Ísafold - 18.08.1909, Side 2
214
ISAFOLD
m
^/ix
m
f/m
ö|
ÝJ¥\
XftBi
(féll
V?/iX
%f£%
ÝJ~Ý\
)r?ds
ým
ÝJÝ\
^Jx
m
'M
M
X&i
Í4&
ÝJÝ'
fs
VERZLUNIN
DAGSBRÚN
í Garðarshólma — Hverflsgotu 4
Talsími 142 Reykjavik
m
^f/JX
ÝJ-Ý
*7/Jx
ém
ÝJÝ\
Ý/lX
m
4fm
Ýí-¥\
ftí'JJ
^y/JX
ém
V>/ix
«au
pu
V5/ix
1
V>/ix
n
í5>ix
Nýjar birgðir með hverri skipsferð
Éín’
#
feN1
V5/JX
(^LMi
V?/Jx
■
SS
$7/Jx m ^y/jx
HANDA HERRUM: VEFNAÐARVÖRUR: HANDA DÖMUM: ÝJÝ\ V5/ix m
Regnkápur. Léreft. Rykkápur, 'JfjÝJ
sem eru regnþéttar. m
Hattar. Tvisttau. V?/Jx
Mótorhúfur. j.f'Ý
Manséttskyrtur. Fiannelett.
Stormslör, ÝJ-f\ m/i\
Nærföt. Mikið úrval af ýmsum heil að aftan með hnappi ÝJ¥\ Vy/Jx
Hálslín. tauuin. í kollinum. ÝJ¥\ V?/Jx'
Slifsi. Silki og silkiborðar Hvítur nærfatnaður. fy/lí im érX
m. m. fl. ('fÖJ ÝJÝ Ý/l\
Tilbúinn Fataefni Hjólreiða- ÝJf\ Ý/lS Cym ÝJÝ\ V?/l\ ('f/J Js
Fatnaður aímælt í einn klæðnað Regnslá m ^/Jx ('fóJ Vj¥ m/is
handa karlmönnum, af hverjum lit, mjög hentug. ÝJÝ ¥?/ls (m ÝJÝÍ Ý/'S
unglingum mjög mikið Enskar (ffól'. ÝJf, Ý/l\ \j ' '
og drengjum. ^/X\' m
Hvei’gi eins vandaður urval Húíur ÍÝ/lx ('fÓJ. ÝJf\
og vel skorinn. er borgar sig að skoða. hvergi ódýrari. ÝJf\ XX
Góðar vörur — Sanngjarnt verð . XX m
mmmmmmmmmmmm liSIillfllIIISIIlIlilfllIII a
Á víð og dreif.
Óneitanlega virðast oss tíðindi þau,
sem gerst hafa í kirkjufélagi landa
vorra í Vesturheimi, vera nokkurt í-
hugunarefni oss hér heima jafnframt
hugsunum manna um afnám þjóð-
kirkjunnar. Vér teljum alveg óhætt
að fullyrða, að slíkt hefði ekki getað
komið fyrir í nokkurri mótmælenda-
þjóðkirkju Norðurálfunnar. í engri
slíkri kirkju mundu samþyktir þær,
sem kirkjuþingið hefir látið frá sér
fara, hafa verið gerðar um bindingar-
afl trúarjátninga-ritanna og um það,
að öll ritning sé guðs orð, áreiðanlegt
og innblásið.
Hver maður, sem nokkuð hefir
kynt sér trúmála-umræður, sem um
þessar mundir fara fram á Þýzkalandi,
Englandi og Norðurlöndum öllum,
hann veit, að þar er skoðunin á
þessu orðin gjörbreytt, Og að það er
beinlínis óhugsandi, að nokkurum
manni yrði vísað út úr þessum kirkj-
um fyrir þá sök, að hann greinir
eitthvað á við trúarjátninga-ritin, eða
hefir látið sannfærast um það af ó-
mótmælanlegum rökum, að tilorðning
ritningarinnar hafi verið annan veg
háttað en menn gerðu sér í hugar-
lund á 17. öld.
