Ísafold - 07.08.1909, Blaðsíða 1

Ísafold - 07.08.1909, Blaðsíða 1
Kemui út ýmist. oinu sinni oðs, tvisvar i viku. Yer?) árg. (80 arkir minst) 4 kr., or- lendis 5 kr. efta 1 */* dollar; borgist fyrir mibjan júli (erlendis fyrir fram). 1SAF0LD Cppaðgn (akríflðg) bundin vi& áramót, er óflild nema komln sé til dtgefanda fyrir 1. okt. og Kanpandi sknldlaas vib blaMÓ, Afgrei&sla: Austurstrœti & Keykjavík laugardaginu 7. ágúst 1909. XXXVI. árg. I. O. O. F. 90&209. Augnlækning ók. 1. og 3. þrd. kl. 2—3 i spital Forngripasafn opiö á v. d. 11—1. íslandsbanki opinn 10—2 */a og 51/*—7. K. F. U. M. Lestrar- og skrifstofa frá 8 árd. tii 10 sibd. Alm. fundir fsd. og sd. 81/* sibd. Landakotskirkja. öubsþj.91/* og 6 á helgidögum. Landakotsspitali f. sjúkravitj. 101/*—12 og 4—5 Landsbankinn 101/*—21/*, K**nkastjórn við 12—1. Landsbókasafn 12—3 og 6 -d. Landsskjalasafnið á þiti., fmd. og Id. 12—1. Lækning ók. í læknask. þrd. og fsd. 11—12. Náttúrugripasafn (i landsb.safnsh.) á sd. I1/*—21/*. Tannlækning ók.i rósthússtr. 14, l.ogS.md. 11— 1 Pétur 1. Thorsteinsson Lækjartorg Reykjavík kanpir gegn peningnm isienzkar vör* ur, svo sem gotu, sundmaga og salt- fisk nr. x af öllum tegundum, ýmist fullverkaðan eða upp úr salti, einnig dún, selskinn o. fl. Iðnaðarmenn I Munið eftir að ganga i Sjúkrasjóð idnaðarmanna — Sveinn Jónsson gjk. — Heima kl. 6 e. m. — Bókhlöðustig 10. fer til Borgarness ág. n., 19., 29. Garðs og Keflav. ág. 8., 16., 25. Sandgerðis ág. 8., 16., 25. Á víð og- dreif. í hinni snjöllu ræðu, sem Hannes Hafstein hélt við vígslu sundskálans 1. þ. mán. og prentuð er hér í blaðinu, kemst hann meðal annars svo að orði: En um fram alt — haun (íþrótta- maðurinn) lærir, að leikurinn á að vera það, sem Englendingar nefna f a i r. Hann á að vera heiðarlegur, undirhyggju laus, háður í einlægni, þannig að keppi- nautarnir, andstæðingarnir, geti tekist í hendur bæði fyrir og eftir glím- una. Það ættu allir ætíð að muna. Lögrétta prentar þessa ræðu H. H. í síðasta blaði. Og sama tölublaðið, sem flytur þessa áminning flokksfor- ingjans, fer hinum hörðustu óvirð- ingar og óvildar orðum um ráðgjafa út af því, að hann skuli ekki koma með sambandslögin staðýest. Allir vita þó, blaðið ekki siður en aðrir, að það er blátt áfram óhugsandi, að sambandslögin geti verið staðfest. Er þetta fair? Er þetta heiðarlegt, undirhyggjulaust, einlægt o. s. frv. ? Vill ekki H. H. taka að sér að koma hugmyndum sínum um jaimess, rétt- sýni, inn í blaðið? »Ráðherra ætti ekki að vera vært í valdasessi,« segir blaðið. Fyrir hverja sök ? Fyrir þá sök, að hann hefir stutt þjóðina til þess að hrinda af sér sam- bandssamningi, sem hún telur hættu- legan framtíðarheill sinni, og að h'ann hefir stuðlað að því, að þingið láti fyrir hennar hönd uppi kröfur, sem Danir virðast ekki vilja fallast á sem stendur. Þetta er öll óhæfan. Hvernig sem henni er velt og hvernig sem hún er teygð, getur hún aldrei orðið annað en þetta. Fyrir þessa sök á ráðherra »ekki að vera vært í valdasessi* I Er þetta Jair ? Er nokknr réttsýni í slíkum ámælum? Mikið mætti þá Jón Sigurðsson hafa gert á hluta íslenzkrar þjiðar 1851. Hann