Ísafold - 21.08.1909, Blaðsíða 1

Ísafold - 21.08.1909, Blaðsíða 1
Komiu út ýmiat einu sinni efta tvisvar i vikn. Verö árg. (80 arkir minst) 4 kr., er- lendis 5 kr. eða 1^/a dollar; borgist íyrir mibjan júli (erlondig fyrir fram). ISAFOLD Uppwögn (skrifleg) bundin viö áramót,. er ógild nema komTn só til útgefanda fyrir 1. okt. og iwaupandi skaldlaas vib blabið. Afgreibsia: Austurst.roeti 8. XXXVI. árg. Reykjavík laugardaginn 21. ágúst 1009. 55. tölublað T. O. O. F. 90939. Augnltokning ók. 1. og 8. þrd. kl. 2—3 i spltal Forngripasafn opib á v. d. 11—1. íslandsbanki opinn 10—21/* og ö1/*—7. K. F. U. M. Lost.rar- og skrifstofa frá 8 árd. tii 10 siM. Alm. fundir fsd. og sd. 8 »/* siöd. Landakotskirkja. Glubsþj. 91/* og 6 á helgidögum. Landakotsspitali f. sjúkravitj. 10 ‘/a—12 og 4—5 Landsbankinn 10 ‘/a—2 4/a. B-nkastjórn við 12—1. Landsbókasafn 12—8 og 6 -d. Landsskjalasafnið á þiu., fmd. og Id. 12—1. Lækning ók. í læknask. þrd. og fsd. 11—12. Nátfcúrugripasain (i landsb.safnsh.) á sd. I1/*—21/*. Tannlækning ók. i rósthússt-r. 14, l.ogS.md, 11 ' Iðnaðarmenn 7 Munið eftir að ganga í Sjúkrasjóð iðnaöarmanna — Svoinn Jónsson gik. — Heima kl. 6 e. m. —> Bókhlöðustlg 10. FaxaflúaMturinn IHGOLFUR fer til Borgarness ág. 29.; sept. 2., 8., 12. Akra sept. 5., 12. Garðs og Keflav. ág. 23. Sandgerðis ág. 25. Næsta bl. ísafoldar laugar- dag 28. þ. m. SamgöngusamningurÍDii. Mikið stímabrak hefir orðið út úr honum i Danmörk, áður en tókst að ná honum. Eins og símað var til ísafoldar, gerðu Danir sig stórreiða út af Fíam- borgarferðunum, margfölduðu með sér, hvað íslendingum gengi til að fá þær, nú ætti að hætta allri verzlun við Dani og þar fram eftir götunum. Mjög furðulegt yfirleitt að sjá, að mennirnir skyldu geta láð oss það, að vér viljum fá sem beztar sam- göngur við umheiminn. Samt könnuðust Danir við það, að ekki væri unt að banna oss ferðir milli Hamborgar og Reykjavíkur, ef vér kostuðum þær sjálfir og gætum komist að sanmingum um þær. En að því hefir sýnilega ekki verið auð- hlaupið. Danska stjórnin neitaði að leggja póstgangnatillagið frá Dan- mörku félagi, sem tæki að sér Ham- borgarferðirnar, og Sameinaða gufu- skipafélagið neitaði líka að ganga að slíku. í þessu þrefi kom tilboð frá Ham- borg. Félag þar bauðst til að taka að sér strandferðirnar og" ferðir milli Kaupmannahafnar og Reykjavíkur og Hamborgar og Reykjavíkur fyrir al- þingisstyrkinn einan. Millilandaferð- irnar áttu að vera 30. Geta má nærri, að ekki þótti Dön- um betur, þegar þetta tilboð kom. Börsen talar um það sem danskri verzl- un og skipaútgerð sé sagður ófriður á hendur, ef að slíku sé gengið. Og það var ekki gert, svo sem kunnugt er. En ráða má af blöðunum, að full- harðsótt hafi það verið að komast að samningum í Danmörk. Til dæmis að taka segir stjórnarblaðið Danne- brog 7. þ. mán.: Danska stjórnin hefir ekki getaö ajtr- að pví, að Islendingar Jengju samband við Hamborg. Þeir haja unnið sigur í baráttunni. Við þau ummæli þarf engar athuga- semdir að gera. Þau skýra sig sjálf. Frekari skýringar áhrærandi samn- inginn má sjá af eftirfarandi pistli, sem tíðindamaður ísafoldar í Khöfn ritar oss 10. þ. mán., eftir viðtal við ráðgjafa: