Ísafold - 17.04.1909, Síða 1
Kemui út ýmist einu sinni eða tvisvar i
viku. Yerð árg. (80 arkir minst) 4 kr., er-
lendis 5 kr. efca l1/* dollar; borgiat fyrir
mibjan júl (erlendis fyrir fram).
ISAFOLD
Uppsöfrn (akrifleg) bundin viö áramót, er
ógild nema komán sé til útgefanda fyrir
1. okt. og KAupandi skuldlaus viö blabib.
Afgreiösla: Austurstrœti 8.
XXXVI. árg.
Keykjavík laugardaginn 17. apríl 1909.
22. tölublað
í. O. O. F. 89423 sy,.
Vtignlækning ók. 1. og 3. þrd. kl. 2—8 l spítal
^orngripasafn opiö á mvd. og ld. 11—12.
íslftndsbanki opinn 10—2 V* og ö*/*—7.
K. F. U. M. Lestrar- og skrifstofa frá 8 árd. t.il
10 siöd. Alm. fundir fsd. og sd. 81/* síöd.
Uandakotskirkja. Guösþj.91/* og 6 á helgidögum.
Landakotsspitali f. sjúkravitj. 101/*—12 og 4—6
Landsbankinn KM/a—21/*. F-síkastjórn við 12—1.
Landsbókasafn 12—8 og £ -6.
Landsakjalasafnið á þtvt., fmd. og Id. 12—1.
Lækning ók. i læknask. þrd. og fsd. 11—12,
Nátti'irugnpasain (i landab.safnsh.) á sd. I1/*— S.1/*.
Tannlækning ók. í Pósthússtr. 14, l.ogB.md. 11— I
Iðnaðarmenn I
Munið eftir að ganga í Sjúkrasjóð iðnaðarmanna
— Sveinn Jónsson gjk. —
Heima kl. 6 e. m. — Bókhlöðustig 10.
Nýtt sambandsniáls-íleipur.
Svo lagað símskeyti barst oss í
gær frá Kaupmannahöfn.
Berlín getur þess, að sitji hann
í sambandslaganefnd einhvern
tíma síðar meir, muudi hann geta
hugsað til að samþykkja stórum
meira sjálfstæði til handa íslandi
en gert só í Uppkastinu, og jafn-
vel fullan skilnað.
ÞaS er hvorttveggja, að maður þessi,
dr. Knud Berlin, hefir ekki getið sór neinn
fyrirtaks-orðstír til þessa fyrir afskifti
sin af sambandsmáli voru, euda munu
fáir taka mikið mark á þessari ráðagerð
hans um, hvað hann mundi til málsins
leggja, ef hann sæti í millilandanefnd
um það síðar meir.
Hann var að eins ritari í nefndinni
þeirri í fyrra, en alls ekki nefndar-
maður.
Hvað hann hefir fyrir sér um það, að
hann mundi vera skipaður í nýja nefnd,
ef hún hlypi af stokkum, — um það
er ekki hægt neitt að vita eða segja hér
eða að svo stöddu.
Því síður er hægt. neitt um það að
segja, hvort hann mundi þá standa við
það sem hann segir nú, nó hitt, hvort
hann mundi þá ráða miklu í nefndinni
eða litlu sem engu.
Hann þótti koma miður vel fram í
ritarastörfunum, vilja láta vel mikið til
sín taka og að nefndarmennirnir dönsku
færu sem mest eða nær eingöngu að
hans ráðum, en þau þótcu vera lítt
vinsamleg í vorn garð. Hann þóttist
hafa vit á þeim fram yfir nefndarmenn
alla, sögulegt og stjórnarfarslegt vit, og
hafði það verið alt á þá eina bók lært,
að vór hefðum ekkert fyrir oss, íslend-
ingar, um tilkall til þess sjálfstæðis,
er vór höldum fram, heldur mættum
verða fegnir því, er Danir vildu oss
miðla í þá átt, hvort heldur er það
væri smátt eða stórt. Hann á sórstak-
lega að hafa stappað stálinu í formanu
nefndarinnar, J. C. Christensen yfirráð-
gjafa, um að vera ekki að slaka til við
íslendinga.
