áður
en þær voru leiðréttar og sannleikurinn kom með sinni gömlu beiskju. Þau
dreifðu út um bæinn hverjum fregnmiðanum á fætur öðrum um viðtal ráð-
gjafans við Dani, hvern öðrum verri í hans garð, vitlausari og ótrúlegri.
En græðgin fór of langt. Bardagakænskuna vaataði.
Því er ekki gleymt á einum degi, öllu sem klingt hefir við um Dana-
hatur B. J. upp á síðkastið. Ekki sigurvænlegt að básúna það í dag, að mað-
urinn sé ofstækisfullur Danahatari, sem alla samninga vilji ónýta milli Dan-
merkur og íslands, en ætla sér að fá menn til að trúa því á morgun, að hann
sé Danasleikja, sem brugðist hafi sjálfstæði landsins, þingið skuli vara sig á
að fylgja þeim manni að málum, er ekki sé meiri sjálfstæðismaður
en B. J. I
Saklaust, þótt ypt sé öxlum yfir þeirri viðkvæmni minnihlutans um sjálf-
stæði íslands, réttlausa landsins, sem ekkert átti í sumar þess kyns, nema mola
þá er féllu af náðarborði Danal — —
Rangfærslum viðtalsfréttanna mótmælti ráðgjafi þegar í stað i dönskum
blöðum.
Agrip af mótmælum hans hefir ísafold borist í svofeldu símskeyti frá
Khöfn 5. þ. m. —:
Þá hefir annað símskeyti borist oss 7. þ. m. —:
T(angt að Stúdentajélagið hafi fordœmt B. J. Engin ályktun gerð. Menn
óánœgðir aj pví, að peir gerðu ráð fyrir að rétt vœri farið með viðtalið.
Því má ganga að vísu, að fleira er það en mælt er í móti í skeytinu
hér á undan, svo örstuttu, sem engin hæfa er i að B. J. hafi talað í eyru
Dana þann veg sem sagt er frá.
Það má t. d. geta nærri hvort hann hafi »afneitað stöðugt ísafold*,
svo sem ein gróu-sagan sagði, blaði sjálfs sín, er hann hafði vandlegt eftirlit
með öllu sem þar stóð mestallan kosninga undirbúnings tímann, og engu
harðari greinar í Dana garð þann stutta tíma er hann var fjarvistum
frá blaðinu, síður en svo.
Eða þá hitt, að hann hafi verið með fúkyrði i garð þess manns, er nú
hefir verið meira en ár hans aðal-samverkamaður við blaðið, þótt ekki væri
annað.
Sá vefnaður allur er nærri því of grófur til að vera annað en heima-
gerður sannsöglisiðnaður.
Þingi og þjóð er ljóst, að nú þurfum vér um fram alt einbeittan mann
og þó samningafúsan til meðalgöngu milli vor og Dana. Mann sem veit, að
þá er samkomulaginu fagnað, er fullveldismarkinu er náð, og fyr ekki. Til
þeirrar meðalgöngu hefir verið kjörinn maðurinn sá, er fulltrúar þjóðarinnar
treysta til þess bezt; maður, sem mun átt hafa einstakra manna mestan þátt
í hinum lang-glæsilegasta sigri, er sjálfstæðishugsjónin hefir unnið með þjóð
vorri nokkru sinni.
Viðtalsfréttir flytja óná-
kvæmni og misskilnin{?.
Get alls ekki kannast við
að hafa sagt,
að tilgangurinn hafi eingöngu verið sá, að
koma Hannesi Hafstein frá,
að íslendinga skorti menningarþroska til
skilnaðar,
að baráttan gegn Uppkastinu hafi eingöngu
risið út af ósamræmi textanna.
Samlíkingin herragarður
og þurrabuð vitanlega al-
gerlega misskilin, að eins
átt við stærðarmuninn (þ.
e. mannfjölda) að hann sé
eins og munurinn á höfuð-
bóli, e k k i herragarði,
og þvirrabúðarheimili. En
jafnframt lögð rík áherzla
á það, að Isiand hafi jafn-
sterka þrá til að vera
sjálfstætt og óháð.
Held því fram, að Island
eigi að vera sjklfstætt ríki
í konungssambandi við Dan-
mörku.