Það var úlfaþyturinn í Dönurn út af Hamborgarferðunum, sem olli þvi, að leggja varð kapp á það frá vorri hálfu, íslendinga, að þær kæmust á nú þegar. En það var ekki hasgt öðru vísi, en að semja við 2 félög. Því að Danir binda ríkissjóðsstyrkinn því skilyrði, að félagið, sem hann hlyti, ætti ekkert við Hamborgar- ferðir. Því vildi Sameinaða sæta. En Thore vildi taka þær að sér sem viðbót við strandferðirnar, ef það fengi allan íslenzka styrkinn, 60,000 krónur. En fyrir 50,000 bauð Sameinaða félagið að annast millilandaferðir reglu- lega, póstferðirnar án Hamborgarferða. Eftir langt og mikið stímabrak varð sú niðurstaðan, að Sameinaða félagið færði sig niður í 40,000 kr. fyrir millilandaferðirnar, þ. e. danska styrk- inn einan. Þá hefði verið eðlilegast, að hlutað' eigandi dansknr ráðgjafi, innanríkis- ráðgjafinn, semdi við Sam. fél. um þessar 40,000, en íslandsráðgjafinn um hinar við Thorefélag. En það var ekki hægt vegna fjárlaganna. Þau ætlast eindregið til að samið sé um allan styrkinn, 100,000 kr., í heilu lagi, þótt vera megi við fleiri en eitt félag. Þessu varð framgengt með því lagi, að íslandsráðgjafinn gerði, ásamt inn- anrikisráðgjafanum, samninginn við Sarn. télagið, en við Thorefélagið samdi hann auðvitað einn. Þá var fjárlaga-skilyrðinu fullnægt. Hreyft kann að verða þeirri spurn- ingu, segir tíðindamaður vor enn fremur, hvort ekki hefði verið betra að geyma Hamborgarferðirnar 2 árin næstu og gera 2 ára samning við Sam. fél. eftir gömlum vanda og áti þess að hugsa um kælirúm nt. m. Vera má og, að það hefði þótt til- tækilegt, ef Danir hefðu ekki hleypt í sig þessum þvergirðing og ástæðu- lausum ímugust út af Hamborgarferð- nnum. Það var hart aðgöngu að fara að hopa á hæli fyrir þeim með þær. — Og úr því að kostur var á mun betri ferðum með 10 ára samn- ingi (sbr. orðalag fjárlaga) með nýjum strandferðabátum, auk almennilegs þ. e. fullnýtilegs kælirúms, ekki einungis í 2 millilandaskipum, heldur og í 2 strandferðabátum, þótti ekki áhorfsrnál að ganga að því. Enginn mun og rengja það, að »mun betra« sé að hafa 45—46 reglulegar póstferðir milli landa, með jöfnu millibili yfirleitt, held- ur en 25 (auk nokkurra handahófs- ferða). Hið pýzka tilboð, sem kom til orða, var að vísu álitlegt í marga staði, en með því fengust ekki nærri því eins tíðar reglulegar millilandaferðir og með þeirri tilhögun, sem um samdist að lokum og virðist vera landinu notadrýgri og hagfeldari að ýmsu leyti. Hamborgarferðirnar, sem fengn- ar eru með því, munu og verða að líkindum nægar í bráð, enda engin fyrirstaða, hjá Thorefélagi, að fjölga þeim alveg eftir þörfum. Jóhannes Jósefsson, fþróttamaðurinn mikli, og félagar hans voru staddir í Khöfn er Laura fór þaðan. Þeir láta hið bezta af ferðum sínum og fá hvarvetna góðar viðtökur. í bréfi frá þeim, rituðu 7. þ. m., segir á þessa leið: _ Við erum nú staddir hér í Khöfn. Komum í gær frá Norvegi. Höfum verið að ferðast um Danmörku síðan í vor með sýningar okkar, og nú síðast um Norveg. Förum héðan eftir 2 daga; eigum að byrja 10. þ. m. í »Cirkus Reiffarth« í Árósum. Verðum þar til 24. þ. m. Þaðan til Hamborgar, byrjum þar 26. þ. m. í »Cirkus Busch«, einu frægasta