Hann hefir síðan brugðið upp rödd-
inni öðru hvoru í dönskum blöðum og
verið þá jafnaðarlega eindreginn tals-
maður hins danska meiri hluta í nefnd-
inni, en brugðið fyrir sig öðrum þræði
lausmælgi um það, hvar legið hafi fisk-
ur undir steiui lijá meiri hlutanum, þótt
dult hafi átt að fara. Eu það á að hafa
verið flest oss til óþurftar.
Loks kveður hann upp úr um það,
löngu, löngu eftir að kosningar voru
um garð gengnar hór á landi og forlög
frumvarpsins fyrirfram sýnileg orðin, að
alveg rétt höfum vór (ísafold) haftfyrir
oss um þýðing frumvarpsins, ósamræmi
komi við frumiitið f mjög svo áríðandi
atriðum, og að sá munur hafi horft til
blekkingar við oss íslendinga.
Þessi frammistaða virðist vera öll held-
ur kátleg, og eins og maðurinn só ekki
við eina fjöl feldur.
Fyrir því virðist forsjálla miklu, að
iesta sem minstar vonir við leiðrótting
vors máls í sambandsafstöðunni við Dani
við þessi nýjustu ummæli þessa danska
doktors.
Nýr ráðg'jafi.
Sjaldan hefir annar eins manngrúi
komið saman á götum Reykjavíkur
eins og á páskadagskvöldið, þegar
Björn íónsson steig á land. Eg var
ekki hér í bænum, þegar konungur
kom í hittiðfyrra; en mér hefir verið
sagt, að mannfjöldinn muni ekki hafa
verið öllu meiri þá.
Það hefir yfirleitt ekki leynt sér
undanfarnar vikur, að Reykjavík hefir
fundið til þess, að eitthvað óvenjulegt
hafi verið að gerast, þó að fráleitt hafi
allir gert sér jafn-ljósa né sömu grein
þess. Aldrei hafa menn hér slokað í
sig fregnir af meiri þorsta en meðan
forsetarnir voru í ferð sinni. Og
aldrei rætt þær af meiri áhuga.
Vafalaust er það i augum margra
manna líkast einhverju æfintýri, að
Björn Jónsson skuli vera orðinn ráð-
gjafi. (Hann hefir óbeit á ráð/zerm-
titlinum; og það er auðvitað mein-
fangalaust að hlífa honum við þeim
titli í þessum línum.)
Fyrir fáum árum var vilji alþingis
í ómerkilegum smámálum að engu
hafður, ef hann reið með einhverjum
hætti bág við einhverjar danskar laga-
venjur eða einhverja velþóknun danskr-
ar stjórnar.
Nú þarf meiri hluti alþingis ekki
annað en að benda á þann mann,
sem hann vill að verði æðsti maður
þjóðarinnar og ráðgjafi konungs. Hann
bendir á þann manninn, sem mest
hefir verið rægður við Dani. En
bendingin er viðstöðulaust tekin til
greitia. Það mál hafði í raun og
veru verið með öllu útkljáð áður en
forsetarnir komu til Kaupmannahafnar.
Fyrir einum fjórum árum þótti
meiri hluta alþingis ekkert athugavert
við það, að forsætisráðgjafi Dana skrif-
aði undir skipun ráðgjafa vors. Lang-
ar ræður voru um það fluttar á alþingi
og ályktanir samþyktar því til varnar.
Frá sjónarmiði ríkisheildarinnar þótti
það alveg sjálfsagt. Og í því efni
átti að meta ríkisheildina meira en
íslenzka þjóð.
Nú er Björn Jónsson skipaður ráð-
gjafi með úhdirskrift sjálfs sin. Hann
hefir sömuleiðis skrifað undir hina
rökstuddu tillögu til konungs um, að
hann yrði skipaður ráðgjafi. Og eins
og til enn frekari áréttingar hefir ver-
ið ákveðið, að íslenzk mál, sem leggja
verður fyrir konung í frávist ráðgjafa,
skuli islenzka skrifstofan í Kaupmanna-
höfn afgreiða til konungs, en ekki
dönsk skrifstofa (Kabinetssekretariat)
eins og áður. Konungur hefir yfir
því lýst, að hann vilji enga milliliði
milli sín og íslenzkrar þjóðar aðra en
íslenzka menn.
Óneitanlega eru menn að komast
langt út úr dönskum hugmyndum frá
Nellemanns-árunum.