afstýrði því þá, að geng- ið yrði að samningum, sem þjóðin taldi sér hættulega. Og hann kom með kröfur fyrir þjóðarinnar hönd, sem þá var þverneitað, og ekki hefir fengist framgengt enn að fullu, eftir nær því 8/s aldar. Til voru líka þeir menn á íslandi 1851, sem töldu Jón Sigurðsson hafa unnið mikið ódæði. En þjóðin held- ur ekki hátiðlegan afmælisdag peirra á hverju ári. Gersamlega rangt er það hjá Lögr., að Isajold hafi við því búist, að lög síðasta alþingis mundu ekki verða staðfest í utanför ráðgjafa, að sam bandslögunum undanskildum. ísafold hefir ekki búist við neinum staðfest- ingarsynjunum, og ekki gefið nokk- urt tilefni til þess fyr eða síðar, að hún yrði skilin þann veg sem hún byggist við þeim. Lögr. hlýtur að vera kunnugt um það, að alt aðrir menn en þeir, sem að ísafold standa með nokkurum hætti, hafa verið að breiða spádómana um þær synjanir út um alt land. En hvernig stendur á þeim spá- dómum? Hvernig víkur því við, að engum manni kom nokkuru sinni til hugar, að lögum frá stjórnarárum Heimastjórnarflokksins yrði synjað staðfestingar, en að nú hefir þessi orðrómur gengið fjöllunum hærra um alt land? Og af hverju ætli það stafi, að meðan fyrverandi stjórn var við völdin, heyrðist aldrei annað en lof í Danmörk um íslenzka löggjöf, en að nú kemur símskeyti'um það, að dönsk blöð séu stórreið út af hinum nýstað- festu lögum? Lítill vandi er að svara því, sem allir hljóta að sjá. Þetta stafar af því, að áður var löggjöfin vandlega hnitmiðuð að vilja Dana. Nú er hún miðuð framar öðru við vilja íslend- inga. Minnihlutinn hefir sýnt það með lagasynjunar-spádómum sínum, að honum hefir veitt örðugt að átta sig á þvi, að konungur mundi telja vilja íslendinga réttmætan, ef hann væri ekki að fullu samhljóða óskum Dana. Það verður naumast sagt, að minni- hlutanum sé sæmd að því hugarfari. Og hann ætti að leggja sem minst kapp á að neyða menn til þess að vera að tala um það. Fróðlegt væri að vita, hve margir af lesendum síðustu ísafoldar hafa veitt nákvæma athygli eftirfarandi ummælum W. T. Steads i greininni: bögnuður líjsins, sem prentuð var hér eftir Nýju Kirkjublaði: Enginn hefir enn getaS gert sór í hugarlund hin óþrotlegu dularöfl mann- sálarinnar, er starfað geta á fjarlægum stöðum, jafnvel meSan sálin er að nokk- ru leyti og um stundar sakir í varShaldi líkamans, — starfað þar í svefni, hugar- skeytum og { framkomu tvífarans. Efnið er hlð sama andanum sem föt- in eru manninum. Maðurinn verður ekki fyrst til þá, er hann fleygir sór í frakkann; verður ekki heldur að engu, er hann fer úr honum. Eins og hann getur sýnt tilveru sína án fatanna, eins getur sálin sýnt í lífinu sjálfu og e f t i r það, að hún á sór hæfileika til að hugsa, muna og starfa, óháð líkaman- um. Þetta, s e m m ó r e r 11 ú k u n n- u g t, mun verða hinn næsti mikilsverði sannleikur, er vísindin eiga fyrir sér að sanna. Þá væri og ekki ófróðlegt að vita, hve margir hafa hugsað út í það, að slíkar staðhæfingar skuli vera gerðar á öðrum eins fundi og friðarþinginu 1 Haag, af þeim manninum, sem þingið sjalft sýnir þann sóma að gera hann að ritstjóra tíðindablaðs síns, og því næst