Tel skilnað sem stendur
hugarburð.
Vonast til það lánist, að
sannfæra Dani um, að kröf-
ur vorar séu réttmætar.
Fjárlögin úr neðri deild.
Til hvers Alþingi, það er nd situr
kjósendur á rökstólum, var kosið fyrst
ætlast. 0g fremBt til þess, að sam-
þykkja ekki Uppkastið nema með
gagngerðum breytingum, og þá til þess
næst helzt, að fara sparlegar
með landsfé en gert hafði verið
þingin á undan.
Meðferð þingsins á Uppkastinu
mun nú fara að vilja kjósenda, vafa-
laust.
Bn um f j á r m á 1 i n virðist nú horf-
ast á miklu óvænlegar, ef sá verður
endir fjárlaganna á þingi, sem nú hefir
orðið í neðri deild.
Tekjuhlið var 1874 212 þús. krón-
fjárlaganna ur; fyrir 4 til 6 árum
voru árstekjur landsins taldar mjög
háar, ef þær komust upp í 800 þús.
krónur; 1906 voru árstekjurnar 1350
þús. kr., og 1907 hafa þær hæstar orðið:
1658 þús. kr.
f>að er ekki að furða, þótt mönnum
finnist sem ætla megi á að tekjurnar
verði ríflegar næstu tvö árin.
Nú hefir neðri deild ætlað á, að árs-
tekjur næstu ár verði 1325 þús. kr.,
og með tollaukanum (sbr. 20. gr. frum-
varpsins) 180 þús. krónum betur eða
alls 1500 þús. krónur hvort ár-
ið. Áæblunin, sem er lægri en tekj-
urnar 1907, er vafalaust reist á skýrsl-
um um tekjur landsins 1908, þeim er
stjórnin hefir látið þinginu í tó að
vanda.
Hagur almens- Landstekjur næstu ár-
In9s' in tvö verða miklum
mun minni en tekjurnar 1907. það ár
komu hingað tignir gestir og stórmenni,
sem landið sjálft tók við; einstakir
menn höfðu mikinn kostnað af viðtöku
þeirra, bæjarfélög og sýslufélög slíkt
hið Bama. Aðflutningar og verzlun
jókst úr hófi fram, verkalaun hækkuðu
í sumum landshlutum, og eyðslan jókst
víðsvegar um tíma með landsbúum.
í árslok 1907 koma peningavandræð-
in miklu, vextirnir í bönkunum kom-
ast upp úr 8%. Menn geta ekki margir
rekið atvinnu sína í kaupstöðum fyrir
þá sök, fjöldi manna verður og er enn
atvinnulaus. Ullin fellur í verði, og
verðfallið kemur hart niður á bændum
og sveitafólki. Saltfiskurinn hefir lækk-
að í verði, og selst ekki; sjávarútveg-
urinn minkar við sig, og kaup sjó-
manna á þilskipum hefir verið lækkað;
að öðrum kosti þilskipum ekki orðið
haldið úti, Begja útgerðarmennirnir.
|>essutaneru margar innlendu verzlan-
irnar að gefast upp í samkepninni.
Landsmenn hafa nú miklu minni tek-
jur í öllum atvinuugreinum en þeir
höfðu fyrir rúmu ári. þeir hafa tekið
upp eina kostinn sem til er, þann, að
spara alt sem sparað verður. Neyðin
kennir það, eias og fleira. Gáfaður og
athugull fyrirmaður, sem hér er stadd-
ur nú í bænum, lýsir þessu svo í sínu
héraði:
— Árið 1907 voru flutt til sýslunnar
34 þús. pd. af kaffi, 1908 25 þús.; 1907
voru flutt þangað 180 þús. pd. af sykri,
1908 130 þús. pd. og líkt er í öðrum
greinum. 1908 var ilt í ári, en 1909
verður þó miklu lakara fyrir landssjóð.
Fólk sparar við Big í öllum greinum,
þar sem eg þekki til, því er ver að
það er neytt til þess. |>að drekkur
mjólk í stað kaffis, það sparar sykur,
— og vínföng, því fer nú bðtur —
vfnföng lætur það sér naumast koma
til hugar að kaupa, nema efnamenn-
irnir, sem kallaðir eru.
