Ísafold - 02.06.1909, Side 1
Kemui út ýmist einu sinni eða tvisvar í
viku. Yerö árg. (80 arkir minst) 4 kr., er-
lendis 5 kr. e7)a 1V* dollar; borgist fyrir
mibjan júl (erlendis fyrir fram).
ISAFOLD
Uppsögn (skrifleg) bundin viö Aramót, er
ógild nema komin só til útgefanda fyrir
1. okt. og aaupandi skuldlaus vib blabiö.
Afgroibsia: Austurstræti 8.
XXXVI. árg.
Iteykj avík miðvikudaginn 2. júní
1909
33. tðlublað
I. O. O. F. 906119.
Augnlækning ók. 1. og 3. þrd. kl. 2—3 í spítal
Porngripasafn opib á mvd. og ld. 11—12.
íslandsbanki opinn 10—2 */* og öJ/a—7.
K. F. U. M. Lestrar- og skrifstofa frá 8 árd. til
10 siöd. Alm. fundir fsd. og sd. 8 x/a siðd.
Landakotskirkja. öubsþj.ðVt og 6 á helgidögum.
Landakotsspitali f. sjúkravitj. 10ljt—12 og 4—5
Landsbankinn 101/*—21/*. B^akastjórn við 12—1.
Landsbókasafn 12—8 ogr £ -ð,
Landsskjalasafniö á þt«t., fmd. og Id. 12—1.
Lækning ók. i læknask. þrd. og fsd. 11—12.
Náttúrugripasaín (i landsb.safnsh.) á sd. I1/*—21/*.
Tannlækning ók. i rósthússtr. 14, l.ogð.md. 11- *
Iðnaðarmenn I
Munið eftir að ganga i Sjúkrasjóð iðnaðarmanna
— Sveinn Jónsson gjk. —
Heima kl. 6 e. m. — Bókhlöðustlg 10.
Pétuf 1. Thoisteinsson
Lækjartorg
R ey kj avík
kaupir gegn peningum íslenzkar vör-
ur, svo sem gotn, sundmaga og salt-
fisk nr. 1 af öllum tegundum, ýmist
fullverkaðan eða upp úr salti, einnig
dún, selskinn o. fl.
FaxaflóaMturil IHGOLFUR
fer til
Borgarness júní io., 18., 20., 27.
Akra og Búða júní 3.
Keflayíkur og Garðs júní 7., 16.,23.,30.
Grindavíkur júní 7.
Garðs júní 14.
Sandgerðis júní 23.
Stokkseyrar júní 30.
Heilsuhælið á
VífLlssteðum.
Hornsteiiin að því lagður
31. maí 1009,
Meira en 3,000 manns
þar saman komin.
Annan í hvítasunnu, mánudaginn
31. maí, var lagður hornsteinninn að
því mikla og merkilega stórhýsi,
Heilsuhælinu. Þar var saman kominn
slikur mannsafnaður, að fáséður er
jafnmikill í höfuðstað landsins sjálf-
um, þegar mest er um að vera, enda
að kominn úr öllum nærsveitunum,
auk Reykjavíkur og Hafnarfjarðar, sem
lögðu til mestan rnannfjöldann: sjálf-
sagt nokkuð á fjórða þúsund manns,
er sumt hafði farið sjóleiðis á Ingólfi
um morguninn til Hafnarfjarðar, en
gengið þaðan, en sumt ríðandi, ak-
andi, hjólandi eða gangandi alla leið.
Veður var gott urn daginn: svalt með
sólu.
Hælisstæðið skein alt í fánum um
daginn.
Athöfnin hófst kl. 4 síðdegis uppi
á fánaskreyttum ræðupalli við útsuður-
hornið hleðslunnar, hófst á því, að
sungið var kvæði það, er Guðm. Guð-
mundsson hafði gert og prentað er
hér á öðrum stað í blaðinu, sungið
undir forstjórn hr. Sigfúsar Einars-
sonar og af söngsveit hans, karlakór.
Þá fluttu ræður hver eftir annan, þær
er hér eru prentaðar í blaðinu, þeir
Klemens Jónsson landritari, formaður
Heilsuhælisfélagsins, G. Björnssonland-
læknir og Björn Jónsson ráðgjafi, er
las að lokum upp bókfellsskrá, þá er
á var ritin frásögn um stofnun Heilsu-
hælisfélagsins og um það, er lagður
var hornsteinninn að hælinu, hverir
nú eru æðstu embættismenn landsins,
hverir í framkvæmdarstjórn Heilsu-
hælisfélagsins, hverir verkstjórar að
hælinu m. fl. Þetta skjal var lagt í
blýhylki, er var síðan lóðað aftur, og
lagt í þar til gerða hola undirstöðu-
hleðslu, er ráðh. múraði yfir.