fluttar út um heim- inn í óteljandi blöðum — þar á meðal í þvi blaðinu, sem biskup íslands gefur út. Og loks væri fróðlegt að vita, hve margir muni treysta sér til að sýna fram á réttmæti þess, að hér á landi eru þær skoðanir gerðar að pólitisku ofsóknarefni, sem friðarþingið í Haag lætur einn af sínum helztu mönnum bjóða sér. í tilefni af hinum alvarlegu áminn- ingarorðum Hannesar Hafsteins virð- ist oss ekki ástæðulaust að spyrja, hvort þær ofsóknir muni vera jair play, hvort þær muni, með öðrum orðurn, stjórnast af réttsýninu einu. -----• ^1» 9---- Vidskiitaráðunauturiíiu. Eftir að Bjarni Jónsson frá Vogi var skipaður viðskiftaráðunautur hefir hann orðið fyrir hverri árásinni á fætur annari, í minnihluta-blöðunum. Árás- irnar eiga að sýna, að hann sé ekki starfinu vaxinn, og honum er niðrað á ýmsan hátt, og alt er það að minni hyggju gert af mönnum, sem Bjarni Jónsson ber höfuð og herðar yfir að andlegum yfirburðum. Bjarni Jónsson er málfræðingur mik- ill, og talar málin, sem töluð eru hér í kringum okkur; hann kann það alt rétt, sem hann kann. Áður en hann varð kennari í þýzku var hún kend sem dautt mál í latínuskólanum. Sýna mætti með dálítilli smásögu, hvernig ávextirnir urðu af þeirri kenslu. Tveir þýzkir prinsar ferðuðust hér 1872. Konráð Maurer sendi Jóni Guðmunds- syni ritstjóra Þjóðólfs bréf með þeim, og bað hann að útvega þeim fylgdar- mann og annað, sem þeir þyrftu hér á landi. Ritstjórinn fekk þeim stú- dent til fylgdar; hann var ágætur ferða- maður, og hafði bezta vitnisburð frá skólanum fyrir þýzkukunnáttu. Þeir fóru að útbúa sig til fararinnar, og gengu í búðirnar. Stúdentinn vildi fá handa . þeim tvær tylftir af tölum, og bað um þær á þýzku, málinu, sem hann kunni svo vel, á þessa leið: »Wir wollen zwei tausend Knaben, mit dem Hohlen haben.« — Þýdd á íslenzku verður setningin: vér viljum fá tvö þúsund drengi með götum á. — Ef stúdentinn vildi segja, látum svo vera, eða það gerum við, þá sagði hann að eins : Haben haben 1« Haben þýðir að »hafa«,en hvað »laben« þýðireigin- lega í þessu sambandi, vita menn ekki með vissu. Þannig töluðu stúdentar þýzku 1872, ef þeir voru svo frakkir að bera það við. Lærisveinar Bjarna Jónssonar tala þýzku, og eru að minsta kosti sendibréfsfærir á málinu. Það hefir verið tekið fram, að við- skiftaráðunauturinn er enginn verzlun- arfulltrúi; landið hefir ekki rétt til að skipa þá Hann er ekki heldur vöru- bjóður, sem er sendur að eins til að safna sýnishornum af sirzi eða kaffi- baunum. Hann á að fræða útlend- inga um ísland, leiðrétta missagnir um landið eða landsmenn. Hann verður áð geta skrifað blaðagreinar, á þýzku, ensku og norðurlandamálum, haldið fyrirlestra um ' landsmenn og lands- háttu. Hann verður að geta gert það svo laglega, að oss sé það til vegs en ekki vanza, og hvortveggja þetta mun Bjarni Jónsson geta — liklegast öllum öðrum fremur, því hann er bæði mælskur maður og ritfær, og k a n n m á 1 i n, sem hann verður að tala eða skrifa á. — Hans lærisveinar segja aldrei »laben haben*. Þess utan stend- ur Bjarni Jónsson í sambandi við menta- menn og blaðamenn á Þýzkalandi, í Noregi, Svíþjóð og Danmörk. í