Ísafold - 02.06.1909, Side 2

Ísafold - 02.06.1909, Side 2
130 ISAFOLD með öllum útbúnaði kosta um eða yfir 180 þús. kr. En hvernig fer nú um ársútgjöldin ? Útgjöidin í holdsveikraspítalanum eru um i kr. 60 aura á hvern sjúk- ling á dag, en í geðveikrahælinu um 1 kr. 45 aura. Hér hlýtur kostnaðurinn að verða meiri; heilsuhæli eru ávalt kostnaðar- söm;' við þykjumst vita, að 2 kr. 32 au. á dag muni fara nærri sanni. Það verða 42 þús. kr. á ári, ef 50 sjúk- lingar eru á hælinu til uppjafnaðar. Hér við bætast vextir og afborgun af 150 þús. kr. láni; það má gera 8—9 þús. kr. á ári. Öll útgjöldin verða þá um 50 þúsund kr. á ári.1) Þá eru tekjurnar. Sjúklingunum er ofætlun að greiða háa meðgjöf. Gerum, að þeir, sem fá einbýlisstofur, greiði 2 kr. á dag, en hinir 1 kr. 25 au., sem ern í sambýlisstofum; það mundi jafna sig upp í 1 kr. 50 aura handa hælinu fyrir hvern sjúkling, og verða sam- tals um 27 þús. kr. á ári. Úr land- sjóði er lofað 10 þús. kr.; þá eru komnar 37 þús. kr., en vantar 13 þús. kr. Ef heilsuhælisfélagið getur haldið 13 þús. kr. tekjum í árstillög- um félagsmanna, þá er hælinu borgið og heiðri félagsins. En betur má, ef duga skal. AJþýðumenn hér á landi hafa ekki lært að ganga í sjúkrasamlög og tryggja þannig heilsu sína, eins og tiðkast i öðrum löndum. Mikill fjöldi manna mundi því ekki geta komist í heilsuhælið án sveitarstyrks, Það er hörmuleg tilhugsun. Og ekki er því að leyna, að mis- jafnar eru ræður manna um heilsu- hælisfélagið. Upphátt segja allir: »Gott er að fá heilsuhælið. Nauðsynlegt er heilsu- hælið*. En þegar þeir talast við í hljóði, þá mælir hver við annan: »Ekki er eg að borga lengur þetta árstillag. Eg held að landssjóður sé ekki of góður til þess«. Undir niðri búast menn við því, að heilsuhælisfélagið muni dofna og deyja, og allur kostnaðurinn lenda á landssjóði. Eigum við, góðir menn, að láta þessar hrakspár rætast. Heilsuhælisfélagið er einhver ljós- asti og fegursti votturinn um vaxandi íslenzka menningu, félagsanda og bróð- urhug. Eigum við að láta þennan vísi kala í kuldanæðing síngirni og áhugaleysis. Síðasta alþingi lagði nefskatt á þjóð- ina; hver rnaður, karl og kona, sem er yfir 15 ára aldur, á framvegis að greiða 2 kr. 25 aura á ári til prests ogkirkju; það verður lagaskylda. Nú spyr eg ykkur, sem orð mín heyrið, eg spyr í gegn um holt og hæðir alla þjóðina: Má ekki vænta þess, að hvert heimili, ekki hver mað- ur, heldur hvert heimili í heild sinni, vilji af frjálsum vilja gefa 2 kr., rétt- ar 2 kr. á ári til heilsuhælisins ? Mun ekki einhver á hverju heimili vilja leysa heimilið af hólmi ? Það yrði alt í alt 20 þús. kr. á ári, ef þetta fengist. Og mundi ekki hvert sveitarfélag sjá sóma sinn og gagn í því, að veita þessari stofnun, þessari lifsnauðsyn þjóðarinnar, einhvern ársstyrk úr sjóði sínum. Þó að sá styrkur munaði ekki meiru en hálfu ómagaframfæri, segjum 50 kr. á ári, þá yrði útkoman um 10 þús. kr. á ári. En 20 þús. kr. í ársgjöldum, 10 þús. kr. úr landssjóði og önnur 10 *) Er það tilvinnandi fyrir þjóðina, að leggja út í þennan mikla kostnað? Norðmenn hafa reiknað út, að berkla- veikin baki þeim svo mikið tjón, að nemi nm 30 miljónnm króna á ári. — Það er vinnutjónið, veikindakostnaðnr og manna- lát. Öllnm hefir þótt þessi reikningur sann- gjarn. Eftir þvi ætti berklaveikin að baka þjóð vorri einnar miljónar kr. tjón á ári; það mnn ekki ofsögnm sagt. Nú er von til þess, að heilsnhælið geti með timanum borið þann árangur, að berklaveikin þverri stórnm, Ef hún gæti þverrað nm helming, eins og í