Þá var sungið að lokum kvæði
Þorsteins Erlingssonar.
Athöfnin stóð nær U/2 tíma.
Heilsuhælisljóðin.
I.
Yér heyrðnm oft þá erfikenning,
að enginn fresti dauðastnnd!
En obs er vaxið vit og menning
og vofum slikum lokuð sund. —
Er heim oss sótli »svarti dauði«,
hér sat að völdum þessi trú.
En skelfir heimsins, hviti dauði,
þér hjálpar ekki kenning sú.
Þeim fjölgar hratt, þtim grænn gröfum,
sem geyma lands vors æsknþrótt,
og ljósum tárum leiðin höfnm
vér laugað bæði dag og nótt,
og yfir dánum vonnm vakað
hjá vorum kærstu langa hrið
og — getað okkur sjálfa sakað
um sýking þeirra og dauðastrið.
Hér sjást nm vit og mannúð merki:
að mýkja þjániog krossberans,
og guð er með í góðu verki,
að glæða ljósin kærleikans.
Hér skal sá helgi huliðskraftur
oss hefja og bera ljósi mót,
og gefa dauða-dæmdum aftur
hið dýra frelsi og meinahót.
Hér streymir heilnæmt loft nm lindir,
sem líða fram með hægum nið;
á ijóssins öldnm svannr syndir,
af söngvnm himinn kveður við;
á kvöldin þýtnr þröstnr glaðnr
með þýðum klið um viðihól;
já, hér er góður griðastaður
og gott er sjúkum loft og sól.
Guðs kraftur, ljós og Hknarandi
hér líði nm hvern, er kemur inn,
svo fækki tár og leiði i landi,
en ljúfar brosi framtíðin !
Vér reisnm þetta þjóðarvlgi
við þúsund vona geislaskraut,
svo færri af landsins hetjum hnigi
i hvita dauða kalda skaut.
6r. G.
II.
Hér hopar þó ein okkar hörmnng nm fet,
og hér ætti’ að koma’ á hann sári
þann óvin, sem blóðtíund lúka sér lét
af lifsstofni vorum á ári;
hans fall væri sigur, sem munaði’ oss mest;
hann markar hér ótæpt, og heimtir það flest.
Hjá óbeit á lærdómi og ástleysi’ á sól
við alls-nægtir sat hann að stóli:
með rignegldu gluggunum aldur hann ól
hjá aumingjans vonleysis bóli;
og »ósvikna« röðin með a, b, c, d
var ábyrgðarsjóður hans, verðlannafé.
En kveðju þess vinar var kastað 4 glæ,
sem kom af þeim viðbláu leiðum
með heimboðin inn i hvern einasta hæ
frá angandi túnum og heiðum
að baðast þar, drekka þar dagroðans höf,
nnz dauðinn sat eftir með hálftekna gröf.
En hér skal hann búa, sá hláfjallason,
og blessa hér mildur og fagnr
i kirkjunni fyrstn, sem vermist af von,
og vigð er þér himinn og dagur.
Og hrjóstunum þjökuðu bjóðið þið inn
að hlessa hér daggeislann, lifgjafa sinn.
Þú morgunsól, læknirinn, littn bér heim
með lífsvon, er byrjarðn daginn,
og hlúðu með geislunum hugunum þeim,
unz hnigurðu’ brosandi í sæinn.
Og fylgdn loks heim til sin hverjnm um sig
með hatur 4 draugum og lofgjörð um þig.
Þ. E.
Kæða landritara.
13. nóvbr. 1906 og 31. mai 1909
verða jafnan taldir merkisdagar í sögu
þessarar þjóðar. Hinn fyrnefnda dag
var Heilsuhælisfélagið stofnað, og i
dag er lagður hyrningarsteinninn undir
þá bygging, sem félagið var stofnað
tii að iá komið upp.
