Ísafold - 15.04.1909, Blaðsíða 2

Ísafold - 15.04.1909, Blaðsíða 2
88 ISAFOLD Swinburne dkinn. Englands mesta sknld nú á dðgum. Hann lézt í fyrra dag, Englands mesta nútíðar skáld, Algernon Charles S w i n b u r n e, 72 ára gamall, fædd- ur í London 5. apríl 1837, en óx upp langt þaðan, í óbundinni náttúru Englands-stranda, við sólskin og særót og ofviðri, það er seint og snemma lýsir sér í öllum hans skáldskap. Hann stundaði nám í Oxford, og ferðaðist eftir það suður um Sviss og ítaliu. ítalia verður hans önnur ættjörð; móðir hans var fædd i Flór- enz, og hafði snemma innrætt syni sínum ást á landinu þvi, og fegurð landsins sjálf greip hann töfratökum, þeim er það slepti aldrei af honum. Mörg hans beztu ljóð eru ort við itölsk áhrif, og eitt ljóðasafn hans kent við landið: A Song oj Italy. Fyrsta skáldverk hans er athygli vakti mjög mikla kom út 1865: Atalanta in Calydon, drama í grískum stil. Þar kemur það fram, er þó gerir enn betur síðar í ljóðmælum hans, hve hann ann listinni frjálsri, en hatar fyrirmæla-kreddurnar. Hann er ákafur frelsishugi. Eitt Ijóðmæla- safn hans heitir Songs bejore Sunrise. Eldþrungið listaverk. Þar er hann vægaðarlaus flutningsmaður algers stjórnmála frelsis og trúarbragða. Hann er meira ljóðskáld en leik- rita, miklu meira. Stórfenglegasta dramað hans er þríleikurinn um Maríu Stuart (Chastelard; Bothwell; Mary Stuart), en ekki fallin til leiks, meðal annars of löng. Þá hefir Swinburne fengist mjög mikið við gagnrýnis-störf, ritað margt um höfunda frá tímum Elísabetar drotningar, meðal annars um þá Shakespeare og Ben íonson, sitt ritið um hvorn. Enska tungu hafa fá skáld farið jafn meistaralega með og Swinburne; rímfallið sérkennilega öflugt og hljóm- mikil lyfting í orðfærinu. Hann er eitt hið mesta náttúru- skáld Englands, annar en S h e 11 e y, sá er mikil áhrif hafði á hann þar: sama hjartanleg unun af náttúrunni hjá báðum, en lýsingar Swinbume’s raunréttari, átakanlegri. Deila má um það, hvort Bretar eiga nokkuð fegra í ljóðum en það sem Swinburne hefir kveðið um frels- ið og náttúruna. En í tignarröðina kemst það alt. Þegar lesin eru Ijóð hans sum, þá er eins og hér yrki söngskáld, er kjósi til þess orð en ekki tóna. Þá er eins og hann sé enskur Sveinbjörn. Danskt blaðamannsviðtal við íslandsráðgjafann. Af viðtalsfréttum danskra blaða eftir nýja ráðgjafanum ganga margar sögur misjafnar, og ekki um skör fram raun- ar. En rangt væri að láta viðtalsmenn þá og skýrslur þeirrá eiga óskilið mál. Hér er t. d. grein úr einu þeirra, Dannebrog, daginn sem ráðgjafi var skipaður. Hann (ráðgj.) er.látinn taka til máls á þessa leið: — Þegar sambandslagafrumvarpið var komið til íslands og lagt fyrir kjósendur, þótti oss ósæmilegt, hvern- ig Hafstein og hans menn komu fram: eingöngu svo sem málflutningsmenn fyrir þessu frumvarpi, ekki talsmenn fyrir þeim kröfum, er fram komu af hendi þjóðarinnar. En mest hneyksl- uðumst vér á þvi, er vér skildum hvernig var háttað íslenzka textanum. Vér sáum þá þegar, að hann var al- veg ósamhljóða í mikilsverðum atrið- um d a n s k a textanum, þeim er e i n n batt við borð undirskrift Dana í nefndinni. Það var oss alveg óskiljan- legt, að nokkur sá maður, sem kann bæði dönsku og islenzku, gæti haldið fram samræmi textanna. En það gerði hr. Hafstein og hans menn. Svo að vér gátum ekki betur skilið en að þeir leituðust við að láta sjást, að frá Dana hálfu væri oss veitt sú tilhliðr- un í frumvarpinu, er þar var ekki t i 1 í raun og veru. Út af því reis vitanlega megn gremja, e k k i