leik- sýningahúsi í heimi. Ekki ráðið hve lengi við verðum þar; því ræður s_á, er við erum ráðnir hjá, cand. jur. Paul Neve. Hann hefir fengið tilboð fyrir okkur í París, Sviss, Spáni og Rússlandi (kóleran heftir för okkar þangað). Kaup höfum við gott, ókeypis ferðir og vel lagt til, það sem þurfum á að halda. — Ánægju- legra, ef slíkra kosta hefði mátt njóta heima; — en það var öðru nær. Það eitt getum við nú gert fyrir þjóðina okkar, að láta aðrar þjóðir vita að hún er tii, auka þekkingu á henni. Og það má eg óhætt fullyrða, að hlýr hugur til hennar hefir glæðst víða, þar sem við höfum farið um. -----s>se----- Erlend tíðindi. . Khöfn 11. ágúst. Verkfallið mikla í Svíþjóð. 250 þnsundir manna leggja niður vinnu. Siminn hefir sagt frá verkfalli því hinu mikla, sem stendur yfir þessa dagana í Svíþjóð. Það er eitt af stærstu verkföllum, er sögur fara af og nær yfir alla Svtþjóð svo að segja, milli fjalls og fjöru. Vinnulýður hefir löngum átt erfitt uppdráttar þar í landi og vinnuveit- endur þjakað kosti verkamanna sinna. Hins vegar hafa vinnumenn reynt að brjótast áfram og bæta kjör sín, þar sem annarstaðar. Hafa þeir smám saman farið að krefja drotna sína um hærra kaupgjnld og samvinnufélög myndast til þess að reka réttar verka- manna. En vinnuveitendur hafa verið hinir seigustu og haldið í skildingittn eftir mætti. Þó eru þeir nú farnir að sjá það, að verkamönnunt eykst ás- megin óðar en timinn líðitr og að þar er margur- dropi að verða móða fögur. Samtök jafnaðarmanna og fé- lagsskapur í Svíþjóð svíður auðvaldinu í augum og þeir sjá það, vinnuveit- endur, að svo búið má ekki standa. Hefir þeim því þótt ráðlegt að ráða á verkamenn, áður en þeir yxu þeim upp yfir höfuð. Til þess er notuð aðferðin: vinnuteppa. Öllum verka- mönnum er sögð upp vistin og aðrir teknir í staðinn. í Svíþjóð voru aliir pappirsgerðarmenn reknir úr vistinni með samtökum vinnuveitenda og þetta var tilefni til þess, sem nú er orðið. Verkamenn hafa svarað því með alls- herjar-verkfalli um alt land. Þessu bjuggust auðmenn vitanlega við og það var þetta, sem þeir vildu. Þeir sjá, að nú verður að skriða til skarar. Vilja þeir sjá, hvorir betur mega og hvorir þola lengur vinnuleysið, þeir eða vinnulýðurinn. Gefist verkamenn upp, eiga þeir von á afarkostum hjá vinnuveitendum. Verkfallið hófst fyrir rúmri viku, og þar er ekkert lát á enn. Verk- fallsmönnum fjölgar meira að segja á hverjum degi og fleiri og fleiri vinnu- flokkar slást í hópinn til þess að láta eitt yfir alla ganga. Fyrir nokkrum dögum voru verkfallsmenn allra stétta taldir um 250,000, en liklega hefir þeim fjölgað stórum síðan. Það kvað vera æði tómlegt í borg- unum í Svíþjóð þessa dagana. Verk- smiðjum flestum og búðum lokað, vagnlaust á götunum og svo hljótt, þar sem áður var arg og ærusta, að þar má nærri heyra flugu anda. Eng- inn vinnur. Allir gera verkfall, lík- rpenn, hvað þá aðrir. Blöðin eru hætt ■ð koma út nema eitt eða svo, en það er málgagn sjálfra verfallsmanna. Þeir halda fundi, eggja hver annan og styðja með ráð og dáð. Þeir sem eitt- hvað hafa milli handa rniðla hinurn, sem fátækari eru. Vinnuveitendur hafa og haft viðbúnað eigi síður. Þeir hafa tekið