Það er ekki svo ýkja langt síðan
að sú trú rikti jafnvel meðal lækna
hér, að tæring væri óþekt hér á landi
og gæti eigi þrifist hér, og þetta þótti
svo merkilegt, að erlendir vísinda-
menn gerðu fyrirspurn um það, hvort
þetta væri svo í raun og veru. En
hafi svo verið, sem víst er meira en
vafasamt, þá er það víst, að tæringin
hefir gert vart við sig síðustu ára-
tugina, og það að marki, því hún
hefir fengið leyfi til að leika lausum
hala, hún hefir fengið leyfi til að taka
hvert ungmennið af öðru og leggja
það í gröfina. Það má segja, að hún
hafi farið sigurför um landið, án þess
reynt hafi verið til að hefta hana á
þann hátt, sem farið er að tíðkast
með góðum árangri í útlöndum. En
loks vöknuðu þó íslendingar, og það
varð þann 13. nóvbr. 1906. Það
var Oddfellowfélagið, það félag, sem
mörgu góðu hefir til leiðar komið,
sem vakti þá, og hafi þeir sofið áður,
þá er vist, að þeir vöknuðu þá vel,
og hafa verið vel vakandi siðan. Það
er ekkert nýtt, þegar slegið er til
hljóðs fyrir einhverju nytsemdarfyrir-
tæki, að þá er því vel tekið fyrst í
stað, en því miður er það oft ekki
annað en bóla, sem hleypur upp, en
hjaðnar svo fljótt aftur. Öðru vísi
hefir þessu máli farið. Allir urðu
gagnteknir af því, og það svo, að það
er víst eins dæmi, tillögin svo að
segja streymdu inn alstaðar frá af land-
inu fyrst í stað, og líka barst tals-
vert frá löndum vorum vestan hafs.
Eg þekki ekkert fyrirtæki, sem hefir
vakið eins mikla eftirtekt, ekkert, sem
hefir eins gripið hugi manna, og það
var heldur engin furða; þau eru svo
mörg heimilin hér á landi, sem hafa
séð »hinn hvíta dauða« leggja ást-
vinina í gröfina, og það á örstuttum
tíma, og yfir öllum heimilum vofir
sama hættan, enginn veit hvenær sjúk-
dómurinn er kominn inn á heimilið,
og það alt i voða, af því að sýkingar-
hættan er svo mikil. En þrátt fyrir
það, þó meira hefði mátt gera af
hendi stjórnarnefndarinnar, það skal
eg fúslega játa, þá hefir bólan þó eigi
enn hjaðnað, hún hefir að sönnu
runnið dálítið, en aldrei hjaðnað til
fulls, og þegar vér erum nú komnir
svo langt, aó leggja hyrningarstein-
inn undir þá byggingu, sem á að
verða sannnefnt heilsuhœli hinum sjúku,
og huggun ástvinanna, þá þykist eg
þekkja illa hugsunarhátt manna, ef
eg ekki má fullyrða það, að þessi
bóla hjaðnar ekki í bráð. Forðum
gáfu menn fé til kirkna og klaustra
fyrir sálu sinni; engri sálu verður
betur borgið, það er trú mín, en með
því að heita á og gefa til þessarar
líknarstofnunar, þessa heilsuhælis.
Dagurinn i dag er sann-nefndur
merkisdagur fyrir hina íslenzku þjóð.
Hann er vottur um það, að þjóðin er
vöknuð til fullrar meðvitundar á því,
hve hættulegur þessi sjúkdómur er,
og að hún þekki skyldu sína gagnvart
honum, en hann á líka að vera endur-
minningardagur fyrir hana, og hann
er það sérstaklega fyrir alla yður, sem
hingað eruð komnir, til þess að vera
viðstaddir hina merku athöfn, sem
innan skamms á fram að fara. Hann á
að vera upphvatning fyrir alla þjóð-
ina að halda við þessu heilsuhæli og
láta það fæða af sér annað og hið
þriðja, ef þess gerist þörf, því þetta
mál varðar alla jafnt, það er ekk-
ert flokksmál, það sundurdreifir ekki,
heldur dregur saman. Um leið og eg
sem formaður heilsuhælisfélagsins segi
þessi orð, sný eg máli mínu sérstak-
lega til yðar, hinnar yngri kynslóðar,
til yðar, sem framtið landsins byggist
á, og bið yður, takið að yður þessa
stofnun, styrkið hana og hvetjið aðra
til þess að gera hið sama, takið hönd-
um saman til að yfirstíga óvininn til
fulls; það má ef vill. Með þessum
upphvatningarorðum, semegvildi óska
að yrði að áhrínsorðum; bið eg yður
alla að vera velkomna hingað, hingað
á þennan staðíhina sólbjörtu hvamma
hér fyrir sunnan, og skógivöxnu hlíð-
ar, sem vér búumst við, að sjúkling-
arnir muni elska og gera enn þá
fegurri, en þær eru af náttúrunnar
hendi. Vér höfum eigi að þessu sinni
upp á annað að bjóða, en innan skamms
vonum vér að geta með yðar hjálp
boðið sjúkum hæli og heilsu eða það
sem er dýrmætast fyrir alla. Guð
gefi þeim orðum sigur.