við dönsku nefndarmennina eða Dani yfir- leitt, heldur við landa vora í nefnd- inni, er virtust vilja dylja oss sann- leikann, íslenzkum kjósendum. Vér kváðumst meira að segja skyldu taka við þeim tveim höndum, ef þeir vildu leggja niður málflutningsmensk- una fyrir Uppkastinu. Svarið við þvi var ekki annað en hroki og rembing- ur svo sem værum vér ekki annað en skynlausar skepnur. Það kveikti vitanlega upp megnt ógeð og átti sök á hörðum atgangi í kosningabardag- anum. — Svo að þér eruð þarna að mestu leyti á sama máli og Dr. jur. Knud Berlin í greinum hans hér í Danne- brog? — Já, fullkomlega. Þær greinar hafa stutt mikið að því að skýra af- stöðuna svo sem þurfti. Ekkert að nema það: að þær hefði átt að koma fyr, f y r i r kosningar, en ekki núna fyrst eftir á, þegar vér h ö f ð u m sigrað. — En nú er þá líklega deilunni um textana lokið. Hver er þá skoð- un meiri hluta þings á þeim textan- um er gildir, og hvað hefir hann að honum að finna? — Það get eg sagt yður í fám orð- um. Vér sjáum að það ástand, sem oss er þar boðið, er ekki annað en grímubúin innlimun undir því yfir- skini, að vér verðum sjálfstætt ríki. Krafa vor er sú, að vér verðum sjálf- stætt riki í konungssambandi við Dan- mörku. Það kann ef til vill að þykja fjarstæða, en svona hugsum vér nú. Þær kröfur vorar reisum vér ekki svo mjög á gömlum stjórnlagalegum samn- ingsskjölum vorum, þótt vér teljum þau styðja mikið málstað vorn, heldur á því mest, að þenna litla blett af jarðarhnettinum hafa forfeður vorir numið og haft á honum óslitið eign- arhald æ síðan. Og einkum sakir hinnar miklu fjarlægðar milli landanna sjálfra, Islands og Danmerkur, og nærri enn meiri þó milli dansks og íslenzks hugsunarháttar, teljum vér það vera bæði eðlilegt og réttmætt, að vér höfum sjálfir ásamt konungs- valdinu einir fullræði yfir landi voru og landhelgi. — Með hverju haldið þér að þess- ari sjálfstæðiskröfu verði fullnægt? — Með því, að sambandslagafrum- varpið geri sér það ekki að reglu, að forðast að kalla ísland sjálfstætt ríki; oss nægir ekki þótt sagt sé í athuga- semdum við frumvarpið, að það sé tilgangurinn; það verður að standa i sjálfum lagagreinum frumvarpsins. Og þar næst yrði þessi meginregla að koma fram í því, að sameiginlegu málin svo nefnd, utanríkisstjórn, her- varnir o. s. frv., sem Danmörk ann- aðist fyrst um sinn, þau væri farið með a ð e i n s eftir umboði því, er ísland veitti Danmörku. — Er þetta svo að skilja, að með- ferð Dana á þessum málum skuli þá lokið, er ísland eitt krefst þess, svo að sameiginleg mál geta orðið að lok- um ekki annað en konungur einn? — já, fyrirmælin eiga að vera ský- laus I — Það eru kröfur meiri hluta þings, að vér getum sagt upp einu eða fleiri þessara sameiginlegu mála á tilteknum fresli, t. d. eftir 20—30 ár, annast þau sjálfir úr því. En því skal eg undir eins bæta við, að eng- inn ei óánægður með umsýslu Dan- merkur um þessi mál, og enginn hugsar sér víst að málunum verði sagt upp alt i einu, fyrirvaralaust. Því kjósum vér heldur ríki voru hinalitla að vera í frjálsu konungssambandi, að oss þykir sem mikilsverð siðferðisleg trygging á rikiseignarhelgi vorri sé fólgin þar, sem konungsvaldið er og ekki sízt konungsætt sú, er nú situr að völdum. Stefna vor verður að vera sú, að vér höldum fram réttar- kröfu vorri til uppsagnar á sameigin- legu málunum, þvi að með öðrum hætti getur ekki sjálfstæði vort lýst sér. Og vér fáum ekki séð, að Dan- mörk hafi nokkurn hag af að þver- skallast við þeirri kröfu frá lítilli þjóð, ekki stærri