Ísafold - 18.08.1909, Qupperneq 1
Kemui út ýmist einu sinni eða tvisvar l
viku. Yerö árg. (80 arkir minst) 4 kr., er-
lendis 5 kr. eða 1 x/a dollar; borgist fyrir
miftjan júli (erlendis fyrir frara).
ISAFOLD
Uppsögn (skrífleg) bundin viö áramót, er
ógild nema komm só til útgefanda fyrir
1. okt. og Kaupnndi skuldlaus viö blaöiö.
Afgreiösia: Austurstrœti 8.
XXXVI. árg.
Reykjavík miðvikudaginn 18. ágúst 1909.
54. tölublað
Landsbankinn
setur niður diskonto og útlánsvexti fyrst um sinn í
5 V4 % P* »• og greiðir af 6 mánaða innlánsskírteinum
4 »/* % p. a. Sparisjóðsvextir 4% eru óbreyttir.
Reykjavík 17. ágúst 1909.
Landsbanki Islands
Tryggvi Gunnarsson.
I. O. O. F. 908209.
Augnlækning ók. 1. og 3. þrd. kl. 2—3 í spítal
Forngripasafn opiö á v. d. 11—1.
íslandsbanki opinn 10—2 x/s og 5»/a—7.
K. F. U. M. Lestrar- og skrifstofa frá 8 árd. til
10 siÖd. Alm, fundir fsd. og sd. 8 */* síöd.
LB-ndakotskirkja. Guösþj. 9s/a og 6 á lielgidögum.
Landakotsspitali f. sjúkravitj. 10 V*—12 og 4—5
Landsbankinn 10 */a—2 */a. IVjikastjórn við 12--1.
Landsbókasafn 12—S og 6 -8.
Landsskjalasafnið á þtxt., fmd. og Id. 12—1.
Lækning ók. i læknask. þrd. og fsd. 11—12,
Náttúrugripasafn (i landsb.safnsh.) á sd. I1/*—21/*.
Tannlækniug ók. i Tósthússtr. 14, l.ogS.md. 11- '
Iðnaðarmenn I
Munið eftir að ganga i Sjúkrasjóð iðnaðarmanna
— Sveinn Jónsson gjk. —
Heima kl. 6 e. m. — Bókhlöðustíg 10.
Fanaflöattnii IHGOLFUR
fer tiJ
Borgarness ág. 19., 29.; sept. 2., 8., 12.
Akra sept. 5., 12.
Garðs og Keflav. ág. 16., 25.
Sandgerðis ág. 16., 25.
Erlend tíðindi.
Berlín 27. júlí.
Ráðaneytisskiftin
á Frakklandi.
Fall Ciemencoau.
20. júli, seint um kvöldið, gerðust
þau óvæntu tíðindi, að Georges Cle-
menceau, yfirráðgjafi - Frakka, beið
ósigur í þinginu og sagði af sér þá
samstundis. Fregnin flaug strax á
símþráðum um allan heim og alstað-
ar urðu menn forviða og ætluðu ekki
að trúa fregninni, því að menn áttu
siður en ekki von á slíku. Clemen-
ceau hefir við og við þótt standa á
völtum fótum, en aldrei jafn-fastur í
sessi sem nú. Skömmu áður hafði
hann haldið meiri háttar stjórnmála-
ræðu í þinginu. Fanst öllum vegur
hans fara vaxandi og því var spáð í
heimsblöðunum, að hann mundi verða
langlífari en allir ráðaneytisforsetar
hins þriðja Frakklandslýðveldis, þeir
er komnir eru enn. En þetta fór
nokkuð á annan veg.
Tildrðg.
Franska þingið hafði til umræðu
undanfarna daga álit nefndar þeirrar,
er skipuð var í þinginu til þess að
rannsaka útgerð herflotans og stjórn
hans. Rannsóknin leiddi i ljós marg-
ar misfellur hjá flotamálastjórninni
og amlóðaskap á ýmsan hátt. Flota-
málaráðgjafinn Picard þótti hafa geng-
ið slælega fram, en einkum þó fyrir-
rennarar hans í embættinu, þeir Pelletan
og Thornson.
