Ísafold - 04.05.1909, Síða 2
98
ISAFOLD
— Það er að segja hljóðin í lands-
búum, því að drotningin er á íótum
enn. Alt til þessa hefir illa tiltekist
með drotninguna, eins og flestir vita,
en nú hefir það blessast, og Hollend-
ingar kváðu vera viti sinu fjær af
kviðablöndnum fögnuði. Fara kynja-
sögur miklar af gauraganginum þar,
mannsöfnuði, óhljóðum og skotbún-
aði. Fæði drotningin sveinbarn, á að
skjóta 102 fallbyssuskot, en 51 ella.
Sagt er að Hinrik prins, maður
drotningarinnar, sé milli vonar og ótta,
því að Hollendingar hafa lagt fæð á
hann undanfarið vegna slysni drotn-
ingar og nú er sagt að þeir muni
skella á hann allri skuldinni ef illa
gengur, og sjálfsagt þykir þeim við
hann, ef drotningin fæðir meybarn.
Sagt er að það þyki nú »hæst-
móðins* í Hollandi hjá konum, að
vera þungaðar, og kvað úa og grúa
af óléttu kvenfólki á götum Haag-
borgar. Blaðamenn streyma að úr
öllum álfum heims til þess að vera
viðstaddir þenna mikla atburð.
[Síðan hefir þetta frézt frá Khöfn:
Nú er fjölgað hjá drotningunni í
Hollandi.
Barnið er — s t ú 1 k a].
Mannalht.
Hammershaimb, fyrv. pró-
fastur í Færeyjum, lést nýlega hér í
Höfn, fjörgamall. Honum eiga Fær-
eyingar mikið upp að inna, hann hefir
skapað færeyska ritmálið, gefið út
Færeyingasögu, sýnishorn færeyskra
bókmenta o. fl.
Hann er einn af þjóðhetjum eyjar-
skeggja — Eggert Ólafsson Færey-
inga, ef ekki meira.
Snemma i þessum mánuði andað-
ist Guðrún Ragnhildur
Lambertsen, Hjálmarsen, ekkja
eftir (Guðmund?) Lambertsen kaup-
mann í Reykjavík og móðir Níels
Lambertsens heitins læknis. Hún lézt
hjá syni sínum í Kaupmannahöfn,
Þorsteini Lambertsen úrsmið, og
dætrum sínum, Sigríði og Hólmfríði.
Svipall.
Lög frá alþingi.
15. Um almennan elli-
sty rk.
1. gr. í hverjum kaupstað og hreppi
á landinu skal stofna styrktarsjóð handa
ellihrumu fólki. í sjóð þennan renn-
ur styrktarsjóður handa alþýðufólki,
sem til er í kaupstaðnum eða hreppn-
um.
Sjóðir þessir skuli styrktir með ár-
legu tillagi úr landssjóði, er nemur
50 aurum fyrir hvern gjaldskyldan
mann til sjóðsins það ár.
2. gr. Gjaldskyldir til ellistyrktar-
sjóðsins eru allir, karlar og konur,
sem eru fullra t8 ára og ekki yfir 60
ára, nema þeir, er nú skal greina:
a. Þeir, sem njóta sveitarstyrks.
b. Þeir sem fyrir ómaga eða ómög-
um eiga að sjá, sem og þeir,
er fyrir heilsubrest eða af öðrum
ósjálfráðum ástæðum eigi geta
unnið fyrir kaupi, ef þessir menn
hvorirtveggja að áliti hrepps-
nefndar eru fyrir fátæktar sakir
ekki færir um að greiða gjaldið,
enda greiði ekkert aukaútsvar.
c. Þeir, sem sæta hegningarvinnu.
d. Þeir, sem hafa tryggt sér fé til
framfærslu eftir 60 ára aldur, að
upphæð 150 kr. á ári að minsta
kosti.
3. gr. Hver gjaldskyldur karlmað-
ur greiðir í styrktarsjóðinn 1 kr. 50
a. á ári en kvenmaður 75 aura.
4. gr. í ellistyrktarsjóð rennur
gjald fyrir leyfisbréf til lausamensku
samkv. x. gr. í lögum nr. 3, 2. febr.