Vandalaust er að sjá, hvernig á þvi
stendur, að þjóðkirkjurnar eru að þessu
leyti lengra komnar í viðurkenning
sannleikans. Ríkin halda uppi menta-
stofnunum, sem prestarnir fá lærdóm
sinn í. Og til þess er ætlast, að þær
stófnanir séu vísindalegar. Annað er
nú talið með öllu óþolandi. Kenn-
urum er ætlað að komast að sann-
leikanum, að svo miklu leyti, sem í
þeirra valdi stendur. Og þeim er
ætlað að segja hann. I prestaskólum
fríkirknanna, að minsta kosti þeim
skólanum, sem Vestur-íslendingar hafa
fengið flesta presta sína frá, er kensl-
an alt annað en vísindaleg. Þar er
til þess ætlast, að kent sé eftir trúar-
játningum. Og fyrir því kemst eng-
inn nýr sannleikur að, alt situr blý-
fast, engin framþróun verður. Og
ófær skurður myndast milli þeirra,
sem hafa komið auga á nýju sann-
leiksatriðin, og hinna, sem hafa látið
loka á sér augunum.
Mikil óhamingja væri það, ef líkt
henti oss hér heima. Óneitanlega er
nóg sundrungin, þó að oss sé við
þessu hlíft. í trúar-frjálslyndi er
prestastétt vor og þjóð öll enginn
eftirbátur annarra. Og prestaskóla
vorum er áreiðanlega haldið í horfinu
sem vísinda-stofnun. Getur það verið
fýsilegt frjálslyndum mönnum, sem
athuga, hvað þeir eru að gera, að
stofna til svipaðrar breytingar eins og
nú er farin að sýna sig með löndum
vorum í Vesturheimi? Eða sjá menn
nokkura tryggingu gegn henni, þegar
farið væri að láta kirkjuna sigla sinn
sjó?
Ekki kemur oss það óvart, að for-
ingjar kirkjufélagsins vestræna neiti
því, að þeir hafi vísað nokkurum
manni út á síðasta kirkjuþingi. Þeir
hafa lagt kapp á að þvo þann blett
af sér, láta svo sýnast, sem þeir, er
úr hafa gengið, hafi gert það ótil-
neyddir. Forseti kirkjufélagsins orðaði
jafnvel úrskurð sinn svo, að kirkju-
þingið hefði ekki gefið nokkurt tilejni
til þess, að nokkur maður gengi af
þinginu. En slíkar tilraunir eru ekki
til annars en vansæmdar. Kirkjuþingið
lýsti að sönnu yfir því, »að prestar
og leikmenn kirkjufélagsins séu eigi
með neinu, er samþykt hefir verið á
þessu kirkjuþingi, gerðir rækir úr fé-
laginu*. En það neitaði að lýsa yfir
því, að þeir yrðu ekki reknir, ef þeir
héldu áfram að halda fram þeim skoð.
unum, sem um var deilt og meiri
hluti kirkjuþingsins lagðist í móti.
Með öðrum orðum, kirkjuþingið
segir: Við skulum fyrirgefa það, að
þið hafið haldið fram ykkar sannfær-
ingu. En þið megið búast við að
verða reknir, ef þið gerið það ejtir-
leiðis.
Það liggur í augum uppi, að eng-
inn sannleikselskándi maður, enginn
maður, sem ann sæmd sinni, getur
setið kyr, eftir að hafa fengið yfir sig
slíka dembu. Hér var enginn annar
kostur fyrir hendi en sá að fara.
Hvað bókstafsþrældómurinn hlýtur
að hafa ranghvert. hugum þeirra manna,
sem svona geta hugsað, og annað
eins og þetta geta látið um sig spyrj-
ast!