þrem- ur hinum fyrst töldu löndum flestum íslendingum fremur. Meðan Jón Sigurðsson var uppi, hélt hann uppi vörn fyrir ísland í dönskum blöðum og norskum. Konráð Maurer gerði hið sama í Þýzkalandi, en ístendingar á Engiandi: EiríkurMagnús- son, Jón A. Hjaltalín og Þorlákur Ó. Johnson. Þessir menn stóðu allir i nánu sambandi við Jón Sigurðsson og og voru allir sammála um íslenzk mál, þá á dögum. — Auðvitað er það of- ætlun einum manni að fylla sæti allra þeirra manna, sem taldir voru, en Bjarni Jónsson hefir haldið fyrirlestra í Noregi, Svíþjóð og Þýzkalandi áð- ur, og getur það án efa enn, ekki síður en þá. Verklega hliðin á starfi viðskifta- ráðunautsins er ekki nærri eins ljós fyrir fram eins og hin; en benda má á nokkur aðalatriði. Bjarni Jónsson veit, að til eru ullarverksmiðjur, sem vinna margfalt meiri ull en þá, sem kemur héðan af landinu; honum er kunnugt, hvar verksmiðjurnar eru, og það með, að þær gefa 2 kr. fyrir pund- ið af ullinni frá Ástralíu, sem er mest- megnis tog-ull. Eg veit af samtali við hann, að hann hefir huga á því, að koma því til leiðar, að svo miklu leyti sem honum er unt, að koma ís- lendingum i kynni við þessa ullr.r- kaupmenn. Gæti það tekist, að fá sama verð eins og fyrir Ástralíu-ull- ina, yrðu tekjur landsmanna 2 milj. króna meira á ári. Hann veit líka hvar æðardúnninn, sem út er fluttur, er hreinsaður. Hann kemur svo ó- hreinn frá hendi landsmanna, að hann hefir verið álitinn miklu verri en græn- lenzkur æðardúnn. Hann hefir hugsað það mál, að kynna sér æðardúnshreins- un og gefa bendingar hingað um það. Allir vita um útflutninginn á saltkjötinu héðan og hvernig hann hefir vanblessast. Við tökum bezta sauðakjöt, sem til er, og gjörum það að lakasta kjöti, sem enginn vill leggja sér til munns. Það stafar ef til vill af því, að ekki sé unt að salta það svo, að það haldi sér nógu lengi, en sé matvara samt. Zöllner hefir sagt, að frosið kjöt geti hann ekki selt á Englandi, og hann mun segja það satt; þar er frosið kjöt naumast álitið manna fæða. Hinn nýi við- skiftaráðunautur hefir sterkan hug á að útvega kjötinu héðan nýjan mark- að, þar sem menn eru minna vand- fýsnir en Bretar eru. . . Öllum er kunnugt um það, að saltfisksmarkað- urinn hefir verið óvenjulega daufur á allra síðustu tímum, og mesta áhyggju- efni allra sem um málefni landsins hugsa er hvernig verði bætt úr því. Hverjar 100,000 kr., sem tapast á verð- inu, eru tap fyrir heildina; hverjar 100,000 kr. sem ávinnast á verðinu, eru gróði fyrir heildina. — Mér er kunnugt, að viðskiftaráðunauturinn ætl- ar sér að kynna sér öll aðalatriði sem að fiskiútflutningnum lúta, hvort ekki sé nauðsynlegt að breyta til að ein- hverju leyti, eða að mestu leyti, og þá hvernig eigi að breyta til. Til eru menn, sem gera sér svo miklar vonir um fiskisölu héðan af landinu, að þeir ímynda sér að þar gæti komið, að ísland gæti fengið tvisvar eða þris- var hærra verð fyrir fiskinn, en það fær nú. En það er óhugsandi nema með náinni samvinnu milli stjórn- ar, þings og landsmanna, ogviðskifta- ráðunauturinn er fyrsta rimin í stig- anum upp til þess. Á síðasta þingi var Bjarni Jónsson