1894 um breytingu á tilskipun um
lausamenn og húsmenn á íslandi 26.
mai 1863 og viðauka víð hana.
5. gr. Hreppsnefndir skulu fyrir
lok janúarmánaðar ár hvert semja skrá
um alla þá, er gjaldskyldir eru í hreppn-
um til styrktarsjóðsins. I kaupstöð-
um semja 3 menn, er bæjarstjórnin
kýs úr sínum flokki, skýrslur þessar.
Á skrána skulu þeir settir, er lögheim-
ili hafa í kaupstaðnum eða hrepnum
hinn 1. janúar; sé vafi um heimilis-
fang manns, skai hann settur á skrá
í þeim kaupstað eða hreppi, þar sem
hann dvelur um áramótin. Á skrána
skulu þeir settir, sem eru fullra 18
ára hinn 1. janúar, og sömuleiðis þeir
sem ekki eru fullra 60 ára hinn sama
d;ig. Skráin skal rituð á prentuð
eyðublöð, er stjórnarráðið útbýtir.
Lögreglustjórinn í Reykjavík og hver
prestur, að því er prestakall hans snert-
ir. er skyldur til að láta nefndum
þessum í té skýrslur þær, er nauðsyn
krefur, úr manntalsskýrslum í Reykja-
vík og sálnaregistri annarstaðar.
6. gr. Auk þess, sem gjaldendur
eiga að greiða gjöld sín til ellistyrkt-
arsjóðsins hver fyrir sig þá eru menn
og skyldir til að leggja fram gjöldin
fyrir aðra svo sem nú segir:
a. Kvongaðir menn eiga að inna
af hendi styrktarsjóðsgjald fyrir
konur sínar, meðan hjónaband-
inu er ekki slitið með lögum,
enda séu þau til heimilis í sama
hreppi.
b. Foreldrar og fósturforeldrar eiga
að inna af hendi styrktarsjóðs-
gjald fyrir börn sín og uppeld-
isbörn, sem vinna hjá þeim, eru
á þeirra vegum éða þeir kosta
til náms.
c. Húsbændur eiga að greiða styrkt-
arsjóðsgjald fyrir hjú sín og
annað þjónustufólk sitt.
d. Iðnaðarmenn eiga að greiða
styrktarsjóðsgjald fyrir starfsmenn
sína (iðnnema og sveina).
e. Kaupmenn verzlunarstjórar og
aðrir verkabændur eiga að greiða
styrktarsjóðsgjald fyrir þá, sem
eru í fastri þjónustu hjá þeim,
ef þeir eiga ekki sjálfir heimili
forstöðu að veita.
f. Húsráðendur eiga að greiða
styrktarsjóðsgjald fyrir lausamenn
og lausakonur, sem hjá þeim
hafa lögheimili síðasta vistarár,
svo og fyrir húsmenn, sem ekki
hafa húsnæði út af fyrir sig.
Nú eru þessir menn öreigar að á-
liti hreppsnefndar eða bæjarstjórnar,
og fellur þá niður skylda þeirra til að
greiða styrktarsjóðsgjöld fyrir aðra, sem
þá skulu sjálfir greiða gjaldið. Þeir,
sem greiða styrktarsjóðsgjöld fyrir
aðra, hafa rétt til þess, að telja þau
þeim til skuldar, sem gjaldskyldir eru,
svo og til að halda gjaldinu eftir af
kaupi þeirra eða launum.
9. gr. í kaupstöðum skulu bæjar-
fógetar, en í sveitum sýslumenn, inn-
heimta gjaldið á manntalsþingum og
koma því á vöxtu í aðaldeild Söfnun-
arsjóðsins. Innheimtumenn fá 2%
fyrir innheimtuna.
10. gr. í kaupstöðum skulu bæjar-
fógetar, en í hreppum sýslumenn, hafa
á hendi reikningshald sjóðanna og
geyma eignarskilríki þeirra. Reikning-
ar sjóðanna fyrir hvert ár skulu fyrir
lok janúarmánaðar sendir hlutaðeigandi
bæjarstjórn eða sýslunefnd og kýs
bæjarstjórnin eða sýslunefndin 2 menn
til að endurskoða þá, en bæjarstjórnin
eða sýslunefndin úrskurðarreikningana.