en stór hreppur í Dan- mörku, þeirri, er lifir ein sér nærri norðurhjara heims. — Svo að þér haldið ekki, að Upp- kastið verði samþykt af þinginu öðru vísi en með gagngerðum breytingum á þessu ? — Nei, það hygg eg ekki. Fáist þær ekki, kjósum vér heldur að sitji við sama, þar til er málið alt nær meiri þroska, og munum lifa í þeirri vissu, að þar komi áður en lýkur, að kröfum vorum verði sint hér í Dan- mörku -----9S6----- Island og vísindin. ---- Kh. */, Friðpjójur Nansen og Roald Am- mundsen heimskautsfarar koma við á íslandi í sumar í fyrirhuguðum leið- angri norður í höf. Undarleg er heimska og fáfræði sumra danskra blaða. Þegar þessi fregn barst hingað fyrir nokkru, fluttu mörg þeirra langlokur um, að þetta mundi vera nokkurs konar stjórnmálaleiðangur í dulargervi og að reynt mundi vera að ráða ísland undan Dantnörku og tengja það Noregi aftur! Af dönskum vísindamönnum, er til íslands halda í sumar, er víst um Daniel Bruun og Paul Harder, jarð- fræðing. Harder nýtur styrks af Carlsbergssjóði og ætlar að ganga á Vatnajökul. Hann var og á þeim slóðum í fyrra ásamt flugnafræðingi nokkrum dönskum. Skemtiför til Islands. Blaðið Politiken gengst fyrir. ----- Kh. */4- Stórblaðið danska, Politiken, er að unirbúa skemtiferð til íslands bæði fyrir karla konur. Ferðafólkið leggur á stað 6. júlí á Sterling og kemur til Reykjavíkur 15. s. m. Daginn eftir verður lagt af stað í 6 daga ferð til Þingvalla, Geysis og Gullfoss, og 22. verða ferðamenn að vera komnir aftur, því að Sterling fer þann dag aftur til útlanda. Thomsen konsúl! hefir lofað að annast um landferðina. Ekki á ferð þessi að kosta meira en 295 kr. á mann, auk skytnings- eyris, og má það heita ódýrt. Albertí-rannsóknir. Rikisdómskröfur hvaðanæfa. Tengdasonur Albertis. ---- Kh. % Nú um hríð hefir rannsókn staðið gegn Albertí útaf embættisfærslu hans í ráðgjafastöðunni. Eftir ótal próf og vitnaleiðslur í málinu berast nú mjög að honum böndin. Þykir nú auð- sætt, að hann hafi misbeitt valdi sínu hérfilega sér og sínum í vil og heimta nú flest blöð harðlega, að Alberti fari fyrir ríkisdóm. Sjálfur spyrnir hann á móti í lengstu lög, því að eigi þykir manninum árennilegt að vera dreginn fyrir opinberan dóm augliti til auglitis við alþjóðu. Eigi þótti fullvíst, að úr ríkisdómi yrði eftir rannsóknir í lóða- og lotterí- málum, Miðdagspóstsmálinu og fleiri klækjum Albertís, en nú síðustu daga hefir svo mikilsvert atriði komið fram í málinu, að eigi verður hjá komist ríkisdómi. Það hefir sannast, að leikfélag nokk- urt hefir leitað til Trepka Blochs, mála- flutningsmanns, tengdasonar Albertis, og mútað honum með ærnu fé til að útvega félaginu leikleyfi hjá tengda- föðurnum, dómsmálaráðgjafanum, og að Albertí var kunnugt um, að tengda- sonur sinn Jengi margar púsundir, ef hann gœti útvegað leyjið. Albertí veitti leyfið þegar í stað, og er mælt að hann hafi sagt, að meinlaust væri þó að tengdasonur sinn fengi þenna bit- ling. Um líkt leyti synjaði hann öðr- um leikfélögum um sams konar leyfi, og hefir Trepka Bloch borið það fyr- ir dómi, að það hafi verið því að kenna, að hann (Tr. Bl.) hafi eigi ver- ið milligöngumaður. Tjáir nú þinginu eigi að færast undan ríkisdómskröfunni, því að hér er stórvítaverð hlutdrægni deginum ljósari. Ríkisdóm skipa 12 hæstarétt- ardómarar og jafnmargir landsþingis- menn. Formaður er dómstjórinn í hæstarétti. Albertí liggur um þessar mundir sjúkur í íangaspítala og er ókunnugt um þessi nýju og óvæntu gögn i málinu. Hiisbruni í Reykjavík. Kona brennur inni. Aðfaranótt