Þriðjudaginn 20. júlí var kvöldfund-
ur haldinn í þinginu til þess að ræða
þetta mál og í sambandi við það frum-
varp stjórnarinnar um fjárveitingu til
flotans. Þá reis upp Delcassé, fyrv.
utanrikisráðgjafi, og ávítaði harðlega
háttalag flotamálastjórnarinnar, og
kendi slóðaskap hennar ýms slys, er
orðið hafa í flotanum á síðustu árum.
Vildi hann að þingið frestaði allri f]ár-
veitingu til flotans, þangað til stjórnin
hefði sett einhverja tryggingu gegn
því að slik slys kæmi fyrir oftar.
Þá stóð Clemenceau upp og jós
yfir Delcassé óbótaskömmum. Kvað
hann utanríkisstjórn hans hafa orðið
Frakklandi til skammar og að slíkur
maður ætti ekki að dirfast að setja
út á flotamálastjórnina, né ásaka stjórn
landsins um, að hún hafi engu til
leiðar komið i landvarnaráttina.
Þingmenn urðu allir hissa á þessu
á þessu athæfi Clemenceau og þótti
slíkur þjösnaskapur allólikur mannin-
um og málfimi hans. Engum flokks-
manna hans datt í hug að klappa fyr-
ir honurn eða láta í ljósi samþykki
sitt. Þingmenn fóru að fussa í saln-
um. En Clemenceaus lét sem hann
heyrði það ekki og herti æ á fúkyrð-
unum.
Delcassé spratt upp rauður af reiði
og náði sér nú verulega niðri á forn-
um fjandmanni sínum. Hann varði
sig og utanríkisstjórn sína með rök-
um, en réðst á stjórn Clemenceau
alla og framkomu hans i stjórnmálum
yfirleitt með mörgum beiskyrðum og
mikilli mælsku.
Clemenceau hreytti enn í hann
ónotum úr sæti sínu, en síðan var
gengið til atkvæða um rökstudda dag-
skrá frá einum stjórnarliða, þess efn-
is, að þingið lýsti yfir trausti sínu á
stjórninni. Sú tillaga ýéll með 212
atkvaðum gegn i-/6.
»Eg fer«.
Eftir atkvæðagreiðsluna beiddi Cle-
menceau sér strax hljóðs og sagði:
»Eg ýer«.
Að svo mæltu gekk hann snúðugt
út úr þingsalnum með aila ráðgjafana
á eftir sér og beina leið til hallar
Falliéres Frakklandsforseta, barði hann
upp og tók lausn fyrir sig og alt
ráðaneytið.
Þessi orð Clemenceau munu verða
geymd i sögunni fyrir það, hve stutt
þau eru og laggóð, og eins mun hitt
þykja dæmafátt í sögu þingræðisins,
með hve skjótri svipan þetta gerðist,
vantraust þingsins og lausnarbeiðni
stjórnarinnar svo að segja um hánótt.
Þykir Clemenceau hafa þar sýnt þing-
ræðinu óvenjulega virðingu, hvað
sem annars verður um hann sagt.
Bardagi á gðtunum. Blöðin.
Þegar fregnin barst út um Parísar-
borg og menn fóru að trúa henni,
komst alt á tjá og tundur. Aukaút-
gáfur blaðanna voru eins og fjaðra-
fok á götunum og þeir er háttaðir
voru og sofnaðir vöknuðu við hávað-
ann og þutu á fætur. Ræðumenn
allra stjórnmálaflokka börðust um götu-
bekkina til þess að geta haldið ræður,
hver fyrir sinu máli. Af sumum
bekkjum töluðu oft margir í senn.
Loks fóru menn að berjast og iög-
reglan gat við ekkert ráðið. Er sagt,
að bardaginn hafi staðið mestalla nótt-
ina og á öllum strætum var glym-
jandi og gauragangur.
Svo að segja öll frönsk blöð hafa
vítt atferli Clemenceau og flokksblöð
hans hafa flest yfirgefið hann. Öll-
um þykir honum hafa farist hrana-
lega og sum segja, að svo hafi hann
ófrægt sig i þetta skifti, að hann
muni aldrei eiga afturkvæmt í valda-
sessinn.
