Ísafold - 16.06.1909, Blaðsíða 1

Ísafold - 16.06.1909, Blaðsíða 1
Kemui út ýmist eina ainni e<ba tvisvar i viku. Yerö árg. (80 arkir minst) 4 kr., er- lendis 6 kr. eða l1/* dollar; borgist fyrir mibjan júl (erlendis fyrir fram). ÍSAFOLD Uppsögn (skHfleg) bundin viR áramöt, er ógild nema komln sé til dtgefanda fyrir 1. okt. og naupandi skuldlaas viö blaöiR. Afgreiðsla: Austnrstrseti 8. XXXVI. árg. : Reykjavík midvikudaginn 16. júní 1909. I. O. O. F. 906259. Augnlækning ók. 1. og 3. þrd. kl. 2—3 í spital Forngripasafn opib A v. d. 11—1. íslandsbanki opinn 10—2*/* og ó1/*—7. K. F. U. M. Lestrar- og skrifstofa frá 8 árd. til 10 síbd. Alm. funair fsd. og sd. 8 ‘/í sif*d. Landakotskirkja. öubsþj. 91/* og 6 á helgidögum. LandakotsHpitali f. sjúkravitj. 10 l/a—12 og 1—B Landsbankinn lOVa—21/*- jH-nkastjórn við 12—1. Landsbókasafn 12—3 ogr 6 -d. Landsskjalasafnið á þi*iM fmd. og Id. i2—1. Lækning ók. i læknask. þrd. og fad. 11—12, Náttúrugripasai'n (i landsb.safnsh.) á sd. I1/* 21/*. Tannlækning ók. i Fósthússtr. 14, l.ogB.md. 11— 1 Iðnaðarmenn I Munið eftir ab ganga i Sjúkrasjóð iðnaöarmanna — Sveinn Jónsson gjk. — Heima kl. 6 e. m. — Bókhlöðustig 10. Pétuí I. Thorsteinsson Lækjartorg Reykjavík kaupir gegn peningum íslenzkar vör- ur, svo sem gotu, sundmaga og salt- fisk nr. 1 af öllum tegundum, ýmist fullverkaðan eða upp úr salti, einnig dún, selskinn o. fl. Faxaflóabáturinn ISfillLFllll fer til Borgarness júní 18., 20., 27. Keflavíkur og Garðs júní 16., 23., 30. Sandgerðis júní 23. Stokkseyrar júní 30. ErJond tíðindi. ---- Kh. •/,. Bandaríkin í Suður-Afríku. 4 sjálfstjórnarnýlendur. 2 höfuðborgir. Eins og kunnugt er, eiga Englend- ingar 4 nýlendur í Suður-Afríku, Kapland, Búalöndin gömlu, (Transvaal og Oraníu-nýlendu) og Natal. Þessar nýlendur hafa verið að bræða með sér að gerast bandaríki og nú á dögun- um hefir það orðið úr, að sambandið hefir tekist. Þingmenn Suður-Afríku- nýlendnanna brezku hafa haldið fund með sér og samþykt stjórnarskrár- frumvarp fyrir bandaríkin nýju. Eng- inn vafi er á, að brezka stjórnin sam- þykkir lög þessi viðstöðulaust. Eng- lendingar eiga áður tvennar sjálfstjórn- arnýlendur, Kanada og Bandaríkin í Ástralíu. Þetta.verða því þriðju banda- ríkin, sem Bretar eiga fyrir að ráða. Ekki eru liðin nema sjö ár frá Búaófriðinum, þegar Oranía ogTrans- vaal voru innlimuð í brezka ríkið. Þá hefðu menn þvertekið fyrir, að þetta bandalag mundi takast eða að Búar mundu láta sefast svo fljótt; svo hafði ófriðurinn og íhaldsstjórn Cham- berlains hert hugi manna og blandið beiskju. Fyrir því væntu menn, að til þess þyrfti marga mannsaldra að koma á samúð og jöfnuði með Hol- iendingum og Englendingum þar syðra. En jafnskjótt sem frjálslynda stjórnin komst aftur að völdum á Englandi, lók hún upp stj órnspekisaðferð Glad- stones við nýlendurnar og veitti þeim sjálfstjórn. Þetta hefir orðið til þess, að nú er komið á fult bræðralag með þjóðunum og fullgengið frá samband- inu, eins og áður er sagt. Yfir bandaríkin skal settur allsherjar landstjóri og á hann að gæta hags- muna brezka rikisins. Annars á ríkis- valdið að vera í höndum framkvæmdar- ráðs og