Liklegar lands- Öll líkindi eru til þess,
tekjur tvö árin að tolltekjurnar næstu
næstu. ^rjQ verðj óvanalega
lágar. því miður er alger vissa um það,
að tekjurnar 1909 mundu verða lægri en
1908, ef tollhækkunin hefði ekki komið.
jpað sem aðflutningstollurinn yrði lægri
1909 en árið á undan gæti munað
200 þús. kr.
F.n 8vo kemur tollhækkunin, og hver
áhrif hefir hún?
f>egar kaffi, sykur, tóbak og vínföng
hækka í verði, og menn eru svo fá-
tækir undir, að neyðin hefir þrýst þeim
til að spara á ð u r en vörurnar verða
dýrari, þá er líklegt, að þeir leggi enn
meira á sig á eftir til þeBS að sparn-
aðurinn verði að sparnaði í r a u n o g
v e r u. Á sykri geta t.d. landsmenn farið
ákaflega langt í þeim efuum. |>að er
sagt, að 1907 hafi verið eytt hér á
landi 52 pundum á mann; fyrir nokkr-
um árum var ekki talið að neinn þyrftí
að þola skort, þótt ekki væri eytt
meira en 26 pd. á mann.
Um vínföng eða sérstaklega brenni-
vín má gera ráð fyrir að menn firtist,
og detti ekki í hug að kaupa það,
þegar potturinn er orðinn á 2 kr., eða
kominn upp úr 2 kr. eins og nú, og
tóbak e r u menn nú farnir að draga
við sig. f>að hefir verið sagt, að bænd-
ur i sveitinni gætu ekki minkað kaffi-
kaupin vegna hjúánna, en nú verða
hjúin að sætta sig við færri kaffibolla
en áður, af þvl að það er eins' á öll-
um bæjunum í kring.
f>að er hæbt við því, að tollaukinn
verði enginn tekjuauki eitt eða tvö
árin næstu, og greiðist ekkert fram úr
hag landsmanna — því undir honum
er alt komið — á þessu ári eða hinu
næsta, þá er því miður mjög hætt við
að gömlu tollarnir, þó að tollaukanum
sé bætt við þá, nái ekki einu sinni
tollbekjunum 1908, þeim er þingið
hefir bygt á.
Tekju- Fjárlögin gera ráð fyrir um
hallinn. 350 þús. kr. tekjuhalla eftir
bæði árin. Frá fjáraukalögunum 1908
—09 má bæta við þann tekjuhalla
eitthvað 50—60 þús. krónum. Tekju-
hallinn allur verður þá eitthvað 400
þús. kr. eða rúmlega það, nema toll-
aukinn hlaupi undir bagga með lands-
sjóði.
f>ví miður er afar hætt við því, að
tollaukinn geri það ekki, eða að hagur
landsmanna batni ekki svo, að toll-
aukinn verði tekjuhækkun.
Eftir að tekjurnar urðu 1 miljón á
ári, þá er eins og það sé engin leið að
láta þær hrökkva fyrir gjöldunum.
Meðan þær voru J/2 miljón króna á
ári, nægðu þær æfinlega fyrir útgjöldum.
Hvernig fór alþingi að á þeim dögum?
f>að er lexía sem við nú á dögum
ættum að setja okkur fyrir, og læra
til hlítar.
f>ingmenn í þá daga munu hafa
farið svo að því að láta tekjur og út-
gjöld mætast, að aukaútgjöldin voru
látin bíða þar til er landssjóður hafði
ráð á að standast þau. Um Ölfusár-
brúna deildu menn í blöðum og á
fundum full 10 ár áður en alþingi
veitti fé til hennar, og það var á
endanum einar 66 þús. krónur.
Tekjuhalli, sem kemur hvað eftir
annað í fjárlögum og í landsreikninginn
sviftir landsmenn trausti á þinginu og
rýrir álit og Iánstraust landsins út á
við. Aðrar þjóðir líta þá svo *á oss
sem vér kunnum ekki að fara með fé
vort, vér séum gapar í fjármálum.
Og innanlands fara menn að þreytast
á því að bera fé sitt í bobnlausa hit.