kosinn í nefnd, sem átti aðallega að fást við peningavandræðin hér. Hann varð formaður nefndarinnar og and- stæðingablöðinskopuðustað þvi. »Hvað á Sál að gera meðal spámannanna 1« 51. tölublað Ef efri deild hefði fallist á tillögur nefndarinnar, þá væri engin peninga- vandræði hér nú að minni hyggju. — Bjarni Jónsson hélt ræðu í málinu, og fekk einróma lof frá mönnum úr báð- um flokkum fyrir þekkingu á peninga- málinu og bankamálinu, en það eru vanalegast málin, sem þingmenn eru yfirleitt lakast að sér í. Bjarni Jóns- son hefir svo víðtæka hæfileika, að hann getur komist niður í hverju því máli, sem hann þarf að kynna sér. Auðvitað er öll starfsemi viðskifta- ráðunautsins til einkis, ef enginn fær neitt að vita um þá vitneskju, sem hann gefur stjórninni, og þess vegna verða sjálfsagt þær skýrslur frá hon- um, sem varða verzlunarhagi lands- ins, gefnar út, svo að allir geti haft aðgang að þeim. Þá fyrst er kom- inn tími til að kveða upp dóm um skipun viðskiftaráðunautsins. Indriði Einarsson. Stórstuka Svia. Stórstúkan sænska, sú er samfagn- aðar-símskeytið sendi stjórn íslands og þjóð fyrir fám dögum út af bannlaga- staðfestingunni, er heimsins fjölmenn- asta stórstúka. Félagar eru um 200,000. Helztu embættismenn stórstúkunnar eru: Stórtemplar Oscar Eklund — ritari Oscar Gylfe — g. u. t. Ernst Strandman — g. kosn. Alfred Stárner — gæslum. mentamála Oscar Olsen. Tveim blöðum heldur stórstúkan úti. Antiað, Rejormaiorn, helmingi stærra en Fjallkonan, með mörgum mynd- um í hverju blaði. Póstáskrifendur 10,874, en kaupendur alls yfir 17,000. Ágóði af blaðinu um 8000 kr. Rit- stjóri þess er Alexis Björkman (rit- stjóralaun 4500 kr.). Hitt blaðið heitir Daggdropen, barna- blað. Tekjur stórstúkusjóðs nema árlega um 130,000 kr., en auk þess hefir hún bókaútgáfu og prentsmiðju (Nykterhetsförlaget), er árstekjur af nema nokkuru meira. Enn á hún marga sjóði, er nema samtals alt að 200,000 kr., þeirra meðal bannlaga- sjóður (nær 3 6 þús.) og stendur und- ir stjórn stórg.-kosn., greftunarsjóður, veikindasjóður o. s. frv. Stórtemplar Svia, Oscar Eklund, er jafnframt forstjóri Nykterhetsfor- lagsins, og hefir í kaup fyrir hvor- tveggja starfann um 6000 kr. og skrifstofufé að auki. Hann er enn fremur þingmaður, eins og fleiri em- bættismenn stórstúkunnar. Hann hef- ir verið stórtemplar þar síðan 1905. Stórtemplar, stórg. u. t., stórg. kosn. og stórritari hafa auk launa, burðar- gjalds m. fl. sérstakt skrifstofufé. Alþjóða-æðstitemplar, Svíinn Ed- warð Wavrinzky, friðarvinurinn mikli, var þar stórtemplar nokkur ár. Hann mun vera eini stórtemplar þeirra, er annað lífsstarf hafði en það er gegnir bindindismálinu — forstjóri ábyrgðar- félags — og einmitt þess vegna lét hann af stórtemplarstörfum. Svíar vilja hafa manninn allan, og þurfa þess. Englendingurinn Josepli Malins, alþjóða-æðstitemplarinn alkunni, varð síðast að hætta að gefa kost á sér til þess starfa, er hann hafði gegnt árum saman. Landar hans kváðust ekki mega missa hann úr stórtemplarstöð- unni í stórstúku þeirra sjálfra. Þar hefir hann 18,000 kr. í árskaup.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.