Ef andstæðingarnir vildu láta kúg-
ast til þess að hætta við að láta uppi
sannfæring sina um andleg mál, ef
þeir voru fáanlegir til þess að svíkja
þann sannleik, sem þeir töldu sér
trúað fyrir, og fara að tala gegn sann-
færing sinni, þá voru þeir gildir og
góðir í kristnum félagsskap. En væru
þeir ófáanlegir til þess, væru þeir stað-
ráðnir í að standa við sannfæring sína,
þá — burt með þá!
Ódrengskapinn og hræsnina hefir
hið evangeliska lúterska kirkjufélag
íslendinga í Vesturheimi að þessu
sinni gert að skilyrði þess að verða
ekki gerður rækur. Er hlaupið að
því að aflaga kristindóminn öllu meira
annan veg en með því að fara svona
með hann?
Þessi er afleiðingin af bókstafsþræl-
dómnum. Þessi er afleiðingin af trúar-
játninga-bandinu. Þessi er afleiðingin
af prestaskólum, sem loka augunum
fyrir þekkingu nútimans.
Eigum vér að gera leik að því að
hleypa slíku inn í þjóðlíf vort?
Mikil ánægja er ísafold að því að
flytja ritgjörð hr. M. Andersens Nexös
í þýðingu. Ekki svo að skilja, að vér
samþykkjum alt, sem þar slendur. Að
sumu leyti kennir misskilnings í henni.
Ekki þarf annað en benda á það til
dæmis, að Danmörk hefir aldrei verið,
né er, né er líkleg til að verða »heim-
ili« íslendinga I neinum skilningi, né
»móðurland« né »móðir«. Danmörk
er ekki I neitt svipuðu skyldleika-
sambandi við ísland, eins og t. d.
Bretland við nýlendur sinar, sem
bygðar eru brezkum mönnum — eins
og fyrir hinum hátt\irta höf. virðist
vaka. Jafnvel Hannes Hafstein mundi
ekki vilja líta við þessum danska skiln-
ingi. Vér nefnum hann af því að
höf. virðist telja hann forvigismann
þeirra skoðana, sem sambandinu við
Danmörk standi minst hætta af. En
annars finst oss ekki þörf á að telja
upp þau atriði, sem vér erum höf.
ekki sammála'um.
Oss virðist meiri ástæða til að
þakka höf. þann einlæga, falslausa
vilja á að skilja þjóð vora, og þann
ástúðlega sanngirnisanda og bróðernis-
hug, sem kemur fram í grein hans.
Vér göngum að því vísu, að þar tali
hann í nafni fjölda manna með sinni
eigin þjóð. Vér göngum að því visu,
að í raun og veru muni mikill meiri
hluti danskra manna vera honum sam-
mála, þegar hann segir: »íslendingar
eru þjóð, og óskir þeirra sem þjóðar
verða að vera fullvalda.« Slík um-
mæli geta ekki annað en vakið þakk-
læti og virðingu i brjósti allra íslend-
inga. ______
Enginn vafi er á því, að höf. lítur
alveg rétt á, þar sem hann talar um
íslendinga sem æskupjóð. Eitt af því
bezta og sannasta, sem sagt hefir verið
um landið okkar, er orð Hannesar Haf-
steins: »Þú álfu vorrar yngsta land.«
Þjóðin finnur framar öllu öðru til
æskunnar. Og fyrir því fóru kosn-
ingarnar siðustu eins og þær fóru.
Æskumaðurinn er þess ófús að ráða
sig fyrir alt lífið, ráðstafa sér þann
veg, að ekki verði aftur tekið. Hon-
um kann að fara eins og Peer Gynt,
að hann gerist fáanlegur til þess að
láta binda á sig skott; það getur hann
leyst af sér. En honum fer líka eins
og Peer Gynt, að hann neitar með
öllu að láta spretta í augað á sér, því
að við því verður aldrei gert aftur.