löggjafarþings í tveim deildum, er nefnist öldungaráð og fulltrúaþing. í öldungaráðinu eiga sæti 40 menn; af þeim kýs Bretakonungur 8. í full- trúaþinginu sitja 121 þingmaður og eru þeir kosnir úr öllum nýlendunum. Fer það eítir því, hve marga ibúa hver nýlenda hefir af Norðurálfu- uppruna. Eftir þessu á Kapland að kjósa 51, Transvaal 36, Oraníu-ný- lendan 17 og Natal 17 þingmenn. Metnaður varð nokkur um það, hver vera ætti höfuðstaður samríkisins. Til þess að miðla málum hefir það orðið að samkomulagi, að sambandsþingið á að vera í Kapstaðnum, en sam- bandsstjórnin í Pretóríu, höfuðborg- inni í Transvaal. Höfuðborgirnar eru því í raun réttri tvær, og má geta nærri, að óhagræði mikið verður að þvi, að hafa umboðsvaldið og lög- gjafarvaldið sitt í hvorri áttinni, með 200 milna millibiii. Það verður og ef til vill leiðrétt, þegar fram í sækir. Ekki eiga Svertingjar né aðrir þar- lendir menn atkvæðisrétt til þings. Búast menn jafnvel við, að Asquith forsætisráðgjafi Breta muni reyna að kippa þessu í lag; en óvist hvort því verður sint. Keisarafundur. Vilhjálmur Þýzkalandskeisari og Nikulás Rússakeisari eru að hittast um þessar mundir til þess að ræða um stjórnmál, að því er mælt er. Segja menn, að Vilhjálmur eigi upptökin og vilji hann sundra bræðralagi Rúss- lands og Englands, áður en ófriður hefst, sá er nú virðist efst á baugi með Þjóðverjum og Englendingum. Loftskip sekkur. Þjóðverjar eiga nokkura vígdreka í loftinu, er smiðaðir eru með Zeppe- lins-laginu, þarlends greifa og hug- vitsmanns. Þessi loftskip hafa gefist óvenjuvel, enda er það ætlun Þjóð- verja að fara fram úr hinum þjóðun- um öilum i lofthernaði. Eitt af skip- um þessum, Zeppelin II., var reynt nýlega, en barst á og braut í spón eða tættist i tætlur, réttara sagt. Samt komust menn af við illan leik. Ekki eru Þjóðverjar af baki dotnir fyrir þetta. Hafa þeir nú tvo loft- dreka í smíðum í stað þessa og kváðu þeir ekki vera neitt smáræði. Eiga þeir að vera traustari og hraðfleygari en allir hinir. Bandamenn í Ameríku eru og að koma sér upp loftflota í óða-önn. Loftskip þeirra eru gerð með alt öðru lagi, eftir þá hugvitringana Wrights- bræður, Orwille og Wilbur. Þeir bræður eru kynjaðir þaðan vestan að, en hafast við á Frakklandi, smíða loftskip og selja út um heiminn. Enn eru og margir fleiri að fást við loft- skipasmíðar. Þar á meðal er danskur maður, Ellehammer að nafni, að fást við að búa til flugvél; en stirt kvað það ganga. Mig furðar á, að Skírnir og þeir, sem að honum standa, skuli ekki láta semja rækilega grein um loftskipa- gerðina nú á dögum, því að um það vita víst fáir íslendingar, að henni fleygir fram svo að kalla með hverj- um deginum sem líður. Edison, hinn alþekti, spáir því, að eftir 5 ár megi fljúga yfir Atlanzhaf á örfáum kl,- stundum og til Norðurheimsskautsins á hálfum degi. Kanadafloti. í Kanada hefir það samþykt verið í þinginu að gera hcrskipaflota fyrir 90 miljónir króna og skuli hann sigla til liðs við Englendinga ef í harðbakka slær með þeim og Þjóðverjum eða hverjum sem vera skal. Castró Venezuelaforseti, sá er flæmdur var frá ríkjum i vetur, hefir nú verið kvaddur