stórlán í bönkunum og ætla sér ekki að láta undan fyr en í fulla hnef- ana. Annars er til þess tekið, hversu alt fer þar fiiðsamlega fram. Menn bjugg- ust við óspektum og blóðsúthelling- um, en þar hefir svo að segja enginn látið lífið enn sem komið er. Verk- fallsmenn hafa tekið þann kostinn, að spilla eigi fyrir sér og sínum málstað með hermdarverkum. Þó hafa þeir keypt byssur og skotfæri og svo er sagt, að nú fáist hvergi byssa í allri Svíþjóð, þó að gull sé i boði. Út- lendum blaðamönnum, sem til Stokk- hólms koma, þykir allsnubbótt ferð sin orðin. Þeir áttu von á róstum og bardögum, en koma á friðarþing. Bann- að var og í byrjun verkfallsins, að veita nokkrum manni eða selja vín i Stokkhólmi og mun það eiga drjúgan þátt í þvi, hversu þar fer alt skaplega frarn. Hve lengi stendur á þessu enn, er ómögulegt að segja með nokkurri vissu, því að þrákelkni er í báðum. Þeir togast á um líftaugina og halda báðir dauðahaldi. Siðustu fregnir segja, að verkfalls- menn eigi allerfitt, og verkfallið eigi nógu alment. Vinnuveilendur bjóða verkfallsbrjótum fastarstöður og vinna sumstaðar byrjuð aftur. Dálítið er og tekið að brydda á óeirðum. Drepið hafa verkfallsmenn uppskerumann einn úti í sveitinni, er neitaði að gera verk- fall, og ráðist hafa þeir á sporvagna í Stokkhólmi, er þeir tóku að ganga með nýjum mönnum á. Hafa nokkrir verið handsamaðir af lögreglunni. Ann- ars hafa verkfallsmenn sjálfir sína lög- reglu og hún reynir að láta alt fara með feldu. Marokko-ófriðurinn og Spánarbyltingin. Þar á Pyrenæaskaganum hefir og verið í meira lagi róstusamt, eins og drepið hefir verið á áður. Hermenn neituðu að fara í Kabyla- stríðið og sögðu, að sá ófriður væri með öllu Spánverjum sjálfum að kenna og væri leikurinn til þess gerður, að auðvald landsins gæti makað krókinn. Þar hafa og verið lög í landi, að hver og einn gat keypt sig undan skyldu- herþjónustu með ærnu fé. Þetta var óvinsælt í meira lagi hjá alþýðu manna, því að auðmenn og hötðingjar sættu vitanlega færi og sátu heima hópum saman. Þetta var aðalástæðan til upphlaups þess, er verið hefir á Spáni undan- farna daga, einkum í Barcelóna. Af fjarverandi hermönnum, er kvaddir voru til herþjónustu, komu ekki nema i°/0 eða svo. Þá tók Alfons kon- ungur til þeirra úrræða að setja á stofn allsherjar hervaldsstjórn, er kúga átti lýðinn til hlýðni. Hann svaraði með uppreist og allsherjar verkfalli. Síðan hófust skærur og bardagar um alt land. Morð og hryðjuverk voru framin meiri en dæmi eru til í álfu vorri á síðari tímum. Mest gekk á á Norður-Spáni í Barcelóna og hér- uðunum þar i kring. Fregnirnar voru annars alt af óljósar, því að stjórnin lét rannsaka símfregnir allar og hleypti því einu af stað, er henni sýndist. Alfons konungur var talinn i hin- um mesta lifsháska, og sagt var að enskt herskip hafi verið við hendina til þess að taka við drotningu og flytja burt, ef illa hefði til tekist um manti hennar. Konungur var hrópaður nið- ur víða um landið. Svo var hatrið og gremjan megn. Var eigi annað sýnna en að hann mundi hröklast úr völdum og eiga þangað aldrei aftur- kvæmt. En þá tók hann það til bragðs, að láta þingið fella burt ákvæði laganna um undanþágu