Kæða iamHæknis.
Mikli mannfjöldi;
Allar frændþjóðir okkar hafa reist
heilsuhæli handa brjóstveikum mönn-
um, meira að segja Færeyingar, fá-
mennasta þjóðin — þeir hafa nýlega
eignast vænt og vandað brjóstveikra-
hæli.
Við íslendingar erum einir eftir.
Og þó er þörfin engu minni hér
á landi en annarstaðar.
í öðrum löndum er fyrir löngu leitt
í lög að heimta vottorð, dánarvottorð,
um dauðamein hverrar manneskju.
Þar hefir komið í ljós, að 7. hver
manneskja deyr úr berklaveiki, flestir
úr lungnatæringu og flestir á bezta
aldri.
Hér á landi verður ekki vitnað í
dánarskýrslur.
Vér íslendingar erum einir eftir.
Alþingi hefir margneitað að lögleiða
dánarskýrslur, þótt minkun sé frá að
segja.
Þess vegna vitum við ekki, hversu
margir landsmanna deyja úr berkla-
veiki — ekki með neinni vissu.
En allar skýrslur læknanna bera
þess vott, að berklaveikin hafi stór-
um ágerst undanfarinn mannsaldur,
og eg þykist þess fullviss, að hún er
nú orðin jafn-algeng hér sem i öðr-
um löndum; það er þvi óhætt að
gera ráð fyrir, að hér á landi deyi
árlega 200—230 manneskjur úr berkla-
veiki og þar af 150—200 úr lungna-
tæringu.
Svarti dauði er útlægur úr Norður-
álfu heims; því valda öflugar sótt-
varnir. Bólusóttin er að deyja út;
hún vofði áður yfir hverju manns-
barni; forfeður okkar sögðu um efni-
leg sveinbörn: »Hann verður ein-
hverntíma að manni, ef bólan tekur
hann ekki«. Stóra bólan 1707 drap
18000 manns af 50 þús. Nú eru
liðin 70 ár síðan bólan gekk hér síð-
ast; hana þarf ekki að óttast framar;
því veldur bólusetningin.
Nú á dögum er berklaveikin, »hviti
dauðinn*, voðalegust allra farsótta.
Hún ein verður jafnmörgum að bana,
eins og allir aðrii næmir sjúkdómar
samantaldir. Hún er í hverri sveit.
Hún vofir yfir öllum; það er hvers
dags viðburður, að ungar manneskjur
koma til okkar læknanna og biðja að
hlusta sig; óttinn skín úr augum
þeirra, brjóstveikisóttinn; það er sízt
að furða. Berklaveikin er langtiðasta
banamein þeirra, sem deyja á unga
aldri.
Við getum ekki gert berklaveikina
útlæga í einni svipan, eins og svarta
dauðann. Hviti dauðinn er miklu
langvinnari og rótfastari og þess vegna
verri viðureignar. Og ekki getum við
bólusett börnin gegn berklaveiki; við
höfum litla von um, að það lánist
nokkurn tíma.
Þó er berklaveikin ekki ósigrandi.
Það er vinnandi verk, að stemma
stigu fyrir henni, og höfuðatriðið —
það er að koma upp sérstökum sjúkra-
húsum, heilsuhælum, handa brjóst-
veikum mönnum. Fyrir því er feng-
in heimsreynsla.
Englendingar urðu fyrstir til;- þar
hefir lika berkladauðinn þverrað um
fullan helming síðastliðin 50 ár.
Nú keppist hver þjóðin við aðra
að koma upp heilsuhælum; og al-
staðar sjást skjót umskifti; árið 1883
dóu 344 manneskjur úr lungnatær-
ingu af hverjum 100,000 íbúum
bæjum á Þýzkalandi; en siðan heilsu-
hælin komu til sögunnar — þau eru
afarmörg þar i landi — hefir mann-
fallið minkað ár frá ári; 1906 dóu
ekki nema 202 úr brjóstveiki af hver-
jum 100,000; þar hefir þá brjóst-
veikisdauðinn þverrað um 40°/0 á ein-
um 20 árum.