Englandi og víðar, þá er gróðinn orðinn hálf mil- jón kr. á ári. Er þvi engin fjarstæða að gera sér þá von, að þessi 50 þús. kr. ársútgjöld geti með tímanum gefið 500 þúsund kr, ársarð. Það er fjárhagshliðin á málinu. (Úr eríndi landlæknis til alþingis). þús. úr sveitarsjóðum — það verða 40 þús. kr.; þá þyrfti ekki að jafna meiru en 10 þús. kr. á sjúklingana; þá mætti veita efnalitlu fólki viðtöku fyrir mjög lága meðgjöf, 50—80 aura á dag; þá gæti hælið veitt efnalausu fólki, mestu aumingjunum, ókeypis vist, þá kæmi heilsuhælið að fullum notum og jöfnum notum fyrir fátæka og ríka, þá yrði það þjóðinni og ætt- jörðu okkar jafnt til gagns og sóma. í því trausti, að þetta alt rætist, biður nú heilsuhælisfélagið æðsta valds- mann landsins að veita sér þann sóma að leggja í vegg hússins þann stein- inn, sem á að geyma fram á ókomn- ar aldir stutta skýrslu um það, hvern- ig húsið er til orðið. Eæða ráðherra. Hvað því veldur, að hér hefir dreg- ist saman afarmikill mannfjöldi á frem- ur afskektan stað. Það er, að hér er verið að stofna til mikils háttar mannvirkis, sem er ætlað að verða höfuðvígi landsins í hernaðinum við þess einn hinn skæð- asta óvin, er vér höfum nú heyrt af muuni þess manns, er bezt getur um það borið, að tekinn er til fyrir löngu að gera voðalegan usla hér á landi. Hann, hinn hvíti dauði, leggur að velli 7. hvern mann með nágranna- þjóðum vorum. Vér vitum ekki, hvort jafnmikil brögð eru að mannfalli af hans völdum hér á landi, að svo stöddu; en vér megum eiga það víst, að sé það ekki orðið, þá muni svo verða áður langt um liður, ef eigi er hafist handa og skorin upp herör í móti honum. Oss á að vera því ljúf- ara að leggja í þann hernað, sem vér erum það betur staddir til þess en aðrar þjóðir, að vér erum alveg lausir við venjulegan, algengan hernað. Stofnun þeirri, er hér er efnt til, er ætlað tvent að vinna: að líkna þjáð- um bræðrum vorum og systrum, er tekið hafa sótt þá, er hér um ræðir, og k e n n a þjóðinni allri að ver- jast henni, berjast sem vasklegast við þann hinn skæða óvin og létta eigi fyr en hún hefir rekið hann af hönd- um sér, eins ©g hún, sem aðrar þjóðir, hefir gert fyrir löngu viðlíka skæðan óvin samkynja alveg landrækan — sem sé bólusóttina. Líknarhug hefir þessa þjóð ekki skort, þetta sem kallað er vanalega brjóstgæði. En hér eigum vér því að fagna, að vér höfum lært að láta hann stjórnast af því viti og þeirri umhyggju, er til þess þarf að láta hann koma að sem mestu haldi, af- reka það, sem vísindaleg þekking og reynsla sýnir að afreka má, ef rétt er með farið. Vér höfum lært að berjast í þéttri, vel skipaðri fylking, en ekki dreiíðri. Það er og ánægjulegur framfara- vottur, að vér höfum öðlast por til að ráðast í að stofna til annars eins mann- virkis, þess er oss mundi hafa fund- ist alveg ókleift fyrir ekki mjög mörg- um árum, og að með oss hefir skapast sá metnaður, að vilja halda í við aðrar mentaþjóðir heims um þær siðmenningarstofnanir, sem eru áþreif- anlegur vottur um viðunanlegt menn- ingarstig. Þetta er þriðja allsherjar- líknarstofnunin, er vér höfum ráðisl í á 10--12 árum hinum síðustu, hina fyrstu, holdsveikrahælið, raunar með annarra hjálp, þótt einir stöndum vér straum af henni að öðru leyti; en hinni næstu, geðveikrahælinu, höfum vér komið á fót af eigin rammleik. En einna mesta ánægjuefnið hér er þó það, að ekki hefir þurft lagaþving- un til að leggja á stað með þessa stofnun, heldur er það gert með frjáls- um samtökum, að upphafi að minsta kosti, og er hún þó mest háttar af þeim öllum. Það