En þó að skipun Björns Jónssonar
í ráðgjafasessinn sé merkilegur at-
burður, þegar litið er til Dana, er hún
engu ómerkari, þegar litið er til vor
íslendinga.
Björn Jónsson er ekki að eins gagn-
ólíkur þeim mönnum, sem verið hafa
hingað til æðstu valdsmenn þjóðar-
innar. Hann er gagnólíkur þeim
mönnum, sem fyrir skömmum tíma
mundu, að áliti flestra, hafa getað
komið til mála i æðstu valdastöðu
landsins.
Mér er mjög fjarri skapi að gera
lítið ú{ landshöfðingjum vorum. Þeir
hafa verið nýtir og góðir menn, þjóð-
ræknir og alþýðlegir. ísland á þeim
mikið að þakka. En þeir hafa fram-
ar öðru verið skrifstofumenn. Kanselí-
stíllinn hefir ekki eingöngu verið á
embættisbréfum þeirra. Hann hefir að
nokkuru leyti verið á lífi þeirra.
Gætnin hefir verið sú dygðin, sem
mest hefir á borið.
Ekki hefi eg heldur minstu tilhneig-
ing til þess að gera lítið úr Hannesi
Hafstein. Eg get vel trúað því, að
dómur sögunnar um hann verði væg-
ur. Og eg get vel unt honum þess.
Eg get líka vel hugsað mér, að enti
hafi ekki komið fram helmingurinn
af þeim hæfileikum og kostum, sem
hann sé í raun og veru gæddur, og
að hann eigi enn eftir mikla sögu í
lífi þjóðarinnar. Eg sé lika mikinn
mun á honum og landshöfðingjunum.
Skáldsins gætir altaf öðru hvoru. Og
lýðforingjans til mikilla muna.
En eg veit, að eg geri engum
undangenginna, æðstu valdsmanna
vorra rangt með því að segja, að
þeir hafi hvorki verið líklegir til þess
að gerast brautryðjendur nýrra, mis-
skilinna, óvinsælla hugsjóna, né held-
ur hafi þeir gerst það. Eg hygg, að
þeir hafi miklu fremur litið svo á,
sem það væri brýn skylda sín að var-
ast vandlega alla þá útúrdúra hug-
sjónalífsins, sem varpað gætu yfir þá
einhverju skringiljósi — þótt ekki
væri í augum annarra en fáfróðra og
óviturra manna.
Þeir hafa svo sem ekki verið einir
þeirrar skoðunar hér á landi. í þá
átt hefir almenningsálitið áreiðanlega
til skamms tíma farið.
Þeir eiginleikar, sem menn í flest-
um löndutn sérstaklega eigna skrif-
stofumönnum, eru mjög fjarri eðlisfari
Björns Jónssonar. Ekki þarf annað
en að líta á orðfæri hans. Lengra
verður ekki komist. frá hugsjón kan-
selístílsins. Hann orðar naumast svo
hvað fáar línur sem er, að hann sé
ekki auðþektur á þeim. Og með margra
ára starfsemi sem öllum óháður
blaðamaður hefir hann ekki að eins
vanist á að láta hugsanirnar uppi eins
og honum sýnist, heldur og að segja
það, sem honum sýnist.
Hann er þess æfinlega albúinn að
taka að sér sókn og vörn sérhverrar
hugsjónar, sem honum skilst að sé
sannleikur. Og þegar hann leggur
út í þær orrahríðir, er eins og hann
telji sig það engu skifta, hvort margir
eða fáir eru hans megin. Hans verk
er ekki að telja mótstöðumennina,
heldur að sannfæra þá, sem á móti
mæla —, eða að minsta kosti sanna
öðrum það, að andmælendur hans eigi
á röngu að standa. Meira karlmenni
í þeim efnum hefir víst enginn kynst,
hvorki vinir hans né mótstöðumenn.
Og í viðbót við þessa karlmensku-
lund er auga Björns Jónssonar óvenju-
'lega glögt og eyra hans óvenjulega
næmt á nýja hluti. Allir höfum vér
meira og minna af nýbreytni-fælninni.
Öllum veitir oss meira og minna örð-
ugt að átta oss, þegar sannleikurinn
kemur til vor í einhverri nýrri mynd.
Björn Jónsson hefir minna af ný-
breytni-fælninni en flestir menn, sem
eg hefi þekt — áreiðanlega miklu
minna en títt er um menn á hans
aldri. Nýjungarnar vekja fögnuð í sál
hans miklu oftar en tortrygni og mót-
spyrnu.