Hvað mest liggur f>egar engar Iíkur eru
á að gera. til að tekjurnar verði
hækkaðar, og engin leið hefir verið
fundin til þess, þá er ekki annað til
bragðs að taka en að lækka útgjöldin.
A þingmálafundum er alt af ráðist
á eftirlaun og bitlinga.
En á eftirlaunum er varla unt að
spara, fyr en eftir hálfan mannsaldur;
þau eru öll lögmælt og lögbundin.
Bitlingarnir í þessum fjárlögum munu
vera um 17 þús. kr. eða Vioo a£ áæt£-
uðum tekjum; þeirra gæbir alls ekki í
allri fjárhæðinni, það tnunaði sama
sem ekkert um þá alla saman, þótt
út væru strikaðir, munaði ekkert um
þá svo sem fjárstofn, eina sér.
En sómi lands og lýðs gufaði út um
hverja svitaholu á þjóðarlíkamanum,
ef strikaðir væru þeir út. f>etta fé er
til bláfátækra listamanna, sem eiga að
bera frægðar og listfengis orð lands-
manna í önnur lönd, og eru yfirleitt
menn, sem við megum miklast af,
hér í fásinninu, að geta kallað íslend-
inga.
Sparnaðurinn verður að koma annar-
staðar niður, helzt í fjárveitingum sem
nokkru nema, fjárveitingum, sem geta
beðið um tveggja ára skeið, án þess
að almenningur bíði tjón af biðinni.
f>ar er átt við brýr, ritsímalagningar
og vegaspotta. Ef þessar fjárveitingar
væru látnar bíða til næsta þings, má
spara tvö árin næstu um 300 þús. kr.
í þessum fjárlögum, — það fremur of
lítið í lagt en of mikið.
Prestskosningin i Rvík.
Hún stóð 3. þ. m., kosningin i ann-
að prestsembætti dómkirkjusafnaðarins.
KoBÍnn var
síra Haraldur Níelsson
með meira en helming greiddra at-
kvæða, hlaut 439. Illa vakandi herr-
ans hjörð í sókninni þeirri, að sú tala
skuli vera meira en helmingur allra er
sækja kjörfund, í sókn sem í eru um
8500 kjósendur. Alls voru greidd 866
atkv. f>eirra hlaut nokkurra ára að-
stoðarprestur við dómkirkjuna
Bjarni Hjaltested..............200
Bjarni Jónsson skólastjóri á ísafirði 106
Síra Bichard Torfason .... 55
Skúli Skúlason prestur í Odda . 30
Guðm. Einarrson prestur í Ólafsvík 12
Síra Hafsteinn Pétursson ... 2
Haukur GíslaBon, kandidab... 2
Ógild urðu 20 atkv.
Hér er stefnuskrá sjálfstæðismanna haldið eindregið fram. Ekki nokkurt
orð sem kemur í bág við hana. En auk þess neitað afdráttarlaust jafnhlægi-
legum fjarstæðum og þeim, að baráttan hafi ekki verið móti öðru en H. Haf-
stein, íslendinga skorti menningarþroska til skilnaðar o. s. frv.
Hitt er jafn-víst, að B. J. vill feginn vinna að góðu samkomulagi milli Dan-
merkur og íslands. Það vill hver góður drengur, — ef ekki er of dýru keypt.
Þegar forsetar komu til Khafnar, voru miklar æsingar í dönskum blöð-
um dagana á undan, nið um forseta og mest um B. J. Úlfúðar-aldan sú er
risin upp mikið til að óþörfu, af misskilningi Dana og of miklu hirðuleysi á
að kynnast öllum málavöxtum frá vorri hlið. Sé lægð sú alda, þá er utidir
eins greitt betur en áður fyrir góðu samkomulagi milli landanna. —
Blöðin dönsku hafa nú kannast v i ð að hafa haft rangt eftir B. J.
viðtalsfréttirnar, þær hafi verið samkvæmar mótmælum hans, þeim er hér eru
prentuð á undan. Svo segir í símskeyti til ísafoldar í gær —:
Yfirlýsingar fréttaritara dönNkit bladanna staöfesta
mótmæli B. J., koma á Láru.