í kaupstöðum sendir bæjarstjórnin
stjórnarráðinu árlega skýrslu um hag
ellistyrktarsjóðanna; samskonar skýrslu
sendir sýslunefudin stjórnarráðinu. í
stjórnartiðindunum skal árlega birta
skýrlu um hag styrktarsjóðanna í hver-
jum kaupstað og hverri sýslu.
11. gr Árgjöld til ellistyrktarsjóð-
anna má taka lögtaki samkvæmí lög-
um 16. desbr. 1885 um lögtak eða
fjárnám án undanfarins dóms eða sátt-
ar, og hafa styrktarsjóðsgjöld sama
forgangsrétt í dánar- eða þrotabúi gjald-
enda, eins og skattar eða gjöld til
landssjóðs.
12. gr. í hverjum kaupstað og hreppi
skal á ári hverju að jafnaði, ef verð-
ugir umsækjendur hafa gefið sig fram,
úthluta 2/3 hlutum af gjaldi því, er
það ár ber að greiða til ellistyrktar-
sjóðsins í kaupstaðnum eða hreppnum,
og enn fremur hálfum styrk þeim, er
lagður er til styrktarsjóðsins úr lands-
sjóði á árinu, svo og hálfum vöxtun-
um af styrktarstjóðnum fyrir næsta ár
á undan.
13. gr. Sýslumaður skal fyrir lok
júlímánaðar ár hvert skýra hrepps-
nefndunum frá því, hve mikil fjár-
hæð komi til úthlutunar á árinu úr
styrktarsjóðum hreppanna, og hin
sama skylda hvílir á bæjarfógetanum
gagnvart bæjarstjórn, en hreppsnefnd-
ir og bæjarstjórnir skulu síðan birta
þetta í hreppnum eða kaupstaðnum á
venjulegan hátt fyrir lok ágústmán-
aðar.
14. gr. Styrk þann, er árlega skal
úthluta, veita bæjarstjórnir og hrepps-
nefndir ellihrumum fátæklingum, sem
eru fullra 60 ára að aldri eða þar yfir,
og heima eiga í hreppnum eða kaup-
staðnum, án tillits til þess, hvar þeir
eru sveitlægir, svo framarlega sem
umsækjandi á framfærslurétt hér á
landi og hefir ekki þegið sveitarstyrk
5 síðustu árin; þó er sveitarstjórn
heimilt að veita elltstyrk konu, er
skilið hefir við mann sinn að borði og
sæng eða að lögum eða orðið ekkja,
þótt maður hennar hafi þegið sveitar-
'styrk meðan þau voru saman og eigi
séu liðin 5 ár frá því hann þá af
sveit.
Þegar sérstakar, knýjandi ástæður
eru fyrir hendi, er sveitarstjórn enn
fremur heimilt að veita styrk þann,
er hér um ræðir, heilsubiluðum fá-
tæklingum, þótt ekki séu þeir orðnir
sextugir að aldri.
Styrkur til lækninga, borgun fyrir
meðul, sjúkrahúsvist, umbúðir og slíkt,
telst eigi sveitarstyrkur, þá er um elli-
styrk er að eiga.
Við úthlutun styrksins skal einkum
hafa það fyrir augum, hve mikil og
brýn þörf umsækjanda er og hvort
hann er reglusamur og vandaður mað-
ur.
15. gr. Þeir, er vilja fá styrk úr
ellistyrktarsjóði, skulu fyrir lok sept-
embermánaðar ár hvert senda skrif-
lega beiðni um styrkinn til hlutað-
eigandi bæjarstjórnar eða hreppsnefnd-
ar, og á umsóknarbréfið að fela í sér
þær upplýsingar, sem með þarf til
þess að geta dæmt um verðleika um-
sækjanda.
Beiðninni skulu fylgja vottorð ein-
hvers málsmetandi manns um það, að
upplýsingar þær, er í beiðninni standa,
séu sannar.