Þessi tvenn lundareinkenni, sem eg
hefi nú minst á, hafa komið fram i
öllu hans starfi. Eg læt mér nægja
að víkja að tveimur málum.
Annað er bindindismálið. Hann tek-
ur það að sér, þegar það er fyrirlitið
af öllum þorra landsmanna, smánað
af þeim mönnum, sem einkum ráða
almenningsálitinu með þjóð vorri. Að
engum einum manni hefir verið beint
meiri vonzku en honum út af því
máli. Engum einum manni á það
mál meira að þakka en honum. Nú
er hann að leiða það til sigurs á fyrsta
þinginu, sem hann hefir völdin.
Hitt málið er rannsókn dularfullra
fyrirbrigða. Enginn maður hér hefir
tekið þeirri nýjung með hjartanlegri
fögnuði en hann. Enginn maður hér
hefir unnið því ósleitilegra gagn út
á við en hann. Enginn maður hér
hefir teflt jafn-miklu í hættu út afþví
máli eins og hann. Og enginn mað-
ur hefir verið meira rægður og smán-
aður fyrir það mál en hann.
Geta má nærri, að ýmsir vinir hans
hafa lagt kapp á að aftra honum frá
því að leggja sæmd sína í sölurnar
fyrir annað eins mál. Björn Jónsson
hefir svarað: Fyrst Englendingar láta
sér sæma að þola slikt mönnum eins
og Gladstone og Balfour, þá ætti ís-
lendingum ekki að vera of mikið boð-
ið með því að stjórnmálamenn þeirra
leiti sannleikans í þessum efnum eins
og öðrum. — En íslendingar eru
ekki jafn-þroskuð þjóð eins og Eng-
iendingar, hafa vinirnir sagt. — Þá
verða þeir að öðlast þann þroska,
segir Björn Jónsson.
Og við það hefir setið hjá honum,
eins og kunnugt er. Hann hefir aldrei
látið sér skiljast, að hans verk sé að
lúta hleypidómunum og vitleysunni,
en hlaupast frá sannleikannm. Hans
verk hefir verið, eftir þvi sem hann
hefir litið á, að standa þar sem hann
hyggur sannleikann vera, hvað þétt
sem örvarnar hafa að honum drifið.
Og a n n a r r a verk hefi það verið í
hans augum að læra að virða sann-
leikann.
En þétt hefir örvaregnið verið.
Rógurinn og smánanirnar hafa verið
kafþykt mcddviðri. Svo þykt, að nú
finst manni það eins og eitthvert æf-
intýri, að Björn Jónsson skuli vera
orðinn æðstur valdsmaður þessa lands,
eftir kjöri meiri hlutans á þingi og
samkvæmt vilja mikils meiri hluta
þjóðarinnar.
Það er æfintýrið um karlmenskuna,
sannleiksástina, einurðina og dreng-
skapinn, sem vinna sigur. Gott er,
þegar þau æfintýri gerast með þjóð
vorri I
'-Um breytingarnar, sem gerast muni
með þjóð vorri fyrir þá sök, að þessi
ráðgjafaskifti hafa nú orðið, ætla eg
ekki að fjölyrða. Fæst orð hafa þar að
sjálfsögðu minsta ábyrgð, þó að eg væri
miklu kunn ugri fyrirætlun u m ráðgj afan s
en eg er. Enda eru þær breytingar ekki
síður á valdi flokks hans og þjóðarinn-
ar i heild sinni en hans. En bent get
eg á einstök atriði í skoðunum hans,
sem mér er kunnugt um, og eg tel
víst að hafi áhrif á stjórnmála-atferli
hans.
Hann hefir hið mesta traust á kven-
þjóðinni. Hann trúir því, að hrein-
leikur, samvizkusemi og ást á hug-
sjónunum mundi eflast til mikilla
muna í stjórnmálum vorum, ef kon-
urnar koma þar til sögunnar. Fyrir
því virðist mér annað óhugsandi en
að hann muni af mikilli alúð vinna
að því, að fá framgengt á stjórnar-
árum sinum þeirri mikilsverðu breyt-
ingu, að konur fái fult jafnrétti við
karla í málum þessa latids.