páskadags brann hús við Skólavörðustíg, nr. 35, að köldum kolum, tvíloftað hús, einkar-snoturt, spánnýtt, er átti Samúel Jónsson snikkari (frá Eyrarbakka). Eldsins varð fyrst vör gömul kona, er uppi svaf á efsta lofti hjá dóttur sinni. Þakskonza var sín hvoru meg- in svefnstofunnar. Gamla konan vakn- ar við eitthvert þrusk í annari; fer fram. Þá snarkaði eldur í þekjunni. Það var kl. 3 um nóttina. Hún vek- ur dóttur sína, taka vatnsfötu og ætla að slökka eldinn. En sjá að er of seint. Þá fer móðirin niður að vekja piltana, og biður dóttur sína að koma. Þegar hún kemur aftur með fleira fólki, kalla þau á stúlkuna; en hún anzar ekki. Þeim dettur ekki annað í hug en að hún sé komin út, og forða sér út og undan eldinum. En þegar farið var að grenslast eftir stúlkunni úti, fanst hún hvergi. Hafði veri hætt við öngviti, og ómeg- in visast runnið á hana í reykjarsvæl- unni, enda kafnað sjálfsagt áður eld- urinn náði henni. Húsið brann á tveim tímum; efri tazían orðin alelda þegar slökkvi- liðið kom, hálftíma síðar en kviknaði í, svo að ekki varð bjargað. Upp- tök eldsins talin stafa frá lampa, er piltur hafði farið frá logandi á kvist- inum. Stúlkan sem inni brann hét E 1 í n Einarsdóttir, ógift kona um fer- tugt, ættuð úr Skaftafellssýslu vestri. Ullarverksmiðian á Akureyri Hún er eitt af þeim fyrirtækjum, sem fjárlaganefndin leggur til að lán- að sé fé úr viðlagasjóði og hefir neðri deild samþykt þá tillögu. Vafalaust er stofnun þessi eitt hið þarfasta fyrirtæki, og öll líkindi til, að hún gæti borið sig, ef hún kæmist sæmilega af stað. Eftir skýrslum, er fyrir þinginu liggja, er verksmiðjan nálega fullger, að húsum og áhöldum; en hana vantar aðallega rekstursfé. Hús eru vönduð og vélar af nýjustu gerð, og kostuðu um 120 þús. kr. Fjárskorturinn stafar af því, að áætl- anir um stofnkostnaðinn reyndust of lágar, einkum sökum þess, að járn hækkaði mjög í verði, um það leyti, sem efni og áhöld voru keypt. Af því leiddi, að bæði vélar og vélaskál- inn, sem gerður er úr járni og steini, urðu miklum mun dýrari en áætlað var. En þrátt fyrir þetta hefði verk- smiðjan þó getað tekið til starfa, ef peningaeklan hefði ekki dunið yfir, einmitt þegar verst gegndi, svo hluta- fjársöfnunin stöðvaði, og samstundis tók fyrir öll lán í bönkunum, hvað sem i boði var. Bæjarstjórn Akureyrar og sýslu- nefnd Eyjafjarðarsýslu hafa tekið til íhugunar hvernig landsstjórnin gæti komið fyrirtækinu að sem beztu liði. Þær líta svo á, að hér sé um að tefla þjóðþarfa fyrirtæki, sem ekki megi með nokkuru móti niður falla. Arlega hverfa úr vösum manna hér á landi svo hundruðum þúsunda skiftir til Noregs og Danmerkur upp í vinn- laun á ullina okkar. Klæðaverksmiðjurnar innlendu eru fyrstu tilraunirnar til að stifla þann fjárslaum, og þjóð, þing og stjórn mega ekki horfa á það aðgerðarlaust, að tilraunir þeirra ónýtist, og þeir menn bíði stórtjón, er sýnt hafa þá þjóðrækni, framtakssemi og áræði, að ríða hér á vaðið. Bæjarstjórn og sýslunefnd líta svo á, að hyggilegast og tryggilegast fyrir landið og hagkvæmast fyrirtækinu væri að taka forréttishluti í félaginu, og gerðu ráð fyrir, að bærinn og sýslan tæki X/B af fjárhæð þeirri er félagið þarfnaðist, gegn ®/s landssjóði. Svo telst til, að lyrirtækinu sé vel borgið, ef það fær 60 þús. kr., og þyrfti þá landssjóður að leggja fram 40 þús. kr. í hlutafé. Af þessum 60 þús. yrði helmingurinn eða rúmlega það notaður til þess, að fullkomna verksmiðjuna, en hinn helmingurinn í rekstursfé. Verksmiðjan stæði þá í 150—160 þús. kr., og