16. gr. Styrkurinn veitist fyrir lok
októbermánaðar. Hann veitist fyrir
eitt ár í senn, og má ekki vera undir
20 krónum og ekki yfir 200 kr.
Landsstjórnin setur nánari reglur
um úthlutun styrksins.
17. gr. Ef engin umsókn um styrk
úr ellistyrktarsjóði berst til bæjarstjórn-
ar eða hreppsnefndar eða aðrar gildar
ástæður valda því, að eigi þykir rétt
1 að úthluta öllu því fé, sem um er
rætt í 11. gr., skal það, sem afgangs
verður, lagt við innstæðu sjóðsins.
18. gr. Lög þessi öðlast gildi 1.
jan. 1910 og ber að innheimta elli-
styrktarsjóðsgjöld samkvæmt þeim í
fyrsta skifti á manntalsþingum 1910.
19. gr. Lög um styrktarsjóði handa
alþýðufólki 11. júlí 1890 og lög um
breyting á lögum um styrktarsjóði
handa alþýðufólki 18. desbr. 1897 eru
úr lögutn numin.
16. Um breytingálögum
um kosningar til alþingis
frá 3. okt. 1903.
1. gr. Aukakjörskrá þá, sem um'
er iætt í 12. gr. laga um kosningar
til alþingis 3. okt. 1903, skal semja í
maímánuði, svo að hún sé fullbúin
15. dag þess mánaðar, og skal hún
þann dag lögð fram til týnis á sama
eða sömu stöðum og aðalkjörskrá og
liggja frammi næstu 7 daga. Á auka-
kjörskrá skulu þeir settir, er ekki hafa
kosningarrétt, er kjörskrá gengur í
gildi (1. júlí), en vitanlegt þykir að
fullnægja muni skilyrðum þeim, sem
til kosningarréttar þurfa, einhvein tíma
á árinu, er kjörskrá gildir fyrir, svo
og þeir, sem ekki var vitanlegt um,
er aðalkjörskrá var samin, að mundu
fullnægja þessum skilyrðum fyrir 1.
júlí. Enn fremur skal setja á auka-
kjörskrá þá kjósendur, er fallið hafa
burt af aðalkjörskrá og einhverra or-
saka vegna hafa ekki átt kost á að
koma fram með aðfinslur við kjör-
skrána í tæka tíð.
2. gr. Með kærur og aðfinningar
við aukakjörskrá skal fara sem við að-
alkjörskrá, en þó svo, að frestir allir
séu Vs styttri og að samrit aukakjör-
skrár skuli sent oddvita yfirkjörstjórn-
ar fyrir 1. júli.
3. gr. Frestur sá, sem er ætlaður
yfirkjörstjórn í 21. gr. kosningarlag-
anna_ til að fullgera kjörseðla, skal
vera 10 dagar.
4. gr. Nú deyr frambjóðandi, áður
en kosning fer fram, en eftir að fram-
boðsfrestur er liðinn eða á næstu 3
sólarhringum fyrir það tímamark. Þá
má annar maður innan 8 daga bjóða
sig fram til þingmensku, ef fullur
helmingur meðmælenda hins látna eru
meðai meðmælenda hans.
Ef fresta þarf kosningu í kjördæm-
inu af þessum ástæðum, stofnar stjórn-
arráðið til nýrrar kosningar þann veg,
sem fyrir er mælt í 54. gr. kosningar-
laganna.
5. gr. Almennar reglulegar kosn-
ingar til alþingis, sem ákveðið er að
fari fram 10. dag septembermánaðar,
með 25. gr. kosningarlaganna, skuln
hér eftir fram fara fyrsta vetrardag.
6. gr. Ef kjósandi skýrir kjörstjórn
frá því, að hann sé eigi fær um að
kjósa á fyrirskipaðan hátt, og færir
sérstakar ástæður til, er kjörstjórn
metur gildar, skal sá úr kjörstjórninni,
er kjósandi nefnir til, veita honum
aðstoð til þess í kjörherberginu. Þetta
skal bókað í kjörbókinni að tilgreind-
um ástæðum.