er æðra mannfélags- skipunarstig, er ekki þarf keyri lag- anna til að koma á landsheillavænleg- um framkvæmdum, heldur spretta þær upp af þeirri mannkærleiksgnótt, er keppist við að láta sem mest gott af sér leiða og að gera það með jafn- reglubundnum hætti eins og þótt beitt væri vanalegri lagaþvingun. Það skulum vér vona og þess viljum vér óska, að einmitt fyrir það fari ekki einungis svo, að þjóðin taki meira ástfóstri við þessa stofnun en nokkra aðra allherjarstofnun í landinu, og það framkvæmdarmiklu ástfóstri, heldur verði hún upphaf fleiri og frekari fram- kvæmda í lika átt. Með þessum formála lýsi eg því, að eg tel mig sælan þess, að mér veitist kostur á fyrir þjóðarinnar hönd og í hennar nafni að leggja hornstein að þessu heilsuhæli. Nú las ráðherra upp bókfellsskrána og lagði síðan í undirstöðuhleðsluna. Að þeirri athöfn lokinni ávarpaði hann mannsöfnuðinn þakklætiskveðju fyrir komuna og bað menn minnast þess- arar hátíðisstundar eigi síður i verki en orði. Mælti síðan að lokum: Vér biðjum drottin að blessa þenn- an meið, er nú höfum vér gróður- sett, — láta hann frjóvgast af tára- dögg líknarhugans og sólarhita ötuls, tápmikils mannkærleika. Styrktarsjóður læknaskóla. Honum er hugsað til að koma á fót með næstu skólasetning i haust. Fyrir stofnun hans gangast núverandi nemendur skólans. Með honum er ætlast til að ráðin verði nokkur bót á þeim örðugleikum, er kandidatar þaðan eiga á því að afla sér fram- haldsmentunar í læknisfræði. Ráðgert að sjóðurinn komi fyrst að notum að mannsaldri liðnum. Þetta eru lögin: 1. gr. Sjóðurinn heitir: Styrktarsjóður læknaskóla Reykjavikmr. 2. gr. Markmið sjóðsins er að styrkja til framhaldsmentunar fátæka og efni- lega candidata af læknaskóla Reykja- víkur. 8. gr. Nemendur læknaskólans skulu skyld- ir að leggja í sjóðinn 5 kr. á ári, sem borgist þegar eftir útbýtingu námsstyrks. Ennfremur skulu þeir við fyrstu embættisveitingu greiða til sjóðsins minst 10 krónur. 4. gr. Fé það, sem sjóðurinn eignast, skal lagt á vöxtu i opinberum sjóði og standa þar óhaggað þar til vextir nema 2000 krónum. 5. gr. Styrkur, að upphæð 2000 krónur, veitist úr sjóðnum árlega einum candi- dat af læknaskólanum, sem að áliti nemenda er hans maklegastur. Skal hann, er hann sækir um styrkinn, hafanotiðframhaldsmentunar i læknis- fræði erlendis i eitt ár upp á eigin spítur eða fyrir styrk annarstaðar frá og sýna vottorð um það. Sá einn getur orðið styrksins aðnjótandi, sem árlega hefir goldið til sjóðsins og hefir meðmæli meiri hluta kenn- ara skólans. 6. gr. Ár hvert skulu nemendur velja einn mann úr sínum flokki til þess að heimta inn gjöld til sjóðsins. Skal hann hafa lokið því fyrir 4. apríl ár hvert og afhenda féð forstöðu- manni skólans, sem er aðalféhirðir sjóðsins. 2 kennarar skólans skulu endurskoða ársreíkning sjóðsins. 7. gr. Lögum þessum má breyta, ef meiri hluti lækna landsins, sem til sjóðs- ins hafa greitt, óska þess. Aths. Stofnendur sjóðsins vænta þess, að allir læknar landsins styrki sjóðinn með árlegum fjárframlögum. — Lanra kom frá útlöndum á laugardaginn var. Meðal farþega voru Knud Zim- sen verkfræðingur frá Khöfn, en frá Vesturheimi Gunnar Matthíasson (skálds) og Helgi fónasson (organ- ista). Gllmumennirnir íslenzku eru ekki farnir héðan enn, er skrifað frá Khöfn 22. f. m. Þeir sýna nú íþrótt sína í Tivolis Varieté eða »Kistunni«, sem svo er nefnd. Próf hafa þessir íslenskir stúdentar tekið í heimspeki við Khafnarskóla: Ás- mundur Guðmundsson, Jakob Jóhann- esson og Skúli Thoroddsen, allir með