.Fólitískt sjálfsmorð ?«
Það er mál manna, að Clemenceau
hafi vitað vel, hvað hann gerði þetta
kvöld. Menn segja, að hann hafi ver-
ið orðinn þreyttur á langvinnu stjórn-
arstriti og viljað feginn losna, enda
er maðurinn allhniginn að aldri, 68
ára. Hann hafði sagt við einn fylgis-
mann sinn í þinginu um kvöldið áð-
ur en fundurinn hófst: Nú hreyti
ég úr mér nokkrum hnútum og svo
er ég farinn.
Við blaðamenn hefir hann sagt, að
þessi ágjöf lenti eingöngu á sér, en
ekki hinum ráðgjöfunum né flokknum
yfirleitt. Vantraustinu sé beint ein-
göngu til sín eins. Sjálfur hefir hann
ráðið Falliéres forseta til þess að taka
Briand, dómsmálaráðgjafa, í sinn stað,
þann er nú er orðinn yfirráðgjafi.
Ráðaneytið er því nefnt: »Clemen-
ceau-ráðaneyti án Clemenceau*.
Nýja ráðaneytið.
Briand ráOaneytisforseti,
Nýja ráðaneytið var fullmyndað á
laugardaginn var. Eins og getið var,
fól Falliéres forseti Briani, þáverandi
dómsmálaráðgjafa, forustuna. Hér fer
á eftir skrá yfir alla ráðgjafana:
1. Briand, yfirráðgjaíi, innanríkis-
ráðgjafi og menningarráðgj.
2. Viviani, vinnumálaráðgjafi.
3. Doumergue, kenslumálaráðgjafi.
4. Pichon, utanríkisráðgjafi.
5. Dupuy, verzlunarráðgjafi.
6. Millerand, samgöngumálaráðgjafi.
7. Ruau, landbúnaðarráðgjafi.
8. Trouillot, nýlenduráðgjafi.
9. Barthou, dómsmálaráðgjafi.
10. Brun, hermálaráðgjafi.
11. Boué de Lapeyrére, flotamálaráðgj.
4 þessara manna voru áður í ráða-
neyti Clemenceau, nr. 1, 2, 4 og 9.
Hinir eru allir nýir, en eru þó allir
kunnir menn og hafa flestir verið ráð-
gjafar einhvern tíma áður. Merkast-
ur þeirra er Millerand, sem eitt sinn
var verzlunarráðgjafi og fyrsti jafnað-
armaður, er komst í ráðaneytið franska.
Artistide Briand er 47 ára að aldri.
Hann var áður málflutuingsmaður.
Hann var snemma kosinn á þing-
ið af jafnaðarmönnum. Sjálfur er
hann jafnaðarmaður, þó að hann þyki
hafa slakað nokkuð á þeirri skoðun
síðan hann komst til vaida, eins og
oit vill verða, að hægra er að kenna
heilræðin en halda þau. Jafnaðar-
menn eru honum fráhverfir fyrir löngu,
en sjálfur telur hann sig til þess flokks.
Hann komst ínn í Combes-ráðaneytið
(næst á undan Clemenceau) og var
þá kirkju og kenslumálaráðgjafi. Þá
kom hann á lögunum um skilnað rik-
is og kirkju á Frakklandi. 1 Saniens-
ráðaneytinu var hann og síðar, og
þegar Sanien sagði af sér í október
1906 og Clemenceau varð ráðaneytis-
forseti, bætti hann við sig dómsmála-
ráðaneytinu og því hefir hann haldið
til þessa.
Briand þykir maður harðvítugur og
fylginn sér. í ræðum sínum er hann
allur við efnið og þó verður honum
aldrei orðfátt. Hann getur svarað
öllu út í yztu æsar og enginn hefir
séð koma á hann hik í nokkru máli.