Hann hefir alveg óvenjulega rnikihn
samhug með og traust á æskulýð
landsins, enda er hann sjálfur svo
ungur í anda, að líkara er manni á
tvítugsaldrinum en á sjöunda ára-
tugnum. Eg gæti trúað því, að ekk-
ert hans áhugamála sé honum hjart-
fólgnara en það, að geta stuðlað að
því að hjálpa sem flestum æskumönn-
um þessa lands út úr þoku gjálífisins
og hugsunarleysisins út í sólskin hug-
sjónalífsins. Leiðirnar út úr þokunni
eru vitanlega margar. Eg skal láta
ósagt, hverjar þeirra hann hyggur
greiðfærastar. En hitt veit eg, að
hann ann þeim öllum.
í hinum almennu framfaramálum
landsins veit eg, að það er fram-
leiðslan, sem hann vill leggja mest
kappið á. Hann vill láta önnur fyrir-
tæki, svo sem brautir og síma, bíða,
að svo miklu leyti, sem unt er, hent-
ugri tíma — þess, að eitthvað hægist
um fjárhagiun — ef ekki verður séð,
að þau efli framleiðsluna i bráð að
verulegum mun. Hann vill ekki ein-
göngu stuðla að aukinni ræktun lands-
ins og efling fiskiveiðanna, heldur
jafnframt að því, að afurðir landbún-
aðarins og sjávarútvegarins verði unnar
hér á landi með þeim hætti, sem út-
lendur markaður vill hafa þær. Til
þeirra framkvæmda og allra annarra
framfara vill hann nota aðstoð og
þekkingu útlendra manna, ef þess
gerist þörf, en með þeim hætti ein-
um samt, að völd og eignir séu í
höndum hérlendra manna. Slíkar
framkvæmdir telur hann með undir-
stöðuatriðunum undir sjálfstæði þjóð-
arinnar.
Og vitanlega er sjálfstæði þjóðar-
innar aðalhugsjón hans í stjórnmál-
unum.
Honum er það ef til vill að þakka
meira en nokkurum einum manni
öðrum, að þingið, sem nú er háð,
er svo skipað, að það er ófáanlegt til
að tortíma sjálfstæðisvonum þjóðar-
innar með því að játast inn í inn-
limun alríkisheildarinnar. Danir viður-
kenna nú sjálfir, að til þess hafi verið
stofnað með Uppkastinu, og að sögu-
sagnir hér á landi á undan kosning-
unum og fortölur, sem því voru
gagnstæðar, hafi verið markleysa ein.
Skipun Björns Jónssonar í ráðherra-
sessinn er tákn og innsigli þess, að
þjóðin reis öndverð gegn þeirri ráða-
gerð.
Ljóst er honum það að sjálfsögðu,
að þjóðin getur ekki látið við það
lenda að hrinda af sér þeirri hættu.
Húu verður að leggja út á leiðiaa að
sjálfstæðistakmarkinu. Hann hefir
þegar í utanför sinni látið uppi við
Dani, sem sina sannfæring og stefnu-
skrá, þær hugsjónir íslendinga, sem
lengst fara í sjálfstæðisáttina, — hvað
sem rógberar íslendinga segja um
það mál. Hann hefir gert það með
góðum orðum og afneitun allrar
óvildar hér á landi í Dana garð, eins
og líka var sjálfsögð skylda hans. En
hann hefir gert það svo ljóst, að sum
afturhaldsblöðin dönsku hafa ausið
hann illmælum fyrir það, eftir er þau
fengu tóm til að átta sig á, hvað í
orðum hans var fólgið.
Hann vill leggja alt kapp á að
sannfæra Dani með góðum orðum og
»skynsamlegu viti«, eins og Snorri
sagði, um það, að kröfur vorar séu rétt-
mætar og þeim með öllu hættulausar.
En hann veit það, sem allir skyn-
samir menn vita, að það gerist ekki
fyrsta daginn. Og hann veit líka, að
uadir sjálfstæði voru verða fleiri stoðir
að standa.
Skilji eg hann rétt, ætlast hann til
þess, að störf þessa þings beri þess
óræk merki, áður en lýkur, að sjálf-
stæðisbarátta vor sé hafin af góðri
fyrirhyggju, ekki eingöngu með um-
ræðum og ályktunum um sambands-
málið sjálft, heldur og á öðrum
svæðum.
Einar Hjörkijsson,