ágætiseinkunn. Stórskáldin norsku. Björnstjerne Björnson hefir verið í París í vetur og lokið þar við nýtt leikrit. Það kemur bráðum út hjá Gyldendal í Rhöfn, og verður leikið í konungl. leikhúsinu þar á næsta vetri. Eftir fonas Lie látinn hefir nýlega fundist fullgert æfintýrasafn í hand- riti. Það kemur bráðlega út hjá Gyldendai. Dönsk blöð um ráðgjafa vorn. í ummælum danskra blaða um ráð- gjafa vorn kennir tvískinnungs í meira lagi. Þeim verður skrafdrjúgt um hann og íslenzk stjórnmál, sem ekki er til- tökumál. Langmest eru ummæli þeirra óvingjarnleg. En hugsunar- festan er ekki að sama skapi, ef vel er að gætt. Mikill matur verður þeim úr frá- sögnum, sem miður þjóðhollir og lítt sannorðir íslendingar bera í þau, um sundrungu, sem hér eigi að vera megn í Sjálfstæðisflokknum. Sundr- ungin á að vera sprottin af óánægju með nýja ráðgjafann. Og óánægjan á að orsakast af því, að ráðgjafinn hafi brugðist von- um flokksbræðra sinna í utanför sinni. Hann á þar að hafa horfið frá ein- hverju, sem hann hefir áður haldið fram í sambandsmáli voru. Á þessu er tönlast, sumpart í bréfum héðan frá Reykjavík, sumpart haft eftir sög- um, sem íslendingar séu að segja i Kaupmannahöfn. Ekki þarf að segja það íslending- um, sem rétt vilja vita og satt vilja segja, að þessi sundrung er alls ekki til. Einstöku manni varð órótt, þegar símskeytin dundu jrfir þjóðina með svo afskræmdum ummælum ráðgjaf- ans, að því var líkast, sem hann væri ekki með öllu viti, ef hann hefði sagt það alt, sem sum dönsk blöð voru að fara með. En aðrir sáu tafar- laust, að hér var um gífurlegar rang- færslur að tefla, og biðu rólegir. Sannleikurinn kom líka í ljós svo fljótt sem orðið gat. Ráðgjafi hafði talað, eins og stjórnmálamanni sómdi, vináttu og virðingarorðum um hina dönsku þjóð. Á þessu höfðu Danir hálf-furðað sig. Þeim hafði af miklu kappi verið talin trú um, að þessi Björn Jónsson væri hálf-viltur Dana- fjandi, sem ekki væri unt að eiga orðastað við. Þeim reynist hann mentaður maður, sem ber fult skyn á menning Dana, og búa vill saman við þá í vináttu og bróðerni. Og sumum blöðunum verður svo flent við þessi óvæntu, vingjarnlegu ummæli, að þau misskilja þau og af- laga, svo sem raun er nú á orðin. Það hefir löngum við brunnið þar, að skilningurinn á málstað íslendinga er ekki sem glöggastur. Né heldur er frásagna-nákvæmnin sérstakt einkenni á dönskum blöðum — með allri virð- ingu fyrir þeim að öðru leyti. Ráðgjafi neitar því af rangherm- unum, sem honum þykir mestu máli skifta, í dönskum blöðum. Leiðrétt- ing hans er svo skýr, að engum get- ur blandast hugur um, hve rangfærsl- urnar hafa verið fráleitar. En jafnframt skrifar hann sjálfur ritgjörð um stefnuskrá sína í eitt af tímaritum Dana, Maaneds-Magasinet. Þar segir svo: Vér viljum ráða einir — vera ein- ráðir — yfir landi voru, að eins háðir pingbundnum konungi, peim er vér hðý- um sameiginlegan við Danmörku. . . . Vér litum ekki svo á, sem hinni dönsku pjóð sé neinn hagur í að halda Jyrir oss pví, er vér köllum vera sögu- hgan og eðlilegan rétt vorn, engu Jrem- ur en vér hejðum þá ástceðu til að vilja ekki halda ájrarn margra alda stjórnarjarslegri sambúð við hana. Hverra ummæla, betri en þessara, gat Sjálfstæðisflokkurinn óskað sér Danmörk frá ráðgjafa íslands? Eða hvað annað gat hann viljað láta segja fyrir sina hönd? Þegar sannleikurinn um ummæli ráðgjafans í Danmörk var kominn hingað heim, var öll sundrungarhætta Sjálfstæðisflokksins um sambandsmálið horfin eins og ský fyrir sólu. Viti Danir þetta ekki, þá er það eingöngu vegna