þó að alt gengi sem verst, ætti fé landssjóðs að vera vel borgið. Að sjálfsögðu ætti landið að eiga þátt í stjórn félagsins, og svo ætti að vera um hnútana búið um eftirlit, að þar gæti ekkert ráðleysi komist að, og því síður féglæfrar eða prettir. Með þessu lagi yrði stofnunin að miklu leyti þjóðareign, en er að því leyti vænlegri til þrifa en hreinar þjóðeignir, að sveitafélögum þeim, sém næst henni standa, og fjölda mörgum einstaklingum, er það fjár- hagslegt áhugamál, að hún þrifist sem bezt. Sjálfs sín vegna eru þeir því knúðir til þess, að hlynna að henni á alla lund. Hér er um að tefla mikilvægan þátt í sjálfstæðisbaráttu vorri. Hvernig má sú þjóð sjálfstæð kallast, er verð- ur að láta aðra vinna utan á sig spjar- irnar? Þinginu er treystandi til, að ráða svo fram úr þessu máli, að fyrirtæk- inu sé borgið, landinu til ómetanlegs gagns og sóma. S. Uppstytta á Balkan Ríkisafsal konungsefnis. Khöfn 6. apríl 1809. Eftir margar flækjur og vafninga má nú heita að greiðst hafi úr flóka þeim, er vofað hefir yfir Iöndunum á Balkan um síðustu mánuði. Serbar hafa farið þar með öllu halloka og orðið að hverfa frá öllum kröfum til Austurríkis. Austurriki færðist fast- lega undan að selja stórveldunum sjálfdæmi um deilu þessa, og svo fór, að þeir fengu sinu framgengt. Serbum var nauðugur einn kostur að láta undan siga, því að' einir höfðu þeir ekki bolmagn á við Austurrikis- menn, en liðsinnis gátu þeir hvergi vænst nema frá Svartfellingum. Nú afvæðast þeir óðum og varaflokkum öllum, er kvaddir voru til herþjón- ustu, hefir verið vísað heim aftur. Serbar treystu liðveizlu Rússa, en þegar hæst stóð herblásturinn, brugð- ust þeir algerlega. Utanríkisráðgjáf- anum rússneska, Csvolsky, var boðið að segja af sér sökum vináttu hans við Serba og annar skipaður í hans stað. Ríkisafsal Georgs Serba-konungs- efni, sem getið var um í simskeyti hér fyrir skömmu, er kent misþyrm- ingu hans á þjóni sínum, en hitt mun þó sannara, að þetta hafi orðið að tilhlutun stórveldanna til þess að tryggja friðinn í Serbiu og sefa hugi manna; en Georg konungsefni var, sem kunnugt er, aðalhvötuður ófriðar- sinna. Sumir segja, að kóngsmorð- ingjarnir gömlu, þeir er vógu Alex- ander konung og Drögu drotningu, hafi komið til ieiðar afsalinu, því að konungsefni kvað hafa heitið því að láta taka þá alla af lífi jafnskjótt sem hann væri kominn til valda. Þeim hefir því litist óvænlegt að eiga hann yfir höfði sér. Síðustu fregnir segja konungsefni ekki farið úr landi, heldur dveljist hann í nágrenni við Belgrad. Búast menn við, að hann sé ekki af baki dottinn enn, þrátt fyrir afsalsbréfið, undir skrifað af sjálfum honum. Mælt er að hann eigi í makki við ýmsa her- foringja og að fjöldi hermanna fylgi honum að málum. Pétur faðir hans, morðvargajöfur er sagður valtur í sessi. Gufusklpiu. S/s Sterling kom páska- dagskvöld með fjölda farþega, nær 30 i efra farrými, innlenda og útlenda. Me?lal út- lendinga vora hæstaréttarmálf'utnin ,smaðnr Sam. Jhonson frá Kristjaniu og skozkur námuverkfræðingur, Thomas Arnatt. Ráðgrjaflnn nýi og förunautar hans hinir for- setarnir komu heim aftur á Sterling páskadagskveld um náttmál. Skipið var alt fánum prýtt og var hleypt af nokkrum viðhafnarskotum, er það hafnaði sig. Mannmergð var meiri en dæmi eru til hér á landi á bryggj- unum og þar nærri upp um strætin, og kváðu við fagnaðaróp lengi eftir, þar til ráðgjafinn gekk fram á þak- svalirnar hjá sér og varpaði fáorðri kveðju á mannfjöldann.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.