Hitt er annað mál, að skoðanir hans
hafa linast síðan hann komst í valda-
sessinn, eins og getið var áður. Það
hefir og þótt um Georges Clemenceau,
ekki síður. Eftir að hann var hafinn
i þá tign, sem öðrum veittist torvelt
að halda fyrir honum, meðan hann
var þingmaður og stórbótaskörungur,
féllu af honum lengstu flugfjaðrirnar.
Annars þótri hann fara nokkuð í
krákustígum, meðan hann var við
stjórn, ýmist í framfaraáttina eða aft-
ur á bak. Fylgismenn hans voru oft
á nálum um, hvernig hann snerist í
þessu og þessu máli. Hann er mað-
ur snarráður og skjótleikinn og fylgdi
þvi fram, er datt í hann fyrst. En
mörgu hefir hann þörfu til leiðar kom-
ið í Frakklandi á þessum 3 árum,
sem hann hefir setið í ráðuneytinu,
og rökfimi hans og málsnilli er við
brugðið. Hann hefir staðið í mörg-
um stórræðum, og verið jafn-fær í
vörn sem sókn áður, þótt gamall sé.
Það er annars einkennilegt um öld-
unginn, að hann verður að hröklast
úr völdum fyrir gapaskap!
Briand er Clemenceau að flestu frá-
brugðinn. Hann fer nokkurn veginn
fasta og ákveðna braut og skopar það-
an hvergi. Við mótstöðumenn sína
er hann hinn hlífnasti og kurteisasti
í orðum. Enginn sér honum renna
svo í skap, þó að illa sé að honum
farið, að hann gæti sín ekki. Hann
kemur sínu fram með hægðinni, seigl-
unni og festunni.
Annars eru gjörbótamenn i þing-
inu allóánægðir með nýja ráðaneytið.
Finst þeim sinn flokkur vera alifá-
skipaður í stjórninni, þó að hann sé
fjölmennasti flokkurinn á þingi.
Briand hefir lýst yfir því, að hann
muni halda við stjórnmálastefnu Cle-
menceau og halda áfram ýmsu því,
er hann hefir byrjað á, svo sem lög-
um um ellistyrk fyrir verkamenn.1 Enn-
fremur kveðst ráðuneytið vilja bæta úr
misfellum þeim, er verið hafa á flota-
málastjórn landsins. Friðinn vill hann
styðja af alefli og vináttu- og stuðn-
ingsbönd milli rikjanna.
Ófarir Neergaards.
Ráduneytisskifti.
Neergaard hefir gert síðustu samn-
ingstilraun, stungið upp á að una við
landgirðingu þá sem nú er í 8 ár
enn, en leggja siðan landvirkjamálið
undir atkvæði þjóðarinnar.
Þessa miðlun hefir Christensen og
hans menn neitað harðlega að sam-
þykkja og því er nú úti um alla samn-
inga. Búist er við að þingi verði
slitið þá og þegar og að Neergaard
biðjist lausnar.
Lofttíðindi.
Tflr Ermasund.
Flugmeistarinn Bleriot.
Vér gátum þess fyrir skömmu að
loftskipunum fleygði fram svo að
segja á hverjum degi. Þessi ummæli
ætla ekki að verða sér til skammar.
Loftskipin eru að umturna öllum
samgöngum. Loftið er að verða fram-
tíðarbrautin. Innan fárra ára sést ekki
snekkja á sjó. Alt verður flutt á flug-
drekum og sjálfsagt verður farið að
fiska ofan úr loftskipum. Hernaður
allur gerbreytist, ef hann hverfur þá
ekki úr sögunni. Vagnar fækka og
loftbrautir koma í stað járnbrauta.
Ef maður ætlar að bregða sér bæjar-
leið, þá setur hann á sig vængina í
stað þess að fara ríðandi. Þáð kem-
ur líklega að því, að við gleymum
að ganga af óvananum eða förum að
vappa eins og endur.
Hvar eruð þið nú skáld, sem kváð-
uð:
Vængjum vildi’ eg berast
í vinda léttum blæ
djarft um fjöll og dali
og djúpan reginsæ,
o. fl. þess háttar?
Ef ykkur er nokkur alvara með
þetta, þá skuluð þið bregða ykkur
»suður í Frans« á næstunni. Þar
getið þið látið draum ykkar rætast.