heim að sögn, til þess að taka við rikinu aftur. Hann hafði að vísu féflett ríkið eftir mætti, en það kvað Gomes gera jíka, forsetinn nýi, engu síður — og hann gerir það sem verra er, hann hleypir útlendingum að krásinni og lætur þá jafr.vel sitja fyrir landsbúum. Það gerði Castró aldrei og því kjósa þeir hann heldur, af tvennu illu. Hitt mun vera ókleift, að heiðvirður maður komist þar að völdum. Svo er mikið höfðingjaHki og Sturlungabragur þar í landi. H ver veröa forlög Kríteyjar? Krítey í Miðjarðarhafi brauzt undan Tyrklandi í haust, þegar mest var losið á löndunum þar syðra. Vildu eyjarskeggjar, sem fiestir eru kristnir menn, játast yfirráðum Grikklands, og hyltu þá Georg konung og grísku stjórnina. Grikkir vildu ekkert leggja til málanna, og stóð til, að þetta yrði falið stórveldunum til úrskurðar eins og annað. En nú varð enginn slíkur alþjóðafundur; Tyrkir náðu samning- um við Búlgara, og Serbar sáu sitt ó- vænna og feldu niður allar kröfur til Austurríkis. Nú var ekkert annað en Krít eftir, en menn búast ekki við, að stórveldin fari að setjast á rök- stóla út af henni einni. Sagt er að Tyrkir vilji halda í eyna fyrir hvern mun og hóti Grikkjum ófriði, ef þeir haía sig ekki á burt með setulið sitt. Hitr þykir þó ekki ólíklegt, að Tyrkir láti eyna af hendi við Grikki fyrir riflega fjárhæð. Ekki mun Tyrkjum af veita; fjárhagur landsins ekki í svo miklum blóma. Prentun alþingistiðindanna. Síðasta Reykjavíkur-blað flytur afar- svæsna illmæla-grein um ráðgjafann (B. J.) út af ímynduðum afskiftum hans af prentun alþingistiðindanna, grein, sem blaðið hlýtur auðvitað að verða látið sæta lagaábyrgð fyrir. En að öðru leyti skal þess getið, sem hér segir, til bráðabirgða-leiðréttingar: 1. Það var aldrei neitt samkomu- lag milli forseta alþingis og Guten- bergsprentsmiðju um, að hún fengi prentun á umræðum alþingis en ísa- foldarprentsmiðja á skjalapartinum. Forsetarnir bera alveg á móti þvi. 2. Uppástunga um að hætta að prenta ræður frá alþingi var miklu eldri en þar segir frá — borin fram meðal annars og samþykt á nokkrum þingmálafundum löngu fyrir þing- byrjun, og gat því ekki verið sprott- in af reiði ráðgjafans, sem nú er, út af neinni skifting á þingtíðindaprent- uninni. 3. Frásagan um, að ráðgjafi hafi neytt Gutenbergsprentsmiðju með hót- unum -til að láta ísafoldarprentsmiðju fá 2/5 af þingtíðindaprentuninni — ella misti hún alla prentun — er helber ósannindi. Þess má geta enn fremur, vegna þeirra er það er ef til vill ekki full- kunnugt, að forseti sameinaðs þings hefir eftir þingsköpunum ekkert at- kvæði um ráðstöfun á prentun al- þingistíðindanna, heldur ráða deildar- forsetarnir henni einir. Eií B. j. var, sem kunnugt er, að eins forseti í sameinuðu þingi. Veðrátta Tikuna fré 6.—18. júni 1900. Rv. íf. Bl. Ak. Gt. Sf. Þh. Sunnd. 8.9 9,0 11,2 18,8 15,5 18,8 8,5 Mánud. 8,5 9,7 11,5 16,0 11,6 11,8 10,6 Þriöjd. 8,0 u,8 9,5 16,1 6,5 9,6 10,7 MiDvd. 7,6 7,8 10,3 12,8 12,6 6,8 7,5 Fimtd. 10,5 11,5 10,0 9.2 14.0 7,0 9,C Föstd. 11,0 15,0 11,5 21,6 16,5 18.7 8,8 Langd. 