þess, að skrökvað er að þeim. En nú munu einhverjir hugsa eitt- hvað á þessa leið: Hvernig stendur á því, að Danir eru óvingjarnlegir og gramir ráðgjaf- anum, ef þeir gera sér í hugarlund að hann hafi brugðist þeim málstað, sem þeim er sjálfum meinilla við? Hafa þeir nokkuru sinni verið gramir Hannesi Hafstein fyrir það, að hann hefir verið talinn, bæði af þeim og íslendingum, vera mjög vinveittur sem nánustu sambandi við Danmörku? Vitanlega eru Danir ekki gramir út af öðru eins. Hér kemur tvískinnungurinn fram, sem sannast að segja er í meira lagi skringilegur. % Jafnframt því sem dönsku blöðin eru að fræða lesendur sína um sundr- unguna i Sjálfstæðisflokknum, sem eigi að orsakast af því, að ráðgjafinn hafi brugðist stefnuskrá flokksins, flytja þau hinar sva^snustu greinar um þá óhæfu, sem Björn Jónsson hafi í frammi við hið danska ríki. Auðvitað er það aðallega samþykt sambandslaganna á þinginu, sem hleypt hefir upp suðunni í pottinum. Um það atferli er farið hinum hörðustu orðum. Gífurlegum ókvæðisorðum er farið um ráðgjafann fyrir það, að blái fán- inn var einn daginn dreginn á stöng á húsi ísafoldar, sagt með stórum stöfum, að Björn Jónsson dragi upp uppreistarfánann og þar fram eftir götunum. Með því á að hafa verið bitið höfuðið af allri skömm. »Eigum við að þola meira?« spyr eitt blaðið. »Er ekki kominn tími til þess, að við sýnum þeim, hvaða fána á að draga upp?« Og svo er mælst til þess að flokk- ur gangi á land af danska varðskipinu og rífi bláu fánana niður. Fyrst og fremst hjá ráðgjafanum I Þessi er tónninn hjá sumum dönsku blöðunum — ekki öllum, þess er vert að minnast og hafa þnð hugfast. En ekki höfum vér orðið þess varir, að neitt danskt blað leggi um þessar mundir sjálfstæðismáli voru liðsyrði. Og reiðin við Björn fónsson í dönskum blöðum er út af því, að hann stendur við sjálfstæðismál ís- lenzkrar þjóðar. Ekki út af neinu öðru. Um það er auðvitað ekki að fárast. Danir hafa enn ekki látið sér skiljast sjálfstæðismál vort. Þeir hafa aldrei látið sér skiljast kröfur vorar fyr en eftir langan tíma. Þeir halda að mót- spyrna sín gegn sanngjörnum og sjálf- sögðum kröfum þessarar þjóðar sé þjóðræktarverk við Danmörk. Hitt er óviðfeldnara, að það skuli vera íslenzkir menn, sem stöðugt bera viðinn að þessum reiðieldi Dana — æsa vonzkuna við þá menn, sem eru að verja kröftum sínum til þess að halda uppi rétti þjóðarinnar. Kvikasiljur- í Veracruz-fjöllunum í istöðuvatn«. Mexikó hefir nýlega fund- ist »stöðuvatn«, fult af kvikasilfri, frá i—16 stikur á dýpt. A stærð er sagt að það sé um tvær vallardagsláttur. Indiánar hafa vitað af »vatni« þessu í margar aldir, en það liggur svo af- skekt og hulið inni í fjöllunum, að enginn hvítra manna hefir rekist á það fyr en alveg nýlega. Stöðuvatnið er fult af stórum klett- um; þeir eru þó ekki botnfastir, held- ur fl]óta um í »vatninu«, vegna eðlis- þyngdar kvikasilfursins. Nú á að fara að hagnýta kvikasilf- rið og vænta menn að vatnið gefi af sér ærið fé, því að það tekur 50 mil- jónir lítra, sem vega um 13600 milj. punda. Er þetta 1700 sinnum meira kvikasilfur, en það, er framleitt er ár- lega í heiminum (8 milj. pd.). Eitt pund kvikasilfurs kostar um 2^/2 kr. Eftir því á vatnið að gefa af sér yfir 30,000 miljónir króna. Nýr dómkirkjuprestur. Nýja prestsembættið við dómkirkjuna var 28. f. m. veitt síra Haraldi Níels- syni, samkvæmt kosningu safnaðarins. Hann heilsar söfnuðinum á sunnu- daginn kemur, og verður þá settur inn í embættið af biskupi.

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.