7. gr. Þá er kosning þingmanns
er ógilt samkvæmt 29. gr. stjórnar-
skrárinnar, sbr. 41. og 48. gr. kosn-
ingarlaganna, skal stjórnarráðið skipa
fyrir um nýja kosningu svo fljótt sem
verða má.
8. gr. Nú ferst kosning fyrir í ein-
hverjum hreppi á hinum ákveðna degi
sökum óveðurs eða af öðrum óvið-
ráðanlegum orsökum, kveður þá undir-
kjörstjórn til kjörfundar af nýju þann
veg, sem mælt er fyrir um í öðrum
málslið 51. gr. kosningarlaganna.
17. Um aðleggja jörðina
Naust í Hrafnagi 1shreppi
í Eyjafjarðarsýslu undir
lögsagnarumdæmi og bæjar-
félag Akureyrarkaupstaðar.
18. Um breyting á lögum
nr. 3, 4. febr. 1898 umað-
greining holdsveikra frá
öðrum mönnum og flutn-
ing þeirra á opinberan spí-
t al a.
HafnarpÍ8tiil.
Jóhannes Jósefsson & Co.
í Cirkus.
Fyrsta kvöltlið.
Vesturbrú heitir einn hluti Kaup-
mannahafnar. Þar eru hallir miklar
og kvennafar — eins og Gröndal seg-
ir í Heljarslóðarorustu. Vændiskon-
ur eru þar eins og mý á mykjuskán
— seiðskrattar, sitjandi úti á kross-
götum. Þar er, með öðrum orðum,
miðstöð bæjarins, sá hlutinn, sem
mestan hefir á sér stórbæjarbraginn.
Ein af þessum höllum er Cirkus.
Þar eru saman komnir menn af öll-
um þjóðum, karlar konur og börn,
til þess að sýna sig fyrir peninga og
íþróttir sínar. Þar eru sýndar alls-
konar glímur og aflraunir, hopp, stökk,
hlaup, leikar, dansar og aðrir fimleikar.
Þar er og látið öllum illum látum
og þar striplast karlar og konur feimn-
islaust.
Þar eru þeir félagar, Jóhannes Jós-
efsson og glímumennirnir fjórir, ráðn-
ir frá 16. apríl til mánaðarloka, til
þess að sýna íslenzka og japanska
glímu. Er íþrótt þeirra nefnd á leik-
skránni íslenzk víkingaglíma og er
auglýst drjúgum í blöðum og á gatna-
mótum.
A tilteknum degi, 16. þ. m., sýndu
þeir sig fyrsta sinn og voru þá
margir íslendingar viðstaddir eins og
vænta mátti.
Cirkus er opnaður kl. 8 síðdegis
og standa leikarnir yfir nærri fjórar
stundir. Húsinu er fyrir komið
sem leikhúsi að mestu leyti og
tekur það mörg hundruð manna, þar
er alloftast fullsetinn bekkur og svo
var þetta kvöld. Leikskráin er venju-
lega hin sama heilan mánuð í einu,
frá fyrsta til síðasta dags í hverjum
mánuði. Þó ber við, að út af er breytt
og svo var þetta sinn. Glímunni
var bætt inn i um miðjan mánuðinn
og svo til hagað, að hún skyldi sýnd
síðust á skránni, næst á undan kvik-
myndum, en þær reka altaf lestina.
Það þykir venjulega bezt að vera síð-
astur á skránni, en svo fór í þetta
skifti, að komið var töluvert los á
fólkið og menn teknir að tínast burt
um það leyti, er glímurnar hófust.
Á tólfta tíma komu kapparnir inn,
búnir sem fornmenn í litklæðum.
Danskur maður, Erikstn að nafni,
stallmeistari, hafði orð fyrir þeim,
skýrði frá íþróttum þeirra i fám orð-
um og sagði fyrir um glímuna.
Tókust þeir siðan á og glímdu
nokkra stund tveir og tveir. Jón
Pálsson og Jóhannes Jósefsson sýndu
brögðin, en hinir tveir, Jón Helgason
og Kristján Þorgilsson, glímdu kapp-
glímu.