Það er að vísu engin grágæsamóðir,
sem ljær ykkur þar vængi, heldur
menskir menn.
Farið þið og til Frakklands, sem
fornir eruð í skapi. Þar getið þið
séð gandreið og mér er næst að halda,
að þeir ríði þar eins hart eins og
þeir riðu forðum yfir Reykjum á
Skeiðum ellegar Klaufi úr Svarfaðar-
dal.
Frakkinn Blériot
lét í loýt á sunnudagsmorguninn, 2/.
p. m., ýrá Calais á Frakklandi og jlaug
yfir Ermasundið og yfir til Dover á
Englandi á 27 mínútum og 21 sékúndu.
Þetta þykir hinn mesti viðburður
í sögunni, þvi að slíkt hefir enginn
leikið fyr.
Blériot lagði af stað snemma morg-
uns í bezta byr og átti tundurbátur
einn, hraðskreiður, að fylgja honum á
sjónum til þess að vera til taks, ef
slys bæri að höndum. En flugvélin
fór með 68 rasta hraða á klst., en
tundurbáturinn kemst ekki nema 42
rastir og varð því langt á eftir.
Fögnuður er hinn mesti á Frakk-
landi og um ailan heim. Blériot var
samstundis sæmdur heiðursfylkingunni
frönsku og þar á að reisa stóran
minnisvarða, sem hann lenti á Eng-
landi.
Blériot er á bezta skeiði. Hann
tók að fást við loftskipagerð fyrir
nokkrum árum og þykir ofurhugi
hinn mesti. Fyrir mörgum áföllum
hefir hann orðið, en ekki látið á sig
fá. Þetta skifti var hann draghaltur
eftir slysalega lendingu skömmu áður.
Eitthvað hafði hann og komið óhönd-
uglega niður á Englandi og laskaðist
flugvélin hjá honum lítið eitt.
Landi hans Latham að nafni hafði
gert sömu tilraun nokkrum dögum
áður í loftskipi einu með Wrights-
laginu, en sú för mistókst. Þegar
hann var kominn miðja vega út á
sundið, bilaði vélin og alt fór i sjó-
inn. Maðurinn bjargaðist þó vegna
þess að skipið var í nánd, sem átti
að fylgja honum. Hann er nú að
ná sér í nýja vél og ætlar að reyna
aftur. Þegar hann frétti um för
Blériots, gat hann eigi tára bundist.
Enn munu og margir fleiri ætla
að reyna sig á þessu.
Margir loftfarar hafa farið lengri
veg í einu á þessum stýranlegu flug-
vélum, en enginn lagt út á sjóinn fyr.
Bretar eru allsárir út af því, að
horfa upp á aðra þjóð fara svo fram
úr þeim sjálfum.
Þó er þeim léttir í að Blériot er
ekki Þjóðverji.
Oft hefir verið farið yfir sundið áður í
loftbátum, sem ekki hefir verið hægt
að stýra og því alt undir hagstæði
vindarins komið. Morlan fór fyrstur
manna á loftbát yfir hafið árið 1883,
3. júlí. Hann lagði af stað frá
Courtrai í Belgíu og lenti í Bromley
á Englandi eftir 26 tíma ferð. Síð-
an fóru margir yfir sundið á eftir
honum á þessum gömlu loftbátum.
Þjóðverjinn Wegener komst lengst.
Hann fór í' loftbát frá Leipzig 19.
apríl 1907 og fór á 19 klt. til Leicester
á Englandi, en sú vegalengd nemur
930 röstum. En þetta var alt undir
hepni komið. Blériot hefir stýrt
sinni flugvél og ráðið sjálfur, hvert
hún fór, upp á hár og það er það
sem mest er í varið.
Eini maðurinn, sem tekist hefir að
synda yfir Ermasund er Webb skip-
stjóri. Hann synti á 22 kl.stund-
um milli Englands og Frakklands 24.
ágúst 1875.
Öll samgöngufæri stíga risaskref í
framfaraáttina. Nú eru menn farnir
[Niðurl. & 1, Biðu]