10,8 12,8 12,0 10,8 10,5 12,9 12,6 Rv. = Reykjavik; If. =» IsafjörDur [nýbætt viðli Bl. = Blönduós; Ak. = Akureyri; Or. = Orimsstabir; Sf. = Seyðisfjörður; Þh. •• Þórshöin i Færeyjum. Reykjayikur-hugleiöingar. Mörgum lizt nú illa á horfurnar í höfuðstaðnum okkar. Menn óttast hnigtnm og bágindi. Fyrst og fremst þegar vetrar. Og á- fram um hver veit hve langan tíma. Tekjur sjómanna verða miklu minni en þær hafa verið nú að undanförnu, líklegast urn þriðjungi minni, vegna verðfallsins á fiskinum. Húsagerðar- atvinnan, sem var svo ágæt um tíma, liðin undir lok um stund. Nú er, að kalla má, engu húsi komið upp, nema heilsuhælinu á Vífilsstöðum og kvenna- skólanum. Vatnsveituatvinnan hefir verið mörgum mikil hjálp. En nú er hún á förum. Nú er tekið, að miklu leyti, fyrir lán í bönkum og búðum. Og verzlunaratvinna er stórum að rýrna. Margar verzlanir eiga í vök að verjast, ef ekki er enn ver ástatt. Og verzlunarstörfum er sagt upp unn- vörpum. Á hverju á fólkið að lifa? Og hvað verður um þennan bæ? spyrja menn. — Hér horfir illa, sagði einn af helztu borgurum þessa bæjar við ísa- fold hér um daginn. Hann er vanur að líta fremur á skuggahliðina. En hann lítur skynsamiega á málin frá sínu sjónarmiði. — Hér hafa verið góð ár undan- farið, sagði maðurinn. En hverju er- um við nær? Nú, þegar harðnar, er ekkert til eftir þau. Eyðslan hefir vax- ið tiltölulega meira en tekjurnar. Menn hafa vanið sig á miklu kostnaðarsam- ara líf en fyrir einum áratug. Fatnað- ur er orðinn betri og húsakynni og húsbúnzður. Félagsskapur alls konar hefir magnast, og hann kostar ekki mjög lítið. Leikhús, hljómleikar, kvik- myndasýningar, kaffihús — alt þetta hafa menn vanið sig á síðustu árin. — Verra er þó hitt, sagði maður- inn enn fremur, að menn sýnast vera að venja sig af að vinna. Sjómenn- irnir verða leiðir á að ná i fiskinn. Menn hugsa sér að lifa á hinu og og öðru gróðabralli, sem engin fram- leiðsla er fólgin í, og engrar líkam- legrar vinnu þarf við — þó að þeir hafi engin efni á að fást við slikt og ekkert vit á því. Manninum hitnaði sýnilega við að hugsa og tala um þetta. — Litið þér út á götuna, sagði hann. Nú er virkur dagur, og vinnu- tími dags. Gatan er fnll af fólki. Og allir læðast áfram í hægðum sínum. Engum liggur neitt á í nokkurt er- indi. Allir eru að spdsséra. Þetta er ekki að verða vinnubær, heldur spáss- éringa-bær. Ekki lifir Reykjavík á því. Og einhver takmörk hefir það, sem lagt verður á þá, sem hafa vit og vilja til þess að hugsa eitthvað fyrir lífinu. Það getur farið svo, að þeim verði ólíft í þessum bæ. Manninum hættir við að líta frem- ur á skuggahliðina, eins og áður er sagt. En talið þið við nokkura roskna atorkumenn hér í bænum. Þið munuð komast að raun um, að eitthvað líkt vakir fyrir þeim fleirum. Og vafa- laust hafa þeir n o k k u ð til síns máls. Okkur hættir mikið við kviða ; þessum bæ — og reyndar á öllu þessu landi — jafnvel í góðum árum. Naum- ast kemur svo nokkurt ár, að ekki heyrist nokkuð sárar kvartanir. Við tölum miklu meira um það, þegar skórinn fer einhverstaðar að kreppa að, en þegar alt leikur í lyndi. Og okkur er títt að gera mjög mikið úr því, sem mótdrægt er. Síðasta vetur var gert afarmikið úr bágindum hér í bænum. Og