Sjá mátti þegar, að mennirnir voru
ekki svo vanir leiksviði sem skyldi
og kunnu engan veginn að sigra
áhorfendur eins og þeir hefðu getað.
Misráðið var að sýna íslenzk glímu-
brögð öðru visi en i kappglímu og
það dró úr öllum áhrifum og spenn-
ingi meðal áhorfenda, að Jón Páls-
son datt þegar við hvert bragð, er
Jóhannes lagði á hann. Raunar bætti
það nokkuð úr að hinir tveir glímdu
kappglímu, en hún fór ekki eins vel
og skyldi. Mennirnir notuðu ætið
sörnu brögðin — héldu hvor öðrum
uppi á bringunni á víxl. Þetta varð
æði einhliða, og þeim, er séð hafa
vel glímt heima, þótti lítið til koma.
Síðan glímdu þeir all-lengi japanska
glímu (Tiu-Jitsu), þeir Jóhannes og
Jón Pálsson. Voru þar á sömu ann-
markarnir — Jón féll undir eins við
fyrsta bragð og síðan aftur og aftur,
eins og hann mætti sér enga vörn
veita.
Því næst réð Jón Pálsson á Jóhannes
með slaghanzka á höndum sem hnefa-
leikamaður og seinna með hnífi, all-
mikilli sveðju, og reyndi ýmist að
berja hann, eða Ieggja með kutanum,
en Jóhannes varðist fyrst með íslenzk-
um glímubrögðum, en seinna með
japönskum.
Ekki fór þetta heldur eins vel úr
hendi eins og vera átti. Jón kunni
sýnilega lítt til hnefaleika og urðu
því aðfarirnar fremur slittislegar, þegar
hann slæmdi höndunum til Jóhannesar.
Eins fór með banatilræðin með hnífn-
um. Þó að Jón gerði sig allgeigvæn-
legann á svipinn, var hann eigi nógu
snar í snúningum og miðaði hnífn-
um venjulega fyrir ofan höfuð Jó-
hannesi. Gat þetta því vel litið út
sem látalætis-sjónhverfingar,þó að sann-
leikurinn sé sá, að nái Jóhannes eigi
að afstýra laginu, getur Jón eigi stöð-
vað hnífinn. En þetta kom eigi
nógu vel í Ijós. Allir áttu að vera
milli vonar og ótta.
Líkt fór og þegar þeir réðu allir
þrír á Jóhannes einan og hann þurk-
aði sig af þeim öllum. Hreyfingar
urðu of seinar og sleifaralegar, ham-
farir eigi nógu miklar af beggja hálfu,
verjanda og áhlaupsmanna. Með meiri
iðkun og meiri fimleika hefði þetta
átt að verða miklu áhrifameira.
Loks sýndi Jóhannes afl sitt með
því að leggjast nærri nakinn upp í
loft með hendur og fætur L tveim
háum grindastokkum, en skrokkinn
annars á lofti, og lét síðan leggja 500
enskra punda (ca. 450 pd.) þungan
steðja úr járni oían á kvið sér og
berja á hann með þungri sleggju nokkr-
um sinnum. Stóðst Jóhannes þetta
án þess að kikna hið mináta eða láta
undan. Þessu var fagnað með mikl-
um lófaskellum.
Áhorfendur. Viðtökur.
Þrátt fyrir þessa ágalla, er sjálfsagt
má bæta úr flestum eða öllum með
tímanum og æfingunni, og þ átt fyrir
losið og þysinn á bekkjunum, varð
eigi annað séð en að áhorfendum
hefði líkað vel, íramar öllum vonum.
Var klappað allmikið fyrir glímumönn-
um, einkum upp á síðkastið. Sýnir
þetta ljóslega, að íslenzk glíma getur
átt mikla framtíð fyrir höndurn á út-
lendu sjónarsviði, ef vel er fyrir komið
og fimlega og kænlega hagað hreyf-
ingum öllum og brögðum, hraðari tök
og lengri sviftingar. Þetta hljóta glímu-
mennirnir að sjá og læra smám sam-