Þetta var það, sem reið baggamun-
inn, en enginn minsti snefill af óvild
til Dana.
Fyrirlestur um Japan
hélt majór Erichsen, eins og til
stóð, í Iðuaðarmannahúsinu, siðastl.
sunnudagskvöld, og sagðist mjög vel.
— Þeim, sem ekki hafa heyrt sagt
frá Japan áður eða lesið neitt um það
land, þótti rætast hér, að sinn er sið-
ur í landi hverju. Ræðumaður fræddi
um það, meðal annars, að lítið væri
um húsgögn í Japan, engin borð,
ekki stólar né rúmstæði. Menn sitja
á gólfinu, matast á gólfinu, sofa á
gólfinu og því eru þykkar reyrábreið-
ur á öllum gólfum. — Japanar eru
allra þjóða sparneytnastir og lifa mest-
megnis á hrísgrjónum. Þar þurfa hús-
mæður því ekki að hugsa um mat og
eldamensku frá morgni til kvölds.
Grjón eru soðin á morgnana til alls
dagsins. Þrimælt er og borðað með
2 tréprjónum, sem haldið er milli
þumal og vísifingurs og þarf lag og
æfingu til að nota þá svo, að ekki
fari niður grjónin. Grænmetis neyta
Japanar lítils háttar og eins fiskjar.
Lítið er um kjöt og brauð en te-
drykkja mikil og teið þó óbætt; hvorki
sykur né mjólk með því.
Stafagerð Japana er öll önnur en
okkar og eins er aðferðin að skrifa.
Þeir byrja hægra megin á pappírnum
og skrifa niður eftir, hvert orð fyrir
neðan annað. Næsta Iína byrjar vinstra
megin við hina niður eftir o. s. frv.
— Utanáskrift á bréf er þveröfug við
það, sem við höfum átt að venjast.
Japanar byrja á landinu, sem bréfið á
að fara til, þá er staðurinn næstur og
síðast mannsnafnið. Þetta telja þeir
eðlilegast. Póstmaður þurfi ekki að
skifta sér af öðru en landinu, sem
bréfið eigi að fara til, fyr en það sé
þangað komið; og því eigi nafnið á
landinu fyrst að verða fyrir honum.
Þegar svo bréfið er komið til lands-
ins, þá er að athuga staðinn og á
staðnum nafn viðtakanda.
Margt sagði ræðumaður fleira fróð-
legt um tizku og þjóðháttu Japana.
Skilnaðarhátíð heldur Hjálpræðisher-
inn majór Erichsen annaðkvöld kl.
81/2 i herkastalanum með viðhöfn og
fögnuði.
Bjarni Jónsson
alþingismaður og viðskiftaráðunaut-
ur leggur af stað héðan með Sterling
nú í vikunni. Nokkurir vinir hans
kveðja hann með samsæti annað kvöld.
Merkilegur fornmeujafundur.
í landi Brimnes-jarðar, rétt við Dal-
vík við Eyjafjörð, hafa merkilegar
fornmenjar fundist í sumar.
í fyrra fundust þar mannabein í
dys. Hr. D. Bruun höfuðsmaður
fékk því til vegar komið, að ekkert
yrði að sinni við dysina átt, til þess
að afstýra öllum ógreiða, sem gerður
kynni að verða frekari rannsóknum,
og er einkar þakklátur manninum,
sem hafði umráð jarðarinnar, fyrir það
að hann lét alt óhreyft. í sumar
hefir hann grafið þar eftir fornmenj-
um og orðið mikið ágengt. Prc-
fessor Finnur Jónsson hefir og komið
þangað í sumar, en aðalverkið hefir
Bruun höfuðsmaður unnið.
Hann hefir fundið grafreit, sem
notaður hefir verið í heiðni.
Leifar hafa þar fundist af 13 beina-
grindum alls, í nokkurum gröfum.