sjálf- sagt hafa margir átt örðugt uppdrátt- 37. tðlublafl ar. Þá var tekið fyrir lánin í bönk- unum og búðunum og mikla atvmnu, sem verið hafði. En aðgangur var greiður að sveitarstyrk. Og ekki nam l átækraframfæri samt á síðasta ári meiru en tæpum 2 kr. á mann, minna en í meðallagi um land alt. Sumstaðar i öðrum löndum nemur sjúkrakostnaður snauðra manna meiru. Og í Khöfn, til dæmis að taka, mun fátækrafram- :æri nema 2/a meira á mann til jafn- aðar en hér í bænum. Bágindin eru auðvitað of mikil. inginn ætti að eiga bágt. Og senni- ega þyrfti enginn að eiga bágt, ef öllu væri svo haganlega fyrir komið, sem verða mætti. En eftir fátækra- framfærinu að dæma, virðist að minsta costi ekki ver ástatt hér en á landinu yfirleitt, og mikið betur en viða í öðrum löndum. Auðvitað hefir vatnsveituvinnan mjög mikið gréitt úr á síðastliðnum vetri. Við hana hafa ekki allfáir haft betri atvinnu, en þeir hafa nokkuru sinni raft endranær. Og þess er vert að gæta, að þegar örðugir tímar koma, þá byrjar jafn- framt sparnaðartími. Menn eyða þá ekki nánda-nærri eins miklu. Að því eyti eru örðugleikarnir oss hollir. Ekki eru þeir fáir hér á landi, sem fullyrða, að á hörðum árum komist menn úr skuldum, sem þeir safni í góðærinu, að á hörðu árunum græði menn, og í góðu árunum verði þeir fátækari. Og sparnaðar-tímabilið er þegar byr- jað. Það er auðsætt á því, hve miklu minna kemur nú hingað af vörum frá öðrum löndum, en áður hefir verið títt. En ekki getur1 Reykjavík lifað á sparnaðinum einum. Eitthvað verður sjálfsagt að hafast að, öðruvísi en nú, ef ekki á illa að fara — þegar á næsta vetri og eftirleiðis. Nokkur vinna verður við gasstöð- ina, ef hún kemst í framkvæmd — líklegast varið þar um 200 þúsund kr. í vinnulaun. Og í samningum verður, að innlendir menn sitji fyrir henni, að svo miklu leyti sem unt er. En ekki nægir sú vinna. Og ekki er hún heldur nema nokkura mánuði. Skuldir kreppa að afarmörgum, eink- um húsaskuldirnar. Arðurinn af sjávar- vinnunni virðist munu verða lítill nú um skeið. Menn hljóta að eiga örð- ugleika fyrir höndum. Er ekkert unt að gera til þess að draga úr þeim? Fyrst verður sjálfsagt flestum að hugsa til þess, hvort ekkert er unt að gera til þess að lengja vinnutíma verkfærra manna á árinu. Er ekki unt að gera þeim kost á að nota sér eitthvað, öðruvísi en nú gerist, þá mánuði, sem nú eru svo margir at- vinnulausir ? Undarlegt má það vera, ef þess er enginn kostur. Oss langar til að varpa fram nokk- urum spurningum. Og þessi er þá fyrst: Hvað er um gullið? Er það ekki alveg frámunalegt, að við skulum enn ekki vera neins vís- ari, síðan er það fanst fyrst? Ef það er svo mikið, og ef svo til hagar að öðru leyti, að kostnaði svari að vinna það, þá er allur atvinnu- kvíði Reykvíkinga um garð genginn. Þá verður næg atvinna alt árið. En vitneskjunni um það er haldið fyrir bænum ár eftir ár. Það mundi verða talið hámark þolinmæðinnar í öðrum löndum að bíða eftir slíku allan þennan tíma með engu öðru en stillingu. En hitt er vafamál, hvort sú þolinmæði er eingöngu dygð. Ætlar ekki bærinn að fara að leita

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.