frá herþjónustu. Nú verða allir að fara, ef ófrið ber að höndum, hvað sem í boði er, hvort þeir vilja eða ekki. Þegar þetta varð hljóðbært, breyttist alt á svipstundu. Nú er Alfons konungur elskaður jafn- mikið og hann var hataður áður, segja menn. Uppreistin er sefuð og vinna hafin eins og áður. Þó segja blaðamenn útlendir í Ma- drid, að það sé síður en svo, að landsfólkið sé friðað. Margir eiga um sárt að binda eftir skothríðir herflokka þeirra, er sendir voru til þess að sefa múginn og æsingar því magnaðar enn. Þeir segja fyrir nýja byltingu, áður en langt um liður, og hana skæða. Lýð- veldismenn eru þar að verða fjölmenn- ari og fjölmennari og núna eflast þeir óðfluga. Don Carlos, sá er þózt hefir rétt- borinn til ríkis á Spáni, er nýlega lát- inn. Fyrir dauða sinn afsalaði hann sér og ætt sinni öllu tilkalli til kon- ungdóms. Jakob elzti sonur hans hefir mótmælt þessu harðlega, kveðst sjálf- ur vera fullveðja og afsal þetta því ólöglegt. Hann hefir hafst við á Spáni eða þar á landamærunum meðan á uppreistinni hefir staðið og ætlar sér að nota sundrungina til pess að ná aftur rétti sínum. Þar fer hann þó líklega flatt. Gangi ríkið úr greipum Alfons, er konungdómurinn væntan- lega úr sögunni á Spáni. Þá koma lýðveldismenn til skjalanna. Tyrkland og Grikkland. Eúgun Krítverja. Ófriöur i nánd. Nú er svo komið með Tyrkjum og Grikkjum, að innan fárra daga brjótast Tyrkir með her manns yfir landamær- in. Þetta er annars undarlegur ófriður. Grikkir hafa ekkert gert á hluta Tyrkja. Þeir hafa ekki eggjað Krítverja með einu orði til þess að ganga undan Tyrkjum. Það eru eyjarskeggjar, sem vilja þetta sjálfir. Þeir hafa dregið upp gríska fána og hylt Georg kon- ung, en Grikkir hafa ekkert aðhafst. Þeir hafa vísað öllu frá sér til stór- velda þeirra, er haldið hafa úti tii þessa verndarhersveitum á Krít. Samt er nú svo komið, að Tyrkir ætla að segja þeim stríð á hendur. Til þess að átta sig á þessu, verða menn að athuga ástandið á Tyrklandi heima fyrir. Ungtyrkir eiga æ í vök að verjast fyrir afturhaldsseggjum. Þeim er því um að gera, að ríkið gangi ekki úr sér meira en komið er. Missi þeir Krítey, geta þeir búist við byltingu aftur á bak og jafnvel harð- stjórn aftur. Hundtyrkir, en svo má nefna afturhaldsmenn, segja að losið á ríkinu sé að kenna Ungtyrkjum eingöngu og stjórn þeirra — stjórnar- skránni með öðrum orðum. Ung- tyrldr sjá hættuna. Yfir þeim vofir borgarastyrjöld, ef þeir slaka hið minsta til í Kríteyjarmálinu, Því er það, að þeir vilja ekki eiga undir úrskurði stórveldanna um afdrif eyjarskeggja. Með ófriði ætla þeir að ná sér niðri og það mun liklega vaka fyrir ein- hverjum þar í landi, að ná í eitthvað af Grikklandi í staðinn fyrir Búlgaríu- missinn. Vilji Krítverja er virtur að vettugi. Þeir eiga að hýrast hjá þeim, sem þeir hata, hvort þeir vilja eða ekki. Stórveldin ætla að fara fram á það við Tyrki, að þeir gefi eyjarskeggj- um sjálfstjórn og tyrkneskan land- stjóra. Ekki verða Krítverjar ánægðir rneð það, en Tyrkir hóta að brjóta á bak aftur nteð hervaldi allar tilraunir þeirra til þess að komast undir Grikk- land. (Nl. á 4. s.|

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.