Sumir mennirnir hafa verið heygðir
með hundi sínum og hesti. Alls hafa
fundist leifar af 4 hundum og 7 hest-
um.
Einn mannanna hafði verið heygður í
7 metra löngum og U/g metra breið-
um bát, sexæringi, ætluðum þrem
mönnum. Lögunina á bátnum mátti
sjá af nöglum og einhverjum spýtum,
sem leifar sáust af.
Ymsar tignar konur hafa verið
heygðar þar, sumar með hesti og
einstöku með hundi. Húsmunir hafa
verið látnir í grafirnar, svo sem ilát
til eldamensku úr steini. Skrautgripir
hafa líka fundist, sem hafa verið látn-
ir fylgja konunum til moldar, úr raf,
glerperlur og stór, skálarmynduð málm-
sylgja. Eitt kvenlíkið hefir haft lykil
(króklykil) við beltið. Ennfremurfund-
ust og leifar af búningum úr smágerðum
ullardúkum.
Hjá karlmanna-leifunum hafa fundist
2 spjót, járnhnífar og leifar af hnökk-
um og beizlum.
Enn fremur hafa fundist leiktöflur úr
beini.
Hr. Bruun hyggur, að grafreitur þessi
hafi heyrt til bænum Upsum, þar
sem Karl rauði bjó, og hafi verið
notaður frá þvi er Svarfaðardalur var
numinn og þar til er kristni var
lögtekin. Líkindi virðast að þvi, að
Karl sé þarna grafinn. En ekki kem-
ur það heim við frásögu Svarfdælu,
sem segir, að Þorgerður, ekkja Karls,
hafi látið færa hann upp til Karlsár,
sem er töluvert utar. Jafnframt seg-
ir Svarfdæla, að hann hafi verið lagð-
ur í skip og fé mikið með honum,
sem kemur heim við þennan fund,
Hr. Bruun hefir grafið í haug þann,
sem munnmælin eigna Karli, út við
Karlsá, en fann þar ekkert.
þetta er einhver merkilegastur forn-
menjafundur hér á landi.
Muni þessa tók herra Bruun með sér
til Danmerkur og því næst sendir
hann þá hingað á forngripasafnið.
Þeir Bruun höfuðsmaður og Finn-
ur prófessor Jónsson hafa um 3 ár
haft styrk af Carlsbergsjóði til þess
að rannsaka fornmenjastaði hér á landi.
Nú er þeim styrk lokið.
Auk fornmenjarannsóknannahefir og
Bruun höfuðsmaður þessi árin samið
lýsingar á mörgum fjallvegum, svo
sem Sprengisandi, Kjalvegi, Tvídægru,
Grímstunguheiði, Skessubásavegi,Fj alla-
baksvegi o. s. frv., og búið til upp-
drætti af þessum vegum. Þessu verki
hefir hann nú Jokið, og að því er
oss skilst, afhent stjórninni lýsingarn-
ar. Vonandi verður einhverra ráða
leitað til þess að koma þeim á prent.
Nákvæma skýrslu um fornmenja-
fundinn ætlar hr. Bruun að láta
prenta í Árbók Fornleifafélagsins.
Frk. Hulda Hausen.
Fyrirlestrar bennar um Georg Bran-
des urðu alls 5. Hún galt þess mjög,
hve örðugt er að fá fólk hér saman
að sumrinu, og hve fáment hér er
nú í bænum. Annars hefði naumast
getað hjá því farið, að hún hefði fengið
miklu fleiri tilheyrendur en hún fekk,
þar sem fyrirlestrar hennar voru mjög
fróðlegir og skemtilegir. Undrun vakti
það, að nær því ekkert skyldi koma
af dönsku fólki, þar sem ágætlega vel
mentuð kona var komin frá þeirra
landi til þess að tala um þeirra fræg-
asta núlifandi mann. Frk. Hansen
lagði af stað heimleiðis með Vestu.