Brjóstveikin var áður talin ólækn-
andi.
Af hverjum too manneskjum, sem
toma í gott heilsuhæli með veikina
byrjun, fara 60 heim aftur albata
eftir fárra mánaða dvöl, 13 með mik-
inn bata og 15 nokkru hressari. Allir
íafa þeir lært, hvernig varast má, að
iessi fárnæmi sjúkdómur berist mann
i:rá manni; þeir verða hver í sinni
sveit ljós og liýandi leiðbeining um
varnir gegn berklaveikinni.
Heilsuhælin frelsa fjölda manns frá
bráðum bana. Þau eru þar að auki
sóttvarnarskólar fyrir allan landslýð.
Af þessum tveimur ástæðum eru
leilsuhælin orðið helzta vopnið í bar-
áttunni gegn berklaveikinni.
Nú megið þið líta hér umhverfis
sandhauga, marga og mikla, og malar-
byrgi. Þar er komið efnið, íslenzkt
efni, í fyrsta íslenzka heilsuhælið.
Það eru ekki liðin full 3 ár siðan
heilsuhælisfélagið var stofnað (13. nóv.
1906) og nú er þó svo langt komið,
að undirstaðan rétt er fundin.
Félagið hefir dafnað, svo að engin
dæmi eru til slíks; það á deildir úti
um alt land; þær eru 114 að tölu;
félagsmenn eru samtals 6154; árstil-
lög þeirra nema samtals um 19 þús.
kr., ef allir halda loforð sín; þar að
auki hafa félaginu hlotnast gjafir úr
ýmsum áttum, margar og miklar; það
hefir lika orðið fyrir áheitum; gjafafé
nemúr samtals um 7 þús. kr.; í sjóð
félagsins hefir goldist að samanlögðu
32,466 kr. Það hrekkur ekki langt,
en þörfin er bráð. Þess vegna hefir
alþingi heitið félaginu ábyrgð á 130
þús. kr. láni til að koma upp húsinu
og þar að auki veitt 10 þús. kr. árs-
styrk. Þetta hvorttveggja var sam-
þykt á alþingi í einu hljóði; í nafni
félagsins færi eg þingi og stjórn inni-
lega þökk fyrir þessa höfðinglegu
hjálp.
Það er nú afráðið, að vanda húsið
eftir itrustu föngum. Þess vegna
verður það dýrara en hugað var í
fyrstu.
Húsið verður alt úr steinsteypu,
öll gólf lika steypt, hvergi tré nema
í gluggum, hurðum og þaki. Það
verður 64 álnir á lengd, 13 álnir á
breidd; álmur ganga aftur úr báðum
endum, 20 áln. á lengd, 16 á breidd;
og þar að auki útskot á miðri bak-
hlið, 9 álnir út og 13 álna breitt;
húsið verður þriloftað og kjallari undir
þvi öllu; í honum verður eldhús,
þvottahús, baðhús, vermivél og mörg
forðabúr. í stofubygðinni er gangur
með norðurhlið 3V4 al. á breidd; þar
verða móti suðri dagstofa handa sjúk-
lingunum 9X:43/4 alin, 2 borðstofur
handa sjúklingunum, alin
hvor þeirra, þá matreiðsluherbergi; i
austurálmu stofubygðarinnar er íbúð
læknis, en í vesturálmu 2 sjúkrastofur,
hvor fyrir 6 sjúklinga, og herbergi
handa hjúkrunarkonu.
A miðbygðinni verða 10 einbýlis-
stofur, fyrir 10 sjúklinga, og 6 sam-
býlisstofur, sem rúma að samanlögðu
30 sjúklinga; á þessari bygð er íbúð
fyrir 2 hjúkrunarkonur og rannsókna-
stofa læknis.
Á efstu bygð er starfsfólki ætluð
íbúð; þar verður mikið rúm afgangs,
sem deila má í stofur siðar handa
sjúklingum, og mun þá mega rúma
þar um 20 sjúklinga, í viðbót við þá
52, sem ætlað er rúm í neðri bygð-
unum.
Lofthæðir eru: í kjaliara 4^/2 al., i
stofubygð og miðbygð 5 4/4, í efstu
bygð lakar 5 álnir.
Þakið er portlaust.
Þessi efsta bygð úr steini verður
engu dýrari en brotið þak með porti
og kvistum, en miklu notasælli til
frambúðar.
Þetta mikla og vandaða hús mun,